Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
23.5.2007 | 20:28
Andlaus
Mér líður einsog allri orku hafi verið sogað úr mér, hef lítið meir um það að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2007 | 21:25
Bloggleysi?
Hef ekkert verið svakalega dugleg að blogga undanfarna daga þá meina ég blogga almennilega um hitt og þetta en samt aðallega þetta og það eru ástæður fyrir því.
Jú í fyrsta lagi hef ég lítið að segja og ég nenni ekki að blogga um EKKERT eða þar að segja að segja ykkur frá því hvernig dagurinn var hjá mér og mínum, frekar leiðinlegt blogg.
Öðru lagi þá er það hún Þuríður mín, jú einsog ég hef oft sagt áður þá fer líðan mín allt eftir Þuríðar minnar líðan og þegar henni líður ekkert of vel þá líður mér enn verr þar að segja andlega. Ég hef ekki hugmynd um hvernig Þuríði minni líður því hún er ekki vön að tjá sig mikið um það þannig maður horfir mest á krafta hennar og styrk sem hefur farið aðeins niður á við síðustu daga. Hef verið að vona síðustu daga að þetta væri einhver paranoia í mér og reyndi sem ekkert að hugsa um það en auðvidað fór þessi hugsun ekkert útí buskan.
Hún er sem sagt farin að þreytast meira síðustu daga, þær hafa tekið eftir því á leikskólanum þó hún sé með krafta í að leika sér með krökkunum enda reynir hún að láta lítið sem ekkert stoppa sig í hlutum sem henni langar að gera en þreytan er farin að segja til sín. Þetta var ekki nein ímyndun í mér því verr og miður því svo fórum við í sjúkraþjálfun í dag og þjálfarinn sá strax að hún var orðin valtari en hún er vön að vera og varð fljótt þreytt í tímanum en undanfarnar vikur hefur hún haft mikla krafta og ekkert látið stoppa sig. Mikil kraftakerling hún Þuríður mín!!
Þannig þessa dagana hefur manni ekkert liðið sérstaklega vel að sjá hana þreytast er ofsalega erfitt og hnúturinn í maganum verður svakalega stór, ég vona svo heitt og innilega að þetta sé eitthvað tímabundið en ekki eitthvað sem er að draga hana niður. Hún er búin að vera svo svakalega hress og þvílíkur styrkur í henni, finnst þetta allavega svakalega erfitt. Hún er aftur farin að þurfa leggja sig á daginn sem hún var nánast hætt og samt sofnuð milli sjö og átta á kvöldin, ohh ég verð svo reið!
Allavega ég veit ekkert hvort ég verð í miklu bloggstuði næstu daga? kanski mun ég hafa mikla þörf fyrir að tjá mig, ég veit það ekki? Mér finnst þetta bara erfitt en við erum að fara með hana á morgun til doktor Ólafs í smá tjekk en ef hún heldur áfram að þreytast enn meira þá munum við heimta myndatökur strax en ég vona svo heitt og innilega að við getum beðið þanga til í ágúst einsog planið var en það var aðal planið ef henni héldi áfram að líða svona "vel".
Farin að leggjast á koddan og kanski kveiki ég á imbanum eða kúri bara með henni Oddnýju minni Erlu sem bíður eftir mér að ég klári hér en hin tvö eru að sjálfsögðu sofnuð en Oddný mín er doltið gömul sál og þarf ekki að fara sofa fyrr en við förum að sofa, þarf óttanlega lítinn svefn miða við að vera bara þriggja ára gömul ehe!!
Langar í lokin að biðja ykkur að kveikja einu kerti fyrir hana Ástu Lovísu ein af hetjunum mínum hér til hliðar en hún þarf svo sannarlega á því að halda þessa dagana. Knús til þín Ásta mín!!
Verið góð við hvort annað og ekki gleyma knúsunum, góða nótt kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.5.2007 | 07:38
Elsku Þuríður Arna okkar!!
Hjartanlegar hamingjuóskir með 5 ára afmælið og að sjálfsögðu færðu prinsessuköku tilefni dagsins.
...og að sjálfsögðu kveikjum við á nokkrum ljósum í tilefni dagsins, vonandi heldur þér áfram að líða svona vel. Knús og kossar
Mamma, pabbi, Oddný Erla og Theodór Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
19.5.2007 | 09:06
Fyrir og eftir
Ég ákvað að skella drengnum í sumaklippingu og allar krullur klipptar í burtu, fólk sem sér hann núna fær alveg áfall því ég hafði látið klippa þær í burtu. Hemmhemm þær koma eftir þannig ég hef engar áhyggjur, það er svo gaman að sjá hann núna því hann er miklu meiri gaur en áður, bara gaman!! Hér sjáiði fyrir og eftir myndir af honum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.5.2007 | 16:49
Góður gítarleikari og söngvari óskast?
Takk kærlega fyrir það!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2007 | 19:20
Varð fyrir árás í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2007 | 21:35
Lífshamingja
Lifðu í núinu. Fjöldi fólks frestar hamingjunni. Það puðar og puðar og lifir skítalífi í þeirri von að þegar einhverju marki sé náð og þetta eða þetta gerist verði það hamingjusamt. En hvað um daginn í dag, núið? Við vitum aldrei hvað við fáum langan tíma í þessu lífi. Hví þá að lifa eins og við séum á einhverri leikæfingu í stað þess að njóta sjálfs leiksins, hvers augnabliks lífsins? Líttu á hvern dag sem heilt líf í sjálfu sér. Lifnaðu við að morgni og kveddu síðan að kvöldi. Það sem er þarna á milli á að skipuleggja sem afmarkaða heild og lifa eftir því. Núið er allt sem þú átt. Fortíðin er liðin og framtíðin ókomin. Hvað sem þú ert að fást við ættirðu alltaf að reyna að njóta út í æsar hvers augnabliks.
Hláturinn lengir lífið. Fólk hefur jafnvel sigrast á sjúkdómum með því aðallega að hlæja. Það er enginn vafi að hlátur hjálpar þér að losna við neikvæðar tilfinningar. Lærðu að horfast með kímni í augu við vandamálin. Slíkt getur auðgað líf þitt. Horfðu á gamanmyndir, og lestu fyndnar bækur. Hafðu augu og eyru opin fyrir öllu því skemmtilega í kringum þig. Snúðu þér af fullri alvöru að gamanseminni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2007 | 19:20
Gott veður
Þegar það er svona gott veður þá ekki búast við bloggið frá mér, ég og krakkarnir erum búin að leika okkur á pallinum frá því ég náði í stelpurnar á leikskólann en að sjálfsögðu næ ég í þær fyrr þegar við getum leikið okkur á pallinum og sólað okkur þar. Þuríður mín er líka gjörsamlega rotuð uppí rúmi og klukkan rétt sjö, Theodór minn er á útopnu því hann er svo þreyttur eftir daginn en sá drengur má ekki fara sofa fyrr en eftir átta svo hann verði ekki vaknaður kl fimm í fyrramáli en þó hún Oddný Erla sé súper þreytt fer hún sko ekki að sofa fyrr en foreldrar hennar leggjast uppí rúm ehe. Stundum heldur hún að hún sé orðin fullorðinn og nennir sko ekki að eyða tímanum í að sofa þegar hún getur verið að leika inní herbergi í lego, playmo eða með Kristín Amelíu sína (það er dúkkan hennar).
Annars er Theodór minn farinn að segja ansi mörg orð, hermir eftir öðru hverju orði sem ég segi thíhí!! Hann er ennþá sami mömmukarlinn ég má ekki skreppa inní herbergi þá verður hann alveg trítilóður, mikið verður gott fyrir hann að komast á leikskólann í haust eða nánartiltekið 16.ágúst en þá byrjar drengurinn í aðlögun. Bara gaman!!
Í næstu viku fer Þuríður mín Arna í tjekk hjá Doktor Ólafi og sá verður hissa hvað hún er spúper hress, oh mæ god!! Þessi stúlka hafði ekki svona mikla orku í að leika sér allan daginn án þess að fá sér smá blund yfir daginn fyrir áramót, ohhh neih!! Hún hefði þurft ða leggja tvisvar yfir daginn og kanski náð að leika sér í klukkutíma þvílíkur munur á hetjunni minni og vonandi endist þetta endalaust lengi núna er hún allavega næstum því einsog fimm ára barn í orku, hibbhibbhúrrey!!
Einsog ég sagði þegar það er svona gott veður þá nennir mín sko ekki að hanga mikið í tölvunni, þá verður það sko pallurinn sem kallar. Ótrúlega spennt fyrir sumrinu og fá að spóka mig í sólinni með körkkunum, nennti ekki einu sinni að fara í ræktina í dag (dóhh) langaði bara að vera úti að leika með krökkunum.
Bæjó en í bili þó....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2007 | 18:02
Breytingar á síðunni
Var að bæta við upplýsingum á síðuna þar að segja ef þið klikkið á mynda af mér og Theodóri hér til hliðar getiði lesið allt um veikindi hetjunnar minnar Þuríðar og ég reyni að uppfæra þær upplýsingar nokkra mánaða fresti. (hef verið frekar löt við það síðustu mánuði.)
Helgin annars búin að vera æði, óvissuferð gæranna í gær sem ég var að sjálfsögðu að skipuleggja ásamt Viggu vinkonu. Við fórum í gömlu Viðeyjarferjuna og ætluðum að "rúnta" á henni um sundin og veiða en þar sem það var ömurlegt í sjóinn og frekar skerí á tíma ákváðum við á síðustu stundu bara að skreppa yfir í Viðey, rölta um, borða nesti, kíkja í kirkjuna og sitja og tjatta sem var æði. Keyrðum svo yfir í eina sólbaðsstofu bæjarins og skelltum okkur í pottinn og höfðum það notó þar og enduðum svo í eurovisionpartýi hér í sveitinni og farið í Sing star og sumir voru óðari í mígrafóninn en aðrir eheh!! Ég fór ekki í bæinn með stelpunum lok kvölds, svona er að verða þrídug ehe nei nei ég fékk svo heiftarlega magapínu þannig mín var bara róleg þannig það ekki leiðinlegt að hlæja að hinum ehhehe!! Bara gaman og takk fyrir daginn stelpur hlakka til næstu óvissuferðar eftir ár.
Það hafa ofsalega margir verið að spurja mig hvort ég ætla í nám í haust eða hvað ég ætli að gera, jú ég er búin að skrá mig í nám og "borga" þannig það er staðfest en ég mun samt "bara" fara í fjarnám því þá hef ég líka möguleika að vinna kanski með ef það verður í boði í haust. Ég hefði heldur ekki getað skráð mig í dagnám þar sem það kemur ekki á hreint strax hvort það verði samþykkt að Þuríður mín fái aðstoð í átta tíma á leikskólanum en hún er með sex tíma. Ofsalega asnalegt kerfi að geta ekki samþykkt að börn fái ekki aðstoð einsog þau þurfa en svona er þetta bara það er alltaf sparnaður í kerfinu og ég veit að þetta á bara eftir að versna þegar Þuríður mín fer í skóla. Ég hreinlega bara skil þetta ekki? Ég veit að þetta eru ekki leikskólanum að kenna enda gera þau allt sem þau geta til að láta þetta vera samþykkt en sparnaðurinn er ofarlega í öllu svona og svo er líka erfitt að fá starfsfólk í stöður á leikskóla. Such is life!!
Svo held ég líka að ég þurfi að gefa Þuríði minni smá séns með veikindin sín áður en ég fer að ákveða eitthvað stórtækt allavega frammað áramótum, veit aldrei hvernig veikindin hennar þróast. Þó hún sé mjög góða þessa mánuðina þá veit ég aldrei hvernig hún verður á morgun? Má ekki flýta mér of hratt en hef allavega ákveðið að fara í fjarnám sem ég er svakalega spennt fyrir og fæ alveg fiðring í magan að hugsa um það, loksins að fara gera eitthvað BARA fyrir mig. Víííí!!
Læt þetta duga í bili börnin kalla, Skari í brjálaðri vinnu útí garði að gera fínt fyrir okkur .
Þanga til næst......
Bloggar | Breytt 14.5.2007 kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar