22.9.2006 | 09:31
Endalaust margir krampar
Þuríður mín er búin að vera krampa endalaust mikið síðustu daga og er að sjálfsögðu gjörsamlega ónýt eftir þá. Jú hún vaknaði súper hress í gærmorgun krabbameinslæknarnir voru einmitt í heimsókn hjá okkur uppá deild og þeir einmitt sögðu það að þeir hefðu ALDREI séð hana svona hressa enda var æðislegt að sjá til hennar. Hún var að leika sér sem hún gerir næstum því aldrei enda líður henni alltaf svo illa og lyfin fara þannig í hana að hún ekkert að einbeita sér í mínútu. Tónlistarkennarinn kom í heimsókn til hennar (er í smá verknámi uppá spítala) og þær voru að tralla saman og það var ótrúlega gaman að sjá hvað hún var glöð þennan klukkutíma og það var sungið Kolakassalagið og öll fjölskyldan tekin fyrir þar ehehe. Bara gaman!!
Um hádegi í gær byrjaði Þuríður mín að krampa og krampaði endalaust mikið og var líka þvílíkt óhamingjusöm þar sem eftir var af deginum nema þegar Linda og Sindri Snær komu, það lyfti henni aðeins upp. Linda kom með fullt af buffum og húfum handa Þuríði sinni og gaf henni sem hún getur notað í vetur, hún var heldur ekki lengi að velja sér eitt stk flíshúfu frá Lindu og co til að taka mér sér á leikskólann. Bara gaman!! Knús til ykkar!!
Við vorum á smá "fundi" í gær með doktor Ólafi og ræða statusinn á henni Þuríði minni sem er alls ekki góður, við erum ekki ánægð með það hvað hún krampar mikið og við viljum það sé reynt að gera eitthvað meira fyrir hana. Það er bara kanski mjög erfitt að reyna gera eitthvað fyrir hana en við vitum það kanski/vonandi eftir næstu myndatökur sem verða 10.okt. Ef æxlið heldur áfram að stækka verður væntanlega ekkert hægt að gera sambandi við flogalyfin, við lyfjum nebbla láta hana fá alveg nýjan skammt af lyfjum þar að segja henda gömlu lyfjunum út og fá alveg ný í staðin en það verður víst ekki hægt ef æxlið heldur áfram að stækka það gæti bara gert illt verra því verr og miður. Við höldum samt í vonina og vonum að það sé ekki að stækka þótt þeir munu ekkert vita hvort það sé vegna lyfjameðferðar eða hvort það sé að stækka í raun og veru sem væri verst í heimi þannig ég ætla að reyna ekki að hugsa svo langt.
Við hittum félagsráðgjafan upp spítala líka en hún ætlar að reyna koma því í gegn að leyfa Þuríði fá stuðningsaðila 1-2 helgar í mánuði sem væri fínt fyrir alla. Reyndar vill ég ekki neinn ókunnugan þannig við fáum Þuru tengdó til að hjálpa okkur í þeim pakka og vonandi fer það í gegn.
Loksins erum við að fá það í gegn að láta hana fara til sjúkraþjálfara, veitiggi alveg hvenær hún byrjar en það fer vonandi að líða af því. Hittum iðjuþjálfara fyrir sirka hálfu ári og hún sagði að hún þyrfti ekki á neinu að halda, dööööö!! Hvursu heimsk hélt hún að við værum, hún á erfitt með að hlaupa og þegar hún er á sterku krabbameinslyfjunum labbar hún á tám sem eru fylgikvillar. Hún er ótrúlega stirð, hún lamast í hægri hendi eftir krampa og smávegis í hægri fæti en samt ekki eins mikið og hún gerir í hendinni enda dettur hún alveg út. Þannig hún þarf hjálp við að styrkja sig bæði í sjálfri krabbameinsmeðferðinni og eftir hana og við hefðum viljað byrja fyrir hálfu ári neinei þá fáum við þá slettu í andlitið að hún þurfi ekki á þessu að halda. Ætli þessi iðjuþjálfi hafi verið lærð?
Það er búið að panta aðra höfuðhlíf fyrir hana þannig ein getur verið alveg föst á leikskólanum og hin heima því oft gleymist þetta heima eða öfugt og það er ekki gott sérstaklega þegar hún kemur ekki með hana á leikskólann. Svo vildi sjúkraþjálfinn fá hjólastól fyrir hana? Ég veitiggi alveg afhverju ég var bara svo dofin og þreytt í gær þegar hún var að gera þetta allt saman að ég hafði ekki einu sinni orku í að spurja. Nottla snyðugt að geta keyrt hana í honum þegar hún fer með leikskólanum eitthvað og okkur því hún kemst ekki endalaust í kerrur en samt? Æjhi ég veitiggi?
Það var verið að rannsaka Theodór minn Inga líka í gær, settur poki á typpið því það þurfti að taka smá sýni hjá honum er nebbla ekki alveg ánægð með drenginn minn og svo verður mar alltaf ennþá hræddari um börnin sín þegar mar á eitt veikt fyrir. Doktor Ólafur var fyrst að ath hvort hann væri sykursjúkur (það væri þá til að senda mann á klepp) eða hvort það væri eitthvað að nýrunum hans en það kom sem betur fer allt gott þar en ég vill líka að það sé tekin blóðprufu því það er eitthvað að bögga hann. Nenni ekki að útskýra hvernig hann aktar, sorrý!! Förum uppá spítala á miðvikudag (vonandi ekki fyrr) og þá bið ég þá að skoða hann betur, ég er sko ekki hætt ég vill fá svör.
Helgin framundan og við mæðgur ætlum að skreppa loksins segir Þuríður mín allavega ehehe á Grettir á sunnudag en Oddný Erla er orðin voðalega spennt að fara í bíó eftir að hún fór í leikhús á sunnudaginn í boði leikhússins (boðið fjölsk. í styrktarfélaginu á Hafið Bláa) sem var geggjað stuð. Búin að lofa stelpunum mínum líka að fara í nammibarinn í Hagkaup á morgun þar sem það er nammidagur, sjitt hvað ég ætla líka að nýta hann ehehe enda bara orðið einn nammidagur hjá mér á viku. Víííí!! Slurp slurp!!
Ætli það verði ekki bara video-kvöld hjá okkur Skara í kvöld, fætur uppí loft þegar börnin verða sofnuð og sofna uppí sófa fyrir framan imban.
Hey ef þið ætlið á Sálina á Nasa laugardaginn 30.sept þá getiði kíkt í bergið á undan balli, við erum nebbla næstum því búin að redda pössun og við ætlum að reyna tjútta þetta kvöld og vera með smá partý. Víííí!! ÞAr að segja ef Þuríður mín verður ok.
Góða helgi alle sammen, farin að sinna litla mömmulingnum sem má ekki missa sjónar af henni. Bara yndislegastur!!
Um hádegi í gær byrjaði Þuríður mín að krampa og krampaði endalaust mikið og var líka þvílíkt óhamingjusöm þar sem eftir var af deginum nema þegar Linda og Sindri Snær komu, það lyfti henni aðeins upp. Linda kom með fullt af buffum og húfum handa Þuríði sinni og gaf henni sem hún getur notað í vetur, hún var heldur ekki lengi að velja sér eitt stk flíshúfu frá Lindu og co til að taka mér sér á leikskólann. Bara gaman!! Knús til ykkar!!
Við vorum á smá "fundi" í gær með doktor Ólafi og ræða statusinn á henni Þuríði minni sem er alls ekki góður, við erum ekki ánægð með það hvað hún krampar mikið og við viljum það sé reynt að gera eitthvað meira fyrir hana. Það er bara kanski mjög erfitt að reyna gera eitthvað fyrir hana en við vitum það kanski/vonandi eftir næstu myndatökur sem verða 10.okt. Ef æxlið heldur áfram að stækka verður væntanlega ekkert hægt að gera sambandi við flogalyfin, við lyfjum nebbla láta hana fá alveg nýjan skammt af lyfjum þar að segja henda gömlu lyfjunum út og fá alveg ný í staðin en það verður víst ekki hægt ef æxlið heldur áfram að stækka það gæti bara gert illt verra því verr og miður. Við höldum samt í vonina og vonum að það sé ekki að stækka þótt þeir munu ekkert vita hvort það sé vegna lyfjameðferðar eða hvort það sé að stækka í raun og veru sem væri verst í heimi þannig ég ætla að reyna ekki að hugsa svo langt.
Við hittum félagsráðgjafan upp spítala líka en hún ætlar að reyna koma því í gegn að leyfa Þuríði fá stuðningsaðila 1-2 helgar í mánuði sem væri fínt fyrir alla. Reyndar vill ég ekki neinn ókunnugan þannig við fáum Þuru tengdó til að hjálpa okkur í þeim pakka og vonandi fer það í gegn.
Loksins erum við að fá það í gegn að láta hana fara til sjúkraþjálfara, veitiggi alveg hvenær hún byrjar en það fer vonandi að líða af því. Hittum iðjuþjálfara fyrir sirka hálfu ári og hún sagði að hún þyrfti ekki á neinu að halda, dööööö!! Hvursu heimsk hélt hún að við værum, hún á erfitt með að hlaupa og þegar hún er á sterku krabbameinslyfjunum labbar hún á tám sem eru fylgikvillar. Hún er ótrúlega stirð, hún lamast í hægri hendi eftir krampa og smávegis í hægri fæti en samt ekki eins mikið og hún gerir í hendinni enda dettur hún alveg út. Þannig hún þarf hjálp við að styrkja sig bæði í sjálfri krabbameinsmeðferðinni og eftir hana og við hefðum viljað byrja fyrir hálfu ári neinei þá fáum við þá slettu í andlitið að hún þurfi ekki á þessu að halda. Ætli þessi iðjuþjálfi hafi verið lærð?
Það er búið að panta aðra höfuðhlíf fyrir hana þannig ein getur verið alveg föst á leikskólanum og hin heima því oft gleymist þetta heima eða öfugt og það er ekki gott sérstaklega þegar hún kemur ekki með hana á leikskólann. Svo vildi sjúkraþjálfinn fá hjólastól fyrir hana? Ég veitiggi alveg afhverju ég var bara svo dofin og þreytt í gær þegar hún var að gera þetta allt saman að ég hafði ekki einu sinni orku í að spurja. Nottla snyðugt að geta keyrt hana í honum þegar hún fer með leikskólanum eitthvað og okkur því hún kemst ekki endalaust í kerrur en samt? Æjhi ég veitiggi?
Það var verið að rannsaka Theodór minn Inga líka í gær, settur poki á typpið því það þurfti að taka smá sýni hjá honum er nebbla ekki alveg ánægð með drenginn minn og svo verður mar alltaf ennþá hræddari um börnin sín þegar mar á eitt veikt fyrir. Doktor Ólafur var fyrst að ath hvort hann væri sykursjúkur (það væri þá til að senda mann á klepp) eða hvort það væri eitthvað að nýrunum hans en það kom sem betur fer allt gott þar en ég vill líka að það sé tekin blóðprufu því það er eitthvað að bögga hann. Nenni ekki að útskýra hvernig hann aktar, sorrý!! Förum uppá spítala á miðvikudag (vonandi ekki fyrr) og þá bið ég þá að skoða hann betur, ég er sko ekki hætt ég vill fá svör.
Helgin framundan og við mæðgur ætlum að skreppa loksins segir Þuríður mín allavega ehehe á Grettir á sunnudag en Oddný Erla er orðin voðalega spennt að fara í bíó eftir að hún fór í leikhús á sunnudaginn í boði leikhússins (boðið fjölsk. í styrktarfélaginu á Hafið Bláa) sem var geggjað stuð. Búin að lofa stelpunum mínum líka að fara í nammibarinn í Hagkaup á morgun þar sem það er nammidagur, sjitt hvað ég ætla líka að nýta hann ehehe enda bara orðið einn nammidagur hjá mér á viku. Víííí!! Slurp slurp!!
Ætli það verði ekki bara video-kvöld hjá okkur Skara í kvöld, fætur uppí loft þegar börnin verða sofnuð og sofna uppí sófa fyrir framan imban.
Hey ef þið ætlið á Sálina á Nasa laugardaginn 30.sept þá getiði kíkt í bergið á undan balli, við erum nebbla næstum því búin að redda pössun og við ætlum að reyna tjútta þetta kvöld og vera með smá partý. Víííí!! ÞAr að segja ef Þuríður mín verður ok.
Góða helgi alle sammen, farin að sinna litla mömmulingnum sem má ekki missa sjónar af henni. Bara yndislegastur!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Hæ hæ kæra fjölskylda, eins og mar byrjar alltaf á að segja þá er fær mar alltaf illt í hjartað að lesa um hana Þuríði. Hún er algjör hetja stúlkan.
Vonandi kemur allt gott úr rannsóknunum hans Theodórs, ég trúi ekki öðru en að það verði allt í lagi með hann.
Hmm svo er spurning þarna 30.sept... kannski mar kíki í partý til ykkar í Bergið ef allt verður í gúddí:) Ég var reyndar að spá í að fara kannski á Á móti sól á Broadway, sérstaklega ef það er rétt að hún Dilana ætli að troða upp með þeim! En það kemur í ljós...
Bestu kveðjur
Vigga
Vigga (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 09:44
Vigga!! Þú ferð ekkert á móti sól, að sjálfsögðu kemuru á Sálina. Móti Sól hvað?? .....og auddah mætiru líka í Bergið í partý ásamt hinum klúbbsgellunum :)
Áslaug (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 09:50
Ekki eins og þessi Dilana sé eitthvað sérstök - allavegana ekkert á við SHJM
Óskar Örn (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 09:56
Áslaug mín - þú ert svakalega dugleg mamma!!! Börnin þín eru heppin að eiga þig að!
Theodór Ingi er eflaust hin hressasti ;)
Knús til ykkar
Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 11:19
Við mætum 30.sept:) Komin með pössun og allt og það næturpössun:) Hlökkum rosa til. Knús til Þuríðar, Oddnýjar og Theodórs;)
Oddný (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 11:41
Elsku Áslaug mín og hin líka. Rosalega er mikið um að vera hjá ykkur og svo sit ég hérna í Danmörku með mín börn í verkfalli. Og það eins sem ég get gert er að lesa um ykkur og reyna að senda ykkur strauma vonandi finnur þú þá. Ég vona bara innilega að eitthvað sé hægt að gera fyrir ykkur og þið eruð svo dugleg að finna eitthvað og skoða ykkar rétt.
Vildi að ég kæmist í partý 30.sept en það verður bara að bíða bara góða skemmtun þar.
kv. Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 12:14
Það er nú allveg skiljanlegt að þið séuð svolítið smeik um hin börnin en annað væri nú ekki eðlilegt. Veistu Áslaug, þeir læknarnir héldu að það væri eitthvað að nýrunum í Andreu og hún fór i allskonar rannsóknir, og það leiddi í ljós að óróleikinn var út af eyrunum og hún var alltaf með sýkingu í eyrumum sem leiddi alltaf til endurtekinna þvagfærasýkinga. Eftir að hún fékk svo rör í eyrun er þetta allt annað líf hjá henni. Ekki ein þvagfæra sýking og bara einu sinni fengið í eyrun síðan í byrjun maí.
Svo með Sálina eða Magna. Þetta verður svaka djammdagur 30. sept Hver veit nama maður kíki kannski á ykkur. Verð þá reyndar að redda pössun eins og þið.
Vonandi að það fari að koma svona fleiri góðir dagar fyrir Þuríði.
Góða Skemmtun á Sunnudaginn í bíó
Luv Magga K
Magga K (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 12:25
Jih dúddamía!! Það er svo gaman þegar svona margir kommenta, fæ aldrei nóg af kommentum frá ykkur :)
Takk fyrir kommentin stelpur og hrósin!!
Brynja: Það hefði nú verið gaman að fá ykkur Ella í smá partý, hammhumm!! Það verður bara endurtekið í janúar þegar þið mætið á klakan :)
Magga: að sjálfsögðu færðu pössun og mætir í Bergið, ekki spurning!! Verð í bandi við þig þegar líður á vikuna.
Oddný: geggjað að vera komin með pössun :) Er það mútta gamli og pabbi ungi :)
Elsa: takk elskan!!
Áslaug Ósk (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 13:02
Jebb:) Fyrst þú baðst þau ekki þá gerði ég það;)
Oddný (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 21:59
Yo yo.
Set ykkur á listann fyrir þrítugasta! Og manstu....það er BANNAÐ að vera feimin við að hringja út af svoleiðis löguðu!! Skamm skamm. Ég verð væntanlega í flugvél á leið til Spánar þetta kvöld og karlarnir mínir 3 munu svo koma skömmu síðar. Mæti því ekki í partý í nr. 100:-))
Knús og kram, ABB
Anna Björk (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 23:19
Yo yo.
Set ykkur á listann fyrir þrítugasta! Og manstu....það er BANNAÐ að vera feimin við að hringja út af svoleiðis löguðu!! Skamm skamm. Ég verð væntanlega í flugvél á leið til Spánar þetta kvöld og karlarnir mínir 3 munu svo koma skömmu síðar. Mæti því ekki í partý í nr. 100:-))
Knús og kram, ABB
Anna Björk (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 23:21
Vá. þetta kallar maður að ÖSKRA. Sama færslan tvisvar!! Sorry Slauga mín, tölvan var eitthvað að hökta og ég hafði greinilega ekki þolinmæðina sem þurfti:-)
Anna Björk (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 23:33
ABB takk fyrir það :) Verð þá í bandi við SH á laugardeginum.
Áslaug (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning