20.12.2006 | 14:57
Fer hann að sofa betur?
Fór með hann Theodór minn Inga til einn af krabbameinslæknunum hennar Þuríðar minnar en þeir eru allir með tölu alveg frábærir og ekki bara tilbúnir að sinna henni Þuríði minni eftir bestu getu heldur eru þeir líka tilbúnir að gera allt fyrir hin börnin okkar. Þeir eru ekki skyldugir til þess en gera það samt BARA fyrir okkur og sinna þeim öllu ótrúlega vel, alltaf megum við hringja í þá hvenær sem er alveg sama hvað klukkan er. BESTIR!!
Allavega þá skoðaði doktorinn hann útí gegn, það lekur rosalega úr öðru eyranum hans það er víst einhver bólga bakvið rörin að mig minnir þannig drengurinn fer á pensilín og eyrnadropa. Svo vill doktor Jón láta hann fá lyf til að breyta svefn hans og koma einhverri reglu á það, þannig ég ætti kanski að byrja sofa í nótt í næstum því tíu mánuði. Hibbhibbhúrrey!! Hann sagði að lyfin ættu að byrja virka strax þannig ég er frekar spennt fyrir nóttinni.
Ég er gjörsamlega búin á því, núna vantar mig virklega bensín svona án gríns. Ég geng í svefni alla daga, er einsog einhver vofa. Ohh boy hvað svefn er mikilvægur!! Dæssúss mar, er ekki alveg að meika þetta en það sem heldur mér gangandi er hún Þuríður mín superhetja sem er svona líka hress og farin að rífa kjaft í leikskólanu. Held svei mér þá að það hafi aldrei gerst, foreldrar eru nú oftast ekki ánægðir með það þegar börnin sín eru að frekjast og rífa kjaft en við erum það samt því þá er hún Þuríður mín að líkjast sjálfri sér og öðrum börnum .
Ég spurði annars aðal geislalækninn í morgun hvernig það stæði eiginlega á því að hún Þuríður mín er ekki búin að krampa í næstum því í viku? Hmmm stórt er spurt en fátt er um svör? Hann hafði kanski ekkert eina skýringu á því en hélt kanski að geislarnir fóru beint í að drepa einhverjar frumur þarna sem valda krömpunum, vííí!! Enn svo getur sprengjan komið og æxlið fer að bólgna og þá versna kramparnir trilljón sinnum meira þannig við njótum hvern dag fyrir sig.
Við erum alveg meðvituð um að hún muni væntanlega byrja krampa á fullu eftir ekkert svo langan tíma en við reynum ekki að hugsa svo langt frammí tíman og njótum þessa daga í botn. Bara gaman!!
Þá erum við fjölskyldan að fara gera okkur tilbúin á jólaball hjá styrktarfélaginu sem stelpurnar hlakka mikil til en mikið hlakka mig til að leggjast á koddan í kvöld og vonast til að fá allavega sex tíma svefn, bið ekki um meir!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er sko alveg í lagi að gefa svona grislingum eins og honum smá lyfja-aðstoð víst hann er svona slæmur. Það eru margir með fordóma gagnvart því að gefa svona litlum krílum lyf en þegar þetta er orðið að fastri rútínu er erfitt oft á tíðum að breyta því. Haldið ykkar striki og ekki láta neina kjaftakellingu segja við ykkur e-ð annað en það sem læknarnir mæla með. Þið gerið þetta á YKKAR forsendum og engum öðrum og ÞIÐ vitið hvað er best.
kannski við bara hittumst á eftir á jólaballinu, hver veit
Helga Linnet, 20.12.2006 kl. 15:45
Frábært að heyra hvað Þuríður er hress þessa dagana. Vonandi fer litli kútur að sofa betur.
Knús
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 15:46
Sammála Helgu Linnet.
Það er svo sérstakt að maður verði glaður yfir svona smá hlutum eins og að barnið manns "rífi kjaft"...
Vonandi sefur Theodór, svo þú getir sofið...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.12.2006 kl. 16:21
hæ hæ vonandi sefur Theodór í nótt... :) og hafið það gaman í dag á jólaballinu :)
kv Þórunn Eva
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 16:23
Góða skemmtun á jólaballinu
Betan (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 16:34
Hæhæ ég er alveg bláókunnug.. en ég fylgist samt mjög vel með hérna á síðunni og finnst alveg indislegt að heyra hvað það gengur vel og hvað þið eruð öll jákvæð og frábær, það þýðir víst ekkert annað;) ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið munuð eiga alveg yndisleg jól. Þið eruð öll hetjur;) og ég held að þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þið kennið öðrum um lífið og hversu dýrmætt það er að njóta þess með skrifum ykkar hér.
kveðja Petra
Petra (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 19:41
eg er líka bláókunug, en mikið eru þið sterk :) og algjörir gullmolar sem þið eigð =) en eg sendi þer póst var að pæla hvort þú hafir fengið hann? þarf alls ekki að svara honum en langar bara vita hvort þú hafir fengið hann?
kv Bylgja
Bylgja (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 22:28
Frábært að heyra hvað Þuríður Arna er hress þessa dagana. Njótið þess á meðan það er, sem vonandi verður alltaf. En hvað varðar svefnin á litla kút, þá finnst mér æði að það sé hægt að gera eitthvað fyrir hann líka. Mikið ætla ég að vona að þú sofir líka Áslaug, því að þú ert líka komin í rútínu með lítin svefn. Vonandi var æðislegt á jólaballinu. Guð veri með ykkur.
Kær kveðja Linda Birna.
Linda Birna (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 00:23
jæja slumma, hvernig gekk að sofa?
hehe ég er ýkt spennt að vita.. ertu kannski bara ennþá sofandi?;)
knús
katrín atladóttir, 21.12.2006 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.