Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 15:59
Þuríður Arna
Þú ert ljósið sem skærast skín
í mínu lífi, elsku stelpan mín
og ég þakka fyrir þig á hverjum degi
og vona, að lengi enn ég njóta þín megi.
Þú ert lítill engill sem mér var sendur
Þú ert ljósið sem skærast skín
í mínu lífi, elsku stelpan mín
og ég þakka fyrir þig á hverjum degi
og vona, að lengi enn ég njóta þín megi.
Þú ert lítill engill sem mér var sendur
svo fullkomin, að mér fallast hendur
Og ég skal gera mitt besta til að sýna þér
að alltaf þú eigir vísan stað í hjarta mér.
Og hjartað slær núna hraðar í mér
Þakka þér Faðir, sem allt sér
Af lotningu ég fyllist er ég lít hana á
stúlkuna sem Hann, lét mig fá.
Og alltaf er ég lít á þig, svo sæt og fín
þá get ég alltaf undrast, að þú ert dóttir mín
Og þú mátt vita, ef vökva tárin kinn
Að alltaf sé opinn faðmur minn.
Ég man ekki alveg eftir hvern þetta ljóð er en mig minnir að það sé eftir systir vinkonu systir minnar, doltið lang sótt en fallegt er það og mér finnst það eiga svo við fallegustu hetjuna mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.5.2007 | 12:18
Myndatökur
Það var ákveðið á fundinum í morgun með læknunum að Þuríður mín fer í næstu myndatökur á þriðjudaginn sem er tveim mánuðum en áætlað var. Það þarf bara að ganga í skugga afhverju henni hefur liðið svona einsog henni hefur liðið síðustu vikur, því ekki er lömunin að aukast og kramparnir ekki sjáanlegir. Enn það gæti verið að henni hefur liðið svona er því hún gæti verið að fá krampa sem við sjáum ekki, hún er ekki að fá kippi með þeim eða hrinur niður og liggur alveg. Hún hefur nefnilega verið að detta mikið og það getur verið að það séu krampar sem hún er að fá og að sjálfsögðu verður hún gjörsamlega búin á því eftir það. Það gæti verið ágæt ástæða og ég vona að það sé "bara" það en ekki meiri stækkun í gangi, ef það sjást engar breytingar í myndatökunum þá fer hún í heilalínurit til að ath hvort það gæti verið ástæðan.
Annars fór hún ekkert á leikskólan í morgun, fórum uppá spítala, var smá þreytt eftir það þannig ég ákvað bara að leyfa henni að dúllast með mömmu sinni og fór með hana í klippingu. Henni finnst ekki leiðinlegt að fá að dúllast svona heima með mömmu og að sjálfsögðu honum Theodóri því þá fær hún líka með meiri athygli en venjulega, bara tvö mömmubörn heima í staðin fyrir þrjú eheh!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 16:29
Knús til Skoppu og Skrítlu
Enn og aftur stórt knús til ykkar Skoppa og Skrítla og ég mæli eindregið með því að þið kaupið þennan disk handa börnunum ykkar, börnin mín allavega dýrka þær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2007 | 12:57
Slöpp :(
Vorum að koma úr vorferð með leikskólanum, fórum í Heiðmörk og þar fengu krakkarnir að njóta sín. Verst að Þuríður mín var ekki alveg í stuði að hlaupa um og vera með læti einsog hinir, hún er frekar slöpp núna og er sofandi. Hún var ekki að njóta sín og lá frekar mikið í fanginu hjá okkur og vildi láta halda á sér en venjulega er hún ekki mikið fyrir það. Það er ofsalega sárt að horfa á hana í þessu ástandi þannig við hringdum í doktorana og við eigum að koma á fund í fyrramálið og þá verður ákveðið með myndatökur. Við viljum nefnilega fá myndatökur sem fyrst vegna þess hvernig henni hefur liði síðustu tvær vikur, eitthvað farin að slappast. Mig langar helst að hætta þessum áhyggjum og líða svona illa og fá gott úr þessum niðurstöðum eða það er hætta á því að mér mun líða hundrað sinnum verr?
Nenni eiginlega ekki að vera hérna inni þannig ég er farin út að leika við hin tvö.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 12:03
:)
Ég fékk góðar fréttir áðan sem ég er í skýjunum yfir en ætla ekkert að segja ykkur þær fyrr en fyrsta lagi á föstudaginn þegar það eru búið að ganga frá þeim. Trallala!! Þær tengjast ekkert Þuríði minni bara sjálfri mér, æjhi ég er svo glöð að hálfa væri miklu meir en nóg. Nei ég er ekki ólétt eheh!
Jú svo var ég að ganga frá leynigestinum "fræga" sem á að koma í afmælið mitt á laugardaginn en þeir fá bara að njóta hans sem koma í stuðið seinna um kvöldið eða eftir hálf níu, oh mæ god!! Það verður sko stuð! Reyndar mikil forföll en maður mátti nú búast við því þar sem sumarið er að koma og allir að þeysast um landið en það verður samt stuuuuuð ég lofa því.
Svo er víst að koma smá viðtal við mig í einu tímariti landsins en þið verðið bara að fylgjast með öllum tímaritum svo þið missið ekki af mér, neinei ég mun láta ykkur vita þegar af því kemur. Lofa! Annaðhvort verður það í júní eða júlí var ekki alveg komið á hreint. Reyndar er ég mjög smeyk við að láta taka viðtal við mig þegar það tengist Þuríði minni og það gerði þetta viðtal meðal annars, en ég veit að þetta viðtal er mjög gott þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur. Oftast eru það fyrirsagnirnar sem ég er smeykust við því það er sölumennskan hjá þessum blöðum sem er að reyna draga fólkið að sér. Það situr nefnilega enn í mér hvað ritstjórinn hjá DV vildi hafa sem fyrirsögn þegar viðtalið kom við okkur Skara í desember síðastliðin, viðtalið var rosalega flott enda treystum við blaðamanninum 150% enda vandaði hún sig mjög vel með viðtalið. Enn svo koma þessir plebbar sem ráða öllu og vilja selja og það var einsog þessi ritstjóri sé ekki með hjarta og eigi ekki börn. Ég hef aldrei verið jafn reið á ævinni og ég ætla bara að láta það flakka hvaða fyrirsögn hann vildi hafa "síðustu jól Þuríðar" já haldiði það sé? Þessi maður er bara aumingi!
Jú Þuríður mín er með illvígan sjúkdóm en við verðum að geta haldið í vonina og trúað á kraftaverk, þó að læknarnir hafi ekki gefið henni langan tíma í viðbót þegar það var greint illkynja æxlið hennar þá viljum við ekki trúað því fyrr en annað kemur í ljós, öðruvísi getum við ekki haldið höfði. Þannig mér fannst þetta frekar illt af ritstjóranum að detta þetta í hug og detta það í hug að við myndum samþykkja þessa fyrirsögn. Döööö!!
Farin útá pall að mála....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.5.2007 | 17:19
Smá fréttir
Langaði bara að segja ykkur það en Þuríður mín var súper hress á laugardaginn, jíha!! Við vorum úti að leika ALLAN daginn og stúlkan rotaðist kl átta en yfir daginn lék hún sér einsog ekkert væri, bara gaman!! Ok hallaði sér aðeins á pallinum undir teppi en það tók bara nokkrar mínútur og dagurinn í gær var þokkalegur, kanski ekki alveg jafn góður en sæmilegur.
Við Skari fórum með börnin í gær uppá Skaga í dekur og við kíktum aðeins í afmæli og fórum útað borða og sváfum út í morgun, ahhh!! Lovely!! Ok að sofa út hjá okkur er til kl níu eheh en við erum út sofin. Ótrúlega nice að skreppa svona aðeins út bara tvö og fara sofa þegar mig langar að fara sofa og vakna þegar ég er orðin útsofin, ekki leiðinlegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2007 | 17:13
Hvað er málið?
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 09:57
Þuríður Arna
Ég hef nú eiginlega bara sömu fréttir og vanalega af henni Þuríði minni, hún er þreytt og ekki alveg með sjálfri sér. Hún er farin að sofa meira yfir daginn og ég er líka farin að leyfa henni það enda ekki hægt annað, hún var eiginlega hætt að leggja sig en það var ekki langur tími því verr og miður. Fer snemma að sofa þó hún sofni tvisvar yfir daginn, ömurleg tilfinning!! Ég er með hjartað í buxunum þessa dagana og er ofsalega kvíðin næstu dögum en í þar næstu viku fer hún aftur í tjekk og ef hún heldur svona áfram þá fer hún strax í myndatökur ég sem var að láta mig dreyma að það væri hægt að geyma það frammí ágúst einsog síðasta plan var.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður viðkvæmur þegar henni fer að líða svona, ég vil helst ekki ræða veikindin hennar því þá brotna ég bara niður(veit ég að þarf ekkert að skammast mín fyrir það en mig langar bara ekki að vera útgrátin allan sólarhringin). Oftast á ég mjög auðvelt með að tala um þau en ekki núna það eru þessir dagar, vildi óska þess að það væri búið að finna lækningu fyrir þessu. Aaaarghh!!
Annars hef ég ekki séð Þuríði mína svona líka glaða lengi einsog hún var í gær, oh mæ god!! Ég fékk nefnilega afmælisgjöf í gær, trallalala!! Já ég veit ég á ekkert afmæli alveg strax en ég fékk hana svo hún myndi nýtast í sumar fyrir mig en ég fékk hjól og barnastól frá fjölskyldunni og ég held að Þuríður mín hafi verið glaðari en ég eheh!! Því að sjálfsögðu byrjaði ég á því að fara í smá hjólreiðatúr og tók öll börnin með en bara eitt í einu eheh, Oddný mín var ekki að fíla þetta hún er með svo lítið hjarta greyjið. "mamma ekki svona hratt", "ekki hjóla svona langt í burtu", "ég er að detta", bara fyndin!! Theodór var eitt bros í framan allan tíman og Þuríður mín skríkti allan tíman sem við hjóluðum þannig næst á dagsskrá er að fara í hjólreiðatúr með Þuríði mína. Það er alveg hrikalega gaman að sjá hana svona glaða og heyra hana skríkja svona, well núna verð ég að bíða eftir að Skari eigi afmæli svo hann geti komið með okkur í hjólreiðatúr hmm verður þá reyndar ekki fyrr en næsta sumar því hann á afmæli í jan. En það var endalaust gaman að fá hjól, hef dreymt um það lengi en lang skemmtilegast að sjá Þuríði mína svona káta.
Stefnt verður í rólega helgi, kanski kíkjum við í "afahús" í dag og leikum okkur þar. Birta bróðurdóttir mín verður með afmæli á morgun, það er svo mikið af afmælum í fjölskyldunni þessar vikurnar. Kanski verða börnin send uppá Skaga annað kvöld í dekur og við höfum það notanlegt hérna heima, aldrei að vita?
Eigið góða helgi kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.5.2007 | 09:08
Það yrði sólskin ef ég fengi að ráða
Ef ég réði um stund þessum heimi.
Ég léti útrýma söknuði og sorg.
Ef lífið væri svo einfalt og ég fengi bara að ráða öllu BARA í einn dag þá væri ég ekki lengi að lækna Þuríði mína og útrýma öllu slæmu, vávh hvað lífið væri yndislegt þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2007 | 10:07
Ennþá orkulaus :/
Þó ég sé orkulaus, andlaus, leið, þreytt og svo lengi mætti telja dreif ég mig samt í ræktina í gær sem ég var sko ekki að meika en ég veit líka alltaf hvað ég hef gott af þessu og líður alltaf aðeins betur eftir hvern tíma. Verst hvað grindin mín er ekki að gera góða hluti og maður áttar sig eiginlega ekki alveg á því hvað ég má gera og ekki gera finn það bara eftir á. Dóóhh!!
Við fórum með Þuríði mína til doktor Ólafs og Sigrúnar hjúkku sem er teimið hennar Þuríðar minnar og það gekk ágætlega en þau vilja fá hana aftur eftir tvær vikur hefði eiginlega átt að vera ein vika en þar sem fólk þarf að fara í sumarfrí þá verður það ekki fyrr en eftir tvær og er alveg sátt við það. Því núna vilja þau fylgjast betur með henni ef henni er að hraka, því ég veit að ef henni heldur áfram að "hraka" (vitum ekki alveg hvað er í gangi9 en þá fer hún að sjálfsögðu í myndatökur í júní það er ekkert beðið með það. Óþarfi að senda hana strax því vonandi eru þetta bara "þessir" dagar einsog koma hjá okkur hinum, erum ekki alltaf jafn hress og kát alla daga og suma mjög þreytt þannig ég krossa bara fingur og vona að svoleiðis er í gangi með Þuríði mína þó ég sé mjög hrædd við hitt.
T.d. gærdagurinn hjá henni var ekkert ofsalega góður, jú stóð sig einsog hetja í leikskólanum og lagði sig ekkert þar en eftir að ég náði í hana var hún eiginlega ekki með sjálfri sér. Tók sér þrjár kríur áður en hún lagði sig alveg en oftast hefur dugað henni að fá sér eina kríu ef hún nær ekki að sofna á leikskólanum og svo hefur hún verið hress eftir það en það dugði henni því verr og miður ekki í gær. Eftir að hún sofnaði alveg var ekki möguleiki að vekja hana en stundum þegar hún sofnar er einsog hún sé algjörlega meðvitundarlaus og ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að leyfa henni að sofa. Með réttu hefði hún átt að sofna ganga tólf í gærkveldi miðavið svefn hennar um daginn en neinei hún var sofnuð fyrir níu og var ekki einsog hún sjálf eftir kvöldmat. Einsog hún væri gangandi í svefni, ofsalega skrýtið að sjá hana í gærkveldi.
Ég myndi ljúga að ykkur ef ég myndi segja við ykkur að ég væri ekki hrædd þessa dagana, ég er ógeðslega hrædd og er ótrúlega viðkvæm. Það er ótrúlega sár hugsun ef henni er að hraka því henni hefur liðið svo vel og hefur staðið sig svo , ég er að reyna hugsa jákvætt og reyni að trúa því að þetta er eitthvað tímabundið. Vona það svo heitt og innilega.
Ég fékk annars þá spurningu á mánudaginn "hvað geriru Áslaug svona til að létta þér lífið og til að halda höfði, hvernig höndlaru þetta?" Hmmm stórt er spurt og ofsalega fátt um svör, það er náttúrlega ekkert annað í boði að en að höndla þessa hluti. Ég get ekkert grafið mig ofan í einhverja holu og vonast til að þetta hafi lagast þegar ég kem upp aftur svo einfalt er þetta ekki, þetta er víst eitthvað það erfiðasta verkefni sem ég hef verið að kljást við. Lífið mitt hefur alltaf verið svo gott hingað til, ekki það sé eitthvað slæmt bara svakalega erfitt að horfa uppá barnið sitt þjást og vita kanski að það eigi ekki framtíðina fyrir sér.
Mér finnst það ofsalega sárt og þá finnst mér heldur ekki geta verið að gera einhverja skemtilega hluti "bara" fyrir mig eða mig og Skara, mér finnst ég þá vera svíkja og vera vond. Ég veit að það er ekki rétt en það er bara svona, ég veit að ég þarf að gera eitthvað meira fyrir sjálfan mig en að fara í ræktina ekki einu sinni þrisvar í viku lengur. En þegar þessi spurning var lögð fyrir mér þá sá ég að væri bara EKKERT að gera en að hugsa um börnin mín sem mér finnst reyndar mikilvægast og svo förum við Skari til útlanda þegar okkur er boðið þangað. Þetta er skömm og synd því ég veit að við eigum góða að sem eru tilbúnir að hjálpa hvenær sem er en samt finnst mér þetta erfitt.
Annars var ég að finna gjafabréf í dekur uppí skáp sem ég var búin að gleyma sem ég ætla að skella mér í á næstu dögum áður en það verður útrunnið eheh. ...og Skari ef þú ert í vandræðum að gefa mér afmælisgjöf ehe þá langar mig í helgarferð í bústað BARA með þér , yrði nú ekki leiðinlegt!!
Í lokin langar mig að senda afmæliskveðju til bestu systir í heimi, well ég nú bara eina systir eheh þannig annað er ekki hægt ehe. Neinei hún er frábær þessi elska, alltaf tilbúin að hjálpa þegar þörf er á. Hmm Oddný það þyrfti nú að skúra yfir gólfið hérna? thíhí!! Allavega elsku Oddný systir hjartanlega til hamingju með daginn, geggjað að Sammi þinn hafi gefið þér hjól í afmælisgjöf hver veit nema einhver gefi mér líka hjól í afmælisgjöf svo við getum hjólað saman.
Knús og kossar til ykkar allra
Slauga sem er að reyna hlakka til 2.júní þegar mín heldur uppá þrítugsafmælið enda búin að fá fínan skemmtikraft í afmælið og á von á góðu fólki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar