Leita í fréttum mbl.is

Maður á ekki að þurfa standa í þessu

Í þrjú ár eða síðan Þuríður mín veiktist höfum við þurft að reyna berjast fyrir réttindum okkar, það sogast úr manni öll orka að þurfa reyna fá peninga hér og þar en samt ekkert að fá því engan rétt eigum við.  Hvers eiga fjölskyldur að gjalda fyrir það að einhver veikist innan hópsins?  Það er alveg nóg fyrir okkur að þurfa hugsa um veika barnið en ekki þurfa líka að ganga á milli stofnanna og ath hvort við eigum ekki einhvern rétt?  Svo er starfsfólkið á flestum þessum stofnunum svo ótrúlega leiðinlegt og greinilega hundleiðist í vinnunni, það er ekki einsog maður sé að leika sér að koma þangað til að ath hitt og þetta. Maður fær ofsalega leiðinlegt viðmót og það er ekki alveg það sem maður er að leita að, mér finnst alveg jafn leiðinlegt að mæta þangað og starfsfólkið finnst leiðinlegt í vinnunni.  En mér finnst samt að fólk eigi að vera glaðlegra og taka betur á móti manni.  Ég hef unnið vinnu sem ég þarf að halda andliti alveg sama hvursu kúnninn er leiðinlegur þá þarf ég að vera liðleg, ALLTAF.  Leiðinlegasta stofnun sem ég hef þurft að sækja sem er alltof oft er Tryggingastofnun þar leiðist fólki svo mikið í vinnunni eða það hlýtur að vera því þar hef ég nánast aldrei fengið glatt fólk sem hefur tekið á móti mér því verr og miður.  Reyndar er dáltið langt síðan ég hef þurft að sækjast þangað þannig það gæti verið komið nýtt starfsfólk sem finnst gaman að þjóna manni?  Ég veit ekki?

Síðustu vikur hef ég verið að gera umsókn í vinnumálastofnun til ath hvort ég eigi einhvern rétt sem ég veit að ég á ekki en það sakar aldrei að spurja.  Okkar vantar laun, okkar vantar pening til að borga reikninga en ekkert fær maður en vonandi breytist það á nýju ári.  En ég sendi e-mail á eina ágæta konu þarna sem sér um sem tengist langveikum börnum til að ath stöðuna og þess háttar og bjóst alls ekki við að fá gott viðmót en þessi ágæta konu sem mig langar að nafngreina heitir Unnur svaraði mér um hæl og í morgun hringdi ég í hana og hún var ofsalega nice og svaraði mér öllu sem ég vildi fá svör við.  Svona eiga þessir starfsmenn að vera, við erum ekki að leika okkur í þessu kerfi, okkur finnst þetta ekki gaman.  En mig langar að hrósa þessari ágætu konu fyrir frábær vinnubrögð sem meira að segja gaf mér upp gemmsanúmerið sitt ef ég vildi fá að vita eitthvað meira.  Þvílík og önnur eins þjónusta.  Hún fær mitt hrós í dag sem maður fær víst alltof sjaldan.

Ég veit alveg að það hafa það margir miklu verr en við peningalega séð en það eru kanski líka aðrar ástæður fyrir því hjá þeim einstaklingum en ég veit það að þetta þyrfti ekki að vera svona hjá okkur.  Oft hugsar maður hvernig væri þetta EF?  Ég gæti verið að vinna og fengið ágætis laun well ég myndi allavega frekar viljað að blóta yfirmanninum mínum fyrir léleg laun en að vera í þessari stöðu sem við erum í dag. Hvað þetta væri lovely ef ég þyrfti ekki að hugsa mig um ef ég færi í kringluna og sæi flotta kjólinn sem mig hefur dreymt um í margar vikur (dreymir samt ekkert um neinn kjól) og gæti bara keypt hann án  þess að hugsa en í staðin að þurfa á að naga á mér allar neglurnar og hugsa hvort ég gæti borgað hann næstu mánaðarmót eða bara setja hann á visa-rað. Það er hundleiðinlegt að lifa svona enda kaupi ég mér aldrei föt nema um daginn en þá átti ég gjafabréf frá því ég átti afmæli í sumar, búin að spara þau þvílíkt lengi. 

Ég er ekkert að biðja ykkur um að vorkenna okkur en svona er ö-a lífið hjá mörgum fjölskyldum langveikra barna jú eða einstaklingum sem eru veikir það hafa nefnilega mjög fáir efni á því að veikjast og missa allavega 20% af tekjum sínum eða jú alveg einsog ég og margir aðrir.  Þetta er hrikalegt kerfi sem er vonandi að breytast eða ég vona það allavega svo heitt og innilega.  Mesta orkan fer í svona rugl.

Fór annars með smá í ræktun í morgun útaf Þuríði minni uppá spítala og núna bíður maður bara eftir svörum.  Leiðinlegast og erfiðast er að bíða.

Ætla að fara fá mér eitthvað snarl og svo kallar lærdómurinn áður en ég næ í börnin í leikskólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

arrgghhh mikið svakalega er ég sammála þér í þessu öllu... ég er einmitt í sömu stöðu núna að reyna að fá eitthvað út úr þessu kerfi og darn hvað það er erfitt... einstæð með langveikt barn og get ekki unnið... ef að maður hefur þá ekki rétt hvenær þá... en neibb.... hann er ekki með nógu mikla greiningu.. þannig að eins og staðan er núna þá fæ ég ekkert... núll og nix.. en vonandi breytist það um mánaðarmótin.... fáum þá að vita meira út úr rannsóknum....

hafðu það gott skvís koss og knús... 

Þórunn Eva , 20.11.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Við sem eru heil heilsu og eigum heilbrigð börn vitum oft ekki hvað við höfum það í rauninni gott. Finn til með ykkur þetta er ekki auðveld ganga að ganga í gegnum. Ég vona svo innilega að þetta breytist og hægt verði að gera eitthvað fyrir fólk í þessari stöðu. Hafið það sem allra best knús til ykkar allra.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 20.11.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tryggingastofnun er nú orðin einhver alræmdasta innheimtustofnun landsins því hún rífur til baka ef einhverjum hefur orðið á að haf nokkrum krónum meira en heimildir segja til um. Rukkarar eru ekki skemmtilegasta fólkið sem maður hittir. Gott að það skuli finnast ein og ein manneskja sem sýnir góða þjónustu. Það er orðið hart í ári á því sviði þegar notendur þjónustunnar telja það til undantekninga að finna slíkt. Sem betur fer er Jóhanna Sigurðar að taka við tryggingakerfinu um áramótin og byrjar þá að moka úr arfavitlausum reglum. Hún þykir hörð við þá nefndar menn sem vinna undir hennar stjórn og það er bara allt í lagi. Svo lengi er ósóminn búinn að viðgangast. Guð blessi ykkur öll Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2007 kl. 16:06

4 identicon

Elsku Áslaug...langaði bara að senda þér orkuknús og ég skil alveg hvað þú ert að tala um,þar sem við sem greinumst stöndum alveg í þeim sporum að það er lítið um aðstoð nema aumar örorkubætur sem geta  engan vegin dekkað mánuðinn með öllum þeim kostnaði sem fylgir krabbameininu.En vona að þér og þínum fari að líða aðeins betur og guð veri með ykkur.Ég kveiki á kerti fyrir fjölskyldu litla drengsins og bið að guð að styrkja þau í sorginni.Knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: lady

mikið er ég sammála þér sumir koma með vandamálin sín í vinnuna ég er að  berjast  með minn rett samband  við tannlæknakosnað sem hefur valdið að ég hef ekki verið góð  vegna sjúkdómsins míns  en ég reyni enn ekki biður maður um að vera í þessari stöðu sem maður er í dag en mikið finnst mér þú vera dugleg  ég se það á blogginu þínu að þú hefur mikið að gefa ,en gangi þér innilega vel

lady, 20.11.2007 kl. 20:34

6 identicon

Hæ hæ

Jiii fólk á nú bara ekki þurfa að standa í þessu ofan á allt hitt! Ótrúlegt hvernig kerfið er.

Mikið er yndislegt hvað litlu hetjunni gengur vel..það er ótrúlegt. Við systur vorum í Barcelona um helgina, fórum inní kirkju eina og kveiktum á kertum fyrir hetjuna ykkar. Það er frábært hvað henni gengur vel...yndislegt. Haldið áfram að vera svona dugleg....

kveðja, Ragga  (systir Birnu Sifjar)

p.s sendi þér orkuknús....já og til hamingju með allar 10-urnar!

Ragga (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:58

7 identicon

Elsku Áslaug,við krossum öll alla fingur og biðjum til GUÐS að allt sé á réttri leið uppávið hjá kraftaverka skvísuni henni Þuríði ég trúi því, svo er nú ekki verra fyrir hana að eiga svona góða ofurmömmu og fjölskylduog vonandi lagast öll tryggingarmál um áramótin.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband