Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Góðar og "slæmar" fréttir

Þá erum við búin að heyra í lækninum okkar, alltaf erum við í þessari óvissu endalaus óvissa en ég held samt að það sé betra heldur en við heyrum alltaf eitthvað slæmt, æjhi ég veit það samt ekki?  Allavega æxlið hjá Þuríði minni hefur frekar minnkað ef eitthvað er sem eru mjög góðar fréttir svo kemur alltaf ENN.....  Það er einhverskonar blaðra inní æxlinu sem hafði stækkað í síðustu myndatökum og hún hefur haldið áfram að stækka og að sjálfsögðu vill maður ekki að neitt sé að stækka þarna inni.  Þannig það eru ekki góðar fréttir en læknirinn okkar veit eiginlega ekki hvað hann á að halda með hana þannig næst á dagsskrá er að ath með smá ef það má kalla smá aðgerð hjá Þuríði minni og taka sýni úr þessari blöðru og það góða við aðgerðina að hún yrði gerð hérna heima sem betur fer. (en þetta eru mjög erfiðar aðgerðir, svo mikið sem þarf að fara í "gegnum")  Þeir eru komnir með aðeins betri græjur hérna heima heldur en þeir voru með fyrir rúmu ári síðan þegar við fórum með Þuríði til Boston.  Þannig okkar næstu fundur með læknunum er á fimtudaginn og þá fáum við væntanlega að vita meira og þá verða líka allir krabbameinslæknarnir búnir að tala saman.

Þannig biðin heldur áfram og ég held áfram að vera stressuð fyrir fimtudeginum og með mikla magapínu, þetta er ótrúlega erfitt allt saman. Aaaarghh!!  Við fjölskyldan höfum ákveðið bara að fara úr þessu stressi hér í bænum og ætlum að fara í sveitina og hafa það kósý saman.

Heyrumst síðasta lagi aftur á fimtudaginn þegar við erum búin að fundastCrying.

psssssssss.ssss æjhi ég nennti ekki að breyta textanum sem ég var búin að skrifa en málið er að æxlið hefur ekkert minnkað, það er svo erfitt að útskýra allt þetta læknamál sem ég er ekki alveg að orka í.  Skuggamyndunin í æxlinu hefur minnkað þar að segja á myndum, æjhi ég nenni ekki að útskrýa en það er allavega gott en blaðran sem er þar inní hefur stækkað og þess vegna getur verið að Þuríður mín hefur verið svona þreytt þú stækkun getur verið farin að þrýsta á sem er ekki gott.  Æjhi mér finnst ég alltaf hafa meiri og meiri vonda tilfinningu gagnkvart þessu öllu saman þegar ég hugsa meira um þetta þess vegna held ég líka að það sé gott fyrir okkur að fara í sveitina og anda að okkur einhverju öðru lofti og leika okkur í pottinum og fleira.
Knús og kossar
Slauga dapra


Niðurstöður í dag

Erum núna uppá spítala, Þuríður mín nýbúin í myndatökum og sefur vært núna.  Tókst glimrandi vel að taka myndir þó stúlkan hafi verið milli svefns og vöku en einsog alltaf eru hún mesta hetjan mín, fyrsta skipti heyrðist ekki í þegar hún var sprautuð þar að segja beint í handlegg en ekki í lyfjabrunninn.  Það er nefnilega ekki hægt að láta hana vera með nál í lyfjabrunninum í myndatökunu, æjhi flókið að útskýra þannig ég sleppi því.

Allavega við fáum væntanlega niðurstöður í dag þannig núna er bara stress í gangi, vonandi heyrið í mér sem fyrst eða seinni partinn.


Fullkomið kvöld

Gærkveldið var æðislegt, hef ekki skemmt mér svona vel lengi.  Einsog Óskar minn sagði við mig þá hefur hann ekki séð mig svona glaða í mörg ár eða réttara sagt tvö og hálft ár síðan Þuríður mín veiktist.  Ég er ekki heldur vön að njóta mín þegar ég fer á djammið útaf öllu fólkinu sem er að "ráðast" á mig en í gærkveldi var ótrúlega gaman, stuð og stemmarinn alveg þvílíkur.  Síðasta fólkið var að tínast heim að verða fjögur og það er nú bara heimsmet hjá okkur Skara að skemmta okkur svona lengi höfum oftast þol til miðnættis eheh erum orðin svo gömul mhoho!!  Þetta var líka allt fólkið mitt sem mér fannst æðislega gaman að vera innan um, takk æðislega fyrir mig kæru vinir og ættingjar þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér fannst gaman að fá ykkur til mín og hvað mér þótti rosalega vænt um að vera innan um ykkur.

P6032682
Ég og Vigga vinkona í stuði

P6022674
Á smá flippi með Garðari bróðir og 500kallinum sem mætti og hélt uppi stuði með gítari og söng, geðveikt gaman að fá hann í heimsókn.

P6022665
Þemað í afmælinu var "flipp" ehe en þarna eru Sammi mágur, Oddný systir og að sjálfsögðu ég.

P6032704
Nokkrir búnir að stilla sér upp með 500kallinum, en hvar var ég?

Læt þessar myndir duga handa ykkur, takk kærlega fyrir mig enn og aftur og mikið hlakka ég til að fara í Smáralindina og Kringluna til að eyða öllum gjafabréfunum mínum sem ég fékk frá ykkur.Wink


Tímaritið Ísafold

Ef þið hafið áhuga þá er viðtal við mig í nýjasta tölublaði hjá Ísafold nokkrar myndir líka ehe!!

Þuríður mín fer í myndatökurnar á mánudag en ekki þriðjudag en ég held samt að við fáum engar niðurstöður fyrr en á miðvikudag þannig það breytir ekki miklu þannig séð, læknirinn okkar nefnilega vinnur ekki uppá Barnaspítala á þriðjudögum en maður veit aldrei nema einhver annar tekur að sér að útskýra niðurstöður fyrir okkur?  Það eru nú nokkrir læknar í teaminu fyrir Þuríði mína þannig það gæti verið?  Ég er ótrúlega kvíðin fyrir niðurstöðum að sjálfsögðu, vonast ég eftir enn meiri minnkun en er hrædd við að það sé ekki.  Vona að þessi þreyta sem er að segja til sín sé "bara" útaf krömpum sem við sjáum ekki sem gæti verið en að sjálfsögðu væri best ef þetta væru bara þessir dagar.  Úfffhh ótrúlega erfitt að bíða eftir þessu og maginn verður alveg á hvolfi þanga til en þá er líka gott að vera með nóg fyrir stafni svo maður reynir að "gleyma" sér.

Ég er að fara niðrí Glitni í dag á smá "athöfn" tralllalala!!  Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að sækja um námsstyrk hjá þeim vegna námsins sem ég ætla að fara í haust sem verður reyndar í fjarnámi en allavega ég er að fara í nám, vííí!!  Námið er frekar dýrt allavega fyrir "atvinnulausa" manneskju eða það kostar 70.000kr og svo bækur bara frammað áramótum og mín ákvað að sækja um þennan styrk þegar ég sá hann auglýstan meira svona í ganni því ég bjóst aldrei við að fá hann en viti menn Glitnir ætlar að styrkja mig í námið eina önn, trallalala!!  Ótrúlega stollt af bankanum "mínum", ekki leiðinlegt!  Þannig mín er að fara þangað í dag og taka á móti þessum frábæra styrk þá verður ekki aftur snúið að sleppa því að fara í námið eheh!!  Get ekkert sagt núna að ég hef ekki efni á þessu eða þess háttar því bankinn borgar.

Í lokin langar mig að óska ykkur góðra helgar, mín er að fara halda uppá afmælið sitt á morgun (þrítugs) ef það var farið frammhjá ykkur eheh!!  Hlakka mikið til að vera innan um mitt fólk þannig það er best að fara gera eitthvað af viti, kanski þrífa?
Knús til ykkar allra og munið að knúsa hvort annað, endilega kaupa ÍsafoldWink.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband