Leita í fréttum mbl.is

Engan mann hendir neitt það sem honum er ekki áskapað að þola.

Ég veitiggi alveg hvort þessi setning er rétt því ég er ekki að höndla þetta allt saman, mér finnst allt svo ósanngjarnt og er með stóran hnút í maganum sem er ekki alveg á leiðinni að hverfa. 

Það sem hefur hjálpað mér síðustu daga það er hún Þuríður mín sjálf, hún er búin að vera svo "hress" og hefur ekki krampað mikið eða rétt um tvo krampa á dag sem er frekar gott miða við síðustu vikur.  Hún var með þvílíkt leikrit fyrir okkur á laugardagskvöldið, það var svo gaman að sjá hana danssporin hjá henni og söngurinn var alveg mergjaður.  Ohh mæ hvað við hlógum mikið af henni, hún er yndislegust!!

Við Skari kíktum í bíó á laugardagskvöldið á 11.september myndina, kanski ekki besti tíminn að fara á svona sorglega mynd en hún var ótrúlega góð.  Oft gleymdi ég mér á myndinni og fór að hugsa um allt annað en myndina enda hugsa ég mikið um Þuríði mína og framtíð okkar síðustu vikuna og við þá tilhugsun fæ ég illt í hjartað og verður ótrúlega óglatt.

Theodór minn var hjá mömmu á laugardagsnóttina til að leyfa okkur Skara að sofa sem við gerðum, sváfum til hálfníu sem hefur ekki gerst síðan ég veitiggi hvenær?  Theodór minn svaf líka ALLA nóttina hjá ömmu sinni og afa sem hefur heldur ekki gerst síðan hann fæddist og svaf líka vel í nótt eða vaknaði bara klukkan fimm og svaf til hálfátta.  Vonandi heldur drengurinn þessu áfram!!

Annars líður mér ekkert vel einsog flestir myndu vonandi skilja og mér heldur ekkert eftir að líða vel en ég reyni samt að halda höfði og reyni að láta börnunum mínum líða sem best og reyni að láta ekkert bitna á þeim. 

Fórum með stelpurnar í leikhús í gær með styrktarfélaginu á Ronju Ræningjadóttir og þær skemmtu sér konunglega, reyndar var sú yngri fyrst doltið hrædd en það lagaðist þegar leið á sýninguna.  Ætla að fara panta miða fyrir þær á Skoppu og Skrítlu sem þær eru ólmar í að sjá það er líka það skemtilegasta sem ég geri er að gleðja börnin mín sem ég ætla að reyna halda áfram að gera.

Í lokin langar mig að senda knús til Jón Karls litla frænda míns var uppá spítala í nótt en er kominn heim núna enda hörkutól þar á ferð.  Vonandi verðuru fljótur að ná þér Jón Karl minn og við kíkjum sem fyrst í heimsókn til þín og heimtum eftirréttinn ehehe.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiddu mína litlu hendi,

ljúfi Jesú þér ég sendi,

bæn frá mínu brjósti sjáðu,

blíði Jesú að mér gáðu.







Vaki englar vöggu hjá,

varni skaðanum kalda,

breiði Jesú barnið á,

blessun þúsundfalda.

adda (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 17:58

2 identicon

Megi englar Guðs vaka yfir ykkur öllum og gefa ykkur styrk í þessari baráttu.
Sandra

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 20:18

3 identicon

Til Þuríðar minnar

Þuríður Arna fallega frænka mín sem ég elska svo mikið. Sem er nú að kenna mér hvað það er sem skiptir máli.Ekki það að ég hafi ekki vitað það heldur er hún kannski meira að gera mig meðvitaða um það. Það að horfa í fallegu augun á henni og sjá vonarneistan hjálpar mér að halda í vonina.Þú ert ljósið sem leiðir okkur hin áfram með sakleysi þínu og lífsgleði elsku hjartans engillin minn. Ég vil trúa á kraftarverk þar til annað kemur í ljós því sakleisið þitt segir mér að gera það. Ég vildi óska þess að ég gæti læknað þig en ég veit að það get ég ekki því ætla ég að njóta þess að vera með þér,ég ætla að syngja með þér og dansa og ég skal syngja kolakassann endalaust með þér bara að þú haldir áfram að brosa og hlæja. Allt fyrir þig elsku gullið mitt.

Smá íhugun fyrir þá sem lesa þetta

Ég vil að allir meti það sem þeir eiga hversu lítið eða mikið það er og geri sér grein fyrir því hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi. Gerið það! staldrið við og horfið í kringum ykkur.Verið svo dugleg að knúsast og segja hvor öðru hvað þið elskið hvort annað mikið það skiptir svo miklu máli,vitið til það mun skila sér.

Elsku Þuríður Arna mín,Óskar minn,Áslaug mín,Oddný mín og Theodór Ingi minn ég held að ég sé að verða búin að fylla heillt fljót af tárum fyrir ykkur en þið vitið hvar mig er að finna og erum við hjónin hér fyrir ykkur,ég veit að þið vitið það en mér finnst ég aldrei segja það nógu oft.

Elskum ykkur óendanlega mikið. Guð veri með ykkur nú og um ókomna tið
Þið eruð hetjurnar okkar.

Kær kveðja Hanna Þóra og Co

Hanna og Co (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 20:56

4 identicon

Elsku fjölskylda,
Ég fylgist með ykkur og bið fyrir ykkur, Guð fylgi ykkur og varðveiti á þessum erfiðum tímum.
Knús, kram og 1000 kossar.
Kv. Helena Ósk

Helena Ósk (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sautján?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband