25.9.2007 | 19:21
Já áfram Þuríður
Þú hefur alltaf barist áfram
og ætíð höfuð borið hátt.
Þó lítil sé, þá lít ég upp til þín...
Mér var ekki farið að lítast á blikuna í morgun, Þuríður mín var algjörlega útur heiminum. Hún lá uppí rúmi með sængina upp fyrir haus, kvartaði yfir því hvað hún væri lasin í höfðinu, skyldi ekki orð hvað hún sagði nema hvað hún væri lasin í höfðinu, það var einsog hún væri uppdópuð (sem og hún er) þannig ég lá með henni uppí rúmi í allan morgun því ég verð að vera hjá henni og halda í hendina hennar. Stundum er einsog hún sé ofsalega hrædd og vill hafa mann hjá sér og þá líður henni betur.
Ég lá bara hjá henni og hágrét því maður horfði bara á hana þjást, einsog ég reyni ekki að láta hana sjá þegar mér er illt í hjartanu en stundum er það bara ekki hægt því verr og miður. Að lokum ákváðum við að hafa samband við læknana hennar og þeir vildu fá hana strax uppá spítala í rannsóknir því það er ekki oft sem Þuríður mín kvartar svona mikið og sofnar með hendur yfir höfuð vegna sársauka. Ömurlegt að leggja þetta á þennan litla kropp.
Það fyrsta sem Þuríður mín sagði þegar við komum uppá spítala að hún vildi láta sprauta sig, haldiði það sé? 5 ára gamalt barn sem á að öskra þegar að sér sprautur en ekki biðja um þær, hún er greinilega farin að átta sig á því að það er verið að reyna hjálpa henni þegar hún er sprautuð. Hún fékk ósk sína uppfyllta og voru teknar prufur og stúlkan send beint í sneiðmyndatökur til að ath hvort það séu einhverjar breytingar í æxlinu hennar.
Maður verður skíthrædd þegar statusinn er svona á henni Þuríði minni, damn hvað mér er illt í hjartanu, ég verð svo leið, hrædd og allt fer á hvolf hjá manni.
Við fáum niðurstöður úr myndatökunum í fyrramálið, en það gætu verið ástæður fyrir þessum líða hjá henni Þuríði minni og ætla bara rétt að vona að þetta eru þær. Henni gæti liðið svona af nýju lyfjameðferðinni sinni enda mikið af lyfjum sem hún þarf að taka inn fyrirutan öll flogalyfin, hún er gjörsamlega uppdópuð og veit varla hvað hún heitir lengur. Hún gæti líka fengið hausverk af þessum lyfjum, gæta ráðist beint á lifrina og svo lengi gæti ég talið en er ekki í stuði til þess. Það er strax búið að minnka krabbalyfin hennar, var að fá allra stæðsta skammtinn sem hún má fá og held ég aðeins meira þannig við minnkum hann strax í kvöld.
Hún er reyndar ekki búin að sofa jafn mikið og síðustu daga en væri samt ekki t.d leikskólafær þar sem hún er úturdrukkin og vill bara liggja fyrir. Vill að henni líði sem best (ekki það að henni líði eitthvða illa í leikskólanum, ekki misskilja það), vill bara hafa hana í rólegheitunum enda með mikin hausverk og svo vill hún sjálf helst bara liggja uppí rúmi með dregið fyrir gluggana og sængina yfir höfuð.
Þetta er sem sé búið að vera mjöööög erfiður dagur í dag og ég vona bara að niðurstöðurnar á morgun verði góðar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 19:25
Stóóóóóóóóórt knús til ykkar..vona að morgundagurinn verði betri..
Ólöf Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:38
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.9.2007 kl. 19:45
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:49
Elsku Áslaug óskar og börn,
ég fin til með þig ,það er svo erfitt að sjá börnin sín veik manni líður svo illa.Það er bara þess óskandi að allt kemur vel út úr sneiðmyndatöku í fyrramálið.Wegi guð styrkja þig þó ég skil vel að þú ert orðin leið á svona orðum en vonandi verður þetta ekkert mjög alvarlegt.Guð verið með þig og ég bið guðs englar aðvernda og styrkja henni Þuríði eins og hægt er.Guð blessu þig og fjölskyldu þínu .Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:56
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:10
Elsku fallega fjölskylda!
Æi hvað ég vildi óska að ég ætti eina ósk því þá gæfi ég hana ykkur! Finn svo til með ykkur öllum þetta er svoooo erfitt. Haldið fast um hvert annað
Langaði bara að kvitta fyrir mig, biðja alla sem kíkja hér inn að halda áfram að kveykja á kerti fyrir ykkur.
Gangi ykkur vel !
með kærleik 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:31
Elsku Áslaug og Óskar!
Er með hugann hjá ykkur. Krossum fingur og biðjum um góðar niðurstöður og að henni Þuríði fari að líða betur.
Kveðja, Halla mamma Lóu.
Halla (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:14
Þið eruð í mínum bænum
Vonandi koma góðar niðurstöður úr myndatökunni...hugsa extra mikið til ykkar þessa dagana...
Kristín (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:26
´Sæl
hugsa til ykkar:)
Kristín (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:26
Þið eruð í mínum bænum kæra fjölskylda.
Kveikti á kerti fyrir hana Þuríði
Bryndís R (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:41
ofurknús dúllan mín.... þykir ofurvænt um ykkur..... koss og knús þín vinkona
Þórunn Eva , 25.9.2007 kl. 21:52
Leiðinlegt að heyra hvað Þuríður er slöpp, verðum bara að vona að litla hetjan ykkar jafni sig sem fyrst og að þið fáið ekki slæmar fréttir á morgun. Alltaf erfitt að horfa á börnin sín þjást og geta ekkert gert.
Baráttukveðja - Sóley
Sóley Ind. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:53
Elskulega fjölskylda guð veri með ykkur, biðjum fyrir góðum fréttum á morgun. Baráttukveðjur Guðrún, Jói og dætur.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:06
Guð blessi ykkur. Ég bið fyrir bata Þuríðar í kvöld. Og ég verð með ykkur í huganum á morgun.
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.9.2007 kl. 22:11
Mikið er sárt að vita af elsku stúlkunni þinni svona sárkvalin.
Hvað er hægt að leggja á svona lítið barn.
Þú ert svo einlæg með þínum skrifum og aðdáunarvert að fylgjast með svona góðri mömmu.
Bið fyrir ykkur í kvöld og vonum að fréttir hjá ykkur verði eins góðar og fréttir sem við fengum í fjölsk. í dag.
Kær frænka mín og vinkona var að koma úr sínum 5. uppskurði við heilaæxli.
Og hún fégg þær fréttir að loksins hefðu þeir náð öllu :)
Kraftarverkin gerast.
Sendi mínar bestu kveðjur .
Sólveig
sólveig sigurðardóttir(ókunn) (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:20
Elsku fjölskylda - megi góður guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:26
Elsku fjölskylda megi góður guð styrkja ykkur í þessum erfiðleikum.
ókunnug Eyrarbakka (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:40
Mikið finn ég fyrir miklum vanmætti þegar ég les þessa færslu. Vildi að ég gæti gert kraftaverk.
Sendi ykkur ljós&kærleika af Skaga...
SigrúnSveitó, 25.9.2007 kl. 22:45
Elsku fjölskylda,megi góður GUÐ vaka og vernda ykkur öll,vonandi fáið þið góðar fréttir á morgun og fallega stelpan hún Þuríður ykkar verði verkjalaus ,elsku Áslaug ég dáist af þér hvað þú ert opin og einlæg í þínum skrifum, takk fyrir það,bið vel fyrir ykkur og kveikji á kerti .Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:55
Hrönn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:58
Kæra fjölskylda...
Vildi senda ykkur baráttukveðjur og góða strauma. Þið eruð í bænum mínum. Kærar kveðjur Kristjana Halldórsdóttir.
Kristjana Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:04
Ég bið fyrir ykkur elsku fjölskylda. Kv. Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:10
Elsku Áslaug og Óskar.Mikið finn ég til með elsku snúllunni ykkar.Vanmátturinn er algjör.Vona að þið fáið góðar niðurstöður á morgun.Þið eruð ávallt í mínum bænum og megi sá æðri senda ykkur styrk og ljós..baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:29
Kjartan Pálmarsson, 25.9.2007 kl. 23:52
bið fyrir hetjunni okkar, og ykkur krakkar mínir. Skagakveðja
Gunna í Olís
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.9.2007 kl. 00:21
Bið Guð um hjálp og mikla hjálp fyrir Þuríði og ykkur öllFríða
Fríða (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 00:48
HAKMO, 26.9.2007 kl. 01:03
Auðvitað verða niðurstöðurnar góðar, stendur ekki einhversstaðar að við eflumst við hverja raun.....
Ég mun sitja með krosslagða fingur í allann dag
Gangi ykkur vel í dag.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:12
Halldór Egill Guðnason, 26.9.2007 kl. 09:44
Brynja-ókunnug (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:49
Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 09:50
Kristbjörg Héðinsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:32
Boston (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:27
Sigrún Pálsd. (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.