Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ekkert....

Ég skal vekja þína gleði
Svæfa þína sorg
Það hugnast mér
og hæfir þér.

Þuríður mín fór í leikskólann í morgun var reyndar ekki sátt en er það nú vanalega ekki lengi.  Hún er sem sagt öll að hressast, reyndar lá fyrir hálfann daginn í gær en hresstist öll við að fá Oddnýju sína heim ogþá lifnaði yfir henni og tilbúin í fíflalætin. 

Við Skari fórum í leikskólan í morgun en leikskólan var að fara á leikritið "langafi prakkari" og að sjálfsögðu mættum við til að fara með skvísunum.  Oddný er nú vanalega ekki sátt til að byrja með en alltaf eftir að leikritin byrja sér hún alveg hvað þetta er mikið stuð.  Ef ég á að segja einsog er þá var þetta ekki skemtilegasta leikrit sem ég hef farið á en stelpurnur skemmtu sér konunglega, hlógu mikið en við Skari að sofna thíhí endaer þetta leikrit gert fyrir krakka á leikskóla aldri þannig það er ekkert að marka eheh!!

Fór með litla krullukarlinn minn í klippingu áðan, fer alltaf næstum því að gráta að senda hann þangað mhuhuhu!!  Lét nú ekki klippa mikið þar sem mig langar að það sjáist eitthvað í sætu krullurnar en ég veit líka að þær koma alltaf aftur þar sem hann er með hárið hans pabba síns sem sagt liðað og flott.  Hann á ö-a einhverntíman eftir að vera pirraður á þessum krullum hemmhemm!!

Langar annars einhverjum að koma með mér á byrjendanámskeið í golfi núna í vor? Woundering

Ofsalega ómerkilega fréttir í dag sem mér finnst bara gott því þá veit ég líka að Þuríði minni líður vel sem eru reyndar bara góðar fréttir en ekki ómerkilegar.

Hasta la vista.......   Endilega einhver að koma með mér á námskeið.


Helgarfréttir

Þó Þuríður var að slappast á fimtudag og var slappari á föstudag ákváðum við eftir mikin umhugsunarfrest að fara með fólkinu mínu í sveitina.  Mamma og pabbi voru búin að leigja bústað fyrir hele familíen sem sagt þau, okkur systkinin, maka og börn fyrir langa löngu og við vorum búin að vera hrikalega spennt að fara og gera ekki neitt eða kanski borða góðan mat, spila, fara í pottinn, út að leika, borða ennþá meira og njóta þess bara að vera saman.  Við sjáum engan veginn eftir því að hafa farið, það var ótrúlega gaman, rólegt og fínt. 

Þuríður var slöpp um helgina, búin að sofa mikið eða sofnaði um hálf átta í gærkveldi og ég vakti hana núna um níu því ég hafði smá áhyggjur af henni.  Hún byrjaði á því að kvarta undan maganum sínum og vildi fara á klósettið að gubba en það tókst ekki, alltaf þegar hún byrjar að sofa svona og kvarta fæ ég hrikalega í magann.  Er þetta að byrja aftur fer ég að hugsa?  Andskotans, djöfulsins en vonandi ekki samt.  Hún fór að sjálfsögðu ekki á leikskólan í dag en ef hún hressist í dag fær hún að fara á leiksýninguna á leikskólanum á morgun en ekkert meira.

Mér finnst ég vera eitthvað svo dauf þessa dagana, veit ekki alveg afhverju?  Jújú ástæðurnar geta verið margar en svo er það bara þreytan sem er að fara með mig, maður þarf líka að reyna vera kátur allan daginn en það er nú BARA fyrir börnin mín (Óskar minn skilur þetta), reyna að vera skemtileg og gera eitthvað skemtilegt með þeim en finnst það líka ofsalega erfitt sérstaklega þegar ég horfi á hetjuna mína og hún skilur ekkert.  Hún er að taka inn tonn af lyfjum einsog ekkert sé sjálfsagðara, það er einsog ég sé að gefa henni nammi þegar hún gleypir þetta og svo veit maður aldrei hvernig henni líður sem mér finnst erfiðast.

Ég hefði aldrei getað trúað þessu að barnið mitt myndi geta orðið svona veikt þegar ég fékk hana fyrst í fangið fyrir tæpum fimm árum, litla lukkutröllið mitt einsog ég hef alltaf kallað hana.  Hún fæddist með svo mikið hár, fór í sína fyrstu klippingu þriggja mánaða, ég man hvað mömmu fannst gaman að taka húfuna af henni til að sýna öllum hárið hennar eheh!!  En núna er hárið hennar að koma aftur, það er svona líka þykkt og svo mjúkt fólki finnst svo gaman að renna í gegnum það því það er svo mjúkt ehe!!  Hárið sem hún missti eftir geislan í des á hliðunum er líka að koma aftur æjhi þá getur hún kanski farið að fá teygju í hárið sem henni langar svo að fá alveg eins og systir sín.

Annars sýnist mér hún vera að hressast aftur, samt erfitt að segja en ég held það samt.

Ég ætla að reyna að hugsa um komandi helgi þegar við Skari ætlum að senda ÖLL börnin í pössun í nokkrar nætur og njóta þess að vera saman og gera eitthvað skemtilegt saman.  Skari fékk nefnilega svo skemtilega jólagjöf síðustu jól sem við ætlum að nota næstu helgi.W00t  Ég ætla allavega að reyna vera spennt en finnst það samt erfitt ef hún fer ekki að hressast en það er vonandi í áttina.

Farin að knúsa Þuríði mína og Theodór minn en Oddný mín fór að sjálfsögðu á leikskólan.


Það sem ég þoli ekki...

Alltaf þegar ég er nýbúin að segja að Þuríður mín er súper dúper hress þá fer hún alltaf að slappast þess vegna reyni ég alltaf að passa mig á því að reyna ekki að tala of mikið um það þegar hún er svona einsog hún hefur verið undanfarnar vikur.  Jamm hún er að slappast núna, hún lá einsog slitti í gærkveldi í fanginu hjá mér, engin mátti koma við hana, vildi ekkert borða og kvartaði aðeins sem hún er ekki vön að gera.  Reyndar er hún að slappast núna útaf flensu sem er nottla betra en hitt en samt ekkert svakalega gott, krampatíðnin hennar getur núna farið að aukast útaf hita sem mér mun kvíða svakalega fyrir ef það gerist.  Hún liggur núna uppí sófa og horfir á Höllu sína hrekkjusvín og vini, búin að vefja sænginni hennar þétt utan um hana, setja pullur útum allt þannig hún hafi það sem allra sem best eða eins gott og hún getur haft það. 

Það er líka annað sem ég þoli ekki sem hefur reyndar ekki gerst nýlega og ég aldrei talað um hérna en það er þegar lesendur mínir hringja í mig (sem ég þekki EKKERT) og fara að segja mér hvernig það sé hægt að lækna Þuríði mína.  Ég er ekki að reyna vera dónaleg, gæti farið í suma en sorrý ég er ekki að fíla þetta, þegar ófaglært fólk er að hringja í mann, senda manni sms og segjast alveg vita hvernig það sé hægt að lækna hana.  Við treystum læknum okkar 150%, þó ég verði stundum pirruð útí þá að vita ekki neitt og geta ekki gert neitt meira fyrir hana þá veit ég líka að ófaglærðir vita ekki betur og ekki einu sinni reyna þetta.  Þetta fer ótrúlega í mig, sorrý!!  Það er nógu erfitt að horfa uppá barnið sitt þjáðst en þegar fólk útí bæ þarf að skipta sér af og segja hitt og þetta og afhverju geri ekki þetta og blablabla.  Jú mér finnst ofsalega sætt þegar gamlar konur eru að hringja í mig og segja við mig gömul húsráð hvað sé gott að borða fyrir hana og allt svoleiðis en þær eru heldur ekki að segja að það sé einhver lækning í því bara að það sé gott fyrir hana.  Ég get alveg farið nánar útí þessar hringingar en ætla ekki að gera það, langaði bara að koma með þessa ábendingu. 

Svo er eitt annað það er bíllinn minn, andskotin hafi Heklu!!  Sorrý!!  Við eigum rúmlega tveggja ára gamlan bíl sem er kanski ekki frásögufærandi en þegar maður þarf að eyða fleiri fleiri hundrað köllum í viðgerðir á bílnum því það er allt að klikka í honum.  Fórum með hann í viðgerð í gær og við hefðum frekar átt að kaupa okkur nýjan fyrir viðgerðapeninginn hefði allavega gert það ef ég hefði efni á því.  Kanski hefur maður frekar efni á því að kaupa sér nýjan og borga aðeins meira á mánuði heldur en að eyða fleiri fleiri hundrað köllum í viðgerðir.  Jú við þurftum að fara með hann á verkstæðið hjá Heklu sem er það dýrasta á svæðinu, gátum ekki farið með hann annað til að halda ábyrgðinni.  En við þurftum samt að borga alla viðgerðina, þannig maður fer að pæla undir hvað felst þessi fræga ábyrgð?

Ég er eitthvað svo pirruð í dag, gott samt að koma þessu frá sérWhistling.

Veit ekki hvernig fer með skemtilegu helgina okkar sem var/er framundan, var farin að hlakka svoooo mikið til, stelpurnar hrikalega spenntar og verður ömurlegt að þurfa sleppa þessu öllu.  Mhuhuhu!!

Allavega góða helgu ágætu lesendur, vonandi verður helgin góð hjá ykkur.  Gangi hægt um gleðinnar dyr, munið að spara ekki knúsin þau eru svo góð.

Eitt í lok en "Katrín mig minnir að þú spilar golf og þú er nú bara rétt 25 ehehe" Knús á þig!!


....

Ég skil ekki þessa þreytu sem er að hrjá mig þessa dagana, ég er reyna borða öll vítamín sem ég finn í apótekum búin að fylla ísskápinn af þeim en þau gera ekkert gagn.  Dæssúss mar!!  Ég gæti sofið allan sólarhringinn og ég er bara ekki að fatta þetta, álagið er frekar minna þessa dagana heldur en áður, Theodór minn vaknar mesta lagi einu sinni á nóttu og það er bara til að fá tappan sinn.  Stelpurnar sofa oftast allar nætur fyrirutan nokkrar sem þær skríða uppí til okkar, ég tek inn fullt af vítamínum, hreyfi mig einsog ég get, fer aldrei seint að sofa þannig ég stend bara á gati?  Þessi þreyta mætti alveg fara koma sér í burtu ekki seinna en núna.  Aaaaaaaaarggh!!

Kanski er þetta bara aldurinn, dóóhh!!  Ekki langt í það að ég nálgist fertugsaldurinn eða bara fjórir mánuðir, það er þegar byrjað að bjóða manni í þrítugs afmæli sem verða ö-a allnokkur þetta árið.  Aarrghh hrikalega erfitt að eldast svona, hef ekki ennþá ákveðið mig hvað mig langar að gera tilefni þessa stóra viðburðs, þó ég eigi ekki afmæli fyrr en 12.júlí þá er ég mjög skipulögð manneskja þó það sé erfitt í þessum aðstæðum sem við fjölskyldan erum í en einsog ég hef sagt áður þarf maður að plana hlutina en hættir þá bara við ef aðstæðurnar segja til.  Ég rokka á milli að vilja halda stóra veislu vera með besta veislustjóra ever eða þann sem var í weddinginu okkar SkaraWink, Sálin að spila nei ok aðeins farin útí öfgar eða bara rólegt og fínt með mínum nánasta nú eða bara taka upp golfsettið mitt sem ég hef nota bene aldrei notað ehe og fara í golfferð með Skara mínum (það er allavega hans draumur ehe).  Hmmm!! Veitiggi neitt?

Þuríður mín er superhress, mætir galvösk í leikskólan, ekkert svo erfitt að vekja hana á morgnana allavega ekki einsog áður, leggur sig bara hálftíma á daginn eða fær ekki að sofa lengur því þá fer hún svo hrikalega seint að sofa á kvöldin.  Þannig að statusinn á hetjunni minni er bara góðurSmile.  Ég verð samt alltaf svo hrædd þegar ég sé hana eitthvað "slappa/þreytta" ef hún vill bara liggja fyrir og hafa það rólegt þá verð ég svo hrædd að núna er hún að slappast, æxlið að stækka en ekki bólgur sem sýndu í myndatökunum.  Maður er alltaf með allan varan á þó ég reyni einsog ég get að gera það ekki en þá tekst það ekki alveg.  Hún nefnilega talar mjög mikið þessa dagana að hún sé lasin, henni er illt hér og þar en svo veit maður ekki hvað það sé mikið til í því?  Er henni svona illt eða er hún bara að segja þetta því það er talað mikið um veikindin hennar í kringum hana?  Erfitt að segja?

Hún er byrjuð í nýrri sjúkraþjálfun sem við erum svakalega ánægð með, hætt hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra því hún var ekki að fíla sundið sem hún var í.  Þannig núna erum við komin í greiningarstöðina sem við erum svakalega ánægð með sérstaklega hún því þar fær hún að fara t.d. í fótbolta og marga aðra boltaleiki og skemtilegar æfingar sem hún fær að gera þar.  Fær að sjálfsögðu að fara í KR-búningnum sínum á æfingarnar sem ég held að hún sé mest ánægðust með.W00t

Nenni ekki að bulla meir í dag, þarf að fara undirbúa helgina vííííí!!  Svakalega skemtileg helgi framundan hjá okkur fjölskyldunni sem ég get ekki beðið eftir.


7.mars

Guð elskar lítilmagnann, þann sem er útskúfaður og þarf að berjast fyrir lífinu svo að draumar hans rætist.  Hann er nálægur þeim sem hafa sundurkramið hjarta.  Hann vill fá að snerta hjörtu þeirra með kærleika sínum og lækna þau.

Fallegasti drengurinn

P3040697
Þetta er hann Theodór minn Ingi

Kraftaverkið mitt

Mér finnst ég eiga hlut í einni hetju og miklu kraftaverki án þess að mamma hennar viti af því, mér hefur funndist eiga í henni síðan síðasta sumar þegar ég hitti hana.  Ég hugsa daglega til hennar sérstaklega eftir að við fengum þær hræðulegu fréttir að æxlið hennar Þuríðar minnar væri orðið illkynja.  Svo vildi svo skemtilega til að ég fékk eitt af fallegustu mailum sem ég hef fengið, góðu og miklu peppi í síðustu viku sem var reyndar frá mömmu þessara hetju.  Ég hef reyndar ekki svarað henni en ég geri það kanski bara hér opinberlega þó ég nefni engin nöfn þá veit ég að mamma hennar veit að ég er að tala um hanaWink.

Mér fannst ofsalega gaman að fá þetta mail einsog flest mailin sem ég fæ ég segi flest því öll eru ekki falleg því miður en þetta var æðislegt mail.  Mamma hetjunnar er að tala um biðina sem er að sjálfsögðu sú erfiðasta í heimi en einsog ég Skari vorum að tala um eftir að við vorum búin að lesa mailið þá viljum við frekar bíða alla ævi eftir svörum heldur en að fá einhver slæm svör frá doktorunum, á meðan við höfum Þuríði mína hjá okkur og hún er einsog hún er í dag þá þarf ég ekkert að vita meira.  Hún má vera ofvirk, hvatvís og svo lengi mætti telja, mér er alveg sama ég hef hana hjá mér sem er æðislegasta í heimi.

Læknarnir hafa tilkynnt okkur að hún Þuríður eigi ekki framtíðina fyrir sér en ég neita að trúa því fyrr en annað kemur í ljós því einsog með þessa hetju mína þá var sagt við foreldra hana að hún myndi ekki ná eins árs aldri, svo var vonast til að hún næði þriggja ára aldri svo hún kæmist í geislameðferð sem hún gerði.  Læknarnir voru búin að tilkynna þeim að engin sem væri greindur einsog hún myndi ná að lifa í 65 mánuði í viðbót en það gerði þetta kraftaverk og í dag er hún að mig minnir 11 ára.  Þannig það er ekki alltaf hægt að taka treysta á læknana, þeir vita ekki allt sem betur fer segi ég bara. 

Mér finnst æðislegt að hugsa til þessa kraftaverks því ég fæ mikla von með Þuríði mína að hugsa til hennar.  Ekki getur þetta kraftaverk farið í aðgerð einsog Þuríður mín, ekkert hægt að gera meir fyrir mína hetju nema kanski ár eftir síðustu geislameðferð getur hún farið í aðra geislameðferð.  Jíbbíjei!!  Næst þegar ég hitti hina hetjuna mína mun ég mæta með teygjubyssu einsog Halla Hrekkjusvín á þar að segja ef hún er ennþá mikli aðdáandinn einsog síðasta sumar og gefa henni.  Ég man svo vel hvað hún dýrkar Höllu og Sollu þegar við hittum þær síðasta sumar og hvað henni langaði svo í svona teygjubyssu einsog Þuríður mín á og að sjálfsögðu Halla hrekkjusvín.  Ég lofa!!Grin

Mig langar að senda stórt knús til mömmu þessa kraftaverks og takk æðislega fyrir bréfið frá þér, þú getur ekki ímyndað þér hvað ég met það mikils og þú mátt líka knúsa þína sætu dós frá mér.

Annars áttum við æðislega helgi, sólarhringurinn uppí bústað var geggjaður.  Grillað, farið í pottinn, horft á hana leiðinlegu Ellý en skemtilega x-factor og leikið okkur í öllu dótinu.  Geggjað góður draumur!!

Við Skari fórum svo að heiman á laugardeginum um kaffileytið, fórum á Grand rómantík, úllala!! Fórum útað borða slurp slurp endalaus góður matur, fórum á Ladda-showið sem var æðislega skemtilega fyndið, mæli eindregið með því.  Nutum þess í botn að fara sofa án þess að þurfa svæfa neinn og vakna þegar okkur langaði að vakna, erum reyndar orðin svo gömul þannig það var ekkert sofið út ehehe!!  Knús til ykkar tengdó fyrir að taka börnin að ykkur þennan sólarhring, núna bíð eftir því að einhver bjóði sig fram til að passa svo við getum farið í bíó en það er meira en ár og aldir síðan ég fór í bíó síðast. "mamma júhú!!"Tounge

Drengurinn að sofna í fanginu mínu þannig það er best að setja hann uppí rúm svo það fari betur um hann, annars var hann að læra að klifra eheh.  Hann er uppum allt og inní öllum skápum en bara þar sem hann finnur kexlykt thíhí!! Yndislegastur!


Doktor sáli

Það er svo ótrúlega skrýtið (kanski er það ekkert skrýtið) hvað fólk skammast sín fyrir það að þurfa leita sér hjálpar og það er ennþá þessi femini hjá fólki að viðurkenna það að það er þunglynt eða hreinlega líður bara illa útaf kanski engu en þá þora fáir að "koma útur skápnum" með það. Ég þekki nokkrar manneskjur sem eru þunglyndar en þora ekki að tala um það og leita sér ekki hjálpar og þar af leiðandi get ég ekki ímyndað mér það að þeim líði en verr við það.  Ok þessar manneskjur tala kanski ekki um þessi "veikindi" sín en maður sér það alveg langar leiðir að það er eitthvað að hrjá þær, kanski vilja þær ekki bögga neinn með þessu ég veit það ekki og kanski vilja þær heldur ekki að neinn viti að þeim líði svona.  Það eru líka margir sem skammast sín líka við að þurfa leita sér hjálpar sem fólki finnst kanski frekar asnalegt að þessi eða hinn hrjáist af þessum "veikindum", oft er eða var allavega litið niður á fólk sem segist eða er sagt að það sé þunglynt ég veit það ekki, ég geri það allavega ekki og mér finndist bara skref frammá við hjá þessum ákveðnum manneskjum að leita sér hjálpar og viðurkenna "veikindin" sín.

Afhverju er ég að tala um þetta?  Það er ekki af því ég er þunglynd en ég þarf að leita mér aðstoðar hjá sérfræðingum vegna þess sálarlífið mitt er kanski ekki í rúst en það er mjög slæmt vegna veikinda hennar Þuríðar minnar.  Það er ýmislegt sem hvílir á manni og að sjálfsögðu þarf maður einhvern til að tala við og þá hjá fólki sem er lært til að reyna hjálpa manni annars veit ég sjálf að þetta versnar tífalt.  Jújú ég get alveg talað við Skara minn en hann er samt engin sérfræðingur og veit hvað þarf að gera til að reyna bæta hlutina. 

Ég fór til doktor sála í gær ásamt Skara mínum en við erum að sjálfsögðu að reyna gera þetta saman og auddah er það líka í boði að við förum í sitthvoru lagi sem við höfum örugglega gott af líka en ég er ekki ennþá tilbúin til þess.  Það þurfti mikið til að ég samþykkti að leita þessar hjálpar, Skari búin að "röfla" mikið um það að við ættum að fara en ég hélt alltaf að ég gæti bara unnið úr þessu sjálf en hlutirnir eru ekki svo auðveldir.  Það var ótrúlega erfitt að koma sér afstað í þessa hluti en eftir tíman í dag leið mér ótrúlega vel og við ætlum að reyna hafa þetta reglulegt.  Við vorum byrjuð að mæta fyrir jól en svo var eitthvað svo mikið að gera, Þuríður í geislameðferð og fleira eða kanski reyndi ég bara að hafa mikið að gera til að reyna sleppa við að fara.  Ekki það að doktor sáli sé slæmur hann er gull af manni og mjög gott að tala við hann en einsog ég sagði þá hélt ég bara að ég gæti unnið úr þessu sjálf.  Ef ég er ekki heil þá get ég ekki hjálpað Þuríði minni og sinnt hinum börnunum mínum almennilega sem er ekki í boði þannig þá verð ég líka að fá hjálp.

Það var mikið fróðlegt sem kom útur þessum fundi í morgun ekki það að ég ætli alltaf að fara útí alla fundi sem við förum á en þá spurði doktor sáli hvort við færum eitthvað án þess að það væri talað um krabbamein eða veikindin hennar Þuríðar minnar.  Hmmm!!  Svarið er bara stórt NEI alveg sama hvert við förum þá er ALLTAF talað um veikindin hennar Þuríðar minnar, við getum ekki farið í veislur eða á tjúttið án þess að maður hittir einhvern sem verður að spurja mann spjörunum úr.  Ég veit að það er vel meint en stundum langar manni bara að reyna gleyma sér og ekki tala um nein veikindi.  Okkur Skara var boðið í afmæli um daginn en ég treysti mér ekki til þess að fara(Skari fór)því ég vissi að ef ég færi í þessa veislu þá yrði byrjað að tala um veikindin (sem var að sjálfsögðu gert við Skara) og mig langar ekki að fara í eitthvað partý sem fólk er að drekka að það talar varla um neitt annað en veikindin.  Það er sérstaklega algengt að fólki komi til manns sem ég þekki varla eða myndi ekki einu sinni heilsa útí búð en er í glasi og það byrjar að spurja mann spjörunum úr sem er alveg óþolandi, afhverju getur fólk ekki heilsað manni þegar það er edrú en byrjar svo að tala um þetta þegar það er í glasi?  Já ég þoli það ekki.

En mikið ofsalega langar mig að skella mér á eitt stk Sálarball en langar það samt ekki því ég veit hvað gerist ef ég geri það, ég fæ ekki að skemmta mér og reyna aðeins að gleyma mér á dansgólfinu.  Ég get það kanski ef ég er með Viggu vinkonu ehe því hún er ofsalega dugleg að segja fólki að halda KJ ef vogar sér að byrja spurja mann spjörunum úr sem er very nice en maður á samt ekki að þurfa lífvörð.  Finnst að fólk eigi að reyna sleppa því svona einu sinni sérstaklega þegar maður er að reyna skemmta sér að sleppa því að spurja mann, grrrr!!  Ég er kanski að segja ykkur þetta til að undirbúa ykkur þegar þið sjáið mig næst á einhverju Sálarballi ehe hvenær sem það verður þá megiði halda KJ eða bara tala um eitthvað skemtilegt.  Takk takk!!

Síðastliðið haust þegar við sáum að Sálin yrði í koben í apríl vorum við sko pottþétt á því að skella okkur en svo fór maður að hugsa "en ef Þuríður mín verður slæm?", "æjhi ég nenni ekki að borga múltí money fyrir að fara á þetta geggjaða ball og  ég hitti bara fólk sem ætlar sér bara að tala um Þuríði mína".  Þannig við hættum við sem var mér að kenna, dóóhh!!  Það er oftast ég sem dreg mig í hlé og treysti mér ekki í þetta og hitt en mikið ofsalega langar mig samt á ballið eheh en það er ekki í boði þar sem það er orðið uppselt sem betur fer eiginlega..  Ég bíð bara spennt eftir þar næsta balli þeirra og stefni kanski á að fara?

Læknarnir eru líka búnir að segja við okkur að við eigum ekki að hætta plana hlutina svona frammí tíman, við eigum að gera það þó maður sé hræddur við það en þá hættir maður bara við ef maður sér að aðstæðurnar séu þannig.  Ég ætla að reyna gera það þannig þó mér finnist það afskaplega erfitt.

Við fjölskyldan erum annars á leiðinni í bústað og ætlum að gista þar eina nótt, njóta þess að busla í pottinum, grilla, leika okkur úti og bara knúsast öll saman.  Svo á morgun ætlar tengdó að fleygja okkur Skara útaf heimilinu og þau ætla að yfirtaka heimilið í einn sólarhring á meðan við Skari gerum eitthvað fyrir okkur, ég hlakka endalaust til!!

Góða helgi kæru lesendur og munið það er engin skömm að líða illa og þurfa leita sér hjálpar allavega áður en það verður of seint, betra seint en aldrei.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband