Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
14.8.2007 | 15:34
Skrýtnir dagar/vikur
Mikið ofsalega eru þetta skrýtnir dagar eða síðustu vikur,suma daga er maður svo langt niðri og finnst allt svo hrikalega ómöglegt og þetta líf svo ofsalega ósanngjarnt. Hvað hefur barnið mitt gert til að verðskulda allt þetta sem hún hefur gengið í gegnum, afhverju hún? Ekki það að ég vilji að það sé einhver annar en samt spyr maður afhverju öll þessi litlu kríli sem maður veit um sem eru að berjast við þennan ljóta vibba og ekki bara litlu kríli heldur bara allir en þegar maður er í svona félagi sem enginn vill fara í eru minnstu krílin næst manni og það er hrikalega erfitt. Reyndar segi ég aldrei að Þuríður sé með karbbamein en það er eitt af þeim orðum sem ég reyni að forðast sem mest, jújú hún er með þennan fjanda bara aðeins ljótari og erfiðari þannig ég segi frekar þegar fólk spyr mig hvað hún sé með þá segi ég frekar "heilaæxli" (samt er það ekkert fallegra orð en það væri það ef æxlið væri góðkynja) og bíð bara eftir því hvort ég sé spurð tilbaka "er það illkynja eða góðkynja?".
Já síðustu vikur hef ég verið ofsalega langt niðri, kanski ekkert endilega bara vegna Þuríðar minnar æjhi jú þetta fylgir allt að þannig þetta tengist allt saman. Maður er bara með áhyggjur af öllu í kringum sig, æjhi erfitt að útskýra.
En núna síðustu daga hef ég verið að fara uppá við, er að bíða eftir svörum með Þuríði mína sem verða vonandi góð svör well ég er allavega bjartsýn á það. Þýðir ekkert annað! Ég er að vinna við svo skemmtilegt góðverk þessa dagana sem ég er alveg að farast úr stollti af, oh mæ god!! Þið fáið að vita eitthvað meira um það seinna, leyfa ykkur bara að vera forvitin allavega að sinni. Það er allavega margt skemmtilegt að gerast á næstu dögum/vikum sem mig hlakkar ofsalega mikið til og ég er að reyna hugsa bara um það þó það sé erfitt en þá finn ég alveg hvað ég er að komast upp aftur.
Ég var líka að panta sundnámskeið fyrir þær systur, sund þrjá daga í viku og þær byrja á þriðjudaginn. Jiiih ég er hrikalega spennt fyrir það, Þuríður mín elskar nefnilega að vera í vatni og líður svo vel þar og svo er Oddný orðin svo hrikalega klár farin að stinga sér einsog einhver keppnismanneskja og það er sko engin ýking. Ohh það er svo erfitt að eiga svona klár og efnileg börn ehe.
Ætli ég verði ekki að láta þetta duga í bili, öll börnin alveg orðin trítilóð ehe vilja smá athygli þannig við erum farin útá pall að leika.
Tjaó bella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.8.2007 | 10:17
Tilhlökkun og kvíði
Mér kvíður ofsalega fyrir vetrinum en hlakkar líka mikið til. Ástæðan fyrir tilhlökkuninni er að mín er að fara í skóla reyndar fjarnám því ég get ekki verið í dagnámi og er ótrúlega spennt að fara byrja. Var að sjá greinarnar sem ég mun taka fyrir áramót, skíííítlétt eheh!! Mun taka þess önn með trompi og rúlla yfir þetta en ég mun taka fjórar greinar og finnst það eiginlega of lítið núna þegar ég sá greinarnar eheh!! Well alveg nóg í bili, má ekki vera of gráðug. En mig hlakkar óendanlega mikið til að takast á við þetta verkefni.
Kvíðinn er jú mjög mikill fyrir vetrinum, ég er ekki hrædd við að mistakast í skólanum og ef ég mun ekki þola álagið við að vera í skóla og sjá um Þuríði mína (og að sjálfsögðu hin líka) þá verður það líka bara alltílagi og ég mun fresta þessu en ég er minnst kvíðin fyrir því, því ég veit að ég mun taka þetta með trompi. Málið er bara að ég hef ekki hugmynd um hvernig veturinn verður hjá Þuríði minni, hvernig meðferð mun taka næst við? Hvernig mun þetta allt saman fara í hana? Margar vangaveltur og mikill kvíði. Við bara bíðum eftir svörum og munum ö-a þurfa bíða í einn ef ekki tvo mánuði til að fá lokasvar sem er endalaust erfitt, ég ætti að vera orðin heimsmeistari í þessari bið og er það ö-a en get aldrei vanist henni. Ætti nú að vera góð tilfinning að vera heimsmeistari í einhverju? Hmmm!! Hef ekki funndið fyrir henni?
Helgin var annars ágæt hjá Þuríði minni, að sjálfsögðu er hún fljót að þreytast og var sofnuð rúmlega sex í gærkveldi/dag og vaknaði í morgun til að fara í leikskólann. Hún finnur það alveg sjálf hvenær hún hefur orku í að gera hlutina og hvenær ekki sem er mjög gott, hún er t.d. farin að leggjast uppí rúm og hvíla sig kanski í hálftíma til einn og hálfan en það er ekki til að sofa bara aðeins að hvíla sig og svo stendur hún upp fersk. Mér finnst líka æðislegt hvað hún er mikið að leika sér við nágranna-krakkana, krakkarnir hérna í sveitinni labba bara á milli íbúða og leika sér hér og þar og Þuríður mín finnst það æði. Mér finnst nefnilega æðislegast því krakkarnir eru ekki að leika við hana einsog minnimáttar eða koma fram við hana einsog hún er veik, þau koma fram við hana einsog jafningja sem ég er kanski ekki vön að sjá en mér finnst það æðislegt. Hún fær að vera með í öllu en þarf ekki að elta og reyna mikið að vera með, hún er bara ein af þeim. Foreldrar krakkana finnst við Skari ö-a geðveik þegar þau sjá okkur vera stollt að horfa á hana leika við hina krakkana ehe og tala um það, en þetta erum við bara ekki vön að sjá. Bæði að sjá hana virkilega leika sér í leikjum og sjá hana fá að vera með í leikjunum, yndislegast!! Að sjálfsögðu missir hún stundum einbeitinguna og snýr sér að allt öðru og fer að forvitnast um heiminn en ég meina maður lærir aldrei ef maður er ekki forvitin.
Dvel ég í draumahöll..............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.8.2007 | 09:36
Washington calling.....
Jæja þá erum við búin að fá fyrstu hringinguna frá Washington en það var víst ekki New York sem er nú aukaatriði, allavega þetta var góð hringing sem ég ætla kanski ekki að fara nánar útí fyrr en þetta er allt komið á hreint. Allar myndir af höfði Þuríðar voru sendar út í gær þannig við bíðum eftir næstu hringingu (verður vonandi strax í næstu viku) og vonandi verður hún ennþá betri en einsog ég sagði þá vill ég ekki segja of mikið fyrr en þetta er allt saman komið á hreint, mig langar ekki að gefa neinum of miklar vonir eða sjálfri og vera kanski að skrifa eitthvað hérna sem verður svo kanski ekki. En ég lofa samt að þetta var gott símtal allavega í áttina og vona að þau verði ennþá betri og við fáum bara góðar fréttir, well reyndar get ég ekki fengið þær fréttir að æxlið er orðið góðkynja og allt á bataleið það yrði ekki svo gott en við tökum eitt skref í einu og vonumst alltaf eftir kraftaverkinu "lækning". Einsog hjúkkan okkar sagði við okkur í gær að sjálfsögðu væri bara best ef það væri hægt að hrista Þuríði mína þannig þetta myndi bara poppa út en svo auðvelt er þetta ekki þó glöð við vildum en við vitum samt að læknavísindin eru alltaf að fara frammá við sem er best í heimi þó þeir eru ekki farnir að finna lækningu eða kraftalyf við þessum krabba labba en það verður einhverntíman. Vildi samt óska þess að það yrði í dag en ekki eftir 20 ár, bwaaaahhh!!
En eitt er víst að læknarnir okkar hérna heima eru að reyna gera sitt allra besta til að reyna láta Þuríði okkar líða sem best og annað er ekki hægt að biðja um. Við erum ofsalega heppin með læknateimið okkar þó svo að maður verður stundum pirruð og fúl útí þá og vildi óska þess að þeir hefðu svör við öllu en svo fullkomin erum við ekki og ekki einu sinni læknarnir sem við viljum að séu með svör við öllu.
Það er svo skrýtið með þetta orkuleysi hjá mér, ok kanski ekkert skrýtið en mér finnst svona smátt og smátt að það er verið að sjúga hana úr mér sko orkuna. Ég vaknaði í morgun reyndar svaf ég mjög illa í nótt sem ég veit ekki afhverju og ég hafði mig varla frammúr því ég fann varla fyrir líkamanum, ég sit núna við tölvuna og finn varla fyrir puttunum þeir eru orðnir svo dofnir af orkuleysi. Theodór minn situr reyndar hérna hjá mér (og horfir á Skoppu og Skrítlu sína eða gítlu einsog hann segir sjálfur eheh) og það er ofsalega gott að finna allavega fyrir honum en litli pungsi minn er lasinn í dag sem er væntanlega vegna 18 mánaða sprautunnar sem hann fékk fyrir viku. Ég sit eiginlega stjörf hérna við tölvuna og sé varla hvað ég er að skrifa, damn hvað mig langar að sofa í sólarhring kanski ég leggi mig bara með Theodóri mínum á eftir og þá hef ég líka krafta í að fíflast í stelpunum þegar þær koma úr leikskólanum. Jeij góð hugmynd!!
Þessir dagar hjá Þuríði minni eru svo skrýtnir en suma dagana hefur hún enga orku og labbar um íbúðina einsog einhver vofa en aðra daga er hún súper hress og lítur ekki út einsog hún sé eitthvað veik. Ofsalega skrýtið!! Gærdagurinn var góður hjá henni, Ása vinkona mömmu kom í gærkveldi og gaf okkur smá orku þar að segja mér og henni sem var ofsalega nice. Knús til þín Ása mín. Þuríður var ofsalega hress allan daginn og sofnaði ekki fyrr en hálftíu í gærkveldi sem er mjööööög seint á hennar mælikvarða. Very nice!!
Svona í lokin langar mig að senda knús til Brynju og Elsu en þær voru að eignast stelpu og strák eða Elsa eignaðist litla mús fyrir þrem dögum og Brynja eignaðist lítinn pung í gær, bara gaman!! En það eru endalausar óléttur í kringum mig næstu mánuði ég man ekki eftir öðru eins og ég ekki ólétt ehehe!! Nokkrar í nóvember, ein í desember og tvær í janúar hvað er málið með ykkur stelpur ehe?
Eigið góða helgi kæru lesendur og verið góð við hvort annað.
Slauga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.8.2007 | 09:31
"jæja hvað segiði gott í dag?"
Þetta er mjög algeng spurning sem ég fæ þegar ég hitti fólk á förnu vegi eða bara mjöööög algeng spurning hjá fólki til okkar? Oft hugsa ég eftir hvaða svari er fólk að bíða eftir? Er það bara að bíða eftir því að ég segi "bara allt fínt" eða ég segi bara einsog er og brotni niður og fari að hágrenja? Ég veit eiginlega ekki eftir hverju þið eruð að fiska eftir? En alltaf segir maður samt "jújú við segjum bara fínt" þó við segjum ekkert fínt, afhverju skyldi það vera? Kanski vegna þess fólk verður alltaf svo hissa ef ég segi "bara sæmilegt" og bara "ha nú hva afhverju?" þannig besta svarið mitt til ykkar er "ég segi bara fínt og allt í gúddí fíling".
Ég reyni að forðast einsog ég get að hitta fólk sem ég hef ekki hitt lengi eða veit lítið um stöðu mála því ég er orðin svo þreytt og finnst erfitt að útskýra stöðu mála þó hún sé ekkert verri en fyrir mánuði síðan eða ég held ekki? Við vitum ekkert hvernig æxlið þróast þessar vikurnar og munum ekkert vita nærri strax eða ö-a ekkert fyrr en rétt fyrir jól (æðislegur tími eða þannig, en það er víst ekki spurt um tíma eða stað) því þá ættu bólgurnar að vera farnar frá geislameðferðinni og ætti að koma "réttar" myndir úr myndatökum well það leið allavega svona langur tími úr síðustu geislameðferð þannig við gerum okkur engar vonir fyrr en þá.
Við erum ennþá að bíða eftir hringingu frá spítalanum og svörum frá New York en þeir lofuðu að hringja í síðasta lagi í dag allavega til að láta okkur vita hvort þeir hafa fengið einhver svör þannig ég bíð bara róleg við símann, er hvorteðer vön að bíða. Aaaaargghh!!
Ég er ofsalega þreytt þessa dagana og þrái svo margt sem ég fæ ekki sem mér finnst ofsalega ósanngjarn. Ég er mjög brothætt og reyni einsog ég sagði eftir minni bestu getu að ræða ekki um Þuríði við alla nema Óskar minn. Ég skil samt ekki þessa þreytu, nei ég er ekki ólétt einsog sumir halda og ætla mér ekki að verða það á næstunni ef þið hélduð það kanski líka. Ég er ekki heldur sú sem er veik þannig mér finnst þetta ofsalega skrýtið, ég hef varla orku í það lyfta litla fingri hér heima en reyni samt alltaf að dekra við drenginn þegar við erum svona tvö á morgnanna enda ekki annað hægt. Öll mín orka fer í hugsanir, andskotinn hafi það afhverju er lífið svona ósanngjarnt?
Ég er ekki þessi týpa að biðja um aðstoð ef þess þyrfti og oft þyrfti maður á henni að halda en samt biður maður aldrei um hana? Afhverju er það? Er stolltið svona mikið? Maður finnst maður geta þetta allt sjálfur, eru allir svona sem eiga veik börn/aðstandendur eða eru sjálfur veikir?
Ég þrái að vera ein einhversstaðar með Skara mínum, fara tvö eitthvert í viku væri draumur í dós, þar sem sólin skín og við þyrftum ekki að gera handtak. Er alltaf að skoða tilboð hjá ferðaskrifstofum ekki það að við séum að fara eitthvað en það er líka í lagi að láta sig dreyma, fjarlægur en góður draumur. En vitiði það líka ef okkur langaði (og gætum)að fara eitthvað þá gætum við það ekki því það er alltaf verið að hneykslast á því hvað við erum að gera og það hefur ofsalega í mig, ekki bara fólk útí bæ heldur líka fólk sem er nálægt okkur. Við gerum heldur aldrei neitt nema okkur er gefið það eða nánst send í burtu en nota bene þá er ég ekki að biðja um það núna ALLS EKKI, bara segja hvernig aðstæður eru og hvernig fólk er.
Annars er ég að vinna að góðu verkefni þessa dagana sem gefur mér ofsalega mikið en ég mun segja ykkur frá því seinna þegar því verður lokið þannig séð. Bíðið bara spennt!!
Þuríður mín er sæmilega hress, hún sefur í klukkutíma á leikskólanum og á meðan það er "bara" klukkutími af 5 ára barni er það í lagi en um leið og það mun aukast sem við vitum að það mun gera þá fær hetjan mín að vera í tjillinu hjá mömmu sinni og kúra í mömmu-koti. Hún hefur ennþá orku í að vera í leikskólanum sem er æðislegt og er sæmilega hress þar en þegar fer að líða að kaffileyti þá fer að síga á þreytuna hjá minni þannig hún er ekkert rosalega orkumikil. Einsog í gær var hún einsog hún væri dauðadrukkin, augun hennar sokkin af þreytu, var mjög völt en samt náðist hún ekki að hvílast. Það er sárt að sjá hana svona!
Ætla að láta þetta duga í bili þó ég gæti skrifað endalaust í dag en þá hef ég ekki orku í það. Þarf að fara byrja aftur í ræktinni eftir tveggja mánaða pásu, veit hvað það gefur mér mikið og gefur mér aðeins meiri kraft.
Svona er Ísland í dag.
Slauga þreyttasta á svæðinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
7.8.2007 | 09:30
Ágætar fréttir en þið vitið að ágætt er best
Vitiði það ég hef ekki nennt að skrifa hérna fyrr, ég hef opnað tölvuna og fengið bara nett ógeð af heimasíðunni minni og hafði enga löngun til að skrifa. Ég hef reyndar kanski ekki mikla löngun núna en fólk heldur alltaf ef ég skrifa ekki í einhverntíma að það sé eitthvað að þannig mér fannst ég eiginlega bara þurfa og kanski langaði mig líka að segja ykkur ágætar fréttir en ekki bara einhver leiðindi og væl einsog síðustu vikur hafa verið og eru kanski enn. Aaaaarghhh!!
Við áttum góða helgi, á fimmtudagskvöldið fékk ég e-mail að sumarbústaðurinn sem ég var á biðlista eftir losnaði þannig við gátum skellt okkur í sumarbústað um helgina á Minni Borgir, ekki leiðinlegt!! Mamma og pabbi voru með okkur alla helgina og svo komu tengdó seinni nóttina þannig það var mikið stuð, það var ofsalega notaleg og róleg helgi. Tengdó tóku svo Þuríði mína með sér uppá Skaga þannig við hin ákváðum að skella okkur í fjölskyldugarðinn á Stuðmenn og það var stuð. Svo var það Simpson í bíó í gær, Theodór fór á sína fyrstu bíómynd en entist bara í korter eheh þannig við mæðgurnar urðum á endanum einar en feðgarnir fóru heim. Oh mæ hvað þeim fannst gaman að þessari mynd og skelltu uppúr nokkru sinnum og Þuríður var eitt bros alla myndina enda er Simpson mikið uppáhald hjá minni.
Annars kláraði Þuríður mín geislameðferðina sína á föstudaginn og mikill fögnuður í gangi eða aðallega hjá mér, ekki það skemmtilegasta að fara þangað hvað þá að horfa á alla hina sem eru að ganga í gegnum þetta líka. Hún er strax farin að missa hárið á hliðunum en hún missir það "bara" á hliðunum við þetta, æjhi hún er komin með svo fallega þykkt hár. Jú ég veit að það á að koma aftur en það er ekki víst (mikil hætta á því) og já ég veit að það er nú ekki það versta en samt leiðinlegt.
Svo fengum við þær ágætu fréttir og þið vitið að ágætt er best en Þuríður mín mun væntanlega fara í aðra meðferð eftir sirka mánuð well það kemur í ljós vonandi í þessari viku. En það er ein ný krabbameinshjúkka byrjuð á barnadeildinni og hún er að koma frá NY og hún er í mailsambandi við þá úti með eina meðferð fyrir hana í huga sem er æðislegt. Það verður þá töflumeðferð og það eru ekki innlagnir við þá meðferð sem er æðislegt og við getum séð um þessa meðferð "sjálf" þannig séð. Jeij ég var líka hriklega glöð þegar mér var sagt þetta en þetta er nú ekki 100% komið á hreint en svona 90%, þessi meðferð gerir annaðhvort kraftaverk eða ekki neitt þannig það eru ekki neinu að tapa. Núna er bara að krossa fingur, vona að hún fái að fara í þessa meðferð og hún muni gera kraftaverk.
Það eru engir dagar eins hjá Þuríði, einn daginn hefur hún varla orku í að labba en svo hinn daginn er einsog henni hefði verið gefið eitthvað spítt í rassgatið ehehe. T.d. í morgun þurftum við ekki að vekja hana, var vöknuð kl sjö og farin í leikskólan kl átta en svo bara spurning hvort hún muni hafa orku í að vera mikið á leikskólanum en það munum við bara meta með þeim á leikskólanum.
Í lokin mun ég láta fylgja myndir af okkur Skara með Oddnýju og theodóri frá fjölskyldugarðinum í fyrrakvöld og þriðja myndin er af Þuríði í berjamó við Minni Borgir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.8.2007 | 11:44
Hjálpaðu mér upp
Ég get það ekki sjálf(ur)
Ég er orðin leið(ur) á að liggja hér
Ofsalega þungt yfir manni þessa dagana og þyrmdi eitthvað yfir mig í morgun þegar ég beið á biðstofunni uppá geisla þar sat ég ein ásamt fimm karlmönnum sem voru allir í sinni baráttu og ofsalega létt yfir þeim. Allir á léttu spjalli en svo sat ég þarna niðurlútin, þreytt og andlaus en samt var ég ekki í neinum geisla en litla hetjan mín var inni í svæfingu og fá sína geisla í næst síðasta sinn. Þetta tekur á hana og tekur alltaf meira á hana þegar líður á geislana og bara einn eftir og mikið hlakka ég til að vera laus við þessa geislameðferð en því miður getur hún ekki farið í fleiri geisla.
Þegar það var verið að "keyra" henni uppá vöknun í morgun fór alltíeinu svæfingalæknirinn að potta,klípa og ýta ansi mikið við henni Þuríði minni og ég var að spá afhverju í andskotanum hann væri að þessu, er ekki búið að pína hana nóg? En þá fór súrefnismettunin hennar svo langt niður að hann var farinn að hafa áhyggjjur en um leið og við vorum komin upp fór mettunin uppá við sem betur fer því ég var farin að hafa áhyggjur. Svo fór ég líka að hugsa hvursu mikið þessi litli kroppur hefur þolað mikið og mun hann þola endalaust meir? Mun hann einhverntíman gefa sig? Það hefur verið dælt í hana ansi mikið af lyfjum síðustu tæp þrjú ár og varla þolir hún endalaust þó hún sé hörkutól og lætur ekkert stoppa sig í þessari bráttu.
Ég var spurð í morgun hvert næsta skref væri eftir geislana en ég hef verið spurð þessa spurningu óteljandi sinnum en þá veit ég ekki sjálf svarið við henni og læknarnir hennar Þuríðar minnar vita það ö-a ekki sjálfir. Að sjálfsögðu munum við heimta fund með þeim í ágúst eða þegar þeir fara tínast í vinnuna eftir sumarfrí og mikið kvíður mér fyrir þeim fundi því hingað til höfum við ekki fengið margar góðar fréttir þegar við hittum þá því verr og miður og ég er ofsalega hrædd við að þeir segir að nú er komið nóg fyrir þennan kropp og vilja ekki pína hann meir. Þegar ég sagðist ekki vita það í morgun hvert næsta skref væri þá fékk ég svarið á móti "nei það er líka best að nýta tíman vel" því einsog læknarnir segja er þessi geislameðferð engin lækning bara til að lengja tíman hennar með okkur og þetta svar á móti fékk doltið á mig. Ég vill ekki vera alltaf kapp við tímann, ég vill ekki vera með í maganum allan sólarhringinn og hugsa "já ætli hún nái að láta draum sinn rætast og farið í skóla?" Munum við geta gert hitt og þetta, næ ég að fara með börnunum mínum ÖLLUM í jólaland í Kaupmannahöfn eftir X mörg ár. Svona hugsar maður fram og tilbaka, ég veit líka engin veit sína framtíð en þá er búið að láta okkur vita af þessu, jújú ég gæti þess vegna lent fyrir bíl á morgun og þá eru allir mínir draumar búnir en maður fer samt aðhugsa þetta þegar maður á veikt barn og ekki spáð að eiga framtíð fyrir sér.
Púfffh hvað ég verð þreytt af öllum þessum pælingum, taka á og gera erfitt fyrir. Ég reyni að gera mitt besta að vera ekki að hugsa neitt en það er bara ekki hægt. Sorrý!!
Útí annað þá er stefnan sett hjá okkur að vera í bænum um helgina, Þuríðar minnar vegna og líka kanski veðurspáarinnar en það verður í fyrsta sinn í okkar sambandi Skara að við verðum heima þessa helgi. Ætlum að grilla okkur góðan mat, fara á Simpson í bíó og leyfa litla pung honum Theodóri að fara í sína fyrstu bíóferð sem verður fróðlegt að sjá ehhe en Oddný mín Erla var nú bara 18 mánaða þegar hún fór í fyrsta sinn og það var einsog hún hefði ekki gert neitt annað eheh!! Húsdýragarðurinn mun eflaust kalla á okkur, kanski við rúntum á Laugarvatn og kíkjum í heimsókn þannig við verðum kanski ekkert mikið heima en við ætlum ekkert í tjaldinu okkar en svo fer það líka allt eftir kröftum Þuríðar minnar hvað verður úr helginni. Stefnum allavega á marg og svo er spurning hvað verður úr þessu öllu.
Bið að heilsa ykkur í bili, keyrið varlega þeir sem eru að fara útur bænum í dag og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Slauga
pssss.sss Mikið var samt gott að fá mömmu hingað í morgun að passa börnin fyrir mig á meðan við Þuríður vorum uppá geisla því allt glansaði þegar við komum heim. Alltaf gott að eiga mömmur að, hún er yndislegust!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
1.8.2007 | 15:36
Dagurinn í dag
Síðustu dagar hafa verið doltið þungir hjá mér og mjög þreyttir hjá Þuríði minni, hún var mjög slöpp í morgun eftir svæfinguna og er búin að vera mjög þreytt í morgun/dag. Þegar hún er svoleiðis reyni ég ekkert að pína hana til að gera neitt og ef hún hefði átt að fara í leikskólann í morgun hefði hún ekkert erindi átt þangað. Reyndar hefði hún átt að byrja í leikskólanum á mánudaginn en að sjálfsögðu gerði hún það ekki því hún hefur ekkert að gera þangað allavega ekki þessa vikuna en kanski hressist hún bara aðeins í næstu viku og nær að fara þangað eitthvað? Oddný hefði líka átt að byrja en við lengdum fríið hennar líka og leyfum henni að prinsessast hérna heima. Jamm Þuríður mín er allavega búin að taka lúrinn sinn í dag og er orðin aðeins hressari við það sem er að sjálfsögðu ágætt en ekki hvað?
Datt inná eina heimasíðuna áðan hjá einhverjum heilara í Englandi og ég færi með hana Þuríði mína þangað strax á morgun ef ég hefði átt að borga 400milljónir í skattinn í dag ehe (þá vissi ég allavega að ég hefði efni á því ehe), hvernig er það hægt? Jámm maður pælir mikið í þessu óhefðbundna þó ég hafi verið oftast á móti því eða kanski ekki á móti því bara ekki trúað á það en í þessari stöðu sem við erum í dag finnst mér ég þurfa að trúa á allt og prufa allt sem ég get fyrir Þuríði mína.
Þuríður mín hefur eitthvað lækkað í hvítu blóðkornunum við geislana og það sýnir bara hvað hún er ofsalega viðkvæm fyrir öllu en venjulega lækkar fólk ekki í þeim við geislameðferð.
Var að fá smá útskýringar í morgun afhverju Þuríður mín mætti kanski ekki fara í aðra meðferð, ok sem ég er farin að skilja en þá finnst mér samt læknarnir hérna gefast alltof fljótt upp á meðferðinni hennar. Tvisvar hafa þeir ætlað að gefast upp og ekki ætlað að gera meir fyrir hana og í bæði skiptin höfum við heimtað mail til Boston og í báðum skiptum vilja þeir ekki gefast svo fljótt upp þannig ef þeir vilja gefast uppí þriðja sinn mun ég annaðhvort hafa samband við þig Þórir eða Boston? Ég mun ALDREI gefast upp þó ég sé orðin mjög þreytt á þessum veikindum og þau taka svakalega mikið á, ALDREI ALDREI ALDREI.
Mér finnst ofsalega erfitt að þurfa vera "ein" í þessari geislameðferð þó ég sé ekki ein en þá þarf ég að standa í þessu "ein" á daginn og það tekur á en það er því miður ekki í stöðunni að Skari taki sér frí frá vinnu, bara ekki hægt. Geislarnir eru jú "bara" á morgnana en þá eru þeir ekki þannig séð "bara" á morgnana því þetta tekur á hjá henni Þuríði minni allan sólarhringinn og þetta getur tekið mikið á hjá henni og fer ofsalega í hana.
Æjhi komið nóg af kvabbi í dag, þetta er orðið bara kvörtunarsíða frekar leiðinlegt kanski en svona er bara lífið. Finnst gott að kvabba á ykkur.
Knús til ykkar allra
Slauga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar