Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Stutt í dag ....eða kanski ekki?

Mig langaði nú bara að byrja á því að segja að hann Theodór minn Ingi litli pungur sem er rúmlega níu mánaða gamall tók þrjú skref í gær og ég er að fara úr monti eheh!!   Hann varð líka svakalega montinn og klappaði mikið fyrir sjálfum sér þegar hann sá hvað mamma hans og pabbi voru glöð með strákinn sinn.  Reyndar hefur mér funndist hann alltaf mikið letiblóð, tók hann svakalega langan tíma að snúa sér yfir á magan eða bara fara hreyfa sig yfir höfuð en hann vildi nú sýna múttu sinni það að hann væri sko ekkert letiblóð.  Ohh það var svo gaman að sjá hann gera þetta og hvað hann var montinn sjálfur og hló líka mikið, kanski verður hann bara farinn að labba fyrir jól einsog pabbi hans hefur alltaf sagt?  Hmmm!!  Vona samt ekki því við erum í veðmáli eheh!!

Enn og aftur þakkir til ykkar allra sem komu á tónleika ég er ennþá orðlaus, það var/er æðislegt að sjá hvað margir hugsa til okkar og hvað við eigum marga góða að.  Ekkert endilega okkar nánasta, fólk sem við höfum kanski ekki talað við lengi eða gamlir skólafélagar, úr badmintoni, sundinu svo lengi mætti telja hafa sýnt okkur það að þau eru tilbúin að gera allt fyrir okkur.  Stundum á ég eiginlega ekki til orð hvað við erum heppin að eiga ykkur öll að þið hafið hjálpað okkur endalaust mikið.  Knús fyrir það!!

Ég er svo ánægð hvað Þuríður mín var hress á tónleikunum og hvað ég var glöð að hún krampaði ekki neitt, hjúkket!!  Æjhi mér finnst sjálf erfitt þegar hún er krampa hvað þá fólk sem hefur aldrei séð hana krampa.  Ég veit það getur reynt mjög mikið á þá sem hafa aldrei séð hana í krampa sem við höfum verið vitni af síðustu vikur og mér finnst það líka doltið erfitt þannig ég er mjög ánægð hvað hún var glöð og hress.

Hún er loksins að byrja í sjúkraþjálfun en það byrjar í næstu viku, það  verður gott og gaman fyrir hana að fá aðeins að hreyfa sig.  Held að hún eigi að fá að fara í sund líka sem hún elskar útaf lífinu, ohh ég er frekar spennt að fá að fara með hana.

Well ætli mín verði ekki að hætta, við Theodór ætlum að skreppa útí TBR og horfa á alþjóðlega mótið sem er í gangi þar og hitta liðið okkar líka, frekar langt síðan ég hef hitt það. 

Bið að heilsa ykkur öllum og höldum áfram að knúsast, góða helgi!!

Myndir

Komnar inn nokkrar myndir frá tónleikunum í gær, var ekki í stuði að setja of margar þar sem myndakerfið hjá Barnalandi er ekki að gera sitt besta. grrrrrr!!

Við erum orðlaus

Óskar skrifar

Við erum nánast orðlaus en ætlum þó að reyna að koma frá okkur nokkrum þakkarorðum.

Tónleikarnir í gær voru hreint út sagt dásamlegir.  Tónlistarfólkið sem kom fram átti sannkallaðann stórleik.  Hanna Þóra, Ólöf Inga, Garðar Örn, Signý, Jóhann Friðgeir, Regína Ósk, Halla, Solla, Stebbi og Eyfi og allir undirleikararnir - bestu þakkir til ykkar allra fyrir frábæra frammistöðu.  Tæknimenn á staðnum, Sveinn Ómar, Einar Karl og aðrir fá sömuleiðis bestu þakkir fyrir sitt framlag.
Sérstaklega vil ég þó þakka þeim Önnu Björk, Pálma og Hönnu minni (aftur Brosandi) fyrir ómetanlega vináttu og stórkostlega tónleika. 

Þið sem komuð á tónleikana eða hafið stutt okkur með öðrum hætti síðustu daga og viku; Við eigum ekki orð til að lýsa því hvað við erum þakklát fyrir stuðning ykkar.  Allir segja við okkur að við séum að borga það til baka með viðhorfi okkar en við gerum ekkert annað en að fylgja hjarta okkar og reynum að taka því sem að okkur er rétt, læra af því og nýta til að okkur líði sem best, í dag og alla daga í framtíðinni.

Takk allir fyrir að snerta hjörtu okkar.

Mér líður vel

Óskar skrifar


Mér líður vel því að ég hef kynnst svo dámsamlegum hliðum á mannfólkinu.
Mér líður vel því að ég á svo yndislega konu
Mér líður vel því að ég á svo yndislega falleg og góð börn
Mér líður stórkostlega því að ég á fjögurra ára dóttur sem, af engu tilefni, tekur utanum hálsinn á mér og hvíslar að mér:  "Svona, svona pabbi minn - þetta er allt í lagi".

Takk fyrir daginn í dag og takk fyrir að láta mér líða vel.

Kveðja
Óskar Örn

Síminn

Mig langaði bara að láta ykkur vita að heimasíminn okkar er bilaður, hann nebbla stoppar ekki hérna á heimilinu og mér finnst frekar óþægilegt að geta ekki svarað.  Grrrrr!!  Hringja í gemmsan minn takk fyrir!!

Pizzu-partý

Þar sem Skari er að vinna frameftir kvöldi ákváðum við stelpurnar að vera með pizzu-partý, ætlum að panta okkur pizzu og hafa það notó og þær bíða svakalega spenntar eftir að mútta panti pizzuna eheh.  Annars erum við búin að vera á fullu í búðarleik, syngja og dansa ég er gjörsamlega búin á því ehehe!!  Sko þegar mar byrjar á einhverju á þessu heimili fær mar sko ekki að hætta, bara gaman!!

Það koma einn pjakkur til mín í morgun þegar ég sótti stelpurnar á leikskólann og fór að tala um tónleikana við mig, það er greinilegt að það er talað um Þuríði heima hjá þessum börnum sem mér finnst mjög gott.  Þau spurja líka mikið en hann var svakalega spenntur með þessa tónleika en vissi samt ekki alveg sjálfur hvort hann ætlði að mæta.  Svo var mér sagt í morgun að hann hefði komið til Þuríðar minnar og sagt "ertu með krabba Þuríður?".  Hún nottla bara horfði á hann og fannst ö-a bara frekar skrýtinn að spurja svona þannig hann hélt bara áfram "komdu með krabbann". Æjhi þau eru ótrúlega einlæg þessi börn og segja að sjálfsögðu allt sem þeim dettur í hug og auddah pæla þau mikið í þessum hlutum en mér fannst þetta bara fyndið.

Þið hafið væntanlega flest farið inná linkinn í fyrradag sem við settum inn vegna aðgerðar sem ein stúlka fór svona svipaða einsog Þuríður mín þyrfti að fara til að reyna hjálpa henni sem eru kanski frekar litlar líkur á því að hún myndi koma heil úr eða bara lifa af. Það var einhver "ókunnug" sem sendi okkur þennan link en okkur fannst þetta svolítið sérstakt þannig Skara var leynilögga í gær og hafði að grafa upp spítalann sem gerði þessa aðgerð og hringdi á spítalann til að fá meiri upplýsingar, segja svo að mar geti ekki bjargað sér.  Þannig hann fékk mailið hjá þessum ákveðna lækni og við erum búin að senda honum mail til að fá meiri upplýsingar og kannað þetta nánar.  Við erum reyndar búin að senda mail á læknana okkar hérna heima með þessum upplýsingum og hringdum í okkar lækni í gær og að sjálfsögðu vill hann kanna allt svona en ekki hvað?  

Við erum ennþá að bíða eftir svari frá Boston hvað þeir halda með stöðuna í dag, við erum náttúrlega heimsmeistarar í biðum því verr og miður samt óþolinmóðustu manneskjur í heimi.  Það er líka búið að hafa samband við þá í Svíþjóð og ath hvað þeir segja og við nottla höldum bara áfram að bíða.Öskrandi 

Þuríður mín hefur verið aðeins hressari í dag en í gær, búin að krampa smávegis og ég varð reyndar doltið hrædd áðan þegar hún krampaði því hún varð eitthvað svo rauð í augunum og hvítnaði svo mikið en hún lítur betur út núnaHlæjandi.  Hún sofnar reyndar alltaf fyrir kvöldmat og sefur þanga til við vekjum hana þegar hún þarf að fara í skólann þótt hún sofi tvisvar yfir daginn þannig hún er frekar orkulítil, annað kvöld verður víst að ráðast hjá henni.  Held samt að hún reyni allt til að halda sér vakandi enda mikil partý-kona.

Ætli ég haldi ekki áfram í búðarleik með krökkunum, Oddný að biðja mig að koma leika.

Nú liggur "vel" á mér...

Ég veitiggi alveg afhverju það hefur legið svona "vel" á mér í dag, kanski því helgin var ótrúlega skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni.  Við fórum á Skoppu og Skrítlu á laugardaginn sem krökkunum fannst æði, Theodór sem er 9 mánaða sat sem fastast og horfði á einsog algjör prins.  Stelpurnar sátu að sjálfsögðu alveg stilltar og prúðar, sungu, hlógu og skemmtu sér konunglega.  Yndislegt!!

Þess á milli sem við vorum ekki í leikhúsinu var fullt hús hjá okkur af frábæru fólki sem okkur fannst ótrúlega gaman, Hnulli, Viktor og fjölskyldur takk fyrir bakkelsið og það var ótrúlega gaman að fá ykkur í heimsókn.

Okkur var boðið á Lækjarbrekku á laugardagskvöldið og þar sátum við við frameftir, borðuðum góðan mat, mikið hlegið og skemmtum okkur mjög vel.  Alltaf gaman að komast út í góðra vina hópi, maður gleymdi sér algjörlega þegar við fórum á Lækjarbrekkuna.  Enn og aftur takk æðislega fyrir okkur!!

Heyriði svo var mín send í nudd í dag, ohh mæ hvað það var ótrúlega nice!!  Takk Ólöf mín fyrir nuddið, það hefur losað greinilega um eitthvað því mér hefur liðið eitthvað svo "vel" í dag. 

Þuríður mín Arna er reyndar ekkert súper-hress, hún hefur litla orku, er alltaf krampandi og þá verður hún ennþá orku minni.  Helgin hjá henni var slæm með krampana að gera, þeir eru að aukast hægt og rólega.  Hún skemmti sér samt ótrúlega vel um helgina og við reynum að láta henni líða sem best og gera sem mest með henni og hinum tveim.

Og ég hugsa alla daga til þín heitt (gömul færsla)

(Þessa færslu skrifaði ég 26.mars 2006 og langaði bara að birta hana aftur þar sem mig langar óendanlega mikið að hafa þetta svona.)

Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.

Þuríður mín verður slappari með hverjum degi sem líður, var mjög mjög slöpp í morgun en hresstist aðeins við að fara í leikskólan en létum þær vita ef hún myndi ekki hressast þá myndum við vilja fá hana heim. Helgin var líka erfið hjá henni, hún leggur sig tvisvar yfir daginn er með svo litla orku greyjið. Ég horfði á hana sofandi í gær og tárin ætluðu ekki að hætta leka hjá mér, ég fann/finn svo til með henni. Mér finnst hræðilega erfitt að horfa uppá hana svona og maður getur ekkert gert :(

Maður á sér marga drauma og einn af mínum draumum var að geta verið heimavinnandi og geta séð alfarið um börnin mín. Þegar fæðingarorlofið mitt með Oddnýju Erlu var að klárast langaði mig enganveginn að fara á vinnumarkaðinn og var heldur eiginlega ekki tilbúin að fara frá henni, fannst hún svo lítil að fara í pössun og þótt það væri til mömmu og Önnu. En ég sá það að ég gat enganvegin verið heima með stelpurnar mínar, jú ég þurfti að fara vinna til að geta séð fyrir heimilinu, borgað reikninga, keypt föt á börnin og bara allan pakkan og var náttúrlega mjög svekt yfir því.

Ég var búin að fara í nokkur atvinnuviðtöl sem gengu mjög vel og var meira að segja búin að fá eina vinnu sem ég var mjög glöð með :) En svo veiktist Þuríður mín og allt breyttist á einum degi, ég gat ekki farið útá vinnumarkaðinn og draumurinn minn varð að veruleika :( Ohh ég vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.

Ég vildi óska þess að mig væri ennþá að dreyma að vera heima með börnin mín. Ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á því hvað ég væri láglaunuð í þessu starfi sem ég væri að vinna við, mig langar að pirra mig yfir því að börnin mín þurfa að vera á leikskóla frá níu-fimm og ég hefði minni tíma fyrir þau, mig langar að pirra mig á því hvað ég væri að borga mikið fyrir þau á leikskóla, mig langar að vera pirruð við yfirmann minn því hann vill ekki gefa mér launahækkun.

Mig langar ekki að vera pirruð við TR því þeir borga = ekkert til foreldra sem geta ekki farið á atvinnumarkaðinn og svo eru öryrkar að kvarta. Jú auddah þurfa þeir meiri laun frá þeim en hvað með okkur með langveik börn, ég hef aldrei kvartað undan því bara pirruð. Mig langar ekki að vera pirruð á því að það er svo erfitt að finna rétta lækningu fyrir Þuríði mína, mig langar ekki að vera pirruð á því hvað hún þarf að taka mikið af lyfjum sem gera ekkert mikið gott fyrir hana. Mig langar ekki að vera pirruð á því að þurfa borga hluta af lyfjunum hennar Þuríðar því TR geta ekki hunskast til að samþykkja þau öll.

Ég er ótrúlega eitthvað pirruð í dag, vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.

Myndir

Var að setja inn heilan helling af myndum, endilega kíkið!!

Mig langar líka að benda ykkur á þessa slóð en hún er á ensku, kraftaverkin gerast!!  http://www.nbc10.com/health/4563166/detail.html
Þetta langar mig allavega ath hvort það væri hægt að hjálpa Þuríði minni með þetta, jú það mundi væntanlega kosta eitthvað en þá myndi mar bara tala við ríkustu menn á Íslandi þeim munar ekkert um nokkrar millur jámm eða kanski tugi. 

Stutt í dag

Er algjörlega tóm í dag en fannst ég þurfa henda inn nokkrum línum. 

Við Skari vorum að ræða það í gærkveldi þegar hjón/pör lenda í svona aðstæðum einsog við eða eiga langveik börn þá höfum við næstum því bara heyrt að þessi pör skilji því þau höndla ekki álagið saman.  Þá vorum við líka að pæla en hvernig þola þau álagið "alein" það myndi ég aldrei nokkurn tíman geta gert, það besta í heimi er að hafa Skara minn mér við hlið í þessari baráttu og ég gæti ekki hugsað mér að vera ein.  Það myndi virkilega fara með mig þótt þetta álag sé að fara með mig en þá hef ég samt Skara minn til að hugga mig, knúsa, gráta með mér og tala um hlutina.  Þetta er skrýtið líf!!

Útí annað þá ætlum við ÖLL fjölskyldan að fara í leikhús á morgun á uppáhaldið á þessu heimili eða Skoppu og Skrítlu og stelpurnar bíða svakalega spenntar eftir að fá að fara, tala ekki um neitt annað.  Theodór fær að koma með líka en leikritið er fyrir 9mánaða og eldri þannig litli pungurinn okkar rétt sleppur yfir aldurstakmarkið eheh.  Verður bara gaman!!

Ætla láta þetta duga í bili, góða helgi allir saman og njótið helgarinnar.
Slauga og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband