Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Allt í himnalagi....?

Ég hef allt sem skiptir máli
frið í sálu mér og trú.
Ég vil ekki nokkru breyta hér.
Lífið er í lagi.

Svo lengi sem ég hef þig hjá mér.

Þuríður mín er hressari í dag en síðustu tvær vikur, hún vakir meira en hún er vön að gera sem er alveg æðislegt.  Ég meina hún er ekkert súperhress, maður sér alveg að barnið mitt er ekkert alheilbrigt.  Þið vitið augun sem eru mjög þreytuleg, hún haltrar og sama lömunin í hendinni hennar sem lafir bara niður en hún er samt svo mikið að reyna nota hana.

Fórum á fund í gær með læknunum okkar, þeir geta náttúrlega ekkert sagt hvort þetta séu geislarnir sem eru ennþá að hrjá hana sem mig langar að trúa eða hvort henni sé að versna.  Jú þeir hafa áhyggjur af allri þessari lömun sem getur bent til stækkunar og að sjálfsögðu þreytu en við verðum víst bara að bíða til 21.febrúar þegar við förum á næsta fund en þá koma niðurstöðurnar út myndatökunum.  Ég þoli ekki að þurfa bíða svona þetta fer alveg með sálarhliðina hjá manni.Frown

Jámm við vorum líka rædd þá sérstaklega ég, ég þarf víst að gera eitthvað fyrir mig og við Skari fyrir okkur. Æjhi við þurfum bara að leita meiri aðstoðar sem manni finnst alveg ofsalega erfitt og ég ætla mér ekkert að fara nánar útí það. Ekki misskilja samt það gengur vel hjá okkur þar að segja í sambandinu sem margir hafa áhyggjur af en þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þeirri hlið.W00t

Annars er ég að fara í fyrramálið til Dísunnar ásamt Oddnýju systir og hlakka ofsalega mikið til, það víst mikill kuldi hjá henni þannig maður verður víst að pakka niður kuldagallanum eheh!!  Stelpurnar komnar með óskir um hvað ég eigi að koma með handa þeim þegar ég kem heim thíhí Oddný Erla mín vill fá regnhlíf einsog og Skoppa og Skrítla eiga og Þuríður mín Arna vill fótboltagalla og að sjálfsögðu mun ég reyna redda þessum tveimur hlutum handa prinsessunum mínum en ekki hvað?Joyful

Þannig núna er ég komin í bloggfrí þanga til ég nenni og hef tíma til að blogga næst og vonandi verður það ekki seinna en þriðjudag.

Knús til ykkar allra
Slauga á leiðinni að fara sofaSleeping


Knús til ykkar!!

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér þykir vænt um öll fallegu kommentið sem þið skrifið hjá mér, þau gefa mér endalaust mikið.  Það eru líka margir sem senda mér falleg mail, jú inná milli leynast leiðinleg mail sem ég reyni jafnóðum og ég fæ þau að gleyma þeim þó það sé stundum erfitt því sum þeirra eru mjög ljót og leiðinleg.  Ef einhver er að öfundast útí okkur og finnst við svakalega heppin þá væri ég alveg til í að skipta um hlutverk, ég vildi óska þess mest að Þuríður mín væri heilbrigð og ég þyrfti bara að pirrast yfir því hvað hún væri óþekk.  I wish!!  Ég er samt alltaf reddí í skipti.

Ég fæ mail frá fólki sem ég þekki mjög vel, gamlir skólafélagar sem ég var kanski ekkert á tjattinu við í gamla daga að senda mér falleg mail, gamlar vinkonur, fólk sem ég þekki bara alls ekkert og svo lengi mætti ég telja.  Þó ég svari kanski ekki öllum mailunum þá er kanski mesta ástæðan fyrir því að ég veit ekki hverju ég á að svara en þó ég svari "þér" ekki þá þykir mér samt vænt um fallega mailið sem "þú" varst að senda mér.  Stundum verð ég bara algjörlega tóm og veit ekki hverju ég eigi að svara?  Ótrúlegt en satt!!

Einsog t.d í dag fékk ég eitt af fallegustu mailum sem ég hef fengið og það var frá einni ókunnugri og vonandi er henni sama þó ég birti smávegis sem hún sendi mér.  Mér þótti rosalega vænt um þetta mail og það gaf mér ofsalega mikið að sjálfsögðu eru öll mail trúnaður þar að segja ég mun aldrei segja ykkur hver sendi mér þetta eða þess háttar.  Allavega hérna er smá sem hún sendi mér:

Það sem ég vil gera hér er að þakka þér!
-þú hefur kennt mér að elska skilyrðislaust
-þú hefur kennt mér að segja það..þessi 3 einföldu orð...hvar sem er
-þú hefur kennt mér þolinmæði
-þú hefur kennt mér að smámunir eins og mikið að gera í búðinni skiptir engu máli
-þú hefur kennt mér að hlusta meira á börinn mín
-þú hefur kennt mér að virða lífið
-þú hefur kennt mér að fjölskyldan er það sem skiptir öllu máli
-þú hefur kennt mér að kvarta ekki yfir litlu hlutum eins og kvefi
-þú hefur kennt mér að hægja á...
-þú hefur kennt mér að njóta tímans
-þú hefur kennt mér að njóta betur lífsins
-þú hefur kennt mér svo ótal margt sem er mikilvægara en svo annað ótal margt!
Takk Áslaug þú ert sú fallegasta sál sem ég hef kynnst um ævina!
Gangi ykkur vel og guð veri með ykkur alla tíð.
Vávh ég klökknaði við þetta, stór knús til þín eða bara til ykkar allra.  Ég er ekki vön að birta mail sem ég fæ send en mig langaði bara að birta þetta sem gaf mér ótrúlega mikið.
Ég veit líka alltaf þegar mér eða Þuríði minni líður illa fæ ég alltaf mail frá einni góðri vinkonu minni sem mér þykir geðveikt vænt um og alltaf get ég sent henni mail þegar mér líður illa og ég vill ekki skrifa eitthvað á síðuna mína heldur frekar bögga ég hana því ég veit að ég fæ alltaf eitthvað fallegt á móti þegar ég þarf virkilega á því að halda.  Stór knús og marga kossa til þessa vinkonu minnar, ég veit alveg að hún veit hver hún er þegar hún les þetta.   Það er ótrúlega dýrmætt að eiga góða að sem nenna að hlusta á mann eða lesa heilu ritgerðirnar eftir mann, ég veit líka alltaf að ég fæ símtal bestu frænku í heimi þegar hún veit statusinn á heimilinu.  Hún hringir nánast á hverjum degi í mig bara til að ath hvernig ég hafi það og að sjálfsögðu litla hetjan mín, ég get líka talað um allt við hana.  Þú getur ekki ímyndað þér frænka hvað mér þykir vænt um þessi símtöl og ég hlakka endalaust til 15.marsWink.
Ég get alveg talið upp endalaust af fólki sem eru yndislegir við okkur en læt þetta duga í bili því þeir eru miklu fleiri en vonandi verður engin móðgaður.Undecided
Annars var ákveðið í gærkveldi að senda mig í afslöppun til Dísu skvísu, þangað mun ég fara á föstudaginn og eyða helginni eða frammá mánudag.  Jiiihhhdúddamía engin börn eða karl sem fer með mér en hún elskulega systir mín ætlar að fara með mér og gera allt vitlaust hjá henni Dísu.  Æjhæjh!!W00t  Ég er ótrúlega spennt og það sem ég ætla helst að gera er bara ekkert ákveðið eheh, hlakka bara endalust til og fá kanski að sofa heilar þrjár nætur án þess að þurfa vaka yfir litla krulluhaus en það sjá víst bara aðrir um það.  Dóóhh!!  Fæ hálfgert samviskubit.
Meiri detail á morgun.......

Dagurinn í dag.

Okkur langaði að prufa í morgun þegar Þuríður Arna mín vaknaði að senda hana í leikskólan, æjhi okkur langar svo að hún hittir önnur börn önnur en systkin sín.  Hún vaknaði svona alltílagi þannig við ákváðum að prufa en við vitum það líka núna að það gengur ekki í þessu ástandi sem hún er í.  Hún hafði að borða morgunmatinn sinn og svo lognaðist hún útaf og Skari náði í hana um ellevu en þá var hún að vakna greyjið og hefur nánast legið fyrir síðan.  Ég eldaði slátur handa stúlkunni sem hún borðaði með bestu list og horfir núna á uppáhaldið sitt Latabæ.  Æjhi svo sé ég núna en hún er að koma labbandi fram og biðja meira að borða en hún haltrar miklu meira en hún er vön að gera, ohh andskotans sem þýðir meiri lömun.Devil

Okkur fjölskyldunni var boðið á síðustu sýninguna hjá Skoppu og Skrítlu sem við að sjálfsögðu þáðum þótt við höfum farið á þær áður enda er þetta besta sýning fyrir börnin mín.  Þið hefðuð samt átt að sjá hvað Þuríður mín skemmti sér vel, það var þvílíkur hlátur sem kom frá henni og brosin æjhi það var svo gaman að sjá hana svona glaða þótt það var ekki langur tími en það gefur manni endalaust mikið.

Annars hef ég ofsalega lítið að segja í dag, statusinn á hetjunni minni er sá sami og síðustu daga og þegar maður horfir á hana svona verður maður gjörsamlega lamaður.


Hvar er draumurinn? Hvar eru allar mínar vonir?

Ég er andlaus, svefnlaus, orkulaus og svo lengi mætti telja.  Ég ætla mér að hætta kvarta undan svefnleysi þó ég þjáist af því, Theodór minn er heimsmeistari að vakna á nóttinni ekki á klukkutímafresti það er svona sirka tíu mínútna fresti.  Þar sem drengurinn er heilbrigður og algjör sprellikarl, sjarmör með fallega ljósa krulluhárið sitt get ég ekki kvartað, ég er heppin með hann þó ég hafi ekki sofið í rúmt ár þá er mér nákvæmlega sama(sef bara þegar ég er orðin gömul).  Ég er heppnust að eignast svona fullkominn strák það eru ekki allir jafn heppnir og við Skari, bara að geta átt börn, þess vegna sefur Skari minn í stofunni thíhí því við megum ekki sofa hlið við hlið því þá verð ég bara búúúmm og það er ekki á dagskránni næsta árið.  Drengurinn má ekki anda á mig, dæssúss mar!!  Whistling

Ég er að reyna hafa þetta blogg í léttari kantinum en það gengur frekar erfiðlega, að horfa á Þuríði mína svona einsog hún er þessa dagana er sárast í heimi.  Hún er enganveginn leikskólahæf, ég ákvað líka í dag að hafa hana algjörlega hjá mér og sé sko ekki eftir því.  Hún er BARA búin að liggja fyrir í ALLAN dag og vera í hálfgerðu móki, ég þarf eiginlega að halda á henni allt sem við förum þar sem við þurftum að fara á enn einn fundinn í dag útaf henni.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta kerfið getur verið leiðinlegt og flókið, endalausir fundir.  Það er ekki einsog maður hafi ekki nóg með að standa í því að hugsa um fárveika barnið sitt að maður þurfi líka að þeysast um allan bæ til að redda hinu og þessu.  Leiðinlegast!!

Já hún er slappari í dag en síðustu daga, slappast eiginlega með hverjum deginum sem líður og þið getið ekki heldur ímyndað ykkur allar hugsanirnar mínar sem þjóta um kollinn minn þessa dagana.  Þetta er allt saman svoooo sárt, ég er líka búin að grenja fleiri fleiri baðkörum síðustu daga.

Hún er ótrúlega þvoglumælt, algjörlega lömuð á hægri hendi og farin að lamast meira í hægri fæti hún haltrar frekar mikið en það er dagamunur hvursumikið.  En hendinn hennar er alveg fráAngry.

Erum að fara á fund á miðvikudaginn og hitta nokkra lækna Þuríðar minnar, búið að negla niður 20.febrúar fyrir myndatökur mig grunar hvað mun koma útur þeim þó ég voni annað.

 


Vonin

- Þegar að þér er þrengt og allt hefur snúist gegn þér, þar til þér um síðir finnst að þú munir ekki þola við mínútu lengur 
- þá máttu ekki gefast upp, því einmitt þá er komið að þeim stað og stund þegar breyting mun verða á.

Þegar stormur lemur fast, ég læt sem ekkert sé.

Ég vildi óska þess að maður gæti það og vitað bara að þetta myndi allt lagast og Þuríður mín yrði súper hress eftir ekki svo marga daga.

Var sem sagt að koma af fundi af spítalanum, aðallega talað um ástand Þuríðar minnar sem er alls ekki gott einsog ég hef marg oft sagt.  Hún t.d liggur núna uppí rúmi sofandi, fór að sofa í gærkveldi rúmlega fimm, vöktum hana í mat og hún fór beint uppí rúm aftur og sofnaði innan klukkutíma og við vöktum hana í morgun til að fara uppá spítala.  Hún sem sagt sefur alveg uppí 18tímana á sólarhring sem er að sjálfsögðu mjög mikið, hún er mjög slöpp einsog þið getið ímyndað ykkur. 

Jú ástandið hennar var rætt uppá spítala, við eigum t.d. að hætta fara með hana á leikskólan í þessu ástandi, leyfa henni algjörlega að ráða ferðinni og leyfa henni að sofa einsog hún vill og það er heldur ekkert hægt að stjórna því hjá henni.  Hún sofnar hvar sem er og hvenær sem er.  Þeir héldu að ástæðan fyrir þessum slappleika væri kanski geislameðferðinni að kenna sem mig langar að trúa en því miður eru litlar líkur á því en vilja samt ekkert útiloka.  Það er nottla einn og hálfur mánuður sirka síðan hún fór í sinn síðasta geisla þannig það ætti að vera hætt að virka á hana því miður.  Það hefði verið besta svarið fyrir þessum slappleika.  Ömurlegt!!

"Ástandið" á okkur  Skara var líka rætt en við munum mæta í næstu viku og hitta að mig minnir fjóra lækna hennar Þuríðar minnar og ræða um okkur.  Jú það er hrikalega erfitt að halda sensi þegar henni líður svona, maður er alltaf með hjartað í buxunum og mér líður alltaf mjög illa.  Við þurfum víst að fara gera eitthvað meira fyrir okkur, t.d. að leita meiri hjálpar sem ég veit alveg að við þurfum að gera og kanski gera eitthvað meira fyrir okkur bara tvö ein.  Ég veit að við erum ekki nógu dugleg að gera alla þessa hluti og því þarf að breyta ekki seinna en í gær. 

Oddný mín Erla er heldur ekki að höndla þessa hluti, að sjálfsögðu finnur hún að það er ekkert einsog það á að vera.  Hún finnur að Þuríður er slöpp og finnur líka að mér líður ekki vel og sér mann kanski brotna niður sem ég reyni oftast að fela fyrir henni en stundum er það ekki hægt.  Hún er svo mikil mömmustelpa og ég þarf að gera eitthvað meira fyrir hana þá við bara tvær, er nú með ýmsa hluti í kollinum sem við gætum gert saman en það er bara spurning um að framkvæma.

Hef reyndar endalaust meira að segja en ég ætla frekar að sinna börnunum mínum og skrifa meira síðar, Skari er heima í dag eða ætlar réttara sagt að vinna heima.  Ætlar að leyfa mér að skreppa aðeins út áður en ég fer alveg yfirum, þó ég sé heimavinnandi og er ekki að vinna útaf Þuríði minni þá þarf ég líka að komast útaf heimilinu.
Takk fyrir mig í dag.


Ástandið

Þuríður mín fékk að sjálfsögðu að sofa út í morgun, hún var reyndar ekkert súperhress þegar hún vaknaði en við ákváðum samt að leyfa henni að prufa fara í leikskólann.  Vonandi hressist hún eitthvað við það stúlkan, annars lá hún bara fyrir í gær eða þanga til Linda og Sindri Snær mættu á svæðið þá hresstist stúlkan aðeins við.  Maður sá hana meira að segja brosa, æjhi hún er alltaf svo glöð að hitta uppáhaldin sín. Svo þegar leið á kvöldið byrjaði hún að slappast aftur en það er líka náttúrlega vegna þess hún er orðin þreytt og þá blandast þetta allt saman, hún svaf reyndar mikið í gær sem var kanski líka bara gott.

Læknarnir hennar vilja hitta hana á morgun en það geta verið tvær ástæður fyrir þessum slappleika og að sjálfsögðu mun ég trúa því að ástæðan sé þessi betri en ég ætla ekkert að tala um það fyrr en við erum búin að hitta þá á morgun.  Hjúkkan okkar er eftir að ná í einn lækninn hennar til að ath hvort betri ástæðan sé ekki bara fyrir þessum slappleika.

Annars rauk hitin upp hjá Theodóri mínum í gærkveldi, ég var farin að hlakka til að kíkja aðeins út í dag en það verður víst ekki strax þar sem Skari er að ná í Oddnýju mína á leikskólann en hún er líka komin með hita.  Þannig það er ástand á heimilinu.

Sáum enga krampa hjá henni Þuríði minni í gær sem er frekar gott ekki einu sinni smjöttin svoþað er ennþá betra, svo er eiginlega búið að ákveða að Þuríður mín fari í myndatökur í kringum 20.febrúar.

Farin að sinna veiku börnunm mínum sem þurfa mikla athygli og knús.


MJÖG slöpp :(

Ohh hvað hjartað slær hratt núna, tárin streyma alveg niður og mér líður alveg hræðilega illa.  Jú Áslaug hin hressa, káta að sjálfsögðu skemtilega getur verið döpur og liðið mjög illa einsog þessa dagana.  Ástæðan er nottla bara ein og það er hún Þuríður mín en henni líður ekki vel, hún er rosalega slöpp og er að krampa meira en venjulega.  Kramparnir eru ekki svona stórir einsog vaninn er þetta eru mjög litlir krampar sem sjást varla en sjáum alltaf einsog hún sé að fá stóran en svo kemur smjattið sem hún fær alltaf eftir hvern krampa en þá eru þetta bara litlir sem við sjáum bara.  Held að mjög fáir myndu sjá þá bara "vanir", þetta er ömurlegt!!  Ég er bara svo hrædd við framhaldið af þessum slappleika, ég skelf alveg þegar ég er að skrifa núna.

Óskar er að ná í hana núna útá leikskóla, hún er mjög slöpp þar.  Var reyndar á báðum áttum hvort ég hefði átt að senda hana og sé alveg svakalega eftir því, jújú hún fær bestu þjónustu sem hún getur fengið frá þeim á Hofi en þegar henni líður svona þá langar mig bara að halda utan um hana og láta hana kúra uppí sófa undir teppi.  Hún hefur ekki orku í neitt, var að tjatta við þær útá leikskóla þá orkaði hún í morgunmatinn og sofnaði svo og þær hafa ekki getað vakið hana síðan.  Þannig ég vil bara fá hana heim og halda fast utan um hana.

Hef ekki orku í að skrifa meir, statusinn ekki góður á heimilinu.  Theodór minn er líka lasinn enn eina ferðina en þið megið alveg kveikja á kerti fyrir hana Þuríði mína hérna á slóðinni til vinstri.

Knús og kossar


Elsku Óskar minn!!

Innilega til hamingju með daginn Óskar minn, aldur skiptir engu en það styttist óðum í fjóru tugina.  Ohh boy hvað ég á gamlan mannW00t.   Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur elsku Óskar/pabbi minn, takk fyrir að vera alltaf til staðar, við hefðum ekki geta valið betri mann til að vera með okkur í þessum erfiðleikum sem við erum að ganga í gegnum.  Takk fyrir allt, við elskum þig mest í heimi.

Áslaug Ósk, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theodór Ingi


Illt í hjartanu

Einsog ég hef sagt þá var Þuríður mín súper hress síðustu viku, það var alveg æðislegt að sjá hana en samt var einsog ég gat ekki glaðst í mínu hjarta það var einsog ég væri með allan varan á.  Að sjálfsögðu reynir maður að gleðjast yfir hverjum góðum degi sem við fáum og sjáum hana svona glaða,  hressa og krampalausa en það er samt eitthvað sem ég veit ekki?  En ég veit samt núna afhverju mér líður svona illa í hjartanu, við vöknuðum við geðveikt öskur í morgun í henni Þuríði minni. Í fyrstu vissum ekkert hvað var í gangi, Þuríður mín bara hágrét sem hún er ekki vön og sagðist svo vera svo illt í höfðinu.  Eftir nokkrar mínútur sáum við afhverju hún þjáðist svona, hún fékk svo ótrúlega ljótan krampa.  Hún hreinlega grét við hvern krampa sem hún fékk og sagðist vera svo illt í höfðinu, þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig mér leið.  °

Ég hef aldrei séð hetjuna mína þjáðst svona hvað þá kvarta yfir verkjum en það hefur reyndar aukist síðustu vikurnar sem hún hefur kvartað eitthvað.  Kramparnir hennar hafa breyst eða á fimtudaginn byrjuðu þeir að breytast, hún dettur ekki lengur svona niður hún reynir einsog hún getur að halda höfði eða standa uppi og það gengur svona upp og niður.  En svo í morgun voru þeir verstu sem ég hef bara því ég sá hvað Þuríði minni leið illa og þjáðist svona líka, þetta var ömurleg sjón.  Ég líka hágrét með henni og Oddný mín fann líka að það var eitthvað meira en að og vildi knúsa mömmu sína og svo var hann Theodór minn líka farinn að grenja en það má nú reyndar engin gráta í kringum hann, hann finnur til með öllum sem gráta greyjið.  Ég reyni oftast að fela það fyrir krökkunum ef mér líður illa vegna Þuríðar minnar en það var bara ekki hægt í morgun, mér er líka ótrúlega illt í hjartanum mínum.  Það geta að sjálfsögðu verið margar ástæður fyrir því að kramparnir hennar eru farnir að breytast og þær geta verið slæmar og góðar, ég ætla að leyfa mér að trúa því að þær eru góðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband