Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hér sitjum við mæðgur og bíðum

Þuríður mín nývöknuð og situr í fanginu hjá mér og spyr mig spurninga "mamma viltu hringja á spítalann?".  Það er munur að vera svona spennt að mæta þangað enda líður henni ofsalega vel þar enda besta starfsfólk í heimi.  Fyrir ekki svo löngu hefði hún ekki sitið svona góð hjá mér vildi óska þess að hún væri ekki sitjandi svona góð hjá mér þessa stundina því þá vissi ég að henni liði vel, ég vildi óska þess að hún væri forvitin um alla hlutina í kringum okkur og væri að skoða þá, þá vissi ég líka að allt væri í lagi og henni liði vel.  Vildi óska þess að hún væri ofvirk og hvatvís þessa dagana því þá vissi ég líka að allt væri í lagi en því miður verður mér ekki að ósk minni.  Þuríður mín vill helst sitja í rólegheitunum hjá mér og ekki gera neitt eða mesta lagi horfa á eitthvað í imbanum sem er orðið æj sjaldnar því henni verður ö-a illt í augunum við það.  Ohh afhverju er ekki allt einsog það á að vera?  Ég vildi að ég þyrfti að hafa meira fyrir henni, afhverju er ekki allt eðlilegt eða einsog það var?  Barnið mitt þarf ekki að vera heilbrigt, það má alveg hafa dáltið fyrir sér enda er það ekki það versta í heimi en hún má bara hætt að þjást og líða vel einsog henni leið.  Hafa sinn stuðning á leikskólanum og láta þær hafa dáltið fyrir sér, lauma sér yfir á Oddnýjar deild eða Theodórs án þess að þær taki eftir því eheh, hún er ótrúlega lúmsk þegar henni líður sem best og laumar sér alltaf í burtu thíhí án þess að þær taki eftir því.  Afhverju getur hún ekki verið svoleiðis þessa dagana?  Nei hún getur ekki mætt í leikskólann, við knúsumst allan daginn þó að mér finnist það ofsalega notanlegt en þá væri það miklu betra ef hún hefði orku í hitt.  Ósanngjarnt!

Við mæðgur bíðum bara eftir því að klukkan verði hálf ellevu en þá á hún að mæta uppá spítala en hún er síðust í röðinni í svæfingu og kemt ö-a ekki að fyrr en um hádegi sem er ótrúlega vont því hún þarf að fasta þanga til og þó að hún borði ekki mikið þessa dagana þá þarf hún að borða.  Þurfum líka að láta læknana skoða hana betur því hún kvartar mikið um í maganum og það er ekki allt eðlilegt þarna hjá henni, við höfum tekið vel eftir því.

Þuríður mín farin að kvarta vegna svengdar og ekkert má ég gefa henni, hún er líka lögst hérna í sófan hliðina á mér og farin að kvarta því hún er orðin svo þreytt en samt bara búin að vera vakandi í tuttugu mínútur.

Ætla að veita henni meiri athygli og reyna láta hana "gleyma" svengdinni, megið krossa alla putta og tær fyrir myndatökunum.  Er ekki bjartsýn að við fáum að vita eitthvað í dag en við fengum það síðast en það verður í síðasta lagi á morgun þannig um leið og við fáum góðu fréttirnar þá mun ég blogga.

Slaugan og Þuríður Arna


Oddný mín Erla perla

Ég og Oddný perlan mín áttum smá samtal í gærmorgun, hún er að sjálfsögðu mikið að pæla í veikindum Þuríðar minnar og við reynum að svara henni eins hreinskilnislega og við getum sem er oft á tíðum mjög erfitt en það var einsog hún áttaði sig alltíeinu á alvarleikanum í gærmorgun sem var frekar erfitt.
Oddný: "mamma er Þuríður hætt að vera lasin"
Ég: "nei Oddný mín, hún er ekki með hita en hún mjög lasin núna.
Oddný: "hún er ekkert rosalega lasin?"
Ég: "jú Oddný mín, hún er mjög lasin.  Hún er með stórt óó í höfðinu.
Oddný:"en hún er samt ekkert rosalega rosalega lasin?"
Þarna var þetta orðið mjög erfitt og ég átti mjög erfitt með að svara henni en að sjálfsögðu sagði ég henni að hún væri mjög lasin því við reynum að vera eins hreinskilin við alla í kringum okkur og leynum engu og heldur ekki við Oddnýju okkar Erlu.  Hún átti líka orðið mjög erfitt og barðist við tárin sín einsog hún vildi ekki að við sæjum hana gráta og svo byrjuðu tárin að renna hjá henni og að sjálfsögðu mér líka.  Æjhi shit hvað þetta var erfitt og það var einsog hún áttaði sig á því að Þuríðar hennar sem henni þykir endalaust vænt og gerir nánast allt fyrir hetjuna sína er mjög lasin.  Við grétum saman þarna mæðgurnar því við reynum líka að kenna börnunum okkar að það er alltílagi að gráta ef maður er sorgmæddur og maður þarf ekkert að skammast sín fyrir það þó maður reynir oft að leyna þeim því, því maður vill ekki að þau sjái mann oft gráta sem maður gerir ansi oft þessa daga.  Jújú ég reyni sjá að leyna því fyrir flestum hvað ég er sorgmædd og illt í hjartanum nema Skara mínum en veit það samt að maður þarf þess ekki en samt gerir maður það, afhverju?  Ég þarf ekkert að vera sterk, ég meina barnið mitt er mjög lasið og afhverju þarf ég að skammast mín fyrir það að mér líður illa yfir því?  Ég hef heldur ekki meiri orku í það að reyna vera svona sterk sem ég er ekki, get ekki eytt mínum síðustu orkum í að reyna vera eitthvað sem ég er ekki.  Þetta er hrikalega erfitt, það er hrikalega erfitt að horfa á Þuríði mína í þessu ástandi.

Besti dagurinn hennar var í gær í marga daga/vikur en svo vaknaði hún í morgun algjörlega orkulaus og lítur ekkert svakalega vel út.  Vávh hvað mér kvíður fyrir morgundeginum eða deginum þar á eftir þegar við fáum svörin úr myndatökunum, kvíður því versta en vona það að sjálfsögðu það besta.  Hún borðar líka mjög lítið þessa dagana og er ö-a að léttast dáltið sem er mjög slæmt, borðaði reynar eina ristaða brauðsneið í morgun og hálft kók glas.  Jámm núna gapa ö-a allir og segja "gafstu barninu kókglas í morgunmat?" Já hún Þuríður mín fær ALLT sem hún biður um og líka kók í morgunmat bara svo hún nærist eitthvað og okkur er alveg sama hvað það er.  Hún verður að fá einhverja orku í litla kroppinn sinn.

Hetjan mín sem situr hjá mér núna vill fá að komast uppí rúm og hvíla lúinn kroppinn sinn og þangað ætlum við að fara saman núna.  Þið megið halda áfram að kveikja á kertum á síðunni hennar hérna til hliðar, kvíðadagar framundan og vonandi fer hún eitthvað að hressast greyjið.  MJÖG ERFITT.

Knús til ykkar allra.

psss.sss vildi nú bara nefna það en það er uppselt á styrktartónleikana sem hefðu átt að vera milli jól og nýárs en verða í staðin 20.janúar.  Allir þeir sem voru búnir að kaupa sér miða fyrir þann tíma geta mætt en þið hin verð ég að syrgja ykkur með því að það er UPPSELT.


Stórtónleikar til styrktar SKB

Fréttatilkynning tekin af www.midi.is  

Stórtónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, sem fresta varð milli jóla og nýárs verða haldnir í Háskólabíói sunnudaginn 20. janúar.

Tónleikar sem halda átti 9. árið í röð til styrktar SKB milli jóla og nýárs en þurfti að fresta vegna veður hafa fengið nýja dagsetningu. 
Tónleikarnir fara nú fram í Háskólabíói sunnudaginn 20. janúar og hefjast  stundvíslega kl. 16:00 - Húsið opnar klukkan 15:30.

Flest allir sem koma áttu fram á tónleikunum hafa staðfest að þeir geti komið fram á nýrri dagsetningu. Ljóst mátti vera þegar þurfti að fresta tónleikunum að einhverjar breytingar á dagskránni yrði óumflýjanlegar. Enn sem komið er hefur þó engin listamaður þurft að fresta þátttöku.

Skipuleggjendur tónleikanna vilja þakka umburðarlyndi miðaeigenda og þakka þeim enn og aftur stuðninginn við gott málefni.


Þið eruð svo "heppin"

Það fer afskaplega í taugarnar á mér þegar fólk segir þetta við okkur, jú við erum heppin að eiga allt þetta góða fólk í kringum okkur (og þekkjum við ekki helminginn) sem reyna gera alla hluti auðveldari fyrir okkur og gleðja okkur með hinu og þessu sem við erum afskaplega þakklát fyrir.  Við höfum fengið margar gjafir í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar, marga styrki sem hafa gert okkur auðveldara að borga okkar reikninga flestir vita að það dugar fáum að annar aðili geti bara unnið, utanlandsferðirnar sem við fórum í fyrra voru allar gjafir frá fólkinu í kringum okkur bæði sem við þekkjum og þekkjum ekkert sem gerðu ofsalega gott fyrir okkur og svo lengi mætti telja.  Við erum ofsalega þakklát fyrir það hvað þið hugsið fallega til okkar og reynið að gera marga skemmtilega og góða hluti fyrir okkur, TAKK TAKK TAKK!! 

En þegar fólk fer að segja við okkur hvað við erum heppin að fá að fara í svona margar utanlandsferðir, hvað við erum heppin að fá að fara í þessar skemmtiferðir í gegnum félagið okkar góðar, hvað við fáum margar fallegar gjafir og svo framvegis.  Ég lít ekki á okkur sem heppið fólk(þannig séð, allavega ekki einsog fólk lítur á það), jújú það eru margir sem hafa ekki fengið þetta allt sem eru í sömu stöðu og við sem þurfa að sjálfsögðu á því að halda en þá vildi ég glöð vilja skipta við einhvern.  Mikið vildi ég vera í þessari stöðu að ég væri að gleðja aðra en fólk væri ekki að reyna gleðja okkur, mikið vildi ég óska þess að Þuríður mín væri alheilbrigð og ég myndi vita það (sem maður veit reyndar aldrei) að hún myndi sjá um okkur Skara í ellinni en ekki vera hrædd alla daga að ég gæti misst hana.  Ekki misskilja mig samt, ég er MJÖG þakklát öllum sem hafa gert alla þessa góðu hluti fyrir okkur en mikið langar mig að vera í ykkar stöðu en því miður er það ekki svo gott en ekki samt segja við okkur hvað við erum heppin, við erum ekki heppin að vera í þessari stöðu en þykur samt ofsalega vænt um allan þann kærleik sem þið hafið sýnt okkur.  Ómetanlegur. Knús til ykkar fyrir það.

Ég fékk reyndar að finna hvernig það væri að gleðja þegar ég bjó til ferðina fyrir níu foreldra í félaginu í haust þegar hópurinn fór saman til London og vonandi vita styrktaraðilarnir (þó ég viti að þeir lesa ekki síðuna ehe en aldrei að vita?) hvað foreldrarnir voru þakklátir fyrir að komast svona í burtu og það er eiginlega verið að ýta á eftir mér að gera svona ferð aftur.  Hmmm!!  Foreldrarnir tala ennþá um þetta og hvað þetta gerði þeim gott, eru endalaus þakklátir.  Aldrei að vita að maður fari að leita annarra styrktaraðila til að gera svona pakka aftur, gerði mér líka gott að gleyma mér í smá góðverki og hvað þá þegar ég hringdi í foreldrana og tilkynnti þeim þetta, vávh!  Þessi foreldrar eru samt ekki heppnir, þeir hefðu glaðir vilja skipta við einhverja aðra foreldra vitandi þess að börnin þeirra væru heilbrigðir.  Kanski ég helli mér í þetta aftur, hver veit?

Þuríður mín er ennþá slöpp, í augnablikinu sefur hún og búin að sofa á annan tíma en hún hafði að orka að vaka í tvo tíma sem er frekar góður tími.   Hún vaknaði í morgun kl hálfátta, sofnaði hálf níu svaf til tíu og sofnaði aftur um tólf svo þið fáið að sjá alla þá orku sem hún hefur þessi elska.  Ömurlegt!  Hún borðar nánast ekkert sem er ofsalega vont, alveg sama hvað ég bíð henni, reyndir meir að segja mars en hún afþakkaði það pent.  Hún er að hrynja í sundur þessi elska, ekki gott.

Það er ekki ennþá komið úr niðurstöðunum eða úr sýninu sem ég fór með uppá spítala í gær en það kemur ekkert útur því fyrr en eftir helgi eða á þriðjudag þegar við mætum í myndatökurnar, en öll blóðkorn eru á uppleið þannig þessi þreyta er ekki þeim að kenna sem ég hefði frekar viljað. 

Helgin framundan og mín ætlar að skreppa aðeins útur húsi og eyða hluta af helginni útí TBR að sveifla gula og rauða spjaldinu ehe vildi óska þess að maður gæti sveifla þessum spjöldum almennilega í badmintonbransanum og þá vissi líka hvað kikk minn elskulegi bróðir Garðar fengi útur því í fótboltabransanum ehe.  Ætla aðeins að reyna gleyma mér og vera þarna smátíma þó ég viti að ég muni ekki treysta mér að vera allan tíman sem ég þyrfti vegna Þuríðar minnar því helst vill ég bara vera heima og halda fast utan um hana en veit líka að ég þarf á því að halda að komast aðeins út.  Við Skari ætlum líka að fara útað borða á Caruso á morgun þar að segja ef það er laust sem það hlýtur að vera en við erum vön að gera alltaf eitthvað saman helgina fyrir myndatökur til að "gleyma" okkur aðeins og fá smá tíma saman í rólegheitunum.  Mín elskulega mútta ætlar að koma passa grislingana á meðan.

Þuríður mín Arna komin fram þannig ég ætla að reyna troða í hana einhverju matarkyns þó ég viti að það verði erfitt en ég ætla að gera mitt besta, hún má ekki við því að léttast meira hún þarf á allri orku að halda.  Meira að segja erfitt að koma kakómaltinu í hana og þá er nú mikið sagt en hún hatar alla orkudrykki og þess háttar þannig virkar ekkert að reyna troða því í hana, því verr og miður.

Kæru lesendur eigið góða helgi.


"Er Þuríður hætt að vera lasin?"

Þessa spurningu fæ ég oft frá henni Oddnýju Erlu minni og "afhverju er hún ennþá lasin?".  Auðvidað á maður ekkert að vera lasin svona lengi og ekkert skrýtið að Oddný mín skilji þetta ekki, hún hefur áhyggjur af systir sinni og langar svo að hún hætti að vera lasin enda tekur það líka mikið á hana.  Hún er líka mikið að pæla í öllum krökkunum í SKB sem eru veikir og afhverju þurfa sumir að fara til englana, erfitt að útskýra þetta fyrir rúmlega þriggja ára gömlu barni.  Hvað getur maður sagt?  Hún á ekkert að vera pæla í svona hlutum en auðvidað gerir hún það þegar hún þekkir ekkert annað en að eiga veika systir sem þarf oft á tíðum mikla athygli og ummönnun.  Hún var frekar fúl í morgun þegar hún þurfti að fara í leikskólann en ekki Þuríður en auðvidað skilur hún það ekki?  En hún fær sína mömmudaga og við mamma erum líka að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir okkur þrjár sem hún fær alla okkar athygli.

Þuríður Arna mín er ennþá slöpp en samt ekki alveg jafn slöpp og á gamlárs en liggur alfarið fyrir og orkar ekki í neina hluti.  Hún sofnaði t.d. í gærkveldi um sjöleytið og vaknaði átta í morgun og var aftur sofnuð um níu þannig þið sjáið alla þá orku sem hún hefur þessi hetja og var búin að sofa ansi mikið um daginn.  Aaaaargghh!  En hefur þó orku í að horfa á Emil í sjónvarpinu og þá er nú mikið sagt því vanalega vill hún hafa allt slökkt og engin læti í kringum sig.  Hún var líka farin að hlakka til að vera ein heima með múttu sinni í smá dekri, vill bara rólegheitin og múttu sína hlaupandi í kringum sig ehe. 

Við fórum með hana uppá spítala í gær enda ekki sjón að sjá barnið, blóðprufur teknar og öll þessi vanalegu tjékk og vigtun.  Stúlkan farin að léttast aftur, ekki mikið en samt að léttast sem hún má ekki við.  Vorum send heim með ræktunarglös og ég er búin að taka sýni hjá henni sem ég þarf að skjótast með uppá spítala og svo eru það myndatökurnar á þriðjudag.  Erfiðir dagar framundan ekki það að þeir séu ekki búnir að vera það þannig þeir fara ekki batnandi.Crying

Hún hefur reyndar ekkert kvartað undan hausverk í dag.  Alltaf gott þegar hún kvartar ekki en hún kvartar mikið í maganum, kanski ekkert skrýtið þegar stúlkan kúkar bara slími. Æjh hvað þetta er vont.

tur.nr.5
Ég ætlaði að skrifa svo mikið en er bara svo dofin að ég get það ekki, mér líður þessa dagana einsog fyrstu dagana þegar við fengum þær fréttir fyrir rúmlega ári síðan að æxlið væri orðið illkynja.  Þannig ég leyfi ykkur bara njóta nokkra eldri mynda af hetjunni minni.  (þurfti að taka mér smá pásu frá tölvunni, hetjan mín búin að vera gráta því hún segist vera svo þreytt eða einsog hún orðaði það "mamma ég er svo þreytt, mjög þreytt" og svo er maður einsog aumingi og grætur með henni og getur ekkert gert nema haldið utan um hana)  Hrikalega er þetta ósanngjarnt, afhverju er verið að leggja þetta á hana?

tur.nr.4
Hérna er hetjan mín í sinni fyrstu sólarlandaferð og mikið finnst henni gaman að láta grafa sig í sand. Hlakka til að fara í fleiri svona ferðir með henni og hinum öllum.

Æjhi ég var búin að finna fullt af myndum sem mig langaði að deila með ykkur en heilsan mín er ekki alveg uppá það besta þannig mig langar bara að leggjast hjá hetjunni minni sem líður ekki vel þessa stundina, þetta er svo skrýtið það er engin klukkutími eins hjá henni.  Kvartar núna í höfðinu og það á allt að vera slökkt þannig það er best að hafa það þannig.

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið verið að senda okkur og öll kertin sem þið hafið kveikt á.
Knús og kossar
Slaugan


Ég vildi óska þess...

...að Þuríði minni liði betur.  Hún er búin að vera hálf meðvitundarlaus síðustu daga sem er svakalega erfitt, hjartað hamast svo hratt hjá mér og hnúturinn stækkar ennþá í maganum og ég sem hélt að hann væri búin að þekja allan magan hjá mér.  Ég er enn eina ferðina hætt að sofa þó ég sé á þessum lyfjum en þau gera ekkert gagn, hausverkurinn er komin, máttleysið sem sagt álagseinkennin mætt á svæðið.  Stundum er einsog ég sé að reyna taka verkina frá Þuríði minni en því miður gengur það erfiðlega.

Á gamlársdag eyddi Þuríður mín í að sofa, hún vaknaði rétt fyrir kvöldmat og hafði að fá sér nokkra bita af matnum, sofnaði eftir hann en við vöktum hana þegar við kíktum út í fyrra skiptið til að kveikja á nokkrum ljósum, hún sofnaði aftur, við vöktum hana í lok skaupsins til að hún gæti komið með okkur út og fagnað nýja árinu.  Hún skemmti sér ágætlega við að horfa á öll ljósin en ástandið hjá henni hefði mátt vera betra þannig hún nýtur þess kanski á þrettándanum þegar við kveikjum á síðustu blisunum okkar en við geymdum nokkur sem hún vonandi getur notið næstu helgi.

Hún sefur og grætur mjög mikið, hún er með svo mikin hausverk þessa dagana og við höfum aldrei þurft að gefa henni jafn mikið af verkjalyfjum en þau hafa aukist ansi mikið eða bara alltof mikið.  Við höfðum að kíkja með hana í afmæli í gær uppá Skaga og við höfum aldrei farið í jafn rólegt barnaafmæli eheh þannig Þuríður mín naut sín þessa tvo tíma sem við gátum stoppað en þá fannst henni nóg komið og vildi fara heim og að sjálfsögðu förum við eftir hennar pöntunum.  Alla leiðina frá Skaga grét hún því hún var ö-a með svo mikin hausverk eða þanga til við gáfum henni verkjastillandi.  Hún vill helst vera inní lokuðu herbergi með allt dregið fyrir og ég haldi í hendina á henni sem er stundum erfitt þegar ég er ein heima með öll börnin einsog núna.  Við ákváðum að leyfa öllum að vera í fríi í dag frá leikskólanum en Oddný Erla mín mun skreppa til pabba síns á eftir í vinnuna á meðan ég fer með hetjuna mína í tjékk uppá spítala og litli íþróttaálfurinn minn mun koma með.

Þuríður mín heldur ekki neinu niðri eða það er búið að vera ansi lengi núna, það er ansi erfitt að horfa uppá hana í þessu ástandi.  Hún er svo veikluleg, líkaminn hennar er svo þreyttur enda vill hún sofa hálfan/allan sólarhringinn og að sjálfsögðu fær hún að sofa þegar hún þarf þess.

Ég vildi að ég gæti fundið uppá einhverju sem gæti hresst hana aðeins við?  Þetta er alveg svakalega erfitt, hún hefur alltaf verið með eitthvað smá til að klípa í en í dag eru það bara beinin sem stingast út hjá henni greyjinu.

Ég er ekkert í svakalegu stuði að blogga þessa dagana þó ég hafi bloggað þetta núna, þetta er erfitt og sárt.  Kvíðin eykst núna með hverjum deginum sem líður sérstaklega vegna þess að myndatökurnar eru á þriðjudaginn eftir viku.

Megið kveikja á kerti fyrir hetjuna mína hérna til vinstri á kertasíðunni hennar, takk takk.

Ætla að hætta núna, börnin mín líka öll heima og þau þurfa sína athygli.

 


Komin heim

Þá er stórfjölskyldan mætt í sveitina og búin að hafa það yndislega gott í "hvíldarbústaðnum" hjá styrktarfélaginu.  Við gerðum allt og ekkert, sváfum þegar okkur langaði að sofa, börðumst úti í kuldanum, kíktum í pottinn, horfðum á Latabæ, kveiktum á nokkrum stjörnuljósum, las bókina Póstulín sem ég mæli hiklaust með og þið lærið heilmikið af því að lesa hana, spiluðum og slappað bara endlaust vel af.  Við öll höfðum svo gott af þessari hvíld, Þuríður mín að sjálfsögðu mest og gat legið í leti alla dagana enda ekki mikil orkukona þessa dagana og það var bara yndislega gott.  Við grilluðum að sjálfsögðu, við fengum humar síðasta sumar (jámm síðasta sumar) og ég er búin að passa svo vel uppá gullið mitt ehe eða til gott tækifæris einsog núna síðustu daga og við tókum hann með okkur og fengum la grill humar að hætti Skara.  Slurp slurp.  Vávh hvað ég elska þennan mat og hvað maður fær hann alltof sjaldan enda ekki fyrir venjulega manneskju að versla sér svona gull.  Sem sagt þessi ferð var æði í alla staði, alltaf gott að komast í kyrrðina og helst vera með tærnar útí loftið allan tíman.  Æði gæði!!

Þuríður mín Arna er sæmileg þessa dagana, þreytt og sefur dáltið mikið og verður að fá að sofa þegar hún vill og þarf sofa.  Hún er t.d. núna að taka sinn annan dúr í dag en svefninn hennar hefur eitthvað verið að aukast síðustu daga, þreytan að segja til sín en vonandi er hún bara að safna orku fyrir nýja árið.  En við erum búin að fá flýti á myndatökunum hennar en hún fer í þær 8.janúar, læknarnir gera flest allt sem við biðjum þá um líka bara til að halda okkur góðum og minnka stressið í manni sem hefur verið að "drepa" mann síðustu daga.  Ekki þægilegar tilfinningar.

Krakkarnir eða þá aðallega stelpurnar eru svakalega spenntar fyrir morgundeginum, urðu ennþá spenntari þegar við gáfum þeim nokkur stjörnuljós í gærkveldi og vilja sko líka bombur.  Sjáum hvað við gerum á morgun, hvort við blæðum ekki í nokkrar litlar bombur handa þeim.W00t

Ætla ekki að hafa neinn áramótapistil fyrir árið, þið vitið hvernig það hefur verið.  Algjör rússíbani.  Árið er búið að vera hrikalega erfitt, reynt mikið á allar tilfinningar, vissi ekki að það væri hægt að finna svona til í hjartanu.  Vonandi verður árið 2008 betra en þetta og það þarf nú ekki mikið til.

Ætla enda á nokkrum myndum af fallegustu börnunum mínum:
PC238361
Hérna eru systkinin og Eva frænka að bíða spennt eftir að sveinki mæti í sveitina í smá heimsókn á Þorlák.

PC238392
Systurnar glaðar að fá sveinkana inní stofu á tjattið en samt smá feimnar.

PC248566
Systkinin á aðfangadagskvöld, þarna eru þau alveg að springa úr spenning að fá að opna alla pakka sína.  Bara gaman!

PC248570
Systkinin hjálpuðust öll að á aðfangadagskvöld við að opna ALLA pakkana alveg sama hver átti að fá hann sem var bara gaman.

PC268702
Að sjálfsögðu var farið útí snjóinn hérna í sveitinni og búið til eitt stk snjóhús á pallinn.  Systurnar skemmtu sér vel við það þá sérstaklega að kíkja í heimsókn inní snjóhúsið einsog hér má sjá.

Læt þessar myndir duga í bili enda þarf ég að sinna hetjunni minni sem er eitthvað svo pirruð og þreytt(var að vakna), ætla að reyna gleðja hana aðeins og leyfa henni að fara í bað.  Jámm það þarf ekki mikið tilHalo og vonandi hressist hún við það.

Gleðilegt ár kæru lesendur, gangið hægt um gleðinnar dyr á morgun og verið varkár með sprengjurnar en vonandi get ég jú eða Skari sprengt nokkrar bombur fyrir allar hetjurnar okkar á morgun.

Kveðja
Slaugan og fjölskyldan

 


Kastljós annað kvöld

Held að ég fari rétt með en þá verðum við Skari í Kastljósi annað kvöld, eitthvað pínu viðtal við okkur svona ári liðnu viðtal en fyrir ári síðan fórum við í viðtal útaf Þuríði minni þegar hún var að byrja í fyrri geislameðferð sinni og ekki búið að gefa okkur mikla von með hana en hér erum við öll í dag.  Ef þið hafið áhuga þá endilega fylgist með annað kvöld.

Við áttum yndislegan aðfangadag, Oddný Erla að tapa sér úr spenning alltaf að segja "oh ég er svo spennt" ehe bara fynndnust.  Við sátum ekki lengi við jólamatinn enda þrír litlir grislíngar sem voru farnir að pota aðeins í pakkana en svo sátu þau stillt og prúð og biðu eftir að þeim voru réttir pakkar og svo hjálpuðust þau öll að, opnuðu öll saman alla pakka sem var bara gaman að sjá.  Eftir opnun fórum við í heimsókn til Oddnýjar systir og fjölskyldu en þar var mamma, pabbi og Garðar bróðir og hámuðum í okkar besta ís í heimi"mömmu-ís".

Krakkarnir svakalega ánægðir með alla gjafirnar sem voru óteljandi, nenni nú ekki að telja það allt hérna upp en íbúðin er búin að vera  í rúst af öllu dótinu sem þau fengu.  Bara gaman!  En ég skelli nú kanski einhverjum myndum handa ykkur af stemmaranum þetta kvöld.  Bara ef þið verðið þæg og góð.

Það hefur verið ofsalega erfitt að pakka niður öllum þessum tilfinningum síðustu daga í pakkann og hafa hann lokaðan, Þuríður mín hefur nefnilega ekki verið einsog hún á að vera því verr og miður.  Hún er svakalega þreytt, litla orku í að gera hina og þessa hluti, þegar við höfum farið eitthvað t.d í jólaboð, afmælisveislur þá orkar hún mesta lagi í klukkutíma og þá er hún alveg búin á því vill fara sofa eða fara heim í rólegheit.  Hún þolir illa að vera innan um mikið af fólki og þá er það ö-a hávaðinn og svo finnur hún ö-a að hún hefur ekki eins mikla orku og frændssystkin sín sem hún nýtur ekkert svakalega mikið að leika við.  Vill helst bara liggja hjá manni og vera í rólegheitum.  Við erum núna t.d mæðgurnar bara einar á fótum og klukkan er nú að ganga tíu ehe en það er hún að fíla, liggja bara þéttins fast að mömmu sinni og vera í rólegheitunum að horfa á barnaefnið.  Ótrúlega nice hjá okkur tveimur.  Reyndar búin að sofa í 12 tíma í nótt og er nývöknuð en gæti farið að sofa aftur.  Ekki alveg nógu gott ástandið hjá henni.  Mér finnst hún líka farin að sýna meiri lömun sem er ennþá verra og stundum erfiðara að skilja hvað hún segir sem er heldur ekki gott.  Mikið svakalega er þetta erfitt, allar tilfinningar fara á fullt og maginn hringsnýst af verkjum.  Svona án gríns þá verkjar mig um allan líkamann núna, ég hef aldrei verið jafn hrædd og núna.  Vildi óska þess að einhver gæti sagt við mig að þetta er bara ímyndun í mér og þetta verður alltílagi.  Æjhi þetta er svo erfitt.

Við fjölskyldan ætlum að fara í sumarbústað í kvöld eða fyrramálið og vera þar milli jól og nýárs, þar fær Þuríður mín að hvíla sig, hún fær að sofa einsog hún vill, engin jólaboð bara við fjölskyldan og svo ætla foreldrar okkar að skipta dögunum á milli sín og njóta þessara daga með okkur.  Vávh hvað ég hlakka til, náttbuxurnar verður það allan tíman fyrirutan kuldagallan og sundfötin þegar við förum að leika í snjónu og kíkjum í pottinn bara sem krökkunum finnst skemmtilegast að gera.

Annars er ég að reyna vera spennt fyrir gamlárs en það er með uppáhalds kvöldum hennar Þuríðar minnar, hún elskar þessi ljós og stærstu bomburnar ehe.  Ef ég gæti þá væri ég með stóra flugeldasýningu í garðinu hjá mömmu og pabba (en þar verðum við á gamlárs) well ég verð með litla flugeldasýningu eða réttara sagt Skari sem elskar að sprengja thíhí.  Að sjálfsögðu kaupum við nokkrar bombur fyrir hetjuna okkar en ég veit ekki hvernig hin munu fíla þetta en Oddný mín var skíthrædd í fyrra og litli íþróttaálfurinn minn hafði lítið vit þannig maður veit ekkert hvernig þau munu taka þessu en vonandi vel annars mun ég líka birgða mig upp af stjörnuljósum handa þeim.W00t

Jámm þetta eru erfiðir dagar, ég á erfitt með að höndla þessa daga en vonandi verða þeir betri.  Eigum að hringja í doktorana á morgun, átti kanski að stækka aftur krabbasktammtinn hennar en ég hef litlar líkur á að það verði gert því hún er of slöpp fyrir það, en ég mun ö-a heimta að myndatökur verði gerða fyrr en ákveðið var þar að segja ennþá fyrr því ég hef miklar áhyggjur af hetjunni minni einsog ég sagði hef aldrei verið jafn hrædd einsog ég er núna.  Langar að fá myndatökur svo ég gæti bara andað léttar og það væri hægt að segja við mig að þetta væri alltílagi og hætt að hafa þessar áhyggjur?  Ohh god hvað mig langar að fá þær fréttir, ég þrái svo að allt verði í lagi.  Mér er alveg sama þó Þuríður mín verði aldrei fullkomnlega heilbrigð bara að ég hafi hana hjá mér og æxlið hætt að bögga hana.  Bara þessi eina ósk.

Jæja korter liðið síðan ég byrjaði að skrifa og allir komnir á fætur þannig ég ætla að hætta þessu rugli hérna og sinna liðinu mínu.

Knús til ykkar allra.
Slaugan


Kæru lesendur

Mig langar að óska ykkur gleðilegra jóla, farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir allan þann styrk sem þið hafið veitt okkur, hann er ómetanlegur.
Kveðja úr sveitinni
Áslaug Ósk og fjölskylda

psss.sss smá fréttir af hetjunni minni, þær eru bara góðar þó þreytt sé og hefur lítið úthald en hún stendur sig ofsalega vel.  Farin að hlakka til jólanna og þá hlakka ég líka til jólanna einsog allir á heimilinu en sumir eru spenntari en aðrir ehe.  Oddný mín er að tapa sér.
Knús til ykkar allra.


Á morgun

Hérna eru allir að deyja úr spenning fyrir morgundeginum og hádeginum á eftir.  Jólasveinarnir eru að koma í heimsókn til okkar á eftir og stelpurnar eru svakalega spenntar en Theodór minn er sko ekki spenntur að fá þá í heimsókn ehe, greyjið litli.

Oddný Erla mín pælir mikið í því hvað hún eigi að fá í jólagjöf, hvort hún fái playmo eða Dóru dúkkuna sem henni langar svo en Þuríður Arna mín pælir lítið í því en upplifir spenninginn í gegnum systir sína sem er bara gaman að sjá.

Oddný er á þessum "afhverju" aldri og spyr mikið og vill svör við öllu þó maður sé búin að svara þá kemur alltaf "afhverju" og það þýðir sko ekkert að segja "ég veit ekki", ótrúleg alveg.  Hún fór næstum því að gráta þegar við sögðum henni að Jesús væri dáinn og skilur ekkert í því að við erum að halda jólin því hann er dáinn og átti afmæli á jólunum?  Já það er erfitt að útskýra þessa  hluti fyrir henni.

krakkarnir allir eru komnir í tæp tveggja vikna frí frá leikskólanum en það verður sko engin leikskóli hjá okkur milli jól og nýárs, ætlum bara að njóta þess að vera saman og gera allt og ekkert.  Hanga á náttfötunum, vonandi getum við velt okkur í snjónum og bara sofið þegar okkur langar að sofa. Hlakka mikið til.  Ætlum líka að kíkja í sumarbústað um jólin og njóta þess að vera í pottinum og horfa á stjörnurnar.

Við eigum okkar hefðir um jólin, förum t.d. alltaf á Ítalíu að borða á Þorlák með mömmu, pabba, Oddný systir og fjölskyldu og skreytum svo jólatréð um kvöldið þegar við erum búin að kíkja á stressið í kringlunni eða Laugaveginum.  Kíkjum í kirkjugarðinn á aðfangadag, borðum möndlugrautinn uppá Skaga í hádeginu, svo förum við heim tökum á móti múttu með pakkana, leyfum krökkunum að setja pakkana undir tréð og svo er bara beðið eftir jólunum eftir jólabaðið.  Svona hafa okkar Skara jól verið síðan Þuríður mín kom í heiminn, bara gaman!

Ekkert stress á heimilinu þar að segja til að passa sig að engin ryk séu í hornunum, það skiptir minnstu máli hérna þó við þrífum að sjálfsögðu en þá erum við bara mest hamingjusöm að vera öll saman þessi jól sem við hefðum ekki átt að vera.  Best í heimi.

Ætla núna að fara gera ekkert.
Ekkert stress, veriði hress, bless bless.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband