Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Munum að...

"Það sem máli skiptir er ekki að við getum lifað í voninni heldur hitt að líf án vonar er ekki þess virði að lifa því"

Síðustu daga hef ég verið að lesa gamlar færslur frá mér eða síðan Þuríður mín veikist, allt sem ég hef skrifað síðustu árin og það sem þið hafið skrifað til mín hef ég varðveitt vel enda allt mjög mikilvægt og verður gott fyrir Þuríði mína þegar hún eldist að geta lesið um veikindin sín.  Ég t.d fann nokkur ljóð sem mitt fólk hefur samið til okkar eða um Þuríði í hennar baráttu, ég fékk t.d. þetta ljóð sem ég ætla að birta hérna í nóv'04 frá Óskari "bróðir" mömmu (nenni ekki að útskýra tengslin enda óþarfi) sem hann samdi.

Þrautin er þung
þá barist er við
alvarleg veikindi barna
til almáttugs drottins
ég auðmjúkur bið
að batni þér Þuríður Arna.

Svo á svipuðum tíma í nóv'04 fengum við þetta ljóð frá Ásu vinkonu mömmu.

Ó góði guð nú bið ég þig
að þú munir bænheyra mig
að Óskar og Áslaug verði sterk
og Þuríður Arna verði kraftaverk.

Það hefur svo sannarlega ræst úr þessum ljóðum og bænum frá þessu flotta fólki.  Ég á nokkur svona ljóð sem hafa verið tileinkuð hetjunni minni og allar þessar færslur úúúfffhh þær eru endalaust margar, er búin að liggja yfir þessum og lesa útí gegn.  Þvílíkar þjáningar sem barnið hefur barist við en er endalaust kraftaverk og endalausar framfarir sem hún hefur sýnt.  Flottust!!

IMG_2181
Yndislegust komin í öskudagsbúning sinn.



Ekki hætt

Well búin að fá nokkrar skammir hvað ég er léleg að blogga og fólkið mitt farið að heimta blogg frá mér hehe, ég er bara engan veginn að nenna þessu þessa dagana en hef samt frá svo mörgu að segja.  Er með margar hugmyndir í kollinum sem ég ætla nú ekkert að uppljóstra allavega ekki strax, sorrý!!Whistling

Einsog ég hef sagt þá er sjúkraþjálfunin hennar Þuríðar minnar farin að vera á hestum sem hún mætir í 2x í viku sem er sko að gera sitt.  Bæði því henni finnst þetta alveg meiriháttar gaman og þessi þjálfun er að gera góða hluti fyrir hana.  Ég fór t.d með henni í fyrsta sinn á föstudaginn en pabbi hennar fór alltaf með hana í sínu fæðingarorlofi sem er búið í bili og það var alveg yndislega gaman að fylgjast með henni, hún var eitt bros í framan og þegar henni fannst hún standa sig vel þá laumaði hún alltaf þumlinum upp í áttina til mín og var alveg skælbrosandi.  Þjálfarinn einmitt sagði það við mig þegar hún var að byrjað rann hún alltaf útí aðra hliðina eða þá sem hún lamaðist algjörlega í en núna þrem vikum síðar er hún hætt því, jibbíjeij!!  Hún sýnir framfarir á hverum degi þetta kraftaverk.

Á föstudaginn þegar við vorum að bíða eftir að sjúkraþjálfunin byrjaði ákváðum við að gera stafina eða ég ætlaði svona að testa hana aðeins því einsog þið vitið þá er ekki langt síðan að þessi stúlka gat gert stafinn sinn.  Áður en ég vissi af þarna var hún búin að gera alla þá stafi sem ég sagði henni að gera og ég átti mjög erfitt með að halda tárunum inni.  Vááááávvvvhhh!!  Ef hún ætlar sér eitthvað þá hættir hún ekki fyrr en henni tekst það enda mjög þrjósk sem hefur verið mjög gott í hennar baráttu.  Henni einmitt langar svo að læra lesa og ég veit að það mun takast ekki eftir svo langan tíma.

Nýjasta æðið á þessu heimili er búið að vera Abba eða síðan í kringum jólin, Þuríður mín elskar þennan disk og farin að kunna hann utan af, meira að segja enskusletturnar í myndinni og svo eru systkin að leiðrétta hvort annað á ensku sko ehhe.  Bara fyndið að hlusta á þau.  Svo reynir Þuríður mín að dansa við hvert lagið eða einsog þau gera í myndinni, hún minnir mig dáltið á mig þegar Söndru Kim æðið var þá stóð ég fyrirframan imbann og hermdi eftir henni.  thíhí!!  Þannig næsti draumur minn er að fara með þau til London á Abba-showið sem verður væntanlega eftir einhver árSideways

Hinrik minn fór í sína fyrstu klippingu á föstudaginn enda hárið allt að hrynja af og þá fannst foreldrunum bara tími til að raka það allt af.
P2067491
Hérna er einmitt búið að raka það nánast allt af, hann var svona líka góður enda vel uppalinn.
IMG_2179
Svo er hérna ein af gaurnum mínum honum Theodóri, var að máta öskudagsbúninginn sinn.  Endalaust flottur.

Við Þuríður hittum eina hetju í síðustu viku sem hefur ekki verið að fá góðar fréttir af sínum sjúkdómi, þannig mig langar að biðja ykkur að hugsa fallega til hennar Bjarkar okkar og megið alveg kveikja á kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar minnar tileinkað henni.

Þetta átti nú bara að vera færsla sem ég var að láta ykkur vita að ég væri ekki hætt, bara bissí kona.  Ætla að læra smotterí áður en drengurinn kallar á mjólkurbúið sitt.


Niðurstöður komnar

Það var ekkert athugavert við myndirnar sem er náttúrlega bara best í heimi, en læknirinn vill að sjálfsögðu fylgjast áfram með henni vegna þessara verkja sem hann veit ekki afhverju þeir koma.  Eigum að hafa samband aftur í næstu viku og þá verður líka gerð ein önnur breytingin á flogalyfjunum hennar sem sagt enn meiri minnkun, vávh hver hefði trúað því að það væri hægt að minnka lyfin hennar svona mikið og kanski í lok sumars verður hún "bara" á tveimur gerðum af flogalyfjum í staðin fjagra.  Enn eitt kraftaverkið!!

Má til með að segja frá því en í febrúar eru tvö ár síðan hetjan mín krampaði síðast, einsog hún var slæm fyrir þann tíma en svo bara eftir fyrri geislameðferðina hættu þeir.  Geislarnir hittu sem sagt akkurat á þann punkt sem þeir þurftu að hitta á, úúúfffh einsog hún var orðin veik á þessum tíma fyrir tveimur árum og átti að vera fara frá okkur.  Var líka að hugsa um tíman fyrir ári síðan þá var Þuríður mín líka mjög veik eða í þrjá mánuði nærðist hún ekkert, þá meina ég EKKERT, lá hálfmeðvitundarlaus, með mikin hita þessa mánuði og enginn læknir vissi neitt.  Það er nefnilega það versta fyrir okkur foreldrana að lifa í óvissu og fá ekkert að vita, maður vill fá að vita hlutina þó þeir séu slæmir þá vitum við allavega við hvað við erum að díla. 

En nún ári síðar er þetta kraftaverk svona líka spræk, sýnir endalausar framfarir á hverjum degi, sýnir mikin áhuga að læra lesa sem ég veit að mun koma einn daginn hjá henni enda er hún líka með frábæran stuðningsfulltrúa í skólanum sem er endalaust þolinmóð við hana og góð.  Gæti ekki verið í betri höndum.  Við höfum alltaf verið svo heppin hvað það hefur raðast gott fólk í kringum okkur í veikindum Þuríðar, það er nefnilega ekkert sjálfgefið í þessum "bransa" að fá svona fólk í kringum sig.
veikindi
Hérna er svo ein af hetjunni minni á þeim tíma sem hún var að veikjast, alveg sama hvursu dópuð hún var af lyfjum þá reyndi hún alltaf að brosa og hafa það gaman.  Ég man einmitt alltaf svo vel eftir því þegar hún var í krampa og var kanski að púsla rétt áður en krampinn kom þá lét hún hann ekki stoppa sig eða reyndi allavega ekki láta hann stoppa sig og reyndi einsog hún gat í krampanum að halda áfram að púsla.  Það er alveg ótrúlegur kraftur í þessari stelpu og lætur fátt stoppa sig.

Núna er mín gjörsamlega búin á því eftir daginn, ætla að koma börnunum í háttinn og kanski reyna gera eitt skólaverkefni þar að segja ef litla rjómabollan mín "leyfir" mér það (Skari er nefnilega að vinna).  Hann er nefnilega orðinn smá mömmupungur þó svo að drengurinn sé rétt rúmlega tveggja mánaða, finnur rjómalyktina af mömmu sinni hehe.


Litla rjómabollan mín - niðurstöður á morgun

P2027454
Hérna er litla rjómabollan mín hann Hinrik Örn ....orðinn heil 6kg. 

Niðurstöðurnar koma á morgun frá myndatökunum í dag, Þuríður mín stóð sig að sjálfsögðu mjög vel enda ekki að spurja af því. 

.......skjáumst á morgun.


Myndatökur á morgun

Þuríður mín Arna er að fara í auka myndatökur á morgun, væntanlega ekkert en þegar hetjan mín kvartar undan verkjum og það búin að gera það lengi þá andar maður ekki léttar en að láta hana í myndatökur og fá jákvætt útur þeim.  Hún er nefnilega búin að vera kvarta undan verkjum í einhverja mánuði en  læknarnir hafa bara svona eiginlega hundsað það og haldið að þetta væru vaxtaverkir eða í þá áttina en Þuríður mín er ekki að stækka svo mikið að henni verki í marga mánuði enda ekki heldur há loftinu.  Þannig á morgun eftir skóla hjá henni förum við með hana uppá barnaspítala í myndatökur og fáum væntanlega strax útur þeim.

Mig langar annars að benda ykkur á að mín ástkæra Anna móðirsystir mín er dagmamma og býr í Norðlingaholtinu og er með laust pláss, hún er að vinna allan daginn eða til 16:30.  Annars getiði fengið fleiri upplýsingar hjá henni í síma 5577326.

Eigið gott kvöld.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband