Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Þetta er gott, þetta er gaman.

Ég ætlaði að skrifa svakalega færslu um myndatökurnar hennar Þuríðar minnar og síðustu mánuði og ár en ég finn að öll orkan mín er að sogast úr mér þannig það eru engir kraftar til þess svo er ég líka að lognast útaf hérna fyrir framan tölvuna.  Samt sofnaði ég með börnunum mínum kl hálf níu í gærkveldi og svaf í alla nótt sem gerist svona sirka 1-3x á ári, orkuleysið sem sagt að mæta á svæðið en það er bara gott og gaman vegna þess við fengum svo svakalega góðar fréttir í dag.

Jebbs doktor Halldóra hringdi í mig rúmlega þrjú í dag og tilkynnti mér þær frábæru fréttir að æxlið hafði minnkað og þá meina ég ekkert um einn millimeter eða svo, tjah ekki alveg bara svoooo miklu betra.  Í síðustu myndatökum voru svokölluðu blöðrurnar inní æxlinu hjá Þuríði minni (sem hafa verið að stækka og engin veit hvað það hefur merkt) 2,2cm x 2,3cm en í dag voru þær 1,6cm x 1,4 eða mig minnir að doktorinn hafi sagt mér þessar tölur, allavega mjög nálægt þeim.  Þvílíkt og annað eins kraftaverk hefur sjaldan séð.  Þvílíkur draumur í dós.  Reyndar hefði það komið okkur á óvart að það væri einhver stækkun þannig við bjuggumst bara við því að það héldist eins en NEI, krabbalyfin hennar hafa gert sitt.  En þessi lyf sem hún var á annað hvort gera þau kraftaverk eða bara ekki neitt og þau greinilega eru að vinna sína vinnu.  Þuríður mín fær samt ekki að byrja aftur á þeim alveg strax, læknarnir vilja að hún fái að halda áfram að safna kröftum fyrir næsta stríð og þá í sumar myndi hún byrja aftur í meðferð eða það eru svona grófar niðurstöður en við erum eftir að funda almennilega með öllum teaminum og vitum meira þá.  Æxlið sjálft hefur líka minnkað eða skuggamyndunin kringum það er orðið miklu minni en síðast en ég veit ekki alveg hvursu minna.  Mér er líka alveg sama, Þuríður mín er bara að sanna það að læknavísindin vita ekki allt þó við viljum það oftast en þá viljum við það ekki í þetta sinn sem hún er bara að sanna fyrir okkur.

Þessi færsla átti nú ekki að vera svona löng þó löng sé ekki (þannig séð) enda gjörsamlega búin á því einsog ég sagði en það er bara spurning hvernig við fjölskyldan eigum að halda uppá þessar fréttir?  Hugmyndir?  Skella sér til London mhúhahaha!!  Djók!!  Kanski við förum og fáum okkur eitthvað gott í gogginn á morgun sem sagt útað borða, hmmmm!!

Allavega bestu fréttir sem við höfum fengið síðustu mánuði.
Þetta er gott, þetta er gaman.


Lífið verðlaunar þá sem gefast ekki upp..

...og ég ætla að trúa því að það verður gert fyrir Þuríði mína seinni partinn í dag þegar við fáum niðurstöðurnar okkar.  Jebbs það verður sem sagt hringt í okkur milli fjögur og fimm í dag og verðlaunað hetjuna mína með góðum fréttum.

Við vorum sem sagt mætt uppá Barnaspítala kl 7:30 í morgun eða réttara sagt Skari og þuríður mín en ég fór með hin tvö í leikskólann og fór svo beinustu leið uppá spítala.  Þuríður tók með sér snyrtitöskuna sína sem Oddný Erla gaf henni frá London og þar lá hún uppí rúmi og snyrti sig fyrir svæfingalæknanna eheh, varalitur og kinnalitur settur á og var alveg svakalega fín.  Bara yndislegust!!  Verst að myndavélin gleymdist heima þannig við eigum ekki myndir af því, dóóhh!!

Núna bíðum við  bara eftir hringingunni frá doktornum seinni partinn, núna megiði krossa alla putta og tær og hugsa fallega til hetjunnar minnar.

Slaugan


Beta biður að heilsa

Við mæðgur erum mættar á svæðið aftur en við skruppum yfir helgina til London og gistum hjá Dísinni vinkonu minni og höfðum það ofsalega notanlegt.  Oddný Erla mín skemmti sér rosalega vel, fékk smá dekur, skruppum í Hamleys þar sem hún fékk að velja afmælisgjöfina sína frá systkinum sínum og til Þuríðar frá þeim sem henni fannst ofsalega gaman, kíktum í Disney búðina þar sem hún fékk að koma við allt prinsessudótið og lét sig dreyma.  Vávh þetta fannst henni æðislega gaman og að sjálfsögðu fékk hún að velja pakka handa Þuríði og Theodóri þegar við komum heim, keyptum nokkrar flíkur fyrir sumarið og ekki fannst henni leiðinlegt að fá að máta.  Þess á milli knúsuðumst við og höfðum það ofsalega gott.  Auðvidað var kíkt í te til Betu en Kalli var ekki heima þannig við hittum hann ekki, var víst á skitteríiW00t.  Það var sem sagt æðislega gaman hjá okkur. 

Næst á dagskrá er að safna vildarpunktum fyrir mig og hetjuna mína sem þarf líka á þessu að halda (en ég átti heilan helling af vildarpunktum sem ég nýtti í þessa ferð fyrir mig og perluna mína), ekki bara fá mömmutíma á spítalaheimsóknum, sjúkraþjálfun eða veikindum hérna heima.

Ég var einmitt að koma úr einni sjúkraþjálfunarheimsókninni með hetjunni minni en hún er á fullu í greiningum þar fyrir næst komandi haust og það gengur svona lala.  Bara einsog við vissum þá eru grófhreifingar hennar á við 2-2 og hálfs árs börn, þannig það kallar bara fram meiri þjálfun fyrir hana, hittum sálfræðing seinna í vikunni, talmeinafræðing í næstu viku og svona mætti lengi telja. Hún stendur sig samt ótrúlega vel.

Á morgun er svo stóri dagurinn en þá er svæfing og myndatökur og mikil magapína fyrir foreldrana, fáum niðurstöður úr því síðasta lagi á miðvikudag og þá verður áframhaldið ákveðið með krabbameinsmeðferðina og vonandi fær hún að byrja aftur í henni í þessari viku.  krossa alla putta og tær.

Læt fylgja nokkara myndir úr ferðinni okkar Oddnýjar minnar, njótið:
P4100018
Mætt í flugvélina og farin að hlusta á Gosa

P4100019
Perlan mín að fara sofa, fannst ofsalega sniðugt að vera með þetta fyrir augunum.

P4110024
Erum á leiðinni í bæinn, kunni ekki alveg að snúa myndinni.  dóóhh!!

P4130037
Á leiðinni heim og Oddný perlan mín svakalega spennt að hitta systkin sín og auðvidað pabba sinn líka.  Þegar við hittum þau á flugvellinum þá var það fyrsta sem Þuríður mín sagði við hana "þú ert svo fín og sæt" eheh.  Þuríður hefur heldur aldrei verið jafn ánægð að hitta systir sína, saknaði hennar greinilega mjööööög mikið.


skjáumst eftir helgi

bros.1

bros.2
Þuríður mín fór í Brosbörn síðasta sumar og hérna eru tvær frá þeim.

theodor.gudbr
Litli pungsi minn með minnsta frændann, ótrúlega stolltur af honum Guðbrandi sínum.

oddny.spann
Perlan mín hún Oddný sem er ég alveg að fara sækja svo við getum hafið mömmu helgina sem hún er búin að bíða síðan sirka frá því um áramót.  Verður svooooooooo gaman hjá okkur.

Farin.......


Bwaaaahh

Þessi leiðinda pest er búin að vera bögga okkur fjölskylduna síðan á föstudag en Þuríður mín Arna er reyndar sú eina sem hefur sloppið sem er gott enda hefur hún ekki gott af því að fara gubba öllu sem hún lætur uppí sinn munn.  Hún er farin að borða svo vel, varla búin með hádegismatinn sinn þegar hún spyr hvað eigi að vera í kvöldmat ehe.  Yndislegust.

Hún er ágætlega hress, reyndar fljót að þreytast og fer alltaf snemma að sofa á kvöldin en það skemmtilegast finnst mér hvað hún er farin að sýna miklar tilfinningar.  Hún er orðin rosaleg frekja, ef hún fær ekki eitthvað fer hún í fílu, gargar eða hleypur inní herbergi og skellir á eftir sér.  Jamm þetta finnst mér gaman að sjá því þetta er ekki vaninn að sjá hjá henni.

Mömmuhelgin okkar Oddnýjar Erlu minnar hefst seinni partinn á morgun og líkur um miðjan dag á sunnudag, bara gaman!!  Jú mamma og Oddný systir verða með í för, sem sagt helgi hjá mér með þremur Oddnýjum ehe.  Við mæðgurnar ALLAR erum að deyja úr spenning og hlökkum mikið til.

Systurnar byrjuðu á sundnámskeiði í gær sem þær fíla í botn, 3x í viku, 45 mín í senn.  Þetta er fljótt að rifjast upp fyrir þeim, ég má ekki hjálpa Oddnýju með neitt því hún segist kunna þetta allt saman sem er næstum því rétt hjá henni reyndar.  Þetta er ótrúlega góð hreyfing fyrir Þuríði mína sem kafar einsog selur um alla laugina og verður orðin eldklár fyrir skólann næsta haust.Joyful  Theodór minn var reyndar frekar fúll þegar hann sá að hann fengi ekki að koma með svo hann sagðist bara ætla í pottinn með mömmu sinni á meðan ehe well það verður ekki langt í það að hann fái að koma með.

P4050214
Töffarinn minn hann Theodór Ingi úti á palli í sólbaði um helgina.

P4050259
Oddný Erla "sjónræningi" (er alltaf í öskdagsfötunum sínum ehe) að leika sér í Wii tölvunni okkar sem þær "Survivor" stelpur gáfu okkur fyrir páska.  Þvílík önnur eins snilld er þetta tölva, ótrúlega góð einsog fyrir Þuríði mína með fínhreyfingarnar að gera sérstaklega þegar það kemur að boxinu einsog þið sjáið Oddnýju mína gera en hún er að boxa við annan mann í tölvunni.  Þetta er hrikalega sniðugt og skemmtilegt.

P4050233
Þuríður Arna verðandi kokkur að hjálpa pabba sínum að grilla um helgina(fengum fullt af gestum sem skelltu kjöti á grillið), einsog þið sjáið þá hangir taska á henni en hana tekur hún með sér nánast hvert sem er því hún er alltaf á leiðinni í skólann að læra.  Finnur sér alltaf til nesti (kex og epli) setur í töskuna og svo dröslar hún með þetta útum allt.

Hafi það ótrúlega gott, ég er allavega ákveðin í því að njóta helgarinnar í botn, löööööng helgi framundan og skemmtileg.


Sú fallegasta á svæðinu

P4050222
Hérna er fallega hetjan mín í gúddí fíling úti á palli um helgina og var að fylgjast með pabba sínum grilla ofan í liðið svo kom til okkar í grillveislu.  Slurp slurp!!  Þvílík augu.

P4040088
Hérna er hún í svaka stuði um helgina, hlustandi á ipodinn hans pabba sín og tjúttaði með.  Hún hreinlega ELSKAR tónlist og það er eitt af því fáa sem hún gleymir sér í að gera.

P4050191
Einsog ég sagði ykkur að við fórum á Skoppu og Skrítlu og að sjálfsögðu varð Þuríður mín að gefa þeim eitt nett knús tilefni dagsins sem hún er sko ekki óspar á við fólkið sem henni þykir svakalega vænt um.

Annars fór Þuríður í seinni hluta hreyfiþroska-prófsins í morgun og það gekk ekki alveg nógu vel, hafðist ekki að klára það því verr og miður.  Þuríður mín hefur nefnilega verið eitthvað að slappast niður en við höfum verið að reyna ýta því frá okkur og ekki viljað viðurkenna það og kanski héldum við bara að við værum ímyndunarveik eða eitthvað.  En sjúkraþjálfaranum fannst það líka og sagði það af fyrra bragði því verr og miður og þá fær maður ennþá stærri hnút í magan, æjhi hetjan mín er að fara í myndatökurnar sínar í næstu viku og þá stressast maður líka ennþá meira upp.  Ég hef reynt að hugsa lítið um þær og ef ég geri það þá bara á jákvæðum nótum en svo finnst manni þetta of gott til að vera satt því henni hefur liðið svo vel, hún hefur verið svo hress, farin að leika sér, tjá sig ótrúlega mikið, stundum einsog biluð plata ehe. 

Það er allavega eitthvað að bögga okkur Skara þessa dagana sem er vonandi ekkert, vonandi er hún bara að slappast því hún er að fá hita því það er náttúrlega miklu betra en slæmar fréttir í næstu viku.  Þessi hnútur fer náttúrlega aldrei alveg sama hvursu margar góðar fréttir við fáum í röð og þó læknarnir myndu halda að þær væru búnir að lækna hana.

Gubban er búin að vera hérna á heimilinu frá því fyrir helgi, Theodór minn fékk hana á föstudag og Oddný Erla mín er heima hjá mér núna, var gubbandi hálfan daginn í gær og í nótt en hún er að fíla þetta þar að segja vera heima hjá mömmu sinni.  Elskar svona rólegar stundir með mér og við erum báðar tvær að deyja úr spenning fyrir fimmtudeginum(til sunnudags), fyrir mömmuhelginni og ég held að mamma og Oddný systir séu líka álíka spenntar.  Oh mæ, bara gaman!!

Farin að sinna sjúklingnum mínum og kanski klára verkefnið mitt sem ég átti að skila í gær en fékk frestun þanga til í dag.

Hasta la vista.W00t


Hægt kerfi

P4050140
Við fórum á Skoppu og Skrítlu  í gær og þarna eru systkinin reddí til að fara og skemmtu sér súper vel á sýningunni, sérstaklega Þuríður mín sem skríkti allan tíman.  Æðislega gaman að fylgjast með henni.i

En einsog alltaf ætlaði ég að setja inn miklu fleiri myndir en það verðu víst að bíða betri tíma því þetta myndakerfi er ekki alveg nógu gott.

Farin í fermingu til systurdóttir Skara.


Hugleiðing um heppni

Ég heyri það oft að ég sé heppin.

Ég velti orðinu heppni fyrir mér vegna þess að það er mjög oft notað í umræðunni um 14 ára dóttur mína sem er langveik og fötluð.

Ég heyri að ég sé heppin að hún hafi svona góða kennara/þroskaþjálfa í skólanum.

Ég heyri að hún sé heppin að fá fullan stuðning í skólanum.

Ég heyri að við séum heppin að skólinn skuli vera svona jákvæður gagnvart veru hennar þar.

Ég heyri líka að hún sé heppin að geta stundum tekið þátt í einu og öðru í tengslum við félagsstarf skólans.

Við séum heppin að hafa fagmenntað starfsfólk sem vinnur með henni.

Ég heyri að hún sé heppin að eiga mig sem móður.

Hvers vegna verður fólk hissa og talar alltaf eins og það sé heppni þegar maður segir að það gangi svo ljómandi vel með skólagöngu fatlaðrar dóttur minnar í almennum grunnskóla?

Er það heppni eða sjálfssögð mannréttindi?

- Kristín Steinarsdóttir

Kristín Steinarsdóttir. (2008, mars). 10 ára afmællisrit - Einstök börn. Hugleiðing um heppni.

Ég "stal" þessari hugleiðingu frá þeim Freyju og Ölmu.  Jú við höfum fengið að heyra það ansi oft hvað við erum heppin og hvað fólk verður hissa þegar við erum að segja frá allri aðstoðinni sem Þuríður okkar fær þegar hún fer í skólann sinn hérna í sveitinni í haust.  Við erum sjálf dáltið hissa og lítum á okkur heppin þó við eigum ekki að gera það því það er ekki sjálfsagður hlutur því verr og miður að fötluð eða langveik börn fái alla þessa aðstoð sem hetjan mín mun fá og hefur fengið alla sína leikskólagöngu.  Auðvidað eru þetta sjálfsögð mannréttindi það eru ekki allir skólar svona, þeir eru líka alltaf að spara en einsog verðandi okkar skólastjóri sagði við okkur "Þuríður fær allt sem hún þarf á að halda og ef það koma ekki peningar með henni þá búum við þá bara til og förum framúr áætlun". 

Okkar verðandi skólastjóri er líka svo drífandi og liðið sem við höfum hitt úr skólanum, tilbúnir að leggja allt sitt að mörkum til að gera skólagöngu Þuríðar góða fyrir hana.  Þegar hún er í meðferðinni sinni þá þarf hún alltaf að leggja sig í hádeginu og oftast líka þegar hún er ekki í henni, orkan er ekki alveg einsog hjá heilbrigðum 6 ára krökkum og þá var ekkert sjálfsagðara í skólanum sem hún fer í að það verður búið til svokallað "hvíldarherbergi" fyrir hana svo hún muni geta hvílt lúin kropp.  Þegar skólastjórinn spurði okkur á hverju hún þyrfti á að halda svona til að létta henni lífið í skólanum þá sögðum við í gríni að hún þyrfti á ipod að halda því henni finndist svo gaman að hlusta á tónlist eheh og viti menn skólastjórinn sagði að það væri ekkert sjálfsagðara að redda því ef þess þyrfti.  En við vorum nú bara að grínast ehe enda á stelpan að fá það í afmælisgjöf því hún ELSKAR tónlist, getur gleymt sér í marga í klukkutíma bara að hlusta á tónlist.  Yndislegust!! 

Jú meðan ég man Halldór minn "takk fyrir plöturnar, afi Hinrik er að breyta þeim yfir í cd svo það verði hægt að setja tónlistina á ipodinn hennar þuríðar minnar".  Bara flott!

Auðvidað á það að vera sjálfsagt að börnin okkar fái alla þá aðstoð í skólanum sínum, ég bara skil þetta ekki?  Þannig ég verð bara að álita mig heppna að hafa flutt í þetta góða hverfi sem við búum í og lent í þessum frábæra skóla þó ég eigi ekki að gera það.

11 dagar í myndatökurnar sem ég er svona næstum því ekkert stressuð fyrir finn samt hnútinn koma þó henni líði súper vel og kvarti lítið.

6 dagar í helgina okkar Oddnýjar Erlu minnar sem við erum hrikalega spenntar fyrir.

26 dagar í afmælið hennar Oddnýjar Erlu minnar sem hún telur niður dagana í eheh, svo hrikalega spennt og er sko alveg búin að ákveða hvar hún ætli að halda uppá það og hvert þemað eigi að vera sem hún var reyndar búin að ákveða fyrir langalöngu.  Reyndar ákváðu þær systur það í sameiningu þar sem afmælið þeirra er alltaf haldið saman (bara þrjár vikur á milli afmæla).  Dóra explorer.

Skemmtileg helgi framunda, Skoppa og Skrítla í leikhúsi, barnaafmæli og ferming.  Stuð stuð stuð!!

Eigið góða helgi kæru lesendur, verið góð við hvort annað.
Ekkert stress, veriði hress, bless bless.


Það hlaut að koma að því...

Þreytan er mætt á svæðið og svei mér þá ef ég fengi að ráða þá gæti ég sofið meira og minna þessa dagana ENN ég er samt súper hress og kát því hetjan mín er svona líka kát. 

Oh mæ god þið ættuð að sjá hverju hún er að taka uppá þessa dagana sem ég vissi ekki einu sinni að hún kynni eða hefði tekið eftir þannig að hún gæti lært það.  Einsog í fyrradag fór Skari minn á klósettið sem er kanski ekki frásögufærandi ehe og læsir á eftir sér, Þuríður fer að hurðinni og sér að hún er læst þannig ég heyri eftir stutta stund að hún er komin í hnífaparaskúffuna sem ég kippi mér kanski ekkert við enda finnst henni mjög gaman að skoða alla hluti sem hún fær að sjálfsögðu.  En eftir smástund heyri ég öskrið í Skara "Þuríður viltu loka hurðinni" mhúhahaha!! W00t Jú stelpuskottan mín hún Þuríður fór bara og náði sér í verkfæri til að opna hurðina á klósettinu sem var endalaust fyndið því ég vissi ekki að hún kynni þetta, ég hef ekki hlegið svona mikið lengi.  Hún er sem sagt orðin mjög uppátækjasöm sem okkur finnst mjög gaman því það eru nýjar hliðar á henni. 

Hún má ekki orðið sofa á daginn sem er bara kraftaverk en á eftir að breytast þegar já ég segi þegar því ég veit að það kemur gott úr myndatökunum 15.apríl hún byrjar aftur í krabbameinsmeðferðinni sinni.  Jíííhaaa!!

afmaeli
Hérna er Þuríður mín ásamt honum Óskari vini sínum á leikskólanum en hann átti afmæli í gær og bauð Þuríði sinni að aðstoða sig vegna þess.  Held að hún hafi verið stolltust að Óskar vinur sinn eða besti vinur sinn einsog hún segir sjálf hafi beðið hana um þetta, það þarf ekki mikið til að gleðja hana.  Verst að hún verður oft útundan vegna veikinda sinna en þarna sýnir bara hvað krakkarnir á leikskólanum eru yndisleg við hana og vilja allt gera til að gleðja hana.

eva_theodor
Eva sæta músin mín (systur-dóttir) og flottasti strákurinn minn hann Theodór Ingi að knúsast enda ótrúlega góðir vinir og finnst ekki leiðinlegt að knúsast svona.

eva_theodor1
...eða kyssast, þarna eru þau að fara kyssast.

oddny.perla
Perlan mín hún Oddný Erla sem bíður spennt eftir mömmu-ömmu og frænku helginni sinni sem verður eftir viku, reyndar er ég alveg jafn spennt eheh.  Verður svoooooooooooooooo gaman.  Held að hún verðir líka ennþá spenntari þegar ég tilkynni þeim systrum að þær eru að byrja á nýju sundnámskeiði í næstu viku en hún er búin að vera biðja um svoleiðis námskeið mjög mikið eða allt þetta nýja ár en við alltaf að reyna bíða með það og ath hvort Þuríður okkar myndi ekki hressast sem hún er að gera og verður í þrusu góðu formi á sundnámskeiðinu.  Sem sagt æfa sund 3x í viku, bara gaman!! 

Farin að læra... knús í krús einsog Skoppa og Skrítla segja sem við öll fjölsk. erum að fara horfa á um helgina sem sagt leikhús og fullt af skemmtileguheitum.LoL


Undirbúningur fyrir skóla hafin...

Jámm einsog ég sagði í fyrradag byrjaði Þuríður mín í undirbúningi fyrir skóla næsta haust í gærmorgun, fyrsti undirbúningur er að skoða fínhreyfingar hennar eða allt sem við kemur hennar hreyfingum.  Reyndar hefði hún átt að fara í framhald af því í dag en sjúkraþjálfarinn er veikur þannig það bíður bara um viku.  Ég varð reyndar fyrir smá vonbrigðum hvernig henni gekk með það allt, æjhi þó ég viti alveg hvernig hennar þroski er í öllu þá vonar maður samt að það komi betur út.  Sumar hreyfingar hennar eru alveg á við 18 mánaða börn, hún t.d. getur ekki hoppað jafnfætis en það getur litli pungsi minn hann Theodór Ingi sem er nú bara nýorðinn 2ja ára en þetta er nú stóra ástæðan fyrir því að hún er í sjúkraþjálfun til að hjálpa henni með allar sínar hreyfingar og einn daginn mun þetta allt saman takast. GETUR; ÆTLAR, SKAL.

Hún er ennþá hress og kát, hún er farin að tala svo mikið, hún þarf að segja frá svo miklu sem er ákveðið þroskastig sem hún er að taka sem er æðislegt að fylgjast með.  Hún hefði átt að fá tappan í magan á fimmtudaginn en við foreldrarnir tókum þá ákvörðun að setja hann ekki í bili því hún er ALLTAF svöng, borðar einsog ég veit ekki hvað?  Hún er varla búin með hádegismatinn þegar hún spyr okkur hvað er í kvöldmatinn eheh.  kanski mun þetta allt saman breytast þegar hún byrjar aftur í krabbameinsmeðferðinni um miðjan mánuð (vonandi, ef allt kemur vel útur myndatökunum) því kemur væntanlega aftur ógleðin og þess háttar en við skulum vona ekki.

Ég skil ekki þessa orku sem ég hef þessa dagana eheh, kanski vegna þess það er svo mikið að hlakka til á næstunni, mikið að gera hjá okkur fjölsk.  Mánuður eftir að skólanum og ég er loksins farin að geta lært almennilega eða rétt fyrir páska þannig ég mun alveg brillera í prófunum allavega ef þetta heldur svona áfram. Reyndar hefur mér alveg gengið vel þannig séð þó staðan hafi verið erfið en ég mun kanski halda mér við meðaleinkunnina 9 einsog fyrir áramótW00t.  Svo fyrsta útskrift um áramótin, jíííhhaaaaa!!

Best að skella mér í ræktina og svo er það því miður eitt af því erfiðasta sem ég geri (alltof margar síðustu mánuði) að fara í jarðaför.Frown 

Knús til ykkar allra.
Slauga hin orku-mikla

- Ef þú vilt ná háleitum markmiði þá verður þú að vera tilbúinn til að taka einhverja áhættu -


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband