Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ef lífið væri alltaf svona einfalt og gott

Það allt yndislegt að frétta þó svo að tölvan mín hafi gefið sig (stalst núna í vinnutölvuna hans Skara)en þá gæti mér ekki verið sama, bara dauður hlutur og myndavélin okkar gaf sig líka.  Hvað er málið?  En mér gæti ekki verið meira sama þannig séð en þá í versta falli verð ég að kaupa mér nýja myndavél og nýja tölvu, ef maður hefði bara áhyggjur af svona hlutum þá gæti lífið ekki verið yndislegra.

Þuríður mín er hress og kát, finnst ofsalega gaman af lífinu.  Ef hún fengi að ráða þá væri hún úti að leika sér allan sólarhringinn en það er eitthvað sem hún elskar og hefur ORKU í.  Þessa orku hafði hún ekki fyrir ári síðan án þess að leggja sig minnsta kosti einu sinni yfir daginn.  Lífið er yndislegt!!  Verð bara spenntari fyrir sumrinu, rúm vika í frí hjá henni og þá verða dagarnir okkar bara "einhvernveginn" og það stefnir vonandi í spítalalaust sumar.  Jabbadabbadú!!  Hún fer í smá tjékk á fimmtudaginn vegna lyfjaminnkunarinnar og svo ætlum við bara að vera laus þanga til í ágúst þegar hún fer í myndatökur.
P5230021
Þessi var tekin af henni um helgina á vorhátíð SKB, endalaust glöð alltaf.
P5230056
Þessi var líka tekin um helgina, en einsog þið vitið þá dreymir Þuríði minni alltaf að taka þátt í idolinu og strax farin að æfa sig og Oddný Erla ánægð með systir sína.

Af hinum er bara flott að frétta, ég hef ekki kynnst rólegra barni en honum Hinrik mínum.  Hann liggur bara á gólfinu eða hoppurólunni sinni og leikur sér og ekkert heyrist í mínum, honum er nákvæmlega sama hver heldur á sér bara þvílíkt draumabarn.  Alveg sama þegar systkin sín druslast með sig um alla íbúð og hnoðast með sig.  Bara draumur í dós!!
P5230070
...og svo er hann brosandi allan liðlangan daginn.
P5230023
Theodór töffarinn minn, finnst hann eldklár því hann kann að blikka með báðum.  Flottasti gaurinn sem ég þekki.

Sem sagt allt frábært og flott!!  En mig langar að minna þær á það sem voru búnar að panta hjá mér og vilja halda kjólunum að hafa samband við mig aftur á mailið aslaugosk@simnet.is því einsog ég sagði þá tapaðist allt í mailinu mínu og týndi þá að sjálfsögðu öllu pöntunum.


Pantanir á kjólunum

Þar sem tölvan mín gaf upp öndina og allt hvarf í henni þar á meðal outlookið mitt vantar mig allar þær pantanir sem voru búnar að berast mér.Frown   Ég ætlaði t.d. að keyra út eina pöntunina um helgina en get það því miður ekki vegna tölvunnar minnar sem er "dáin".  Aaaarghh!!  Þið sem voruð eftir að fá kjóla viljiði vera svo væn að senda mér pantanirnar aftur.  Takk takk!!  Þið getið alveg sent mér þær á aslaugosk@simnet.is en kíki bara á þær á netinu en mjög sjaldan samt þar sem ég er tölvulaus.  Hvernig mun ég meika það hehe?

Elsku flottasta Maístjarnan mín...

á afmæli í dag og hún Þuríður Arna mín er hvorki meira né minna en sjö ára gömul.  Stúlkan var vakin í morgun með nokkrum pökkum og söng.  Bara flottasta hetjan mín sem fékk reyndar bestustu afmælisgjöfina sína í gær og við að sjálfsögðu líka en niðurstöðurnar úr aðgerðinni komu í gær.  Þær voru bara flottar!!  ...einsog læknirinn sagði "við getum þá bara gleymt þessu"Grin .
P5159306
Sunddrottningin mín, þessi var tekin um helgina í pottinum í sumarbústaðnum.
P4278967
Bara flottust.

Til sölu

Er að selja þessa flottu baby born prjónakjóla á 1500kr stk.  Ef þið hafið áhuga eða þið viljið spurja að einhverju sambandi við þá, þá getiði haft samband við mig á mailið aslaugosk@simnet.is

Myndir af þeim:
IMG_2446

IMG_2447

Nokkrar frá spítalanum

P5110003
Björkin okkar kom og kíkti á okkur uppá spítala, þarna er hún ásamt Hinrik mínum og Þuríði minni sem langaði sko ekkert í myndatökur hehe.
P5110019
Þessi drengur er alltaf brosandi, þvílíkt draumabarn.  Hann er svo rólegur, heyrist varla í honum nema þegar hann er svangur og þreyttur.
P5110012
Þuríður mín nýkomin úr aðgerðinni og sefur að sjálfsögðu.  Nei hún er ekki með snuddu uppí sér, æjhi ég man aldrei hvað þetta kallast en well....

Skemmtileg helgi framundan, partý hjá okkur tvö kvöld í röð sem krakkarnir bíða svakalega spenntir eftir og við að sjálfsögðu líka.  Mín búin að fá allar einkunnir sem ég að sjálfsögðu stóðst með prýði þó svo ég hafi ekki nennt mikið að læra í vetur.  Er mikið að pæla með áframhaldandi nám, er ekki alveg viss hvað ég fari í en það kemur til greina að halda áfram í þessu sem ég er í eða breyta um sem tengist að sjálfsögðu heilbrigðisgeiranum.  Ótrúlegt hvað mikið af fólki leiðist þangað ef það er búið að kynnast e-ð af því sem við höfum gert.

Þuríður mín hress og þá erum við líka hress.
Eigið góða helgi allir.


Hress og kát hetjan mín :)

Þuríður mín er hress og kát eftir aðgerðina, skurðlæknirinn veit nú ekki mikið hvað þetta var sem hann var að skera í burtu en hann telur mjög litlar líkur á því að það sé e-ð illt.Grin  En þetta er sent í ræktun og við fáum að vita úr henni í næstu viku.

Ótrúlega skrýtið að vera búin í skólanum og hafa ekki lærdóm hangandi yfir sér, einkunnirnar farnar að streyma inn og að sjálfsögðu næ ég öllu með "style" þó svo það verða engar tíur þessa önnina enda hefði ég ekki geta búist við því þar sem ég er búin að vera svoooo löt að læra bara viljað knúsa rjómabolluna mína.  Er samt mjög ánægð með þær einkunnir sem komnar eru.

Ætla núna að njóta þess að gera "ekki neitt".

pss.ssss takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið verið að senda okkur, bæði hérna og á facebook.  Knúúúússs!!


Aðgerðin í fyrrmálið

Alltaf þegar Þuríður mín hefur farið í myndatökur höfum við Skari haft það að venju að "senda" börnin í pössun (þar að segja helginni á undan) og gera e-ð saman, breyttum aðeins þeirri venju en við fjölskyldan fórum saman á Kardimommubæjinn í dag og skemmtum okkur geðveikt vel.  Mæli með þeirri sýningu!! 

Þuríður mín fer sem sagt í aðgerðina í fyrramálið, þarf að skera hana á tveimur stöðum einsog ég hef sagt áður en við trúum ekki öðru að þetta sé "ekki neitt".  Væri bara óskandi að fá að vita e-ð á morgun og þá bara góðar fréttir, við viljum ekkert annað.  Megið alveg hugsa fallega til hennar á morgun og kveikja einu stk kerti á síðunni hennar en aðgerðin er kl tíu.
P4278966
Læt eina fylgja af flottustu hetjunni minni, þeirri einu hingað til sem ég hef litið upp til.


Komin í "fæðingarorlof"

Jiiiiiihaaaa!! Búin með skólann í bili og komin í langþráð frí með rjómabollunni minni, núna getum við gert það sem við viljum og ekki með neinar áhyggjur af lærdómi.  Tralllalalala!!  Vonandi heldur það líka áfram í næstu viku eftir aðgerðina hjá hetjunni minni eða ekkert vonandi það MUN gera það ekkert annað í boði.  Verðandi sumar mun verða það besta hjá Þuríði minni hingað til, við erum líka búin að afþakka öll veikindi.  

Núna ætla ég líka að fá að upplifa smá tíma við að gera "ekki neitt" án allra veikinda, vera í fríi án spítalaferða.  Hvernig væri það?  Maður þekkir ekkert annað en að vera á fullu í kringum veikindi hennar Þuríðar minnar en núna er alveg komin tími til að upplifa e-ð nýtt.  Takk fyrir!!  Það væri allavega draumur í mjög stórri dós.  Bara líka hinna barnanna minna vegna að leyfa þeim að njóta smá tíma án þess að Þuríður þurfi að fara á spítalann og þess háttar, Oddný Erla mín þekkir ekkert annað en að eiga veika systir hvað þá Þuríður mín þekkir ekki lífið sitt án veikinda.  Alveg tími til komin.  Við erum allavega búin að bóka sumarið okkar þannig að það verða engin veikindi og ef e-ð kæmi uppá þá er ekki svo erfitt að breyta því, maður á ALLTAF að plana þó svo að veikindi eru til staðar.  Það er ekkert líf að bíða bara, við verðum að hafa e-ð til að hlakka til, við reynum allavega að vera dugleg að búa til e-ð svoleiðis.  Og það er svo mikið að hlakka til hjá okkur.

Helgin framundan enn eina ferðina, að sjálfsögðu verður partý í sveitinni sem krakkarnir bíða alltaf spennt eftir og ætli ég stefni ekki á að gera e-ð skemmtilegt fyrir þau á morgun þar sem mín verður ein heima með þau.  Hugmyndir?

Eigið góða helgi og njótið hennar vel, það ætla ég allavega að gera.


Kvíðin

Kvíðin eykst með hverjum deginum núna, bara fimm dagar í aðgerð en veit ekki hvað margir dagar eftir hana sem við þurfum að bíða eftir ræktuninni.  Úúúffhh það verður erfiðasta biðin.  Það þarf að skera Þuríði á tveimur stöðum, taka eitt aftan af hálsinum hennar og eitt við gagnaugað en samt gætu verið tvö þar en þá verður skurðurinn bara teygður.  Kanski sjá þeir strax hvað þetta sé, veit ekki?  Held samt ekki, vonandi samt bara og þá er þetta "ekkert".

Við erum farin að telja dagana niður í 1.júní en þá fer Skari í fæðingarorlof, gvvuuuð hvað þá eftir að vera "leiðinlegt" eða þannig, Þuríður mín komin í skólafrí 5.júní og svo verða hin tvö meira og minna í fríi í sumar.  Það verður gaman saman!!  Hinrik minn er bara flottur, hann er farinn að fá smá mat sem honum finnst geggjað gott en samt ennþá dáltið latur og nennir nú ekki mikið að hreyfa sig á gólfinu hehe.  Liggur þar einsog skata og dúllar sér í dótinu.

Þuríður mín fer eftir mánuð í hreyfiþroskapróf sem ég bíð mjög spennt eftir því henni hefur farið svo hrikalega mikið fram síðan fyrir ári síðan en þá fékk hún mat í mörgu einsog börn á aldrinum ca 2 ára en í dag er hún allavega tveimur ef ekki þremur árum "eldri" í þeim þroska.  Flottust!!

Ennþá er verið að minnka flogalyfin hennar, jiiidúddamía hún er bráðum "bara" að fá tvenns konar lyf og það er svo fyndið með hana en hún verður að taka lyfin í sérstakri röð ef ég sting einni töflu uppí hana (bara til að stríða) sem ég veit að hún tekur alltaf síðast, tekur hún hana útur sér og tekur hinar á undan ehhe.  En við erum farin að geta rétt henni þær og treyst henni alveg 100% fyrir lyfjunum sínum.  Þegar gerð númer tvö er farin út verður tekin pása í sumar í minnkuninni og vonandi geta þeir haldið áfram næsta haust og hún verður lyfjalaus, vávh það er mikill draumur í dós.


Speki

Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki.

....og svo er mín búin með skólann á föstudag, jibbíkóla. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband