Færsluflokkur: Bloggar
11.5.2008 | 21:38
Í mega stuði alla helgina
Hetjan mín í stuði á hjólinu sínu, þvílíkur snillingur orðin að hjóla en er samt ekki alveg búin að átta sig á því með bremsurnar þannig allir nágrannabílarnir eru annaðhvort rispaðir eða beyglaðir eftir hana eheh. Djók!
Ohh hún er með svo kyssilegar varir, elska að knúsa hana og kyssa og hún elskar líka að gera það. Hún er mesti knúsari ever, á stundum erfitt með að hemja sig ef hún sér krúttlegt fólk útí Bónus því þá langar henni að knúsa það ehe. Svo segir hún alltaf þegar hún er búin að knúsa mig og kyssa "ég elska þig mamma mín og þú ert besta vinkona mín".
Lítið að frétta af stórfjölskyldunni nema hvað allir dagar eru gjörsamlega pakkaðir af skemmtilegum hlutum, Þuríður mín einstaklega hress og kát. Hún er reyndar ekki orðin góð af "lungabólgunni" kurrar mikið í henni og við alltaf að bíða eftir að hitinn komi, eins gott að hún haldist svoleiðis áfram því það er alveg að koma að sumarskólanum hjá henni eða þriðjudegi til fimmtudags. Ohh boy!!
Skemmtilegir dagar framundan, ætla að koma með frekar skemmtilegar fréttir á þriðjudaginn. Jíííhhaaa þar að segja að mínu mati. Getið nú?
Krakkarnir eru núna búnir að gera stofuna fokhelta, teppi, sængur, koddar útum alla stofu og svo er Oddný perlan mín farin að gera leikfimisæfingar hérna á gólfinu og segir hinum að herma sem þau að sjálfsögðu gera en ekki hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.5.2008 | 12:58
Nefkirtlataka
Teddilíus er á leiðinni í nefkirtlatöku og hann er orðinn alveg snar því hann má ekki borða neitt, hvernig í ósköpunum er hægt að leggja svona á 2ára barn, leyfa því ekkert að borða? Auðvidað skilur hann ekkert afhverju mamma er svona "vond", alltaf að reyna laumast í kexskápinn. Æjhi greyjið.
Þú sem kvittaðir með hestaþjálfunina takk fyrir það. Er búin að ath þetta og það er ekkert boðið uppá svoleiðis þjálfun fyrir hana í sumar. Þannig ég verð víst að reyna finna uppá einhverju öðru en "bara" badmintonnámskeiði, kanski hefur hún heldur ekki orku í of mikið. Mér finnst hetjan mín eitthvað slappari þessa dagana en venjulega, veit ekki hvað það er? Vonandi bara tilfallandi. Aaaarghhh!!
Er núna bara að bíða spennt eftir einkunnunum mínum sem ég fæ í síðastalagi í næstu viku og farin að undirbúa okkur Teddalíus í kirtlatökuna.
Flottasti strákurinn minn í janúar'07, er ekki alltaf svona gott veður í janúar? ehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.5.2008 | 14:28
Aaaarghhh
Djöh vildi ég að ég gæti unnið þegar það koma góðir dagar hjá Þuríði minni, bwaaaaahhh!! Það er mannskemmandi að þurfa hanga svona heima og hafa ekkert að gera sérstaklega þegar mín er komin í frí frá skólanum. Þuríður mín fór sem sagt í leikskólann í morgun, pensilínið er væntanlega farið að virka því hún er ekki með svona þungan andardrátt einsog síðustu daga. Veit reyndar ekkert hvernig hún er á leikskólanum, vissi að henni langaði að leggja sig um leið og hún kom í leikskólann í morgun en þá var hún búin að vera vakandi síðan 5:30 í morgun (geeeeisp) og búin að fara til iðjuþjálfans sem var nota bene síðasta skiptið og vonandi síðasta skiptið hjá talmeinafræðingnum á morgun og þá er þetta loksins búið. Thank god!!
Reyndar get ég alveg haft nóg að gera, hérna heima þá en mig langar bara að vera innan fólk og svo verður sumarið þétt skipað fyrir Þuríði mína og dekur fyrir hin tvö en samt...... Samt fegin að ég hafi ekki mikið að gera hérna heima sambandi við ummönnun því þá veit ég líka að Þuríði minni líður vel og getur umgangast önnur börn sem hún þarf á að halda.
Var að fá bréf áðan frá skólanum hennar en það er "sumarskóli" á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag hjá henni sem hún verður svakalega spennt að heyra um. Fær að fara með nesti, hitta krakkana í 1. og 2.bekk, fara í frímínútur og leikfimi, fær að finna smjörþefin að vera í skóla sem vonandi hún mun plumma sig vel í. Er bara svo hrædd um félagslegu hliðina, því börn geta verið svo grimm sem maður hefur alveg kynnst gagnkvart Þuríði minni, þau skilja hana ekki alveg þó hún vilji svo vel og reyni að umgangast aðra en þá eru mörg börn ekki að fíla hvernig hún er. Það er ótrúlega sárt að horfa á hana reyna svo mikið og sjá svo hin börnin ýta henni í burtu og leggja hana í "einelti" ef það má kalla það svo þó þau viti kanski ekki hvað einelti er en þá vilja þau hana ekki í kringum sig. Ótrúlega sárt. Sjálf veit ég hvernig er að vera lögð í einelti í grunnskóla sem ég mun kanski fara nánar útí seinna og það er ofsalega erfitt sérstaklega fyrir barn sem kann ekki að svara fyrir sig eða verja sig, heldur að allir séu góðir í kringum sig. Þetta er ég mest kvíðin fyrir, fyrir hennar hönd. Það er mannskemmandi. Mér verður bara óglatt við þessa tilhugsun.
Best að fara gera mig til að sækja börnin mín, förum beint til mömmu og pabba erum nefnilega búin að bjóða okkur í mat þangað í kvöld þar sem Skari er ekki heima. Ekki amalegt að geta boðið sér bara í mat ehe og leyfa krökkunum aðeins að leika við Evu sætu músina okkar sem verður líka þar, þar sem verðandi hjónin (systir mín og verðandi mágur) eru að fara á hjónanámskeið. Ohh hver man ekki eftir þeim gömlu góðu dögum ehehe. Bara fimm ár þanga til ég fer til Vegas og giftist Skara mínum aftur þó ég hefði ekkert á móti því að gera á fimm ára afmælinu í sumar en það er víst ekki í boði.
Knús í krús....
Er ég rík eða hvað? Kanski á ég eftir að verða ennþá ríkari? Þessi mynd var tekin af systkinunum í des síðastliðin í Kaupmannahöfn sem var ómetanleg ferð fyrir okkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.5.2008 | 21:45
Þuríður best einsog sést....
Hef lítið að segja, farið að líða á seinni hlutan hjá Þuríði minni uppí greiningarstöð held að þetta sé síðasta vikan hennar þar svo fáum við greininguna seinni hluta þessara mánaðar. Við Skari fórum á fund með félagsráðgjafa á meðan Þuríði mín var með iðjuþjálfanum og þegar við vorum búin að klára þann fund kíktum við yfir til hetjunnar minnar og viti menn stúlkan var í tölvunni, notandi músina og lék sér í einhverjum leik og gekk svona líka vel. Höfum aldrei séð þetta áður þannig núna förum við að hlaða niður fullt af þroskaleikjum fyrir hana svo hún geti haldið áfram að æfa sig, kansk maður fari að kaupa fartölvu handa henni eheh ....eða ekki.
Annars er hún frekar slöpp þessa dagana en engan hita samt þannig við fórum að sjálfsögðu með hana uppá spítala í tjékk og það er komið heilhellingur niður í lungun og stúlkan sett strax á sýklalyf. Vonandi er þetta bara tilfallandi og hún er ekki að fara ná sér í einhverja pest eða eitthvað annað því þá væri ö-a hættan að hún væri lengi að ná sér uppúr því en hún má ekki við því, ekki núna, ekki þegar það gengur svona vel. Hún er t.d. nánst hætt að leggja sig á daginn nema kanski 10mín í hvíldinni í leikskólanum en hún varð að leggja sig í klukkutíma í dag og sofnuð um hálfátta í kvöld sem er mjöööög óvanalegt. Æjhi hjartað fer alltaf að slá hraðar þegar hún sýnir eitthvað svona EN hún stendur sig hrikalega vel og meira að segja búin að þyngjast um 2kg síðan hennar versta tímabil var og það er ekki oft sem maður hoppar uppí skýjin þegar maður þyngist um 2kg en við gerum það núna. Verður líka að safna smá forða á sig ef eða þegar hún fær að byrja aftur í meðferðinni sinni svo hún hafi eitthvað að missa ef henni færi að verða óglatt sem við vitum að það verði.
Theodór minn loksins orðinn hress verður samt píndur á miðvikudaginn því þá verða nefkirtlarnir teknir en það verður lítil kökusneið fyrir litla mömmulinginn minn.
Perlan mín byrjaði á framhaldsnámskeiði í sundinu í dag, frekar feimin enda núna eru ekki foreldrarnir með í lauginni en hún er að standa sig. Við ætlum að leyfa hetjunni minni líka að vera með á þessu námskeiði sem komst að sjálfsögðu ekki í dag því hún þarf virkilega á því að halda og þá þarf hún heldur ekki að taka sundnámskeið í sumar. Badmintonámskeið verður það pottþétt og svo langar mig dáltið að senda hana á reiðnámskeið því maður hefur heyrt að það sé notað sem sjúkraþjálfun fyrir börn þannig ég held að það sé mjög sniðugt fyrir hana og svo er hún líka hrikalega skotin í hestum. Veit einhver hvar ég get nálgast upplýsingar um svoleiðis námskeið?
Annars er mig alveg farið að dauðlanga kíkja út í góða veðrið og njóta þess aðeins en það hefur verið frekar erfitt síðustu daga vegna veikinda og þess háttar. Minn tími kemur, mun kanski taka nokkur sumur en hverjum er ekki sama á meðan hetjan nær bata þá get ég alveg beðið eftir sumrinu árið 2012 eða 2020, höfum nefnilega ekki getið notið síðustu sumra hér vegna slappleika Þuríðar minnar.
Ætla leggjast á minn yndislega kodda, undir hlýju sængina mína (sem er ekki lengur fjagra fjaðra þar sem við fengum nýjar í jólagjöf, þvílíkar dúnsængur) og dreyma eitthvað fallega. Mig hefur nefnilega dreymt svo hrikalega mikið undanfarna nætur/vikur, hmmm afhverju skyldi það vera?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.5.2008 | 11:12
Nokkrar myndir
Hetjan mín að blása 6 ára kertið sitt, ótrúlega stollt að vera næstum því orðin 6 ára.
Perlan mín að blása á Hello kitty kökuna sína
Síðasti dagur sundnámskeiðisins var í morgun þannig það var sýning fyrir ömmur og afa, þarna er Oddný Erla mín aðeins að hvíla sig eftir nokkur sundtök. Hún sýndi nú ekki sínar bestu hliðar í morgun, frekar feimin en næsta námskeið byrjar í næstu viku og þá verður sko tekið enn meira á því. Bara gaman!!
Þuríður Arna var mjög dugleg að synda og gerði næstum því allt sem sundkennarinn sagði henni að gera, bara gaman!! Hrikalega gaman að fylgjast með þeim. Maður sér samt alveg að hún á erfitt með að gera margar hreyfingar með hægri hluta líkamans vegna lömuninnar en þetta kemur allt með æfingum enda ætlar Þuríðar sér allt saman.
Einsog oft áður ætlaði ég að setja inn fleiri myndir en það er komin stíflun í þetta myndakerfi einsog það gerist ansi oft, grrrrrr!! Þannig þá verð ég bara að láta þetta duga í bili, annars voru stelpurnar mínar að fara uppá Skaga en litli Teddilíus heima að sjálfsögðu og við Skari vitum ekkert hvað við eigum að gera af okkur ehehe. Reyndar ætlum við að kíkja í bíó í kvöld en þá mætir mútta á svæðið og hugsar um drenginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.5.2008 | 19:50
Kraftaverkið mitt og fallegasta hetjan mín
Ég er nú ekki vön að blogga tvisvar sama daginn en ég varð bara að birta þessa mynd af hetjunni minni (sem systir mín tók), hún er svona hamingjusöm þessa dagana og líður svona líka vel. Gott á meðan það er og það er svoooo yndislega gaman að njóta þessara góðu daga með henni. Hún er svo orkumikil, fer beint útað leika eftir leikskóla og er úti ásamt öllum hópnum á jarðhæðinni hérna í sveitinni og leikur sér frammað kvöldmat og finnst yndislega gaman að vera til einsog þið sjáið á þessari mynd og svo er fallega þykka hárið hennar mætt aftur á svæðið meira að segja þetta til hliðar sem hvarf alveg sitthvorum megin eftir geislameðferina síðasta sumar. Bara gott og gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2008 | 16:31
Komin í sumarfrí frá skólanum
Jebbs kláraði skólann í morgun, þvílíkur léttir því núna koma fjórir mánuðir án lærdóms sem verður frekar skrýtið sérstaklega ef Þuríður mín mun halda áfram að vera svona hress og hvað á ég þá að gera af mér? Hmmm!! Verð ekki í vandræðum að finna útur því enda hef ég ákveðið að Þuríður mín mun þramma einhver námskeið, ætla njóta þess að leyfa börnununum mínum að skiptast á að fá mömmudaga því ég get ekki ímyndað mér að vera einhversstaðar "ein" að spóka mig ehe kann það hreinlega ekki.
Reyndar erum við ennþá á fullu í greiningarstöðinni, ég hefði aldrei getað ímyndað mér að það gæti tekið svona langan tíma að greina eitt barn svona án gríns. Erum byrjuð að fá svona "lausar" niðurstöður sem eru nú ekki staðfestar en þær eru ekkert sérlega góðar því verr og miður, þó við vitum alveg hvernig þroskinn hennar Þuríðar okkar sé þá er það alltaf áfall að fá það staðfest og erfitt sem ég ætla ekkert að tjá mig betur um hérna á opinberum vettvangi enda kemur þetta okkur bara við eða við þurfum allavega ekkert að auglýsa það.
Teddilíus (má víst ekki kalla hann lengur pungsa þar sem það fer dáltið í suma lesendur) er ennþá með 39-40stiga hita, þannig núna er komin vika síðan þessi hiti byrjaði. Við hittum einn af læknum Þuríðar áðan (stundum er gott að þekkja fólkið í þessum bransa) og að sjálfsögðu er ekkert eðlilegt að drengurinn er búinn að vera með svona mikin hita lengi, það fannst frekar lítið í þessari skoðun en hann fékk samt sýklalyf því það heyrðist oggupínu í lungunum en ekkert alvarlegt en bara svona til að fyrirbyggja allt saman. Vonandi fer hann að verða hress því það er orðið svo hrikalega gott veður úti og mig langar alveg heilan helling að fara njóta veðurblíðunar, komin með frekar mikið ógeð að hanga svona inni og líka Teddilíus sem segist ekkert vera lasinn og langar svo út til stelpanna sem eru núna nota bene útá palli komnar í Spánarkjólana sína og segjast vera í sólbaði ehe og láta sig dreyma um spán, aldrei að vita að við förum þangað í sumar?
Við ætluðum að senda börnin uppá Skaga á morgun (í næturpössun) en það verður víst ekkert úr því vegna veikinda þannig múttan mín elskulega ætlar að mæta á svæðið og leyfa okkur Skara að fara í bíó. jeij, hlakka mikið til að komast aðeins út. Víííí!!
Héldum uppá afmæli Þuríðar og Oddnýjar í gær, ýkt stuð og mikill sviti eheh. Fékk huges sal lánaðan, (þökk sé fyrrum yfirmanni mínum) eða þar sem ég "bjó" í ellevu/tólf ár við að æfa mína íþrótt. Allir krakkarnir og jú sumir foreldrar voru sveittir að spila mína íþrótt, sparkandi bolta og svo lengi mætti telja. Bara gaman! Stelpurnar svaka glaðar með daginn og Þuríður mín var svona líka ánægð með pennaveskið sitt sem hún fékk og segist sko vera farinn í X-skóla, bara yndislegust.
Er annars að deyja úr þreytu sem ég er ekki alveg að skilja eða jú kanski eheh, Theodór minn t.d. sefur mjög lítið þessa dagana í veikindum sínum, aaaaaaaarghhh!! En þetta er bara smá tímabil sem vonandi fer að ljúka þannig ég kvarta ekkert eða allavega lítið gæti verið miklu verra.
Best að halda áfram að horfa á dætur mínar útum gluggan öfundaraugum því mig langar líka út en verð víst að hugsa um Teddalíus hérna inni.
Eigið góða helgi, knús í krús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 08:00
Afmæli
Elsku besta Oddný Erla mín er fjagra ára í dag, elsku perlan mín hjartanlega hamingjuóskir með daginn sem ég veit í að þú munt njóta botn í afmælisveislu á leikskólanum í dag og svo eftir hann ásamt tveimur vinum þínum sem ætla að kíkja í heimsókn. Ótrúlegt en satt þá var ég akkurat fyrir fjórum árum að rembast í sólarhring til að fá þessa prinsessu og fallegu stúlku í heiminn, tíminn líður alltof hratt.
Systurnar voru líka í skýjunum með gjafirnar sínar í morgun en þuríður fékk líka sína pakka þó það séu 20 dagar í hennar afmæli. Hún fékk sína líka vegna þess þær áttu að fá alveg eins bæði frá Theodóri og okkur, bara gaman!! Svo er bara stóóóór afmæli á morgun fyrir þær systur.
Hérna eru svo nokkrar af afmælisbarninu:
Perlan mín þriggja mánaða stödd á Þingvöllum í sirka 30 stiga hita.
Þetta finnst systrunum ekki leiðinlegt, að fara í mikið bubble bað.
Hún hefur aldrei átt erfitt með að brosa framan í myndavélina.
Í einni af okkar mörgum útilegum.
Á Spáni í fyrra, oh mæ god hvað það væri ekki leiðinlegt að vera þar núna en þær systur tala endalaust mikið um þessa ferð og langa svo mikið að fara aftur og sulla í sundlauginni og sprauta á afa sinn Hinrik ehe.
Litli pungsi minn ennþá lasinn og er að heimta að fara í bað þannig þá ætla ég að leyfa honum að fara í bað, greyjið litli vildi nú fara í skyrtu og bindi í morgun því systurnar fóru í pilsum í leikskólann ehe.
Knús í krús.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
28.4.2008 | 13:27
Veikindi
Litli pungsi minn búinn að vera veikur síðan á laugardag með milli 39-40 stiga hita og er hundslappur núna, liggur algjörlega fyrir og horfir á Ávaxtakörfuna í 999 skipti. Svei mér þá, þá er ég farin að kunna öll lögin í þessu leikriti því við höfum líka verið að hlusta á lögin í bílnum (fram og tilbaka úr og í leikskólann). Púúfffhh!! Ég er reyndar alltaf glöð á meðan Þuríður mín fær ekki hita ekki það að ég sé eitthvað glöð að hann sé veikur, alls ekki en maður er bara hrædd við það ef hún fær hita þá á hún svo erfitt með að ná sér upp aftur einsog hún er í dag. Súper hress og hamingjusöm og bíður spennt eftir því að hún verði 6 ára eheh.
Við mæðgur ætlum einmitt í dag í partýbúðina og versla diska, glös, dúka og servéttur fyrir stórveisluna á fimmtudaginn en það verður víst tvöfalt þema. Þuríður mín vill Dóru þema og Oddný mín vill Hello kitty og að sjálfsögðu verður bæði því það er verið að halda uppá afmælið þeirra saman og auddah eiga þær að fá að velja sitt uppáhald. Þær eru alveg hrikalega spenntar, svo fyndið að fylgjast með Oddnýju minni teljandi niður dagana í sitt afmæli sem er á miðvikudag verður líka svooooo gaman að gefa þeim afmælisgjafirnar sínar. Hafiði séð fjarstýrðar barbie-dúkkur? Nei ég hélt ekki en þær munu einmitt fá svoleiðis á hjólaskautum. Jiiiiih ég held að sé spenntari en þær að prufa þetta farartæki. (keypti í Hamleys í síðustu Londonferð)
Ætli ég reyni ekki að knúsa aðeins mömmudrenginn minn sem er svoooo lasinn og reyni líka aðeins að fara yfir bókfærsluna en það er próf á föstudaginn og svo er mín komin í sumarfríííííí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.4.2008 | 16:52
Sit hérna á pallinum...
...í þvílíkri steik, eeeeelska svona daga. Krakkarnir búnir að vera úti að leika í ALLAN dag og það er svo yndislega gaman að sjá Þuríði mína njóta sína svona í botn að leika sér við aðra krakka. Vonandi verður þetta fyrsta sumarið hennar sem hún fær að njóta þess að vera til, án allra meðferðar, hefur aldrei fengið jafn lítið af flogalyfjum þó það séu sirka 12 töflur á dag eða fjórar gerðir. Þetta er bara gott og gaman.
Lífið er yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
100 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar