22.4.2008 | 08:48
...og þau eru enn að gerast :)
Ég oft sagt við ykkur að Þuríður hefur aldrei getað hjólað, hún hefur bara aldrei haft krafta né getu í það og hefuru ekki vitað hvernig hún ætti að beyta fótunum við það. Jú hún hefur getað hjólað í sjúkraþjálfun á sérútbúnu hjóli, fæturnir eru "ólaðir" niður þannig að þeir haldist fastir og svo er svona stór stuðningur fyrir bakið, þetta er einhversskonar stórt þríhjól og henni hefur alltaf fundið æðislegt að fá að hjóla á þessu tæki því hún hefur getað það. Alveg ljómað öll þegar hún hefur fengið að fara útá plan á hjólinu í lok hvers þjálfunartíma.
Fyrir ári síðan ákváðum við samt að gefa henni hjól í afmælisgjöf því við erum ekki fólk sem gefst auðveldlega upp því einn daginn vissum við að hún myndi geta hjólað. Við vorum búin að fá svona "ólar" til að setja á petalana og áttum að fara fá svona stöng á hjólið til að geta ýtt henni áfram svo hún myndi læra þetta einhverntíman en það varð eiginlega aldrei úr því að við fengum þessa stöng, gáfum okkur aldrei tíma til að fara niðrí hjálpartækjastöð til að setja þetta á og maður var eiginlega komin með samviskubit vegna þess því hennar draumur er að geta hjólað. Ólarnar voru samt ekki lengi á hjólinu því henni fannst það ekki gaman því auðvidað langar henni bara að vera einsog systir sín og þurfa ekki nein tól og tæki til að hjálpa sér enda baráttukona sem ætlar sér alla hluti þó hún viti ekkert hvernig hún eigi að gera það.
Jú viti menn kraftaverkin gerast, þegar ég kom heim úr ræktinni í gærkveldi var hún búin að vera úti með pabba sínum og systkinum að æfa sig að hjóla því henni langaði svoooo mikið að geta þetta. Henni langaði svo mikið að geta verið úti með Oddnýju sinnii og hjólað í endalaust marga hringi og haft það gaman, þegar ég var að leggja sá ég breiðasta og fallegasta bros sem ég hef nokkurntíman séð og það var á Þuríði minni sem hjólaði einsog ekkert væri (án allra aðstoðar og engin hjálpartæki til staðar fyrirutan hjálpardekkin). Vávh þarna gat ég varla haldið niðri tárunum, einsog ég hef oft sagt þarna leið mér einsog hún var að segja sín fyrstu orð eða taka sín fyrstu skref. Þegar ég kom heim var hún búin að vera hjólandi í sirka klukkutíma hring eftir hring og brosandi alveg í marga hringi, henni fannst þetta yndislega gaman og væri ö-a ennþá hjólandi ef við hefðum ekki tekið hana inn í gærkveldi eheh.
Þetta sýnir það bara að maður getur ALLT ef viljinn er fyrir hendi og maður á ALDREI að gefast upp alveg sama hvað hver segir.
Hún getur, hún ætlar og hún skal.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhhh gaman að lesa svona góðar sögur í morgunsárið. Táraðist alveg. Sendi stórt fjarknús
Hrundski
Hrundski (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:59
Það er yndislegt að heyra af þessu.
"okkar" YKKAR stúlka er líka engin venjuleg stúlka, frekar en þið hin. Ég hefði örugglega fengið stór gleðitár í augun.
kær kveðja
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:24
FRÁBÆRT, sit hérna með tárin í augunum yfir þessu
Ókunnug (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:30
Þetta er dásamlegt, ótrúlegt - ég tárast hér við tölvuna mína
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.4.2008 kl. 09:32
já sit hérna bara kløkk en ædislegt bara já hún Thurídur er engri lik bara HETJA
kvedja frá dk
María Guðmundsdóttir, 22.4.2008 kl. 09:46
Yndislegt Hetjan Þuríður kemur sífellt á óvart. Bara frábærast
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:19
Elsku Þuríður mín,,,,það er satt þú ert engri lík og gerir það sem þú ætlar þér og það er æðislegt hvað baráttuviljinn þinn er mikill...ég vona að guð gefi þér áfram svona frábæra líðan og allan þennan vilja...bið að heilsa ræktarkonunni(ég fer alveg að mæta Áslaug)knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:19
Hún er greinilega svona já, ég þori, get og vil stelpa. Æðislegt hjá Þuríði, hún er óborganleg hetja.
Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:24
Já maður sér þetta alveg fyrir sér þegar maður les þetta & tárast um leið Glæsilegt hjá henni, sést greinilega hvað viljinn getur gert mikið Hafið það gott & vonandi heldur hún bara ótrauð áfram í að sýna hvað í henni býr
Dagbjört Pálsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:35
æði pæði... vá hvað þetta er lang frábærst í heimi.... LOVE á ykkur frá okkur....
Þórunn Eva , 22.4.2008 kl. 11:09
þetta eru bara yndislegar fréttir1!! áfram þuríður.... áslaug ég veit að það eiga að vera stórir stafir hér en takkarnir hjá mér eru eitthvað bilaðir varð að koma þessu að, að gefnu tilefni)
guðrún (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:43
Vorið er ekkert annað en galdrar, allt verður nýtt og kraftar náttúrunnar eru á fullu við að endurskapa.
Laugaðu þig og þína upp úr þeirri lind. Hún mun aflið gefa og mundu GEFA.
Miðbæjaríhaldið
óskar þinni til hamingju með hreyfanleikan og vona að þú hafi við henni, he he.
Bjarni Kjartansson, 22.4.2008 kl. 12:06
Ég tek undir orð þín "Aldrei að gefast upp hvað sem hver segir" Ég samgleðst hjartanlega með ykkur
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:14
Æi bara yndislegt að lesa þetta, falleg færsla frá þér Áslaug, tár á hvarma en mikið er gott að við sem fellum tár skulum gera það af gleði :=) Hún getur
Megi guð gefa ykkur áfram góða daga og allir englar gefa Þuríði kraft og styrk. Með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:27
OOOO ÆÐISlegar fréttir af æðislegri fjölskyldu,sem biðu mín við heimkomu úr langri sólarferð,þar sem var voða undrun á fólki sem sáu kveikt á kerti í 25 til 30 st hita og sól,en ljósið hefur sko skilað sér til BROSdúllunnar. VÁ hvað þetta er allt æðislegt ,áfram áfram-duglega fjölskylda.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:45
Hjólakveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:04
Sú er dugleg...yndisleg færsla Áslaug mín, yndisleg
Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 19:02
Yndislegast. Tárast við þessar dásamlegu fréttir . Guð gefi henni styrk og kraft.
Kristín (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:05
Skil ekki alveg hvernig þú gast haldið aftur af tárunum. Ég varð grátklökk að lesa þessa færslu. En veistu fullt af börnum upplifa aldrei þessa tilhlökkun og gleði yfir að fá einhvern hlut. Foreldrar og ættingjar eru alltaf búnir að gefa börnunum allt sem þau gætu einhvern tímann langað í. Dúkkuna fá þau áður en þau vita hvað dúkka er o.s.frv.
En haldið áfram á þessari braut... ég fer hér inn með tilhlökkun á hverjum degi núna en ekki með kvíðahnút.
Get ekki ímyndað mér hversu mikil hamingja ríkir á heimilinu ykkar.
Elva (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:48
Alvöru kvenmaður þarna á ferð, ef það væru allir kvenmenn svona ákveðnir, þá vitum við hvor væri sterkara kynið í dag..
Yndislegt hvað þetta kemur allt upp, kraftaverk eiga sér stað
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:28
Maður á ekki orð yfir þessa litlu hetju þína, hún er alveg órtúleg þessi skotta - það hefur verið ánægjulegt að koma heim úr ræktinni........þú ert náttúrulega bara dugleg kona ;o) með 3 lítil börn og eitt svona lasið alltaf - þú ert í skóla og ferð í ræktina......... þið hjónin eigið hrós skilið - þið eruð frábær!!!!!!!
Knús á ykkur flotta famelí - kv Kata.
Katrín (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 05:56
Ótrúlega gleðilegar fréttir og guð hvað ég skil vel að þú hafir tárast, ég ókunnug manneskjan táraðist við að lesa þetta blogg.
Hreint út sagt dásamlegt.
Kveðja,
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:56
Ómæ Ómæ En frábært, hún er svo mikill snillingur þessi dama og er það ekki síst vegna frábærra foreldra. Til hamingju með þetta
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:41
Það er svo skemmtilegt að fylgjast með ykkur þessa dagana.
KVeðja Benný
Benný (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:48
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:15
VÁ VÁ VÁ þetta er frábært. Vá fékk bara tár í augun.
Bergdís Rósantsdóttir, 23.4.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.