Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Kroppurinn minn

P7300067
Varð aðeins að teygja sig við Rauðavatn í gær, hún fílar sig svo í botn þegar vatn er til staðar og hún getur sullað.  Þegar við komum heim seinni partinn í gær voru allir nágranna krakkarnir að kæla sig niður með slöngunni og Þuríður mín var ekki lengi að klæða sig úr og fara í bikíni nota bene Hello kitty eheh uppáhald. 

Hún er loksins farin að komast í sitt rétta form allavega í kg well vantar eitt kg uppá en á móti reyndar stækkar hún en við sjáum allavega ekki í rifbeinin.  Bara gott!


Varð aðeins að kæla mig niður...

Skrapp aðeins inn til að kæla mig niður og sýna ykkur nokkrar myndir sem voru teknar í dag en við ákváðum að skreppa niðurá Rauðavatn og skemmta okkur aðeins þar fyrirutan busl í pottinum og kælingu innan dyra.  Úúúffhh!!

Jú við þurftum að skreppa uppá spítala í morgun í smá tjékk með hetjuna mína, hún hefur nefnilega verið þreyttari síðustu daga og kvartað dáltið vegna verkja(þá er nú mikið sagt).  Hún varð að hætta á pensilíninu vegna þess það doktor Ólafur heldur að það sé að ýta eitthvað á flogalyfin þess vegna verður hún svona þreytt en veit ekki alveg ástæðuna fyrir verkjunum og það eru ljótari hljóð í lungunum.  Erum ekki alveg að fatta þetta rugl á henni, en hún er allavega hætt á pensilíni vegna flogana og meira veit ég ekki?

Hér koma nokkara af þeim niðurá Rauðavatni fyrir rétt klukkutíma:
P7300005
Perlan mín að sóla sig við Rauðavatn

P7300003
Töffarinn minn hann Theodór Ingi var mjög hamingjusamur að komast í alla steinana og kasta útí vatnið, verst að það gleymdist að greiða kambinn upp ehhe.

P7300052
Hetjan mín varð að kæla sig aðeins niður í Rauðavatni í dag og var sko ekkert feimin við það.

P7300018
Svo sólaði hún sig líka.

Farin aftur útí sólina.....


Blog.is

Er í tómu tjóni þessa dagana, síðan mín er búin að vera í F****.  Er búin að vera reyna laga hana en svo hverfur þetta bara aftur og breytist í eitthvað allt annað, er ekki að nenna svona var orðin svoooo glöð með hana.  Hvað gera bændur þá?  Jújú þetta er frítt svæði en kanski er bara betra að vera á einhverju svæði sem maður borgar fyrir og fá að ráða öllu sjálf?

Ég er allavega orðin nett pirruð á þessu rugli.


Jiiiiih hvað er gott veður

En ótrúlegt en satt þá var miklu heitara uppá Skaga í dag en hérna í bænum og þá er nú mikið sagt ehe.  Kíktum nefnilega aðeins uppá Skaga í dag, sleiktum sólina á pallinum hjá tengdó en þar var varla verandi vegna hita, úúúffhh!!  Stelpurnar fengu að strippast aðeins á meðan feðgarnir kíktu í klippingu og Theodór töffari hefur aldrei verið jafn glaður með eina klippingu eheh, kominn með kamb.  Þvílíkur töffari!  Þarf eiginlega að setja inn mynd af honum, svona líka stolltum.  Krakkarnir að sjálfsögðu ennþá að leika sér úti með öllum nágrannakrökkunum, elska að vera svona "frjáls". 

Ætli það verði ekki skroppið í Mosólaugina í fyrramálið enda snilldarlaug, hmm látum okkur sjá vakning síðasta lagi um átta þannig við verðum komin þanga níu.  Samt yndislegt loksins að fá að sofa til átta sem er að sofa út á okkar Skara mælikvarða þar sem hetjan mín er hætt á sterunum þá er hún hætt að vekja okkur um sex.  Sem betur fer!

Það er samt alveg ótrúlegt hvað líðan hennar Þuríðar minnar er fljótur að breytast, jú andardrátturinn er orðin þungur "aftur" þó hún sá á þessu blessaða pensilíni og við með pústið á loftið og er þreyttari en venjulega.  Hún er náttúrlega alltaf (nánast) úthaldslítil og verður ennþá orku minni þegar hún er úti að leika allan daginn, fljót að þreytast og verður að leggja sig yfir daginn. 

Well læknaheimsókn í fyrramálið og sjáum hvað doktor Ólafur segir þá og svo verður bara notið sólarinnar ALLAN daginn.  Skari minn er náttúrlega kominn í sumarfrí þannig núna gerum við allt og ekkert......

.................................................................

Útí allt annað en það var útaf umfjölluninni í gær á stöð 2 af heyrnalausa manninum sem fær hvergi vinnu vegna þess að hann heyrir ekkert.  Sjálfri finnst mér það ömurlegt hans vegna þar sem ég hef unnið með fjórum heyrnalausum einstaklingum (var yfir einum af þeim) og funndist það bara frábært og er ofsalega duglegt fólk í vinnu.  Það var ákveðin reynsla fyrir mig að þurfa læra tjá mig við heyrnalausan og þessir ákveðnu einstaklingar kenndu mér líka margt þar á meðal táknmál sem ég hef alltaf haft mikin áhuga á.  Þeir sendu mig á sjálfsnámskeið í táknmáli þar að segja gáfu mér bók til að ég gæti lært að tjá mig á "þeirra" máli sem mér fannst ekkert sjálfsagðara enda mjög áhugasöm um það.  Jú þau gátu líka lesið af vörum og tjáð með því að geta talað með táknmálinu en mér fannst hinsvegar miklu skemmtilegra, mikilvægara og mikil áskorun að geta lært "þeirra" mál.  Því miður hef ég gleymt meirihlutanum af því sem þau kenndu mér og ég sjálf lærði en væri alveg til í að læra þetta betur og vera "altalandi" á táknmáli.  Ég held allavega að þetta sé mikill missir fyrir þessi fyrirtæki og starfsmenn sem vinna hjá þessum fyrirtækjum sem hafa neitað þessum manni.  Alltof miklir fordómar í þessu litla landi.


Er svooo montin af henni Þuríði minni

Þess vegna ákvað ég að setja inn nokkrar myndir af henni, hún lítur svo vel út, líður betur en venjulega sem er bara frábært.  En fólk misskilur líka oft þegar einhver með krabbamein lítur vel út þá á þeim einstaklingi að líða vel, þá er oft líka haldið að sá einstaklingur sé bara læknaður (sem er kanski langt í frá)en oft er það þannig að hann er sárþjáður að innan.  Útlitið blekkir oft.  Ég þekki einmitt til einna konu sem er með illkynja heilaæxli og spurði annan einstakling um daginn sem hafði hitt hana hvernig hún hafði það og þá fékk ég svarið "að hún liti allavega vel út" en það segir samt ekkert um líða hennar en samt frábært að konan leit vel út.  Ég held samt að Þuríði minni líði sæmilega, hefur reyndar aldrei verið góður "kvartari" en stundum koma smá "þunglyndistímabil" og þá grætur hún og segist vera svo lasin í höfðinu og þá held ég líka að það séu þeir dagar sem henni er illt í höfðinu.

P7123075
Þarna eru leikhæfileikarnir farnir að skína, syngjandi og dansandi í að sjálfsögðu prinsessukjólnum sínum.  Fer varla úr houm þessa dagana.

P7253138
Þessi var tekin um helgina, hún er meira að segja farin að fá smá "bollukinnar" enda mikið að braggast þessa dagana/vikurnar.  Farin að borða einsog pabbi sinn eheh.Sideways Líka komin með svo sítt hár að við erum farnar að geta sett í tagl þannig þær systur eru farnar að líkjast meir og meir.

P7253152
Þarna er hún að horfa á Gosa og Lóru og fannst það æði.  Þarna vinstra megi er hann Theodór minni Ingi alveg dolfallinn.

Verð víst að hætta en stelpurnar mínar eru að biðja mig um að kenna sér stafina, well perlan mín kann orðið ansi marga stafi eða svona sirka helminginn og kann líka að skrifa þá.  Hetjan mín er mjög áhugasöm að læra og kann nokkra en því verr og miður ræður hún ekki við hreyfingarnar við að skrifa þá en það kemur með tímanum(hún getur það samt í tölvunniHappy), ég veit það enda ætlar hún sér að geta það.  Ef hún fær tækifæri til þess að þroskast einsog þessa dagana verður hún ekki mörg ár að ná jafnöldrum sínum, verður bara vinna og þolinmæði.


Enn ein helgin að líða...

Höfum átt góða helgi.  Eyddum föstudeginum og laugardeginum í Fljótshlíð (keyrðum á milli yfir nóttina þar sem ég verð að sofa í mínu rúmi vegna grindarinnar) en þar var fjölskylduhátíð hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.  Það var svaka stuð, fullt af skemmtilegu fólki kom og skemmti okkur t.d. Gosi og Lóra (úr Gosa-leikritinu) og þá sátu börnin mín stjörf að horfa ehe, ætla einmitt að fara með þau aftur á það leikrit í haust og núna taka hann Theodór minn með.  Harasystur komu líka og voru frábærar, Jón Sig "idol stjarna" var með kvöldvöku ásamt Sigríði Klingenberg og bæði voru þau frábær.  Á laugardagskvöldinu var svo brenna, bara frábær skemmtun.  Í dag ákváðum við að kíkja á Dragó, settum í "pottinn" og lékum okkur, sem sagt yndisleg helgi að ljúka og börnin gjörsamlega búin á því og svo bara einn vinnudagur eftir hjá Skara mínum og erum við öll komin saman í sumarfrí víííííí!!  Hlakka mikið til þess sumarfrís, hvað þá börninCool ....og ég lofa ykkur því að þá verð ég ekki dugleg að koma hingað inn því við verðum að gera svoooo skemmtilega hluti.  Say no more!Whistling

Nokkrar góða frá helginni:
P7263422
Búið að kveikja í brennunni og Þuríður Arna mín þvílíkt hamingjusöm með það.  Það einmitt liggur ofsalega vel á henni þessa dagana, fólki eiginlega "bregður" þegar það sér hana þessa dagana en sá hana kanski síðast fyrir nokkrum vikum/mánuðum (þessir sem eru í félaginu okkar).  Hún lítur svo vel út, það geislar eitthvað svo af henni en hún er samt fljót að þreytast þessa dagana sem er væntanlega af öllum þessum sýklalyfjum sem hún er búin að vera á síðasta rúmlega hálfa árið.  Grrr!!

P7263423
Gemmér knús mamma mín.  Sá fallegasti á svæðinu í stuði á brennunni.

P7273434
Á hvolfi, perlan mín var þarna að slást við pabba sinn og endaði einhvernveginn ehe.  Hún skemmti sér líka ótrúlega vel, það er samt ofsalega skrýtið að fylgjast með henni í kringum aðra krakka eða fullorðna því hún opnar sig ekkert fyrir hverjum sem er.  Hún er ótrúlega feimin og lokuð sem hún fær væntanlega frá móðir sinni en hin tvö eru enganveginn svona, það tekur sem sagt tíma að opna skelina hennar.  (einsog mína)

Annars stækkar bumban mín of hratt ehe, það mætti halda að ég væri á lokasprettinum en samt bara komin 22 vikur.  Úúúfffhh hvar endar þetta eiginlega.  Fólk verður líka mjög hissa þegar ég segist ekki eiga fyrr en 3.des, ótrúlegt en satt.  Ég finn líka hvað ég er smá þreytt í bumbunni, aðeins í þyngri kattinum og erfitt að standa lengi en finnst það reyndar líka mjög gaman að það sjáist svona vel á mér.  Erum búin að kaupa nokkrar flíkur á ófædda barnið en það var eiginlega "bara" gert fyrir perluna mína sem bíður spennt eftir lillanum/unni (ok ég líka) og svo laumast hún stundum ofan í skúffu og fer að skoða fötin, finnst það svo gaman.  Svo er hún alltaf að spurja mig hvenær við eigum að kaupa meira en ég er nú alltaf að reyna segja henni að við ætlum nú að reyna geyma það en það kemur eiginlega ekki til greina.  Bara gaman að sjá hvað þau eru spennt fyrir litla bumbubúanum einsog við Skari, svei mér þá, þá held ég maður verði alltaf spenntari og spenntari eftir hvað börnin eru mörg kanski vegna þess að maður veit hvað þetta er gaman.W00t

Skólaundirbúningurinn hennar Þuríðar minnar er í fullum gangi, Þuríður laumast oft inní skáp til að kíkja á skólatöskuna sína og reynir svo að príla upp hillurnar til að ná töskunni ehe.  Hún getur sko allt sem hún ætlar sér.  Erum farin að fá bréf frá Tryggingastofnun til að láta okkur vita að hitt og þetta sé tilbúið fyrir hana sem hún þarf á að halda fyrir hennar skólagöngu og það er sko ekkert grín að senda langveikt barn í skóla með sérþarfir.  Jú skólinn borgar allt sem hún þarf á að halda í skólanum en hið sama þarf hún hérna heima og það þurfum við að borga, oftast ekki 100% en minnst 50% og þetta er ekkert grín skal ég segja ykkur en að sjálfsögðu fáum allt hingað heim sem hún þarf á að halda alveg sama hvursu mikill kostnaður er við það.

Enda svo á einni prinsessumynda af hetjunni minni sem elskar að vera svona klædd eða í Hello kitty kjólnum sínum:
P7123071


Fréttir af hetjunni minni

Hetjan mín þarf ekki innlögn með sýklalyf í æð sem betur fer en þarf bara að hætta á þessum sýklalyfjum sem hún hefur verið á síðustu daga og byrja á öðrum í staðin.  Stundum væri gott að geta skitið nokkrum seðlum í klósettið fyrir öllum þessum lyfjum, gerist kanski einn daginn.Whistling 

Fengum í morgun að sjá myndirnar af síðustu myndatökum af æxlinu, váááávh þvílíkur og annar eins munur á einu ári á þessum tómat þarna inni sem er að breytast í jarðarber.  Jííííhaaaa!!  Góðir hlutir gerast hægt.Grin  Einsog læknirinn okkar sagði í morgun og hefur oft sagt það áður að við verðum alltaf í þessari baráttu og það mun ö-a aldrei hverfa alveg en það er líka í lagi ef hetjunni minni líður sem best og við fáum að hafa hana hjá okkur.  Við erum líka tilbúin að berjast þanga til við verðum orðin gömul, okkur (hetjunni minni)var gefið þetta verkefni og það er engin hætta á því að við gefumst eitthvað upp enda aldrei dottið það í hug. 

Margir hafa spurt okkur hvernig við erum að höndla þetta allt saman og þessir einstaklingar sem hafa sagt þetta við okkur sagði að þau myndu aldrei geta höndlað þetta, vitiði það það er ekkert spurning um getu það er bara ekkert annað í boði.  Að sjálfsögðu er þetta oft á tíðum mjög erfitt og álagið gífurlegt en þá er bara gefa meira í og taka þeirri áskorun.  Þreytan kemur líka oftast þegar það lægir og maður hefur tækifæri að hugsa um eitthvað annað.  Margir skilja heldur ekki hvernig við getum þetta með hin börnin en það eru líka þau sem gefa okkur auka kraft og berja okkur áfram, hefði ekki getað þetta öðruvísi en með þau okkur við hlið.  Við eigum líka svo ótrúlega marga góða að sem eru tilbúnir að aðstoða okkur sem við hefðum aldrei geta verið án.

Næsta skref hjá hetjunni minni er að minnka flogaskammtinn hennar sem getur verið áhættusamt en ö-a þess virði að reyna því henni líður svo vel í dag og verið án krampa síðan í feb'07 en það verður ekki gert fyrr en þegar hún er byrjuð í skólanum.  Það er allavega næsta skref en við vitum ekki með krabbameðferðina, kanski ekki fyrr en eftir næstu myndatökur sem verða ö-a í okt sirka eða síðastalagi nóv. 

Það var alveg yndislega gaman að sjá hana í morgun að hitta "gamla" liðið sitt aftur í morgun eða þau sem byrjuðu með hana í okt'04.  Hún var svo kát, hress og sprellaði endalaust mikið, bara æðislega gaman.

Ég held að ég viti hvar Þuríður mín fái þennan háa sársaukaþröskuld, ef ég væri ekki með svona háan þá myndi ég ö-a grenja mig í svefn á hverju kvöldi vegna sársauka í grindinni.  Þetta er komið alveg allan hringinn eða frá lífbeini yfir í rófubein og svo neðst í bakinu, djöh er vont að labba.  En ég kvarta samt ekki mikið því þetta tekur enda og þetta var mitt val að vera ólétt og lillinn/an lætur hafa fyrir sér þó ég sé bara á 22 viku.  Bwaaaahh!!

Einsog þið vitið þá mun ég halda áfram í skólanum í haust og á að útskrifast um jólin sem ég að sjálfsögðu mun gera með snilld en þá hefur Skari minn líka ákveðið að fara í háskólann í haust (með vinnu) og ætlar að byrja í Stjórnmálafræði þannig við hjónin getum verið að læra á kvöldin þegar það er komin ró á liðið.  Bara gaman!

Ætli það sé ekki best að taka saman leirinn eftir börnin, stelpurnar komnar í þroskaleiki í tölvunni og Theodór horfir á Tomma og Jenna.  Smá rólegheit á liðinu og svo er skemmtileg helgi framundan eða fjölskylduhátíð hjá styrktarfélaginu sem margir skemmtilegir aðilar ætla koma og skemmta okkur hinum í félaginu.  Börnin eru allavega hrikalega spennt að hitta suma.

Eigið góða helgi...... þanga til
Ekkert stress, veriði hress bless bless


Tilfinningar

Við Skari erum mjög dugleg að taka myndir af börnunum okkar hvort sem það er á myndavélar eða videocameruna, eigum endalaust mikið af klippum af þeim enda mjög dýrmætt.  Krökkunum mínum finnst endalaust gaman að horfa á sjálfan sig á dvd-spilaranum og nýjasta æðið er að biðja um að horfa á "Samma algjör pungur" eða einsog Þuríður mín segir það.  En það er eitt video-ið frá einni okkar Torraveja-ferð en þá er Þuríður mín alltaf að segja "Sammi pungur" í videoinu sem er mágur minn og Þuríður mín dýrkar og dáir.  Það er ö-a ástæaðn fyrir því að hún bjó til þetta nafn á það videoið og svo dreymir henni að fara þangað því henni langar svo að fara busla í sundlauginni og ná í slönguna og sprauta á alla sem verði í vegi hennar eheh.  Við einmitt öfundum suma mjög mikið sem eru á leiðinni þangað á morgun, Oddný Erla segir að þau séu leiðinleg því við erum ekki að fara með eheh.   Okkar tími kemur!

Á þessum sama diski eru video-klippir frá því hetjan mín var í Boston nóv'05, áður en hún fór í aðgerðina og eftir hana.  Sjálf á ég mjög erfitt með að horfa á þann disk en sérstaklega Þuríði minni finnst mjög merkilegt að horfa á hann og sjá hvernig hún var þegar hún "var lasin í höfðinu" einsog hún segir sjálf en lítur ekki á sig í dag sem lasna í höfðinu.  Allir krakkarnir mínir voru inní herbergi í gær að horfa á þetta ákveðna myndband þegar alltíeinu Theodór minn fer að háskæla og ég skil náttúrlega ekkert í því og fer að ath málið.  Jú þá er klippur af hetjunni minni nýkomna úr heila-aðgerðinni, hún er mjög bólginn, sér ekkert með augunum vegna bólgna, með þetta þvílíka glóðurauga og grætur dáltið vegna sársauka.  Theodór minn fann svo til með henni og segir að þarna er Þuríður Arna og sé lasin í höfðinu og fer að hágráta vegna þess, sem sagt farinn að sýna þessar tilfinngingar vegna veikinda Þuríðar  (hann er sko tveggja og hálfs) og er alveg að átta sig á því að þarna líður henni ekki vel.  Ég er að segja ykkur það að tárin streymdu niður og ég átti að taka hann og hann vildi ekki horfa meira á þetta, ótrúlega sorlegt að sjá og erfitt.  Maður fattar ekki hvað þau eru fljót að átta sig á hlutunum.

Um daginn horfði ég á "fræðslumyndband" með Þuríði minni sem einn útskriftarleikskólakennaranemi tók af henni vegna lokaverkefnis og það var hræðilega erfitt að horfa á það.  Ég hágrét við að horfa á það og ég myndi ekki bjóða Theodóri mínum að gera það sama.  Þar var Þuríður mín sem veikust, nánast búin að missa allan mátt í hægri líkama, búin að missa hárið, uppdópuð af lyfjum, gekk með hjálm á höfði því hún krampaði svo mikið (það kom einmitt einn krampi í myndbandinu) og var mjöööög veik.  Maður er fljótur að gleyma hvað hún hefur verið veik þegar maður sér þetta og þegar maður sér hana í dag, sem betur fer, erfitt að rifja það upp.  Ég hef líka stundum verið að hugsa að leyfa ykkur að sjá þetta myndband en hef ekki ennþá komist að niðurstöðu, þarf lengri umhugsunartíma.  Einsog ég hef oft sagt áður þá er það þvílíkt kraftaverk hvernig henni líður í dag.

Annars er mjög erfitt að hlusta á andardráttinn hjá hetjunni minni í dag, mjög þungur og erfiður.  Kvartar samt ekkert, þarf meira til.  Hún er líka sífellt að spurja mig hvenær eigi að klippa barnið úr maganum mínum ehe en þá svarar perlan mín að það megi ekki klippa það, það komi úr p********.  Yndislegastar!

Bíð líka spennt eftir því að systir mín fari í sinn 20 vikna sónar í dag og þá fáum við að vita hvurs kyns hún gengur með, víííí!!  Hlakka mikið til en hún er skráð tveimur vikum eftir mér sem er ekki verra eða leiðinlegra.

Fréttir frá læknum á morgun, fullt af fréttum.  (vonandi)

Best að gera okkur til, er að fara í heimsókn til Írenu og krakkana.  (sem þið öll þekkið, mhúhaha eða ekki)  Kanski asnalegt að tala um einhver nöfn á vinum og ættingjum sem 1400 manns þekkja ekki og lesa síðuna mína það er kanski það sem ég sakna frá "old times" þegar ég bloggaði bara fyrir vini og ættingja og þekkti ALLA sem lásu síðuna mína.


Bráðamóttakan í morgun.....

Vorum send á bráðamóttökuna í morgun, bwaaaahh!!  Held að ég sé komin með ofnæmi fyrir spítalanum, jú við erum komin með enn eitt gemmsa númerið hjá einum doktornum.  En doktorarnir uppá spítala allavega þeir sem við höfum kynnst eru farnir að gefa okkur beint númer til sín svo það sé auðveldara fyrir okkur að ná í þá einsog það sé ekkert sjálfsagðara.  Frábær þjónusta, erum samt ekkert vön að nota þá þjónustu eða kanski bara í "neyð".  Þurftum að nota hana í morgun hjá lungasérfræðingnum því hetjunni fer versnandi í lungunum og mettun, um leið og hún er hætt á sterunum þá fer henni strax að versna en ekki hvað.  Hann sendi okkur á bráðamóttökuna í morgun þar var hún mettuð, hlustuð, potuð, ennþá meira potuð og pínd sem hún var ekki sátt við en það eru mjög fá skipti sem Þuríður "æsir" sig yfir hlutunum.  Ég hefði líka verið ósátt við það ef einhver doktor hefði potað einhverju mjógu priki uppí nösina mína til að taka sýni, ekki það þægilegasta. 

Auðvidað er einhver skítur í lungunum hennar (sem þeir skilja ekki ennþá í), mettar frekar illa og var gefin smá "súrefnisgríma" (man ekki hvað það heitir) allavega til að auðveldlega henni andardráttinn, ath hvort mettuninn hennar myndi ekki lagast og hvort það myndi ekki aðeins losna um skítinn í lungunum en ekkert dugði.  Jú það var tekið sýni og ef það sýnir einhverja sýkingu þarf að leggja hana inn og þarf að fá sýklalyf í æð en við vitum það ekkert fyrr en á fimmtudaginn.  Við þurfum þá líka að hitta tauga- og krabbameinsgengið okkar, fá að vita hvað þeir vilja gera fyrir hetjuna mína í framhaldinu og hitt og þetta.

...hún er allavega komin á fimmtugustu sýklalyfin sín þetta árið, grrrrr!!

Annars bara sæmilegt að frétta, flestir spriklandi glaðir, stelpurnar búnar með reiðnámskeiðið sem þær voru að fíla í botn.  Þegar ég kom einmitt að ná í þær á námskeiðið á föstudag komu þær ríðandi á móti mér með engan til að teyma hestana sína og þvílíkt stolltar.  Ef Berglind (sem sá um námskeiðið) ætlaði eitthvað að taka í taumana æstu þær sig bara eheh.  Þær voru orðnar svo klárar að þær þurfa enga aðstoð, snillingar!!  Allir krakkarnir komnir í frí frá leikskólanum þannig við erum bara að dóla okkur yfir daginn við málun, leirun, æfingaleiki í tölvunni og svo vorum við einmitt að koma frá Stokkseyri(ég er sko þaðan).  Kíktum í heimsókn á nokkra staði verst að það var ekki nógu gott veður til að kíkja í fjöruna og veiða nokkur síli og krabba, kanski næst bara.  Bíðum eftir því að Skari fari í frí sem verður ekki fyrr en eftir mánudaginn í næstu viku og þá verður sko gert maaaaaaaaaaargt skemmtilegt, bara gaman!  Þau geta ekki beðið og ekki ég heldur.Cool


Geta, ætla, skal (breytt, smá viðbót neðst)

Þuríður mín er þessi týpa ef hún ætlar sér einhverja hluti þá gerir hún þá, hún er líka meðvituð um það að hún getur ekki allt en gefst samt ekki svo auðveldlega upp.  Mamma og pabbi eru t.d. með þannig garð þar sem mamma var dagmamma (hætti núna 1.júlí eftir 20 ár sem dagmamma) að hann er girtur með háum girðingum sem börnin kæmust ekki í burtu og hliðið er frekar erfitt að opna.  Ég sjálf á ég mjög erfitt með að opna það og stundum þarf ég aðstoð en hún Þuríður mín segir sér ekki svona hluti getur ALLT sem hún ætlar sér og auðvidað getur hún opnað þetta ákveðna hlið sem ekkert barn ætti að geta.  Alveg ótrúleg! 

Einsog áðan eftir matinn þá fengu börnin eftirrétt sem var ís og Þuríður mín valdi sér topp og ég að sjálfsögðu bauðst til að hjálpa henni að opna ísinn því hún er vön að biðja mig að hjálpa sér en vitiði hverju hún svaraði mér "nei mamma ég þarf að æfa mig".  Já stúlkukindin er sko líka meðvituð um að hún þarf að æfa sig á þessum hlutum og að sjálfsögðu var þetta ekki erfitt fyrir hana.  Hún er snillingur!

Hún er að taka miklum framförum þessa dagana bæði í tali og líkamlegum þroska, ég get eiginlega ekki beðið með að fara með hana í leikskólann í haust og leyfa henni að hitta konurnar á bláu deildinni og sýna þeim þessar framfarirInLove.  Við sjáum framfarir daglega sem er endalaust gaman að sjá, þetta er þvílík kraftaverkastúlka.  Glætan spætan að ég geti beðið með að sjá hana fara í þroskapróf aftur hjá greiningarstöðinni þegar hún verður sirka 9 ára, allavega ekki ef þetta heldur svona áfram (sem það mun gera)og þá verður hún sko ekki lengi að ná þessum þremur árum sem hún er eftir á sínum jafnöldrum.

Ef það er einhver sem ég lít upp til þá er það hún Þuríður Arna mín.

Ég sem er orðin kvíðin því að ég mun ekki geta útskrifast um áramótin úr mínu námi vegna óléttunnar og líkamlega líðan sem fylgir því, prump segi ég nú bara ef hún Þuríður Arna mín getur þessa hluti sem hún hefur verið að sína og sanna þá ætti ég nú að hætta þessu væli og útskrifast með stæl.  Sex greinar og lokaritgerð hvað?  Var einmitt að borga skólagjöldin mín fyrir helgi þannig það er heldur ekki aftur snúið.Kissing

Keyptum annars fyrstu skólatöskuna hennar Þuríðar minnar í dag (djöh er þetta dýrt) og Þuríður mín labbaði stollt um alla kringluna sem töskuna á bakinu eheh.  Yndislegust!  Henni hlakkar svo mikið til og eina sem ég kvíði fyrir hennar skólagöngu er einelti einsog hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga í fjölmiðlum en það er einmitt umræðuefni sem ég ætla að taka fyrir hérna á síðunni á næstunni sem ég hef því miður reynslu af(þegar ég var lítil).  Bara hell fyrir krakka og unglinga að lenda í...... fólk sem hefur ekki lent í þeirri reynslu getur ekki ímyndað sér hvað það getur verið mannskemmandi.
.............................................................................

Smá viðbót:  eheh hetjan mín er það hress að ég heyrði alltíeinu stunur í herberginu hjá henni og Oddnýju sem ég var ekki að skilja í þannig ég kíkti á ástandið því stelpurnar áttu að fara sofa, jú mín kona var að gera armbeygjur uppí rúmi eheh.  Það sem henni dettur í hug? Bwaaaaahh!!


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband