Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
30.12.2007 | 18:14
Komin heim
Þá er stórfjölskyldan mætt í sveitina og búin að hafa það yndislega gott í "hvíldarbústaðnum" hjá styrktarfélaginu. Við gerðum allt og ekkert, sváfum þegar okkur langaði að sofa, börðumst úti í kuldanum, kíktum í pottinn, horfðum á Latabæ, kveiktum á nokkrum stjörnuljósum, las bókina Póstulín sem ég mæli hiklaust með og þið lærið heilmikið af því að lesa hana, spiluðum og slappað bara endlaust vel af. Við öll höfðum svo gott af þessari hvíld, Þuríður mín að sjálfsögðu mest og gat legið í leti alla dagana enda ekki mikil orkukona þessa dagana og það var bara yndislega gott. Við grilluðum að sjálfsögðu, við fengum humar síðasta sumar (jámm síðasta sumar) og ég er búin að passa svo vel uppá gullið mitt ehe eða til gott tækifæris einsog núna síðustu daga og við tókum hann með okkur og fengum la grill humar að hætti Skara. Slurp slurp. Vávh hvað ég elska þennan mat og hvað maður fær hann alltof sjaldan enda ekki fyrir venjulega manneskju að versla sér svona gull. Sem sagt þessi ferð var æði í alla staði, alltaf gott að komast í kyrrðina og helst vera með tærnar útí loftið allan tíman. Æði gæði!!
Þuríður mín Arna er sæmileg þessa dagana, þreytt og sefur dáltið mikið og verður að fá að sofa þegar hún vill og þarf sofa. Hún er t.d. núna að taka sinn annan dúr í dag en svefninn hennar hefur eitthvað verið að aukast síðustu daga, þreytan að segja til sín en vonandi er hún bara að safna orku fyrir nýja árið. En við erum búin að fá flýti á myndatökunum hennar en hún fer í þær 8.janúar, læknarnir gera flest allt sem við biðjum þá um líka bara til að halda okkur góðum og minnka stressið í manni sem hefur verið að "drepa" mann síðustu daga. Ekki þægilegar tilfinningar.
Krakkarnir eða þá aðallega stelpurnar eru svakalega spenntar fyrir morgundeginum, urðu ennþá spenntari þegar við gáfum þeim nokkur stjörnuljós í gærkveldi og vilja sko líka bombur. Sjáum hvað við gerum á morgun, hvort við blæðum ekki í nokkrar litlar bombur handa þeim.
Ætla ekki að hafa neinn áramótapistil fyrir árið, þið vitið hvernig það hefur verið. Algjör rússíbani. Árið er búið að vera hrikalega erfitt, reynt mikið á allar tilfinningar, vissi ekki að það væri hægt að finna svona til í hjartanu. Vonandi verður árið 2008 betra en þetta og það þarf nú ekki mikið til.
Ætla enda á nokkrum myndum af fallegustu börnunum mínum:
Hérna eru systkinin og Eva frænka að bíða spennt eftir að sveinki mæti í sveitina í smá heimsókn á Þorlák.
Systurnar glaðar að fá sveinkana inní stofu á tjattið en samt smá feimnar.
Systkinin á aðfangadagskvöld, þarna eru þau alveg að springa úr spenning að fá að opna alla pakka sína. Bara gaman!
Systkinin hjálpuðust öll að á aðfangadagskvöld við að opna ALLA pakkana alveg sama hver átti að fá hann sem var bara gaman.
Að sjálfsögðu var farið útí snjóinn hérna í sveitinni og búið til eitt stk snjóhús á pallinn. Systurnar skemmtu sér vel við það þá sérstaklega að kíkja í heimsókn inní snjóhúsið einsog hér má sjá.
Læt þessar myndir duga í bili enda þarf ég að sinna hetjunni minni sem er eitthvað svo pirruð og þreytt(var að vakna), ætla að reyna gleðja hana aðeins og leyfa henni að fara í bað. Jámm það þarf ekki mikið til og vonandi hressist hún við það.
Gleðilegt ár kæru lesendur, gangið hægt um gleðinnar dyr á morgun og verið varkár með sprengjurnar en vonandi get ég jú eða Skari sprengt nokkrar bombur fyrir allar hetjurnar okkar á morgun.
Kveðja
Slaugan og fjölskyldan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
26.12.2007 | 09:59
Kastljós annað kvöld
Held að ég fari rétt með en þá verðum við Skari í Kastljósi annað kvöld, eitthvað pínu viðtal við okkur svona ári liðnu viðtal en fyrir ári síðan fórum við í viðtal útaf Þuríði minni þegar hún var að byrja í fyrri geislameðferð sinni og ekki búið að gefa okkur mikla von með hana en hér erum við öll í dag. Ef þið hafið áhuga þá endilega fylgist með annað kvöld.
Við áttum yndislegan aðfangadag, Oddný Erla að tapa sér úr spenning alltaf að segja "oh ég er svo spennt" ehe bara fynndnust. Við sátum ekki lengi við jólamatinn enda þrír litlir grislíngar sem voru farnir að pota aðeins í pakkana en svo sátu þau stillt og prúð og biðu eftir að þeim voru réttir pakkar og svo hjálpuðust þau öll að, opnuðu öll saman alla pakka sem var bara gaman að sjá. Eftir opnun fórum við í heimsókn til Oddnýjar systir og fjölskyldu en þar var mamma, pabbi og Garðar bróðir og hámuðum í okkar besta ís í heimi"mömmu-ís".
Krakkarnir svakalega ánægðir með alla gjafirnar sem voru óteljandi, nenni nú ekki að telja það allt hérna upp en íbúðin er búin að vera í rúst af öllu dótinu sem þau fengu. Bara gaman! En ég skelli nú kanski einhverjum myndum handa ykkur af stemmaranum þetta kvöld. Bara ef þið verðið þæg og góð.
Það hefur verið ofsalega erfitt að pakka niður öllum þessum tilfinningum síðustu daga í pakkann og hafa hann lokaðan, Þuríður mín hefur nefnilega ekki verið einsog hún á að vera því verr og miður. Hún er svakalega þreytt, litla orku í að gera hina og þessa hluti, þegar við höfum farið eitthvað t.d í jólaboð, afmælisveislur þá orkar hún mesta lagi í klukkutíma og þá er hún alveg búin á því vill fara sofa eða fara heim í rólegheit. Hún þolir illa að vera innan um mikið af fólki og þá er það ö-a hávaðinn og svo finnur hún ö-a að hún hefur ekki eins mikla orku og frændssystkin sín sem hún nýtur ekkert svakalega mikið að leika við. Vill helst bara liggja hjá manni og vera í rólegheitum. Við erum núna t.d mæðgurnar bara einar á fótum og klukkan er nú að ganga tíu ehe en það er hún að fíla, liggja bara þéttins fast að mömmu sinni og vera í rólegheitunum að horfa á barnaefnið. Ótrúlega nice hjá okkur tveimur. Reyndar búin að sofa í 12 tíma í nótt og er nývöknuð en gæti farið að sofa aftur. Ekki alveg nógu gott ástandið hjá henni. Mér finnst hún líka farin að sýna meiri lömun sem er ennþá verra og stundum erfiðara að skilja hvað hún segir sem er heldur ekki gott. Mikið svakalega er þetta erfitt, allar tilfinningar fara á fullt og maginn hringsnýst af verkjum. Svona án gríns þá verkjar mig um allan líkamann núna, ég hef aldrei verið jafn hrædd og núna. Vildi óska þess að einhver gæti sagt við mig að þetta er bara ímyndun í mér og þetta verður alltílagi. Æjhi þetta er svo erfitt.
Við fjölskyldan ætlum að fara í sumarbústað í kvöld eða fyrramálið og vera þar milli jól og nýárs, þar fær Þuríður mín að hvíla sig, hún fær að sofa einsog hún vill, engin jólaboð bara við fjölskyldan og svo ætla foreldrar okkar að skipta dögunum á milli sín og njóta þessara daga með okkur. Vávh hvað ég hlakka til, náttbuxurnar verður það allan tíman fyrirutan kuldagallan og sundfötin þegar við förum að leika í snjónu og kíkjum í pottinn bara sem krökkunum finnst skemmtilegast að gera.
Annars er ég að reyna vera spennt fyrir gamlárs en það er með uppáhalds kvöldum hennar Þuríðar minnar, hún elskar þessi ljós og stærstu bomburnar ehe. Ef ég gæti þá væri ég með stóra flugeldasýningu í garðinu hjá mömmu og pabba (en þar verðum við á gamlárs) well ég verð með litla flugeldasýningu eða réttara sagt Skari sem elskar að sprengja thíhí. Að sjálfsögðu kaupum við nokkrar bombur fyrir hetjuna okkar en ég veit ekki hvernig hin munu fíla þetta en Oddný mín var skíthrædd í fyrra og litli íþróttaálfurinn minn hafði lítið vit þannig maður veit ekkert hvernig þau munu taka þessu en vonandi vel annars mun ég líka birgða mig upp af stjörnuljósum handa þeim.
Jámm þetta eru erfiðir dagar, ég á erfitt með að höndla þessa daga en vonandi verða þeir betri. Eigum að hringja í doktorana á morgun, átti kanski að stækka aftur krabbasktammtinn hennar en ég hef litlar líkur á að það verði gert því hún er of slöpp fyrir það, en ég mun ö-a heimta að myndatökur verði gerða fyrr en ákveðið var þar að segja ennþá fyrr því ég hef miklar áhyggjur af hetjunni minni einsog ég sagði hef aldrei verið jafn hrædd einsog ég er núna. Langar að fá myndatökur svo ég gæti bara andað léttar og það væri hægt að segja við mig að þetta væri alltílagi og hætt að hafa þessar áhyggjur? Ohh god hvað mig langar að fá þær fréttir, ég þrái svo að allt verði í lagi. Mér er alveg sama þó Þuríður mín verði aldrei fullkomnlega heilbrigð bara að ég hafi hana hjá mér og æxlið hætt að bögga hana. Bara þessi eina ósk.
Jæja korter liðið síðan ég byrjaði að skrifa og allir komnir á fætur þannig ég ætla að hætta þessu rugli hérna og sinna liðinu mínu.
Knús til ykkar allra.
Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
24.12.2007 | 09:24
Kæru lesendur
Mig langar að óska ykkur gleðilegra jóla, farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir allan þann styrk sem þið hafið veitt okkur, hann er ómetanlegur.
Kveðja úr sveitinni
Áslaug Ósk og fjölskylda
psss.sss smá fréttir af hetjunni minni, þær eru bara góðar þó þreytt sé og hefur lítið úthald en hún stendur sig ofsalega vel. Farin að hlakka til jólanna og þá hlakka ég líka til jólanna einsog allir á heimilinu en sumir eru spenntari en aðrir ehe. Oddný mín er að tapa sér.
Knús til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
23.12.2007 | 10:06
Á morgun
Hérna eru allir að deyja úr spenning fyrir morgundeginum og hádeginum á eftir. Jólasveinarnir eru að koma í heimsókn til okkar á eftir og stelpurnar eru svakalega spenntar en Theodór minn er sko ekki spenntur að fá þá í heimsókn ehe, greyjið litli.
Oddný Erla mín pælir mikið í því hvað hún eigi að fá í jólagjöf, hvort hún fái playmo eða Dóru dúkkuna sem henni langar svo en Þuríður Arna mín pælir lítið í því en upplifir spenninginn í gegnum systir sína sem er bara gaman að sjá.
Oddný er á þessum "afhverju" aldri og spyr mikið og vill svör við öllu þó maður sé búin að svara þá kemur alltaf "afhverju" og það þýðir sko ekkert að segja "ég veit ekki", ótrúleg alveg. Hún fór næstum því að gráta þegar við sögðum henni að Jesús væri dáinn og skilur ekkert í því að við erum að halda jólin því hann er dáinn og átti afmæli á jólunum? Já það er erfitt að útskýra þessa hluti fyrir henni.
krakkarnir allir eru komnir í tæp tveggja vikna frí frá leikskólanum en það verður sko engin leikskóli hjá okkur milli jól og nýárs, ætlum bara að njóta þess að vera saman og gera allt og ekkert. Hanga á náttfötunum, vonandi getum við velt okkur í snjónum og bara sofið þegar okkur langar að sofa. Hlakka mikið til. Ætlum líka að kíkja í sumarbústað um jólin og njóta þess að vera í pottinum og horfa á stjörnurnar.
Við eigum okkar hefðir um jólin, förum t.d. alltaf á Ítalíu að borða á Þorlák með mömmu, pabba, Oddný systir og fjölskyldu og skreytum svo jólatréð um kvöldið þegar við erum búin að kíkja á stressið í kringlunni eða Laugaveginum. Kíkjum í kirkjugarðinn á aðfangadag, borðum möndlugrautinn uppá Skaga í hádeginu, svo förum við heim tökum á móti múttu með pakkana, leyfum krökkunum að setja pakkana undir tréð og svo er bara beðið eftir jólunum eftir jólabaðið. Svona hafa okkar Skara jól verið síðan Þuríður mín kom í heiminn, bara gaman!
Ekkert stress á heimilinu þar að segja til að passa sig að engin ryk séu í hornunum, það skiptir minnstu máli hérna þó við þrífum að sjálfsögðu en þá erum við bara mest hamingjusöm að vera öll saman þessi jól sem við hefðum ekki átt að vera. Best í heimi.
Ætla núna að fara gera ekkert.
Ekkert stress, veriði hress, bless bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
21.12.2007 | 09:22
Tíminn líður hratt
Þegar ég var lítil og var að bíða eftir jólunum þá leið tíminn svo svakalega hægt, það var allt svo lengi að líða og maður var endlaust óþolinmóð, þessi bið var svo erfið. En í dag líður tíminn svo hratt og mér finnst ég eftir að gera svo mikið, dagarnir fljúga frammhjá okkur bara alltof hratt. Ég er ekkert mikið að stressa mig á hlutunum þó mér finnist ég eftir að gera mikið þá finnst mér annað mikilvægara en skrúbba alla skápa hátt og lágt fyrir jólin einsog margir gera. Puuuufffh ekki svo mikilvægt á þessu heimili, vill frekar að börnin mín njóti þess að vera til og sjá hvað þau hlakka til jólana og njóta þess að gera hina og þessa hluti með þeim sem mér finnst mikilvægir og þau skemmtilegir. Þrífa hvað?
Við krakkarnir (samt aðallega stelpurnar á meðan litli íþróttaálfurinn minn horfir á Latabæ) höfum setið á stofugólfinu síðustu kvöld og pakkað inn jólagjöfum, stelpunum finnst það sérstaklega skemmtilegt þannig flestir pakkar eru pakkaðir af 3 og 5 ára stelpum og fíluðu þær það í botn. Ætlið við mæðgur reynum ekki að klára þessa innpökkun í kvöld svo við séum laus við það þó þær væru alveg tilbúnar að gera þetta alla daginn ehe.
Við fórum á okkar þriðja og síðasta jólaball þetta árið hjá styrktarfélaginu og vávh hvað hún Þuríður mín skemmti sér vel, hvað hún var hress og kát. Hún elskar að dansa í kringum jólatré, Oddný Erla var líka að fíla þetta en litli íþróttaálfur var fastur við mömmu sína enda skíthræddur við hólaheinin einsog hann segir sjálfur (jólasveinin). Alltaf gott að fá fast knús þó það sé vegna hræðslu. Þuríður mín stóð sig líka einsog hetja í einu viðtali sem við fórum í, sat stillt og prúð hjá okkur Skara eða þanga til hún fór að gretta sig thíhí, æjhi það var bara finndið því hún er ekki vön að sýna þá hlið á sér. Segi ykkur frá því seinna sko viðtalinu.
Er að fara í enn eina jarðaförina í dag, enn ein hetjan sem tapaði. Þetta er með því erfiðasta sem maður gerir og þær eru búnar að vera alltof margar þetta árið. Megið hugsa fallega til foreldra og aðra ættingja þessa drengs sem tapaði og kveikja á kertum á Þuríðar síðu. Ofsalega getur þetta líf verið ósanngjarnt.
Einsog þið vitið en í haust fékk ég góð fyrirtæki og einstaklinga til að bjóða 10 foreldrum til London og njóta þess að vera til, öllum var boðið útað borða, á fótboltaleik og svo nutu foreldrarnir þess að vera til. Burtu frá öllu og reyndu að hugsa bara um sjálfan sig þá þó það hafi verið erfitt en þá gekk það rosalega vel og engin veikindi rætt í þessari ferð. Hjúkrunarfólkið uppá spítala hjápaði mér að velja foreldrana og allir svakalega ánægðir með þetta og enn er rætt um þessa ferð bæði af foreldrum og starfsfólkinu uppá spítala, þetta heppnaðist svo svakalega vel. Ég ennþá svo þakklát þeim sem gerðu þessa ferð að veruleika enda lifa foreldrarnir ennþá á þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað allir voru þakklátir. Því miður hafa tvennir foreldrar úr þessari ferð misst börnin sín og fleiri eru alvarlega veik, sumar meðferðir hættar og aðrir í óvissu, mjög ósanngjarnt. Megið hugsa fallega til þessara foreldra.
Mig langaði að gera annað svona góðverk um jólin, hafði samband við fyrirtæki en fékk ekkert svar æjhi stundum vill maður fá svar þó það sé neikvætt, bara kurteisi. Reyndar ætlaði ég að gleðja veik börn og systkinin þeirra en því verr og miður gleymast þau svo oft þegar hin eiga bágt en munið það má ekki, þau eiga líka erfitt, þetta tekur miklar meir á þau en ykkur grunar. Sjáið bara Oddnýju mína sem er nú bara þriggja og hálfs og á oft á tíðum svakalega erfitt og er oft einsog versti þunglyndissjúklingur, hún þarf líka á athyglinni að halda sem við erum meðvituð um enda getur þetta líka leitt til erfiðleika þegar þau eldast þannig maður verður líka að passa uppá þau. Já ég hafði samband við fyrirtæki/einstakling í lok nóv en svo veiktist Þuríður mín og þá hafði ég ekki krafta né orku í halda áfram að leita þannig ég verð bara að gera þetta á næsta ári enda stutt til jóla. Gefur manni svo ofsalega mikið.
Við fjölskyldan fengum stærðar pakka í gær og máttum opna hann strax og að sjálfsögðu biðum við ekkert með það ehe enda pakkaóð thíhí og í pakkanum voru nokkrir englar, krakkarnir fengu sinn engil hvert og við Skari fengum einn, vávh hvað þeir voru fallegir og voru settir strax við myndina af Þuríði okkar og biðjum þá að passa hana fyrir okkur og hjálpa henni að komast í gegnum þetta allt saman og trúum því að þeir gera. Þeir eru orðnir ansi margir englarnir sem eru í kringum hana, elska engla. Þessi gjöf hitti beint í mark hjá okkur öllum, takk kærlega fyrir okkur kæri sendandi.
Ætli ég verði ekki að hætta þessu og fara gera eitthvað af viti, orðin alltof löng færsla. Anna Lind ég kem til ykkar eftir áramót í ræktina og vonandi verðuru þá líka því þá verður ekkert lull. (er með nokkrum kellum á morgnanna í ræktinni)
Munið kærleikann og knúsin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.12.2007 | 08:55
Jólafílingur.....
Ég hef ákveðið að pakka niður þessum ömurlega líða ofan í kassa, setja fallegan pappír, festa slaufuna fast og ekki opna hann fyrr en eftir áramót. Þarf að hrista mig aðeins til og reyna fara njóta þessara daga sem eru að koma, það verður erfitt en ég veit að ég mun geta það. Ég er svo mikið jólabarn einsog restin af fjölskyldunni og mig langar að njóta þessara tíma með þeim glöð en ekki með endalausa magapínu, hey ég hef þau öll hjá mér yfir hátíðirnar en það eru ekki allir svo heppnir. Njóta hvers dags alveg í botn.
Þuríður mín Arna fór alltíeinu að borða á sunnudaginn og er farin að safna á sig grömmum sem er æðislegt og þá fór aðeins að lifna yfir minni, hún sefur ekki eins mikið og hún gerði þó hún sé kraftalítil en þá er hún öll að koma til. Ég er farin að finna smá spennu hjá henni útaf jólunum sem er ennþá betra, meira að segja farin að spurja mig hvað við gefum einsog Evu Natalíu frænku sinni og mundi það svo seinna um daginn þegar ég spurði hana. Já mér finnst það mjög merkilegt því hún er ekki vön að spurja svona hluta hvað þá muna eftir þeim, bara best í heimi. Hún er t.d ein af systkinum sínum sem hefur verið að vakna um nótt til að kíkja í skóinn og þá er nú mikið sagt, sýna þann spenning er æðislegt.
Hin tvö eru alveg að deyja úr spenning nema hann Theodór minn vill ekki fá sveinka í heimsókn ehhe, hann verður nefnilega alveg snar og fer allur að skjálfa þegar hann birtist. Greyjið! Samt ætlum við að fá sveinka til okkar hingað í sveitina á Þorlák en það er nú kanski meira gert fyrir stelpurnar enda voða skotnar í honum einsog flest börn. Æjhi það er ótrúlega gaman að sjá hvað þau eru orðin spennt, Oddný Erla mín byrjaði nú að vera spennt í byrjun des ehe og pælir mikið í pökkunum en þetta er allt að koma hjá henni Þuríði minni. Ég verð orðið að læsa herberginu mínu svo Þuríður komist ekki þangað inn eheh einsog í fyrra kom ég að henni uppí rúmi og búin að opna nokkra pakka thíhí og vávh hvað hún var glöð hvað hún var dugleg að opna gjafirnar þannig rétt fyrir jól í fyrra var í því að pakka gjöfum aftur inn. Dóóhh!! Sem betur fer voru þetta bara gjafir sem við ætluðum að gefa en ekki sem þau áttu að fá.
Það er búið að flýta myndatökunum hjá Þuríði minni, þær áttu ekki að verða fyrr en í febrúar því henni hafði liðið svo vel og kom allt svo gott úr síðustu myndatökunum en það er búið að flýta þeim um miðjan janúar og vonandi ekki flýtt en meira. Þeim yrði nefnilega flýtt en meira ef henni færi að líða aftur eitthvað illa eða fengi aftur svona höfuðverkjakast einsog um daginn en ég vona svo heitt og innilega ekki.
Jámm ég hef verið í litlu bloggstuði síðustu daga, ég er bara orðin svo langþreytt en fólk á ö-a erfitt með að skilja það en þá kemur mesti kvíðin og þeytan þegar vel gengur. Þó síðustu þrjár vikur hafa verið mjög erfiðar og tekið mikið á þá er maður aðeins að geta slakað á núna en þá verður líðan manns helmingi verri. Ég hélt að ég væri eitthvað öðruvísi en aðrar mömmu í þessum "bransa" en nei svo er ekki sem betur fer, ég hef nefnilega verið að ræða við nokkrar og þær lýsa þessu alveg eins hjá sér. Skrýtinn heimur! Ég er orðin algjörlega máttlaus af þreytu og kvíða en ég er að fara pakka þessu inn þó það verði erfitt en ég get, ætla og skal.
Það hafa margir beðið mig um að senda sér myndina af mér með geislabaugnum en því miður er ég búin að vera senda nokkrum en mailið mitt höndlar ekki svona sendingar. Annaðhvort fer myndin ekki eða hún fer 10x til sömu manneskjunnar en ég fyllti t.d. mailboxið hjá pabba af sömu myndinni ehe, mailið mitt er eitthvað að klikka allavega með svona myndir að gera þannig ég er að hugsa mig um að birta hana hérna þó ég ætlaði ekki að gera það.
Best að fara pakka þessum ömurlegu tilfinningum í kassa og herða slaufuna vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
17.12.2007 | 21:49
Frestun óskast
Væri alveg til í að fresta jólunum aðeins, er ekki alveg tilbúin. Ég kemst ekki í jólaskap, er að reyna en finn ekki þennan fíling en er samt svo mikið að reyna. Oddný Erla mín svo svakalega spennt að hálfa væri miklu meir en nóg en hin tvö kippa sér ekki mikið upp við þetta. Þuríður Arna mín náttúrlega búin að vera hálfmeðvitundarlaus í rúmar tvær vikur en er öll að koma til en sýnir samt engan spenning kanski er ég að bíða eftir honum og vonandi kemur hann hjá henni. Er að reyna ræða við hana um pakkana sem hún fær, góða matinn sem hún fær, hitta alla í fjölskyldunni en hún kippir sér ekkert upp við þetta og manni finnst það er svo erfitt. Enda er kanski margt annað mikilvægara en allt þetta bara að henni fari að batna og líði sem best og það væri besta jólagjöfin.
Hún byrjaði alltíeinu að borða í gærdag sem var æðislegt og er aðeins hressari en síðustu vikur sem er ennþá betra, erum að fara með hana í tjekk uppá spítala á morgun og vonandi er hún farin að þyngjast þó ég hafi litla trú á því bara að hún hafi ekkert lést svo það þurfi ekki að pína hana meira. Hún er að sjálfsögðu ekki með mikla orku en hún er að koma, ég trúi ekki öðru. Fór meira að segja í leikskólann í dag sem hún hefur ekkert gert mjööööög lengi og ég held að það hafi hresst hana aðeins meira.
Shit hvað þetta tekur á, hvað maður er máttlaus, sársaukinn er svo mikill, hjartað slær tífalt meira en venjulega, kvíðin verður ennþá meiri og hnúturinn í maganum ennþá stærri. Ég hef aldrei verið jafn hrædd einsog ég hef verið síðustu daga, bwaaah! Hnúturinn stækkar og stækkar. Verð viðkvæmari með hverjum deginum, þarf lítið til. Andskotans ljóti kúkalabbi.
Þuríður mín kvaldist dáltið í gær, hún fékk mjög slæman hausverk og grét af sársauka. Fékk verkjastillandi og það dugði frameftir degi eða þanga til seinni partinn þá byrjaði sársaukinn aftur og aftur byrjaði hún að þjást og grét ennþá meira. Þegar maður sér þessar kvalir hjá henni þá vitum við að hún finnur virkilega til því það þarf mikið til, hún þolir endalaust mikið. Andskotans!
Vorum að panta sveinka til að koma til okkar á Þorlák eða öll jarðhæðin hérna í sveitinni (í blokkinni minni) og ég veit að það mun slá í gegn. Stuð stuð stuð!
Verð annars að nefna það en við vorum að skoða myndir frá jólaballi sem við fórum í á laugardaginn og þar var ein mynd af mér dansandi með krökkunum sem er kanski ekki frásögufærandi nema þegar við vorum að skoða myndina betur þá er rosalegur geislabaugur yfir mér á myndinni. Vávh hvað þetta var sérstakt. Þetta var engin skuggi á myndinni eða neitt svoleiðis það var bara einsog að það væri eitthvað yfir mér, mjög sérstakt. Ég ætla ekki að setja þessa mynd inn hérna en ef einhverjum langar að sjá hana get ég sent hana, mjööööög sérstakt.
Púúúffh borðaði svo góðan kvöldmat er ennþá svo södd. Anna Lilja vinkona mín kom og eldaði handa okkur þessa dýrindis Mexíkönskusúpu handa okkur, vávh hvað hún var góð(á meira að segja afgang fyrir okkur á morgun, ekki verra). Slurp slurp. En ég á svo svakalega góðar vinkonur sem koma annað slagið til okkar og elda dýrindis máltíðir handa okkur.
Myndir frá jólaballinu á laugardaginn:
Þuríður mín nýklippt og flott að knúsa sveinka sinn, mikið var hún glöð að hitta hann enda klikkaður sveinki sem var veltandi um öll gólf og Þuríður mín skellihló af honum eheh.
Oddný Erla mín gaf sveinka koss fyrir nammipokann.
Theodór minn var bara kúl á því með dudduna sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
16.12.2007 | 09:17
Þessi ljóti krabbi kúkalabbi
Fékk leiðinlegar fréttir á föstudaginn, enn ein hetjan tapaði baráttunni sinni. Hriklega er erfitt að lifa í þessum heimi. Elsku Eva og Alfreð hugsa mikið til ykkar þessa dagana, ótrúlega erfitt að heyra fréttirnar af hetjunni ykkar. Knús til ykkar beggja.
Ætlaði að blogga alveg heilan helling en er dottin úr gírnum, finnst þessi heimur svo hrikalega erfiður og hvað hann hefur tekið alltof marga einstaklinga frá okkur.
Langar samt að óska Ólöf Ingu (mágkonu) og fjölskyldu til hamingju með nafnið á litla drengnum en hann var nefndur Guðbrandur Ingi sem sagt tengdapabbi fékk nafna (en Inga nafnið er í höfuð á móðirinni) og var hann ótrúlega stolltur en ekki hvað?
Sindri Snær frændi uppáhald á þessu heimili á líka afmæli í dag, 14 ára gaurinn. Til hamingju með daginn elsku Sindri Snær okkar, kíkjum á eftir í heimsókn til að ath hvort það verði ekki eitthvað ætt á boðstólnum
Knús til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.12.2007 | 20:23
Elsku Þvörusleikir
Viltu vera svo vænn að gefa okkur stelpunum gloss í skóinn og Theodóri Playmo. Við ætlum að reyna vera góðir krakkar.
Þínir vinir
Þuríður Arna, Oddný Erla og Theodór Ingi.
Þetta bréf voru stelpurnar að skrifa til þvörusleikis og áttu hugmyndina sjálfar eða réttara sagt Oddný Erla mín og eru að setja í skóinn og vonandi verður sveinki að ósk þeirra.
Höfum ekkert heyrt frá spítalanum í dag og ég er ógeðslega fúl, allir doktorarnir í fríi þar að segja okkur og þeir eru nú ekkert fáir. Allir bara komnir í jólafrí? Þannig við þurfum að bíða framyfir helgi eftir niðurstöðum, grrrrrr!!
Þuríður mín hefur nú borðað alveg heila kleinu í dag og frostpinna og það er nú bara aldeilis mikið hjá henni, æjhi vonandi er þetta í áttina hjá henni. Við erum stanslaust að ota í hana mat en gengur frekar erfiðlega. Hún er aðeins hressari en síðustu tvær vikur, hefur "bara" lagt sig tvisvar í dag sem er nú bara frekar gott.
Hey ég verð nú aðeins að minnast á einkunnir mínar en ég var að fá lokaniðurstöður rétt í þessu, trallalalala!! Smá misskilingur með bókfærsluna ehe en ég fékk nú bara 10 í lokaeinkunn í henni thíhí! Ömurlegt eða þannig. Í tölvum fékk ég 10, stærðfræði 9 og íslenski 6. Bwaaahhh ég er svo hrikalega léleg í þessari íslensku sem ég var að læra að hálfa væri miklu meir en nóg þannig stefnan er kanski ekki sett í að vera ritari Bankastjóra Glitnis ehe þó hann vilji ö-a ólmur fá mig í það starf en þá þarf ég að vera betri í þessari íslensku. Dóóóhh!! Sendi líka mail á kelluna sem sér um brautina sem ég er á og var að ath hvort ég gæti nú kanski bætt við mig í fjármálageiranum sem mig langar að læra þegar ég verð búin með þetta sem ég er að læra eða tekið fleiri greinar á minni braut en í boði eru bara fjórar en bara svona til að flýta útskrift. Ég er bara svo klár. Æjhi kanski yrði það of mikið en þá veit ég líka að mér finnst gott að geta kúplað mig aðeins útur öllu og hugsað um lærdóm og ekkert annað, mér finnst gott að hafa mikið að gera og vera undir smá pressu. Hey maður getur alltaf hætt við einhverjar greinar ef mér finndist það of mikið.
Best að fara leggjast í sófan með tærnar útí loft, jehh right einsog það sé í boði? Kanski eftir svona klukkutíma þegar allir eru sofnaðir og þá mun ég væntanlega leggjast útaf líka er orðin hrikalega þreytt á sál og líkama.
Stelpurnar mínar kátar í prinsessuvagninum í jólatívolíinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.12.2007 | 10:57
Ferðasaga í myndum og fleira
Langaði að skella inn nokkrum myndum frá ferðinni okkar:
Þegar Þuríður mín bað um ís og þá fékk hún ís en verst að það fór ekkert uppí hana. Hún kvartar mikið hvað hún er svöng og biður um hitt og þetta en svo fer ekkert uppí hana þegar maður er búin að finna það til sem hún biður um. Meira að segja uppáhaldið hennar kakómalt fer ekki mikið uppí hennar munn og þá er það orðið slæmt.
Þessi mynd var tekin í Svíþjóð en við ákváðum að skreppa þangað á þriðjudaginn, dagurinn tekin snemma og keyrt yfir til Svíþjóðar og þaðan beint í tívolíið. Alltaf gaman að koma til Svíþjóðar.
Við kíktum í jólatívolíið eftir Svíþjóðarferðina og eyddum hálfum degi þar. Þarna eru fallegustu börnin mín við Rúdólf og leiðinni að hitta sveinka.
Systurnar fengu að sjálfsögðu að hitta jólasveininn í jólatívolíinu og létu hann vita hvað þeim langaði í jólagjöf en þar kemur langur listi til sögunnar eheh. Þuríður mín er ofsalega heit fyrir dúkkum og dúkkufötum og allt sem tengist henni Dóru langar Oddnýju minni í og auðvidað mun Sveinki láta þann draum rætast en ekki hvað? Theodór minn var svo mikil skræfa að hann þorði ekki að tjatta við hann.
Eitt af tækjunum sem þær fóru í og skemmtu sér konunglega, vávh hvað það var gaman að sjá hvað þær voru glaðar og meira að segja hún Þuríður mín brosti breitt á meðan þessu stóð. Yndislegast.
Theodór minn Ingi fékk að fara í hringekjuna og skemmti sér konunglega. Hann er verðandi tívolíkarl einsog systur sínar ehe.
Ætla að enda á þessari mynd af hetjunni minni henni Þuríði Örnu. Hún er eitthvað svo hress að sjá. Hérna er hún komin í "build a bear" búðina í tívolíinu og fékk að velja sér jólakjól á bangsann sinn sem hún var ofsalega kát með.
Fréttir dagsins eru annars þær jú við fórum með hetjuna uppá spítala í gær og vorum svo heppin að hitta jólasveinana en rétt misstum af skemmtuninni en Þuríður mín var svakalega kát að hitta þá en ekki hvað? Hetjan mín er búin að missa 3kg sem er svakalega mikið miða við þennan litla kropp og öll föt hanga utan á henni greyjinu. Ömurlegt. Hún fór í blóðprufur og við fáum útur þeim í dag en það er verið að ath öll gildi hjá henni þar að segja ef hún fer ekkert að borða þá þarf hún að fá sondu og það er ekki það þægilegasta í heimi þannig maður er á fullu að pína í hana mat sem gengur ekki vel því verr og miður en hún borðaði nú samt heila vöfflu hjá mömmu sinni í gær sem er bara met í matargjöf. Vííííí!!
Við vorum farin að hafa áhyggjur að við værum farin að sjá lömun hjá henni (aftur) en vorum að vona að það væri bara ímyndun en svo er ö-a ekki því doktorinn hennar talaði líka um það og svo er hún farin að vera svo völt. Hún fer samt ekki í myndatökur alveg strax því hann vill vona að þetta tengist bara slappleikanum en við vitum ekkert og erum líka ógeðslega hrædd við þetta núna. Myndatökur verða ekki gerðar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku en það á að ath hvernig þetta þróast allt yfir helgina og ath hvort hún fái sér ekki munnbita. Shit hvað þetta er erfitt.
Börnin eru öll heima hjá mér núna enda ógeðslegt veður úti og þá höfum við það bara kósý hérna heima. Þuríður mín er núna sofnuð eftir tveggja tíma vöku og sefur enn, hún vill helst bara liggja fyrir og helst að ég liggi hjá henni en því miður er það ekki alveg í boði þegar allir eru heima og allir þurfa athygli en ég geri mitt besta.
Ég vildi óska þess að við hefðum fengið einn góðan desember eftir að Þuríður mín veiktist en því miður fæ ég ekkert um þetta ráðið. Ömurlegt. Bara endalaus magapína hjá manni.
Í lokin langar mig að óska mágkonu minni og hennar manni hjartanlega til hamingju með litla prinsinn sinn sem kom í heiminn í gær og auðvidað fórum við Skari og kíktum á litla prinsinn sem mig langaði ekki að sleppa, oh mæ hvað hann er fallegur, mjúkur og ilmar svo vel. Kling kling!! ehe!
psssssssss.ssss Takk kærlega fyrir öll fallegu kommentin frá ykkur, ég er nánast orðlaus yfir þeim og svo gaman að lesa þau. Knús til ykkar! Takk líka fyrir öll fallegu e-mailin ykkar, veit ekki hvort ég næ að svara þeim öllum og vonandi verður mér fyrirgefið en batteríin mín eru alveg að klárast og mig langar að eyða þeim í börnin mín og mann. Sorrý.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar