Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
28.3.2009 | 15:38
Bestu þakkir til Brimborgar - góð þjónusta
Mér finnst við heyra of sjaldan ef fólk er ánægð með þjónusta sem þau fá þess vegna ætla ég að hrósa einu fyrirtæki sem ég þurfti að eiga viðskipti við. Jú fyrir tæpu ári síðan keyptum við okkur bíl eða þegar við vissum að það væri fjölgun á heimilinu sem sagt frá Brimborg. Ágætis bíll, allavega stærri en sem við áttum að það var eina sem skipti máli. Þegar við keyptum hann fundum við alltaf einhverja fýlu gjósa upp þegar við vorum með kælinguna í gangi sem er bráðnauðsynlegt í þessu frábæra veðri hér á landi hehe. Þannig við ákváðum bara að hætta nota hana en svo núna síðustu vikur fannst okkur þessi fýla versna og versna og ákváðum þá að spurja þá í Brimborg "afhverju þetta kæmi?" Jú það var einhver sveppagróður að myndast í kælingunni og það myndi kosta tugi þúsunda að gera við hana að þeirra mati og ég var að sjálfsögðu ekki sátt við að láta gera við bílinn fyrir þessa upphæð þegar hann var svona þegar við keyptum hann en hafði að sjálfsögðu engar sannanir fyrir því.
Ef Þuríður mín hefði verið í lyfjameðferð og í bílnum hefði það geta verið bannvænt fyrir hana að sögn lækna hennar en alltíkei fyrst engin svoleiðis meðferð var í gangi en manni leið samt ekkert of vel þegar þessi lykt gaus upp.
Ég ákvað að hafa samband við forstjóra fyrirtækisins vegna þess því ég var ekki sátt en var að sjálfsögðu mjög kurteis í mailinu og fékk svar innan fimm mínútna frá honum og ætlaði að fara strax í málið. Það leið ekki að löngu að sölustjóri notaðra bíla hafði samband við mig og vildi fá bílinn NÚNA og gera við þetta strax. Að sjálfsögðu (sem honum fannst sjálfsagt) lánaði hann mér bíl á meðan sem ég var nú ekkert að búast við en bara frábær þjónusta og viti menn ég fékk bílinn minn í gær einsog nýjan að innan. Hann hefur aldrei verið jafn hreinn að innan, ö-a ekki nýjustu bílarnir eru svona hreinir og svona vel ilmandi hehe og sveppagróðurinn horfinn og mín þurfti ekki að borga krónu fyrir þetta. Þetta kalla ég góða þjónustu og þakka Brimborg kærlega fyrir mig því ég ætlaðist að sjálfsögðu ekki að fá þetta frítt en kanski smá afslátt því þetta var í bílnum þegar ég keypti hann.
Ég hefði samt frekar viljað halda lánsbílnum en mínum hehe, ógeðslega flottur sjö manna jeppi. Mér leið einsog árið væri 2007 og ég væri bankastjóra frú, ég var að keyra á bílnum mínum sem ég eignaðist aldrei en dreymdi um að eignast og þurfti svo að skila honum því ég hafði ekki efni á að eiga hann. Bara góð þjónusta!!
Annars er ég ekki alveg ánægð með Hinrik minn, hann neitar mjólkurbúinu sínu og er e-ð svo latur mjög ólíkt honum. Hann er var gjörsamlega að kafna í nótt vegna slíms, æji ótrúlega erfitt!! Það er samt alltaf stutt í brosið hans. Veit ekki alveg hvað ég get gert, jú ef hann heldur þessu áfram þarf ég að sjálfsögðu að fara með hann aftur uppá spítala en ég gefst ekki svo auðveldlega upp. Hann skal, hann getur og hann ætlar.
Búin að gera smá skemmtilegt með Theodóri mínum í dag og svo núna seinni partinn ætlum við stelpurnar að gera smá skemmtilegt og svo bíða þær hrikalega spenntar eftir næstu helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.3.2009 | 11:00
Komin heim
Jibbíjei, Hinrik minn farinn að drekka aðeins betur en samt ekki nógu vel og mín svo stressuð að missa mjólkurbúið. Hann er aðeins hressari en samt ekki nógu hress, jú ekki með hita en endalaust slím í honum og sefur mjög illa. Greyjið litli!! Hann verður samt fljótur að hrista þetta af sér, verður bara vafinn í bómul um helgina og lætur dekra aðeins meira en venjulega við sig hvernig sem það er hægt hehe.
Mín ætlar líka að dekra við hinn mömmupunginn minn hann Theodór sem þráir að eiga mömmu sína ALEINN og við ætlum að skreppa aðeins tvö um helgina, helst vill hann bara púsla með mér hehe og sjá tígrisdýrin hehe. Við ætlum sem sagt að eiga smástund saman, kíkja á Íslandsmótið í badminton og húsdýragarðurinn verður að duga í þetta sinn svo fær hann kanski að sjá tígrisdýrin seinna. Stelpurnar eru bara sáttar við það þar sem þær fá e-ð mjög skemmtilegt eftir viku ...og jú líka vegna þess við ætlum að labba útí bensínstöð fyrir Idolið í kvöld (engin sjoppa í sveitinni) og kaupa okkur heilan helling af gotteríi og það dugar fyrir þær. Bara að fá að labba þangað er geðveikt sport.
Eigið góða helgi kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2009 | 12:32
Blaðurskjóða
Núna er rjómabollan mín farinn að líkjast sjálfum sér, farinn að blaðra útí eitt, allt svo skemmtilegt sko hjá honum. Ástfangin af mömmu sinni og finnst ég alveg óendanlega fyndin en ekki hvað, bara ef ég er með nógu mikil læti þá skellihlær hann, oh mæ god hann er svo flottur. Honum leiðist sko ekkert hérna á spítalanum þó svo við erum í eingangrun og fáum ekki að hitta kóng né prest bara að mammslan er til staðar þá er hann kátur.
Hann átti reyndar frekar erfiða nótt, sváfum lítið sem ekkert. Grét útí eitt, mettaði illa og púlsinn yfir 200 þannig honum leið frekar illa en það lagaðist aðeins við verkjastillandi þó svo hann svaf ekkert betur við það. Þannig núna er mín bara gangandi í svefninn því hann er ekkert mikið fyrir að leggja sig lengi þessi ungi maður en ég er að bíða núna eftir að hann taki smá lúr svo ég geti séð hvað hann mun metta við það án súrefnis og ef það verður flott mettun þá fáum við að fara heim í sveitina í dag. Jíiiiiiiihhaaaa!! Æjhi aðeins skemmtilegra að kúra uppí rúmi en á sjúkrabeddanum þó svo ég myndi að sjálfsögðu sætta mig við það að þurfa vera hérna lengur ef þess þyrfti. Maður er komin með nett ógeð af sjúkrahúsum vegna Þuríðar minnar þó svo starfsfólkið hérna er ALLT æði og Þuríði minni finnst ekki leiðinlegt að hitta allar gellurnar sínar aftur og sýna þeim endalausar sínar framfarir og svo lítur hún líka svo vel út.
Annars fékk Þuríður mín (sent til mín að sjálfsögðu) ofsalega skemmtilegt mail áðan, gvvuuuuð hvað það verður gaman að segja henni frá því maili. Segi ykkur frá því síðar en smá hint þá er einn af hennar draumum að fara rætast, bara gott og gaman. Ætla einmitt að svara því núna...
Ætla aðeins að blaðra við blaðurskjóðuna mína áður en hann sofnar.
Knússsssss
Hérna er ein af Oddnýju Erlu minni sem var tekin í gær en hún var ofsalega sorgmædd og við vorum líka búin að ákveða að hún eða þau ættu ekkert að vera mikið hérna á spítalanum ef við þurfum að vera aðra nótt. Tekur of mikið á hana sérstaklega. Þó svo hún hafi verið 7 mánaða þegar Þuríður mín veiktist og alveg að verða þriggja þegar hún hætti að krampa þá man hún þetta alltof vel, það er alltof mikil ábyrgð oft á tíðum á henni greyjinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2009 | 19:41
Slæmar minningar
Jú við Hinrik erum á spítalanum og verðum hérna í nótt svo veit ég ekki meir. Hann var reyndar að fá smá súrefni því hann er að metta svo illa en svo fer það vel upp þegar hann vaknar, engar áhyggjur samt sko. Hann er ofsalega góður greyjið og kvartar aðeins inná milli, hann er frekar duglegur að blaðra og lætur okkur alveg vita ef hann er ekki sáttur. Bara yndislegastur!!
Krakkarnir allir komu hérna áðan til að knúsa hann aðeins og það tók dáltið á hana Oddnýju Erlu mína að sjá litla bróðir svona, hún greinilega man vel eftir spítalaferðunum hennar Þuríðar minnar. Því hún vildi vera alveg vissum að hann kæmi heill heim og hætti að vera lasinn, æjhi maður fattar ekki hvað þau muna og hvað þetta hefur tekið á. Hún átti frekar erfitt þegar hún kom sem ég skil mjög vel því spítalaminningar hennar eru ekki góðar, Þuríður mín uppdópuð og sí krampandi.
Hérna eru nokkrar af heimsókninni þeirra:
Oddný Erla ásamt Hinrik sínum, nýbúin að jafna sig eftir grátinn.
Þuríður mín hefur aldrei verið mikið fyrir myndatökur en er alveg að slá í gegn þessa dagana hehe, pósar þvílíkt!! Hún var líka mjög mikil hjúkka þegar hún kom og kíkti á Hinrik sinn í dag, þroskaðist um nokkur ár og var þvílíkt að hjálpa til og þóttist kunna þetta allt saman. Ótrúlega fyndið!! Gleymir seint!!
Theodór minn var ekkert sérlega glaður að mamman kæmi ekki með heim en var samt fljótur að jafna sig. Fannst mjög skrýtið að sjá slönguna í höfðinu á Hinrik sínum.
Svo er það litli/stóri fjagra mánaða veiki strákurinn minn, hann fékk sér nú smá sjúss áðan sem var frábært og hann verður bara að vera duglegur að drekka svo við þurfum ekki að vera hérna lengi. Núna erum við nánast búin að prufa allar deildir á barnapspítalanum nema vöku og þangað munum við víst ekki fara því Skari er hættur barneignum hehe. Annars er ég með mjaltarvélina á fullu svo ég missi ekki mjólkina.
Ætla núna að knúsa veika strákinn minn sem bíður eftir knúsi og kúri, horfir svona líka á mig og bíður. ....svo hóstar hann svona ljótum hósta og slímið flæðir uppúr honum.
Góðan nótt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.3.2009 | 14:49
Inná spítala :(
Þá er búið að leggja Hinrik Örn minn inná spítala, litla rjómabollan mín kominn með RS-vírusinn og með vökva í æð. Litli minn vill lítið sem ekkert rjómann sinn og með mikið slím, frekar óhamingjusamur greyjið!! Var píndur mikið í morgun, erfitt að finna æðar, mikið ofsalega fann maður til með honum. Við sváfum sem sagt lítið sem ekkert í nótt því hann var hóstaði eða ældi slími þannig núna ætlar mín að leggjast uppí rúm með honum og ath hvort hann vilji e-ð kúra með mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2009 | 14:42
Þreyttar mæðgur
Við mæðgur erum frekar þreyttar þessa dagana. Þuríður mín er frekar orkulítil svo það er eins gott að það er að koma páskafrí svo hún geti hvílt sig aðeins og safnað smá orku fyrir síðasta sprettinn í skólanum. Segist bara vilja vera heima eftir skóla, nennir ekki neinu og vill bara liggja uppí sófa. Reyndar segist hún núna vera með hausverk og liggur bara fyrir en getur nú samt horft á uppáhaldið sitt hana Dóru.
Hinrik minn er eitthvað slappur þessa dagana, mikið kvefaður og lítill í sér. Vona að hann sé ekki að fá þessa flensu sem er að ganga og þess á móti sefur drengurinn frekar lítið en hann var farinn að sofa betur á nóttinni eftir að ég byrjaði að gefa honum grautinn sinn fyrir svefn en núna vill hann lítið sem ekkert borða. Meir að segja vill hann lítið sjá mjólkubúið sitt og þá er nú mikið sagt annars vill hann bara kúra í mömmukoti en þar líður honum best.
Þannig mín er frekar þreytt en það líður nú hjá, finn líka meira til með litla kvefaða manninum mínum og hausverkjastelpunni minni.
Þó svo að það er mánuður og tæpir tveir mánuðir í afmæli stelpnanna minna er komin langur óskalisti hehe og mín var svo heppin að finna eina búð sem er að hætta og með mikinn afslátt og mun að sjálfsögðu gera góð kaup þar fyrir þær. Var bara svo sniðug að hringja og ath hvort eitt á óskalistanum væri til og lét taka frá. Maður nýtir öll tilboð sem maður finnur þar að segja ef maður þarf á þeim að halda hehe, ætla mér ekkert að fara í einhverja verkfærabúð því þeir eru að bjóða 50% afslátt af öllu mhúahaha!!
Mikill lærdómur sem bíður mín, úúúfffhh!! Mikið verð ég fegin þegar þessi önn verður búin og veit ekki hvað ég ætla að gera næstu önn, frekar leiðinleg viðmót sem maður fær frá fagstjóranum sem ég þoli ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2009 | 15:52
Lífið - nr.4
Núna eru komin rúm sjö ár síðan ég var í 100% vinnu, ætlaði að fara á vinnumarkaðinn þegar Oddný Erla mín var sjö mánaða og meir að segja komin með vinnu en þá kom áfallið. Þuríður mín veiktist og þá var ekkert annað í boði en að vera heimavinnandi, jú ég hef verið í aukavinnu sem hafa oft bjargað geðheilsu minni enda með skemmtilegustu vinnum sem ég hef verið í. Hitti mikið af skemmtilegu fólki og get fíflast mikið við kúnnana og haft það bara gaman, sakna þess oft að vera ekki í þeirri vinnu.
En það fer oft í mig þegar fólk segir við mig að ég eigi bara að njóta þess að vera heimavinnandi það eru bara forréttindi, margir sem vildu vera í þeirri stöðu að geta það. Ég lít ekki á það sem forréttindi fyrir mig að vera heima þetta er eitthvað sem ég þarf að gera og það er ekkert annað í boði, vonandi samt einn daginn get ég litið á það sem forréttindi og verið heima vegna þess mig langar til þess, verið til staðar fyrir börnin mín og ég haft efni á því. Það eru FORRÉTTINDI!!
Í dag eru rúm tvö ár síðan hún fékk síðast krampa og þar á leiðandi ekki farið í nein heilalínurit eða þess háttar. Alveg ótrúlegt kraftaverk með það að gera því þeir voru alveg um 50 á dag. Geggjað góður draumur!! Ég meina stúlkan gat ekki gengið um nema orðið með hjálm um höfuðið til að hlífa því og við stressuð labbandi á eftir henni til að reyna minnka höggið því það var aldrei neinn fyrirvari á flogunum hennar, hún hrundi bara niður. Oft sat maður grátandi yfir henni, fann svo mikið til bæði ég að horfa á hana þjáðst og hún að sjálfsögðu kvalin en aldrei hefur hún kunnað að kvarta. Hefur bara ekki þekkt neitt annað en í dag er hún farin að upplifa hluti sem hún hefur aldrei gert þess vegna ætlum við að eiga veikindalaust sumar núna í sumar sem verður okkar fyrsta síðan hún veiktist og njóta þess í botn. Eins gott að það verði GEÐVEIKT veður í sumar því ekki verður nein sólarlandaferð á þessu heimili.
Ég hef verið að horfa á gömul myndbönd með henni sem hún var sem veikust, ég bara hef ekki áttað mig á því fyrr en ég horfði á þau hvað hún var orðin veik. L Hrikalega erfitt að horfa á þau en samt mjög gott því ég sé hvað hún hefur það svo gott í dag og hvað hún er mikið KRAFTAVERK!! Jebbs ég veit, ég get taulast á því endalaust. Horfa á hana frá því hún var í Boston, nýkomin úr heilaaðgerð var hrikalega erfitt. Ég kasólétt af Theodóri mínum, við Skari tvö í Boston engin nákominn nálægt bara netið var hrikalega erfitt sem ég ætla mér aldrei að upplifa aftur. Ef það kæmi einhverntíman að því að hún þyrfti að fara aftur til Boston í einhverja aðgerð myndi ég biðja fólkið mitt að fylgja en það mun reyndar aldrei koma af því þannig ég þarf ekkert að hugsa meir um það J.
Ég veit allavega í dag að óskir manns rætast bara ef maður biður fallega. Ég hef ekkert þurft að komast undir regnbogann. Yndislegt líf!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2009 | 10:01
Þuríður á sér draum..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.3.2009 | 16:02
Um lífið heldur áfram í næstu viku
Þar sem ég er búin að vera ótrúlega bissí í dag hef ég ekki haft neinn tíma til að skrifa um lífið okkar í dag, fékk líka skemmtilega vinkonu í heimsókn í morgun og svo var mömmudagur hjá okkur Theodóri í dag. Theodór minn er nefnilega farinn að sýna mjög mikla afbrýðissemi útí Hinrik litla og þá verður maður líka hlúa vel að honum og sýna honum meiri athygli en hinar tvær eru bara kátar og sýna enga afbrýðissemi. Ég spurði Theodór hvað hann vildi gera með mömmu sinni í dag og það var eina sem hann vildi gera var að leggjast uppí mömmu rúm (sko ég og hann) og horfa á Dóru, hann vildi sem sagt bara kúra og það gerðum við á meðan litli svaf. Þarf ekki mikið til, til að gleðja þessi kríli. jú auðvidað fórum við í búðina til að undirbúa föstudagsfjölskyldupartýið okkar sem við erum alltaf með, þá er keypt smá nammi og í vikulega kjúklingaréttinn okkar en við reynum alltaf að prufa nýjan og nýjan rétt á hverjum föstudegi. Hlakka mikið til að smakka réttinn okkar í kvöld.
Erum annars öll kát þó svo Þuríður mín sé búin að vera eitthvað slöpp og alltaf erum við að bíða eftir hitanum en aldrei kemur hann. Hún er með þvílíka viskí rödd sem er bara fyndið að hlusta á.
Notanleg helgi framundan sem ætti að fara í lærdóm hjá minni sem ég er enganveginn að nenna og jú eitt stk fermingarveisla.
Góða helgi kæru lesendur.
Knús til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2009 | 09:22
Lífið - nr.3
Einsog ég hef sagt áður þá gat Þuríður mín ekki gert staf í haust bara réð engan veginn við fínhreyfingarnar en í dag getur hún gert þá og viti menn það gerist enn eitt kraftaverkið í gær. Ég er oft að reyna láta hana skrifa einhver orð eða herma eftir mér en hún hefur alltaf neitað að gera það, bara segist ekki geta það. En hún hefur verið að gera það mikið í tölvunni okkar sem er bara frábært en svo alltíeinu í gær spurði hún mig hvernig ætti að skrifa "Oddný" því henni langaði svo að skrifa það og auðvidað gerði ég það fyrir hana og hún hermdi svona líka fallega eftir. Hún hefur ö-a bara ekkert viljað gera þetta nema þetta væri fullkomið hjá henni, vildi bara fyrst æfa sig í tölvunni og svo spurði hún um hitt og þetta og skrifaði allt og var svona líka stollt af sér og ég ennþá stolltari. Oh mæ þetta er alveg yndislegt líf!!
Þuríður mín hefur aldrei verið mikið fyrir að leika sér í dóti, veit ekki afhverju kanski ekki bara kunnað það og svo hefur alltaf verið svo ofvirk vegna lyfjanna sinna. Í dag er engin ofvirkni í henni smá hvatvísi en hver ekki hvatvís? Ég er hvatvís. Það eru ekki margir dagar síðan hún byrjaði að leika sér þá meina ég dunda sér í dótinu sínu og Oddnýjar Erlu. Uppáhalds dótið hennar er dúkkan hennar Ósk sem er væntanlega vegna Hinriks, henni finnst ofsalega gaman að gefa henni brjóst, skipta á henni og svo lengi mætti telja. Þess vegna ákváðum við Óskar að gefa henni eitthvað sem tengdist dúkkum eða bleyjur, litla skál, skeið og þess háttar sem hún gæti dundað sér við og það er líka ótrúlega gaman að fylgjast með henni leika sér með þetta eitthvað sem við erum ekki vön að sjá. Ég er líka mikið að spurja hana hvernig dót henni langi í afmælisgjöf og ætli það verði ekki eitthvað dúkkutengt, æjhi þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er yndislegt að sjá hana gera þessa hluti sem öllum foreldrum finnst bara eðlilegur hlutur. Oddný Erla er líka farin að biðja hana meira að koma inn að leika (hefur reyndar alltaf gert það en það er bara miklu algengara núna) því hún finnur líka að hún er farin að gera meira af þessu.
Í haust var Þuríður mín að taka inn ca 20 töflur á dag af flogalyfjunum sínum en í dag eru þær "bara" ca 10 og fara minnkandi, vávh þvílíkur munur á stúlkunni. Það er rosalegur munur á einu barni bara síðan í haust. Yndislegt!!
Hérna er hetjan mín, sofnaði vært í sófanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar