22.8.2008 | 10:07
Kvartar mikið
Við mæðgur sko ég og Þuríður mín Arna erum núna búnar að eyða síðustu dögum einar saman sem henni finnst alveg yndislegt. Að vera í svona rólegheitum með mömmslu sinni, finnst henni ofsalega ljúft og segir einstökum sinnum við mig "mamma núna erum við bara stelpurnar" sem er náttúrlega mjög sjaldgæft nema hún sé mjög slöpp eða megi ekki gera hitt og þetta vegna veikinda sinna en loksins kom af því að við fengum að njóta þess að vera tvær án hita eða mikils slappleika. Hún tilkynnir mér líka oft á dag hvað hún elski mig mikið (fæ alltaf fiðring í magann þegar hún segir það við mig) og að ég sé besta vinkona sín. Yndislegust!!
Hún reyndar hefur kvartað mikið síðustu daga um verki hér og þar, segist vera þreytt og lasin í höfðinu en samt ágætlega hress. Veit ekki hvað þessi "kvörtun" þýðir, vonandi ekkert bara en maður verður alltaf smeyk þegar hún kvartar eitthvað svona. Hún hefur þurft að leggja sig yfir daginn síðustu vikur annars orkar hún ekki daginn, ætla að ath í dag hvort hún meyki daginn ef hún leggur sig ekkert í dag. Ef ekki veit ég að það er búið að búa til hvíldarherbergi fyrir hana í skólanum með góðum sófa þannig hún getur alltaf fengið sína hvíld sem er bara frábært en annars vill ég hafa hana heima ef hún er það orkulítil heldur en að sofa í skólanum allan skólatímann.
Hún er ótrúlega spennt fyrir skólasetningunni sem verður kl fjögur í dag en ég er ótrúlega kvíðin fyrir þessu öllu, ef krakkarnir og starfsfólkið er einsog á leikskólanum hennar þarf ég engu að kvíða. Úúúúffhhh!! Hjúkkan okkar mun koma á foreldrafund og tala um veikindin hennar við alla foreldrana þannig þau skilji öll hennar/okkar aðstæður.
Maður er samt strax farin að finna fyrir því hvernig er að eiga bæði heilbrigt barn og langveikt og mikið eftir á í þroska einsog hún Þuríður Arna mín er þó hún leyni mikið á sér. Þó að Oddný mín Erla sé bara 4 ára þá er farið t.d að bjóða henni mikið í afmæli og hún á sína vini í leikskólanum sem er að sjálfsögðu bara frábært og hún fær auðvidað að njóta þess. Svo aftur á móti fann maður mikið að hún Þuríður mín tengdist engum á leikskólanum (þannig séð)og var aldrei boðið neitt og auðvidað verður maður sár fyrir hennar hönd en hún er ekki farin að finna fyrir þessu allavega sýnir það ekki sem er kanski ágætt en það mun ekki líða langur tími þanga til hún finnur fyrir þessu. Jújú ÖLL börnin voru ofsalega góð við hana, alltaf glöð að sjá hana, gefa henni knús, spurja mig spjörunum úr vegna veikindana og henni fannst það að sjálfsögðu svakalega skemmtilegt en oft voru þau líka pirruð á henni ef hún kunni ekki þá leiki sem þau voru að leika sér í. En ég veit líka að þau gerðu oft leiki í kringum hana þannig hún fékk að vera með einsog Oddný mín Erla gerir fyrir hana, hún kann ofsalega vel á hana og er dugleg að "skipa" henni fyrir sem henni finnst ofsalega skemmtilegt.
Læknaheimsóknin í fyrradag gekk alveg ágætlega, hún er ekkert að þyngjast frekar að léttast því hún hefur lengst smá og léttist um 500gr. Hún er heldur ekkert mikið fyrir að borða þessa dagana, veit heldur ekki hvað það merkir? Læknirinn kanski hræddur um að hún sé að fá enn eina sýkinguna enda mikill hósti, slím og astmi í henni og þá myndi það að sjálfsögðu þýða enn einn sýklakúrinn, bwaaahhh!! Erum reyndar búin að biðja um sérstakan sýklakúr ef þess þarf því hún verður svo svakalega ofvirk og hvatvís af öllum þessum lyfjum og loksins farin að róast núna, fer svo illa í hana. En í næstu viku verður ákveðið með minnkunina á flogalyfjunum, mikill kvíði fyrir því og mikili áhætta en vonandi þess virði.
Ok það mun ekki virka að láta hana ekki fara sofa í dag, kvartar svakalega mikið hvað hún sé þreytt svaf samt rosalega vel í nótt. Þannig mín ætlar að leggjast með henni uppí rúm og við ætlum að halda utan um hvor aðra einsog við gerum alltaf þegar við leggjumst uppí rúm á daginn. Æjhi svo verður maður oft svo "ímyndunarveik" ef hún byrjar að kvarta svona, finnst hún t.d. ekki vera nota mikið hægri hendina og held að það sé að koma einhver meiri lömun þar. Ohh ég þoli ekki svona daga.
Þuríður mín elskar að knúsa og gefur öllum sem hún þekkir óspart knús á línuna. Hérna eru þau systkinin í sumarfríinu okkar.
Farin uppí rúm með hetjunni minni.....
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjöldskylda,
bara að kasta til ykkar orku-kveðju. Elsku Þuríður Arna, gangi þér vel á skólasetningunni...sem þú ert búin að bíða svo mikið eftir Hafið það sem allra best.
Sigrún (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:23
Þau eru svo falleg á þessari mynd. Vonandi er þetta bara tilfallandi þreyta hjá henni elskunni
Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 10:35
Elsku Áslaug ekki hafa áhyggjur af skólanum bara reyna njóta þess í botn. Þuríður er svo gefandi stelpa og það geislar af henni að þetta mun allt ganga upp. Gangi ykkur vel í dag, við fórum í morgun og það var voðalega gaman. Minn er nú svo feiminn og þetta var soldið erfitt fyrir hann en gekk allt voðalega vel.
Knús í botn til ykkar.
kv. Brynja.
Brynja (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:40
Gangi ykkur vel í dag ... njóttu þess að kúra hjá fallegu stóru stelpunni þinni ;)
Hringi í þig í næstu viku og kem með "dótið" til þín...
KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 22.8.2008 kl. 11:01
Miki rosalega eruð þið dásamleg fjölskylda aldrey kvittað áður en fylgist alltaf með sendi ykkur allar minar bestu hugsanir og strauma.Kveðja sverige
Jolly (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 12:22
Sendi einlæga kærleikskveðju húsið
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:15
Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 14:50
Elsku Áslaug og Þuríður Arna. Sendi ykkur bestu kveðjur og vonandi gengur skólasetningin vel. Gott að heyra hvað skólinn hennar ætlar að taka vel á móti henni og búa vel að hennar þörfum.
Gangi ykkur öllum vel :)
Kveðja frá Hænunni.
Hanna, 22.8.2008 kl. 18:09
Bergdís Rósantsdóttir, 22.8.2008 kl. 18:11
Vona að dagurinn hafi verið góður hjá ykkur. Gaman að sjá svona fallegar myndir af litlu geislunum þínum. Greinilega mjög hamingjusöm þrátt fyrir mikil og erfið veikindi.
Þið eruð rosalega sterk og dugleg.
Gangi ykkur sem allra allra best.
Emma Vilhjálmsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.