16.11.2006 | 15:15
Eitt ár frá Bostonferð - einn dagur í þá næstu
Í dag er eitt ár síðan við héldum í erfiðasta ferðalag sem við höfum farið í - nefnilega Bostonferðin þar sem Þuríður okkar fór í aðgerð. Í dag er líka eitt ár síðan amma mín Jóhanna kvaddi þennan heim. Við höfum oft sagt söguna af því þegar hún amma sagði daginn áður en við fórum til Boston að hún ætlaði að koma með okkur - hún dó 10 mínútum áður en flugvélin fór í loftið.
Það var hræðilega erfitt að fá ekki að fylgja ömmu síðasta spölinn en ég veit að þess í stað þá var hún með okkur í Boston og hún er með okkur enn. Ég veit líka að hún elsku amma mín mun vernda hana Þuríði mína að eilífu - vonandi sem lengst hér í okkar lífi.
En jú þið lásuð rétt út úr fyrirsögninni, við ætlum að skella okkur til Boston á morgun en í þetta skiptið ætlum við ekki að stíga fæti inn á sjúkrastofnun. Við ákváðum það nefnilega í fyrra að okkur langaði að fara einhverntíman til Boston án þess að fara þangað vegna veikinda dóttur okkar. Síðan í kjölfarið af tónleikunum þá fórum við að hugsa um það hvað við gætum nú gert til að njóta lífsins sem best og okkur fannst þetta sannarlega tilvalið að skella okkur bara til USA - Ætlum að skilja Theodór tippaling eftir heima og njóta þess að fara með stelpurnar okkar í sædýrasafnið, kids museum og maður minn - steikurnar sem við ætlum að stúta þarna um helgina.........
Við förum á morgun og komum heim á þriðjudagsmorgun. Slauga setur kannski litla færslu hér inn á morgun áður en við förum.
Annars langar mig til að þakka öllum sem hafa skrifað inn á síðuna okkar frá því við skrifuðum hér síðast á mánudag. Við vissum það svo sem, af fenginni reynslu, að við fengjum stuðning og vorum í raun soldið að sækjast eftir honum. En ég veit ekki hvort þið öll þarna úti áttið ykkur á því hvað þið eruð að gera mikið fyrir okkur, hvað þið eruð okkur mikill stuðningur. Við eigum bestu fjölskyldu, vini, kunningja og stuðningsmenn í heimi - trúið mér, við erum hrærð.
Nú skulum við leggja leiðindaathugasemdir til hliðar og snúa okkur að því sem skiptir máli, okkur sjálfum og þeim sem okkur þykir vænt um - elskið hvort annað og þið verðið ekki svikin. Komið fram við fólk eins og þið VILJIÐ láta koma fram við ykkur. Ef einhver er ósanngjarn í ykkar garð, reynið þá að vera sanngjarnari í garð viðkomandi. Í ljósi þess segi ég við þennan eina frekar ósátta: Ég veit ekki hver þú ert og ætla ekki að komast að því. Mér þykir það leitt að þú sért ósáttur en ég fyrirgef þér samt (þó þú hafir ekki beðið um það) og vona að þú finnir frið til að koma þeim hlutum í verk sem líklega eru nauðsynlegir þín og þinna vegna.
Kveðja
Óskar Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
16.11.2006 | 10:28
Loksins loksins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2006 | 11:05
Ennþá orðlaus
Við erum ennþá orðlaus. En á þessari stundu erum við ekki orðlaus af hamingju yfir því hvað tónleikarnir heppnuðust vel og yfir því hvað við erum heppin að eiga marga góða að. Hér inn á síðuna okkar kom athugasemd í morgun sem sló okkur eins og blaut tuska. Það var leiðinda komment frá manneskju greinilega er ekki sátt við lífið.
Athugasemdin snérist um það að viðkomandi vildi fá að vita hvað við ætluðum að gera við þá peninga sem hafa safnast í tengslum við tónleikana. Ástæða þess að viðkomandi setti inn þetta komment er að hann (skrifaði einn ekki alveg sáttur undir) frétti af því að við værum að kaupa okkur nýja íbúð. Já það var nú mikið gott að það væri hægt að finna eitthvað til að kjammsa á, vona að einhver njóti þess. Við höfum ekki nefnt það hér að við værum að fara að flytja. Jú við sögðum frá því á tímabili að okkur langaði til þess en höfum ekki talað um það lengi. Við höfum okkar ástæður fyrir því að við tölum ekki um það hér, ástæður sem tengjast Þuríði ekki neitt, ástæður sem tengjast tónleikunum ekki neitt, ástæður sem engum kemur við nema þeim sem hefur kjark í að tala við okkur undir nafni.
Hvað við ætlum að gera við peningana!
Í auglýsingu fyrir tónleikana kom fram að þeir væru haldnir Þuríði til heiðurs og átti ágóðinn að renna til hennar og okkar fjölskyldu hennar til að gefa okkur færi á að eiga góðar stundir saman og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Þetta mun svo sannarlega hjálpa okkur að gera góða hluti fyrir okkur og dóttur okkar, hluti sem hjálpa okkur að búa til fallegar minningar.
Einn ekki alveg sáttur skrifaði m.a.:
Eins og ég finn nú til með ykkur vegna hennar Þuríðar, þá verð ég bara að segja að mér finnst eins og þið fáið hreinlega allt (annað) sem að þið viljið, það eru nú ekki margir í ykkar aðstöðu sem gætu gert það sem þið hafið gert.Sem betur fer eigum við svo góða að, yndislegt fólk eins og Hönnu Þóru, Önnu Björk, Pálma og alla hina sem hafa stutt svo dyggilega við bakið á okkur að við getum gert hluti sem margir í okkar stöðu hafa ekki getað gert hluti sem okkur dreymir um en ráðum ekki við m.a. vegna fjárskorts.
Við vitum ekki hvernig við getum svarað svona athugasemdum öðruvísi. Við ætlum ekki að setja skýrslu hér inn á netið þar sem við skýrum nákvæmlega í hvað þessir peningar fara. En við getum fullvissað ykkur um að þeir hjálpa okkur til að gera hluti sem við annars hefðum ekki gert, peningarnir færa okkur ekki hamingju einir og sér en þeir hjálpa svo sannarlega til að láta okkur líða betur.Kveðja Óskar Örn
Áslaug Ósk skrifar:
Ég var einmitt nýbúin að segja við frændfólk okkar á Ólafsfirði (jebbs ég er kanski skyld ykkur líka ehe, þar sem pabbi er þaðan og er að kanna málið) að mar þorði ekki að fara í kringluna útaf svona fólki til að kaupa mér bol sem nota bene ég geri nær aldrei því þá færi Gróa afstað og ég fann það líka á mér að hún færi afstað eftir tónleikana. Hvað er að fólki?
Ég vaknaði í morgun og mér leið ömurlega þar sem Þuríði minni líður ekki vel þessa dagana, við finnum hvað hún er að slappast og ég finn svo hræðilega til í hjartanu og hvað þá að fá svona komment. Ég t.d. hágræt þegar ég er að skrifa þetta, hann Pálmi prestur kom til okkar á föstudagskvöldið og það var æðislegst að fá hann ekki það að ykkur komi það eitthvað við að hann hafi komið en mér finnst einsog sumum finnist þurfa vita ALLT sem við gerum, fáum og hvað við borðum. Hann t.d sagði við okkur að við ættum að drífa okkur í burtu og nota sæluvímun frá tónleikunum og njóta þess að vera saman, fara í hitan og leika aðeins við börnin okkar á meðan allir væru ferðafærir þá var hann að sjálfsögðu að meina hana Þuríði mína.
Að sjálfsögðu langar okkur það en þá kemur svona fólk einsog þetta komment í morgun sem við eyddum því okkur fannst það ekki eiga heima hérna á síðunni og þá fer það að babbla og babbla sem tekur ótrúlega mikið á taugarnar og mér finnst það líka ótrúlega sárt að lesa svona eða heyra.
Já Þuríði minni líður ekki vel, hún t.d tók smá öskurskast á laugardagskvöldið sem við höfum aldrei verið vitni af, tók eitt kast og svo var það búið og stúlkan sofnaði. Það var einsog hún væri eitthvað að kveljast og þyrfti að fá smá útrás, það var ótrúlega skrýtið að sjá þetta og erfitt.
Mér finnst svo sárt og erfitt að sjá hana svona hvað þá að viðurkenna að hún er eitthvað að slappast að hugsa útí næstu mánuði finnst mér óhugsandi.
Ég get eiginlega ekki skrifað meir þar sem ég er bara útgrátin, gjörsamlega dofin en þetta er samt ástæða fyrir mig og mína að loka síðunni og hafa lykilorð og bara útvaldir fái aðgang. Ætla að hugsa málið, jú ég veit að það er endalaust margir að fylgjast með en ég get ekki hugsað mér að fá svona ótrúlega leiðinleg komment aftur og þetta er ekki í fyrsta skipti.
Munið að knúsa og kyssa börnin ykkar vel og lengi og ekki gleyma að segja þeim hvað þið elskið þau mikið, ég geri þetta allt oft á dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (78)
11.11.2006 | 08:55
Elsku pabbi
Elsku pabbi til hamingju með þennan stóra áfanga, hlakka til að fara með þér í næstu London-ferð eða réttara sagt bíð ég eftir því að þú segir mér hvenær við ætlum að fara næst eheh!!

Þú ert bestur!!
Áslaug, Óskar, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theodór nafni þinn Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 08:58
Stutt í dag ....eða kanski ekki?
Enn og aftur þakkir til ykkar allra sem komu á tónleika ég er ennþá orðlaus, það var/er æðislegt að sjá hvað margir hugsa til okkar og hvað við eigum marga góða að. Ekkert endilega okkar nánasta, fólk sem við höfum kanski ekki talað við lengi eða gamlir skólafélagar, úr badmintoni, sundinu svo lengi mætti telja hafa sýnt okkur það að þau eru tilbúin að gera allt fyrir okkur. Stundum á ég eiginlega ekki til orð hvað við erum heppin að eiga ykkur öll að þið hafið hjálpað okkur endalaust mikið. Knús fyrir það!!
Ég er svo ánægð hvað Þuríður mín var hress á tónleikunum og hvað ég var glöð að hún krampaði ekki neitt, hjúkket!! Æjhi mér finnst sjálf erfitt þegar hún er krampa hvað þá fólk sem hefur aldrei séð hana krampa. Ég veit það getur reynt mjög mikið á þá sem hafa aldrei séð hana í krampa sem við höfum verið vitni af síðustu vikur og mér finnst það líka doltið erfitt þannig ég er mjög ánægð hvað hún var glöð og hress.
Hún er loksins að byrja í sjúkraþjálfun en það byrjar í næstu viku, það verður gott og gaman fyrir hana að fá aðeins að hreyfa sig. Held að hún eigi að fá að fara í sund líka sem hún elskar útaf lífinu, ohh ég er frekar spennt að fá að fara með hana.
Well ætli mín verði ekki að hætta, við Theodór ætlum að skreppa útí TBR og horfa á alþjóðlega mótið sem er í gangi þar og hitta liðið okkar líka, frekar langt síðan ég hef hitt það.
Bið að heilsa ykkur öllum og höldum áfram að knúsast, góða helgi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 20:39
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2006 | 09:16
Við erum orðlaus
Við erum nánast orðlaus en ætlum þó að reyna að koma frá okkur nokkrum þakkarorðum.
Tónleikarnir í gær voru hreint út sagt dásamlegir. Tónlistarfólkið sem kom fram átti sannkallaðann stórleik. Hanna Þóra, Ólöf Inga, Garðar Örn, Signý, Jóhann Friðgeir, Regína Ósk, Halla, Solla, Stebbi og Eyfi og allir undirleikararnir - bestu þakkir til ykkar allra fyrir frábæra frammistöðu. Tæknimenn á staðnum, Sveinn Ómar, Einar Karl og aðrir fá sömuleiðis bestu þakkir fyrir sitt framlag.
Sérstaklega vil ég þó þakka þeim Önnu Björk, Pálma og Hönnu minni (aftur

Þið sem komuð á tónleikana eða hafið stutt okkur með öðrum hætti síðustu daga og viku; Við eigum ekki orð til að lýsa því hvað við erum þakklát fyrir stuðning ykkar. Allir segja við okkur að við séum að borga það til baka með viðhorfi okkar en við gerum ekkert annað en að fylgja hjarta okkar og reynum að taka því sem að okkur er rétt, læra af því og nýta til að okkur líði sem best, í dag og alla daga í framtíðinni.
Takk allir fyrir að snerta hjörtu okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
8.11.2006 | 16:55
Mér líður vel
Mér líður vel því að ég hef kynnst svo dámsamlegum hliðum á mannfólkinu.
Mér líður vel því að ég á svo yndislega konu
Mér líður vel því að ég á svo yndislega falleg og góð börn
Mér líður stórkostlega því að ég á fjögurra ára dóttur sem, af engu tilefni, tekur utanum hálsinn á mér og hvíslar að mér: "Svona, svona pabbi minn - þetta er allt í lagi".
Takk fyrir daginn í dag og takk fyrir að láta mér líða vel.
Kveðja
Óskar Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2006 | 18:07
Síminn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2006 | 17:04
Pizzu-partý
Það koma einn pjakkur til mín í morgun þegar ég sótti stelpurnar á leikskólann og fór að tala um tónleikana við mig, það er greinilegt að það er talað um Þuríði heima hjá þessum börnum sem mér finnst mjög gott. Þau spurja líka mikið en hann var svakalega spenntur með þessa tónleika en vissi samt ekki alveg sjálfur hvort hann ætlði að mæta. Svo var mér sagt í morgun að hann hefði komið til Þuríðar minnar og sagt "ertu með krabba Þuríður?". Hún nottla bara horfði á hann og fannst ö-a bara frekar skrýtinn að spurja svona þannig hann hélt bara áfram "komdu með krabbann". Æjhi þau eru ótrúlega einlæg þessi börn og segja að sjálfsögðu allt sem þeim dettur í hug og auddah pæla þau mikið í þessum hlutum en mér fannst þetta bara fyndið.
Þið hafið væntanlega flest farið inná linkinn í fyrradag sem við settum inn vegna aðgerðar sem ein stúlka fór svona svipaða einsog Þuríður mín þyrfti að fara til að reyna hjálpa henni sem eru kanski frekar litlar líkur á því að hún myndi koma heil úr eða bara lifa af. Það var einhver "ókunnug" sem sendi okkur þennan link en okkur fannst þetta svolítið sérstakt þannig Skara var leynilögga í gær og hafði að grafa upp spítalann sem gerði þessa aðgerð og hringdi á spítalann til að fá meiri upplýsingar, segja svo að mar geti ekki bjargað sér. Þannig hann fékk mailið hjá þessum ákveðna lækni og við erum búin að senda honum mail til að fá meiri upplýsingar og kannað þetta nánar. Við erum reyndar búin að senda mail á læknana okkar hérna heima með þessum upplýsingum og hringdum í okkar lækni í gær og að sjálfsögðu vill hann kanna allt svona en ekki hvað?
Við erum ennþá að bíða eftir svari frá Boston hvað þeir halda með stöðuna í dag, við erum náttúrlega heimsmeistarar í biðum því verr og miður samt óþolinmóðustu manneskjur í heimi. Það er líka búið að hafa samband við þá í Svíþjóð og ath hvað þeir segja og við nottla höldum bara áfram að bíða.

Þuríður mín hefur verið aðeins hressari í dag en í gær, búin að krampa smávegis og ég varð reyndar doltið hrædd áðan þegar hún krampaði því hún varð eitthvað svo rauð í augunum og hvítnaði svo mikið en hún lítur betur út núna

Ætli ég haldi ekki áfram í búðarleik með krökkunum, Oddný að biðja mig að koma leika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
91 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar