Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
30.5.2010 | 13:32
Styttist í niðurstöður
Maístjarnan mín er súper hress en samt frekar þreytt eða fljót að þreytast en það er einsog hún hafi þroskast um eitt ár við þessa sýnistöku svona án gríns. Hún er að nota fullt af orðum sem hún er ekki vön að gera, hún er líka eitthvað svo miklu hressari en hún er vön að vera þó svo hún þreytist mjög fljótt. Það er hún sem heldur manni uppi þessa dagana, það er ekki hægt að vera döpur í kringum hana en svo þegar hún er ekki nálægt eða þegar ég er að fara sofa á kvöldin þá verður oft allt svo ömurlegt og ósanngjarnt.
Þessi veikindi Maístjörnu minnar hafa gert margt mjög slæmt fyrir hana, þegar hún byrjaði að krampa tveggja og hálfs árs stanslaust í tvö ár þá staðnaði hún algjörlega í andlegum þroska og fínhreyfingar hennar versnuðu mjög mikið en það er samt ekki það versta. Kvalirnar sem hún hefur þurft að þola er ömurlegt, gífurlega erfitt að þurfa horfa uppá það og það er líka svo erfitt að hún heldur að henni eigi að líða svona þekkir nánast ekkert annað. Hvursu ósanngjarnt er það?!!
Ég trúi því og treysti okkar frábæra skurðlækni að hann eigi eftir að finna eitthvað súper gott fyrir hana og lækna hana fyrir fullt og allt og hún fær að upplifa það að vera "venjulegt" barn án kvala og veikinda. Þó svo við þurfum að vera án hinna barnanna í smá tíma til að hjálpa Maístjörnunni okkar þá verður það sko þess virði. (tvennt af því sem kemur til greina með hana er að vera í smá tíma í burtu)
Já það styttist í niðurstöður eða ca miðviku- fimmtudag eða þegar saumarnir verða teknir og þá verður líka ákveðið í kjölfarið hvað verður gert.
Theodór minn var að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti á laugardag og stóð sig ótrúlega vel, hann skoraði meir að segja eitt mark .....sjálfsmark en það er aukaatriði.
Stolltur með medalíuna sína.
Aðeins að fara yfir stöðuna með þjálfaranum, jiiii hvað ég var stollt af drengnum mínum.
Eigið góðan dag.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.5.2010 | 09:27
Tvær útskriftir í gær...
Maístjarnan mín yndislega, frábæra, duglega,hressa og fallega var útskrifuð af spítalanum í gær og það er sko ekki að sjá á stúlkunni að hún var í aðgerð. Jú hún er með stóran plástur á höfðinu en ég bað um að stóru umbúðirnar yrðu teknar af henni, maður verður jú að njóta þess að horfa á þetta fallega andlit en ekki bara hvítar ljótar umbúðir.
Skurðurinn er frekar stór, þegar plásturinn var ekki á gat ég engan veginn horft á hann(sko skurðinn). Það eru nokkrir stórir saumar og mér finnst það bara ekki falleg sjón og það rifjar upp ekkert svo skemmtilegar minningar frá Boston. Saumarnir verða teknir eftir viku og þá mun koma í ljós hvað verður gert fyrir hana í framhaldinu, við höfum heyrt fjórar tilhögur sem koma til greina en þetta kemur víst allt í ljós í næstu viku
Í næstu viku kemur í ljós hvort ég mun halda áfram í minni uppbyggingu út sumarið og fara vinna í haust eða mun mín vinna snúast um hetjuna mína. Einsog ég var/er farin að hlakka til að vera innan um fullorðið fólk og upplifa vinnustaðastemmninguna.
Finnst þetta allt saman ofsalega ósanngjarn, hvað hefur Maístjarnan mín gert til að verðskulda þetta allt saman? EKKERT. Afhverju þarf að pína hana svona? Nei ég hreinlega skil þetta ekki og finnst þetta endalaust sárt og ég er svo kvalin að innan að hálfa væri miklu meir en nóg. Hún skilur þetta að sjálfsögðu ekkert, veit bara að hún þarf kanski að fara á spítalann og það góða við það að hún elskar að hitta fólkið sitt þar og er greinilega ekki að muna allar slæmu minningarnar sem hún hefur þaðan eða kanski hefur hún engar slæmar minningar. Veit bara að þau eru að reyna hjálpa henni.
Mér líður aðeins betur (þó svo ég sé kvalin að innan) eftir að áttum góðan fund með skurðlækninum okkar sem er endalaust flottur maður, hann er svo jákvæður gagnkvart þessu öllu saman og reynir að gera ALLT sem hann getur til að hjálpa Maístjörnunni minni. Við sögðum líka við hann einsog við höfum alltaf sagt við okkar teymi þá viljum við heyra sannleikan en ekkert kjaftæði og hann var bara jákvæður. Ég trúi og treysti að þessi maður MUN hjálpa Maístjörnunni minni þó svo það taki langan tíma, jú við erum búin að berjast síðan í okt'04 og hættum því ekkert núna. Vinnan mín getur þá bara beðið, Maístjarnan mín er númer eitt, tvö og þrjú og að sjálfsögðu hin líka.
Blómarósin mín var að útskrifast í gær af leikskólanum, frekar stór viðburður. Fór í útskriftarferð og skemmti sér konunglega, vávh hvað maður horfði stollt á hana í útskriftinni í gær. Hún var endalaust flott og svo stollt af sjálfri sér.
Hinrik minn er einmitt í aðlögun á sama leikskóla, jújú það er dáltið erfitt fyrir litla mömmupunginn og mömmuna sjálfa en verður fljótur að aðlagast og vonandi mamman líka.
Theodór minn fjagra ára töffari er að fara keppa á sínu fyrsta fótboltamóti á morgun og er hrikalega spenntur, veit samt ekki hvor er spenntari ég eða hann.. Svo verður maður líka að monta sig aðeins af honum, jú þó svo hann sé bara rétt rúmlega fjagra ára þá er hann farinn að lesa létt orð. Ég trúði því nú varla þegar hann las fyrir mig og ég trylltist af gleði, litli gaurinn minn.
Endalaust stollt af börnunum mínu.
Þó svo ég elski börnin mín mest af öllu þá þrái ég endalaust mikið að gera eitthvað með Skara mínum, mér finnst ég þurfa að komast í burtu áður en allt fer á fullt. Það er búið að sjúga úr mér alla orku við fréttirnar af Þuríði minni þann 11.maí. Gjörsamlega orku- og andlaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2010 | 22:16
Ég á góðan vin.
Þegar ég er þreytt,
þegar heimurinn vondur er,
huggar mig það eitt
bara að vita af þér hér.
Þú ert aldrei ein -
þótt eitthvað hendi þig,
þú ert aldrei ein
af því þú átt mig
- og af því þú átt mig áttu góðan vin.
Þegar Maístjarnan mín kom af vöknun í dag var það fyrsta sem hún bað um var ipodinn sinn og þetta var fyrsta lagið sem hún setti á og brosti. Mér hlýnaði ofsalega í hjartanu að horfa á hana raula þennan texta sem er hennar uppáhald.
Aðgerðinni á henni gekk þrusu, hún var reyndar dáltið lengi að vakna almennilega eftir aðgerðina, var óglatt og gubbaði sem hún er reyndar ekki vön að gera eftir svæfingar. En núna er hún súper hress, situr í sjúkrarúminu sínu, japlar á Doritos og horfir á Bangsimon, við gætum ekki haft það kósýara hérna á Hringnum.
Skurðlæknirinn okkar frábæri settist niður með okkur hjónakornunum eftir vöknun og mikið er ofsalega gott að tala við þennan mann sem er endalaust jákvæður og þá verður líka svo léttara yfir manni. Það var eitt en að bætast í það sem væri hægt að gera fyrir Maístjörnuna mína en ég ætla ekkert að ræða það fyrr en það kemur úr sýninu í næstu viku og stúlkan losnar við saumana. Þá verða læknarnir búnir að ákveða hvert næsta skref verður, þetta leggst allt saman ofsalega vel í mig og ég VEIT að þetta mun allt saman fara vel enda ekkert annað í boði.
Hérna er Maístjarnan mín á "vöknun" mikið ofsalega fannst henni gott að sofa. Endalaust falleg og flott.
Svo loksins þegar hún gat vaknað þá varð hún svona líka kát og hress.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
25.5.2010 | 19:06
Innskrift í dag og aðgerð á morgun
Þuríður Arna mín var mætt snemma uppá spítala í morgun í innskrift og núna erum við á fullu að sótthreinsa höfuðið á henni og svo munum við gera það aftur í fyrramálið eða rúmlega sex. Þarf að þvo á henni hárið með einhverju sótthreinsandi, sem lyktar einsog spritt og er frekar geðslegt en þetta þarf víst.
Dagurinn á morgun á eftir að vera erfiður, einsog ég hef sagt þá er þetta nú ekkert svakalega stór aðgerð en mjög hættusöm. Það verður borað gat í höfuðið á henni og meira vildi ég ekki vita, læknirinn bauðst til að útskýra aðgerðina fyrir mér í dag en ég afþakkaði pent verður nógu erfitt fyrir. Finnst reyndar eitt dáltið erfitt í kringum þetta ferli en annað okkar má bara fara með henni inná skurðstofuna þegar hún verður svæfð. Að sjálfsögðu viljum við vera bæði með henni en ég læt samt Óskar um þetta því ég veit að ég myndi bara brotna strax niður og þá er betra að láta "sterkari" aðilan sjá um þetta þó svo mér finnist það MJÖG erfitt. Mér hefur alltaf fundist auðvelt að fara með hana í svæfingu fyrir utan þegar hún fór til Boston í aðgerðina sína og ég veit að þetta yrði ekki auðveldara.
Ég á mér eina ósk fyrir utan það að sjálfsögðu að Maístjarnan mín nái bata það er að þið kveikið á einu kerti, tileinkið henni því og hugsið fallega til hennar um leið. Þúsund þakkir!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
24.5.2010 | 19:01
Komin í gírinn....
Ég myndi ljúga því ef ég segði síðustu dagar væru ekki búnir að vera með þeim verstu sem ég hef upplifað, að fá þær fréttir að barnið manns er með illkynja heilaæxli er mesta martröð sem hvert foreldri getur fengið. Að fá þær fréttir svo að æxlið er farið að vaxa aftur er ennþá verri martröð, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er slæmt og ég vona svo heitt og innilega að þið þurfið ALDREI að upplifa það. Já mér hefur liði hörmulega, mjög stutt í grátur og mér hefur eiginlega ekkert langað útur húsi svo hrædd um að hitta einhvern sem vissi ekki þessar fréttir og færi svo að spurja um Maístjörnuna mína. Væri ekki að höndla það að fara grenja í miðri Bónusferð.
ENN núna er ég að reyna rífa mig upp og koma mér í baráttugírinn, þetta eru ekkert auðveldir dagar en núna VERÐ ég bara að standa upprétt og berjast með Maístjörnunni minni. Við vitum ekki hvað er framundan og það er vont að vera í þessari óvissu. Eitt er víst að hún fer í aðgerð á miðvikudaginn og svo bíðum við í ca viku þangað til framhaldið verður ákveðið. Að sjálfsögðu mun hún komast í gegnum þetta allt saman enda þekkir hún ekki orðið "uppgjöf".
Maístjarnan mín er búin að eiga yndislega daga þó svo hún forðist aðeins sólina(þolir bara stutta stund í henni), stundum ef það er of mikill hávaði lætur hún sig hverfa og svo er að koma smá þreyta í hana enda hver verður ekki þreyttur í sólinni?
Hún hoppaði og skoppaði smávegis á trampólíninu uppá Skaga í gær, hérna er ein af henni þar:
Verðandi fótboltastjarnan mín hann Hinrik Örn:
Prakkarinn hann Theodór Ingi minn:
Blómarósin mín að leika sér með boltann:
Jú við fengum þær frábæru fréttir í líðandi viku að Hinrik minn kæmist inná leikskólann í vikunni, það er náttúrlega bara ein ástæða fyrir því að ég keyri 40km á dag (fram og tilbaka og svo aftur fram og tilbaka) til að fara með börnin á bestasta leikskólann. Þetta voru að sjálfsögðu frábærar fréttir einsog ég sagði því hvað er skemmtilegt fyrir 18 mánaða gutta að þurfa hanga á spítalanum allan daginn. Hann verður í aðlögun í vikunni eða um leið og Maístjarnan mín fer í aðgerðina svo mín yndislega systir ætla að hjálpa til með hann. Einsog ég hef oft sagt þá er ég ofsalega heppin með fólkið í kringum okkur, raðast bara gott fólk í kringum okkur sem er tilbúið að hjálpa hvenær sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.5.2010 | 07:35
26.maí'10
Hittum okkar verðandi skurðlækni í gærmorgun ásamt læknaliðinu okkar og það er ákveðið að Maístjarnan mín fer í sýnistökuna miðvikudaginn 26.maí. Þetta er kanski ekkert rosalega stór aðgerð en allar svona aðgerðir eru mjög áhættusamar og líkur á blæðingum enda er verið að fara í gegnum mjög erfitt svæði. En ég ber 100% trausts til skurðlæknisins en mér kvíður óendanlega fyrir þessum degi. Aðgerðin sjálf mun bara taka ca hálftíma en ferlið í kringum þetta er frekar langt.
Það mun taka ca viku að fá úr sýninu og þá verður ákveðið strax hvað það verður gert í framhaldinu en það kemur þrennt til greina en samt fannst mér á læknunum að það væri meira eiginlega tvennt en það er lyfjameðferð, geislar í Svíþjóð eða stór skurðaðgerð og fjarlægja æxlið en það er ekkert endilega það besta í stöðunni svo ég legg að sjálfsögðu allt mitt traust til læknanna og þeir ákveða hvað verður best fyrir Maístjörnuna mína.
Hérna er hún að knúsa Hring sem tók afmælissöngin fyrir hana uppá spítala.
Maístjarnana mín átti frábæran afmælisdag, kíkti aðeins á leikstofuna uppá spítala og var þar leyst út með gjöfum, horfði á blómarósina sýna í Laugardalshöllinni og mikið rosalega var hún flott. Svo enduðum við fjölskyldan ásamt ömmum, öfum og systir minni og fjölskylduá Fabrikkunni. Bara fullkomin dagur og Maístjarnan mín ásamt hinum sofnuðu glöð í hjarta sem og ég gerði líka.
Yndisleg Hvítasunnuhelgi framundan, endalausar veislur, bíóferðir, sund, æfingar og og og og ég veit ekki hvað. Það er aðeins léttara yfir mér í dag en síðustu daga kanski bara hvað dagurinn í dag var yndislegur og það er svo gott að gleyma sér með fólkinu sínu þess vegna ætlum við líka að hafa helgina "pakkaða" af skemmtilegheitum. Ég VERÐ að geta gleymt mér svo ég sekk mér ekki einhver "leiðindi".
Eigiði góða helgi kæru lesendur......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.5.2010 | 07:24
Flottasta Maístjarnan er 8 ára í dag :)
Þuríður Arna mín er búin að bíða ansi lengi eftir þessum degi og var að sjálfsögðu vakin með söng og pökkum. Ótrúlega hamingjusöm með gjafirnar frá okkur fjölskyldunni.
Þuríður mín Arna sú allra flottasta á svæðinu, búin að upplifa alltof margt á sinni stuttri ævi en kvartar nánast ALDREI, uppgjöf er eitthvað sem hún þekkir ekki, hún er sterk bæði andlega og líkamlega. Þuríður Arna mín er sú eina sem ég lít upp til, hún er yndislega fyndin, mikill húmoristi, stríðin, elskar föt þá sérstaklega "gelluföt", henni þykir rosalega vænt um systkin sín og er ekkert feimin að segja við þau hvað hún elskar þau mikið. Hún er ófeimin og á auðvelt að bræða fólkið í kringum sig.
Þuríður Arna mín hefur alltaf átt sér einn draum sem hefur alltaf verið dáltið fjarlægur (að okkar mati) en hún óskaði þess að láta þennan draum sinn rætast þegar hún yrði 8 ára gömul. Ég hef líka ákveðið að láta hann rætast og það vonandi sem fyrst eða þegar það er búið að ákveða framhaldið með hetjuna mína hvort það verði stærri aðgerð og reynt að fjarlægja æxlið eða lyfjameðferð sem mun taka marga mánuði en síðast þegar hún byrjaði í lyfjameðferð þá voru það ca 80 vikur. Já ég ÆTLA láta draum Stjörnu minnar rætast og get ekki beðið þegar af því verður. En það verður allt saman leindarmál eða þanga til ég mun framkvæma.
Hún er ennþá lasin, var mjög slöpp í gær svo það er ágætt að við erum að fara á fund uppá spítala með liðinu okkar og skurðlækninum og látum þá kíkja á Maístjörnuna í leiðinni.
Hérna er KR-Stjarnan mín nýorðin tveggja ára gömul.
Við ætlum allavega að reyna njóta dagsins þrátt fyrir að það verður kanski einhver slappleiki til staðar, kíkja í Laugardalshöllina þar sem blómarósin mín verður með sýningu og enda á Fabrikkunni.
Hérna er ein sem var tekin af henni nývaknaðri og nýbúin að opna nokkrar gjafir:
Pss.ssss Ef þið kíkið hérna til vinstri þá er ég búin að setja inn eitt myndband af blómarósinni minni sem er að syngja einn fallegasta texta sem til er, endilega kíkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
19.5.2010 | 12:13
Er að leita af gleðinni?
Mig langar svo að einhver klípi mig og vekju mig af þessum vonda draumi sem mig hefur verið að dreyma síðan þann 11.maí? Plíííííísssss!! Þetta er svo sárt og vont. Ég er bara svo máttlaus af verkjum og þreytu. Ekki það að ég vorkenni mér eitthvað, ég finn bara svo til vegna Þuríðar minnar, ég skil ekki þessar þjáningar sem hún þarf að upplifa? Hún segist ekki ætla að fara í aðgerð og ef það berst í tal "æsir" hún sig aðeins og það kemur bara EKKI til greina hjá henni.
Maístjarnan mín er komin á pensilín því það var dáltið slím í lungunum og það verður að passa vel uppá það að það verði ekkert svoleiðis í næstu viku eða þegar aðgerðin verður sem er á þriðjud. eða miðvikud. Pensilínið er í töfluformi því hún hefur verið snillingur að taka inn töflur eða síðan hún var tveggja og hálfs ENN ekki núna. Hún vill ekki taka þessar töflur, kúgast bara og segist ekki geta þetta sem er í FYRSTA SINN síðan hún veiktist sem hún segir þetta. Ég meir að segja sker töflurnar í fernt en samt neitar hún.
Hún er ágætlega hress, það sést ekkert á henni að hún er að veikjast aftur sem er mjög gott þó svo hún þreytist kanski aðeins fyrr og vill ekki vera innan mikin hávaða. Það er hún sem hjálpar manni þessa dagana að vera svona hress, skemmtileg, einlæg, fyndin og svo lengi mætti telja. Hún vill reyndar hafa mig uppí hjá sér þegar hún fer að sofa eða sofna í mömmu og pabba rúmi en mér fannst ekkert slæmt að liggja hjá henni í gærkveldi og svæfa hana. En aftur á móti getur blómarósin mín Oddný Erla ekki sofnað ein inní herberginu þeirra eða ef Maístjarnan mín sé sofnuð á undan henni þá verður hún að koma fram og sofna inní stofu hjá okkur. Það er ofsalega sárt hvað hún tekur þetta inná sig, hún er hrædd og hún vill bara vera hjá mömmu sinni. Einsog henni líður vel á leikskólanum þá vill hún enganveginn fara þangað, vill bara að við séum saman.
Það þarf samt ekki mikið til að gleðja Blómarósina mína, ég náði í hana aðeins fyrr í leikskólann í gær og við tvær skruppum í Hagkaup og keyptum garn handa henni. Henni langar svo að prjóna trefil á dúkkuna sína en hún er næstum búin að læra prjóna, hún gleymir sér líka aðeins í prjónunum en samt smá óþolinmóð. Svo verður mömmudagur hjá okkur á föstudaginn svona áður en baráttan hefst sem hún getur ekki beðið eftir og ekki ég heldur.
Já þetta er allt saman sárt og erfitt, ég sef að sjálfsögðu mjög lítið, er óglatt en reyni samt að borða. Finnst lífið alltof ósanngjarnt!! Skil ekki þennan tilgang??
Mig langar ekki að þurfa upplifa enn eitt sumarið inná spítala, þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að vera þar yfir sumartímann. Niðurskurðurinn helmingi meiri heldur en við vorum þar síðast og þá var það slæmt. Það var hriklalegasta upplifun, hjúkkurnar rangeygðar af þreytu (samt allar yndislegar) og ekki er þetta þeim að kenna. Ég veit að starfsfólkið kvíður fyrir sumrinu og það geri ég líka. Þegar Maístjarnan mín var síðast í meðferð og þurfti að leggjast inní einangrun vorum við sett í skoðunarherbergið því það var ekki pláss fyrir hana í venjulegu herbergi, hvursu slæmt er það?? Við vorum þar yfir daginn en vorum svo "heppin" að það losnaði herbergi fyrir hana annars hefðum við þurft að vera þar sem er ekki boðlegt. Ég skil ekki þennan niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni?? Hvers á hún að gjalda?
Já þetta líf er ósanngjarnt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2010 | 19:42
Maístjarnan mín komin með hita
Elsku flottasta Maístjarnan mín hún Þuríður Arna er núna komin með hita, finn hvað hún er að slappast. Andardrátturinn er orðinn svo þungur og svo kvartar hún mikið vegna verkja. Jú manni verkjar alltaf í hjartað þegar börnin manns eru með mikin hita og beinverki en mér finnst einsog það sé verið að rífa úr mér hjartað núna. Ég verð smeyk þó svo það sé ö-a af ástæðulausu en þetta er sárt. Þuríður Arna mín hefur ekki fengið hita í tvö ár svona án gríns en ég man svo vel eftir því þegar hún greindist fyrst þá fékk hún kjölfari 41 stigs hita og lungabólgu og þá hafði ég ALDREI séð jafn veikt barn. Mikið væri lífið ljúft ef það væru einu skiptin sem mig verkjaði í hjartað þegar börnin mín fengju flensuna.
Hún fór til augnlæknis í dag og sjóninn hefur versnað um +0,75 á öðru en alveg eins á hinu.
Oddný Erla blómarósin mín á ofsalega erfitt, hún er döpur og það er líka erfitt. Hún finnur og veit alveg að það er erfitt tímabil framundan og neitar að fara á leikskólann því hún vill bara vera "ein" heima hjá mömmu sinni og gera allt og ekkert. Hún segist ætla að gera lista fyrir okkur mæðgur sem við eigum að gera á mömmudaginn og ég er frekar spennt að sjá listann. Hún er á fullu að æfa sig fyrir sýninguna sína í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn, finnst það frekar spennandi og það er eiginlega það eina sem kætir litla hjartað hennar þessa dagana.
Eitt er víst að við þurfum að vefja Þuríði mína í bómul næstu daga þar sem hún er að fara í aðgerðina í næstu viku og það má ekki frestast. Ég vona samt svo heitt og innilega að hún verði orðin góð fyrir fimmtudeginum en þá á hún afmæli og við búin að lofa að fara á Fabrikkuna (meir að segja búin að panta borð) og hún er hrikalega spennt fyrir því.
Mikið rosalega á ég erfitt með að hvílast, reyni allt sem ég get en ef ég vakna um nóttina þá ná ég mér ekki niður, hugurinn fer í marga hringi, hnúturinn í maganum stækkar og hjartað fer í ennþá fleiri mola. Mikið asskoti getur lífið verið ósanngjarnt.
Blómarósin mín með lítinn hvolp sem við hittum í sveitinni í dag og hún búin að biðja um eitt stk, ef við hefðum meiri tíma til að sinni hundi þá væri ég stokkin út og redda einum hundi handa henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
16.5.2010 | 19:11
....
Hef ekki fundið fyrir þessari tjáningaþörf síðan Þuríður mín var sem veikust, mikið vildi ég óska þess að ég væri búin að loka þessari síðu einsog ég ætlaði mér þegar við ætluðum okkur að fá góðu fréttirnar þann 11.maí.
Það átti að hefjast nýr og skemmtilegur kafli í lífi okkar fjölskyldunnar síðastliðin þriðjudag en í staðin hrundi heimurinn, mér fannst þessi heimasíða hafa neikvæð áhrif á mig því hún minnti mig orðið of mikið á veikindi Þuríðar minnar og ég farin að hlakka til að hætta hafa líf mitt "opinbert" og fara lifa "eðlilegu" lífi einsog að pirrast útí einhhverja hluti sem skipta ENGU máli en þá varð raunin ekki svoleiðis. Mig langar að pirrast útí eitthvað svo ómerkilegt en ekki vera svona leið, sorgmædd, hnút í maga, kvíða fyrir næstu vikum. HELVÍTIS!!
Mér leið illa þegar Þuríður Arna mín greindist í fyrra skiptið og hélt að það væri ekki hægt að líða verr en núna mér líður hundrað sinnum verr. Ég skil bara ekki þennan tilgang og mun aldrei skilja? Ef ég myndi leyfa mér það þá væri ég grenjandi allan sólarhringinn, mér finnst vont að vera ein með Hinrik minn, mér finnst sárt að horfa á Þuríði mína vitandi það að það á eftir að pína hana meir. Hrikalega er þetta sárt allt saman.
Þuríður Arna mín er samt ágætlega hress en þegar við lítum tilbaka þá sjáum við alveg að hún er farin að kúpla sig útur fjöldanum þegar hún er orðin þreytt á hávaðanum og er kanski ekki að fíla sig innan um allan fjöldann. Hún er hætt að vilja vera eins mikið úti og hún er vön að gera, hún er nefnilega ótrúlega mikið fyrir að vera leika úti innan um alla nágrannakrakkana en það hefur minnkað/breyst. Hún t.d. nennti ekki í göngutúr í dag eða var kanski bara of þreytt að labba og þá var að sjálfsögðu var kerran dregin út.
Hérna er ein sem var tekin í dag af þeim systkinum, ég gæti ekki verið ríkari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar