Færsluflokkur: Bloggar
5.3.2008 | 17:07
Flottasta hetjan mín
Það var leikhúsferð í leikskólanum hjá krökkunum í morgun og að sjálfsögðu skráði ég mig í þá ferð og var ákveðin að fara með Oddnýju minni og Theodóri mínum þar sem Þuríður mín er alltaf lasin átti ég ekkert von á því að hún færi og ég ætlaði heldur ekkert að leyfa henni að fara enda barnið alltaf með yfir 40 stiga hita. Well stúlkan var hitalaus í gær og Skari minn ætlaði að vera heima hjá henni á meðan ég færi með hinum en svo fór ég að hugsa sem gerist nú ekki oft ehe. Það er búið að taka svo ofsalega mikið af henni í þessu veikindastríði að ég hafði ekki stærra hjarta í þetta sinn að taka þessa leikhúsferð líka af henni, hún fær hvorteðer hita aftur á föstudaginn (allavega einsog þetta hefur verið síðustu þrjá mánuði) og afhverju þá ekki að leyfa henni á þessum "eina" hitalausa degi sínum að fá að njóta sín aðeins og skemmta sér? Vitiði það hún var svo glöð að fá að fara, hún skemmti sér svo hrikalega vel, hún brosti allan hringinn á meðan leiksýningunni stóð og það var líka svo gaman að horfa hana svona glaða. Ég var gjörsamlega að springa því ég var svo glöð að sjá hana svona, glampinn í augum hennar, æjhi þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var gaman að sjá hana skemmta sér svona vel. Hlæja og bara fá að skemmta sér einsog öll börn eiga að gera. Vávh, bara gaman!
Á morgun ætlar hún svo aftur í leikskólann en hún veit ekki af því en leikskólinn ætlar í heimsókn í hverfisskólann sinn og að sjálfsögðu fær Þuríður mín að fara líka þó hún sé ekki að fara í þennan ákveðna skóla. Ef ég myndi segja henni frá því núna myndi hún heimta það að ég færi með hana útí búð og keypti eitt stk skólatösku ehe, mikið hlakka ég til þegar við förum að gera þá hluti. Tíminn er svoooo fljótur að líða og litla fallega hetjan mín er að fara í skóla í haust. Hver hefði trúað því? Allavega ekki læknavísindin. Við erum líka alltaf á leiðinni í skólann okkar hérna í sveitinni en skólastjórinn í þeim skóla er svo yndislegur að ætla leyfa Þuríði minni að eyða smá tíma einn daginn í skólanum og leyfa henni að finna smjörþefinn af því hvernig er að vera í skóla en þar sem hetjan mín er búin að vera lasin frá því í des hefur ekki fundist tími í það, því verr og miður. Vonandi fljótlega.
Annars er hún ágætlega hress, hún er eitthvað svo skýr í augunum sem glampa svona fallega, maður finnur alveg að þroskinn hennar er á uppleið og farin að segja allsskonar orð sem ég hélt að hún kynni ekki. Ég veit nefnilega ef hún fær tækifæri til þess þá mun hún verða aftur einsog jafnaldrar sínir í þroska, hún er nefnilega svo klár hún Þuríður mín en vegna lyfja kann hún ekki alveg að nota þann hæfileika en ég veit að það mun koma hjá henni.
Hún getur, hún ætlar og hún skal.
Af rannsóknum að frétta þá erum við að sjálfsögðu ennþá að bíða eftir niðurstöðum úr blóðrannsókninni en ekki hvað? Á morgun erum við að fara hitta magasérfræðinginn vegna næstu viku en þá fer hún í speglun og ö-a aðgerðina vegna tappans. Það er búið að minnka flogalyfin hennar um dáltið stóran skammt, ég held svei mér þá að hún ætli sér bara að hætta á þeim. Líkaminn er bara að segja stopp hingað og ekki lengra, ég þarf ekki á þessum lengur á að halda. Væri óskandi og það er alltílagi að hafa einhverja óskhyggju þó hún sé fjarlægð.
Vonandi helst hetjan mín hitalaus allavega frammá föstudag því þá ætla ég að leyfa hinni hetjunni minni henni Oddnýju Erlu fá eitt stk mömmudag en ég hef ekkert sagt henni það því Þuríður mín gæti fengið hita fyrir þann dag og þá yrði Oddný mín alveg miður sín.
Hafiði það ótrúlega gott og verið góð við hvort annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
5.3.2008 | 12:30
Fiðrildagangan
Ótrúlega gaman þegar maður er farin að fá mail til að koma einhverju á framfæri, maður á víst að vera eitthvað vinsæl ehe en að sjálfsögðu geri ég það með glöðu geði. Endilega allir að mæta.
miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00.
Þjóðþekktir einstaklingar leggja göngunni lið sem kyndilberar - og leggja þannig sitt af mörkum til að styðja við Fiðrildaviku Unifem, þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum.
Guðlaugur Þór Heilbgrigðisráðherra leiðir gönguna ásamt BAS. Gengið verður í takt við Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur frá skrifstofu Unifem á mótum Frakkastígs og Laugavegs niður að Austurvelli þar sem dagskránni lýkur með skemmtilegri uppákomu.
Kyndilberar:
1. Thelma Ásdísardóttir. Stígamótakona.
3. Tatjana Latinovic. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
4. Gísli Hrafn Atlason. Ráðskona karlahóps Femínistafélags Íslands.
5. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Umhverfisráðherra.
6. Sigþrúður Guðmundsdóttir.Fræðslu-og framkvæmdastýra Kvennaathvarfs.
7. Dagur B. Eggertsson. Læknir og borgarfulltrúi.
8. Hrefna Hugósdóttir. Formaður ungliðadeildar Hjúkrunarfræðinga.
9. Þórunn Lárusdóttir. Leikkona.
10. Kristín Ólafsdóttir. Kvikmyndagerðarkona og verndari UNIFEM á Íslandi.
11. Svafa Grönfeld. Rektor HR.
12. Lay Low. Söngkona
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Forstýra UNIFEM á Íslandi ávarpar göngufólk
Ellen Kristjáns og co tekur lagið
Thelma Ásdísardóttir flytur ljóð
Hörður Torfa flytur lög
Kynnar verða BAS stelpurnar
Dagskrá líkur um kl 21:15
Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur GSM: 8203690
Anna I Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur GSM: 6967121
Soffía Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur GSM: 6912996
BAS
BAS hópurinn samanstendur af þremur hjúkrunarfræðingum sem hafa beitt sér í baráttunni fyrir góðum málefnum af ýmsum toga - frá því að skipuleggja hópgöngur gegn slysum, ganga til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini yfir í að skipuleggja Fiðrildagöngu til styrktar Fiðrildaviku Unifem. Allar þrjár stunda meistaranám í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2008 | 16:01
Hamingjan er ákvörðun (breytt)
Velgengni og hamingja eru tilfinningar sem allar manneskjur á jörðinni þrá í hjarta sínu. En samt leita flest okkar af hamingjunni á röngum stöðum, sem veldur okkur enn meiri vonbrigðum og kvöl.
Það er vegna þess að við erum að leita af hamingjunni fyrir utan okkur sjálf, eftir einhverjum hlut eða eftir því að einhver annar færi okkur hamingjuna.
Við förum frá herberbergi til herbergis í leit að demantshálsfestinni sem er utan um hálsin á okkur.
Við leitum að hamingjunni allstaðar, en við sjáum aldrei hvar hún raunverulega er, sem er í okkur sjálfum.
Ég held að við getum öll samþykkt að hamingjan kemur ekki frá veraldlegum hlutum, eins og að aka flottum bíl eða að vera með miklis metinn titil. ( þó að svoleiðis hlutir geti fært ánægju inn í líf okkar)
Hamningja veltur ekki á öðru fólki, eins og hvort við umgöngumst mikilvægt fólk eða ekki. Að hafa elskandi og styðjandi fólk í kringum sig, færir manni ánægju og skemmtun.
Hamingjan veltur ekki á því hvað gerist, svo ef þú ert á staðnum, þá er það gott og ef þú ferð þá er það líka gott.
Hamingju er ekki hægt að finna í ytri heimi.
Aðal fyrirstaða hamingjunnar er röng hugsun. Til dæmis að halda að einhver eða eitthvað færi manni hamingju.
Hvar finnur maður eiginlega hamingjuna? Hættu að leita fyrir utan þig, eftir einhverju sem aðeins finnst innra með þér. Taktu ákvörðun um að verða hamingjusamur einstaklingur.
Segðu upphátt:
Hamingjan veltur á ákvörðun minnu um að vera hamingjusamur einstaklingur.
Hugleiddu það, hefur þú einhvern tímann tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hamingjsamur einstaklingur? Ég myndi giska á að svarið væri NEI.
Hér kemur ákveðið boð til þín um að vera hamingjusamur!
Sameinum orku okkar fyrir hamingju.
Segðu upphátt:
Ég , Áslaug Ósk Hinriksdóttir (samt ekki mitt nafn ehe), ákveð að vera hamingjusamur einstaklingur núna, þrátt fyrir hvernig veðrið er, hvernig heimurinn er eða það sem gerist fyrir mig. Ég veit að það er réttur minn að vera hamingjusamur. Ég fylli líf mitt af jákvæðni og lýsi allt innra með mér, ég endurheimti hamingjuna og hamingjan endurheimtir mig. Svona einfalt er þetta.
Ps.sssss. bætti aðeins við veikindasögunnar hennar Þuríðar minnar sem ég reyni að gera allavega annanhvern mánuð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.3.2008 | 15:31
-ÞÚ VERÐUR AÐ HAFA TRÚ Á SJÁLFUM ÞÉR, ÞÓ ENGINN ANNAR GERI ÞAÐ. ÞAÐ GERIR ÞIG AÐ SIGURVEGARA -
Hetjan mín fór í ómunina í morgun sem gekk glimrandi vel og kom ekkert útur henni sem er væntanlega gott en það er samt eitthvað að hrjá hetjuna mína sem engin skilur hvað? Hún heldur áfram að léttast sem er engar nýjar fréttir, hrikalega erfitt að koma einhverju ofan í hana. Hún er drulluslöpp með mikin hita, liggur algjörlega fyrir og vill helst bara sofa eða horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu og Höllu Hrekkjusvín vinkonu sína eða þegar þær hittust á afmælisdaginn hennar fyrir tveimur árum. Fór í blóðprufur í morgun, það er ennþá einhver sýking í blóðinu hjá henni en það verður sent í ræktun og við fáum ekkert meira að vita fyrr en í lok vikunnar. Bíða bíða bíða.... Hún er ennþá að fá of mikið af flogalyfjunum sínum en það er búið að vera minnka þau síðasta mánuðinn og því verður væntanlega haldið áfram næstu daga þar að segja að trappa þetta niður hægt og rólega. Í næstu viku halda svo áfram þessar rannsóknir, það gerist víst ekkert á einum degi á þessum blessaða spítala. En þá fer hún speglun á maganum og væntanlega aðgerð líka vegna tappans sem á að setja í magann hennar svo hún fari eitthvað að nærast, æjhi ég verð alltaf smeykari og smeykari við það. Alltaf einhver hætta..... Jú einsog ég hef oft sagt áður þá er þetta sagan endalausa og hún fer að verða dáltið langdregin.
Theodór minn fékk hita um helgina og að sjálfsögðu fórum við með hann með okkur uppá spítala í morgun og létum læknanna hennar Þuríðar minnar kíkja á hann og drengurinn og hann er kominn með í eyrun sem skýrir nætursvefninn hans. Hann er nefnilega farinn að vakna trilljón sinnum yfir nóttina og alveg gargandi brjálaður og ekkert hægt að gera fyrir drenginn sem er mjög óvanalegt. Oftast nóg að koma í mömmukot en það er ekki alveg að virka síðustu vikuna. Sem sagt kominn á sýklalyf sem vonandi virka strax, ég er gjörsamlega búin á því. Vávh hvað ég hefði ekkert á móti því akkurat núna að stinga af eitthvert útí buskann. Oddný systir og Sammi hennar eru að fara til New York um páskana og það væri ekki leiðinlegt að fara með þeim, verst að það yrði engin afslöppunarferð en samt alltaf gaman að koma til NY að skoða og versla. Hmmm verst að mér finnst ekkert gaman að versla á sjálfan mig, langar að fá þá tilfinningu aftur.
Skari minn alveg að fara koma heim með Oddnýju Erlu mína sem á ofsalega erfitt þessa dagana, æji ég finn svakalega til með henni. Við mæðgur fórum reyndar í bíó um helgina sem henni fannst æðislegt, verst hvað það er erfitt að finna svona tíma fyrir hana þessa vikurnar en hver mínúta gleður hana. Hún er þessa dagana einsog versti þunglyndissjúklingur, mjög grátgjörn, þarf lítið til, megum lítið segja við hana þannig henni sárni mjög mikið. Æjhi þetta er sárt. Þegar drengurinn kemur heim ætla ég að loka mig innií herbergi og læra, verkefnin búin að hlaðast upp. Dóóhh!! Engin tími til neins nema sinna hetjunni minni eins vel og ég get og finna tíma fyrir hin tvö.
Langar að enda á þessu spakmæli:Það sem aðrir hugsa um þig, skiptir þig ekki máli.Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkur aldrei koma neinu í framkvæmd.
Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað þig langar til að gera, á draumum þínum og þrám ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna.
Hætta að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
1.3.2008 | 20:28
Hetjan mín....
.....er að sjálfsögðu með hita og hrikalega slöpp. Sýklalyfin segja ekki neitt. Ómun á maga á mánudagsmorgun og við fáum væntanlega einhverjar niðurstöður þá sem verða vonandi engar.
Hef engan áhuga að blogga þessa dagana, alltof erfitt ástand.
Mikið þrái ég "venjulegt" líf hvernig sem það er? Kanski áhyggjulaust? Heilbrigt barn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
28.2.2008 | 23:09
Djöfulsins xxxxxxx
Ég stal einni frétt af www.visir.is en ég varð svo hrikalega reið þegar ég las hana. Já ég ætla leyfa mér að segja það djöfulsins xxxxxx. Ég veit það alveg hvað það er erfitt að eiga langveikt barn og missa ALLAR tekjur, jú þó einhver veikist þurfum við að sjálfsögðu að halda áfram að lifa og við þurfum á "launum" að halda. Er ekki nóg fyrir þennan einstakling að þurfa hafa áhyggjur af veikindum sínum en líka leggja fjárhagsáhyggjur á hann, ég veit það mjög vel hvað það er að þurfa hafa áhyggjur af því og að leyfa ekki tónleika til að létta honum lífið aðeins og taka einhvern hluta af þeim. Er ekki alltílagi? Bwaaaah ég er svo reið. Afhverju má ekki maðurinn fá allan gróðan, djöfulsins græðgi er þetta í STEF. Ekki læknast maðurinn við það en það léttir kanski aðeins hjá honum.
Læt fréttina fylgja og ætla að hætta skrifa áður en ég verð kærð.
Maður sem stendur fyrir styrktartónleikum fyrir krabbameinssjúkan vin sinn á Organ annað kvöld hefur borist krafa frá STEF þar sem honum er gert að greiða höfundaréttargjöld fyrir þessa tónleika og leggja fram 20 þúsund króna tryggingu fyrir þeim áður en tónleikarnir fara fram.
Hilmar Jensson tónlistarmaður heldur tónleikana til styrktar vini sínum, Andrew D'Angelo saxófónleikara, sem nýverið greindist með illkynja heilaæxli og hefur þegar gengist undir skurðaðgerð. Að sögn Hilmars þarf D´Angelo á frekari meðferð að halda. Öll þessi meðferð sé bæði erfið og dýr og þar sem hann sé á sjúkratryggingum, eins og svo margir Bandaríkjamenn, sé þetta gífurleg byrði fjárhagslega fyrir hann og hans nánustu.
Á tónleikunum annað kvöld koma fram Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson, Benni Hemm Hemm, Stórsveit Nix Noltes og Kira Kira. Öll gefa þau vinnu sína og öll flytja þau eigin tónlist. Hilmar segir því um að ræða mjög undarlega hagsmunagæslu fyrir félagsmenn STEFs.
Hilmar segir að endanleg upphæð sem renni til STEF velti á því hversu margir sæki tónleikana, en yfirleitt sé miðað við að 4% af miðaverði renni til STEF. Hilmar segist hafa rætt málin við forsvarsmenn STEFs til að kanna hvort ekki séu einhverjar undantekningar á reglum um STEF gjöld. Hins vegar sé fátt um svör. Í dag hafi hann hins vegar fengið ítrekun um kröfu STEF-gjaldsins.
Bloggar | Breytt 29.2.2008 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.2.2008 | 17:16
Bloggleysi
Er alltof þreytt til að blogga eitthvað....
.....ómun á maga á hetjunni minni á mánudag, kvíður dáltið fyrir því það má ekki koma við magann hennar án þess að hún kippist öll við og öskri vegna verkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
25.2.2008 | 20:04
Update
Þá er hetjan mín byrjuð í rannsóknum, það fannst nefnilega einhver sýking í blóðinu hjá henni sem er að sjálfsögðu ekki gott. Engin kinnhols- né lungabolga, tekin þvagprufa sem tekur nokkra daga að fá útur og svo seinna í vikunni mun hún fara í ómskoðun á maga og ekkert meira planað í bili. Mikið er ég glöð að það er eitthvað að ske núna því loksins eru þeir farnir að sjá að þetta er ekki eðlilegt hjá henni, ég er líka svo glöð hvað einn af krabbameinslæknunum er orðinn harður að fá að vita afhverju þetta stafar. Þeir hafa nefnilega alltaf bara einblínt sér að höfðinu hennar en núna vilja þeir ath hvort þetta stafar af einhverju öðru sem það gerir væntanlega en vonandi ekki neitt slæmt samt.
Allt orðið rólegt núna þannig mín ætlar að læra smotterí í enskunni og svo horfa á Idolið þó ég viti hverjir detta út hehe get aldrei beðið eftir aðal kvöldinu hérna heima verð alltaf að kíkja á netið að utan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
25.2.2008 | 11:12
Uppá spítala..
Kemur ekki á óvart að hetjan mín sé með hita en hún er með um 40 stiga hita og svakalega slöpp. Erum á leiðinni uppá spítala með hana og erum að heimta smá rannsóknir á henni, þetta er bara komið gott. Hvað segiði komið um þrír mánuðir síðan þessi hiti byrjaði, margir foreldrar væru orðnir gráhærðir að hanga með barninu sínu heima í viku eða tvær og ég vildi óska þess að það væri bara svoleiðis með Þuríði mína að gera. Vildi að yfirmaðurinn minn væri orðinn verulega pirraður á mér því barnið mitt væri búið að vera svo veikt þar að segja flensuna og ég orðin virkilega gráhærð á þessu ástandi. Því miður er það ekki svoleiðis og mín er ekki á leiðinni á vinnumarkaðinn þó glöð ég vildi og ég er búin að sætta mig við það að fá ekki bara níur eða tíur þessa önnina þar sem ég hef ekki geta einbeitt mér í heilar tíu mínútur í þessu blessaða námi mínu (reyni að ná tíu mín hér og þar yfir daginn en þess á milli er ég að sinna hetjunni minni). Einbeit mér núna bara að ná þó mér gangi ótrúlega vel nema í einni greininni minni en ég á líka súper góðan kennara sem er tilbúinn að taka mig í einkatíma í sínum frítíma.
Hún hefur borðað betur síðustu þrjá daga en síðustu uuuuu einhverjar vikur en múttan mín er svo yndislega góð og hefur komið hingað í kvöldmatnum og matað hana og það þýðir ekkert fyrir hetjuna mína að segja nei ehe, bara gott.
Well við mæðgur þurfum að gera okkur reddí fyrir spítalann, eini staðurinn sem Þuríður mín fær að fara þegar hún fer út. Ömurlega leiðinlegt.
Knús í krús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
23.2.2008 | 20:21
Helgin
Töffarinn minn hann Theodór Ingi. Hann er alltaf farinn að biðja múttu sína um krem í hárið ehe svo hann getur verið með kamb, ekki seinna vænna.
Ætlaði að setja inn nokkrar myndir en það er víst einhver stíflun hjá mogganum með að setja inn myndir þannig þið fáið bara að njóta að horfa á litla íþróttaálfinn minn, fallegastur!
Núna erum við farin að finna að þetta álag er farið að reyna á hann líka, skapið hans hefur breyst mjög mikið og hann lætur þetta mikið bitna á múttunni sinni, greyjið litli. Þetta er sem sagt farið að taka á alla í fjölskyldunni því verr og miður.
Ég mun annars eyða allri helginni útí TBR, vííí!! Er að leika mér aðeins í einu móti, lyfta gulu og rauðu spjöldunum og aðeins að aðstoða í mótinu. Svoooo gott að komast aðeins út og hitta alla. Ég var líka svo heppin í dag að hún Elsa mín kom með eitt stk kjól handa mér sem hún sérsaumaði á mig og ég er ótrúlega flott í honum þó ég segi sjálf frá ehehe, hefði viljað kíkja á tjúttið í kvöld og sýna nýja fína kjólinn minn. Var í honum í sirka klukkutíma hérna heima og var ekki að tíma fara úr honum því ég var svoooo hrikalega sæt og fín. Ég er nefnilega ekki þessi týpa sem er alltaf útí búð að versla mér föt, læt börnin mín ganga fyrir og vill frekar þau séu fín til fara. Ég er hvorteðer alltaf heima að læra eða sinna Þuríði minni þannig ég er alltaf í joggaranum og nenni oftast ekki að finna mig til en oh mæ god hvað ég fann þessa góðu tilfinningu að vera í einhverju fínu og vera fín til fara. Það segir greinilega mjög mikið að finna sig til, núna langar mig mest að fara í mollið og finna fullt af fötum á mig eða kanski ég fái bara Elsuna bara í vinnu hjá mér. Stóóóórt knús til þín Elsa mín, ég elska þennan kjól endalaust mikið og svona líka smellpassaði á mig. BEST!
TBR aftur á morgun og kíki svo með börnin í nágrannaafmæli, vonandi hefur Þuríður mín heilsu til að kíkja líka yfir í næstu íbúð. Eurovision að byrja og ég ætla að leggjast undir sæng og horfa á imbann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
100 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar