Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Sár, leið og hamingjusöm

Blendnar tilfinningar í gangi, ótrúlega finnst mér leiðinlegt þegar fólk skrifar svona leiðinleg komment einsog var skrifa undir færslunni hérna fyrir neðan.  Ég ákvað ekki að eyða henni og leyfa ykkir bara lesa og sjá hvernig fólk er til, ég skil þetta ekki?  Að sjálfsögðu skil ég að fólk vilji skoða myndir af fallegustu börnum í heimi, hver skilur það ekki?  Ég yrði hundfúl ef ég fengi ekki að skoða myndirnar af börnunum mínum eheh, annars eru allir velkomnir í heimsókn og fá að fletta albúmunum mínum "live".  Finnst hrikalega gaman að fá gesti.

Þegar ég las kommentið fyrsta og annað sinn var ég ótrúlega sár og leið en er öll að jafna mig, en að fólk skuli samt vera svo vitlaust að skrifa svona leiðinleg komment án nafns því það er ekkert svo erfitt fyrir mig ef mig langar að komast að því hver þetta er.  Jú öllum kommentum fylgja IP-númer þannig þá er ekkert erfitt fyrir mig að grafa það upp en ég hef bara engan áhuga að vita hver þú ert.  Takk fyrir mig!!

Þuríður mín er frekar slöpp þessa dagana og var líka mjög slöpp í Boston en naut sín samt að vera til og velja sér smá dót til að kaupa.  Reyndar vill sú yngri alfarið velja allt dót handa henni eheh en hin leyfir það nú ekki þótt hún leyfi Oddnýju að ráða næstum því öllum.  Yndislegt að sjá þær saman og hvað þær náðu vel saman sem gerist ekki oft.  Oddný er t.d. búin að ákveða að hún vill BARA playmo í jólagjöf og Þuríður eigi að fá barbie eða dúkkur en Þuríður hristir bara hausinn og segist vilja föt sem móðirinni finnst ekki leiðinlegt eheh!!

Einsog ég sagði þá er hún slöpp, hún er farin að sýna meiri lömun þá aðallega í fótum ég er ekki viss hvort það eru báðar fætur eða "bara" hægri löppin?  Hún er farin að hníga ansi oft niður því hún hefur ekki kraft í löppunum, mér finnst þetta gerast svo hratt og ótrúlega erfitt að horfa uppá hana svona.  Hún er næstum því hætt að nota hægri hendina enda eiginlega orðin lömuð en hún er samt ótrúlega dugleg að bjarga sér.  Ef hún liggur í gólfinu og á þá að sjálfsögðu erfitt með að lyfta sér upp en þá notar hún bara höfuðið til að styðja sig upp og vinstri hendi.

Við erum ennþá að bíða eftir svörum frá Boston og ég er að verða vitlaus á þessari bið, Þuríður mín hefur ekki svona langan tíma.  Við getum ekki beðið endalaust, já ég veit einhverjir af læknunum lesa síðuna mína og ég er frekar ósátt við þessa bið.  Þótt þeir eigi alla sína framtíð fyrir sér þá á hún Þuríður mín það ekki og eftir það sem við bíðum lengir stækkar æxlið meira, aaaaaaaargghh!!  Ég er nú oftast ánægð með alla þjónustu sem ég fæ í heilbrigðiskerfinu en ekki þessa, ef ég ætti tugi milljóna þá væri ég ekki að bíða eftir svari frá þeim þá væri ég sjálf farin til einhverra bestu heilaskurð lækna í heimi og ath hvort þeir geti ekki gert eitthvað fyrir hana.  Hvað er málið að láta fólk bíða svona í óvissu?  Jú við erum búin að "bíða" í tvö ár án þess að fá almennileg svör og ég er gjörsamlega sprungin.  Ég vildi óska þess að ég gæti gert þetta allt sjálf án þess að þurfa hugsa um tryggingastofnun og fleira, andskotin hafi það!! (afsakið orbragðið, ég er bara hrikalega vond).  Mig langar að láta Þuríði mína sjá um mig í ellinni, mig langar að hjálpa henni, mig langar að hafa áhyggjur af henni þegar hún fer í skóla, mig langar að ferma hana, mig langar að gefa henni ráð þegar hún fær sinn fyrsta kærasta, mig langar að horfa á hana spila badminton, mig langar svo mikið að gera með henni og hinum öllum börnunum sem ég á og á eftir að eignast.  Mig langar að kenna henni svo margt en ekki láta hana bara kenna okkur að meta lífið betur, ég fæ ekki að gera neitt af þessu ef þessi læknar ætla hunskast ekki til að fara gera eitthvað af viti fyrir hana.  Þeir eru alltof rólegir yfir öllu sem þeir gera, hallllóóó hvað myndi þeir gera ef þetta væri þeirra barn?  Jú þeir væru farnir með það til einhverra betri manna sem gætu gert eitthvað, ég get lofað ykkur því.   Ég gæti tautað svona endalaust en ætla að hætta í bili áður en ég fer laaaaaaaangt yfir strikið.......

Að góðu fréttum þá erum við pappírslega séð búin að selja íbúðina okkar og kaupa aðra, fengum íbúðina okkar afhenta í morgun sem okkur finnst ekki leiðinlegt.  Skari fór með fyrstu ferðina í geymsluna okkar í morgun, sjálfboðaliðar óskars til að hjálpa okkur að flytja á næstu vikum?  Þessi íbúð er sérstaklega fyrir hana Þuríði mína, jú við erum að flytja á jarðhæð svo það er auðveldara fyrir okkur að ferðast með Þuríði mína þegar/ef hún fer í hjólastól, allar hurðir í íbúðinni eru sérgerðar fyrir hjólastóla þannig það ætti allt að vera auðveldara fyrir okkur og hana.  Jú við verðum á jarðhæð þannig það er auðveldara fyrir hana og hin tvö að fara út að leika, þannig þessi íbúð er draumur í dós fyrir hana og okkur öll.  Ykkur er velkomið að kíkja á íbúðina "anytime", allaf gaman að skoða!!

Djöh langar mig annars að fara skreyta......

Afgangurinn kominn inn

Búin að setja restina af myndunum inn, well flokkaði doltið mikið úr þar sem Skari var frekar duglegur á camerunni alla helgina, oh mæ oh mæ!!

Mig langar líka að taka það fram en ég fæ óteljandi mail á hverjum degi frá fólki útí bæ sem ég nota bene þekki EKKERT og er að biðja um lykilorðið á myndasíðunni okkar, stundum stendur bara í mailinu "get ég fengið lykilorðið kveðja Guðrún".  Bíddu hver er þessi Guðrún?  Þekki ég bara eina Guðrúnu?  Döööö!!  Svona mailum nenni ég ekki að svara, sorrý!!  Ef ég þekki þig ekki neitt og þú ert að biðja um lykilorðið en þú þekkir kanski mömmu (vinkona hennar) eða þess háttar máttu segja mér það og þá gæti verið að þú fengir lykilorðið en ég læt ekki bara "fólk útí bæ" fá það, sorrý!!  Ég hef sett viðkvæmar myndir inn af Þuríði minni frá því í Boston í fyrra og mig langar ekki að deila þeim með hverjum sem er, sorrý guys!!  Ég hef ekki svarað helmingnum af mailunum sem ég hef fengið um ósk um aðgang því þá væri ég bara í fullri vinnu við það svo vonandi er mér fyrirgefið.

Farin að hvíla lúinn kropp enda næstum því ekkert búin að sofa síðan í gær, getiggi sofið í flugvél grrrrr!!  En lagði mig í rúma tvo tíma í morgun þannig koddinn kallar hátt á mig, góða nótt kæru vinir og ég reyni að skrifa á morgun eitthvað "merkilegt".

Góða nótt!!

Myndir

Fyrsta albúmið frá Boston komið inn, heil hellingur eftir að koma.

Boston calling

Erum buin ad eiga yndislegan tima herna i Boston, vid Skari erum nuna bara a tjillinu a medan stelpurnar sofa vaert.  Tokum flugrutuna eftir sirka klukkutima og okkur hlakkar mikid til ad knusa Theodor okkar, oh mae oh mae!!

Vid erum buin ad skemmta okkur otrulega vel, kikja i dotabudina sem stelpunum fannst aedi, forum i saedyrasafnid, barna-safnid og margt margt fleira.  Tetta er buid ad vera otrulega dyrmaetur timi tott stuttur se, stelpurnar bunar ad na mjog vel saman sem gerist ekki oft.  Well Turidur min hefur oftast ekki krafta i ad leika ser vid systur sina en nuna eru taer bunar ad vera aedislegar saman.

Reyndar er Turidur min buin ad vera mjog slopp tessa helgi og sofa mikid, mer finnst henni hraka frekar hratt.  Hef lika spurt mig oft tessa helgi afhverju leyfa laekarnir ser ad taka ser svona langan tima i ad hugsa sig um hvort teir geti gert eitthvad fyrir hana?  Hun Turidur min hefur ekki svona langan umhugsunartima, hvad er malid?  Tarf eg ad tuska ta adeins til og ath hvort teir seu vakandi?  Eg er ekki alveg ad meika hvad teir eru libo a tessu ollu saman, aaaarrghhh!!  Eg er gjorsamlega ad springa!!

Allavega helgin er buin ad vera aedi gaedi hja okkur tott Turidur min er buin ad vera frekar slopp, bunar ad njota sin i botn og bunar ad fa allt sem taer hafa bedid um sem gerist naestum aldrei eheh.  Bara gaman!!

Bid kaerlega ad heilsa fra Boston og mikid er eg spennt ad fa ad knusa litla tippalinginn okkar.


Bæjó en í bili þó

Er að reyna henda einhverjum flíkum ofan í tösku og pakka fyrir Theodór minn sem ætlar að vera tvær nætur hjá Lindu og co og hinar tvær hjá mömmu og pabba þannig hann verður sko í góðu yfirlæti og dekraður út í gegn.  Ótrúlega skrýtið að vera fara aftur til Boston sem við nota bene ákvaðum bara snögglega í fyrradag og hlökkum mikið til, þið ættuð að sjá hana Oddnýju mína Erlu sem er að farast úr spenning.  Einsog ég segi oft þá er einsog þessi stúlka sé á fermingaraldri eða svo, ok smá alhæfing en samt frekar þroskað barn.  Hún pælir mikið í hlutunum, núna er hún mikið að pæla hvað hún fær að borða í flugvélinni og svo skoðar hún baby born bæklingininn sinn fram og aftur, afturá bak og áfram því hún er að reyna velja sér eitthvað sem hún ætlar að kaupa sér í Boston ehehe!!  Ótrúleg þessi stúlka!!  Þuríður mín Arna er frekar róleg yfir þessu öllu og er ekki eins mikið að pæla, hún æsist ö-a þegar við verðum komin útá flugvöll þá áttar hún sig á þessu.  Vona bara svo heitt og innilega að hún verði eins hress og hún getur orðið um helgina svo hún getur notið sín að skoða sjávardýrin og fleira sem við ætlum að skoða með þeim.  Hlakka endalaust til!!

Annars líða dagarnir obboslega skringilega hjá manni, suma daga er mar svona lala hress en hina mjög langt niðri og mér finnst ég aldrei komast aftur á toppinn þegar ég hressist inná milli.  Sálarlífið hjá manni er ótrúlega erfitt ég ákvað líka að fara til sálfræðings sem ætti kanski að geta hjálpað manni í gegnum þetta allt saman en það hefur tekið frekar langan tíma hjá manni að viðurkenna að þurfa fara þangað.  En þegar staðan er svona hjá manni þá verður maður bara áður en allt fer til ands........ 

Ég er alltaf með endalausan hnút í maganum, mjög brothætt má ekki heyra eitthvað sorlegt lag í útvarpinu þá brotna ég gjörsamlega niður.  Það sem hjálpar mér doltið mikið það er að fara hreyfa mig, ótrúleg tímabundin lækning!!  Fá smá útrás, er með þrjá fasta tíma í viku og þeir eru á besta tíma sem sagt matartímanum.  Þannig þegar ég kem heim þá er Skari búinn að gefa börnunum að borða, þvílík snilld!!  Doktor sála fannst það líka brilliant hugmynd að hafa það svoleiðis svo ég fengi líka smá brake, hvenær hefði mér dottið í hug að ég myndi þurfa leita til sála?  Reyndar aldrei en ég held samt allir hefðu gott af því, held að flestir detta oft niður í eitthvað þunglyndi en finnst bara fólk erfitt með viðurkenna það og finnist bara eitthvað ljótt við að þurfa leita sér hjálpar eða þannig upplifi ég það.  En mér finnst bara gott að viðurkenna það fyrir fólki að ég er að fara enda einsog ég sagði er sálarlífið í rúst.

Ætla að kveðja ykkur í bili, þarf nebbl að halda áfram að henda einhverju ofan í tösku en það gengu hálfbrösulega því hann Theodór minn þarf mikið að hjálpað mér ehehe, hann tekur jafn óðum uppúr henni.  

Enda færsluna með þessum texta sem hann Stebbi Hilmars samdi sem heitir "móðir og barn", njótið!!

Okkar ást hún er
lífið sjálft -trúðu mér.

Við sem vorum eitt sinn börn
og ég svo smár, grunlaus.
Tvær sálir, tvö líf
trúðum og uppskárum vel.
Nú ég veit,
veit hvað vegur þyngst,
-gefur mest.
 
Þessi ást er sönn,
svo sterk, svo hrein.
Þið og ég
við erum eitt.
Draumarnir þeir
drifu okkur áfram.
Og ég finn, finn hvað það er
að elska heitt.
 
Ég gef
-gef hvað sem er.
Ég gef
-gef ykkur allt,
allt sem ég hef.
í svefni og vöku
áttu skjól ungi vinur.
Ég skal breiða yfir þig í kvöld
þá allt er hljótt...

Eitt ár frá Bostonferð - einn dagur í þá næstu

Óskar skrifar

Í dag er eitt ár síðan við héldum í erfiðasta ferðalag sem við höfum farið í - nefnilega Bostonferðin þar sem Þuríður okkar fór í aðgerð.  Í dag er líka eitt ár síðan amma mín Jóhanna kvaddi þennan heim.  Við höfum oft sagt söguna af því þegar hún amma sagði daginn áður en við fórum til Boston að hún ætlaði að koma með okkur - hún dó 10 mínútum áður en flugvélin fór í loftið.
Það var hræðilega erfitt að fá ekki að fylgja ömmu síðasta spölinn en ég veit að þess í stað þá var hún með okkur í Boston og hún er með okkur enn.  Ég veit líka að hún elsku amma mín mun vernda hana Þuríði mína að eilífu - vonandi sem lengst hér í okkar lífi.

En jú þið lásuð rétt út úr fyrirsögninni, við ætlum að skella okkur til Boston á morgun en í þetta skiptið ætlum við ekki að stíga fæti inn á sjúkrastofnun.  Við ákváðum það nefnilega í fyrra að okkur langaði að fara einhverntíman til Boston án þess að fara þangað vegna veikinda dóttur okkar.  Síðan í kjölfarið af tónleikunum þá fórum við að hugsa um það hvað við gætum nú gert til að njóta lífsins sem best og okkur fannst þetta sannarlega tilvalið að skella okkur bara til USA - Ætlum að skilja Theodór tippaling eftir heima og njóta þess að fara með stelpurnar okkar í sædýrasafnið, kids museum og maður minn - steikurnar sem við ætlum að stúta þarna um helgina.........
Við förum á morgun og komum heim á þriðjudagsmorgun.  Slauga setur kannski litla færslu hér inn á morgun áður en við förum.

Annars langar mig til að þakka öllum sem hafa skrifað inn á síðuna okkar frá því við skrifuðum hér síðast á mánudag.  Við vissum það svo sem, af fenginni reynslu, að við fengjum stuðning og vorum í raun soldið að sækjast eftir honum.  En ég veit ekki hvort þið öll þarna úti áttið ykkur á því hvað þið eruð að gera mikið fyrir okkur, hvað þið eruð okkur mikill stuðningur.  Við eigum bestu fjölskyldu, vini, kunningja og stuðningsmenn í heimi - trúið mér, við erum hrærð. 

Nú skulum við leggja leiðindaathugasemdir til hliðar og snúa okkur að því sem skiptir máli, okkur sjálfum og þeim sem okkur þykir vænt um - elskið hvort annað og þið verðið ekki svikin.  Komið fram við fólk eins og þið VILJIÐ láta koma fram við ykkur.  Ef einhver er ósanngjarn í ykkar garð, reynið þá að vera sanngjarnari í garð viðkomandi.  Í ljósi þess segi ég við þennan eina frekar ósátta:  Ég veit ekki hver þú ert og ætla ekki að komast að því.  Mér þykir það leitt að þú sért ósáttur en ég fyrirgef þér samt (þó þú hafir ekki beðið um það) og vona að þú finnir frið til að koma þeim hlutum í verk sem líklega eru nauðsynlegir þín og þinna vegna.

Kveðja
Óskar Örn

Loksins loksins

Það er mikið að mar er komin aftur í netheiminn, díssúss mar!!  Mér er bara búin að vera illt í puttunum síðustu daga að geta ekkert skrifað en ætla reyndar ekkert að skrifa núna, það kemur færsla seinna í dag.  Bíðið bara spennt eheh!!

Ennþá orðlaus

Óskar skrifar:
Við erum ennþá orðlaus.  En á þessari stundu erum við ekki orðlaus af hamingju yfir því hvað tónleikarnir heppnuðust vel og yfir því hvað við erum heppin að eiga marga góða að.  Hér inn á síðuna okkar kom athugasemd í morgun sem sló okkur eins og blaut tuska.  Það var leiðinda komment frá manneskju greinilega er ekki sátt við lífið.

Athugasemdin snérist um það að viðkomandi vildi fá að vita hvað við ætluðum að gera við þá peninga sem hafa safnast í tengslum við tónleikana.  Ástæða þess að viðkomandi setti inn þetta komment er að hann (skrifaði “einn ekki alveg sáttur” undir) frétti af því að við værum að kaupa okkur nýja íbúð.  Já það var nú mikið gott að það væri hægt að finna eitthvað til að kjammsa á, vona að einhver njóti þess.  Við höfum ekki nefnt það hér að við værum að fara að flytja.  Jú við sögðum frá því á tímabili að okkur langaði til þess en höfum ekki talað um það lengi.  Við höfum okkar ástæður fyrir því að við tölum ekki um það hér, ástæður sem tengjast Þuríði ekki neitt, ástæður sem tengjast tónleikunum ekki neitt, ástæður sem engum kemur við nema þeim sem hefur kjark í að tala við okkur undir nafni.

Hvað við ætlum að gera við peningana!
Í auglýsingu fyrir tónleikana kom fram að þeir væru haldnir Þuríði til heiðurs og átti ágóðinn að renna til hennar og okkar fjölskyldu hennar til að gefa okkur færi á að eiga góðar stundir saman og það er einmitt það sem við ætlum að gera.  Þetta mun svo sannarlega hjálpa okkur að gera góða hluti fyrir okkur og dóttur okkar, hluti sem hjálpa okkur að búa til fallegar minningar.  
 
“Einn ekki alveg sáttur” skrifaði m.a.:
Eins og ég finn nú til með ykkur vegna hennar Þuríðar, þá verð ég bara að segja að mér finnst eins og þið fáið hreinlega allt (annað) sem að þið viljið, það eru nú ekki margir í ykkar aðstöðu sem gætu gert það sem þið hafið gert.
Sem betur fer eigum við svo góða að, yndislegt fólk eins og Hönnu Þóru, Önnu Björk, Pálma og alla hina sem hafa stutt svo dyggilega við bakið á okkur að við getum gert hluti sem margir í okkar stöðu hafa ekki getað gert – hluti sem okkur dreymir um en ráðum ekki við m.a. vegna fjárskorts.


Við vitum ekki hvernig við getum svarað svona athugasemdum öðruvísi.  Við ætlum ekki að setja skýrslu hér inn á netið þar sem við skýrum nákvæmlega í hvað þessir peningar fara.  En við getum fullvissað ykkur um að þeir hjálpa okkur til að gera hluti sem við annars hefðum ekki gert, peningarnir færa okkur ekki hamingju einir og sér en þeir hjálpa svo sannarlega til að láta okkur líða betur.
Kveðja Óskar Örn

Áslaug Ósk skrifar:
Ég var einmitt nýbúin að segja við frændfólk okkar á Ólafsfirði (jebbs ég er kanski skyld ykkur líka ehe, þar sem pabbi er þaðan og er að kanna málið) að mar þorði ekki að fara í kringluna útaf svona fólki til að kaupa mér bol sem nota bene ég geri nær aldrei því þá færi Gróa afstað og ég fann það líka á mér að hún færi afstað eftir tónleikana. Hvað er að fólki?

Ég vaknaði í morgun og mér leið ömurlega þar sem Þuríði minni líður ekki vel þessa dagana, við finnum hvað hún er að slappast og ég finn svo hræðilega til í hjartanu og hvað þá að fá svona komment.  Ég t.d. hágræt þegar ég er að skrifa þetta, hann Pálmi prestur kom til okkar á föstudagskvöldið og það var æðislegst að fá hann ekki það að ykkur komi það eitthvað við að hann hafi komið en mér finnst einsog sumum finnist þurfa vita ALLT sem við gerum, fáum og hvað við borðum.  Hann t.d sagði við okkur að við ættum að drífa okkur í burtu og nota sæluvímun frá tónleikunum og njóta þess að vera saman, fara í hitan og leika aðeins við börnin okkar á meðan allir væru ferðafærir þá var hann að sjálfsögðu að meina hana Þuríði mína. 

Að sjálfsögðu langar okkur það en þá kemur svona fólk einsog þetta komment í morgun sem við eyddum því okkur fannst það ekki eiga heima hérna á síðunni og þá fer það að babbla og babbla sem tekur ótrúlega mikið á taugarnar og mér finnst það líka ótrúlega sárt að lesa svona eða heyra.

Já Þuríði minni líður ekki vel, hún t.d tók smá öskurskast á laugardagskvöldið sem við höfum aldrei verið vitni af, tók eitt kast og svo var það búið og stúlkan sofnaði.  Það var einsog hún væri eitthvað að kveljast og þyrfti að fá smá útrás, það var ótrúlega skrýtið að sjá þetta og erfitt. 

Mér finnst svo sárt og erfitt að sjá hana svona hvað þá að viðurkenna að hún er eitthvað að slappast að hugsa útí næstu mánuði finnst mér óhugsandi.

Ég get eiginlega ekki skrifað meir þar sem ég er bara útgrátin, gjörsamlega dofin en þetta er samt ástæða fyrir mig og mína að loka síðunni og hafa lykilorð og bara útvaldir fái aðgang.  Ætla að hugsa málið, jú ég veit að það er endalaust margir að fylgjast með en ég get ekki hugsað mér að fá svona ótrúlega leiðinleg komment aftur og þetta er ekki í fyrsta skipti.

Munið að knúsa og kyssa börnin ykkar vel og lengi og ekki gleyma að segja þeim hvað þið elskið þau mikið, ég geri þetta allt oft á dag.


Elsku pabbi

Elsku pabbi minn á afmæli í dag, karlinn er 55ára í dag þannig það verður stórveisla á Dragó í dag og ég get ekki beðið eftir að fá smá kræsingar tilefni dagsins.  Slurp slurp!!

Elsku pabbi til hamingju með þennan stóra áfanga, hlakka til að fara með þér í næstu London-ferð eða réttara sagt bíð ég eftir því að þú segir mér hvenær við ætlum að fara næst eheh!!Glottandi  Alltaf reddí!!

Þú ert bestur!!
Áslaug, Óskar, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theodór nafni þinn Ingi

Stutt í dag ....eða kanski ekki?

Mig langaði nú bara að byrja á því að segja að hann Theodór minn Ingi litli pungur sem er rúmlega níu mánaða gamall tók þrjú skref í gær og ég er að fara úr monti eheh!!   Hann varð líka svakalega montinn og klappaði mikið fyrir sjálfum sér þegar hann sá hvað mamma hans og pabbi voru glöð með strákinn sinn.  Reyndar hefur mér funndist hann alltaf mikið letiblóð, tók hann svakalega langan tíma að snúa sér yfir á magan eða bara fara hreyfa sig yfir höfuð en hann vildi nú sýna múttu sinni það að hann væri sko ekkert letiblóð.  Ohh það var svo gaman að sjá hann gera þetta og hvað hann var montinn sjálfur og hló líka mikið, kanski verður hann bara farinn að labba fyrir jól einsog pabbi hans hefur alltaf sagt?  Hmmm!!  Vona samt ekki því við erum í veðmáli eheh!!

Enn og aftur þakkir til ykkar allra sem komu á tónleika ég er ennþá orðlaus, það var/er æðislegt að sjá hvað margir hugsa til okkar og hvað við eigum marga góða að.  Ekkert endilega okkar nánasta, fólk sem við höfum kanski ekki talað við lengi eða gamlir skólafélagar, úr badmintoni, sundinu svo lengi mætti telja hafa sýnt okkur það að þau eru tilbúin að gera allt fyrir okkur.  Stundum á ég eiginlega ekki til orð hvað við erum heppin að eiga ykkur öll að þið hafið hjálpað okkur endalaust mikið.  Knús fyrir það!!

Ég er svo ánægð hvað Þuríður mín var hress á tónleikunum og hvað ég var glöð að hún krampaði ekki neitt, hjúkket!!  Æjhi mér finnst sjálf erfitt þegar hún er krampa hvað þá fólk sem hefur aldrei séð hana krampa.  Ég veit það getur reynt mjög mikið á þá sem hafa aldrei séð hana í krampa sem við höfum verið vitni af síðustu vikur og mér finnst það líka doltið erfitt þannig ég er mjög ánægð hvað hún var glöð og hress.

Hún er loksins að byrja í sjúkraþjálfun en það byrjar í næstu viku, það  verður gott og gaman fyrir hana að fá aðeins að hreyfa sig.  Held að hún eigi að fá að fara í sund líka sem hún elskar útaf lífinu, ohh ég er frekar spennt að fá að fara með hana.

Well ætli mín verði ekki að hætta, við Theodór ætlum að skreppa útí TBR og horfa á alþjóðlega mótið sem er í gangi þar og hitta liðið okkar líka, frekar langt síðan ég hef hitt það. 

Bið að heilsa ykkur öllum og höldum áfram að knúsast, góða helgi!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband