Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2007 | 14:06
Fór aðeins aftur í tímann.....
Ákvað aðeins að fara aftur í tíman með ykkur og ákvað að fara til Boston í nóvember'04 þegar Þuríður mín fór í aðgerðina sína, ég var við sumum myndum. Ath ekki fyrir viðkvæma.
Fyrsta myndin er af henni Þuríði minni uppá barnaspítalanum í Boston, þarna er hún komin í tónlistartíma á spítalanum. Það sem þið sjáið á höfðinu hennar er vegna þess hún var nýbúin í heilalínuriti og það var verið að bíða eftir fyrsta krampanum hennar en það var fyrsti undirbúningurinn fyrir aðgerðina sem hún fór í. 5 mín eftir að ég tók þessa mynd fékk hún stóran krampa og þá kom allt liðið á spítalanum hlaupandi inn til að sprauta einhverju í hana og hún fór beint í myndatökur.
Hérna er verið að taka heilaritið, var ekkert svakalega þægilegt fyrir hetjuna mína en mikið var hún fegin að losna við þetta og við líka reyndar. Hún þurfti að burðast með bakpoka á meðan hún var með þetta á höfðinu og það var ekkert svakalega skemmtilegt og komst heldur ekkert langt frá rúminu sínu.
Hérna er hún komin á gjörgæsluna eftir aðgerðina, shit hvað það var erfitt að sjá hana þarna og geta ekkert gert nema henni gefið morfín. Þarna fékk hún sýkingu, mikin hita, þurfti að fá blóðgjöf og þetta voru rosalega erfiðir dagar hjá okkur Skara með henni. Grátið mikið. En hún svaf mest allan tíman sem hún var á gjörgæslu sem betur fer eiginlega.
Komin af gjörgæslu og var fljót að bólgna upp en ég ákvað að setja ekki verstu myndina af henni en hérna lítur hún bara vel út miða við þegar hún var með mestu bólguna. Æjhi greyjið, hún gat ekki opnað augun og grét mikið, sársaukinn var svo mikið. Hún sætti sig samt bara við það að geta hlustað á Latabæ, flottasta hetjan mín.
Hérna sjáiði skurðinn hjá henni, ekkert smá stór skurður enda er æxlið líka mjög stórt. Ætla ekki að birta fleiri myndir bara leyfa ykkur aðeins upplifa þennan litla skammt sem hún hefur þurft að þola litla fallega hetjan mín. Mikið lagt á lítinn kropp.
Svo í lokin langaði mig að setja mynd af hinum tveimur börnunum mínum ástamt Evu sætu músinni minni sem var tekin núna um miðjan september.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
10.10.2007 | 16:02
Fyndið!!
Við Skari erum aðeins að taka til í fjármálunum sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað, fyrsta skrefið var að segja upp Sýn sem og ég gerði í gærmorgun. Alltílagi konan á símanum tilkynnti mér það að við gætum horft á sýn frammí miðjan nóvember því ég var búin að borga núna um mánaðarmótin sem var bara fínt mál. Hvað haldiði sem mér finnst fyndnast í heimi, síminn hringir hjá mér í gærkveldi og þar var kona sem kynnti sig sem einhverjar frá 365 og var að bjóða mér áskrift af Sýn. Ég hélt að ég yrði ekki eldri, whhhaaaat? Þá var hún alveg ólm í að bjóða mér einhverja afslætti, einhvern silfurklúbb og þá fæ ég einhvern 20% afslátt af þessu sem ég reyndar ekki man því ég var með hugan við eitthvað annað þar sem ég var eiginlega frekar hissa af þessu símtali. Ég afþakkaði pent tilboðið hennar enda ekki að ástæðulausu sem ég hætti áskrift ehe!!
Ég fattaði samt eftir þetta símtal að það er alltaf best að vera ekki áskrifandi í marga marga mánuði hjá sama fyrirtækinu því ég veit ef ég segði upp stöð 2 þá fengi ég strax betra tilboð frá þeim á morgun og þá myndi ég græða. Hmmm kanski ætti ég að gera það?
Statusinn á heimilinu er sæmilegur þessa dagana, Þuríður mín er að "meika" það á leikskólanum og hefur aðeins meiri orku en venjulega sem er best í heimi. Ég er aftur á móti andlaus, loftlaus, svefnlaus og svo lengi mætti telja, sef ekkert á næturnar. Eitthvað stress í gangi. Er að reyna byrja í ræktinni á fullu, fór í tíma í gær og er með harðsperrur í hverjum einasta vöðva í líkamanum. Oh mæ god!! Samt ætla ég að mæta aftur á eftir heehe, þetta er minn sálfræðingur það er að mæta reglulega í ræktina og reyna hugsa aðeins um sjálfan mig. Hef nefnilega ekkert verið að mæta reglulega síðan í vor þannig það er tími til komin að taka sjálfan sig í gegn ásamt mataræðinu. Kókið fæ ég bara um helgar og ég er alveg að deyja mig langar svo í kók núna, dóóhh!! Alltaf erfiðast að byrja en ég finn strax hvað mér líður betur við að mæta svona.
Hetjan mín eitthvað að fíflast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2007 | 20:23
Líf og sjúkdómatryggingar
Mig langar aðeins að tala um líf-og sjúkdómatryggingar útfrá því að Heimir Karlsson á Bylgjunni fékk það í gegn að fá tryggingar fyrir golfmenn. Gott að geta heitið Heimir Karlsson og vinna á Bylgjunni. Pælið í því? Ef ég er stödd á golfvellinum fæ golfkúlu í hausinn og fæ einhvern skaða af því er ég tryggð, jújú það er kanski fínt mál.
En þá langar mig líka að tala um líf og sjúkdómatryggingar sem snúast að Þuríði minni.
Þegar ég og Óskar fórum að búa þá hringdi maður frá einhverju tryggingafélaginu og bauð okkur þessar tryggingar og okkur fannst það nú frekar tilgangslaust að vera eyða einhverjum þúsund köllum á ári í þessa vitleysu enda veikjumst við ekkert eða börnin okkar. Áttum heldur ekkert mikið á milli handanna og vildum nú frekar eyða þeim pening í bleyjur fyrir Þuríði okkar (var ólétt þegar okkur var boðið þetta) heldur en að eyða þeim í svona vitleysu.
Í dag erum við reyndar tryggð útí gegn og með hæstu tryggingar sem við möguleika getum fengið fyrir okkur og okkar börn, við getum líka veikst og börnin okkar en það er oft gott að vera vitur eftir á því verr og miður.
Afhverju er ég að tala um þetta? Jú því Þuríður mín getur aldrei tryggt sig, þegar hún verður búin að vinna þennan fjanda, orðin frú og komin með fjölskyldu getur hún aldrei tryggt sig. Því hún er búin að veikjast þá fær hún engar tryggingar. Jú alltílagi að hún getur ekki tryggt sig ef æxlið kæmi aftur eða myndi veikjast meira útfrá því, það skiptir engu máli hvernig veik hún sé, hún fær bara aldrei að tryggja sig. Hvað ef Þuríður mín myndi brenna 50% af líkama sínum þegar hún væri eldri eða fengi annan sjúkdóm þá er það bara leiðinlegt fyrir hana. Hvursu asnalegt kerfi er þetta? Þetta gildir fyrir alla einstaklinga sem veikjast alvarlega þegar þeir eru ungir, engan rétt eiga þau? Þetta er algjörlega fáranlegt fyrir unga veika einstaklinga í dag.
Svona er Ísland í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
8.10.2007 | 10:38
......
Jeij Þuríður mín fór í leikskólann, vonandi hefur hún orku í að vera daginn. Var ekki sátt í morgun að fara en ég veit að hún er fljót að jafna sig. Hún er ennþá orkulítil en það eru mjög miklir dagamunir á henni en ALLTAF er hún sofnuð síðasta lagi sjö á kvöldin og alveg sama hvað hún leggur sig mikið yfir daginn. Hefur kvartað lítið undan hausverk um helgina sem er æði þannig hún hefur ekkert verið að kveljast sem ég veit um. Gott gott!!
Þau systkini byrjuðu að æfa badminton í gær, verða einu sinni í viku. Jebbs Theodór fær að vera með og honum finnst það klikkaðslega gaman að hlaupa með spaðann um allan salinn og reyna halda uppi blöðru með spaðanum ehhe. Þær eru líka að fíla þetta systurnar og fara í allar þrautirnar sem þau fara í á æfingum.
Annars mæli ég með því að þið gefið blóðbankanum blóð, hafa verið að auglýsa eftir blóði. Því verr og miður má ég aldrei gefa blóð. Þar sem ég hef psoriasis og þá má ég ekki gefa, sem mér finnst mjög leiðinlegt sérstaklega eftir að Þuríður mín þurfti fyrsta sinn blóðgjöf en hún hefur tvisvar sinnum þurft blóð í þessari baráttu. Fyrsta sinn var það útí Boston eftir aðgerðina sína, hún fékk sýkingu, mikin hita og missti mikið blóð og þá þurfti að dæla í hana miklu blóði sem hjálpaði henni upp aftur. Seinna skiptið var fyrir rúmu ári síðan þegar hún var í erfiðu lyfjameðferðinni sinni sem hún var látin hætta í vegna stækkuninnar en þá fékk hún svo mikin hita og eitthvað fleira sem ég man ekki þetta er í svo mikilli þoku hjá mér þessi tími hjá henni.
Endilega gefið blóð það hjálpar svoooo mikið.
Var að bæta við sjúkrasögu Þuríðar ekki seinna vænna, hef ekki nennt því síðustu mánuði eða tæpa ár. Reyndi að uppfæra síðustu mánuði hjá henni í eins fáum orðum og ég gat. Ef þið klikkið á myndina af mér þá fáiði sjúkrasöguna hennar.
Hér eru systkinin að hlusta á þjálfarann á æfingu í gær. Flottust!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.10.2007 | 10:06
Tilefni dagsins
Hér kemur ein ofsalega sæt af þeim Oddnýju Erlu minni og Theodóri Inga mínum, þau voru svo svakalega þreytt eftir föstudaginn þannig þau sofnuðu svona fyrir framan imban að horfa á "Tekinn".
Erum annars að fara í brunch til Oddnýjar systir minnar svo mun leiðin liggja á badmintonæfingu en þær systur Þuríður og Oddný eru að fara á sína fyrstu "badmintonæfingu". Sundnámskeiðið búið og þá mun leiðin liggja í mína íþrótt og þær eru að deyja úr spenning sem verður fram að áramótum.
Kíktum í sund á föstudaginn eftir leikskóla og það var alveg yndislegt að horfa á krakkana í sundi, Þuríður mín er öll að koma til í sundinu, Oddný mín syndir einsog selur og ég skil ekki hvernig hún getur verið svona klár í sundi krakkinn eheh og Theodór er að sjálfsögðu með armkútana sína en tekur skriðsund einsog honum sé borgað fyrir það. Snillingar!! Fórum í rennibrautina og um leið og Theodór var kominn niður þá heyrist í mínum "enna" (renna) þannig við fórum í trilljón ferðir og stúlkurnar fóru aleinar og fannst það klikkaðslega gaman.
Þuríður Arna mín er búin að vera ágætlega hress um helgina, fljót að þreytast en stendur sig samt ótrúlega vel stúlkan og ekkert kvartað undan hausverk. Víííí!!
Þessi var svo tekin af þeim systrum á Torraveja í sumar af þeim systrum.
Farin í brunch......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2007 | 09:39
Andlega þreytt
Loksins þegar Theodór minn er farinn að sofa á nóttinni þá á ég ofsalega erfitt með að sofa, hef alltof miklar áhyggjur af öllu og það er alveg að fara með mann. Fékk hræðilega martröð í nótt og gat varla fest svefn eftir það. Þuríður mín er þreytt og vill að mamma sín liggi sem fastast við sig og haldi í hendina sína. Mér finnst ofsalega gott að fara með henni inní herbergi á kvöldin og á daginn og kúra með henni, við liggjum nefnilega alveg þétt uppað hvorannarri og það er bara yndislegast. Vefjum okkur inní fjagra fjaðra sængina mína eheh og sofnum saman, finnst það æði en er samt svo illt í hjartanu að horfa á hana, er alltaf svo illt í höfðinu og grætur svo sárt. Hrikalega erfitt.
Mér hefur verið boðnar vinnur uppá síðkastið sem mér fannst æði, ekki bara ein og verð hrikalega stollt því önnur tengist náminu mínu og vera komin með vinnu sem ég gæti hugsað mér að gera að mínu framtíðarstarfi og varla byrjuð í náminu mínu. Meira að segja gamall yfirmaður minn hafði samband við mig og bauð mér starf hjá sér, hvursu betri meðmæli gætiru fengið? Mig hefur lengið langað að fara aftur á vinnumarkaðinn ekki bara peninga vegna heldur líka heilsunnar vegna, það er alltof erfitt að vera kippt svona útur öllu bara alltíeinu og umgangast ekki mikið af fólki. Ég veit að það bjargar heilsunni hjá Skara mínu að geta "gleymt" sér aðeins í vinnunni en því miður hef ég ekki það tækifæri. Ég mun ekki geta tekið þessum vinnum því ég þarf að vera til staðar fyrir Þuríði mína, hún á erfitt og getur ekki sinnt leikskólanum sínum 100% og ég held líka að ég hefði ekki taugar í það að vera með Þuríði mína heima og vera með það á herðunum að geta ekki mætt í vinnuna og verkefnin hlaðast þar bara upp. Einsog ein mamma sagði í myndinni "Lion in the house" þá getur vinnan bara beðið, heilsu barns míns met ég meira og ef mér ætlað eitthvað af þessum vinnum sem mér hefur verið boðið þá veit ég að þær munu bíða mín síðar.
Mér gengur svakalega vel í (fjarnáminu)skólanum, loksins þegar ég hef góða ástæðu fyrir því að ganga kanski ekki vel þá gengur mér hrikalega vel ehe!! Í gamla daga þegar ég var í skóla hafði ég varla á samviskunni að læra ekki heima og hafði ekkert endilega góða ástæðu fyrir því að læra ekki en núna er ég þvílíkt samviskusöm og fæ bara gott fyrir öll verkefnin mín. Ef ég fæ sjö eða meira þá verð ég sátt og ég er miklu meir en sátt, fékk reyndar "bara" níu fyrir stærðfærðiverkefnið mitt í gær og var eiginlega ekki sátt því ég hélt að ég myndi fá 10. Hmmm!! Hvenær hefur það ske? Aldrei. Kennarnir eru meira að segja farnir að bjóða mér aukaverkefni því ég er svo dugleg, mhoohoho!! Aldrei skeð. Mér finnst nefnilega mjög gott að geta gleymt mér í lærdómnum sérstaklega á kvöldin þegar börnin eru sofnuð því mér finnst svooo leiðinlegt að horfa á sjónvarpið nema uppáhaldið mitt Greys anatomy sem fer alveg að byrja. Ég hef líka alltaf verið svo fljót að gefast upp, ef ég sá eitthvað sem ég gat ekki þá bara "damn alltof erfitt og ég get ekki lært þetta" en auðvidað getur maður það ef viljinn er fyrir hendi. Einsog þegar ég byrjaði í skólanum í bókfærslunni, horfði ég fyrst á hana og hugsaði með mér að þetta væri alltof erfitt og ég gæti þetta ö-a aldrei en neinei ég er svo dugleg að sá kennari er að bjóða mér aukaverkefni ehe!! Ég get, ég ætla, ég skal!!
Helgin pökkuð af skemmtilegum hlutum, sund, matarboð, morgunkaffi-boð og knúsa öll börnin mín fast og vel og segja þeim einsog ég geri á hverjum degi "ég elska ykkur".
Þykir vænt um ykkur líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
3.10.2007 | 12:45
Lion in the house
Hetjan mín dugði ekki lengi á leikskólanum í dag eða sirka tvo tíma en fannst samt gott að hún gat verið svona lengi. Hún var dáltið þreytuleg þegar ég fór með hana í morgun og vildi heldur ekki fara í leikskólann og það reynir mjög á mömmuhjartað þegar hún grætur. Hún hefur kvartað mjög mikið í morgun vegna hausverks og verkja í tönnunum. Grét mjög sárt í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum því henni var svo illt þannig það var ekkert annað að gera í stöðunni en að gefa stúlkunni verkjastyllandi og lagðist svo með henni í rúmið og þar liggur hún núna mjög vel vafinn í pabbasæng og sefur vært.
Ég og Þuríður mín eru svakalega sængjakonur eheh, við elskum að liggja vel vafnar inní hana well reyndar það sem er eftir að minni sæng sem eru nokkrar fjaðrir thíhí!! Elska hana samt!! Sængin mín er líka komin vel á aldur sirka 20 ára gömul þannig hún er vel nýtt, kanski komin á nýja? Hmmm!!
Áttum að mæta uppá spítala í morgun en því var seinkað þanga til á morgun og þá þarf að ath afhverju hún er með svona mikla verki í tönnunum? Ég vona bara svo heitt og innilega að það eru "bara" fylgikvillar, aaaaarghhh!!
Annars fórum við Skari á myndina "Lion in the house" sem er verið að sýna á kvikmyndadögum í Regnboganum. Fjagra klukkutíma mynd sem sýnir sex ár hjá fjölskyldum og barna þeirra sem eru að berjast við þennan fjanda (krabbamein), alveg frá því það er að veikjast og þanga til þau vinna þessa baráttu og líka þanga til þau tapa. Þrjú af þessum börnum töpuðu þessari baráttu og mikið svakalega var erfitt að horfa á þetta og hvað fjölskyldurnar voru hugrakkar að leyfa myndavélunum að fylgja sér allan þennan tíma, vávh!!
Ég mæli eindregið með því að þið farið á þessa mynd, hún tekur mjög á, held að flestir í salnum hafi grátið eitthvað á myndinni enda allt raunveruleikinn. Ég myndi sérstaklega mæla með því að mínir vinir og ættingjar myndu fjölmenna á þessa mynd og sjá inní líf okkar sem eru að berjast, þið vitið ekkert allt þó þið séuð tengd okkur. Það er margt sem þið vitið ekki og getið ekki ímyndað hvað þetta tekur á enda ekkert sjálfsagt að hjónabönd haldist í svona baráttu svona án gríns. Þó við skari höfum bara orðið sterkari að hafa fengið þetta verkefni til okkar en þá er það ekkert sjálfgefið og þetta reynir miklar meir á en fólk heldur þó það sé mjög tengt okkur og haldi að það viti allt.
Það var einn strákur þarna sem hafði barist í 10 ár en því miður tapaði hann að lokum, vávh hvað það var erfitt að horfa uppá alla í kringum hann og hvað foreldrarnir (voru skilin) voru sannfærðir að vinna þessa baráttu og hættu ALDREI. Enda hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt og hvað þau voru dugleg að berjast saman og voru uppá spítala dag og nótt.
Það var þarna svo ein önnur hetjan sem minnti mig dáltið á Þuríði mína en eitt skiptið var sagt við foreldrana að fara bara undirbúa jarðaför því þetta væri búið. Stúlkan sannaði sig og hætti sko ekki að berjast og lifði í 18 mánuði í viðbót eftir að læknarnir voru búnir að segja að þetta væri búið. Svo var hún svo glöð að komast heim til sín hún grét að kæti "ég er svo hamingjusöm, ég er að fara heim til mín" og svo hágrét hún. Stuttu síðar tapaði hún. Svoooo ósanngjarnt.
Þessi stelpa átti 5 ára systir þegar hún dó og þetta hefur tekið svakalega mikið á hana síðustu ár, þó hún hafi verið þetta ung. Hún hefur átt erfitt (en leikstjórarnir voru með umræður eftir myndina og segja frá fjölsk. hvað þau eru að gera í dag), við höfum líka verið mjög meðvituð um hvað þetta getur gert okkar börnum þó þau séu þetta ung. Þetta hefur tekið rosalega á Perluna mína hana Oddnýju, hún á oft mjög erfitt. Held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta tekur líka á hin börnin þó þau séu þetta ung og þurfa meiri athygli en börn heilbrigðra systkina.
Þegar læknarnir sögðu við þessa foreldara að fara bara undirbúa jarðaför því hún ætti ekki langt eftir rifjaðist upp fyrir mér fundurinn okkar Skara með okkar læknum þegar þeir tilkynntum okkur það að æxlið væri orðið illkynja. Ég hef reyndar aldrei sagt frá þeim fundi því sumt finnst mér bara koma mér og Skara við og höfum það bara útaf fyrir okkur, sumt finnst mér líka óþægilegt að ræða við aðra en Skara og sumir ættingja minna finnst óþægilegt þegar maður er að tala um ákveðna hluti og langar ekki að hlusta á mann sem er kanski sannleikurinn. Svona er lífið!! Ég ætla kanski ekkert að fara mjög náið útí þann fund en læknarnir okkar sögðu okkur þá að Þuríður ætti ekki langt eftir en það myndi kanski ekki gerast á næstu vikum en það tæki einhverja mánuði en meðaltalið er sirka 2 ár. Þá átti maður að hafa það í huga hvernig maður vildi leyfa barninu sína deyja, hafa hana heima, uppá spítala? Hvernig haldiði fyrir mann að hlusta á svona, þetta er svo fjarlægt og eitthvað sem maður ætlar ALDREI að upplifa. Manni langar að sjálfsögðu ekki að hlusta á svona en þau eru að sjálfsögðu bara að reyna undirbúa mann sem er kanski ekki hægt, ég var líka svakalega reið eftir fundinn að þeim skyldi detta í hug að segja þetta við okkur. Það er margt sem maður sættir sig ekki við þó það væri sannleikur en þið sjáið samt hetjuna mína í dag tæpir ellevu mánuðir síðan æxlið breyttist og ennþá er hún hjá okkur þó hún ætti ekki að vera það. Kraftaverkin gerast!!
Eitt lokin með myndina en þá mæli ég líka með því að fólk fari á þessa mynd sem eru ættingjar eða aðstandendur fjölskyldna sem hafa misst börnin sín. Það getur engin ímynda sér hvernig er að missa barnið sitt og hvað þá hvernig foreldrarnir kveljast eftir á. Þó þessi barátta var búin hjá þeim en þá hefst bara önnur barátta að reyna lifa án litlu hetjunnar, halda fjölskyldunni saman og svo lengi mætti telja. En við fengum líka að sjá inní líf fjölskyldunnar þriggja eftir að þau misstu börnin sín, hvernig þeim gekk að halda lífinu gangandi. Díssess hvað þetta var erfið mynd. Ég mæli hiklaust að þið farið á hana, helst þið kæru vinir og ættingjar.
Ég veit alveg að allir mínir vinir og ættingjar vita að lífið hjá okkur er alls ekki svo auðvelt en vita samt ekki hvað þetta tekur mjööööööög mikið á taugarnar, það getur engin ímyndað sér þó það sé náskylt nema hafa lent í þessu sjálft. Maður á svakalega oft erfitt, nánast daglega enda horfum við á hetjuna okkar þjást og geta ekkert gert nema gefa henni krabbalyfin og verkjastyllandi. Ömurlegt!! Það er heldur ekki bara veikindin sem taka á, það er svo fullt meira sem maður þarf að hafa áhyggjur af sem tengjast að sjálfsögðu.
Orðin þvílík langloka, þið eruð ö-a hætt að lesa þannig ég ætla bara að hætta líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
2.10.2007 | 10:03
Helgin og fleira
Helgin var einu orði sagt frábær. Það var svo æðislega gaman að sjá hvað allir voru glaðir og þakklátir að komast svona í burtu, gott að hitta fólk í svipuðum sporum og maður sjálfur. Æjhi það var bara svo yndislegt að sjá hvað allir skemmtu sér og reyndu að gleyma sér aðeins. Bara gaman!! Allir sem vildu var boðið á Westham-Arsenal og þvílík og önnur eins stemmning upplifir maður ekki oft á ævinni þó maður sé ekki mikið fyrir enska boltann, söngurinn í stuðningsmönnum og stemmarinn þegar Arsenal skoraði. Vávh!! Öllum var líka boðið út að borða og það var æði. Þetta væri eitthvað sem ég vildi gera aftur og gleðja fleiri foreldra, endalaus gleði!!
Ég og Skari höfðum það líka hrikalega gott, sváfum svakalega mikið, röltum um London, borðuðum góðan mat og höfðum það bara gott saman. Þvílík hleðsla!!
Þuríður mín var reyndar dáltið slöpp um helgina, lá mikið fyrir en hafði það samt rosalega gott í dekri hjá Lindu frænku og ömmu Oddný, reyndar finnst mér svakalega erfitt að vera svona frá henni þegar hún er svona slöpp. Þannig maður átti líka smá erfitt úti og vera ekki hjá henni að knúsa hana en ég vissi að hún var í góðum höndum en samt er það erfitt. Hún kvartaði dálítið við mig í gær þegar ég var búin að sækja hana að henni væri svo illt í tönnunum og svo grét ofsalega sárt þannig á morgun þegar ég mæti með hana uppá spítala þarf ég að láta ath það. Kanski eru þetta fylgikvillar, ég veit það ekki? Þessi krabbalyf fara ekkert ofsalega vel í hana, vaknaði reyndar hress í morgun en er fljót að slappast niður. Hún verður væntanlega mikið heima næstu daga/vikur/mánuði ég veit ekki hvernig þessi meðferð mun þróast hjá henni en þá þarf mín líka að vera mjög skipulögð með námið því það er ofsalega erfitt að læra með hana heima svona slappa því þá vill hún bara kúra hjá mömmu sinni ekki það að mér finnist það eitthvað slæmt, elska að hafa þau liggjandi í hálsakoti.
Þuríður talaði um alla helgina að henni langaði svo í ný náttföt sem ég reyndar skyldi mjög vel enda orðin einsog strekkt brúða öllum náttfötunum sínum. Hún sagði við Lindu sína að mamma sín ætlaði að kaupa náttföt handa sér í London og auðvidað gerði ég það fyrir hetjuna mína og Oddný pantaði Dóru dúkku og Theodór er líka farinn að panta dót sem er buggy byggi sem er Bubby byggir ehe. Auðvidað gleður maður þessi kríli með smá gjöf þegar maður kemur heim og það sem þau panta reyndir maður að uppfylla.
Oh mæ god hvað hann litli pungur var glaður að sjá mömmu sína og passar svona líka vel uppá mig ehe, liggur fastur hjá mér og passar að engi komi nálægt mér ehhe!! Eitthvað hræddur um að mamma sín skreppi í burtu aftur.
Frí í leikskólanum í dag, reyndar í gær líka en þá eyddu þau deginum hjá ömmu Oddný. Reyndar er ég eiginlega fegin að það er frí þá fær maður líka svona extra dag með þeim, búin að vera svo lengi í burtu, ok bara þrjár nætur en samt svo lengi.
Oddný að biðja mig um að gera sig fína þannig mín þarf að finna burtsa og teygju, bið að heilsaaaaaaa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.10.2007 | 17:45
Komin heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.9.2007 | 17:04
Nýjasta Mannlíf
Ákvað að skella inn einu bloggi svona rétt áður en ég fer í helgarfrí, víííí!!
Það er nefnilega grein um bloggið mitt í nýjasta Mannlífi, hef sjálf ekki lesið blaðið og veit ekki hvernig það kom út. Það var blaðamaður sem hringdi í mig og var að spurja mig spjörunum úr með bloggið mitt og veikindi Þuríðar. Vildi að öll þessi viðtöl sem hafa verið tekin við mig væru útaf einhverju öðru en veikindum Þuríðar minnar, en að tala um veikindin hennar gera mikið fyrir mig enda hef ég aldrei verið feimin við þá umræðu. En vill samt ekki ræða veikindin hennar við fólk í glasi þess vegna fer ég svona lítið útá lífið (sem sagt aldrei) því það bregst ekki að einhver full manneskja sem getur ekki talað við mig edrú kemur full til mín og fer að ræða hana á fullu. ÞOLI EKKI!! Vona bara að þetta hafi komið vel út því allt sem viðkemur hennar veikindum vill ég sé talað vel um ekki með neinar ýkjur einsog eitt tímaritið hérna á klakanum reyndi að gera með veikindin hennar. Vávh hvað ég varð reið!! Ég vill ekki að blöðin hérna á klakanum séu að reyna gera einhverjar æsifréttir útaf veikindum hennar, takk fyrir það!!
Jæja þá er best að fara gera okkur börnin reddí en þau eru að fara til ömmu Oddný og svo fær Þuríður mín að fara til Lindu og strákana á morgun og vera þar í tvær nætur. Mamma ætlar að elda eitt af mínum uppáhalds mat kjötsúpu, slurp slurp!! Þannig við borðum þar í kvöld, ég bíð eftir að hún bjóði mér í svið, namminamm!!
Farin í fríiiiiiiiiiiiiiiiið og til að gera ekki neitt......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
98 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar