Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Andlega þreytt

Loksins þegar Theodór minn er farinn að sofa á nóttinni þá á ég ofsalega erfitt með að sofa, hef alltof miklar áhyggjur af öllu og það er alveg að fara með mann.  Fékk hræðilega martröð í nótt og gat varla fest svefn eftir það.  Þuríður mín er þreytt og vill að mamma sín liggi sem fastast við sig og haldi í hendina sína.  Mér finnst ofsalega gott að fara með henni inní herbergi á kvöldin og á daginn og kúra með henni, við liggjum nefnilega alveg þétt uppað hvorannarri og það er bara yndislegast.  Vefjum okkur inní fjagra fjaðra sængina mína eheh og sofnum saman, finnst það æði en er samt svo illt í hjartanu að horfa á hana, er alltaf svo illt í höfðinu og grætur svo sárt.  Hrikalega erfitt.

Mér hefur verið boðnar vinnur uppá síðkastið sem mér fannst æði, ekki bara ein og verð hrikalega stollt því önnur tengist náminu mínu og vera komin með vinnu sem ég gæti hugsað mér að gera að mínu framtíðarstarfi og varla byrjuð í náminu mínu.  Meira að segja gamall yfirmaður minn hafði samband við mig og bauð mér starf hjá sér, hvursu betri meðmæli gætiru fengið?Tounge  Mig hefur lengið langað að fara aftur á vinnumarkaðinn ekki bara peninga vegna heldur líka heilsunnar vegna, það er alltof erfitt að vera kippt svona útur öllu bara alltíeinu og umgangast ekki mikið af fólki.  Ég veit að það bjargar heilsunni hjá Skara mínu að geta "gleymt" sér aðeins í vinnunni en því miður hef ég ekki það tækifæri.  Ég mun ekki geta tekið þessum vinnum því ég þarf að vera til staðar fyrir Þuríði mína, hún á erfitt og getur ekki sinnt leikskólanum sínum 100% og ég held líka að ég hefði ekki taugar í það að vera með Þuríði mína heima og vera með það á herðunum að geta ekki mætt í vinnuna og verkefnin hlaðast þar bara upp.  Einsog ein mamma sagði í myndinni "Lion in the house" þá getur vinnan bara beðið, heilsu barns míns met ég meira og ef mér ætlað eitthvað af þessum vinnum sem mér hefur verið boðið þá veit ég að þær munu bíða mín síðar.

Mér gengur svakalega vel í (fjarnáminu)skólanum, loksins þegar ég hef góða ástæðu fyrir því að ganga kanski ekki vel þá gengur mér hrikalega vel ehe!!  Í gamla daga þegar ég var í skóla hafði ég varla á samviskunni að læra ekki heima og hafði ekkert endilega góða ástæðu fyrir því að læra ekki en núna er ég þvílíkt samviskusöm og fæ bara gott fyrir öll verkefnin mín.  Ef ég fæ sjö eða meira þá verð ég sátt og ég er miklu meir en sátt, fékk reyndar "bara" níu fyrir stærðfærðiverkefnið mitt í gær og var eiginlega ekki sátt því ég hélt að ég myndi fá 10.  Hmmm!!  Hvenær hefur það ske?  Aldrei.  Kennarnir eru meira að segja farnir að bjóða mér aukaverkefni því ég er svo dugleg, mhoohoho!!  Aldrei skeð.  Mér finnst nefnilega mjög gott að geta gleymt mér í lærdómnum sérstaklega á kvöldin þegar börnin eru sofnuð því mér finnst svooo leiðinlegt að horfa á sjónvarpið nema uppáhaldið mitt Greys anatomy sem fer alveg að byrjaLoL.  Ég hef líka alltaf verið svo fljót að gefast upp, ef ég sá eitthvað sem ég gat ekki þá bara "damn alltof erfitt og ég get ekki lært þetta" en auðvidað getur maður það ef viljinn er fyrir hendi.  Einsog þegar ég byrjaði í skólanum í bókfærslunni, horfði ég fyrst á hana og hugsaði með mér að þetta væri alltof erfitt og ég gæti þetta ö-a aldrei en neinei ég er svo dugleg að sá kennari er að bjóða mér aukaverkefni ehe!!  Ég get, ég ætla, ég skal!!

Helgin pökkuð af skemmtilegum hlutum, sund, matarboð, morgunkaffi-boð og knúsa öll börnin mín fast og vel og segja þeim einsog ég geri á hverjum degi "ég elska ykkur". 

Þykir vænt um ykkur líka.


Lion in the house

Hetjan mín dugði ekki lengi á leikskólanum í dag eða sirka tvo tíma en fannst samt gott að hún gat verið svona lengi.  Hún var dáltið þreytuleg þegar ég fór með hana í morgun og vildi heldur ekki fara í leikskólann og það reynir mjög á mömmuhjartað þegar hún grætur.  Hún hefur kvartað mjög mikið í morgun vegna hausverks og verkja í tönnunumFrown.  Grét mjög sárt í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum því henni var svo illt þannig það var ekkert annað að gera í stöðunni en að gefa stúlkunni verkjastyllandi og lagðist svo með henni í rúmið og þar liggur hún núna mjög vel vafinn í pabbasæng og sefur vært.

Ég og Þuríður mín eru svakalega sængjakonur eheh, við elskum að liggja vel vafnar inní hana well reyndar það sem er eftir að minni sæng sem eru nokkrar fjaðrir thíhí!!  Elska hana samt!!  Sængin mín er líka komin vel á aldur sirka 20 ára gömul þannig hún er vel nýtt, kanski komin á nýja?  Hmmm!! 

Áttum að mæta uppá spítala í morgun en því var seinkað þanga til á morgun og þá þarf að ath afhverju hún er með svona mikla verki í tönnunum?  Ég vona bara svo heitt og innilega að það eru "bara" fylgikvillar, aaaaarghhh!!

Annars fórum við Skari á myndina "Lion in the house" sem er verið að sýna á kvikmyndadögum í Regnboganum.  Fjagra klukkutíma mynd sem sýnir sex ár hjá fjölskyldum og barna þeirra sem eru að berjast við þennan fjanda (krabbamein), alveg frá því það er að veikjast og þanga til þau vinna þessa baráttu og líka þanga til þau tapa.  Þrjú af þessum börnum töpuðu þessari baráttu og mikið svakalega var erfitt að horfa á þetta og hvað fjölskyldurnar voru hugrakkar að leyfa myndavélunum að fylgja sér allan þennan tíma, vávh!!

Ég mæli eindregið með því að þið farið á þessa mynd, hún tekur mjög á, held að flestir í salnum hafi grátið eitthvað á myndinni enda allt raunveruleikinn.  Ég myndi sérstaklega mæla með því að mínir vinir og ættingjar myndu fjölmenna á þessa mynd og sjá inní líf okkar sem eru að berjast, þið vitið ekkert allt þó þið séuð tengd okkur.  Það er margt sem þið vitið ekki og getið ekki ímyndað hvað þetta tekur á enda ekkert sjálfsagt að hjónabönd haldist í svona baráttu svona án gríns.  Þó við skari höfum bara orðið sterkari að hafa fengið þetta verkefni til okkar en þá er það ekkert sjálfgefið og þetta reynir miklar meir á en fólk heldur þó það sé mjög tengt okkur og haldi að það viti allt.

Það var einn strákur þarna sem hafði barist í 10 ár en því miður tapaði hann að lokum, vávh hvað það var erfitt að horfa uppá alla í kringum hann og hvað foreldrarnir (voru skilin) voru sannfærðir að vinna þessa baráttu og hættu ALDREI.  Enda hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt og hvað þau voru dugleg að berjast saman og voru uppá spítala dag og nótt.

Það var þarna svo ein önnur hetjan sem minnti mig dáltið á Þuríði mína en eitt skiptið var sagt við foreldrana að fara bara undirbúa jarðaför því þetta væri búið.  Stúlkan sannaði sig og hætti sko ekki að berjast og lifði í 18 mánuði í viðbót eftir að læknarnir voru búnir að segja að þetta væri búið.  Svo var hún svo glöð að komast heim til sín hún grét að kæti "ég er svo hamingjusöm, ég er að fara heim til mín" og svo hágrét hún.  Stuttu síðar tapaði hún.  Svoooo ósanngjarnt.

Þessi stelpa átti 5 ára systir þegar hún dó og þetta hefur tekið svakalega mikið á hana síðustu ár, þó hún hafi verið þetta ung.  Hún hefur átt erfitt (en leikstjórarnir voru með umræður eftir myndina og segja frá fjölsk. hvað þau eru að gera í dag), við höfum líka verið mjög meðvituð um hvað þetta getur gert okkar börnum þó þau séu þetta ung.  Þetta hefur tekið rosalega á Perluna mína hana Oddnýju, hún á oft mjög erfitt.  Held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta tekur líka á hin börnin þó þau séu þetta ung og þurfa meiri athygli en börn heilbrigðra systkina.

Þegar læknarnir sögðu við þessa foreldara að fara bara undirbúa jarðaför því hún ætti ekki langt eftir rifjaðist upp fyrir mér fundurinn okkar Skara með okkar læknum þegar þeir tilkynntum okkur það að æxlið væri orðið illkynja.  Ég hef reyndar aldrei sagt frá þeim fundi því sumt finnst mér bara koma mér og Skara við og höfum það bara útaf fyrir okkur, sumt finnst mér líka óþægilegt að ræða við aðra en Skara og sumir ættingja minna finnst óþægilegt þegar maður er að tala um ákveðna hluti og langar ekki að hlusta á mann sem er kanski sannleikurinn.  Svona er lífið!!  Ég ætla kanski ekkert að fara mjög náið útí þann fund en læknarnir okkar sögðu okkur þá að Þuríður ætti ekki langt eftir en það myndi kanski ekki gerast á næstu vikum en það tæki einhverja mánuði en meðaltalið er sirka 2 ár.  Þá átti maður að hafa það í huga hvernig maður vildi leyfa barninu sína deyja, hafa hana heima, uppá spítala?  Hvernig haldiði fyrir mann að hlusta á svona, þetta er svo fjarlægt og eitthvað sem maður ætlar ALDREI að upplifa.  Manni langar að sjálfsögðu ekki að hlusta á svona en þau eru að sjálfsögðu bara að reyna undirbúa mann sem er kanski ekki hægt, ég var líka svakalega reið eftir fundinn að þeim skyldi detta í hug að segja þetta við okkur.  Það er margt sem maður sættir sig ekki við þó það væri sannleikur en þið sjáið samt hetjuna mína í dag tæpir ellevu mánuðir síðan æxlið breyttist og ennþá er hún hjá okkur þó hún ætti ekki að vera það.  Kraftaverkin gerast!!

Eitt lokin með myndina en þá mæli ég líka með því að fólk fari á þessa mynd sem eru ættingjar eða aðstandendur fjölskyldna sem hafa misst börnin sín.  Það getur engin ímynda sér hvernig er að missa barnið sitt og hvað þá hvernig foreldrarnir kveljast eftir á.  Þó þessi barátta var búin hjá þeim en þá hefst bara önnur barátta að reyna lifa án litlu hetjunnar, halda fjölskyldunni saman og svo lengi mætti telja.  En við fengum líka að sjá inní líf fjölskyldunnar þriggja eftir að þau misstu börnin sín, hvernig þeim gekk að halda lífinu gangandi.  Díssess hvað þetta var erfið mynd.  Ég mæli hiklaust að þið farið á hana, helst þið kæru vinir og ættingjar.

Ég veit alveg að allir mínir vinir og ættingjar vita að lífið hjá okkur er alls ekki svo auðvelt en vita samt ekki hvað þetta tekur mjööööööög mikið á taugarnar, það getur engin ímyndað sér þó það sé náskylt nema hafa lent í þessu sjálft.  Maður á svakalega oft erfitt, nánast daglega enda horfum við á hetjuna okkar þjást og geta ekkert gert nema gefa henni krabbalyfin og verkjastyllandi.  Ömurlegt!!  Það er heldur ekki bara veikindin sem taka á, það er svo fullt meira sem maður þarf að hafa áhyggjur af sem tengjast að sjálfsögðu.

Orðin þvílík langloka, þið eruð ö-a hætt að lesa þannig ég ætla bara að hætta líka.


Helgin og fleira

Helgin var einu orði sagt frábær.  Það var svo æðislega gaman að sjá hvað allir voru glaðir og þakklátir að komast svona í burtu, gott að hitta fólk í svipuðum sporum og maður sjálfur.  Æjhi það var bara svo yndislegt að sjá hvað allir skemmtu sér og reyndu að gleyma sér aðeins.  Bara gaman!!  Allir sem vildu var boðið á Westham-Arsenal og þvílík og önnur eins stemmning upplifir maður ekki oft á ævinni þó maður sé ekki mikið fyrir enska boltann, söngurinn í stuðningsmönnum og stemmarinn þegar Arsenal skoraði.  Vávh!!  Öllum var líka boðið út að borða og það var æði.  Þetta væri eitthvað sem ég vildi gera aftur og gleðja fleiri foreldra, endalaus gleði!!

Ég og Skari höfðum það líka hrikalega gott, sváfum svakalega mikið, röltum um London, borðuðum góðan mat og höfðum það bara gott saman.  Þvílík hleðsla!!

Þuríður mín var reyndar dáltið slöpp um helgina, lá mikið fyrir en hafði það samt rosalega gott í dekri hjá Lindu frænku og ömmu Oddný, reyndar finnst mér svakalega erfitt að vera svona frá henni þegar hún er svona slöppFrown.  Þannig maður átti líka smá erfitt úti og vera ekki hjá henni að knúsa hana en ég vissi að hún var í góðum höndum en samt er það erfitt. Hún kvartaði dálítið við mig í gær þegar ég var búin að sækja hana að henni væri svo illt í tönnunum og svo grét ofsalega sárt þannig á morgun þegar ég mæti með hana uppá spítala þarf ég að láta ath það.  Kanski eru þetta fylgikvillar, ég veit það ekki?  Þessi krabbalyf fara ekkert ofsalega vel í hana, vaknaði reyndar hress í morgun en er fljót að slappast niður.  Hún verður væntanlega mikið heima næstu daga/vikur/mánuði ég veit ekki hvernig þessi meðferð mun þróast hjá henni en þá þarf mín líka að vera mjög skipulögð með námið því það er ofsalega erfitt að læra með hana heima svona slappa því þá vill hún bara kúra hjá mömmu sinni ekki það að mér finnist það eitthvað slæmt, elska að hafa þau liggjandi í hálsakoti.Grin

Þuríður talaði um alla helgina að henni langaði svo í ný náttföt sem ég reyndar skyldi mjög vel enda orðin einsog strekkt brúða öllum náttfötunum sínum.  Hún sagði við Lindu sína að mamma sín ætlaði að kaupa náttföt handa sér í London og auðvidað gerði ég það fyrir hetjuna mína og Oddný pantaði Dóru dúkku og Theodór er líka farinn að panta dót sem er buggy byggi sem er Bubby byggir ehe.  Auðvidað gleður maður þessi kríli með smá gjöf þegar maður kemur heim og það sem þau panta reyndir maður að uppfylla.

Oh mæ god hvað hann litli pungur var glaður að sjá mömmu sína og passar svona líka vel uppá mig ehe, liggur fastur hjá mér og passar að engi komi nálægt mér ehhe!!  Eitthvað hræddur um að mamma sín skreppi í burtu aftur.

Frí í leikskólanum í dag, reyndar í gær líka en þá eyddu þau deginum hjá ömmu Oddný.  Reyndar er ég eiginlega fegin að það er frí þá fær maður líka svona extra dag með þeim, búin að vera svo lengi í burtu, ok bara þrjár nætur en samt svo lengi.

Oddný að biðja mig um að gera sig fína þannig mín þarf að finna burtsa og teygju, bið að heilsaaaaaaa.


Komin heim

Erum komin heim en er samt ekki stuði í að blogga neitt í dag, langar bara að knúsa börnin mín.

« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband