Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Að lifa í núinu

Ég er að reyna gera mér markmið og það er að reyna lifa í núinu, lifa fyrir daginn í dag.  Ég veit það verður erfitt því ég velti mér alltof mikið uppúr framtíðinni og verð að reyna þetta, einsog læknarnir sögðu við okkur í síðustu viku þá segir það meira að sjá hvernig Þuríði minni líður heldur en hvað myndirnar segja.  Ég ætla reyna bara horfa á hvernig henni líður en ekki hvernig myndirnar verða og hvaða niðurstöður við fáum þar sem verður vonandi á miðvikudaginn en ég er ekki alltof bjartsýn á það.  Verðum ö-a að bíða í tvo mánuði í viðbótFrown.

Þuríður mín er alveg ofsalega hress þessa dagana, hún meir að segja lagði sig ekkert í leikskólanum í dag sem hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær og sofnaði heldur ekkert á leiðinni heim og það merkir bara gott.  Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hún nýtur sín þessa dagana, hvað henni fannst gaman í snjónum fyrir norðan og naut sín í botn að vera úti að leika.  Ef hún hefði fengið að ráða þá hefði hún sofið úti í snjónum ehehLoL.

Læt fylgja mynd af bestu vinkonu hennar Þuríðar minnar henni Höllu "sætu" Hrekkjusvín.
turidur37


Mætt aftur

Við fjölskyldan erum mætt í borgina aftur en við ákváðum að breyta aðeins um umhverfi og skruppum til ættingja á Akureyri og höfðum það yndislega gott í snjónum.  Þvílíkur snjór eheh, stelpurnar nutu sín í botn að velta sér um í snjónum, renndum okkur á sleða í stórri brekku sem Þuríði minni fannst æðislegt.  Við tókum eina bunu saman mæðgurnar, fórum efst í brekkuna og þutum svona líka hratt niður og flugum af sleðanum og Þuríður mín fékk skafl í andlitið eheh sem var frekar fyndið en ég reyndi að vera fljót að bjarga henni úr þessu því ég hélt að það kæmi kanski öskur en neinei  það fyrsta sem mín sagði var "mamma förum aftur".  Það var sko endalaust stuð og mikil slökun á eyrinni, dekrið sem við fengum var æðislegt.  Það var einsog við vorum á 5 stjörnu hóteli, takk æðislega fyrir okkur Halldóra og allir hinir líkaWink.

Læt fylgja nokkrar myndir úr skemmtiferð okkar og svo koma fleiri línur á morgun(vonandi þar að segja ef ég verð í stuði).


P2240421

P2240417-1

P2240446

P2240406

P2230320


Hvað er málið að þurfa bíða í svona mikilli óvissu?

Loksins loksins segi þið ö-a kem ég að tölvunni og reyni að drita niður einhverjum orðum en stórt er spurt en fátt eru um svör?  Ennþá bíðum við eftir svörum en engin eru svörin ennþáFrown.  Við mættum uppá spítala aftur seinni partinn en læknarnir voru ekki komnir með nein svör handa okkur, hvorki góð né slæm.  Það þarf fleiri sérfræðinga til að lesa úr myndunum, það eru breytingar miklar breytingar en þeir geta ekki sagt okkur hvort þær séu slæmar eða góðar.  Æxlið hefur stækkað um helming en þeir geta ekki sagt okkur hvort það séu einungis bjúg eða stækkun líka, jú það eru einhver bjúg þarna sem koma af geislanum og geta verið til staðar í 2-4mánuði eftir geisla en svo er eitthvað annað þarna sem þeir geta ekkert sagt um fyrr en fleiri sérfræðingar skoði og lesi betur úr myndunum.  Þannig við erum nánast engu nær frá því í morgun, við eigum pantaðan fund miðvikudaginn n.k og þá vonandi verða þeir búnir að lesa úr þessum fjandans myndum en ég veit ekki hvort ég get beðið þanga til.  Svo gæti hugsast líka að læknarnir okkar hérna heima geti kanski ekki alveg sagt okkur stöðu mála þá þarf að senda myndirnar til Boston og jú guð má vita hvað, hvað það gæti tekið langan tíma að fá svör þaðan.Devil

Ég er algjörlega dofin eftir daginn í dag, hnúturinn er gjörsamlega að springa, mér er búið að vera óglatt í allan dag sem ég hugsa að það hafi bara komið útaf stressi og stressið er ekkert að minnka.

Ég hef fengið margar kvartanir yfir því hvað ég hef verið dónaleg með að halda að fólk kemur hingað inn eða margir komi hingað inn bara þegar Þuríði minni líður illa.  Þetta er jú  mín síða og mitt svæði sem ég skrifa niður flestar mínar hugsanir, kanski held ég þetta bara í augnablikinu því mér finnst lífið svo ótrúlega ósanngjarnt og verð að reyna finna eitthvað til að setja útá aðra? Ég veit það ekki? Þið þurfið ekki að taka öllu bókstaflega til ykkar, ég er bara bitur, reið, sár og algjörlega í molum yfir þessu öllu sem þarf að leggja á litlu hetjuna mína.  Mér þykir ofsalega vænt um hvað þið eruð dugleg að senda mér falleg komment en svo koma líka tímar sem mér finnst allt ómögleg og verð reið útí allt.  Þetta er ö-a bara sá tími?  Ég get bara ekkert alltaf verið glöð, hress, skemmtileg og jákvæð þó mitt fólk þekkir mig þannig og þið kanski líka lesendur.  Þetta er bara erfiður tími að vita ekkert og þurfa kanski að bíða ég veit ekki hvað lengi í viðbót til að fá einhver svör, biðin er lang erfiðust.

Æjhi ég er farin að sinna börnunum sem þarfnast athygli núna.....


Óskar skrifar

Ákvað að setja nokkrar línur hér inn.  Okkar versti óvinur (biðin) er enn að angra okkur.  Fórum á fundinn í morgun en niðurstöðurnar frá myndatökunni eru óljósar (mjög óljósar).  Þær gætu verið góðar en þær gætu líka verið mjög slæmar.  Læknarnir ætla að skoða þetta betur í dag og eigum við að hitta þá aftur seinnipartinn.  Vonandi heyrið þið aftur frá okkur í dag eða kvöld - vonandi með góðu fréttirnar.

Kveðja
Óskar Örn


Eina ósk....

...ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
Nei ég er sko ekki í vafa hver mín æðsta ósk er og ég vona svo sannarlega að hún rætast á morgun.  Það er aðeins léttara yfir mér í dag en síðustu daga kanski því læknarnir eru eitthvað bjartsýnari en venjulega því Þuríður er búin að vera svo hress en þetta er önnur vikan hennar sem hún er svona hress.  Er samt doltið stressuð fyrir morgundeginum, maður veit ekki hverjum maður má búast við? 

Annars er ég alltaf að sjá það meira og meira að lesenda fjöldinn á heimasíðunni minni eykst alveg um heilan helling þegar Þuríði minni líður illa og er mjög slæm en einsog núna líður henni ágætlega þá hrinur lesenda fjöldinn.  Skrýtið?  Er fólk að bíða eftir einhverju sérstöku þegar henni líður illa? En hefur svo engan áhuga þegar hún er einsog hún er í dag.  Einsog ein vinkona mín lýsti þessu þegar Íslendingar sjá slys einhverstaðar verða allir að sjá og stoppa til að sjá hvort einhver sé ekki alveg ö-a slasaður, þetta er svona svipað.  Ég hef nefnilega aldrei skilið þennan tilgang með því að stoppa hjá bílslysi ef hjálpin er komin og á aldrei eftir að skilja það.  Asnalegast!!

Við eigum að mæta á fund á morgun einsog ég hef sagt kl tíu og ég verð snögg að koma með fréttirnar hérna inn ef það eru góðar fréttir sem ég vona svo heitt og innilega en mun væntanlega ekkert skrifa ef þær eru ekki góðar.  Þá vitið allavega ástæðuna.

Læt fylgja mynd af Þuríði minni fyrstu vikuna sem hún var að greinast fyrir tveimur og hálfu ári, þarna er hún rannsóknum uppá spítala.
turidur84

 


Lítið að segja

Myndatökur á morgun kl hálf eitt og fundur með doktorunum á miðvikudag kl tíu.  Sem sagt magapína, magasár, kvíði, hraður hjartsláttur og svo lengi mætti telja.

Engin fyrirsögn?

Líkaminn minn getur ekki ákveðið sig hvort hann eigi að vera lasin eða ekki.  Dóóhh!!  Í gær var ég að drepast úr beinverkjum og núna er mér heitt og kalt til skiptis en enga beinverki, hvað er málið?  Ég verð nánast aldrei lasin en svo kemur þetta og ég sem ætla mér að vera leika mér útí TBR alla helgina í mótstjórn og borða góða matinn hennar Unnar.  Hmm eins gott að þú standir þig í matseldinn Unnur því ég ætla mér að mæta þó mér sé heitt og kalt til skiptisW00t.

Statusinn á heimilinu er góður, gegn læknisráði vorum við vinsamlegast beðin um að taka svefninn hans Theodórs míns í gegn.  Einsog flestir vita sem lesa síðuna mína hefur hann næstum aldrei sofið heilan nætursvefn sem getur tekið doltið á og þar sem maður á langveikt barn sem tekur ennþá meira á taugarnar vorum við beðin um að taka drenginn í gegn.  Jú við höfum reynt að hafa þetta sem auðveldast fyrir okkur og til að reyna fá sem mestan svefninn á næturnar þá bara tekið drenginn uppí þegar hann vaknar og leyft honum að drekka einsog hann vill (úr glasi, aldrei verið með pela).  Maður reynir einsog maður getur til að hafa þetta sem auðveldast vegna ástandis hérna heima en það er bara því miður ekki að virka þannig núna er Theodór krulluhaus hættur að fá að súpa á nóttinni og hættur að vera tekinn uppí.  Dóóhh!!  Ótrúlega erfitt!! 

Doktorinn sagði að þetta gæti tekið alveg uppí tvær vikur, drengurinn er sko ekki sáttur að fá sopan sinn á nóttinni hvað þá að mamma sín taki sig ekki en ég held samt að þetta sé í áttinaHappy.  Við byrjuðum á mánudaginn og þá varð hann alveg snar en í nótt var hann svona næstum því að sætta sig við þetta, aðeins röflaði við mömmu sína sem kom og stakk uppí hann snuði og sat í smástund inni hjá honum en drengurinn er aldrei tekinn upp, púúfffhh!!  Þetta reynir virkilega á taugarnar en ég held að ég muni samt ekki sjá eftir þessu ef þetta tekst sem ég held að það sé að gerast.  Jíbbíjeij!!  Litli mömmulingurinn kanski að sætta sig við þetta allt saman?

Þuríður mín er annars "hress", hefur verið alveg eins alla þessa viku.  Hefur mætt á leikskólann alla vikuna sem er æði gæði og nýtur sín þar í botn og er alveg í banastuði, hún hefur ekkert krampað þessa vikuna en fékk víst eitthvað um helgina hjá pabba sínum.  Hún er að sýna sömu lömunina í hægri hendi og er að haltra sem er ekki gott, ég er stundum að rétta henni kex eða eitthvað og reyni að láta hana taka það með hægri en oftast loftar hún því ekkiFrown og þið vitið nú hvað kexkaka er þung. Andskotans!!

Helgin framundan, ég ætla mér að reyna komast útí TBR og vera þar alla helgina (alltaf gott að komast í annað umhverfi, þið getið ekki ímyndað ykkur það) og svo er fertugs, tveggja og fjagra ára afmæli á morgun.  Slurp slurp gott að borða!!

Þá óska ég ykkur góðra helgar, njótið hennar í botn með fólkinu sem ykkur þykir vænt um og ekki gleyma knúsunum.  Ég elska að fá knúsWhistling.


Vika í niðurstöður

Ég var að átta mig á því í gær að þá væri vika í myndatökurnar hjá Þuríði minni og í dag er vika þanga til við förum á fund með læknum Þuríðar minnar og fáum að vita hvernig æxlinu líður.  Þetta er ótrúlega erfið bið, einsog alltaf hugsar maður það versta en vonar það besta.

Síðustu tvær vikur hefur Þuríði minni ekki liðið vel og þá hugsar maður að sjálfsögðu það versta og hrædd um að þetta sé núna allt farið á versta veg en læknarnir sögðu við okkur að þetta gætu verið eftirmálar frá geislameðferðinni sem kláraðist föstudeginum fyrir jól en geta samt ekkert sagt.  Í dag held ég í vonina að þetta var allt saman geislameðferðin því Þuríður mín getur farið í leikskólan í þvílíku "stuði".  Það er rosalegur munur á henni frá því í síðustu viku að hálfa væri miklu meir en nóg, hún getur allavega  notið sín aðeins í leikskólanum þó hún sofi kanski í tvo tíma af tímanum sem hún er á leikskólanum er æðislegt.  Jújú hún er alveg þreytt yfir daginn og þyrfti að taka sér tvo lúra en þá er allt annað að sjá barnið og þá líka léttir svo mikið yfir manni.  Líðan mín eltir alfarið líðan hennar Þuríar minnar, þannig mér líður betur núna en tvær síðustu vikur sem er æðislegt.

Hjá Dísunni var æðislegt, ekkert stress bara rólegheit og gaman.  Að sjálfsögðu var regnhlífin keypt og fótboltabúningurinn sem er þvílíkt að slá í gegn á heimilinu, ohh mæ god hvað þær voru ánægðar með þetta.  Oddný Erla er sveiflandi regnhlífinni um alla íbúð og er að leika Skoppu og Skrítlu og Þuríður mín hleypur um alla íbúð og bíður eftir því að strákarnir (Ari Steinn og Sindri Snær) bjóði henni með sér á æfingu eheh. Bara fyndnar!!

Annars langaði  mig að nefna að ég er alfarið búin að loka heimasíðu krakkana þar að segja það er engin með lykilorð og ég veit ekki hvað ég ætla að gera með þessa síðu.  Þegar ég breytti síðast um lykilorð var ég að vonast til að ég þyrfti ALDREI að gera það aftur því ég hélt að ég gæti treyst fólkinu sem fengi það en það væri ekki niðrí kringlu að dreifa því.  Ástæðan fyrir því að ég lokaði síðunni fyrst var alvarleg sem ég ætla ekkert að fara nánar útí, ég ætlaði mér aldrei að loka henni alveg því mér fannst gaman að fá pepp frá ykkur en bara hafa myndasíðuna lokaða.  En eftir að ég lokaði henni langaði mig þá að hafa hana bara opna fyrir vini, ættingja og fólk sem tengist okkur á annan hátt því þar ætlaði ég líka að skrifa eitthvað sem mig langaði ekki að skrifa fyrir alla. 

Ég ætlaði að fara skrifa inná hana afhverju ég þurfti að loka henni en bara fyrir fólkið "mitt" en þá tók ég eftir því að það er bara búið að vera dreifa lykilorðinu sem ég er ekki að fíla, ég hélt að ég gæti treyst fólki fyrir þessum "litla" hlut.  Þegar fólk biður mig um eitthvað þá er hægt að treysta mér 150% hvort sem það eru stórir eða litlir hlutir þannig ég á frekar erfitt með að hafa hana opna. Kanski mun ég loka henni alveg og senda bara vinum mínum og ættingjum slóðina af nýjustu myndum sem við ætlum kanski bara að hafa hjá símanum?  Ég veit það ekki, hef ekkert ákveðið þannig það þýðir ekkert fyrir ykkur að biðja um lykilorðið allavega ekki fyrr en ég veit hvað ég ætla að gera.  Það geta nefnilega komið viðkvæmar myndir á síðuna sem mig langar ekki að allir sjái og svo finnst mér heldur ekkert fólki koma við hvað við erum að gera og hvernig öll fjölskyldan líti út þó við séum alveg rosalega falleg.Smile

Jújú einhverjir eiga eftir að vera fúlir svona er það bara, það þarf bara einn til, til að skemma fyrir öllum hinum því verr og miður en samt eiginlega helst fyrir mér.

Takk fyrir mig í dag.


Mætt á svæðið

Mætt í sveitina, skrifa fréttir síðar þar sem ég þarf að knúsa litla krulluhaus, stelpurnar farnar á leikskólan og ég farin héðan.

Hasta la vista babes.


Kvedja frá Dísinni

Við systur hofum það ofsalega gott hér hjá Dísinni og fjölskyldu.  Videogláp, nammiát, nudd, snemma að sofa, sofa út, Zzzzzz!!  Sem gengur reyndar misvel eheh er von ad vakna nokkrum sinnum á nóttinni þannig mín vaknar nokkrum sinnum en hef það yndislega gott en hlakka samt til ad hitta liðið mitt annað kvöld.

Kveðja frá Dísinni
Slauga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband