28.3.2007 | 09:53
Tvær vikur
Ég áttaði mig á því í gærkveldi að það eru bara tvær vikur í næstu niðurstöður, ohh boy!! Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að kvíða fyrir eðurei? Því náttúrlega úr síðustu niðurstöðum vissu þeir ekki hvort þetta væri stækkun eða bara svona miklar bólgur frá geislanum sem getur verið miklar líkur á þannig maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að vera.
Hún er að sjálfsögðu kraftaverk hún Þuríður mín, það er bara ótrúlegt hvað henni líður vel í dag og hvað hún er að taka miklu framförum sem engin skilur? Með réttu ætti henni ekkert að líða svona en kraftaverkin gerast sem ég hef verið vitni af.
Ég var líka að rifja það upp í huganum myndirnar af æxlinu, við fáum að sjálfsögðu að sjá myndirnar eftir hverja töku en síðast fengum við að sjá myndirnar frá því fyrir tveimur og hálfu ári og síðustu myndir og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hefur verið mikil stækkun. Vávh!! Fyrstu myndirnar af æxlinu þá var það oggupínulítið reyndar alveg sjö cm eða eitthvað sem er reyndar mjög stórt í þessu litla höfði en síðast þakti það eiginlega bara yfir hann allan sem ég vona að mestu voru bólgur en það veit engin fyrr en eftir tvær vikur vonandi. En einsog ég hef sagt þá viljum við frekar bíða alla ævi heldur en að fá erfiðar fréttir þannig ég verð ekkert alveg miður mín ef þeir eru ekki vissir eftir tvær vikur en samt vil ég fá GÓÐAR fréttir en engar fréttir eru góðar vil ég túlka allavega með Þuríði mína.
Þegar æxlið uppgvötaðist fyrst þá var það góðkynja og læknarnir sögðu að það ætti ekkert að breytast, gæti kanski breyst þegar hún væri orðin eldri en svo kom annað í ljós. Þeir höfðu aldrei séð svona áður þess vegna gátu þeir heldur ekki greint hana alveg strax og svo er æxlið á versta stað þannig þeir geta aldrei tekið það nema hún verði fyrir miklu skaða alla sína ævi sem við viljum heldur ekki.
Í júní síðastliðin varð fyrsta breytingin á æxlinu en læknarnir hérna heima og læknarnir úti voru ekki sammála um hvort það væri að breytast í illkynja, þeir heima vildu meina að það væri stækkun til hins verra en þeir úti vildu meina að þetta væru bólgur frá lyfjameðferð en í það sinn höfðu okkar læknar rétt fyrir sér því verr og miður. Ég gæti öskrað!!
Þuríður mín hefur sýnt og sannað að hún er ein af þessum kraftaverkum og ég ætla mér að trúa því þangað til annað kemur í ljós.
Í lokin langar mig að senda kraftaverkaknús til einnar hetjunnar hérna til hliðar hennar Ástu Lovísu, þið megið alveg kveikja á kerti fyrir hana á kertasíðu hennar og senda henni kraftaverk. Knús til þín Ásta mín, mikið ofsalega langar mig að gefa þér alvöru knús núna.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megi allar góðar vættir strjúka vanga hennar og lækna þannig meinin.
Það þarf styrk til að berjast bið Guð að styrkja ykkur fjölskylduna.
Orð eru auðsögð en bæn heits hjarta nær oft alla leið.
Kveiki á kerti mínu ykkur til heilla.
Bjarni Kjartansson, 28.3.2007 kl. 10:02
Kæra fjölskylda. Mikið er gaman að lesa að þuríður er mikið hressari og í raun bara kraftaverk hvað henni fer fram. Óskum þess að framhald verði á því og þið eigið langan tíma saman í framtíðinni.
Guðrún
Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:11
Kraftaverkaknús til ykkar og allra sem þurfa á því að halda. Þið hafið og verðið ávallt í bænum okkar. Knús, knús og kossar. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:31
Mikið er gott að heyra hvað Þuríður Arna er dugleg.
Biðjum til Guðs um að þið fáið góðar fréttir núna í apríl :-)
Kkv.
Martha og co
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 00:14
Það var gaman að lesa ferðasögu ykkar um daginn úr New York ferðinni en það er ennþá skemmtilegra að lesa hvað henni Þuríði líð vel þessa dagana. Skil vel blendnar tilfinningar og tilhlökkun/kvíða fyrir niðurstöðunum. Endilega njótið í botn þessara daga sem Þuríði líður svona vel og vonandi er heilsufarið á hinum fjölskyldumeðlimum orðið gott líka. Hafið það sem allra best um páskana.
kv.
Hrafnhildur Ýr
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 08:50
Þuríður Arna er algjör hetja ;)
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld!
Knús
Elsa Nielsen, 29.3.2007 kl. 09:20
Kæra Áslaug.
Þetta er bara alveg æðislegt að Þuríði skuli líða svona vel og það skulu vera framfarir. Nú er bara að trúa því að þetta sé komið til að vera. Við vonum svo innilega að eitthvað gott komi út úr næstu skoðun. Frábært, kannski er hið langþráða kraftaverk sé að fljúga í faðm hennar það vona ég.
Hún Ásta Lovísa er alveg einstök og er í bænum mínum bæði seint og snemma, ég blogga henni nánast á hverjum degi´. Hún er systir æskuvinkonu minnar sem er nú látinn.
Þuríður og Ásta Lovísa eru fallegar hetjur og alveg einstaklega duglegar í sinni baráttu. Óska ykkur öllum alls hins besta í komandi framtíð. Kveðja Sigga Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 17:19
knús knús :) þið eruð hetjur i mínum augum...
koss og knús
Þórunn Eva , 30.3.2007 kl. 08:41
Það er ekki bara hún Þuríður Arna sem er kraftaverk af guðsnáð, þið eruð það líka, svona sterk og réttsýn sem þið eruð.
Vona að veikindin fari að lagast hjá ykkur, því nóg er það nú samt sem dynur á ykkur og þið þurfið á öllum ykkar kröftum að halda í þessu eilífa stríði........hugsum til ykkar
Helga og Unni
Helga Jónasdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.