Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Lífið - nr.2

Auðvidað hafa veikindin reynt á okkur öll, mig og Óskar líka en þetta hefur frekar þjappað okkur saman frekar en hitt og líka stórfjölskylduna, mér finnst ég t.d. miklu nánari foreldrum mínum eftir þessi veikindi.  Við eigum líka marga góða ættingja og vini sem hafa staðið þétt við bakið okkar, við værum aldrei búin að geta gengið í gegnum þetta án allra aðstoðar.  Þið eruð öll frábær.

 

Ég sé ekki eftir neinu í veikindum hetjunnar minnar, ég hef ekki verið í miklu sambandi við vini mína því það var mitt val að hugsa alfarið um hana og hin og styrkja frekar samband mitt við Óskar en vini mína þó svo þeir segja mikið í svona baráttu.  Við verðum líka að vera með gott fólk í kringum okkur en maður sér líka í svona baráttu hverjir eru vinir manns og hverjir ekki, hverjir halda áfram að halda sambandi þó svo ég sé ekki mikið að taka upp símann og hringja í hina og þessa og ath hvernig þeir hafi það þá var það líka alltaf sama fólkið sem hélt áfram sambandi sem ég er mjög þakklát fyrir.  Ég hafði bara nóg að hugsa um mjög veika barnið mitt en hvernig hinir hraustu hefðu það, sorrý!!  Við höfum heldur ekki hætt að lifa einsog ég sagði þó svo hún var orðin þetta veik, héldum áfram að gera það sem við vorum vön að gera þó svo við fengum skrýtin augu héðan og þaðan ef við vorum að gera eitthvað sérstaklega ég og Óskar fyrir okkur tvö.  En hvað verður um börnin mín ef við höldum ekki áfram að rækta okkar samband?

 

Börnin mín hafa líka alltaf verið númer 1, 2 og 3 hjá mér, ég kaupi frekar föt á þau en sjálfan mig eða eitthvað annað.  Mér hefur alltaf verið sama þó svo ég líti út einsog ég veit ekki hvað en ekki börnin mín, ég vil að þau hafi það gott og njóti þess að vera til.  Ekki misskilja mig en ég nýt þess alveg að vera til ehehe þó svo ég eyði ekki mörgum þúsund köllum á mánuði í föt og þess háttar á sjálfan mig.  Enn þá er þessi tilfinning að koma núna, núna langar mig svo að gera eitthvað fyrir sjálfan mig sem ég hef ALDREI fundið fyrir þessu í gegnum þessa „veikindasúpu“.  Núna langar mig að kaupa mér föt, hafa mig til, koma mér í form, vera innan um fólk og svo lengi mætti telja en þessa tilfinningu hef ég ekki fundið.  Ótrúlega skrýtið en það ö-a vegna þess því Þuríði minni hefur aldrei liðið svona vel í nokkur ár, hún er svo hress, ef þið horfið í augun á henni þá sjáið þennan glampa sem maður hefur ekki séð oft hjá henni, henni finnst allt svo skemmtilegt og það er endalaust gaman að vera kringum hana(einsog alltaf ehhe) því það er taumlaus gleði hjá henni.  Núna langar mig svo að gera einhverja hluti sem ég er ekki vön að gera vegna hetju minnar sem ég sé alls ekki eftir, mitt val!!  Þetta er skrýtin tilfinning en góð samt því ég veit að hetjan mín er á batavegi.  Bara flottust.

 

Svo er það eitt sem ég hef mikið verið að pæla í en þegar Þuríði minni leið sem verst og ekki talin eiga langt eftir þá „rifust“ margir fjölmiðlar um að fá hana/mig í viðtal til sín sem og ég gerði því það hjálpaði okkur og fá stuðning utan frá en um leið og hún er orðin þetta „hraust“ þá hefur engin áhuga.  Það er einmitt núna sem fólk ætti að hafa áhuga, ekki misskilja mig ég er ekki að biðja um eitthvað viðtal eða þess háttar.  Laaaaangt í frá!!  Það er bara núna sem Þuríður mín ætti að vera fréttnæmt efni því hún er eitt af þeim fáum kraftaverkum sem við vitum af(þó svo hún sé ekki búin að vinna en það er allt í áttina), það er hún sem fólkið vill lesa um sem er í sömu baráttu.  Fólkið vill vita af kraftaverkunum en ekki þeim sem tapa en það er bara svoleiðis við heyrum sjaldnast um þau því verr og miður.  En afhverju er hitt frekar?  Veit einhver?

Framhald síðar.....
Ein af rjómabollunni minni:
100_3652


Lífið

Það er alveg ótrúlegt hvað við fjölskyldan höfum lifað í miklum rússíbana síðustu árin, þetta hafa verið gífurlega erfið ár.  Að horfa á Þuríði mína þjáðst og ekkert geta gert fyrir hana nema vera til staðar er ofsalega erfitt.  Mér hefur aldrei liðið jafn illa og daginn sem okkur var tilkynnt að æxlið hennar væri greint sem illkynja og hún ætti nokkra mánuði ólifaða, ég get ekki einu sinni lýst þeim tilfinningum.  Bara hræðilegt!!  Strax frá þeim degi ákváðum við samt að halda áfram að plana okkar framtíð og að sjálfsögðu vorum við öll í því plani, það kom ekkert annað til greina og kemur ekkert annað til greina.  Við höfum alltaf vitað að Þuríður okkar er baráttu kona og gefst ekki svo auðveldlega upp, alveg sama hvursu erfið brekkan er þá kemst hún alltaf upp.

 

Í dag eru tvö og hálft ár síðan við fengum þessar fréttir, okkur var sagt að hún ætti nokkra mánuði ólifaða en ef það er hægt að kalla eitthvað meðaltal svona í árum þá var okkur sagt að árin væru tvö en auðvidað er Þuríður búin að afsanna bæði.  Hún gefst ekki svo auðveldlega upp og það er alveg sama hvað það er, hvort sem er það er að læra stafina, skrifa þá, hlaupa, fara uppí kojuna sína, hjóla, hoppa og svona lengi mætti ég telja.  Þetta eru hlutir sem Þuríður mín hefur ekki getað gegnum árin en auðvidað gafst hún ekki upp og getur þetta allt saman, ÆFING SKAPAR MEISTARANN!!  Krakkarnir í skólanum eru meir að segja alltaf að koma til mín og segja hvað hún sé orðin klár í snúsnú, þau eru meir að segja ótrúlega stollt af henni þegar hún getur eitthvað sem þau vita að hún hefur ekki getað áður.  Þau eru ekki minna stollt en ég.  Þuríður mín er ótrúlega heppin með skólafélaga.

 

Þuríður mín er búin sýna alveg ótrúlegar framfarir á nokkrum mánuðum eitthvað sem maður var ekki einu sinni farin að hugsa útí að hún gæti eftir kanski nokkra mánuði en afsannar allt og getur allt ef viljinn er fyrir hendi og hann er alltaf fyrir hendi.  Hún á reyndar ennþá mjög erfitt með að tjá sig en ég veit að það verður komið áður en ég veit af, henni langar svo oft að segja mér svo margt en veit bara ekki hvernig.  Viljinn er mikill!!

 

Hún hefur upplifað alltof mikið fyrir bráðum 7 ára stelpu og systkinin hennar líka sem gleymast oft, þetta hefur líka verið erfitt fyrir þau sérstaklega Oddnýju Erlu mína.  En hún er alltaf jafn stollt af henni ef hún gerir eitthvað sem hún veit að hún hefur ekki getað áður, ég man svo vel eftir þeim degi sem Þuríður mín fór uppí koju þar að segja efri kojuna sem hún hafði ALREI getað vegna lömunar en þá kom Oddný mín hlaupandi fram geðveikt stollt af stóru systir.  Bara í haust réði hún engan veginn við fínhreyfingar sínar og gat ekki skrifað neitt bara krafsaði en í dag skrifar hún stafi og teiknar endalaust flottar myndir.

 

Þar sem þetta er orðið frekar langt kemur framhald í næsta bloggi J


Update

Já ég veit það er hrikalega ólíkt mér að vera svona ódugleg að blogga en ég er bara enganveginn að nenna þessu, það er einhver bloggleiði í gangi.  Svo er líka bara ótrúlega gaman hjá okkur Hinrik Erni á daginn að við nennum ekki að eyða einhverjum mínútum við blogg, eyði þeim mínútum frekar í facebookið.  Loksins þegar það gengur vel þá langar manni að njóta þess í botn og gera allt og ekkert þess vegna sé ég frekar mikið eftir því að hafa ákveðið að hafa farið í skólann eftir áramót en sagði mig samt úr einu fagi þannig ég er bara í þremur.  Ég er ógeðslega löt að læra en fæ samt ekkert lægra en 8, skil það ekki alveg?  Langar bara að hanga á kaffihúsum, hitta aðrar mömmur, fara í göngutúra eða bara eitthvað sem ég er ekki vön að gera vegna veikinda Þuríðar minnar.

Þuríður mín er algjörlega að slá í gegn þessa dagana, hún er ótrúlega hress og kát.  Þvílíkur kraftur í henni!!  Hún sýnir miklar framfarir og þær eru endalaust miklar síðan bara í haust, þetta ætlar hún og þetta skal hún.  Hlakka mikið til þegar hún fer í hreyfiþroskaprófið sitt í næsta mánuði en fyrir ári síðan var hún með mikla þroskahömlun en það á aldeilis ekki lengur við hana allavega ekki eins mikla eða réttara sagt MJÖG litla.

Hinrik minn er algjört draumabarn, ótrúlega rólegur þó svo hann sofi ekkert vel á nóttinni en þá kvarta ég ekki undan því.  Er líka farin að gefa honum smá auka á kvöldin áður en hann fer að sofa og svei mér þá held ég að það sé að virka(vaknar núna bara 3x), drengurinn þarf bara meiri ábót enda mikið matargat.   Frekar ólíkur systkinum sínum með mat að gera hehe.  Þessi drengur er bara draumur sem sér engan annan en mömmu sína hehe, hann er gjörsamlega ástfangin af mér þó svo ég segi sjálf frá hehe og ég líka af honum einsog öllum hinum.  En hann er orðinn smá mömmupungur sem er ekkert leiðinlegt.  Væri alveg til í eitt svona í viðbót hehe ENN það er ekki á dagskránni en maður veit ekki hvað gerist árið 2010, DJÓK!!  Gæti kanski þá troðið því barni inní geymslu hehe ekki alveg pláss í íbúðinni.

Skemmtileg helgi framundan hjá mér, Skara mínum og Hinrik Erni.  Eigið góða helgi kæru lesendur.
Skjáumst síðar.


Stundum....

Stundum þegar þú grætur sér engin tárin.

Stundum þegar þér er illt, sér enginn að þér sé illt.

Stundum þegar þú hefur áhyggjur, sér engin þín áhyggjuefni.

Stundum þegar þú ert hamingjusamur, sér engin að þú brosir.

En rektu við bara einu sinni og allir vita það.

Þarna plataði ég þig!  Þú hélst að þetta væri ein af öllum þessum sorlegum sögum mhúhahaha!!

 


Brjálað að gera

Ég nenni ekki að gefa mér tíma til að skrifa hérna, ótrúlega mikið að gera sem er bara frábært.  Dagarnar fljúga frá manni, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. 

Þuríður mín kláraði sitt hesta-sjúkraþjálfunar námskeið á miðvikudaginn og þá mun taka við hennar venjulega sjúkraþjálfun en hún var að fíla þetta alveg í botn.  Að sjálfsögðu mætti ég með cameruna síðasta daginn hennar og það var ótrúlega fynndið og gaman að fylgjast með henni, hún nefnilega þolir ekki lata hesta ehehe.  Vill bara að þeir þjóti með sig en ekkert slor, auðvidað skammaði hún Lísu hestinn sinn og öskraði svo á hana "Lísa áfram, þú getur þetta" og svo sló hún "fast" með fótunum til að reyna láta hana hlaupa hraðar en það var nú ekki mikið að virka.  Vonandi get ég sett þetta myndbrot hérna á síðuna til að leyfa ykkur að sjá. 

Hún er sem sagt ótrúlega hress, þurfti bara á þessu vetrarfríi á að halda og safnað aðeins kröftum líka allt annað að sjá stúlkuna.  Kraftmeiri og hressari.  Bara flottust!!

Við krakkarnir vorum einmitt að baka, eitthvað sem þau eeeeelska og svo núna verður gerður föstudags-kjúklingarétturinn okkar.  Alltaf gerð ný og ný uppskrift á hverjum föstudegi sem er okkar partýdagur, búin að sendast útí sjoppu fyrir þau að versla bland í poka og svo verður skellt sér í kósýfötin einsog þau kalla það ehehe.

Best að fara gera réttinn svo hann verði reddí þegar Skari og Oddný mín komi af sundnámskeiðinu sínu og enda að sjálfsögðu færsluna af einni af mér þegar ég var yngri og til vinstri er elsti bróðir minn :).
scan0043
...og svo einni af Theodóri mínum sem var tekinn af honum í gær á sínu sundnámskeiði, hann er bara orðinn snillingur í sundi.
P3057823
Góða helgi

Góða helgi.....


Allt einsog það á að vera

Búin að heyra í doktor Óla í morgun og öll lyfjagildin hennar Þuríðar minnar eru flott, meira að segja frekar lág ef eitthvað er sem er bara flott.  Það á ekki að minnka lyfin hennar aftur fyrr en eftir mánuð enda vill maður heldur ekki gera það of hratt og þá munum við væntanlega kynnast nýju teymi uppá spítala vegna þess Þuríður mín er hætt að vaxa vegna allra þessara lyfja sem hún hefur verið að taka inn.  Svo gaman að kynnast nýju fólki uppá spítala eða þannig en ég held samt að við getum ekki kynnst fleirum þar, þekkjum nánast alla á barnadeildinni.

Þuríður er mín er búin að vera í vetrarfríi í skólanum síðan á fimmtudag og fer aftur í skólann á miðvikudag og við erum búin að nýta tíman í að láta hana safna kröftum enda var hún gjörsamlega búin á því.  Kanski búið að vera of mikil "keyrsla" fyrir hana enda var hún gjörsamlega búin á því, en hún þarf sinn 11 tíma svefn sem hún fær alla daga.

Ég er farin að leyfa Hinrik mínum að smakka smá mauk á kvöldin, mjög lítið en bara ath hvort hann muni sofa eitthvað betur á nóttinni sem ég hef reyndar frekar litlar líkur á því hann er bara einsog Theodór var.  En það sakar ekki að prufa en honum fannst það alveg geðveikt gott þegar ég leyfði honum að smakka það í gærkveldi hehe.

Enda þessa færslu á einni mynd af mér þegar ég var ekkert svo gömul:
scan0003


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband