Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Að rækta líkama og sál

Fyrir sirka tveimur vikum fannst mér tími til komin að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, manni líður svo oft svakalega illa vegna aðstæðna, oft svo niðurdregin því það er svo erfitt að horfa á Þuríði mína þegar henni líður illa.  Ég meina maður er búin að lifa og hrærast í veikindum í þrjú ár eftir nákvæmlega 6 daga, algjörlega kippt úr öllu og það tekur ofsalega á og oft langar manni bara að liggja uppí rúmi og fara ekki á fætur.  Þetta er búin að vera svo mikill rússíbani með hana Þuríði mína, einn mánuðinn er hún nánast rúmliggjandi, annan er hún krampandi stanslaust þannig maður er eltandi hana svo maður geti gripið hana þegar hún fengi krampa, oft er hún jú hress einsog hún er þessa dagana en það hefur oftast ekki varið lengi en alltaf vonar maður og trúir að hún sé að lagast en svo kemur bakslagið og þá leggst maður niður og vill helst ekki standa upp aftur.  En alltaf held ég í vonina og trúi á kraftaverk, hún er svo svakalega sterk og ætlar sér sko ekki að fara frá okkur.

Einsog ég sagði en fyrir tveimur vikum ákvað ég að fara í ræktina, reyndar hef ég alveg verið í henni en bara mætt lala því ég hef ekki haft orku í hana en núna sagði ég bara stopp.  Síðustu tvær vikur hef ég verið að mæta 5x í vikum og er ótrúlega stollt af sjálfri mér, finn þvílíkan mun.  Búin að breyta algjörlega um mataræði, kókið og nammið farið nema um helgar, eintómir ávextir inní ísskáp sem ég leita til þegar mig langar í eitthvað til að narta í. 

Reyndar er svefn vandamálið ennþá til staðar, ég er með svo mikin kvíða, er svo hrædd við framtíðina og mér fannst eiginlega líka komin tími til að ræða við læknana og biðja þá um eitthvað fyrir mig.  Ég get ekki verið svona lengur, oh mæ god!!  Í þessi þrjú ár sem Þuríður mín hefur verið veik hef ég aldrei tekið neitt inn, hef bara ekki viljað það kanski hrædd um að maður verði háður þeim.  Ég fór og ræddi við lækninn hennar Þuríðar minnar og hann ákvað að skrifa uppá lyf fyrir mig sem ég tek alltaf fyrir svefninn, engin ávanabindandi lyf en þau eru svona slakandi en það tekur víst tvær vikur að þær fari að virka.  Í kvöld ætla ég að byrja taka þau og vonandi virka þau eitthvað á mig, mér finnst ég ekki geta verið svona lengur.  Ég þrái svo að geta slakað á á nóttinni, mig langar svo að geta sofið en ég veit líka að þetta mun heldur ekkert endilega virka á mig BINGO og allar áhyggjur horfnar því ég veit að þær hverfa ekkert við að taka einhver slakandi lyf en kanski sef ég betur?

Ég vildi líka að maður hefði þessa löngun að hafa sig til, fara í kringluna og kaupa mér fullt af fötum þar að segja ef ég ætti fullt af peningum eheh!!  En þessi löngun hefur ekki verið til staðar endalaust lengi einsog mig langar að hafa þessa löngun.  Þoli t.d. ekki fín boð og þá þarf maður að finna sig til og ég á ENGIN föt, aaargghh!!  Vonandi verður þetta komið fyrir jól og mín kemst í kjólinn fyrir jólinTounge

Helgin framundan, allir hressir á heimilinu.  Badmintonæfing hjá krökkunum um helgina, ö-a farið í sund, ætli við Skari höfum ekki partý fyrir börnin annað kvöldið og tökum dínurnar framm í stofu og liggjum þar einsog skötur, horfum á imbann og borðum eitthvað gúmmílaði.  Þau elska þegar við tökum dínurnar fram og þau fá að hoppa og skoppa á þeim, við reyndar líka eheh!!

Eigið góða helgu kæru lesendur, vonandi eigiði góða helgi einsog við ætlum að gera.
Knús til ykkar og takk fyrir öll kommentin einsog ég hef oft sagt áður þá gera þau endalaust fyrir mig.


Sár Sárari Sárust

Ég fer á marga fundi útaf Þuríði minni og oftast eru þeir mjög góðir hef ekki geta kvartað hingað til enda eru þeir flestir með okkar frábæru læknum.  Um daginn fór ég á einn fundinn útaf henni sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað þessi fundur særði mig allsvakalega, ég hefði getað farið að grenja en ég hafði að halda því niðri en ég hefði betur átt að brotna niður því þá hefði þessi einstaklingur séð hvað hann særði mitt litla hjarta.

Það er nefnilega málið Þuríður mín þarf á sinni aðstoð að halda og við höfum verið svakalega heppin með hana einsog á leikskólanum.  En þegar það kemur að sjálfu kerfinu kemur þessi sparnaður.  Ég fór nefnilega að ýta á eftir ákveðinni aðstoð sem hún þarf á að halda seinna meir og maður vill að þeir fari að gera eitthvað í þeim málum en þar sem þeir eru búnir að stimpla Þuríði þannig að hún eigi ekki framtíðina fyrir sér vilja þeir ekki gera neitt fyrr en alveg á síðasta degi.  Einstaklingurinn sagði þetta beint við mig svona án gríns.  Þetta kerfi er búið að ákveða að hún eigi ekki framtíðina fyrir sér þess vegna liggur ekkert á að fá hana í ýmis test, hvað er að?  Til hvers að eyða peningum í barn sem á ekki framtíðina fyrir sér eða hún nánast orðaði það líka þannig.  Þarna var ég að berjast við kökkinn í hálsinum og vantaði Skara minn til að taka utan um mig.

Jú ég veit alveg sjálf hvað okkur hefur verið sagt með hana en við viljum ekki lifa lífinu útfrá því,  alveg sama hvað læknarnir segja hvort sem það er raunin eða ekki.  Gætum þess vegna hætt að ala hana upp og leyft henni að gera allt sem henni sýnist, það viljum við ekki.  Við viljum að hún fái sama uppeldi og systkin sín og fái ekki fleiri hluti en þau. 

Við erum farin reyndar að meta lífið miklu betur en við gerðum þar að segja áður en hún veiktist og okkur finnst mikilvægt að gera mikið með börnunum okkar en ef við myndum hugsa einsog þessi helvítis einstaklingur gætum við bara lagst uppí rúm og hætt að lifa.  Skil ekki hvað er að? 

Sumum finnst reyndar að við gera of mikið með Þuríði, því það eru margir sem vilja telja það að það eigi bara að vefja hana í bómul og liggja bara heima grátandi.  Hvað gerir það fyrir okkur, hin börnin jú eða hana sjálfa?  Að sjálfsögðu viljum við lifa eins venjulega og við getum, við viljum lifa eins heilbrigðu fjölskyldulífi og við getum.  Það gerast kraftaverk og við trúum á þau, Þuríður mín er allavega gangandi kraftaverk sem ætti ekki að vera hjá okkur en hérna er hún.   Svo kát og hress.

Við viljum gera framtíðarplön með Þuríði mína og okkur öll, við viljum ákveða að við ætlum að fara til útlanda næsta sumar og panta far fyrir okkur öll en ekki hugsa en hvað EF?  Hvernig væri lífið þá?  Ömurlegt!!

Jæja þá er ég búin aðeins að létta á mínu hjarta, Þuríður mín er ennþá hress og kát.  Er að fara með hana uppá spítala á morgun í smá tjekk, blóðprufur og tjatta aðeins við læknana og um hitt og þetta.  En nota bene  þeim finnst æðislegt hvað við gerum mikið af plönum og hvað við erum dugleg að gera mikið sama, það er nauðsynlegt. 

Langar í lokin að senda bestu mömmu í heimi (reyndar á ekki ég ekki aðra ehe) afmæliskveðju.  Elsku besta mamma mín verður 55 ára á morgun en ég veit ekki hvort ég kemst í tölvu á morgun þannig hún fær kveðju degi á undan.  Hjartanlegar hamingjuóskir með þennan yndislega dag, þú er bestust og yndislegust.  Hlakka til að koma í kræsingar á morgun og meira að segja bað hún mig að gera einar eheh, hefur aldrei gerst thíhí!!  Alltaf hún sem gerir allt fyrir mig fyrir afmæli en það er allt að breytast.  Knús til þín mamma mín og hérna kemur önnur kveðja til þín:
http://www.youtube.com/watch?v=yj6cbM-h8xg


Var að spá....

Jámm maður er alltaf að spá og spegulera en fór aðeins að spá meira eftir að hetjan mín fór útí TBR um helgina.  Ég var nefnilega með smá "kennslu" útí TBR á laugardaginn (ótrúlega gaman alltaf að hitta fólkið sitt) og þangað komu að sjálfsögðu börnin mín enda elska þau þennan stað.  Ég hitti mikið af góðu og skemmtilegu fólki sem að sjálfsögðu voru að spurja mann spjörunum úr með statusinn á hetjunni minni, gamlir kúnnar og "gamlir" spilarar.  Fólkið hitti að sjálfsögðu hetjuna mína, þeim  fannst doltið sérstakt hvað hún liti vel út og hvað hún væri hress að sjá, þau voru öll svo hissa að sjá hana hlaupandi um allt hressa og káta.  Það var svo skrýtið að upplifa andrúmsloftið hjá þeim þegar það var búið að hitta hana því ég held að allir haldi að hún lýti mjög illa út og sé ekkert hlaupandi og trallandi um allt.

Ég var þess vegna að spá hvernig þú lesandi góður héldi að hún væri eiginlega?  Haldiði að hún sé bara rúmliggjandi og geti varla talað?  ...eða hvernig?  Veit ekki alveg hvernig þið upplifið að hún sé án þess að hafa séð hana?  Fór ekkert að pæla í þessu fyrr en ég hitti þetta góða fólk um helgina sem hélt greinilega annað með hana.

Jú oft á tíðum er hún algjörlega rúmliggjandi, en alltaf getur hún talað þó það sé oft erfitt að skilja hana, oft hefur hún verið lömuð algjörlega hægra megin en það hefur dregist tilbaka sem betur fer allavega eftir geislana þannig þeir hafa gert gott fyrir hana.  Hún lítur að sjálfsögðu misvel út, uppdópuð einn daginn en aðra daga ekki eins dópuð.  Stundum þarf hún að  leggja sig nokkrum sinnum á dag en minnst einu sinni.

En mig langar samt að segja ykkur það í dag er hún ofsalega hress, hún er svo eitthvað svo glöð, geislar í augum hennar, hún er farin að njóta sín að leika sér meira en venjulega, hún er þvílíkt að dunda sér hérna heima sem hefur ekkert gerst í ár og daga.  Hún er greinilega farin að venjast krabbalyfjunum sínum sem hún varð algjörlega útur kú fyrir ekki svo mörgum dögum, hún þarf reyndar ennþá að leggja sig einu sinni yfir daginn sem hún hefur reyndar aldrei hætt eftir að hún veiktist.  Aftur á móti verður hún mjöööög ofvirk, hvatvís og svo lengi mætti telja, ég lít ekki mínútu af henni en þannig vil ég frekar hafa hana en uppdópað uppá spítala.  Við tökum bara einn dag í einu og njótum hvers dags því við vitum aldrei hvenær/hvort henni fari að hraka.  Það er alveg yndislegt að sjá hana í dag og þið mynduð ekki geta ímyndað ykkur ef þið þekktuð hana ekki að hún væri mjög veik.

Mig langar að taka fram eitt í lokin en áður en hún veiktist þá var hún tveggja og hálfs árs þá púslaði hún 25 púsl á mínútu og fór létt með það en í dag getur hún varla púslað fimm púslum.Crying Hún var mjög á undan í þroska þegar hún veiktist og það er það sem hefur hjálpað henni í gegnum þetta allt saman en alltaf er hún á við þriggja ára gamalt barn ef ekki yngra.  Maður miðar oft við systir hennar sem er kanski ekki hægt því hún er aðeins á undan, litla konan mín.  Farin að reka mig úr tölvunni því henni langar að skrifa eheh.  Snillingur!!

Þuríði minni líður sem sagt ágætlega í dag og hefur ekkert kvartað undan hausverk í tæpar tvær vikur sem er snilld þannig engar verkjatöflur á meðan.  Draumur í dós!!

 23

Hérna er hetjan mín á góðri stundu hjá Brosbörnum, alltaf gaman í baði ehe!!

 


Í dag er.....

.....ár síðan við fengum þær hræðilegu fréttir að æxlið hennar Þuríðar minnar væri orðið illkynja og okkur tilkynnt að hún ætti ekki langt eftir en ennþá er hún hjá okkur flottasta kraftaverka hetjan mín.  Októbermánuður fer ofsalega í mig ég bæði þoli ekki þennan mánuð og svo er hann líka góður því það eiga svo margir afmæli í ættinni minni og Skara(elska afmæli).  Við höfum fengið allar þær fréttir sem tengjast veikindum Þuríðar minnar í þessum mánuði, tilviljun?  Þuríður mín veiktist 25.oktober'04, í byrjun október ári síðar var okkur tilkynnt að kraftaverkið okkar væri á leiðinni út til Boston í næsta mánuði í aðgerð, fyrir ári síðan var okkur svo tilkynnt þessar fréttir en í byrjun þessara mánaðar var okkur reyndar sagt að æxlið hefði minnkað þannig það hefur eitthvað gott gerst. 

Ég hef ákveðið að birta færsluna síðan í fyrra þegar við vorum búin að fá þessar fréttir, reyndar skrifaði ég hana ekki Skari gerði það.  En ég var ekki í ástandi til þess, ég var gjörsamlega útur heiminum þá daga, hef aldrei liðið jafn illa og ekki það að mér er farið að líða vel en mér líður ágætlega við að horfa á hetjuna mína í dag því hún er svo hress.

Síðustu þrjú ár eru þau erfiðustu sem ég hef upplifað og ég vildi vona svo heitt og innilega að þau færu að vera auðveldari, svona án gríns þá sef ég EKKERT á nóttinni ekki er það litli pungsi sem heldur mér vöku þessa vikurnar.  Það er hrikalega erfitt að vera kippt svona hratt útur öllu og eiga lítil samskipti við fólk, jú kanski get ég kennt sjálfri mér um það en mér finnst mikilvægara að rækta samband okkar Skara heldur vina minna.  Fólki finnst það kanski skrýtið en við erum í þessu saman og ég vill að við verðum áfram í þessu saman og þá verðum við að reyna vera dugleg að rækta okkkur.  Já þetta hefur allt saman verið erfitt og þetta verður ekkert auðveldara.

Hér kemur færslan sem Skari skrifaði fyrir ári síðan, reyndar daginn eftir greininguna enda var andlega hliðin ekki í góðu lagi sama dag og ekki heldur daginn eftir en hann varð bara að skrifa hvort sem honum líkaði það betur eða verr.  Svo margir að fylgjast með.  Mörgum finnst skrýtið að ég geti verið að rifja upp svona vonda "drauma" en það hjálpar líka því henni líður svo "vel" í dag, geislar öll, farin að leika sér sem hún er ALLS EKKI vön að gera og svo lengi mætti telja.

16.október'06

Það eru margir búnir að kíkja á síðuna okkar í dag, væntanlega til að fá fréttir úr myndatökunni í síðustu viku.  Höfðum ekki orku í að setjast við tölvuna fyrr en núna - fréttirnar gátu ekki verið verri.

Nú er ljóst að æxlið í höfði Þuríðar er byrjað að stækka og stækkunin frá því í júní er töluverð.  Það þurfti engan sérfræðing til að sjá það þegar myndirnar voru skoðaðar að nú í fyrsta skipti er æxlið byrjað að þrýsta á aðra hluta heilans.  Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að útskýra hvernig mér líður, eða hversu mikið ég á að vera að lýsa þessu hér á netinu.  Við sögðum við læknana í dag að við vildum ekki að það væri verið að fara neitt í kringum hlutina, við vildum að þeir segðu okkur nákvæmlega hvernig staðan væri.  Ég held að það sé best fyrir okkur öll að ég segi ykkur líka nákvæmlega hvernig staðan er.
Nú er í fyrsta skipti farið að tala um að æxlið í höfði Þuríðar minnar sé illkynja.  Læknarnir á barnaspítalanum gefa okkur í raun tvo möguleika, þó það sé reyndar ekki alveg öruggt að annar þeirra sé í raun til staðar.  Sá möguleiki er að Þuríður fari aftur til Boston og í aðgerð, þar sem sá hluti heilans þar sem æxlið er, verði fjarlægður og í slíkri aðgerð yrðu öll tengsl milli heilahvela rofin.  Slík aðgerð væri gríðarlega áhættusöm og líkurnar á að Þuríður kæmi heil úr slíkri aðgerð eru engar.  Líkurnar á að barnið okkar yrði varanlega lamað og ófært um að taka þátt í venjulegu lífi væru yfirgnæfandi - líklega munum við hafa það val að hún fari í svona aðgerð.
Hinn "valkosturinn" er að allri læknandi meðferð væri hætt.  Ef það verður gert mun æxlið halda áfram að stækka og...........   ég hef aldrei heyrt um að fólk hafi lifað það af að vera með illkynja æxli í höfði.

Kæri lesandi!
Ef þér fannst að við hefðum átt að hringja í þig og segja þér frá þessu þá bið ég þig afsökunar - við treystum okkur ekki til að hringja mikið í dag.
Hún Þuríður okkar var ekkert óhressari í dag heldur en aðra síðustu daga, kannski frekar hressari ef eitthvað er. 

.............
Ég veit eiginlega ekki hvað ég get skrifað meira.....................  Maður er soldið tómur þessa stundina, en ég vildi bara láta ykkur vita hvernig staðan er af því að ég veit að þið eruð mörg sem eruð að fylgjast með okkur.
ENDIR


Einsog flestir vita sem lesa síðuna okkar þá ætluðu læknar okkar hér heima að hætta allri meðferð en við tókum það ekki mál að hætta bara sí svona þannig við vildum að þeir hefðu samband við þá í Boston og þeir vildu senda hana strax í geislameðferð sem hún fór í fyrir síðustu jól sem gerði það kraftaverk að hún hætti að krampa sem hún hafði nánast gert í tvö og hálft ár.  En hún hefur ekki krampað síðan í febrúar á þessu ári.  Í júní síðastliðin var stækkunin orðin það mikil að þeir vildu ekki bíða lengur með seinni geislameðferð sem hún átti ekki að fara í fyrr en nk des og sú meðferð hefur líka gert kraftaverk en það hefur verið smá minnkun sem er að sjálfsögðu best í heimi.  Ef hún hefði ekki farið í þessa meðferð væri ekki víst að hún væri ekki hjá okkur í dag, hún er gangandi kraftaverk.  Flottust!!

Njótið dagsins.

boston_8
Hér kemur ein mynd af kraftaverkinu mínu þegar hún var að veikjast fyrir þremur árum, hérna er hún í rannsóknum og alveg að sofna einsog sést ehe.  Hún er yndislegust!! 


Gleðin yfir því smáa

Ég held að þessir erfiðleikatímar hafi hjálpað mér að skilja betur en fyrr hversu óendanlega innihaldsríkt og fagurt lífið er á allan hátt og að svo margt sem maður hefur áhyggjur af skiptir hreint engu máli.

Fór aðeins aftur í tímann.....

boston_1

Ákvað aðeins að fara aftur í tíman með ykkur og ákvað að fara til Boston í nóvember'04 þegar Þuríður mín fór í aðgerðina sína, ég var við sumum myndum.  Ath ekki fyrir viðkvæma.

Fyrsta myndin er af henni Þuríði minni uppá barnaspítalanum í Boston, þarna er hún komin í tónlistartíma á spítalanum.  Það sem þið sjáið á höfðinu hennar er vegna þess hún var nýbúin í heilalínuriti og það var verið að bíða eftir fyrsta krampanum hennar en það var fyrsti undirbúningurinn fyrir aðgerðina sem hún fór í.  5 mín eftir að ég tók þessa mynd fékk hún stóran krampa og þá kom allt liðið á spítalanum hlaupandi inn til að sprauta einhverju í hana og hún fór beint í myndatökur.

boston_2

Hérna er verið að taka heilaritið, var ekkert svakalega þægilegt fyrir hetjuna mína en mikið var hún fegin að losna við þetta og við líka reyndar.  Hún þurfti að burðast með bakpoka á meðan hún var með þetta á höfðinu og það var ekkert svakalega skemmtilegt og komst heldur ekkert langt frá rúminu sínu.

boston_3

Hérna er hún komin á gjörgæsluna eftir aðgerðina, shit hvað það var erfitt að sjá hana þarna og geta ekkert gert nema henni gefið morfín.  Þarna fékk hún sýkingu, mikin hita, þurfti að fá blóðgjöf og þetta voru rosalega erfiðir dagar hjá okkur Skara með henni.  Grátið mikið.  En hún svaf mest allan tíman sem hún var á gjörgæslu sem betur fer eiginlega.

boston_4

Komin af gjörgæslu og var fljót að bólgna upp en ég ákvað að setja ekki verstu myndina af henni en hérna lítur hún bara vel út miða við þegar hún var með mestu bólguna.  Æjhi greyjið, hún gat ekki opnað augun og grét mikið, sársaukinn var svo mikið.  Hún sætti sig samt bara við það að geta hlustað á Latabæ, flottasta hetjan mín.

boston_5

Hérna sjáiði skurðinn hjá henni, ekkert smá stór skurður enda er æxlið líka mjög stórt.  Ætla ekki að birta fleiri myndir bara leyfa ykkur aðeins upplifa þennan litla skammt sem hún hefur þurft að þola litla fallega hetjan mín.  Mikið lagt á lítinn kropp.

fraendsystkinin_sept

Svo í lokin langaði mig að setja mynd af hinum tveimur börnunum mínum ástamt Evu sætu músinni minni sem var tekin núna um miðjan september. 


Fyndið!!

Við Skari erum aðeins að taka til í fjármálunum sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað, fyrsta skrefið var að segja upp Sýn sem og ég gerði í gærmorgun.  Alltílagi konan á símanum tilkynnti mér það að við gætum horft á sýn frammí miðjan nóvember því ég var búin að borga núna um mánaðarmótin sem var bara fínt mál.  Hvað haldiði sem mér finnst fyndnast í heimi, síminn hringir hjá mér í gærkveldi og þar var kona sem kynnti sig sem einhverjar frá 365 og var að bjóða mér áskrift af Sýn.  Ég hélt að ég yrði ekki eldri, whhhaaaat?  Þá var hún alveg ólm í að bjóða mér einhverja afslætti, einhvern silfurklúbb og þá fæ ég einhvern 20% afslátt af þessu sem ég reyndar ekki man því ég var með hugan við eitthvað annað þar sem ég var eiginlega frekar hissa af þessu símtali.  Ég afþakkaði pent tilboðið hennar enda ekki að ástæðulausu sem ég hætti áskrift ehe!!

Ég fattaði samt eftir þetta símtal að það er alltaf best að vera ekki áskrifandi í marga marga mánuði hjá sama fyrirtækinu því ég veit ef ég segði upp stöð 2 þá fengi ég strax betra tilboð frá þeim á morgun og þá myndi ég græða.  Hmmm kanski ætti ég að gera það?

Statusinn á heimilinu er sæmilegur þessa dagana, Þuríður mín er að "meika" það á leikskólanum og hefur aðeins meiri orku en venjulega sem er best í heimi.  Ég er aftur á móti andlaus, loftlaus, svefnlaus og svo lengi mætti telja, sef ekkert á næturnar.  Eitthvað stress í gangi.  Er að reyna byrja í ræktinni á fullu, fór í tíma í gær og er með harðsperrur í hverjum einasta vöðva í líkamanum.  Oh mæ god!!  Samt ætla ég að mæta aftur á eftir heehe, þetta er minn sálfræðingur það er að mæta reglulega í ræktina og reyna hugsa aðeins um sjálfan mig.  Hef nefnilega ekkert verið að mæta reglulega síðan í vor þannig það er tími til komin að taka sjálfan sig í gegn ásamt mataræðinu.  Kókið fæ ég bara um helgar og ég er alveg að deyja mig langar svo í kók núna, dóóhh!!  Alltaf erfiðast að byrja en ég finn strax hvað mér líður betur við að mæta svona.

Hetjan mín eitthvað að fíflastHappy

9


Líf og sjúkdómatryggingar

Mig langar aðeins að tala um líf-og sjúkdómatryggingar útfrá því að Heimir Karlsson á Bylgjunni fékk það í gegn að fá tryggingar fyrir golfmenn. Gott að geta heitið Heimir Karlsson og vinna á Bylgjunni.  Pælið í því?  Ef ég er stödd á golfvellinum fæ golfkúlu í hausinn og fæ einhvern skaða af því er ég tryggð, jújú það er kanski fínt mál. 

En þá langar mig líka að tala um líf og sjúkdómatryggingar sem snúast að Þuríði minni.

Þegar ég og Óskar fórum að búa þá hringdi maður frá einhverju tryggingafélaginu og bauð okkur þessar tryggingar og okkur fannst það nú frekar tilgangslaust að vera eyða einhverjum þúsund köllum á ári í þessa vitleysu enda veikjumst við ekkert eða börnin okkar.  Áttum heldur ekkert mikið á milli handanna og vildum nú frekar eyða þeim pening í bleyjur fyrir Þuríði okkar (var ólétt þegar okkur var boðið þetta) heldur en að eyða þeim í svona vitleysu.

Í dag erum við reyndar tryggð útí gegn og með hæstu tryggingar sem við möguleika getum fengið fyrir okkur og okkar börn, við getum líka veikst og börnin okkar en það er oft gott að vera vitur eftir á því verr og miður.

Afhverju er ég að tala um þetta?  Jú því Þuríður mín getur aldrei tryggt sig, þegar hún verður búin að vinna þennan fjanda, orðin frú og komin með fjölskyldu getur hún aldrei tryggt sig.   Því hún er búin að veikjast þá fær hún engar tryggingar.  Jú alltílagi að hún getur ekki tryggt sig ef æxlið kæmi aftur eða myndi veikjast meira útfrá því, það skiptir engu máli hvernig veik hún sé, hún fær bara aldrei að tryggja sig.  Hvað ef Þuríður mín myndi brenna 50% af líkama sínum þegar hún væri eldri eða fengi annan sjúkdóm þá er það bara leiðinlegt fyrir hana.  Hvursu asnalegt kerfi er þetta?  Þetta gildir fyrir alla einstaklinga sem veikjast alvarlega þegar þeir eru ungir, engan rétt eiga þau?  Þetta er algjörlega fáranlegt fyrir unga veika einstaklinga í dag.

Svona er Ísland í dag.


......

Jeij Þuríður mín fór í leikskólann, vonandi hefur hún orku í að vera daginn.  Var ekki sátt í morgun að fara en ég veit að hún er fljót að jafna sig.  Hún er ennþá orkulítil en það eru mjög miklir dagamunir á henni en ALLTAF er hún sofnuð síðasta lagi sjö á kvöldin og alveg sama hvað hún leggur sig mikið yfir daginn.  Hefur kvartað lítið undan hausverk um helgina sem er æði þannig hún hefur ekkert verið að kveljast sem ég veit um.  Gott gott!!

Þau systkini byrjuðu að æfa badminton í gær, verða einu sinni í viku.  Jebbs Theodór fær að vera með og honum finnst það klikkaðslega gaman að hlaupa með spaðann um allan salinn og reyna halda uppi blöðru með spaðanum ehhe.  Þær eru líka að fíla þetta systurnar og fara í allar þrautirnar sem þau fara í á æfingum. 

Annars mæli ég með því að þið gefið blóðbankanum blóð, hafa verið að auglýsa eftir blóði.  Því verr og miður má ég aldrei gefa blóðCrying.  Þar sem ég hef psoriasis og þá má ég ekki gefa, sem mér finnst mjög leiðinlegt sérstaklega eftir að Þuríður mín þurfti fyrsta sinn blóðgjöf en hún hefur tvisvar sinnum þurft blóð í þessari baráttu.  Fyrsta sinn var það útí Boston eftir aðgerðina sína, hún fékk sýkingu, mikin hita og missti mikið blóð og þá þurfti að dæla í hana miklu blóði sem hjálpaði henni upp aftur.  Seinna skiptið var fyrir rúmu ári síðan þegar hún var í erfiðu lyfjameðferðinni sinni sem hún var látin hætta í vegna stækkuninnar en þá fékk hún svo mikin hita og eitthvað fleira sem ég man ekki þetta er í svo mikilli þoku hjá mér þessi tími hjá henni.
Endilega gefið blóð það hjálpar svoooo mikið.

Var að bæta við sjúkrasögu Þuríðar ekki seinna vænna, hef ekki nennt því síðustu mánuði eða tæpa ár.  Reyndi að uppfæra síðustu mánuði hjá henni í eins fáum orðum og ég gat.  Ef þið klikkið á myndina af mér þá fáiði sjúkrasöguna hennar.

Hér eru systkinin að hlusta á þjálfarann á æfingu í gær.  Flottust!!

PA077338


Tilefni dagsins

Hér kemur ein ofsalega sæt af þeim Oddnýju Erlu minni og Theodóri Inga mínum, þau voru svo svakalega þreytt eftir föstudaginn þannig þau sofnuðu svona fyrir framan imban að horfa á "Tekinn".

PA057300

Erum annars að fara í brunch til Oddnýjar systir minnar svo mun leiðin liggja á badmintonæfingu en þær systur Þuríður og Oddný eru að fara á sína fyrstu "badmintonæfingu".  Sundnámskeiðið búið og þá mun leiðin liggja í mína íþrótt og þær eru að deyja úr spenning sem verður fram að áramótum. 

Kíktum í sund á föstudaginn eftir leikskóla og það var alveg yndislegt að horfa á krakkana í sundi, Þuríður mín er öll að koma til í sundinu, Oddný mín syndir einsog selur og ég skil ekki hvernig hún getur verið svona klár í sundi krakkinn eheh og Theodór er að sjálfsögðu með armkútana sína en tekur skriðsund einsog honum sé borgað fyrir það.  Snillingar!!  Fórum í rennibrautina og um leið og Theodór var kominn niður þá heyrist í mínum "enna"  (renna) þannig við fórum í trilljón ferðir og stúlkurnar fóru aleinar og fannst það klikkaðslega gaman.

Þuríður Arna mín er búin að vera ágætlega hress um helgina, fljót að þreytast en stendur sig samt ótrúlega vel stúlkan og ekkert kvartað undan hausverk.  Víííí!!

P7124312

Þessi var svo tekin af þeim systrum á Torraveja í sumar af þeim systrum.

Farin í brunch......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband