Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 15:41
....... og Þuríður Arna mín heldur áfram að léttast
Hvað er málið? Afhverju í andskotanum geta þeir ekki bara speglað hana strax? Núna erum við búin að heyra þessa setningu í allavega mánuð "já við skulum sjá til í eina til tvær vikur í viðbót". Er svona mikill sparnaður í þessari stétt að það er ekki hægt að gera eitthvað fyrir hana? Speglun kostar hún svona mikið? Þarf ég að leggjast á gólfið uppá spítala svo þeir geri eitthvað eða fara til annarra landa? Djöfull er ég orðin reið og pirruð á þessum svörum, óþolandi! Já barnið er búið að léttast um þrjú og hálft kg, alveg að hrynja í sundur en lítur samt betur út en síðasta mánuðinn þar að segja hún er orðin glaðari, farin að sýna smá púk sem er best í heimi, þarf að hafa aðeins meira fyrir henni sem ég elska, hláturinn hennar er komin aftur ohh ég elska hann mest því hann kemur svo innilega frá hjartanu, hún tjáir sig meira og farin að mæta meira en venjulega á leikskólann. Hún ætlaði að vera lengur í dag en því verr og miður gat hún það ekki því hún hélt engu niðri, þetta kemur allt út aftur. Bwaahhh!! Eigum að reyna gefa henni hitt og þetta en verst að henni finnst þetta allt saman VONT og það þýðir ekkert að pína ofan í hana eitthvað sem hún vill, Þuríður mín veit alveg hvað hún vill og lætur ekkert segja sér.
Jebbs það á sem sagt að reyna í viku í viðbót og ath hvort hún fari ekki að þyngjast og ef ekki á að spegla hana. hmmm hvað hef ég heyrt það oft? Já ég er orðin ógeðslega pirruð og mér er nákvæmlega sama þó að eitthvað af þessu liði lesi þetta því ég er ORÐIN PIRRUÐ, það er alltaf verið að framlengja þetta. Það er ekki einsog það skaði hana að láta spegla hana og ath hvort það sé eitthvað þar að bögga hana? Nei það verður ö-a ekkert speglað hana þó hún væri orðin 10kg sem er nú ekkert svakalega langt í, ok smá ýking (6 kg í það). Aaaaargghh!!
Við eigum að taka enn eina ferðina sýni hjá henni og fréttum það bara áðan að það hefði verið einhver sýking hjá henni í byrjun janúar. Ekki vorum við látin vita af því? Hvað er málið?
Hún á að byrja í krabbameinsferðinni aftur í næstu viku, víííí!! Einu góðu fréttirnar en það verður bara byrjað rólega og svo aukið við hægt og rólega. Eigum þá aftur að hitta magasérfræðinginn sem væntanlega bíður með að spegla hana í viku til tvær vikur í viðbót, þannig hafa allavega verið vinnubrögðin síðasta mánuðinn til tvo eða síðan hún byrjaði að léttast í byrjun í des.
Nei ég er ekki í góðu skapi, orðin ótrúlega þreytt á þessu að láta mann bíða og bíða, prufa þetta og hitt? Óþolandi!
Annars er Theodór minni litli íþróttaálfur kominn með hlaupabóluna, kominn með nokkrar bólur en líður bara vel. Er búinn að vera hoppandi og skoppandi um alla íbúð í allan dag í sínum íþróttaálfs-sokka- og stuttbuxum og finnst hann svo kúl ehe. Hann ætlar einmitt að vera íþróttaálfurinn á öskudaginn en ef hann fengi að ráða væri hann í þeim búning allan sólarhringinn eheh. Bara flottastur! Það sést allavega ekki á honum að hann sé eitthvað lasinn enda engan hita með.
Mér gengur vel í skólanum einsog fyrri daginn þó mér finnist ég oft vera gefast upp á honum vegna álagsins sem hefur verið síðustu mánuði og það er náttúrlega ekki frásögufærandi að ég fæ "bara" níur og tíur (samt aðallega tíur ehe) fyrir öll verkefnin mín en samt finnst mér ég ekki geta einbeitt mér nógu vel að honum. Ég er bara orðin langþreytt á þessu öllu en veit það samt að námið hjálpar mér að geta gleymt mér en það hefur ekki gefist tími í að "gleyma" mér aðeins í lærdómnum því ég þarf að sinna hetjunni minni mikið sem er náttúrlega númer eitt, tvö og þrjú og þá langar manni bara að gefast upp á náminu en það yrði synd, ég veit það.
Frí á leikskólanum á morgun, verst að íþróttaálfurinn minn er lasinn því þá getum við ekki farið út. Þá verðum víst bara að þrífa íbúðina í staðin, dóóhh!
Stelpurnar mínar komnar heim, ætla að fara sinna þeim ef ég get því ég labba einsog gömul kerling er svo slæm í grindinni. Aaargghh!
Kv.
Áslaug nett pirraða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
29.1.2008 | 09:17
Elsku Óskar minn
Minn elskulegi eiginmaður, besti vinur og sálufélagi á afmæli í dag. Drengurinn orðinn hvorki meira né minna en 35 ára gamall, mér og mínum börnum (og hans náttúrlega líka ehe) langar að senda honum endalaus knús tilefni dagsins. Því það er svo frábært tilefni að fagna ætlum við hjónin útað að borða í kvöld á einn af mínum uppáhalds stöðum (takk Steinunn mín) og hlakka mikið til.
Hérna eru uppáhalds drengirnir mínir á þrettándanum:
Annars er það að frétta að það þarf að minnka flogalyfin hjá hetjunni minni henni Þuríði Örnu, hún er víst að fá alltof stóran skammt af einum lyfjunum en það verður gert mjög mjög hægt að okkar ósk. Ég fæ bara í magan við þá tilhugsun að láta minnka þau, það lifir svo sterkt í minningunni þegar það var gert síðast en þá var hún búin að vera krampalaus í þrjá mánuði og þá var byrjað að minnka lyfjaskammtinn hennar þegar það leið ekki að löngu að hún byrjaði að krampa aftur og stoppaði ekki í tæp tvö ár á hverjum degi. Núna er liðið ár síðan hún fékk síðstast krampann og mig langar ekki að upplifa það aftur, auðvidað þarf það ekki að vera að hún fari að krampa aftur en hún er bara svo ótrúlega viðkvæm fyrir breytingum. ohhh svoooo erfitt! En hún má heldur ekki vera of lyfja-drukkin sem hún verður að fá of stóra skammta og það verður að laga, ég veit það. Sem sagt lyfjamælingin hjá henni kom ekki vel út og fer hækkandi. Bwaaahh!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
27.1.2008 | 22:21
Ljóminn þinn er skínandi skær
Það er svo gaman að horfa á þuríði mína þessa dagana en þessi glampi í augunum hennar er að mæta á svæðið aftur, hún er að verða aðeins skýrari, farin að brosa meira og er bara svo yndislega falleg einsog alla daga. Hún ljómar eitthvað svo. Hún er öll að koma til, þó hún eigi langt í land en þá finnst okkur þetta allt að koma hjá hetjunni minni. Reyndar hefur hún lítið sem ekkert borðað í dag og ég vona svo heitt og innilega að henni sé ekki að fara hraka í því "aftur" því vanalega hefur það ekki varið lengi hjá henni þar að segja borðað "vel" í marga daga í röð. En alla síðustu viku fór ég með hana til mömmu í mat í hádeginu og alltaf borðaði hún vel en hefur samt ekkert þyngst en ef hún heldur svona áfram hlýtur hún að fara gera það nema hún hætti að borða aftur.
Ég fór á föstudaginn og keypti nýjar buxur á hana því svona án gríns þá eru allar buxurnar hennar orðnar að skopparabuxum og það er orðið hræðilega ljótt. Ég hef reyndar alltaf heitið því að ALDREI ætla að kaupa svona "mjónu" buxur (æjhi vonandi vitiði hvað ég á við) á stelpurnar mínar en þá bara varð ég núna svo hún ætti einhverjar sem pössuðu henni svona sæmilega vel. Ég þyrfti eiginlega líka að kaupa ný nærföt á hana fyrir þá svona sirka 1-2 ára því rassinn er að engu og allar nærbuxur hanga á henni, verst að Theodór minn er ekki stelpa því þá gæti hún fengið hans lánaðar. Ég var skoða gamlar myndir af henni eða reyndar bara árs gamlar myndir og þar er hún svona æðislega fallega búttuð og hægt að klípa aðeins í hjá henni en núna þegar maður stríkur yfir hana stingast öll bein í mann, æjhi hvað það er erfitt að sjá hana svona. En ég segi nú samt að það var eins gott að hún hafði eitthvað til að klípa því ég hefði ekki boðið í annað.
Hún sefur núna "bara" einu sinni yfir daginn og þó hún sofi í tvo tíma þá er hún algjörlega búin á því um sexleytið og frekar erfitt að halda henni vakandi til átta en hetjan mín þarf að sofa þegar hún er þreytt og erfitt að banna henni það.
Ég hef fengið ótrúlega mörg hrós fyrir viðtalið við mig í Vikunni (sérstaklega líka útaf myndunum, gvvuuuð ég er svo falleg9, tak so mukket! Bæði frá mínu fólki og fólki sem ég þekki ekki neitt. Við fjölskyldan vorum að rölta frammhjá kössunum í Hagkaup í gærmorgun þegar Oddný Erla mín öskrar á mig "mamma sjáðu þarna ert þú" ehe og ég varð einsog epli í framan og reyndi að þagga niður í henni. Samt fyndið! Það er líka frekar skrýtið að ókunnugir eru farnir að brosa framan í mig á röltinu hér og þar, ég veit ekki hvort það sé útaf Vikunni eða bara útaf því ég er svona falleg? Ef þið voruð ekki búin að sjá framan á Vikuna þá er það hérna fyrir neðan og endilega drífið ykkur í að kaupa hana þar að segja ef hún er ekki uppseld sem kæmi mér ekki á óvart mhúahaha!
Aðeins vika í húbbahúbba hjá okkur Skara þar að segja sumarbústaðaferðina okkar sem ég get ekki beðið eftir því sálin mín er svoooo þreytt og mig langar óendanlega mikið að komast aðeins í burtu. Ég veit það líka ef þetta heldur áfram að ganga svona vel hjá hetjunni (því ég vona að sjálfsögðu að hún sá á uppleið) þá á ástandið á manni eftir að versna tífalt en það er mjög oft svoleiðis hjá fólki í okkar stöðu. Þegar vel gengur og maður getur farið að hugsa aðeins um sjálfan sig verður allt helmingi erfiðara, þá mætti eiginlega að segja það að manni líður aldrei fullkomnaega vel alveg sama hvursu vel gengur. Skrýtið en svona er þetta bara.
Vóvh klukkan alveg að verða hálf ellevu og það er löngu komin háttatími hjá mér, best að skella mér uppí rúm og undirbúa mig fyrir morgundaginn. Tjékk uppá spítala strax kl átta, beint í sjúkraþjálfun og eftir það mun vonandi þá hetjan mín hafa orku í tveggja tíma leikskóladvöl og þá mun ég nýta þann tíma í lærdóm því ég þarf svo heitt og innilega að leggjast aðeins í eina greinina mína og læra þetta stuff. Bwaaahhh gengur erfiðlega enda búið að vera erfitt tímabil hjá hetjunni minni en það er nú bara ein grein af fjórum, dont worry be happy. Verð kanski að sætta mig að fá ekki tíu í þeirri grein einsog fyrir áramót, hmmm er það hægt.
Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
25.1.2008 | 11:05
Myndir tilefni dagsins
Þið eruð heppin í dag en ég ætla að leyfa ykkur að njóta skemmtilegra mynda frá nágranna afmælinu þegar hún Halla Hrekkjusvín mætti á svæðið og skemmti börnunum. Njótið!
Svona góðar móttökur fær besta vinkonan hennar Þuríðar minnar alltaf frá henni þegar þær hittast. Sjáið hvað Þuríður Arna mín lygnir aftur augunum, var svoooo glöð að hitta hana.
Theodór minn Ingi var ekki jafn glaður að hitta hana eheh. Hann er skíthræddur við allar fígúrur en þykist hann alltaf vera svo kúl á því.
Þarna er afmælisdrengurinn búinn að jafna sig og farinn að skoða það sem hann fékk í afmælisgjöf og var svakalega ánægður með alla bílana.
Systurnar svakalega glaðar hjá henni Höllu sinni.
Læt þetta duga handa ykkur, geymi hinar fyrir ættingjana, sorrý þið. Halla lét alla að sjálfsögðu standa upp og gera nokkrar leikfimisæfingar sem var bara gaman sem minnir mig á það að þurfa fara mæta í ræktina. dóóhh!! Hef ekki mætt í tæpa tvo mánuði vegna statusinnar á hetjunni minni og ég líka finn það í grindinni hvað hún er á niður leið og farin að verkja allsstaðar. Þarf aðeins að tuska mig til og fara mæta í nýju hreyfinguna, maður verður bara svo latur þegar ég hef ekki mætt svona lengi og erfitt að koma manni afstað aftur. aaaargghhh!!
Bóndadagurinn í dag, en við Skari erum ekki vön að gera eitthvað þannig séð tilefni svona daga nema hann fær að ráða hvað verður í matinn í kvöld og það kæmi mér virkilega á óvart ef hann myndi ekki velja grillmat. slurp slurp!! Foreldrar okkar koma svo í mat annað kvöld, húsbóndinn á heimilinu á nefnilega stórafmæli á þriðjudaginn og ætlar ekki að halda uppá það en við ætlum frekar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur sjálf í staðin.
Þuríður mín fór ágætlega hress í leikskólann áðan svaka ánægð með nýju stafabókina sína sem henni var gefið í gær (langaði svo að sýna öllum á leikskólanum hana), ótrúleg sniðug bók og góð fyrir hana. Hún ætlaði að fá að vera fram yfir hádegismat því það er nefnilega "þorrablót" á leikskólanum og hún má nú ekki missa af því. Verður gaman að sjá hvernig hún mun höndla það.
Þuríður mín þarf líka að fara í aðra lyfjamælingu, læknirinn okkar hringdi nefnilega í okkur í gær og fannst þetta svo skrýtnar niðurstöður og vildi fá aðrar til að ath hvort þær væru réttar. Jú ef þær eru réttar er hún að fá alltof stóran skammt af flogalyfjunum einsog okkur hefur grunað síðustu daga því hún hefur verið dáltið lyfjuð. Verst að ég fæ bara í magan við þá tilhugsun að það þurfi einhverjar lyfjabreytingar hjá henni, maður er svo svakalega hrædd við krampa hennar. Svo hrædd við að hún byrji að fá þá aftur en við viljum heldur ekki hafa lyfjadrukkna þannig það þyrfti eitthvað að gera í þessu.
Er það svo ekki bara náttfatapartý í stofunni í kvöld fyrir börnin? Færa dýnurnar fram og kaupa fullt af nammi og leigja sér eitt stk videospólu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.1.2008 | 09:50
Iceland next top model
Þegar þið labbið frammhjá blaðarekkanum í Bónus eða Hagkaup næstu daga látið ykkur þá ekki bregða þegar þið sjáið framan á Vikuna. Gullfalleg kona þar á ferð sem er á leiðinni í "Iceland next top model" og þessi fallega kona heitir því fallega nafnið Áslaug Ósk sem sagt ÉG. Oh mæ god ég vissi ekki að ég myndaðist svona vel og svo ef þið flettið blaðinu í sirka miðju þá kemur svaka flott viðtal. Ég er mjög sátt við viðtalið, vel unnið enda góður blaðamaður þar á ferð. Endilega kaupið blaðið ef þið viljið eiga fallegar úrklippur uppá vegg, tilboðin eru allavega farin að streyma til mín. Stundum er erfitt að vera falleg, mhúhahaha!!
Gjöfin hans Theodórs Inga míns reddaðist, ég vil þakka Toy's rus fyrir góða þjónustu en þeir áttu öll tæki og tól sem vantaði í gjöfina og meira að segja settu hana saman fyrir okkur. Frábær þjónusta þar á ferð.
Afmælið hans var líka snilld, allir grannarnir mættu í pizzupartý og held að þeir skemmtu sér vel ehe. Leynigesturinn mætti á svæðið en nei það voru ekki Skoppa og Skrítla en góð ágiskun samt því þær hafa reynst börnunum okkar mjög vel í þessari veikindasúpu og alltaf tilbúnar að koma í heimsókn ef við biðjum þær um. Frábærir listamenn þar á ferð og tilbúnar að gera góðverk. En það var besta vinkona Þuríðar minnar sem mætti á svæðið engin önnur en Halla hrekkjusvín og það er alltaf svo gaman að sjá hvernig Þuríður mín tekur á móti henni og vill ekki sleppa takinu. Hún er einmitt búin að koma í heimsókn til Þuríðar minnar öðru hvoru frá því hún fór til Boston í aðgerðina sína, frábært listamaður einsog hinar tvær og gefur mikið af sér til Þuríðar minnar og búin að panta koma í afmælið til þeirra systra í vor. Bara gaman!! Ætli ég skelli ekki nokkrum myndum af því á morgun, ég er nefnilega ekki heima núna og er ekki með myndirnar hjá mér. Þetta var bara gaman og þuríði minni langar að senda henni Höllu sinni sætu hrekkjusvín stórt knús fyrir heimsóknina og að sjálfsögðu hin líka en það eru einhver ákveðin tengsl á milli Þuríðar og Höllu. Gott að eiga góða að.
Kíktum uppá spítala í morgun í lyfjamælingu sem við fáum reyndar ekki úr fyrr en seinni partinn í dag en svo var það vikulega vigtunin en hetjan mín er ekki búin að þyngjast um gramm en hún er farin að borða meira en venjulega þannig ég held að þetta sé að koma hjá henni. Hún er farin að mæta í tvo tíma í leikskólann á dag sem er ágætt, ágæt byrjun. Hún hefur ekki orku í meira en mér finnst þetta svakalega gott og vonandi allt í áttina þó ég sé ekki farin að fagna strax en allavega léttari yfir manni. Vííí!!
Við skari erum líka að fara í sumarbústað, húbbahúbba!! Reyndar ekki fyrr en eftir eina og hálfa viku en ég get ekki beðið. Oh boy hvað ég ætla að liggja í leti og gera EKKERT og svo er annað program í vændum fyrir okkur TVÖ. Trallalala!! Jú svo erum við mamma að undirbúa ömmu og mömmu helgi fyrir Oddnýju Erlu mína, reyndar erfitt að finna helgi en það mun takast sem verður líka bara gaman. Oh það er svo margt skemmtilegt framundan einsog ég hef oft sagt áður þá er svo gott og gaman að hafa eitthvað til að hlakka til. Bara nauðsynlegt.
Ætli ég fari ekki að reyna rembast við að læra eitthvað áður en ég næ í hetjuna mína, alltof erfitt að koma sér í þann gírinn en það gengur ágætlega nema eitt fagið. Það kemur vonandi þegar ég get farið að einbeita mér almennilega að lærdómnum og Þuríður mín kanski að mæta meira í leikskólann.
Endilega kaupið nýjustu Vikuna og klippið út myndirnar af verðandi "Iceland next top model" þær verða verðmætar síðar meir, sjáið bara til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
23.1.2008 | 08:18
Elsku Theodór Ingi minn
Hjartanlegar hamingjuóskir með tveggja ára afmæli elsku litli mömmustrákur eða einsog þú kallar þig sjálfur "Theodór Ingi pungur" ehe. Ótrúlegt en satt þá eru liðin tvö ár síðan þú fæddist og ég man eftir þeim degi einsog hann hafi gerst í gær.
Ætluðum að gefa honum pakkann sinn í morgun þegar hann vaknaði, ég er búin bíða spennt eftir því svoooo lengi og skari fór niðrí geymslu að ná í kassann í gærkveldi til að setja gjöfina saman. Nei það var ekki hægt því það vantaði helminginn af dótinu, aaaarghhh!! Verður gaman að sjá hvernig búðin mun taka á þeim málum því mér finnst svo mörg fyrirtæki svo óliðleg í dag, ætla fara eftir hádegi svo gjöfin verður tilbúin þegar hann kemur heim af leikskólanum.
Krakkarnir bíða spenntir eftir "leynigestinum" sem ætlar að mæta í nágranna afmælið seinni partinn, smá hint til ykkar en þeir sem þekkja Þuríði mína vel en þá er þetta besta vinkona Þuríðar minnar eða það segir hún sjálf.
Hérna er litli íþróttaálfurinn minn að máta íþróttaálfsloppinn sinn á aðfangadag sem hann fékk í jólagj. Allt sem tengist þessari fígúru elskar hann, hann er farinn að hoppa og skoppa um alla íbúð og syngur "íþottaalfuinn" eheh (íþróttaálfurinn). Bara flottastur! Mesti gleðigjafi ever!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
22.1.2008 | 08:55
Á uppleið?
Mig langaði dáltið að blogga á sunnudagskvöldið og segja að Þuríði mín væri á þvílíkri uppleið því helgin var svo "góð" hjá henni (ákvað samt að vera ekki of fljót á mér því oft dettur það aftur niður um leið og ég er búin að skrifa) en svo í gærmorgun þegar ég vakti hana var allt á niðurleið. Hún stóð ekki í lappirnar, hélt varla augunum opnum og grét stanslaust. Ég ákvað samt að fara með hana í sjúkraþjálfun enda hefur stúlkan ekki getað mætt í þessa tíma almennilega síðan í byrjun des vegna slappleika og hélt kanski að hún myndi hressast við að fá aðeins að hreyfa sig. Mikið hafði ég vitlaust fyrir mér, meir að segja sjúkraþjálfarinn gafst upp eftir 20mín og þá er nú mikið sagt en hún er ekki vön að gefast auðveldlega upp og hefur mikla þolinmæði með Þuríði mína að gera en þarna sá hún bara að það var engin orka til staðar. Hún lét hana ekki fara í "leikfimishringinn" sinn, sat bara á dýnunni og æfði fínhreyfingarnar sem var reyndar ekki að virka, við fórum bara beint heim og hetjan mín fór að sofa og svaf frammað hádegi.
Í morgun vaknaði hún reyndar á sama tíma og systkinin sín án þess að vera vakin enda erum við líka hætt að vekja hana á morgnanna nema á mánudagsmorgnun því þá þarf hún að mæta í sjúkraþjálfun ef orkan er til staðar. Hún er öll að koma til með matinn, farin að borða aðeins meira en hún er t.d. á þriðja Lucky charm disknum sínum (hún fær allt sem hún biður um) sem er mjög gott en það er samt eitt sem er að bögga okkur mikið hvað hún er slöpp. Hún á ekki að vera svona slöpp einsog hún er þessa dagana þó hún hafi ekki borðað mikið síðasta mánuðinn, hún er líka mjög þvoglumælt sem sagt mjög erfitt að skilja hvað hún er að segja. Ætli við heimtum ekki lyfjamælingu á flogalyfjunum á fimmtudaginn þegar hún á að mæta í vikutjekkið sitt, hvort hún sé að fá of mikið af flogalyfjunum því hún er búin að léttast svo mikið en þetta er allt miða við þyngd hennar. Maður er bara svo hræddur við að taka eitthvað út af lyfjunum því ég er svo hrædd við krampana. Þuríður mín hefur verið krampalaus næstum því í ár sem er bara best í heimi og það yrði hrikalega erfitt ef hún færi að krampa aftur, mjög erfið upplifun fyrir okkur öll. Tekur mjög á litla kroppinn hennar og svo myndi það ö-a alveg fara með hana Oddnýju Erlu okkar sem passar svo vel uppá stóru systir sína. Well þetta kemur allt í ljós á fimmtudaginn.
Litli íþróttaálfurinn okkar á afmæli á morgun, allir nágranna vinirnir verða boðnir í pizzupartý og foreldrar en ég bý bestu blokk ever og það er mikill samgangur hérna á milli íbúa á jarðhæðinni. Það eru sex íbúðir og að meðaltali 2 börn 6 ára og yngri í hverri íbúð, bara gaman!! Hef aldrei kynnst öðru eins og það mun mæta leynigestur í afmælið sem stelpurnar reyndar vita af en þið fáið ekkert að vita fyrr en þetta er liðið. Vííííi stelpurnar eru svooooo spenntar! Það er svo mikið af góðu fólki í kringum okkur og sérstaklega þessi leynigestur sem hefur gert góða hluti fyrir börnin okkarsem við munum aldrei geta þakkað nógu mikið fyrir.
Skólinn kominn á fullt og ég er ekki alveg kominn í gírinn, Þuríður mín þarf ágætlega ummönnunn hérna heima og þá er erfitt að kúpla sig aðeins út en þetta kemur með kalda vatninu eða?
Ætla að enda þetta á einni fallegustu mynd af hetjunni minni, tæplega þriggja ára gömul:
Psss.sss Ef þið hafið mikin áhuga á slúðri fræga fólksins mæli ég með því að þið kíkið á www.gossip.is síða sem minn athyglisjúki bróðir er með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.1.2008 | 17:26
Update
Mikið ofsalega getur þetta allt saman verið erfitt, þetta er vont og venst ekki, verður bara verra og verra. Sálarlíf manns verður algjörlega ónýtt, að horfa uppá hetjuna sína svona slappa og geta ekkert gert er hrikalega erfitt.
Þuríður Arna mín var farin að hressast aðeins um helgina og fékk sér bita af hinu og þessu, ekki mikið en samt þó. Þannig við héldum að þetta væri allt í áttina en svo á miðvikudaginn í okkar vikulega tjékki sáum við hetjuna okkar byrja að slappast sem var ofsalega erfitt. Hún er vön að taka sér tvo eða þrjá daga og borðar sæmilega og svo búúúmm aftur í sama farið. Hún er orðin ofsalega veikburða, á dáltið erfitt með gang og labbar einsog ég eftir flösku af rauðvín well hef reyndar aldrei torgað í mig einni rauðvín eheh en get ímyndað mér það. Fötin hennar öll eru orðin alltof stór þar að segja buxurnar aðallega eða það sést best á þeim, ef þetta heldur svona áfram þarf að endurnýja fataskápinn hennar sem þýddi að það þyrfti líka að endurnýja fötin hennar Oddnýjar minnar því ég hef þær alltaf eins klæddar. Segi svona! In my dreams! Hún sefur líka ágætlega mikið þó ekki alveg jafn mikið og hún gerði en er hálfgert ungabarn með svefn að gera og liggur mest megnis bara fyrir allan daginn.
Það er búið að vera gera fullt af prufum hjá henni vegna slappleikans og við erum reyndar ekki búin að fá úr þeim öllum en eitt er víst að skjaldkirtillinn hennar starfar ekki einsog hann á að gera svo hún er komin á hormónalyf. Hún er hætt á krabbameinslyfjunum sínum allavega í bili en nú er verið að ath afhverju þessi slappleiki er komin? Búið að taka öll auka lyf af henni líka eða sem bættist við síðustu vikurnar og fleiri rannsóknir í gangi og nú ef hún verður ekki betri af þessum tilraunum verður stúlkan send í magaspeglunn eftir tvær vikur. Eftir hverju er eiginlega verið að bíða? Afhverju í andskotanum (afsakið) geta þeir ekki bara gefið henni sondu eða tappa í magan og við gefið henni næringu í gegnum það? Afhverju þarf allar þessar tilraunir? Alltaf verið að bíða í viku í viðbót og blablabla, vilja ekki gefa henni sondu eða tappa fyrr en þeir eru búnir að prufa allt, nei frekar að láta hana svelta. Ég veit að hún hressist ef hún fær þessa næringu og hún getur þetta bara ekki sjálf, hvað er málið. Díssess mar ég verð bara svo reið.
Við fórum á stóran fund á fimmtudaginn með átta læknum og einhverjir höfðum við ekki hitt áður, alltaf verið að bætast í lækna pakkann okkar, okkur finnst nefnilega svo gaman að kynnast þessu fólki. Ekki það að þau séu eitthvað slæm en þetta er bara komið nóg. Verið að ræða þetta framhald með hetjuna mína og ég hef aldrei tekið svona lítið þátt í samræðum, ég var svo reið og sár hvað það þarf alltaf að lengja í að gera eitthvað róttækt fyrir hana og ég vissi ef ég myndi opna á mér munninn myndi ég ekki koma upp orði því ég færi bara að væla sem er kanski ekkert svo slæmt en mig bara langaði það ekki fyrir framan allan þennan fjölda. Bwaaaaaahhh!!
Þuríður mín hefur ekki bætt á sig grammi síðan í síðustu viku sem ætti nú bara að sýna þessum doktorum að hún er ekkert að borða nógu mikið eða nánast ekkert, ok hún léttist ekkert en hefði átt að þyngjast sem hún gerði ekki. Grrrr!! Ég meina það er varla hægt að vera slappari, hvursu slapt þarf barnið að vera til þess að hún fái næringu?
Æjhi sorrý ég er bara orðin virkilega leið á þessu og langar svo að hún læknist og geti leikið sér einsog heilbrigt fimm ára barn, barnið hefur ekki mætt þannig séð í tæpa tvo mánuði í leikskólann enda enginn orka í það.
Ég er farin að þrá að geta kúpla mig aðeins útur þessu þó ég viti að það væri erfitt en ég bara verð svo ég komi orku meiri tilbaka, þetta er virkilega erfitt. Ég og Skari erum reyndar að plana sumarbústaðaferð, tvo ein, húbbahúbba!! Bara sofa, liggja í leti, sofa enn meira, potturinn, kanski myndi maður kaupa gullmatinn minn humarinn og grilla, horfa á flakkarann okkar góða og slappa bara endalaust af. Hefði ekki verið verra ef það væri sandur, sjór og olía en okkar tími mun koma
Skólinn hjá mér byrjaði í morgun og svo aftur á morgun en svo verður bara fjarnámið góða, reyndar kvíður mig dáltið fyrir þessari önn því ég veit ekkert hvernig hún mun þróast, geri kanski of miklar kröfur til mína ég veit það ekki? En hey ef ég meika þetta ekki mun ég bara hætta og gera þetta síðar en verst að ég myndi ö-a ekki tíma því, því mín ætti að útskrifast um áramótin nk. Samt svo ótrúlega gott að geta gleymt sér í náminu þó ég væri með hetjuna mína heima þá fer svo lítið fyrir henni (því verr og miður).
Púúúffh ég er ekki alveg að nenna þessu (sko að skrifa á síðuna), þrái bara að komast aðeins í burtu og safna kröftum fyrir næsta stríð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
17.1.2008 | 15:58
Þegar ég er þreytt, þegar heimurinn vondur er.
Bara að vita af þér hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
16.1.2008 | 12:31
Afsakið hlé
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar