Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
28.2.2008 | 23:09
Djöfulsins xxxxxxx
Ég stal einni frétt af www.visir.is en ég varð svo hrikalega reið þegar ég las hana. Já ég ætla leyfa mér að segja það djöfulsins xxxxxx. Ég veit það alveg hvað það er erfitt að eiga langveikt barn og missa ALLAR tekjur, jú þó einhver veikist þurfum við að sjálfsögðu að halda áfram að lifa og við þurfum á "launum" að halda. Er ekki nóg fyrir þennan einstakling að þurfa hafa áhyggjur af veikindum sínum en líka leggja fjárhagsáhyggjur á hann, ég veit það mjög vel hvað það er að þurfa hafa áhyggjur af því og að leyfa ekki tónleika til að létta honum lífið aðeins og taka einhvern hluta af þeim. Er ekki alltílagi? Bwaaaah ég er svo reið. Afhverju má ekki maðurinn fá allan gróðan, djöfulsins græðgi er þetta í STEF. Ekki læknast maðurinn við það en það léttir kanski aðeins hjá honum.
Læt fréttina fylgja og ætla að hætta skrifa áður en ég verð kærð.
Maður sem stendur fyrir styrktartónleikum fyrir krabbameinssjúkan vin sinn á Organ annað kvöld hefur borist krafa frá STEF þar sem honum er gert að greiða höfundaréttargjöld fyrir þessa tónleika og leggja fram 20 þúsund króna tryggingu fyrir þeim áður en tónleikarnir fara fram.
Hilmar Jensson tónlistarmaður heldur tónleikana til styrktar vini sínum, Andrew D'Angelo saxófónleikara, sem nýverið greindist með illkynja heilaæxli og hefur þegar gengist undir skurðaðgerð. Að sögn Hilmars þarf D´Angelo á frekari meðferð að halda. Öll þessi meðferð sé bæði erfið og dýr og þar sem hann sé á sjúkratryggingum, eins og svo margir Bandaríkjamenn, sé þetta gífurleg byrði fjárhagslega fyrir hann og hans nánustu.
Á tónleikunum annað kvöld koma fram Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson, Benni Hemm Hemm, Stórsveit Nix Noltes og Kira Kira. Öll gefa þau vinnu sína og öll flytja þau eigin tónlist. Hilmar segir því um að ræða mjög undarlega hagsmunagæslu fyrir félagsmenn STEFs.
Hilmar segir að endanleg upphæð sem renni til STEF velti á því hversu margir sæki tónleikana, en yfirleitt sé miðað við að 4% af miðaverði renni til STEF. Hilmar segist hafa rætt málin við forsvarsmenn STEFs til að kanna hvort ekki séu einhverjar undantekningar á reglum um STEF gjöld. Hins vegar sé fátt um svör. Í dag hafi hann hins vegar fengið ítrekun um kröfu STEF-gjaldsins.
Bloggar | Breytt 29.2.2008 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.2.2008 | 17:16
Bloggleysi
Er alltof þreytt til að blogga eitthvað....
.....ómun á maga á hetjunni minni á mánudag, kvíður dáltið fyrir því það má ekki koma við magann hennar án þess að hún kippist öll við og öskri vegna verkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
25.2.2008 | 20:04
Update
Þá er hetjan mín byrjuð í rannsóknum, það fannst nefnilega einhver sýking í blóðinu hjá henni sem er að sjálfsögðu ekki gott. Engin kinnhols- né lungabolga, tekin þvagprufa sem tekur nokkra daga að fá útur og svo seinna í vikunni mun hún fara í ómskoðun á maga og ekkert meira planað í bili. Mikið er ég glöð að það er eitthvað að ske núna því loksins eru þeir farnir að sjá að þetta er ekki eðlilegt hjá henni, ég er líka svo glöð hvað einn af krabbameinslæknunum er orðinn harður að fá að vita afhverju þetta stafar. Þeir hafa nefnilega alltaf bara einblínt sér að höfðinu hennar en núna vilja þeir ath hvort þetta stafar af einhverju öðru sem það gerir væntanlega en vonandi ekki neitt slæmt samt.
Allt orðið rólegt núna þannig mín ætlar að læra smotterí í enskunni og svo horfa á Idolið þó ég viti hverjir detta út hehe get aldrei beðið eftir aðal kvöldinu hérna heima verð alltaf að kíkja á netið að utan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
25.2.2008 | 11:12
Uppá spítala..
Kemur ekki á óvart að hetjan mín sé með hita en hún er með um 40 stiga hita og svakalega slöpp. Erum á leiðinni uppá spítala með hana og erum að heimta smá rannsóknir á henni, þetta er bara komið gott. Hvað segiði komið um þrír mánuðir síðan þessi hiti byrjaði, margir foreldrar væru orðnir gráhærðir að hanga með barninu sínu heima í viku eða tvær og ég vildi óska þess að það væri bara svoleiðis með Þuríði mína að gera. Vildi að yfirmaðurinn minn væri orðinn verulega pirraður á mér því barnið mitt væri búið að vera svo veikt þar að segja flensuna og ég orðin virkilega gráhærð á þessu ástandi. Því miður er það ekki svoleiðis og mín er ekki á leiðinni á vinnumarkaðinn þó glöð ég vildi og ég er búin að sætta mig við það að fá ekki bara níur eða tíur þessa önnina þar sem ég hef ekki geta einbeitt mér í heilar tíu mínútur í þessu blessaða námi mínu (reyni að ná tíu mín hér og þar yfir daginn en þess á milli er ég að sinna hetjunni minni). Einbeit mér núna bara að ná þó mér gangi ótrúlega vel nema í einni greininni minni en ég á líka súper góðan kennara sem er tilbúinn að taka mig í einkatíma í sínum frítíma.
Hún hefur borðað betur síðustu þrjá daga en síðustu uuuuu einhverjar vikur en múttan mín er svo yndislega góð og hefur komið hingað í kvöldmatnum og matað hana og það þýðir ekkert fyrir hetjuna mína að segja nei ehe, bara gott.
Well við mæðgur þurfum að gera okkur reddí fyrir spítalann, eini staðurinn sem Þuríður mín fær að fara þegar hún fer út. Ömurlega leiðinlegt.
Knús í krús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
23.2.2008 | 20:21
Helgin
Töffarinn minn hann Theodór Ingi. Hann er alltaf farinn að biðja múttu sína um krem í hárið ehe svo hann getur verið með kamb, ekki seinna vænna.
Ætlaði að setja inn nokkrar myndir en það er víst einhver stíflun hjá mogganum með að setja inn myndir þannig þið fáið bara að njóta að horfa á litla íþróttaálfinn minn, fallegastur!
Núna erum við farin að finna að þetta álag er farið að reyna á hann líka, skapið hans hefur breyst mjög mikið og hann lætur þetta mikið bitna á múttunni sinni, greyjið litli. Þetta er sem sagt farið að taka á alla í fjölskyldunni því verr og miður.
Ég mun annars eyða allri helginni útí TBR, vííí!! Er að leika mér aðeins í einu móti, lyfta gulu og rauðu spjöldunum og aðeins að aðstoða í mótinu. Svoooo gott að komast aðeins út og hitta alla. Ég var líka svo heppin í dag að hún Elsa mín kom með eitt stk kjól handa mér sem hún sérsaumaði á mig og ég er ótrúlega flott í honum þó ég segi sjálf frá ehehe, hefði viljað kíkja á tjúttið í kvöld og sýna nýja fína kjólinn minn. Var í honum í sirka klukkutíma hérna heima og var ekki að tíma fara úr honum því ég var svoooo hrikalega sæt og fín. Ég er nefnilega ekki þessi týpa sem er alltaf útí búð að versla mér föt, læt börnin mín ganga fyrir og vill frekar þau séu fín til fara. Ég er hvorteðer alltaf heima að læra eða sinna Þuríði minni þannig ég er alltaf í joggaranum og nenni oftast ekki að finna mig til en oh mæ god hvað ég fann þessa góðu tilfinningu að vera í einhverju fínu og vera fín til fara. Það segir greinilega mjög mikið að finna sig til, núna langar mig mest að fara í mollið og finna fullt af fötum á mig eða kanski ég fái bara Elsuna bara í vinnu hjá mér. Stóóóórt knús til þín Elsa mín, ég elska þennan kjól endalaust mikið og svona líka smellpassaði á mig. BEST!
TBR aftur á morgun og kíki svo með börnin í nágrannaafmæli, vonandi hefur Þuríður mín heilsu til að kíkja líka yfir í næstu íbúð. Eurovision að byrja og ég ætla að leggjast undir sæng og horfa á imbann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.2.2008 | 11:38
Sárþjáð en hamingjusöm
Síðustu vikur eða mánuði hafa bloggin mín verið rosalega þung enda kanski ekkert skrýtið því staðan hjá Þuríði minni er búin að vera erfið, hún léttist endalaust mikið, alltaf með hita, orkulítil og oft frekar óhamingjusöm greyjið og þegar henni líður illa þá líður mér illa. Kanski lesið þið í gegnum bloggið mitt að lífið mitt sé ömurlegt og það er ekkert hægt að vera glaður með neitt en það misskilingur. Ég er ótrúlega hamingjusöm, ég á yndislegasta mann ever sem ég elska mest í heimi sem er tilbúinn að gera allt fyrir mig og börnin, börnin mín þrjú eru litlu kraftaverkin mín sem ég dýrka meira en allt, ég er ótrúlega heppin að lenda hjá foreldrum mínum sem eru þau bestu sem ég gæti óska mér og gera allt sem þau geta fyrir okkur fjölskylduna svo okkur líði vel eða allavega til að reyna láta okkur líða betur og svona lengi mætti ég telja. Ég er ótrúlega heppin með þetta allt saman og er mjög hamingjusöm kona því ég er ótrúlega heppin og hef fengið margt sem aðrir hafa ekki fengið og geta kanski aldrei fengið, bara það að hafa fengið þá gjöf að geta átt börn er ómetanlegt, heilbrigð börn og það er ekkert svona sjálfsagt einsog mörgum finnst. Já ég er mjög hamingjusöm en á móti líka sárþjáð, hvernig er það eiginlega hægt? Að horfa á kraftaverkin mín þrjú er það yndislegasta í heimi en á móti líka að horfa á hetjuna mína þjást nánast daglega er hrikalegur sársauki. Einsog oft áður hef ég spurt mig, hvursu ósanngjarnt er það? Já þetta er erfitt.
Hetjan mín fór í leikskólann í gær og fyrradag því hún var búin að vera hitalaus í tvo daga hérna heima en auðvidað sló henni niður í nótt og var komin með mikin hita í morgun og að sjálfsögðu var hringt beint uppá spítala og þangað var brunað með hana. Loksins á að fara gera eitthvað fyrir hana og reyna láta henni líða betur, búin að bíða alltof lengi. Hún hefur nefnilega ekki neitt til að verjast öllum þessum sýklum í kringum sig þó hún sé ekki í meðferðinni sinni sem hún fær vonandi að byrja aftur í, öll gildin hennar eru góð þannig hvað er þá að? Því vanalega þegar börn eru í hörðum meðferðum mega þau ekki vera innan um önnur börn vegna sýkla en svoleiðis er ekki með Þuríði mína í þessari meðferð en samt fær hún allar pestir, börn mega ekki anda á hana þá er hún komin með hita. Jú hún heldur áfram að léttast, fór í vigtun í morgun og að sjálfsögðu búin að léttast enda nærist hún nánast ekkert og viti menn það er búið að taka ákvörðun með það. Hibbhibbhúrrey! Reyndar var magasérfræðingurinn lasinn í dag en krabbameinslæknirinn tók þá ákvörðun að hún mun fá tappa í magan svo við getum gefið henni næringu þangað og það verður allt rætt í næstu viku hvenær hún fari í aðgerðina og allt þetta. Við Skari erum ótrúlega stressuð fyrir þessu en samt mjög glöð yfir ákvörðuninni, maður þarf að fara í smá kennslu og þetta verður ö-a erfitt til að byrja með. Við verðum nefnilega ekki þau einu sem þurfum að læra á þetta, allir þeir sem hafa verið að passa Þuríði mína eða eiga eftir að þurfa líka að læra þetta.
Mig langaði aðallega að pikka þessar línur til ykkar en núna langar mig að leggjast hjá Þuríði minni sem sefur uppí mömmu og pabba-bóli og reyna aðeins að hvíla minn lúinn líkama.
Kveðja
Áslaug hamingjusama og sárþjáða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
20.2.2008 | 11:05
Afhverju?
Afhverjur leggur þú þetta allt á dóttur mína
afhverju þarf líkama hennar alltaf að pína
afhverju getur hún ekki verið hraust
afhverju á ég að leggja á þig allt mitt traust
afhverju líður mér svona illa núna
afhverju er ég ekki búin að missa trúna
því þú er sterkasta stúlka sem ég hef kynnst
(höf: Ása)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
18.2.2008 | 09:46
Verður bara erfiðara
Ég sit hérna við tölvuna algjörlega máttlaus af þreytu, líkaminn minn allur og sálin mín er svo þreytt. Á erfitt með halda höfði og finn hvað líkaminn minn þyngist, ótrúlega viðkvæm og finnst þetta hrikalega erfitt. Hvað er langt síðan ég sagði góðar fréttir hérna? Jú ég kom með bestu fréttir ever í byrjun janúar þegar við fengum að vita að það væri ekki stækkun í gangi og auðvitad lifir maður á því og jú mér er alveg sama þó ég sé alltaf föst heima með Þuríði mína bara ef það helst þannig en þetta er bara svo vont fyrir hana félagslega séð og reyndar mig líka en mér er sama bara að ég hafi hana hjá mér. Þetta er farið að taka virkilega á bæði á mig og hana, hún grætur úr sér augun að fá ekki að fara út. Horfir á Oddnýju Erlu sína hlaupa á milli íbúða og heimsækja vinkonur sínar en hún má ekkert fara því hún er með hita, eina sem hún fær að fara eru spítalaferðir. Sem betur fer eru krakkarnir duglegir að heimsækja hana líka en hún þráir svo að fara í leikskólann, talar mikið um strákana sína á deildinni hvað henni langar að fíflast í þeim, konurnar sem sjá um hana og sem hún dýrkar, hvað henni langar í pollagallan sinn og fara busla í pollunum, stinga konurnar af á deildinni sinni og laumar sér yfir Oddnýjar eða Theodórs ehe hún er góð í því en ekkert hefur hún fengið af þessu. Hún hefur fengið tvo heila daga síðan í lok nóvember, er það eðlilegt? Nei ekki alveg.
Hún var hitalaus á laugardaginn og að sjálfsögðu rauk hitinn upp aftur í gær og hún svaf næstum því allan daginn, núna er hún hitalaus en ég er ekki fagnandi því hitinn kemur ö-a aftur á morgun ef ekki í kvöld. Hún borðar mjög lítið, ég þarf orðið að halda henni og berjast við hana og reyna koma einhverjum agnarsmáum matarbitum uppí hana, mjög leiðinlegt en ég bara þarf og á meðan öskrar hún úr sér lungun. Eitthvað verð ég að gera til þess að hún matist (samt ekki mikið þó ég geri þetta) því ekki fær hún sondu eða tappa sem ég er ekki ennþá að skilja, veit ekki hvað þeir eru hræddir við? Ég er tilbúin að leggja allt á mig og læra allt sem ég þarf svo henni líði betur og mig langar líka að líða betur, að vera í mjög litlu sambandi við umheiminn er ógeðslega erfitt. Jú ég get mætt í ræktina þegar Skari minn kemur heim úr vinnunni en það er bara ekki nóg enda hef ég heldur ekki orðið orkuna í að gera það því líkaminn er orðinn algjörlega máttlaus. En ég verð að standa upprétt fyrir hetjuna mína og alla hina þannig það er ekkert val þó mér finnist alveg vera komið nóg, auðvitað verður hún að fara matast svo hún hafi orku í alla hluti og hætti kanski að vera svona lasin. ohh ég er svo reið við þennan uppi, skil ekki þennan tilgang?
Helgin fór annars í afslöppun enda ekki mikið hægt að gera vegna Þuríðar minnar, jú ég, Oddný Erla og Theodór Ingi kíktum í kringluna því minni langaði svo að fá sér einhverjar tuskur en auðvidað fann ég engar og finnst ég líka svo hallærisleg í öllu sem ég máta, óþolandi! Keypti samt draumaflíkina hans Theodórs míns ehe, jú þó að drengurinn sé rétt orðinn tveggja ára þá veit hann alveg hvað hann vill. Hann hefur nefnilega verið að heimta vesti síðan hans varð of lítið og við fundum eitt stk svoleiðis í einni af minni uppáhálds barnabúðum (ekki lengur bara NEXT ehe) Exit og honum fannst hann ótrúlega kúl í því. Fengum líka fólk í brunch í gær og ég gerði þessa dýrindis mexíkönsku kjúklingasúpu, oh mæ god hvað ég er góður kokkur. Þökk sé ykkur sem sendu mér uppskriftir þá er mín alveg að brillera í kjúklingunum en þetta var uppskrift númer tvö sem ég prófa og báðar slegið svona líka í gegn. Jú ég kíkti líka á gærurnar í gær (stelpurnar í badmintoni síðan í gamla daga og við köllum okkur gærurnar), alltaf gaman að hitta þær. Þær eru einmitt búnar að standa svo þvílíkt með okkur í gegnum veikindin hennar Þuríðar, mættu hingað til okkar og elduðu fyrir okkur. Ómetanlegt! Á forsprökkunum Elsunni og Dísinni eiga endalaus knús fyrir, þið eruð bestar. ....og að sjálfsögðu öllum hinum sem höfðu fyrir því að nenna koma til okkar. Knús knús knús. Þó ég hafi ekki verið í daglegu sambandi við þær og kanski mjög fáar þeirra svona síðustu ár en alltaf eru þær tilbúnar að koma ef hjálp óskast. Ein af þeim sönnu sem gleymist oft að nefna.
Núna er þreytan virkilega farin að segja til sín, hetjan mín situr uppí sófa og hlustar á ipodinn hans pabba sín en vonandi fær hún bráðum sinn eigin því sumir er að fara til New York sem ég öfunda feitt (elska þessa borg fyrirutan Londonina mína)og ætla að versla eitt stk svoleiðis handa henni. Styttist líka bráðum í minn mömmudag ehe en ég og Oddný Erla mín fáum sameiginlegan mömmudag ásamt systradegi (þar að segja Oddný systir) og þá ætlum við allar fjórar að skemmta okkur feitt heila helgi. Kanski ætti ég að fara gera lista fyrir Dísina og panta?
Ætla leggjast uppí rúm með hetjunni minni og hafa það kósý allavega áður en ég lognast útaf hérna við tölvuna.
Takk fyrir öll fallegu kommentin, þau eru ómetanleg og segja ofsalega mikið. STÓRT knús til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
16.2.2008 | 16:57
Óskastjarnan
Hátt á svörtum himni
heillastjarnan skín.
Er það kannski óskastjarnan mín?
Hátt á svörtum himni
hana vil ég sjá-
óska mér, já, óska, ef ég má.
Óskastjarnan á himni hátt,
hjartans bæn þú vita mátt.
Ef þú vilt mér gefa gaum
get ég sagt þér leyndan draum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
14.2.2008 | 14:48
Ömurlega leiðinlegt
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa, hetjan mín er ennþá mjööööög slöpp með yfir 40 stiga (40,2) hita og liggur alfarið bara fyrir. Var reyndar ágætlega hress í morgun þegar við mættum uppá spítala en þá var hitin að koma aftur og svo bara búúúúmm lögst fyrir og ömurlegt að sjá hana í þessu ástandi. Er ekki komið gott? Það var eiginlega komið gott fyrir þremur árum, aaargghh! Við fengum nú það í gegn að setja hana í allar þessar myndatökur á morgun til að ath hvort það sé eitthvað að bögga hana þannig það verður spítalinn á morgun.
Hún er ótrúlega föl og það væri óskandi að læknar myndi mæla með því að maður færi í sólina til að láta han líta aðeins betur út ehe!! Mikil óskhyggja! .....og auddah heldur hún ekkert áfram að þyngjast, búin að léttast aftur um það sem hún þyngdist í síðustu viku.
Ég er ekki alveg að nenna skrifa hérna, alltof sjaldan sem ég hef góðar fréttir að segja frá. Hundleiðinlegt!
Enda þessa færslu bara á þremur myndum:
Hetjan mín með bestu vinkonu sinni sumarið '06
Með þeim flottustu KR-ingum sem ég þekki, Theodór Ingi minn nokkra vikna í bangsa-KR-búningnum hans afa Hinriks.
Oddný Erla þriggja mánaða, þarna er hún stödd á Þingvöllum í sirka 30 stiga hita. Bara yndislegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar