Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
28.2.2009 | 19:01
Myndir
Hún Þuríður Arna mín hefur aldrei verið mikið fyrir myndatökur, oftast þegar það er verið að taka myndir af henni horfir hún niður. En hún var alveg í essinu sínu í gær og pósaði þvílíkt mikið fyrir framan myndavélina sem var ótrúlega gaman einsog þið sjáið á þessari mynd. FALLEGUST!!
Svona sofnuðu þeir bræður í gær
Oddný Erla mín fékk að fara með Þuríði á hestanámskeið á föstudaginn og fékk að sjálfsögðu að fara í smá reiðtúr á meðan hún beið eftir Þuríður kláraði sínar æfingar og fannst það sko ekki leiðinlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2009 | 09:39
Er sátt - góð þjónusta
Oft gleymist að hrósa fólki fyrir góða þjónustu en ég reyni nú oftast að gera það þegar ég er ánægð með þjónustuna þó ég sé kanski ekki alltaf að tala um hana hérna á síðunni en þá læt ég það ákveðna starfsfólk vita ef ég er ánægð sem og ég gerði í gær.
Ég fékk ekkert sérstaklega skemmtilega hringingu í gær þannig séð en hún var frá Tryggingastofnun, þar var maður sem sér um málin hennar Þuríðar minnar að hringja í mig og ath hvernig statusinn væri á henni það var nefnilega komið að en einu umsóknarferli sem ég er búin að standa í. Ég þoli ekki að þurfa sækja svona oft um þessa blessuðu "styrki" sem maður fær vegna langveiks barns en ég skil þá mjög vel enda á maður ekki að vera á þeim endalaust ef barnið er í bata og er kanski batnað af sínum sjúkdómi.
Þar sem Þuríður mín hefur verið á uppleið síðustu mánuði eiga "styrkirnir" að lækka til okkar sem ég SKIL enda bjóst ég alveg við því þó svo það sé ekki besti tíminn til að fá "launalækkun" uppá 35% á þessum verstu tímum. Ég er reyndar mjög ánægð að þeir séu að lækka því þá veit ég líka að læknirinn skrifar uppá það hvernig hennar líðan er og þeir hjá Tryggingastofnun meta hana. Jú ég veit það sjálf að hún er á uppleið þó svo við séum ekki komin með vinninginn en þetta er allt í áttina, ég veit það og trúi því. Jú auðvidað er það vont þegar "laun" skerðast um þetta mikið þegar allt er að hækka á móti en ég græt það samt ekki því mér finnst miklu mikilvægara að Þuríður mín nái bata en að ég fái ekki að fara til New York, gæti ekki verið meira sama. Heilsa barnanna minna skipta miklu meira máli en þessi skitnu 35% en samt er dáltið asnalegt þegar þessar bætur skerðast þá má ég samt ekki vinna neitt á móti ekki það að ég geti það en samt asnalegt.
Þó þetta símtal hafi ekki verið það skemmtilegasta sem ég hef fengið en samt ofsalega gott símtal hehe þá er ég mjög þakklát þessum góða manni hjá tryggingastofnun að ræða þessi mál við mig og vildi líka vita hvað mér finndist um þessa lækkun og svo framvegis en einsog ég sagði við hann þá vildi ég mest vilja bara losna við þessar bætur og Þuríður mín verði heilbrigð.
Er sem sagt sátt við þessa lækkun, Þuríður mín er á batavegi.
Þuríður mín fór í blóðprufur í gær, hjúkkan okkar ætlaði að hringja í okkur ef það væri eitthvað mjög óeðlilegt við þær en við fengum ekkert símtal þannig ég hef engar áhyggjur. Reyndar erum við eftir að vita hvernig lyfjagildið er en það fáum við að vita eftir helgi. Það er nefnilega þreytan hjá henni sem hefur verið að bögga okkur undanfarna daga, hún er líka búin að vera óvenju róleg hehe og þá fer maður líka að hafa áhyggjur. En kanski er hún bara alltaf að þroskast meira og meira, hætta þessari ofvirkni og verður rólegri við það.
Reyndar höfum við áhyggjur af hennar líkamlega þroska þar að segja hún er hætt að þyngjast og lengjast sem er ekki gott en læknarnir okkar voru búnir að láta okkur vita að það gæti komið að þeim tímapunkti að þeir þyrftu að grípa inní það og við ætlum einmitt að ræða það við þá í næstu viku. Kanski komin tími til að fara leyfa henni að stækka smávegis ekki það að það sé eitthvað slæmt að vera lítill en verra að hætta stækka bara 6 ára gamall.
Helgin framundan og auðvidað ætlum við að njóta hennar, að sjálfsögðu verður partý kvöld hjá okkur fjölskyldunni í kvöld einsog öll föstudagskvöld sem krökkunum finnst ekki leiðinlegt. Keypt popp og nammi, horft á Sveppa og Audda og Idolið. Bara gaman!!
Njótið helgarinnar kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2009 | 08:40
Erum á leiðinni...
....uppá spítala, Þuríður mín Arna er að fara í lyfjamælingu og ath hvernig statusinn er á lyfjunum hennar en fyrst förum við uppá heilsugæslu en þá fær hetjan mín 5 ára sprautuna en samt að verða 7 ára. Hún hefur aldrei mátt fá hana vegna meðferðar sinnar því þá er ónæmiskerfið hennar svo slæmt en loksins fær hún hana, þannig stúlkan fær tvær sprautu í dag sem verður nú lítið mál fyrir hana. Enda alltaf þegar við mætum uppá spítala, klæðir hún sig sjálf úr bolnum sínum leggst í stólinn og leyfir að sprauta sig í brunninn sinn. Lítið mál fyrir Þuríði stál!! Ætlum líka að kíkja yfir til Bjarkar stór töffara og hetju sem er að fá lyfin sín í dag það er ekki langt að fara, bara "næsti" gangur.
Loksins þegar Þuríður mín er komin í vetrarfrí í skólanum þá eru endalausar spítalaferðir, þarf einmitt líka að mæta í fyrramálið og svo aftur á mánudag við sem ætluðum að hafa það kósý þessa daga. Well.....
Endalaust mikið að gera hjá okkur og stundum sé ég dáltið eftir því að hafa ekki tekið mér frí þessa önnina í skólanum en það þýðir víst lítið að svekkja sig á því núna en ætla samt að segja mig úr einni greininni og vera bara í þremur. Verð líka stundum að sætta mig við það að ég get ekki allt þó viljinn sé fyrir hendi.
Farnar (reyndar farin þar sem Hinrik er með í för hehe) í sprauturnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.2.2009 | 10:37
Hann á afmæli í dag...
Litli kúturinn minn hann Hinrik Örn er þriggja mánaða í dag, alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt. Fékk sína þriggja mánaða sprautu í gær og var hrikalega aumur allan daginn, að sjálfsögðu var drengurinn vigtaður og hann er 6,2kg litla rjómabollan mín. Þessi drengur er ofsalega vær og góður nema þegar hann heimtar matinn sinn lætur hann heyra í sér hehe. Hérna er ein sem var tekin af honum í morgun:
Hin þrjú voru hrikalega spennt þegar þau vöknuðu í morgun enda átti að klæða sig upp og hafa það gaman í dag. Hérna eru þau í morgun:
Við einmitt hringdum í lækninn hennar Þuríðar minnar í gær, jú alltaf þegar hún sýnir einhverjar breytingar og þær þurfa ekkert að vera miklar þá fer hjartað af stað og maður fer að hafa miklar áhyggjur. Ég skal segja ykkur það þarf mjög lítil til að áhyggjurnar fara að hrannast upp því stúlkan er að sjálfsögðu ekki ennþá búin að vinna en auðvidað mun hún gera það, ég veit það vel. Hún er nefnilega einsog ég sagði í fyrradag búin að vera mjög þreytt síðustu daga, frekar orkulítil og þegar það er verið að minnka lyfin svona einsog er verið að gera þá geta ein lyfin verið að ýta á önnur þannig lyfjagildið hækkar í því, æjhi doltið flókið og ég nenni ekki að útskýra almennilega. Sorrý!! Þannig ég vona og veit að það er að gerast núna hjá Þuríði minni en það verður tekið lyfjagildi hjá henni á næstu dögum (veit það á eftir hvenær) til að tjékka á því en við erum að minnka lyfin hennar en meira.
Svo loksins mun hetjan mín væntanlega fara fá 5 ára sprautuna sína þó svo hún sé að verða 7 ára en hún mátti ekki fá hana á sýnum tíma enda mjög veik og ónæmiskerfið hennar mjög slæmt en núna ætti það að vera í lagi.
Það verður stuttur skóladagur hjá henni í dag, er að slá köttinn úr tunninni í skólanum og svo mætum við á hestana. Ekki oft sem maður sér Línu Langsokk með berum augum á hestinum sínum hehe. Á morgun byrjar hún svo í vetrarfríi alveg frammá miðvikudag í næstu viku og við mæðgur ásamt Hinrik ætlum að gera eitthvað skemmtilegt, Þuríði minni finnst ekki leiðinlegt að vera "ein" með mömmu sinni og er búin að heimta fara út að hjóla og auðvidað munum við gera það ef veður leyfir. Sem sagt dekurdagar frammundan hjá henni Þuríði minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2009 | 20:16
Þreytt.is
Theodór Ingi, Oddný Erla, Eva Natalía (systurdóttir mín) og Þuríður Arna.
Þuríður mín er frekar þreytt þessa dagana, erfitt að reyna halda henni vakandi og svo veit maður ekki hvort maður eigi eitthvað að berjast við hana og leyfa henni bara að sofna? Erfitt að átta sig á þeim hlutum. Var einmitt að koma núna trítlandi fram og spurði hvort hún mætti liggja hérna hjá mér, auðvidað má hún það og rotast væntanlega um leið og hún leggst á koddann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2009 | 13:56
Tilefni dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2009 | 16:39
Þvílíkar framfarir
Vorum að koma úr sjúkraþjálfuninni og sjáið hvað stúlkan stendur sig vel. Þvílíkar framfarir, ekki svo margir mánuðir sem hún hefði engan veginn getað þetta. Er endalaust stollt af henni!! Eeeeeelskar þessa hestatíma!! Leyfði afa sínum Hinrik að sjá sig áðan og fannst það geggjaðslega gaman og mikið stollt af sjálfri sér.
Eigið góða helgi, ætla að halda partý fyrir börnin í kvöld. Á víst að kaupa mikið nammi hehe fékk þá skipun frá Oddnýju Erlu minni og svo er mín víst að fara í reiknisskilapróf á morgun, úúúfffhh!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.2.2009 | 12:05
Mottó
Í veikinda"súpu" Þuríðar minnar höfum við Skari alltaf haft það mottó að hafa eitthvað til að hlakka til og sjálfsögðu erum við ekkert hætt því þó svo það gangi vel. Það er nauðsynlegt að mér finnst að hafa eitthvað til að hlakka til, það er ótrúlega margt núna sem mig hlakkar til en ég hlakka alltaf mest til að halda uppá afmæli barnanna minna. Elska það!! Reyndar er nú dáltið í afmæli stelpnanna eða Oddný er 30.apríl og Þuríður 20.maí en þetta er svo fljótt að líða.
Við Skari vorum líka að plana smá ferð fyrir okkur og jú litlu rjómabolluna mína hann Hinrik og svo ætla reyndar mamma og pabbi að koma með okkur en það er nú ekki svo langt í það. Oh mæ god er hrikalega spennt. Ætlum að skreppa á uppáhalds staðinn minn og pabba hehe, megið giska? Kanski ekkert svo erfitt að giska fyrir fólkið mitt. Sumarið verður líka æði fyrir okkur þar sem Skari verður í sumarfríi og fæðingarorlofi og þá verður það bara "einhvernveginn", Þuríður mín verður jú að sjálfsögðu í fríi í allt sumar. Ætla nú samt ekki að taka hin tvö alveg úr leikskólanum þar sem þau þurfa að hafa smá reglu og verða fljótt leið ef þau eru í fríi þaðan of lengi. Það verður líka bara gaman að njóta þess að vera í fríi með Þuríði mína án þess að hún sé of veik til að njóta þess, vonandi verður þetta hennar fyrsta sumar án allra veikinda, ég trúi ekki öðru er búin að eiga svo góðan vetur.
Oh mæ god, það er svo margt að hlakka til. Ferðin með mömmu og pabba, afmæli stelpnanna og svo kemur sumarið sem Skari ætlar að vera í "fríi" eða réttara sagt fæðingarorlofi og og og og og gæti talið endalaust. Mælið með því að þið hafið eitthvað svona til að hlakka til, það er endalaust gaman.
Er á leiðinni í sjúkraþjálfun með hetjuna mína á hestana, úúúfffhh þið ættuð að sjá hana eintóm hamingja hjá henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.2.2009 | 10:55
Áttu tvær Þuríðar?
Fékk þessa spurningu þegar ég fór með Þuríði mína í skólann í gærmorgun frá einum stráknum en þá var Oddný Erla og Theodór Ingi með mér. Það finnst nefnilega öllum þær systur nákvæmlega eins og ruglast mikið á þeim sérstaklega þegar Oddný röltir með mér í skólann og þá eru allir að heilsa henni og halda að hún sé Þuríður eheh. Þær eru náttúrlega alltaf eins klæddar kanski vegna þess mig hefur alltaf dreymt að eignast tvíbura hehe og mér finnst það líka flott en það kemur bráðum að þeim degi að ég fæ ekkert um það ráðið. En þær eru alltaf að líkjast meira og meira sérstaklega núna þegar Þuríður mín er komin með þetta fallega hár, úúffh þær eiga einhverntíman eftir að vera pirraðar á þessu.
Ég fæ oft margar skrýtnar (að mér finnst) spurningar í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar sem ég hef e-ð talað um hérna áður. Einsog þegar ein manneskja spurði mig hvernig ég þorði að eignast fleiri börn eftir að Þuríður mín veiktist því þá hélt hún að krabbamein væri smitandi, frekar mikil fáfræði. Margir hafa líka hneykslast að við skulum á annað borð eignast fleiri börn eftir að hún veiktist, er ekki nóg að vera með veikt barn finnst fólki. Við höfum aldrei hætt að lifa þó svo það á móti blæs, afhverju eigum við að gera það? Auðvidað er erfitt að horfa á barnið sitt þjást en við hættum samt ekkert að gera hluti sem við elskum að gera sem er náttúrlega ekki bara að eignast börn hehe enda þarf Skari bara að blása á mig og þá bara búúúúmmm ólétt. Við höldum áfram að plana hluti langt frammí tímann annað en margur sem eru veikir eða eiga veikt barn, ég meina það er ekki svo erfitt að hætta við þá. Þó svo við fengum þær fréttir okt'06 að Þuríður okkar ætti ekki langt eftir þá ákváðum við samt að plana sumarið okkar þar á eftir. Við fórum bara ekkert að bíða að henni færi að hraka meira eða þess háttar, héldum bara áfram okkar strikið einsog MÉR finnst eigi að gera. Það hefur bara hjálpað okkur, við höfum líka fengið mikið hrós frá læknateyminu hennar Þuríðar með það.
Það frétti einmitt ein kona sem ég þekki til að Theodór minn svaf ekkert fyrsta árið sitt sem var jú tók smá á en það er nú ekki það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, bara minnsta kökusneið ef eitthvað er en þegar hún frétti það þá sagði hún við mig "samt haldiði áfram að eignast börn". Hmmm ef það væri "erfiðasta" raunin sem við værum búin að lifa þá væri ég glöð, missa svefn er bara eitthvað prump ég get bara sofið þegar ég verð gömul þó svo ég verð smá ergileg þegar ég sef bara nokkra tíma á nóttinni en það er eitthvað sem líður hjá.
Ég er t.d. núna búin að vera deyja í grindinni síðustu vikur og það fer bara versnandi ef eitthvað er en mér er samt engin vorkunn, þetta var mitt val!! Væru margar konur sem myndi vilja "þjást" svona á hverjum degi bara til að geta orðið óléttar en því miður eru ekki allar svo heppnar.
Þuríður mín er þreytt þessa dagana, ö-a því það er svo mikið að gera hjá henni og sofnar kl sjö alveg búin á því. Hún er reyndar eitthvað að slappast þar að segja ö-a að fá flensuna eða eitthvað, hóstaði stanslaust í eyrað á mér í nótt. En hún kom uppí, alltaf þegar börnin mín koma uppí þurfa þau að sofa "inní" mér þannig ég fái ca 2cm af rúminu því ég er alltaf að reyna flýja þau útá brún þannig ég enda nánast útaf. Jújú það er ofsalega notalegt að fá þau stundum uppí en samt ekki alveg á hverjum degi, Skari var nýbúinn að flytja Theodór yfir í sitt rúm þegar Þuríður mín mætti á svæðið hehe.
Töffarinn minn Theódor, nýkominn úr klippingu og að sjálfsögðu fékk hann krem í hárið og settur umm kambur en ekki hvað? Gvuuuuð hvað hann er fallegur enda alveg einsog mamma sín hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.2.2009 | 10:29
Þuríður Arna
Hún Þuríður mín Arna er alveg frábær karakter, hún er opin, skemmtileg, fynndin, þrasari(þá aðallega við afa Hinrik hehe), mikill húmoristi og að sjálfsögðu með þeim fallegustu börnum sem ég hef kynnst. Hún er að sýna mikinn þroska þessar vikurnar bæði andlega og líkamlega sem er best í heimi, hún er samt ekki ennþá farin að átta sig á því ef krakkar eru leiðinlegir við hana. Einsog áðan þá sárnaði mig ofsalega mikið en hún áttaði sig ö-a ekkert á því, ég var að fara með hana inní skólastofu einsog alla morgna þegar hún hittir eina stelpuna sem hún þekkir og fer að sýna henni hvað hún sé fín og þess háttar. En þessi ákveðna stelpa hundsar hana bara og vill ekkert með hana hafa, jú Þuríður mín gefst ekki svo auðveldlega upp og heldur áfram að sýna sig en varð að gefast upp að lokum því hún var algjörlega hundsuð en þá snéri hún sér bara að einhverju öðru. Æjhi ég hefði geta farið að gráta þarna því ég fann til með Þuríði minni en sem betur fer segi ég bara að hún áttaði sig ekki á þessu eða kanski gerir hún það en nennir ekki að velta sér uppúr svona "vitlausu" liði sem vill ekki reyna kynnast henni?
Það var byrjað að minnka lyfjaskammtinn hennar Þuríðar minnar enn meira í gær, jiiiiih það er svo gaman þegar þetta tekst svona líka vel. Núna er verið að taka eina gerðina af töflum af henni og þá verða tvær gerðir farnar og tvær eftir, maður er alveg farin að dreyma kanski einn daginn þarf hún ekki að taka neitt inn. Ég veit að sá dagur kemur upp og engin flog munu koma, hlakka mikið til þess dags. Núna eru líka sirka tvö ár síðan hún fékk síðast krampa, hvursu mikið kraftaverk er það? Best í heimi!! Líka síðan lyfjaskammturinn hennar var minnkaður hefur hún sýnt endalausar framfarir þannig maður sér hvað þessi blessuðu lyf geta "skemmt" mikið og hægt rosalega á þroska. En kraftaverkin gerast og munu halda áfram að gerast.
Helgin hjá okkur hjónum mun vera róleg, þrjú elstu börnin ætla til ömmu og afa uppá Skaga og dvelja þar alla helgina á meðan ætlum við bara að vera í rólegheitunum með Hinrik Erni. Reyndar búið að bjóða okkur í mat föstudags- og laugardagskvöldið þannig við þurfum ekki einu sinni að elda handa okkur. Hlakka mikið til, ætla að reyna gera allt annað en að læra þessa helgi þó svo ég þurfi þess, er svo hrikalega löt í lærdómnum en samt gengur mér endalaust vel. Skil þetta ekki?
Ætla núna ath hvort ég geti kanski lært eitthvað áður en Hinrik vaknar og heimtar rjómann sinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar