26.9.2007 | 09:55
Takmarkalaust ég trúi á þig
Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.
Vorum að fá hringingu frá spítalanum rétt í þessu. Það var einhver röngenlæknir sem að sjálfsögðu skoðaði myndirnar og mældi þær við gömlu eða þær síðustu sem voru teknar af henni sem er kanski ekki frásögufærandi en ég held að hann sé ekki búinn að vera mikið í Þuríðar málum. Hann einmitt spurði þá skemmtilegu spurningu þegar hann sá myndirnar (en síðustu voru teknar í byrjun sept) hvort hún hefði farið í aðgerð frá síðustu myndatökum. Hmmmm og hvað merkir það? Ég brosi allavega hringinn og græt gleðitárum núna, það hefur sem sagt minnkað (skroppið saman)mjöööög MIKIÐ á tæpum mánuði, haldiði að sé? Hún Þuríður mín er alltaf að koma meira og meira á óvart sérstaklega þeim uppá spítala, læknarnir vita ekki allt sem betur fer.
Líðan hennar er aðeins skárri í dag en í gær, erum strax búin að minnka krabbalyfin hennar og vonandi verður hún ekki svona lyfjuð marga daga í viðbót. Einsog læknarnir okkar í Boston hafa alltaf sagt við okkur ef æxlið mun halda áfram að skreppa saman þá fær hún að fara í aðra aðgerð (eða þá þora þeir að gera aðra aðgerð á henni) og við skulum bara vona svo heitt og innilega að það haldi áfram á þessari braut.
Erum ennþá að bíða eftir fréttum frá Boston, verst að þeir eru ekki með þessar nýjustu myndir í höndunum en kanski við heimtum að doktorarnir okkar sendi þeim þær líka?
Vávh hvað það er mikill léttir að fá þessari fréttir, líður svo vel í hjartanum. Veit allavega ástæðuna fyrir þessum slappleika og vonandi verður hún fljót að hrista hann af sér en ekki hvað? Núna græt ég ekki af sársauka, bara endalaus gleði.
Best að knúsa kraftaverkið mitt og mestu hetju í heimi. Knús líka til ykkar sem hugsið svona fallega til okkar, megið alveg kveikja á fleiri kertum tilefni dagsins.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:06
Frábærar fréttir og gott að við hin getum sent ykkur styrk og góðar hugsanir. Einlægni þín og umhyggja gefur okkur líka kraft inn í daginn, mundu það !
Eigið þið góðan dag fallega fjölskylda og við skulum halda áfram að tendra ljós til ykkar.
með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:08
Innilega til hamingju með góðar fréttir. Hef aldrei kvittað fyrir innlit mín en fylgist með og reyni að senda góða strauma til ykkar. Fáið endilega læknana til að senda nýju myndirnar til Boston. Ég kveiki á kerti fyrir ykkur.
Helga
Helga (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:16
Frábærar fréttir, Þú átt duglegustu stelpuskottuna í öllum heiminum :)
Knús á ykkur
kv. Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:20
Bestu kveðjur til ykkar allra
Stína(ókunnug) (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:20
Frábærar fréttir knús til ykkar
K (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:27
Elsku fjölskylda
Æðislegar fréttir, þið eigið þær svo sannalega skilið.
Vonandi líður ykkur öllum betur, mér gerir það allavega
kv. Anna
Anna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:30
Elsku fjölskylda.
Þetta eru frábærar fréttir,innilega til hamingju.
Vona að Þuríði fari að líða betur , hún er sannkölluð hetja þetta barn:)
Þið eruð frábær og standið ykkur eins og hetjur líka.
kveðja
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:47
Mig langar að byrja á að óska ykkur til hamingju með þessar fréttir.
Ég er að koma hér í fyrst skipti en ég sá fréttina þegar þið fóruð í legoland Þuríður litla er mikil hetja ég á eina skottu fædda 2002 byð góðan guð að styrkja ykkur á eftir að koma og fylgjast meira með ykkur.
Kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.9.2007 kl. 11:06
Jiminn. Það hríslaðist um mig sæluhrollur og ég fékk tár í augun við að lesa þetta! Gangi ykkur sem allra best, áfram hetjur!
Oddný (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:12
Elsku Áslaug og Óskar....þettu eru yndislegustu fréttir sem ég hef heyrt í langan tíma og ég hef alltaf sagt að snúllan ykkar er superhetja númer 1 og hún er endalaust að sanna það.Til hamingju með þetta elskurnar og megið þið njóta dagsins og ég verð áfram dugleg að kveikja á kertunum hennar og biðja fyrir ykkur.Knús á línuna..baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:26
Hún Þuríður Arna er lítil hetja
þarf við krabbann sinn að etja
en hún kemur alltaf okkur á óvart
þegar okkur finnst allt orðið svart
þið eruð í bænum mínum
Þvi kraftaverkin
asa (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:35
Til hamingju með þessar frábæru fréttir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 11:38
Innileg til hamingju með þessar frábæru fréttir. Mér er búið að vera endalaust mikið hugsað til ykkar að undanförnu og auðvitað fylgist ég með. Ég er bara með gæsahúð af gleði og tár í augum:) Knús á línuna. Kær kveðja Þórunn (ókunnug)
Þórunn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:41
Vá, yndislegt! Ég klökknaði við að lesa þessa færslu. Þrátt fyrir að við þekkjumst ekki neitt þá eigið þið stórt pláss í hjartanum mínu.
Njóttu dagsins með hetjuskottinu ykkar. Þið eruð reyndar öll miklar hetjur, að mínu mati.
Ljós&kærleikur af Skaga...
SigrúnSveitó, 26.9.2007 kl. 11:46
Yndislegar fréttir!
Njótið dagsins ungu hetjur.
Kærleikskveðjur,
Ragna (ókunn)
Ragna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:49
Mikið er ég GLÖÐ fyrir hönd ykkar yndislega fjölskylda
Auðvitað gerið þið kröfu um að nýjustu myndirnar verði sendar til Boston, annað kemur ekki til greina. Ég teki ykkur öll í fangið og faðma ykkur að mér í huganum. Svo er dansað og sungið.
Guð blessi ykkur og kærar þakkir guð fyrir þessa miklu hjálp. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:56
Sæl og blessuð,
wow !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hvað það er frááááááááábært að heyra þetta ,var alveg með í hjartanum í gær mér leið svo illa fyrir ykkur hönd, ég var alltaf að hugsa til ykkar.Ný dagur í dag nýtt byrjun og hver veit að þessi kraftaverkastalpa fái að fara í aðgerð fyrir rest og verð laus við krabbameinið að eylífu, wow það þýður ekkert annað an að stefna á því .Til hamingju og til lukku og bara besta baráttu kveðju til ykkar .Þetta er aldeilis frábært .ÉG ER FARIN TIL AÐ KVEIKJA Á FULLT AF KERTUM OG BIÐJA EINS OG ÉG GET .hAFIÐ ÞAÐ GOTT Í DAG , ÞETTA ER BÚIN AÐ BJARGA ANNARS FRÁBÆRT DAGINN .Kær kveðja Dee.
Dolores Mary (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:01
Græt gleðitárum með ykkur, mér finnst ég hafa fengið stóran happdrættisvinning hvað þá heldur þið og litla Þuríður hetjan ykkar. ,egi allir ljóssins englar vaka yfir ykkur alla daga og nætur. kveðja kona
kona að norðan (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:52
Kæra fjölskylda til hamingju með þessar frábæru fréttir
Guðný Linda Óladóttir, 26.9.2007 kl. 12:56
Frábært að heyra :) kv. oddný
Oddný (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:02
Kæra fjölskylda
Þetta voru frábærar fréttir. Vona bara að Þuríður nái að koma öllum á óvart með áframhaldandi bata.
Kv.
Brynja Hrönn ókunnug
Brynja Hrönn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:09
Hetjan sanna.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:09
Húrra,húrra,húrra og svo AUÐVITAÐ HÚRRA.
Þetta er bara FRÁBÆRT að heyra. Ég var orðin skelkuð á þessum verkjafréttum af okkar stúlku.
En eins og Bjöggi söng um árið "Ævintýri enn gerast" svo sannarlega sem betur fer.
Sendi ykkur endalausar SAMGLEÐSYKKURKVEÐJUR.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:17
Þetta lýsir öllum mínum tilfinningum núna ,hún snúlla er sko alveg að rúlla þessu upp,það er hennar dugnaður að berjast áfram,hún vill jafn mikið vera áfram hjá ykkur, og þið að hafa hana,GUÐ og allir hans verndarenglar vita það líka,þetta er svo frábært, yndislegar knúsi knús kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:25
Það er nú ekki oft sem að verkir er jákvæðir. Yndislegt að heyra þessar góðu fréttir og eins og þú segir stelpan er stöðugt að koma á óvart :) je hún er náttúrulega mesta hetjan í heiminum.
Njótið góðu fréttana saman og við gerum það líka, höldum áfram að biðja og vona
Kv frá mömmu sem er ekki sama
Guðrún (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:52
Ó mikið er yndislegt að heyra þetta - ég græt gleðitárum með þér! Góður Guð veri með ykkur!
Kv. Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:01
Dásamlegar fréttir. Ég brosti hringinn þegar ég las þetta. Elsku litla hetjusnúllan kemur sífellt á óvart.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 16:19
Kæra fjölskylda!
Ég sit hér með gæsahúð niður í tær. Mikið eru þetta yndislegar fréttir. Ég kíki daglega hér inn til að fylgjast með líðan Þuríðar Örnu en hef aldrei kvittað fyrr en nú, en hún, ásamt ykkur er í huga mér daglega og í mínum bænum.
Guð blessi ykkur ávallt.
Hanna, hafnfirðingur (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:36
Vá en frábærar fréttir ! Vonandi vonandi verður svo hægt að skera þetta burt !
Innilega til hamingju með þetta.
Ragnheiður , 26.9.2007 kl. 16:43
Ó hvað ég varð glöð þegar ég las þetta, brosti allan hringinn og fékk hlýju í hjartað. Hún Þuríður Arna er greinilega búin til úr sterkari kjarna en margir
Meiriháttar fréttir!!!
Elísabet (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:39
Dásamlegt. Hvað ég samgleðst ykkur!!!
Ég hugsa á hverjum degi, oft á dag: Þuríður Arna er alheilbrigð í höfðinu. Þetta endurtek ég í fullkominni einbeitingu, með myndina af henni í huganum. Þetta er mín leið til að laða góða heilsu til hennar.
Ást og knús frá Bolungarvík, Ylfa
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 17:47
Indislegar fréttir. Samgleðst ykkur innilega.
knús og kram
Bergdís Rósantsdóttir, 26.9.2007 kl. 18:35
FRÁBÆRAR FRÉTTIR!! Þekki ykkur ekkert en ég samgleðst ykkur innilega. Finnst ég þekkja ykkur í gegnum bloggið og les það daglega. Hún Þuríður er ótrúleg og á eftir að sigra þessa baráttu ég er viss um það ;)
Baráttukveðjur
Gígja (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 18:45
Til hamingju elskurnar- yndislegustu fréttir í öllum heiminum í dag - Nú verður þetta að halda áfram að minnka svo að sé hægt að skera aftur- Guð veri með ykkur
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 18:50
þetta er töfrum líkast, hér hoppuðum við og klöppuðum saman lófunum. Til hamingju elskurnar. Auðvitað fer hún í aðgerð og þetta verður tekið í eitt skipti fyrir öll. Nú hugsa ég í hverju kvöldi að Þuríður sé alheilbrigð, ég las bókina Leinarmálið og ákvað að nýta þá aðferð sem er sagt frá þar. Skaðar örugglega ekkert
Ég veit hver verður sigurvegarinn í þessu máli, efast ekki eitt augnarblik.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:14
yndislegt,,,til hamingju fallega fjölskylda..Guð er góður
Bergþóra Guðmunds, 26.9.2007 kl. 21:21
Finn engin orð til að lýsa þeim regnboga gleðitilfinninga sem streymdu yfir mann við lestur þessarar færslu. Þekkjum ykkur ekki neitt fyrir utan þetta eina skipti sem við fengum að koma til ykkar litlum gjöfum frá Nadíu en við höfum fylgst með síðunni ykkar daglega frá því við heyrðum fyrst af veikindum litlu fallegu dóttur ykkar. Þið hafið verið í bænum okkar og hugsunum. Þú, Áslaug hefur gefið sálu þína hérna og leyft öllum að taka þátt í þínum dýpstu og erfiðstu átökum og get ég ekki annað sagt að þú hafir með einlægni þinni gefið öllum skilning og innsýn í þann veruleika sem við flest gleymum að þakka fyrir að við lifum ekki. Litla stelpan ykkar er hetja og svo sannlega ótrúleg sál, það snertir mig ennþá minningin þegar hún tók utan um mig, bláókunnga manneskju þegar ég kom í mýflugumynd heim til ykkar með pakkana. Hún snart hjarta mitt þá og mun ávallt eiga stað þar.
Þið eruð ótrúleg fjölskylda og það er heiður að hafa fengið að fylgjast með ykkur í baráttu ykkar og nú er bara að um að gera að allir haldi áfram að biðja fyrir litlu fallegu stúlkunni ykkar og þannig haldið áfram þessu yndislegu þróun sem þetta hefur tekið nú.
Baráttukveðjur kæra fjölskylda
Lilja
Lilja, mamma Nadíu Lífar (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:06
Ji :D Ég veit ekki hvað ég á að segja - Var að lesa þessar tvær nýjustu færslur í einu og veit eiginlega ekki hvorri ég felldi fleiri tár yfir - tárin að vísu af sitthvorum toganum.
Haldið áfram að berjast
Súsanna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:16
Æ hvað manni hlínaði um hjartarætur að lesa um þessar niðurstöður í dag hún er algjört kraftverk hún Þuríður og svona ætlar hún að halda áfram innilega til hamingju með þennan sigur.Hef ykkur í bænum mínum
Ellen (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:16
Til hamingju með þessar æðislegu fréttir
Kerti til ykkar allra
Kjartan Pálmarsson, 26.9.2007 kl. 22:27
Æðislega fréttir!!
Linda, 26.9.2007 kl. 22:35
Frábært að lesa að allt gengur vel, hún Þuríður er ótrúleg. Baráttukveðjur. Mæja
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 23:01
Kæra fjölskylda er ekki sagt að eftir því sem lyfin geri þig veikari þess betur eru þau að virka er það ekki bara að sýna sig hjá þessu yndislega kraftaverki ykkar. Gangi ykkur allt í haginn þið yndislega fjölskylda.
ókunnug Eyrarbakka (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 23:19
Yndislegar fréttir,
Baráttukveðjur úr Firðinum C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 23:48
elsku elsku tið öll ég er svo glöð !
Kertin hennar Turíðar eru lang komin í 500 :) svona er samhugurinn með ykkur endalaust gaman að fá svona fréttir rétt fyrir svefninn. Get ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður, en ég er syngjandi kát. Knús á liðið.
Skagakveðja. Gunna í OLÍS
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.9.2007 kl. 00:13
Dásamlegar fréttir - mikið óska ég eftir áframhaldandi minnkun - og fljótlega verði hægt að fljúga með litla ljósið til Boston - gangi ykkur öllum vel hjartans fjölskylda.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 01:20
Hef fylgst með síðunni þinni í langan tíma og vá, hvað það er frábært að sjá að allt gangi vel !!!!!
Bið til guðs um áframhaldandi góðar fréttir. kv. Katrín (ókunnug)
Katrín (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 03:00
Ahhh....hvað þetta eru góðar fréttir....þetta blogg er svo innilegt að maður bæði tárast af gleði og sorg og fær gæsahúð.....
Þið eruð ótrúleg fjölskylda.
Kveðja Katrín.
Katín (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 07:57
Guð lát á gott vita.
Svo vonar maður að læknarnir skeri óværuna í burtu, þegar það hefur minnkað nægjanlega.
Kærar kveðjur
bjarni
Bjarni Kjartansson, 27.9.2007 kl. 08:04
Til hamingju með þetta og gangi ykkur rosalega vel áfram
Kveðja Jórunn úr Tbr
Jórunn (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.