Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 08:28
Elsku besta Oddný Erla mín
Hún á afmæli í dag, hún er fimm ára í dag. Til hamingju með daginn elsku besta flottasta fimm ára stelpan okkar sem vaknaði ótrúlega hamingjusöm í dag og var vakin með pökkum og afmælissöng. Svo á morgun verður haldið sameiginlegt afmæli þeirra systra á morgun sem þær bíða svakalega spenntar eftir.
Hérna eru nokkrar sem voru teknar af afmælisbarninu í gær í leikskólanum en þar fékk hún að baka pönnslur fyrir deildina sína tilefni dagsins í dag því það er lokað í dag.
Rosalega einbeitt að brjóta eggið.
...og blanda meira, þetta fannst henni sko ekki leiðinlegt.
Stolltur bakari.
Krakkarnir fá alltaf að velja hvað eigi að vera í matinn á sjálfan afmælisdaginn og Oddný Erla mín er búin að velja baka pizzu, aldrei að vita að hún verði bakari.?
Jæja þá hefst dekrið fyrir afmælisbarnið, eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.4.2009 | 21:14
Ísland í dag í kvöld...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2009 | 08:40
Nokkrar myndir
Við fjölskyldan áttum frábæran dag í gær, kíktum í Björnslundinn og það fannst þeim sko ekki leiðinlegt svo hérna eru nokkrar myndir frá deginum.
Fengum þessa flottu kerru lánaða hjá nágrannanum okkar og Þuríður var geðveikt dugleg að draga Theodór í henni.
Þuríði minni fannst æðislega gaman í skóginum einsog þið sjáið.
Oddný Erla var einsog apaköttur þarna, var að fíla það geðveikt að príla allsstaðar þarna.
Þetta var sko aðal stuðið hjá gaurnum mínum. Verst að hann komst aldrei sjálfur niður, varð alltaf að fá hjálp.
Fundum líka þetta fína og flotta hengirúm sem var hægt að hvíla lúin bein.
Læt þetta duga í bili af myndum en við tókum ö-a 100 myndir enda ógeðslega gaman þarna og mikið hægt að gera fyrir börnin.
Þá er líka komin dagssetning á hvenær við hittum "vaxtalækninn" og þá verður ákveðið hvort/hvenær Þuríður mín byrjar í þessu öllu sem tengist vextinum hennar en það verður 13.maí tveim dögum eftir aðgerðina. Fínt að klára þetta og vonandi verða bara flottar fréttir og þá getum við haldið uppá það um sumarið og haft það rosalega gaman, við ætlum að ná okkar fyrsta sumri í sumar "án veikinda" eða spítalaferða og fá bara góðar fréttir.
Skólinn hjá mér er alveg að klárast eða 9.maí en núna er "brjálaður" undirbúningur í gangi sambandi við afmælin þeirra systra sem verður haldið á föstudaginn og þær hrikalega spenntar. Endalaust gaman!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.4.2009 | 12:07
Dagssetningin komin
Þá er dagssetningin komin á aðgerð hetjunnar minnar sem verður mánudaginn 11.maí og ég væri að ljúga að ykkur ef ég væri ekki kvíðin fyrir þessum degi eða dögunum á eftir að bíða eftir niðurstöðunum úr ræktuninni. Dáltið mikill kvíði og líka vegna þess okkur finnst vera e-h meiri bólga að koma við gagnaugað og þar niður á kinn, æjhi erfitt að útskýra en já kvíði og enn meiri kvíði.
Þuríður mín er hress og er að njóta lífsins þessa dagana einsog börn á hennar aldri eiga að gera en eina sem ég held að henni finnst leiðinlegt að hún hefur ekki ennþá krafta í að halda á litlu rjómabollunni okkar. Oddný Erla getur hnoðast með hann og fær að gera það en elsku besta Þuríður mín hefur ekki kraftana í það en ég veit að það mun koma að því.
Ég og Skari erum annars að koma í "Íslandi í dag" held ég á miðvikudagskvöldið ef ykkur langar að horfa samt ekki vissum þann dag, þið verðið bara að fylgjast með þeim þætti þar að segja ef ykkur langar að fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2009 | 18:38
Dekurhelgin í fullum gangi...
..og hérna koma nokkrar af henni:
Theodór minn byrjaði daginn að gefa litla bró knús og koss á kinn.
...og svo eitt bros fyrir mömmuna. Bara flottastir!!
Tilefni dagsins vildi minn maður raka sig en það var eitt af því fáa sem hann vildi gera á dekurdaginn eða helginni.
Minn maður vildi að sjálfsögðu fara í skyrtu, bindi og leddarann þegar hann fór að kjósa ef hann fengi að ráða þá væri hann svoleiðis klæddur alla daga :)
Við fórum líka í sund sem honum fannst ekki leiðinlegt, fannst ofsalega gaman að sjá rjómabolluna fara í kaf og kafa dáltið sjálfur.
Svo fékk hann að ráða hvað hann vildi í kvöldmat og það var grilluð pulsa sem og hann fær en ekki hvað en núna er hann að leika sér við hina gaurana í blokkinni úti í fótbolta. Það er samt ofsalega skrýtið en samt ekki skrýtið hvað þau sakna alltaf hinna þegar þau eru ekki með, hann er endalaust búinn að spurja um systur sínar sem eru uppá Skaga. Hann saknar þeirra ofsalega mikið og þannig eru þær líka ef hin eru ekki heldur með, þau eru öll einsog tvíburar.
Núna tekur kosningavaka við og drengurinn fær að vaka eins lengi og hann vill, ásamt fullt af óhollustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2009 | 08:56
Gleðilegt sumar og góða helgi
Ég veit að þetta á eftir að vera besta sumar sem ég hef upplifað með börnunum mínum, vávh hvað það á eftir að vera gaman hjá okkur. Þuríður mín náttúrlega í sumarfríi í ALLT sumar enda skólastelpa og það verður ofsalega "skrýtið" en hin tvö fá líka að vera mikið í fríi í sumar en ákvað samt að láta þau ekki að vera í allt sumar einsog Þuríður mín því þau þurfa á reglunni að halda sérstaklega Theodór litli-stóri gaurinn minn en samt MIKIÐ. Skari minn verður nefnilega líka í löööööngu fríi í sumar, fæðingarorlof og svona ekki amalegt. Vííííí!!
Við byrjuðum sumardaginn fyrsta að fara í ungbarnasund ég og Hinrik minn, hérna er ein af honum og systurdóttir minni sem er þrem vikum yngri en hann:
Það var nú ekki mikið hægt að vera úti í gær vegna veðurs þess vegna fórum við mæðgurnar og versluðum dáltið fyrir afmæli stelpnanna þó svo það sé ekki fyrr en eftir viku en þá líður tíminn svo hratt og stelpurnar mínar verða heldur ekkert heima um helgina, ætla í dekur uppá Skaga og strákarnir mínir þrír verða allir í dekri hjá mér.
Haldiði ekki að ODdný Erla mín sé farin að æfa sig að lesa, las smá fyrir mig í gær. Var lengi að lesa en það tókst og rifnaði alveg að stollti og þið hefðuð átt að sjá Þuríði mína var ekkert minna stollt af systir sinni. Bara gaman!! Theodóri mínum langaði líka að prufa en auðvidað gat hann það ekki enda bara 3 ára en ég held að hann verði fljótur að læra lesa ef þetta heldur svona áfram enda bara 2 og hálfs þegar hann kunni alla stafina.
Mín alveg að verða búin með lærdóminn, nananabúbú!! Þuríður mín og allir hressir og við bíðum bara eftir aðgerðadegi.
Góða helgi allir og munið að kjósa RÉTT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2009 | 16:44
Færsla tvö í dag
Jihdúddamía það mætti halda að það væri ekkert að gera hjá mér eheh bara komin með færslu tvö í dag er reyndar í rólegheitunum núna "bara" með strákana mína heima á meðan hin þrjú fórum uppá Skaga á fótboltaæfingu.
Langaði nú bara að koma með update frá heimsókninni okkar Þuríðar hjá skurðlækninum en hún mun fara í aðgerð einhverntíman í maí og þá verður þetta fjarlægt og sett í ræktun. Ég veit ekki alveg afhverju ég sagði að þetta væri bakvið eyrað en þetta er við gagnaugað eða þar eru komin tvö stykki af "einhverju" og þriðja farið að birtast aftan á hálsi og engin veit neitt hvað þetta sé eða læknarnir vilja ekkert vera með neinar ágiskanir um þetta sem ég skil mjög vel. Ef þú ert ekki viss þá er betra að þegja. Auðvidað er maður stressuð yfir þessa, hetjan mín sína "sögu" og einhverjir "hnúðar" að birtast hjá henni en auðvidað þurfum við að bíða e-ð en vonandi ekki mjög lengi eftir að hún fari í aðgerðina og svo bíða eftir að þetta komi úr ræktun.
Theodór minn er svakalega spenntur fyrir helginni en hann á að fá dekurhelgi, stelpurnar sendar uppá Skaga í annað dekur og Theodór fær að vera "einn" með mömmu og pabba. Eina sem hann bað um sérstaklega að gera um helgina var að fá að raka sig með pabba sínum hehe og versla afmælispakka handa Oddnýju Erlu sinni og auðvidað verður bæði gert og e-ð fleira. Hann hefur nefnilega átt dáltið erfitt síðustu vikurnar, frekar erfitt að annar pungsi mætir á svæðið og hann á ekki "einn" mömmu sína lengur þess vegna fær hann heila helgi í dekur og ath hvort hann lagist ekki aðeins í skapinu og svona.
Rjómabollan í ungbarnasundi
Gleðilegt sumar allir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2009 | 13:11
Vonin er sterkasta vopnið
Í gegnum veikindin hennar Þuríðar minnar hef ég kynnst ofsalega góðu fólki og mikið af því er veikt eða eiga veik börn og oft getur það tekið á að sjá þessa einstaklinga mjög veika og sem er mjög sárt líka. Fyrir nokkrum mánuðum (man ekki hvað er langt síðan) kynntumst við flottri hetju sem heitir Björk sem er mjög lík Þuríði minni að mörgu leiti, báðar jafn þrjóskar sem ég er ofsalega ánægð með. MAður þarf að vera þrjóskur í svona baráttu, við Þuríður mín höfum hitt Björkina okkar sem er í meðferð núna og á dáltið erfitt þannig mig langaði að biðja ykkur að kveikja á kanski einu stk kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar minnar fyrir hana og hugsa fallega til hennar. Vonin okkar er sterkasta vopnið og ég veit að hún Björkin okkar á eftir að komast í gegnum þetta einsog Þuríður mín eða ég veit að Þuríður mín á eftir að ná bata rétt einsog hin hetjan mín. Við trúum á þig Björkin mín og haltu bara fast utan um vonina "okkar".
Annars erum við mæðgur á leiðinni að hitta skurðlækninn og fáum að vita meira frá honum um framhaldið.
Munið heilsan okkar skiptir mestu málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:32
Skurðlæknirinn á morgun
Erum að fara hitta skurðlæknir Þuríðar minnar á morgun og þá fáum við að vita meira annars erum við bara að bíða eftir svörum og væntanlegri aðgerð. Hefðum ekki átt að fá tíma fyrr en 15.maí en mér fannst alltof langt þanga til og honum reyndar líka þannig hann tróð okkur inn hjá sér sem ég er frekar ánægð með. Biðin er alltaf erfiðust. Okkur langar líka ef hún þarf að fara í aðgerð að það verði gert fyrir 1.júní því mig dreymir um að eiga okkar fyrsta sumar án læknaheimsókna og hafa það bara gaman erum nefnilega komin með endalaust langa dagsskrá fyrir sumarið og mig hlakkar endalaust til og krökkunum líka.
Erum líka að bíða eftir niðurstöðunum úr blóðinu hennar en það tekur alveg 10-14 daga og svo eru læknarnir eftir að funda eftir það og ákveða hvað verði hægt að gera fyrir hana. Bið bið bið!!
Annars er brjálað að gera, er að rembast við að klára lærdóminn en það er þessi og næsta vika eftir af skólanum en mig langar að vera búin með allt fyrir eða um helgina fyrirutan prófið mitt því mig langar að eyða næstu viku í bakstur og undirbúning afmæla stelpnanna minna. Er ö-a alveg jafn spennt og þær að halda uppá það hehe, eeeeelska afmæli.
Þuríður hefur það ótrúlega gott í bústaðnum um páskana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2009 | 13:12
Læknaheimsókn í morgun og fleiri á næstunni
Fórum með Þuríði mína í smá læknaheimsókn í morgun, hún er í smá "rannsóknum". Teknar blóðprufur og þess háttar, það er nefnilega verið ath ýmislegt hjá henni t.d. hvort hún megi fara í þetta til að hjálpa henni að vaxa en það er ekki víst því það gæti haft áhrif á æxlið og ef það eru e-h líkur á því viljum við ekki að hún fari í þetta. Við tökum enga sénsa með hana, þá verður hún "bara" lítil.
Svo er annað sem er verið að skoða en þið munið kanski í byrjun árs þá fundum við einhverskonar "hnúð" fyrir aftan eyrað hennar sem læknarnir vissu ekkert hvað væri en það komu allavega engar skuggamyndir í myndatökunum þannig að þeir héldu að það væri ekkert illkynja að myndast sem var náttúrlega frábært en við áttum að halda áfram að fylgjast með þessu sem ég hef að sjálfsögðu gert. Núna hefur þetta e-ð breyst og annað komið þar við hliðina og læknarnir vita ekki ennþá hvað þetta sé og þá telja þeir ekkert annað en í stöðunni en að taka þetta og setja í ræktun sem ég er að sjálfsögðu ánægð með því þá hættir maður kanski að vera með í maganum yfir þessu sem ENGIN veit hvað er. Þannig á næstunni munum við hitta tvo "nýja" lækna annan útaf vextinum og hinn útaf "hnúðunum". (veit ekki hvað ég á að kalla þetta) Hún á sem sagt á næstum vikum að fara í aðgerð og fjarlægja þetta og þá vitum við meira annars er það bara þessi óvissa sem er svo fræg á þessum bæ. En auðvidað hef ég trú á því að þetta sé "ekkert".
Hún er annars ótrúlega hress, yndislegt að fylgjast með henni á þessari uppleið sem hún er í þess vegna hef ég heldur enga trú á því að það sé e-ð illt að henda hana núna. ENGA TRÚ!! Sumarið er líka á leiðinni og það á eftir að vera svoooo skemmtilegt hjá okkur að hálfa væri miklu meir en nóg, ferðast um landið og bara vera ÖLL saman. Hefði samt ekkert á móti því að fara í sólarlandaferð en það er ekki í boði enda alveg sátt við að ferðast um landið. Verður okkar fyrsta sumar sem við ætlum að vera "laus" við "öll" veikindi það verður ekkert spítalabögg í sumar, við neitum því alfarið.
Stelpurnar mínar eru líka farnar að telja niður dagana í afmælin sín og eru sko alveg með það á hreinu hvað þeim langar í, víííí!! Búin að tala við bestu vinkonu (ein leikona sem hefur orðið góð vinkona Þuríðar minnar í öllum hennar veikindum og góð vinátta hefur þar myndast á milli þeirra) Þuríðar og auðvidað Oddnýjar líka sem ætlar að vera laus þegar við höldum uppá afmælin þeirra. Jíbbbíjeij!!
Getið annars kíkt á þessa slóð smá frá Idolinu:
http://www.visir.is/article/20090416/LIFID14/807400076/-1
Farin útí göngutúr í góða veðrinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar