19.11.2007 | 21:28
Þuríður Arna
Þuríður Arna mín er þreytt þessa dagana, þarf að sofa mikið og er mjöööög fljót að þreytast. Veit ekki alveg afhverju því hún ætti að vera farin að venjast stækkuninni af krabbalyfjunum sem var stækkað fyrir tveim vikum eða svo. Er að fara með smá í ræktun frá henni í fyrramálið uppá spítala því við erum ekki alveg ánægð með stöðuna hjá henni sambandi við eitt og þá verður að sjálfsögðu allt tjekkað og skoðað vel hjá hetjunni minni. Vona bara að allt komi vel út, krossa alla putta og tær.
Á erfitt með einbeita mér að lærdómnum þessa dagana sem er kanski ekki alveg nógu gott því það er alveg að nálgast próf sem ég hef kanski engar áhyggjur af en vill bara fá tíurnar mínar en ekki áttur. Er líka farin að vera ofsalega þreytt "aftur" og það fer ofsalega í mig en ég held að það sé ö-a núna því ég hef smá áhyggjur af hetjunni minni sem mér finnst alltaf vera grennast meira og meira sem hún má ekki við. Æjhi þessar breytingar á henni síðustu daga eða viku(r).
Er svo tóm þessa dagana, þrái svo margt sem ég veit að ég fæ ekki. Finnst þetta bara svo ósanngjarnt og erfitt. Fengum líka slæmar fréttir á föstudaginn, hetjan sem ég var búin að biðja ykkur að biðja fyrir dó eftir hetjulega baráttu af krabba kúkalabba. Alltof margir sem falla fyrir þessu andskota (afsakið) bæði ungir og gamlir og mér finnst það ótrúlega erfitt og verður alltaf erfiðara og erfiðara, það er aldrei hægt að venjast að lifa í þessu litla þjóðfélagi sem við lifum í. Megið kveikja á kerti fyrir fjölskyldu þessa unga drengs sem dó, endilega notið kertasíðuna hennar Þuríðar minnar Örnu.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
knús og kram á ykkur
kveðja Guðrún
´Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:57
Sendi ykkur og fjölskyldu ungu hetjunnar og kærleikskveðjur.Guð blessi alla.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:11
Þið eruð með í bænum mínum, Guð gefi ykkur styrk og blessi ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:27
knús og koss sæta mín og vonandi kemur allt vel út úr ræktuninni... samhryggist þér með litla vin ykkar að austan....
vonandi fer þér að líða aðeins betur koss og knús enn og aftur... sem betur fer fær maður aldrei nóg af knúsum og kossum...
þín vinkona
Þórunn Eva , 19.11.2007 kl. 22:36
Það er erfitt tímabil hjá þér, enn og aftur og því ekkert óeðlilegt þó þér fallist hendur á stundum. Þannig myndi öllum líða í þínum sporum, þið standið ykkur eins og hetjur!
Þú mátti hins vegar til með að slaka á kröfunum til sjálfrar þín. 80% þykir ÁGÆTT hjá þeim sem eru í námi, það er SUPER í þeim kringumstæðum sem þú ert. Eins og ein sagði við mig þegar ég þurfti að sætta mig við minna en tíuna; slakaðu á kröfunum og njóttu þess sem þú ert að gera
Gangi ykkur sem best á morgun, vonandi er þessi uppákoma eitthvað sem má bæta, þó það þurfi sýklalyfin til.
Farðu umfram allt vel með þig
Baráttukveðjur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.11.2007 kl. 23:09
Knús og kossar til ykkar þið eruð hetjur.
Gangi ykkur vel á morgun.
Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 20.11.2007 kl. 00:31
Það er oft stutt milli gleði og sorgar í þessu lífi. Ég vott öllum aðstandendur hetjunnar föllnu, mína dýpstu samúð. Óttinn er mikill orkuþjófur og hann er svo stutt undan hjá okkur öllum. Bið Guð um að bata fyrir Þuríði Örnu og að slappleikinn hennar sé af "góðum" ástæðum. Englarnir vaki yfir ykkur öllumFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2007 kl. 04:11
Sæl og blessuð,
var að lesa yfir bloggfærslurnar fyrir síðusta dagar og er bara rósalega glöð að sjá að það gengur vel hjá ykkur míðað við allt sem er að gerast.Það er sorglegt að heyra að svo margir ungir sem gamlir er að missa barátunni með krabba rabba, en hún Þúríður er algjört kraftaverk og það er kveikt á kerti dags daglega hér heima fyrir og farið með bænir alltaf 6.45 am á hverju morgni fyrir hana og fyrir allir sem er í baráttu með krabbameinið og bara sem þarf á hjálp að halda.Ég er samála þvi að einhver uppi er greinilega að hjálpa litla hetjunna.Það er frábært að þér gengur vel í náminu og það er rétt óskandi að það verður bara allt gott sem kemur héðan í frá til ykkar.Eigðu góðan dag og knús til ykkar öllu þið eruð frábært folk öll sömul.Guð geymið ykkur og styrkja .Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 08:47
Sæl aftur,
ég gleymdi að óska ykkur góðs gengis á morgun með það sem kemur úr ræktunni.Mig langar líka að votta fjölskylda Tómasar innilega samúðar kveðja .Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.