20.4.2007 | 16:18
Lent og beint uppá Barnaspítala
jamm við þurftum bara að bíða í fjórtán tíma útá Kastrup eftir flugi heim þvílík og önnur eins þjónusta hjá Icelandair, já þeir létu okkur hanga þar til fjögur í nótt þegar við fengum loksins flug heim en við áttum að fljúga heim kl tvö í gær dag. Þeir lugu að sjálfsögðu að okkur farþegunum að það væru ÖLL hótel uppbókuð í Koben sem er að sjálfsögðu bara lygi þannig við þurftum bara að hanga en sumir slógu þessu bara uppí kæruleysi og djömmuðu feitt eheh en samt ekki við thíhí!! Við vorum bara að spila og Skari reyndi að leggja sig á flugvellinum sem gekk svona lala en mín reyndi þá bara að hlusta á ipodin en ég get samt ekki sagt að það hafi bara verið leiðinlegt að hanga þarna þar sem við kynntumst skemtilegu fólki og á tíma hélt ég að ég væri komin í myndina "með allt á hreinu" þvílíkir snillingar þar á ferð. Oh mæ god!!
Allavega lentum við hálf sex í morgun en áttum að lenda um þrjú í gærdag sem var kanski aðeins of mikið hangs þegar ég tala fyrir sjálfan mig og þreytan er líka endalaus mikil enda svaf mín ekkert þarna þar sem ég þorði ekki leggjast og reyna gleyma mér þar sem það voru "fyllibittur" hér og þar og mín var ekki að fíla það þegar þær komu og voru eitthvað að klæmast. En við vorum komin heim loksins um sjö og stuttu eftir það var mín mætt uppá Barnaspítala með hann Theodór minn og ég var einsog einhver vofa, veit ekki hvað þeir hafa haldið þar? En hann Theodór minn heldur engu niðri síðustu þrjá daga, ef hann fær smá sopa af einhverju þá ferð það bara strax útur bæði götin. Það er ömurlegt ástand á drengnum. Við þurftum að vera þar fram að hádegi því þeir voru að reyna hella einhverjum vökva í drenginn sem gekk EKKERT en hann gubbaði samt ekkert né útur hitt gatið þannig læknarnir sögðu okkur að fara heim en kanski myndi Þetta ganga betur þar sem að það hefur sjálfsögðu ekkert gert en um leið og við stigum innum dyrnar kom þvílík buna útur litla karlinum mínum og hann ekkert ennþá fengið dropa uppí sig en hann verður alveg snar ef ég reyni því hann má heldur ekki drekka hvað sem er.
Ég mun sjá til frammá kvöld eða morgun því ef hann heldur svona áfram mun hann þurfa fá næringu í æð en mig langar ekki að leggjast með hann inn þess vegna reyni ég að berjast og berjast við drenginn verst að það gengur ekkert. Svo er hann líka með einhverja sveppasýkingu í munninum sínum þannig það er smá ástand á drengnum mínum sem fannst yndislegast að endurheimta mömmu sína í morgun sem hann hefur ekki sleppt eheh!! Núna sefur litli krulluhaus enda engir kraftar til að gera neitt, æjhi greyjið!!
Stelpurnar voru að sjálfsögðu hoppandi kátar þegar mútta og pápi tóku á móti þeim í morgun en þær voru samt mest ánægðastar með litlu prinsessurnar sem þær fengu frá okkur eheh!! ÞArf ekki mikið til að gleðja þessar stelpur.
Ætli ég fari nú ekki að gera eitthvað af viti hér heima þetta er einsog einhver ruslahaugur, dóóhh!! Eigið yndislega helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Slauga
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
spurning hvort megi gefa honum orkudrykk?
Gangi ykkur vel og vonandi sofið þið eins og hrútar í nótt :)
hm (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:08
Æ Æ litli smáðinn. Þegar mínir krakkar voru lítil(á síðustu öld eða þannig) og voru með ælupest þá dugði fínt að sjóða vatn og láta það kólna þangað til það var orðið volgt og setja sykur í . Kanski virkar þetta ráð fyrir snáðann. Gangi ykkur vel.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:47
hæ babe og velkominn heim :) ertu búin að prófa að setja eitthvað í sprauta og sprauta bara re´tt aðeins upp ú hann á korters hálftíma fresti það þarf ekki mikið bara rétt til að fá líkamann til að samþykkja smá vökva svo kemur það :)
það hefur stundum dugað á JS en ekki alltaf því miður :(
báráttukveðjur Þórunn og JS lasarus
Þórunn Eva , 20.4.2007 kl. 20:10
Það virkaði vel að gefa Óliver orkudrykk þegar hann fékk svona pest um daginn. Vonandi hressist hann fljótt.
Knús
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 00:05
hæ hæ hvernig hefur prinsinn það ????
Þórunn Eva , 21.4.2007 kl. 12:06
Æi er hann með æluna skæðu greyið. Það er nú meira hversu þungt hún leggst á fólk þetta árið. Ég hef engin ráð nema bara þau að láta setja næringu í skinnið litla ef ekki vill betur til. Það er svo erfitt að koma einhverju ofan í þau þegar ógleðin er svona slæm. Ekki tekst mér það þegar mín börn eru með gubbuna. Vonandi hristir hann þetta þó af sér. ps)flottar myndir frá Köben :o)
Ylfa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.