Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Í einangrun!!

Þuríður mín er komin í einangrun uppá spítala en er samt óvenju hress miðavið aðstæður, jújú hún er slöpp en samt ekki.  Gildin hennar eru komin alveg niðrí 0 þannig hún er ekki með neinar varnir fyrir sýklum þess vegna er hún í einangrun.  Henni finnst að sjálfsögðu hundleiðinlegt að vera svona föst inná herbergi en þær eru duglegar á leikstofunni að koma með dót handa henni og tónlistarneminn er líka dugleg að koma og syngja og tralla með henni.

Þar sem hún er svona lág í öllum gildum búumst við því að vera hérna alla vikuna, við vitum líka að Þuríður er hörku kerling þannig hún verður fljót að ná sér en ekki hvað?

Theodór er hjá okkur uppá spítala og svo á eftir kemur Oddný Erla og þar á eftir ætlar Þura tengdó að mæta á svæðið og vera hjá nöfnu sinni í nótt.  Brjálað að gera hjá okkur Skara, neinei ekkert svo en alltaf gott að fá hjálp sérstaklega með tvö önnur börn þótt hinum tveimur leiðist ekkert svakalega mikið að vera hérna á spítalanum sérstaklega útaf öllu dótinu. 

Mér finnst líka mjög erfitt að vera ein heima með börnin útaf ástandinu í blokkinnni annars hefði ég ö-a bara farið á Dragó og gist þar með börnin.  Andskotans plebba lið!!  Hef mikið verið að pæla í því að hafa samband við Björgólf og ath hvort hann ætti ekki nokkrar millur í hægri vasanum og hjálpað mér að kaupa íbúðGlottandi  en ætli ég geri það nokkuð þar sem ég þekki ekki manni, damn!! 

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili, er svo ógeðslega þreytt, pirruð, reið og ennþá reiðari.

Kveðja
Slauga í íbúðarhugleiðingum (Bjöggi júhú)

Komin inná spítala :(

Jamm ég var varla búin að ýta á vista síðustu færslu þegar okkur fannst Þuríður mín vera komin með hita og mikið rétt stúlkan komin með hita og er rétt í þessu á leiðinni uppá spítala með Skara.  Ömurlegt!!  Sem sagt á að leggja hana inn og fær sýklalyf beint í æð.
Meira á morgu.......

Nú sýður virkilega hjá mér

Ég skelf ennþá því ég var svo virklega reið í gærkveldi án gríns hef ég aldrei verið svona reið, þegar fólk talar illa um einstalinga sem geta ekkert varið sig, gert grín að þeim eða ógnar mér og minni fjölskyldu þá sýður hjá minni og það er einmitt að gerast þessa dagana.

Ég hef aldrei talað um ástandið í stigaganginum mínum  og ætla heldur ekkert að fara útí smáatriðin en ástandið hérna er virkilega slæmt.  Ekki nóg með það að við erum að berjast fyrir veikindum dóttir okkar sem reynir virkilega á okkur þá þurfum við líka að vera í stríði við nágranna okkar sem er bara rétt að byrja sýnist mér.  Þetta er virkilega að fara með mig, án gríns.

Í gærkveldi fór ég upp og bankaði ég hjá þessum ákveðna einstakling vegna smá máls og ég hef aldrei verið jafn reið á ævinni, Óskar hefur aldrei nokkurntíman séð mig í þessu ástandi sem ég var í.  Djöh var ég reið!!  Óskar þurfti að halda í mig svo ég færi ekki í þennan ákveðnu manneskju, já ég held að ég sé að verða doltið ofbeldisfull eheh!!  Ég blótaði svona líka við hann, ég sagði ógeðsleg orð sem ég sé enganveginn eftir.  Ég skeld svona líka bara að hugsa útí gærkveldið og ég er sko ekki hætt.  Ef ég mæti þessu fólki mun það fá að heyra það, þegar það þykist vera veikt en leitar sér ekki hjálpar vorkenni ég því ekki neitt.  Tala um sjúkdóma við mig, kommon!!  Ég vildi óska þess svo heitt og innilega að við gætum fengið þessa hjálp fyrir Þuríði mína einsog hann getur fengið fyrir sig en gerir það ekki.  Já ég þekki marga óvirka alka sem eru yndislegasta fólk sem ég þekki, það stendur sig einsog hetjur í dag því það leitaði sér hjálpar og ég er stollt af þeim.  Ég vildi óska þess að það væri hægt að fá svona auðveldlega hjálp fyrir Þuríði mína þess vegna verð ég líka reið útí þessa einstaklinga. 

Þið hringhvolfist ö-a alveg, um hvað er hún eiginlega að tala? (fólkið í kringum mig veit hvað ég er að tala um og það er nóg)  Ég ætla ekkert að fara útí þau smáatriði bara nóg fyrir ykkur að vita að það verið að ógna okkur og við getum ekki búið hérna lengur því verr og miður einsog flestir aðrir í stigaganginu er gull af fólki.  Þetta er að fara með mig og ég og Skari verðum bara að redda okkur og flytja héðan ekki seinna á morgun, ég er alveg til í að lifa á núðlum og vatni næstu árin bara svo ég komist héðan.  Takk fyrir það!!

Annars var ógeðslega gaman í partýinu, megið hlegið, mikið dansað, mikið drukkið og mikið sungið.  Ég var að setja inn nokkrar myndir inn frá partýinu og þar fór hún frk Oddný systir alveg á kostum ehehe en hún er í áskrift hjá mér allavega af þessu albúmi.  ÞEtta var endalaust gaman og ég ætla að setja vonandi fleiri myndir á morgun sem voru teknar á myndavél nr.2 þannig þær verða kanski mjög svipaðar en samt ekki.  Víííí!!  Takk fyrir komuna í gær foks, endalaust gaman og við verðum að endurtaka þetta fljótlega aftur.

Þuríður fer uppá spítala í fyrramálið til að ath hvort frk megi fara á leikskólann eitthvað í þessari viku því hún er orðin svo lág í öllum gildum, ´æjhi ég vona það samt hennar vegna svo hún verði ekki gráhærð að hanga heima með móðir sinni.

Well farin að svæfa..... endilega kíkið á þessar myndir sem ég var að setja inn.


Örlitlar fréttir

Jiiiminn eini hvað hann litli pungurinn minn hann Theodór er orðinn mikill tætari, engar skúffur eru látnar í friði á þessum bæ.  Við erum með svona nokkrar skó-skúffur nei ég get eiginlega sleppt því að vera með þessar skúffur fyrir skóna þar sem hann tætir jafn óðum uppúr þeim.  Hann er á þvílíkum þeytingi um alla íbúð í göngugrindinni, eltir systur sínar um alla íbúð og þær draga hann á eftir sér.  "Læsa" hann oft inní herbergi þá sérstaklega Oddný Erla þegar hún er orðin leið á þessum þeytingi á honum eheh frekar fyndið og verður alveg brjáluð ef ég leysi hann útur prísundinni.

Hann er farinn að "skríða" reyndar togar hann sig áfram á maganum eða fer á rassinum sínar ferðir og svo er hann farinn að setjast upp sjálfur þegar hann er settur uppí rúm og finnst það obboslega fyndið eheh!!  Hann er líka farinn að reyna toga sig upp en ræður samt ekki alveg við það, well þá er hann rétt í þessu búinn að ná sér í álpappírs-rúlluna og varð ótrúlega reiður þegar ég tók hana af honum. thíhí!!  Oh mæ hvað hann er mikil frekja og svo stendur hann hliðina á mér og öskrar á "mamma mamma" og vill greinilega að ég fari að taka sig.  Ætli það fari ekki að koma tími á það.

Þá eru stelpurnar mínar rétt í þessu að koma til mín rétt í þessu með "matinn minn" en þær eru að baka og elda handa mér inní herbergi og eru ótrúlega stolltar með afraksturinn eheh!  Æðislegar!!  Þannig ég ætti kanski að fara inní herbergi til þeirra og "borða" þetta allt saman hjá þeim.  Slurp slurp!!

Ætlum annars að hafa það rólegt í dag, jú ætlum aðeins að stússast en Þuríður mín  má nú ekki fara í mikið af búðum þessa dagana vegna þess hvursu lág hún er í öllu þannig ég verð aðeins að senda hana til pabba síns í vinnuna sem henni finnst ekki leiðinlegt.  Ræktin kallar á mig seinni partinn og svo ætla ég að fara útí TBR aðeins að vinna í mótinu og á morgun líka og verður það Sálin baby Sálin.

Þannig ég vill bara óska ykkur góðra helgar.

Þið viljiðs sem sagt einhverjar fréttir?

Þið eruð væntanlega að bíða eftir einhverjum krassandi fréttum, well ég hef engar þannig fréttir að segja frá.

Þuríður mín fer lækkandi í öllum gildum en hún fór í blóðprufu í gær og allt var orðið frekar lágt þannig mar á von á því að stúlkukindin verði veik á næstu dögum.  Aaaargghh!!  Er ekki alveg að meika það að vera uppá spítala en það þýðir ekkert að græta það, geri allt fyrir stelpuna mína svo henni líði sem best og ég veit að henni líður ekkert illa að vera uppá deild.  Finnst svo hrikalega gaman að fara í “leikskólann” sem er þar og svo hitta alla doktorana, vildi að ég væri svona kát að fara þangað.  Well mar hugsar það versta en vonar það besta.

Hún er alltaf krampandi það eru víst engar nýjar fréttir, stundum er hún einsog versta fyllibitta eftir krampana þar sem hún verður alveg hrikalega völt.  Hún ætlar sér samt alla hluti alveg sama hvernig henni líður sem er alveg yndislegt að sjá. 

Það er verið að minnka einn lyfjaskammtinn hennar þar sem hann var EKKERT að gera fyrir hana, munum klára minnka þann skammt í næstu viku en þetta verður víst að taka eina til tvær vikur, má ekki gerast of hratt.

Á morgun er frídagur á leikskólanum, hmm hvað eigum við þá að gera?  Ætli við verðum ekki heima fyrir hádegi og dundum okkur hérna heima, læt stelpurnar þrífa íbúðina.  Það væri óskandi að þær væru komnar á þann aldur eheh verst að þær myndu ekkert nenna því þótt þær væru það en það væri kanski hægt að “kaupa” þær fyrir að gera það.  


Ef Þuríður mín verður ekki orðin lasin á laugardaginn þá verða þær systur sendar uppá Skaga í næturpössun þar sem við Skari ætlum að halda smá teiti á laugardagskvöldið (þið eruð velkomin) og halda svo beint á Nasa á Sálina en ekki hvað? Theodór minn Ingi verður sendur til Lindu og strákana well það minnir mig á það að hringja í Lindu og ath statusinn þar á bæ.


Annars vorum við að fá miðana okkar á Abba-showið og ég er hrikalega spennt að fara, hlakka svo til að fara gera ekki neitt með Skara mínum.  Spenntust!!  Reyndar er ég búin að fá lista frá Dísu skvísu hvað við eigum að gera hmmmm!!  Leist reyndar ansi vel á hann, víííí!! 

Ætli það sé ekki best að fara halda áfram að fara vinna í heimilisbókhaldinu, djöh er það leiðinlegt!!


Hefði getað barið þennan kennara

Um daginn var ég stödd á ákveðnum stað þar sem leikfimi var í gangi sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað það kemur stúlka til leikfimiskennarans sem er greinilega eftir á sá ég.  Hún spyr kennaran bara saklausa spurningu sem honum fannst ótrúlega heimskuleg þannig hann svarar henni leiðinlega tilbaka og lætur sig líta út sem heimskan og hálfpartinn hlær framan í stelpuna.  Þegar hún labbaði í burtu eða var ekki einu sinni farin alveg frá honum þá fer hann að hlæja að henni og lítur á mig og hlær til mín því honum fannst hún svo ótrúlega heimsk. 

Vitiði það ég varð svo reið að ég hefði getað barið kennarann, ég beið eftir að hann segði eitthvað við mig sem hefði ekki verið gott því ég hefði æst mig svo hrikalega við hann sem ég er ekki vön að gera og eitthvað annað ljótt geta gerst.  Aaaaarghh!!  (hann á greinilega engin börn þessi fáviti sorrý)

Þetta var bara einelti, það eru greinilega margir kennarar í þessum ákveðna skóla sem leggja nemendur sína í einelti(ég hef verið vitni af því).  Afhverju haldiði að ég sé orðin stressuð að senda hana Þuríði mína í skóla? Eru margir kennarar svona?  Jú hún Þuríður mín er öðruvísi en önnur börn, hún er eftir á í þroska og á erfitt með að einbeita sér þannig það þarf mikla þolinmæði til að sinna henni.  Kennarar eru ekkert betri en börnin, ég er ekkert að segja allir kennarar séu svona enda þekki ég marga góða kennara en þeir leynast samt þarna inná milli.


Ritstífla

....sorrý en það hefur orðið einhver ritstífla hjá ritaranum og svo er netið eitthvað að bögga ritarann. 

Þanga til síðar....

Fasteignir

Afhverju þurfa þessir stýrisvextir alltaf fara hækkandi, ég get aldrei keypt mér nýja íbúð.  Þetta er hræðilegt!!  Mar horfir á lánið á íbúðinni sinni hækka og hækka á netbankanum, hvenær fer þessu að linna?  Það er alveg að fara með mann að búa í þessum stigagangi sem ég bý í, íbúðin sjálf er kanski ekkert orðin of lítil þótt manni langi alltaf að leyfa börnunum sínum að vera í sérherbergi en ég vorkenni samt ekkert stelpunum að vera saman í herbergi. Eru ennþá svo ungar en bara þegar ástandið er svona einsog það er hefði ég vilja flytja héðan fyrir einhverjum mánuðum.  Ömurlegast!!  Ekki nóg með að mar þarf að berjast fyrir veikindum barnsins sem fer oft með mann hvað þá þessu sem við erum líka að berjast fyrir, aaaaaaaarghhh!! No komment!! 

Getur mar ekki tekið lán að utan? Ótrúlega bjartsýn, er ekki allt betra en hérna á klakanum?  Var annars að sjá eina draumaíbúð, lovely!!  Hérna er slóðin http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=217466 hvílir þvílíkt á henni, fólkið greinilega tekið sér lán til að minnka greiðslubirgðina á sínum tíma þegar vextirnir voru sem bestir.  Getur mar sem sagt ekki yfirtekið lán ef það er í öðrum banka en mar er sjálf með viðskipti í?

Mig langar að flytja héðan NÚNA!!

Annars er ástandið á heimilinu svipað og það hefur verið, ekkert betra allavega!!  Þuríður mín krampar og krampar, Oddný Erla hress og kát með nýju klippinguna sína (gat orðið ekki séð út fyrir hári) og Theodór minn vill bara láta mömmu sína hafa fyrir sér.  Algjör dós!!

Stelpurnar eru þvílíkt að taka vaxtakippi þessa dagana, öll fötin að verða of lítil eheh!! Fyndið að fylgjast með þessum vaxtakippum sem þær fá, ég man að þær fengu svona kippi síðast í mars.  Greinilega sirka tvisvar á áriUllandi.  Þannig þær eru að kalla á ný föt, "mamma þeim vantar ný föt" eheh!!

Best að halda áfram að gera ekki neitt eða kanski skúra, skrúbba og bóna......

Ný könnun!!

Jámm flestir sögðu að ég bloggar bara temmilega, ekkert of lítið.  Sumir finnst ég blogga of mikið og geta næstum því ekki lesið allt sem ég skrifa, hmmm!!

Endilega svarið næstu könnun!!

Endalaust margir krampar

Þuríður mín er búin að vera krampa endalaust mikið síðustu daga og er að sjálfsögðu gjörsamlega ónýt eftir þá.  Jú hún vaknaði súper hress í gærmorgun krabbameinslæknarnir voru einmitt í heimsókn hjá okkur uppá deild og þeir einmitt sögðu það að þeir hefðu ALDREI séð hana svona hressa enda var æðislegt að sjá til hennar.  Hún var að leika sér sem hún gerir næstum því aldrei enda líður henni alltaf svo illa og lyfin fara þannig í hana að hún ekkert að einbeita sér í mínútu.  Tónlistarkennarinn kom í heimsókn til hennar (er í smá verknámi uppá spítala) og þær voru að tralla saman og það var ótrúlega gaman að sjá hvað hún var glöð þennan klukkutíma og það var sungið Kolakassalagið og öll fjölskyldan tekin fyrir þar ehehe.  Bara gaman!!

Um hádegi í gær byrjaði Þuríður mín að krampa og krampaði endalaust mikið og var líka þvílíkt óhamingjusöm þar sem eftir var af deginum nema þegar Linda og Sindri Snær komu, það lyfti henni aðeins uppHlæjandi.  Linda kom með fullt af buffum og húfum handa Þuríði sinni og gaf henni sem hún getur notað í vetur, hún var heldur ekki lengi að velja sér eitt stk flíshúfu frá Lindu og co til að taka mér sér á leikskólann.  Bara gaman!!  Knús til ykkar!!

Við vorum á smá "fundi" í gær með doktor Ólafi og ræða statusinn á henni Þuríði minni sem er alls ekki góður, við erum ekki ánægð með það hvað hún krampar mikið og við viljum það sé reynt að gera eitthvað meira fyrir hana.  Það er bara kanski mjög erfitt að reyna gera eitthvað fyrir hana en við vitum það kanski/vonandi eftir næstu myndatökur sem verða 10.okt.  Ef æxlið heldur áfram að stækka verður væntanlega ekkert hægt að gera sambandi við flogalyfin, við lyfjum nebbla láta hana fá alveg nýjan skammt af lyfjum þar að segja henda gömlu lyfjunum út og fá alveg ný í staðin en það verður víst ekki hægt ef æxlið heldur áfram að stækka það gæti bara gert illt verra því verr og miður.  Við höldum samt í vonina og vonum að það sé ekki að stækka þótt þeir munu ekkert vita hvort það sé vegna lyfjameðferðar eða hvort það sé að stækka í raun og veru sem væri verst í heimi þannig ég ætla að reyna ekki að hugsa svo langt.

Við hittum félagsráðgjafan upp spítala líka en hún ætlar að reyna koma því í gegn að leyfa Þuríði fá stuðningsaðila 1-2 helgar í mánuði sem væri fínt fyrir alla.  Reyndar vill ég ekki neinn ókunnugan þannig við fáum Þuru tengdó til að hjálpa okkur í þeim pakka og vonandi fer það í gegn.

Loksins erum við að fá það í gegn að láta hana fara til sjúkraþjálfara, veitiggi alveg hvenær hún byrjar en það fer vonandi að líða af því.  Hittum iðjuþjálfara fyrir sirka hálfu ári og hún sagði að hún þyrfti ekki á neinu að halda, dööööö!!  Hvursu heimsk hélt hún að við værum, hún á erfitt með að hlaupa og þegar hún er á sterku krabbameinslyfjunum labbar hún á tám sem eru fylgikvillar.  Hún er ótrúlega stirð, hún lamast í hægri hendi eftir krampa og smávegis í hægri fæti en samt ekki eins mikið og hún gerir í hendinni enda dettur hún alveg út.  Þannig hún þarf hjálp við að styrkja sig bæði í sjálfri krabbameinsmeðferðinni og eftir hana og við hefðum viljað byrja fyrir hálfu ári neinei þá fáum við þá slettu í andlitið að hún þurfi ekki á þessu að halda.  Ætli þessi iðjuþjálfi hafi verið lærð?

Það er búið að panta aðra höfuðhlíf fyrir hana þannig ein getur verið alveg föst á leikskólanum og hin heima því oft gleymist þetta heima eða öfugt og það er ekki gott sérstaklega þegar hún kemur ekki með hana á leikskólann.  Svo vildi sjúkraþjálfinn fá hjólastól fyrir hana?  Ég veitiggi alveg afhverju ég var bara svo dofin og þreytt í gær þegar hún var að gera þetta allt saman að ég hafði ekki einu sinni orku í að spurja.  Nottla snyðugt að geta keyrt hana í honum þegar hún fer með leikskólanum eitthvað og okkur því hún kemst ekki endalaust í kerrur en samt?  Æjhi ég veitiggi?

Það var verið að rannsaka Theodór minn Inga líka í gær, settur poki á typpið því það þurfti að taka smá sýni hjá honum er nebbla ekki alveg ánægð með drenginn minn og svo verður mar alltaf ennþá hræddari um börnin sín þegar mar á eitt veikt fyrir.  Doktor Ólafur var fyrst að ath hvort hann væri sykursjúkur (það væri þá til að senda mann á klepp) eða hvort það væri eitthvað að nýrunum hans en það kom sem betur fer allt gott þar en ég vill líka að það sé tekin blóðprufu því það er eitthvað að bögga hann.  Nenni ekki að útskýra hvernig hann aktar, sorrý!!  Förum uppá spítala á miðvikudag (vonandi ekki fyrr) og þá bið ég þá að skoða hann betur, ég er sko ekki hætt ég vill fá svör.

Helgin framundan og við mæðgur ætlum að skreppa loksins segir Þuríður mín allavega ehehe á Grettir á sunnudag en Oddný Erla er orðin voðalega spennt að fara í bíó eftir að hún fór í leikhús á sunnudaginn í boði leikhússins (boðið fjölsk. í styrktarfélaginu á Hafið Bláa) sem var geggjað stuð.  Búin að lofa stelpunum mínum líka að fara í nammibarinn í Hagkaup á morgun þar sem það er nammidagur, sjitt hvað ég ætla líka að nýta hann ehehe enda bara orðið einn nammidagur hjá mér á viku.  Víííí!!  Slurp slurp!!

Ætli það verði ekki bara video-kvöld hjá okkur Skara í kvöld, fætur uppí loft þegar börnin verða sofnuð og sofna uppí sófa fyrir framan imban. 

Hey ef þið ætlið á Sálina á Nasa laugardaginn 30.sept þá getiði kíkt í bergið á undan balli, við erum nebbla næstum því búin að redda pössun og við ætlum að reyna tjútta þetta kvöld og vera með smá partý.  Víííí!!  ÞAr að segja ef Þuríður mín verður ok.

Góða helgi alle sammen, farin að sinna litla mömmulingnum sem má ekki missa sjónar af henni.  Bara yndislegastur!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband