Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Eiki bleiki

Í hverju einasta bloggi sem ég hef farið inná í dag hefur BARA verið blogga eurovision pjúrovision, við Íslendingar fáum ekki nóg af því að velta þessari keppni fyrir okkur og afhverju komumst við ekki áfram og blablabla en ég nenni því nú ekki.  Ég veit allavega það verður ö-a ekki mikið horft á eurovision-partýinu á morgun þannig Sing star verður dregið upp og við stelpurnar munum æra alla grannana mína eheh, greyjið þeir!!  Held samt að ég muni láta mér duga að hlæja að stelpunum en læt þær ekki hlæja að mér eheh!!  Hlakka endalaust til morgundagsins og mér er alveg sama þó Eiki bleiki hafi ekki komist áfram þá verður líka hundleiðinlegt að fylgjast með keppninni.  Allt prump lög!!

Helgin alveg pakkfull af skemmtun t.d. að kjósa sem mér finnst reyndar alveg hundleiðinlegt því mér gæti ekki verið meira sama um pólitík, engin stendur við neitt sem þeir segja þannig þá er líka bara best að skila auðu.  Ég er ekki alveg að nenna fara kjósa en ég er neydd til þess og þá verður líka blaðið mitt autt en einu flokkarnir sem vilja gera eitthvað fyrir langveik börn sem stendur mér næst eru Vinstri grænir og Samfylking en hinir segja bara "jájá" við öllum spurningunum sínum í einni könnun sem var gerð fyrir þá og Sjálfstæðismenn sem ég hélt að væru "mínir" menn hafa bara allt á "hold" með langveik börn að gera eða allt í biðstöðu.   .....eða þeir eru svakalega ánægðir með nýju lögin sem þeir settu 1.janúar 2006 sem ég gæti ælt yfir, þessu lög gerðu ekkert fyrir mína fjölskyldu þar sem við vorum svo "óheppin" að okkar barn veiktist rúmu ári of snemma og þá eigum við ekki þessi réttindi og eigum þá bara að lifa á loftinu eða góða fólkinu í kringum okkar. Aaaargghh!!  Mig langar að öskra yfir þessa karla/konur, eins gott að Siv Friðleifs mætti ekki hingað með rós og það var Skari sem tók á móti Merði Árnasyni.   Allavega ég ætla á morgun og skila auðu, takk fyrir það!!

Jú ég er að fara í óvissuferð á morgun, grilla með gærunum, kanski djamma smá veitiggi? ...og svo fer sunnudagurinn í barnaæfmli og hvíla sig framað hádegi.

Engin meiri til að skrifa þar sem við erum á leiðinni á opið hús á leikskólann
Góða helgi kæru vinir og gangið hægt um gleðinnar dyr.


Farin að kvarta :(

Þuríður mín hefur kvartað doltið þessa vikuna undan hausverk sem er ótrúlega erfitt að heyra hana kvarta yfir því þá verð ég líka svo hrædd við að það sé eitthvað að gerast þarna hjá henni.  Jú henni líður "vel" (annars veit ég ekkert hvernig henni líður en hún sýnir allavega ekki að hún sé að þjást eitthvað) og maður reynir að horfa bara í það en þegar hún fer að kvarta er ekki annað hægt en að fá hnút í magan.

Reyndar sýndi hún mjög skemtilegan hlut í gær en einsog flestir vita þá hefur ekki mikla krafta í líkamanum og hefur ekki getað neitt sem tekur á t.d. að fara uppí efri koju þeirra systra.  Alltaf hef ég þurft að ýta undir rassinn hennar eða lyfta henni upp þegar henni langar að vera hjá systir sinni í efri koju og hjálpa henni svo niður því hún hefur aldrei haft neina krafta í þetta en svo gerðist skemtilegt kraftaverk í gærLoL.  Alltíeinu byrjar Oddný Erla að öskra "mamma Þuríður komst alveg sjálf uppí koju" hún var sjálf ótrúlega hissa enda veit hún alveg hvað Þuríður hefur getað gert.  Ég að sjálfsögðu hljóp inní herbergi því ég trúði þessu eiginlega ekki en svo var mín bara komin í þá efri og ótrúlega stollt af sjálfri sér og það var ég svo innilega líka.  Oh mæ god hvað það var gaman að sjá þetta en það eru þessi "smáatriði" sem eru reyndar ekkert smá hjá okkur sem hjálpar manni að halda sensi þó hún sé farin að kvarta og að sjá fimm ára gamalt barnið sitt hjóla í fyrsta sinn er þvílíkur draumur í dós þó að börn séu löngu farin að hjóla fyrir þann aldur ef þau eru heilbrigð þá er það bara yndislegast. 

Hún er allt önnur manneskja en hún var fyrir áramót og ég vona svo sannarlega að hetjan mín fái að fara í seinni geislameðferðina sína í des.  Ég einmitt spurði læknana okkar hvort hún gæti einhverntíman aftur farið aftur í lyfjameðferð sem hún var búin að vera í þrjá mánuði þegar hún þurfti að hætta en þá eru þeir ekki bjartsýnir á það en þeir útiloka samt ekkertWink.  Vona svo sannarlega að hún geti farið í meiri meðferðir og stærsti draumurinn að hún gæti fengið að fara í aðra aðgerð sem er reyndar það ólíklegasta en ég vona það samt. 

Annars er skemtileg helgi framundan er búin að vera undirbúa óvissuferðir fyrir "gærurnar" sem eru stelpurnar úr badmintoninu í "old days" ehe en í hana ætlum við að fara í laugardaginn og enda svo í grilli hérna í sveitinni og horfa á eurovision sem verður ekki leiðinlegt þannig það er eiginlega eins gott að Eiki rauðhaus komist áfram annars verður þetta ekki eins skemtilegt.  Well þá verður bara sing star tekið upp og við förum að æra grannana mína eheh, bara gaman!!   Hlakka bara til!!

Verð víst að fara finna mig til, er á leiðinni í mollið með Oddnýju syst. Stúlkan var að klára prófin í gær og ætlar að ath hvort hún finni ekki einhverjar tuskur á sig og kanski ég ath hvort ég finni líka eitthvað á mig?  Er ekki sú duglegast á svæðinu að kaupa mér föt, finn aldrei neitt sem ég fíla eða fíla mig íBlush.


Gjöfin

Ég fékk þetta mail sem ég ætla að birta frá einni "net-vinkonu minni", gjörið svo vel:

Áfallið er þungt en i því felst gjöf.  Ég veit að ég tek sterkt til orða, jafnvel harkalega, en sannleikurinn er sá að aðeins vitundin um dauðann gerir okkur ljóst hvað lífið er í raun og sann.  Þegar þú stendur á brúninni og hugleiðir stórfengleika þess þá veistu í raun hvert gildi það hefur fyrir þig.  Og aðeins af brúninni færðu séð það allt – þarna blasir það við, jafn skelfilegt og það er fagurt.

Sum okkar koma að brúninni snemma, önnur seint; sum okkar munu koma alveg fram á brúnina og hörfa margsinnis til baka, en á endanum er það ekki okkar að velja.  Á endanum verður hvert og eitt okkar að taka flugið.

Ég hef lært að nema staðar af og til og íhuga hvað mér þætti um líf mitt ef ég ætti að deyja á morgun.  Það kann að hljóma undarlega en mér finnst það gott vegna þess að það heldur mér í snertingu við einhvers konar sannleika.  Það hefur kennt mér að það sem ég sé eftir er það sem ég lét ógert – orð sem ég sagði ekki og tækifæri sem ég lét ganga mér úr greipum.  Að sjá brúninni bregða fyrir er áminning um þann fjársjóð sem lífið er.

Það er erfitt að fara alveg niður á botn gjárinnar, vegna þess að þú getur í rauninni aðeins farið þangað einsömul.  En ef þú neyddist ekki til að fara myndirðu aldrei komast að því hversu mun bjartar stjörnurnar skína þar niðri, hversu mun nær þær virðast þegar myrkrið er algjört.  Haltu fast í sýn þína á stjörnurnar.  Það er gjöf.  Gráttu eins mikið og þú þarft, talaðu við fólk eins mikið og þú þarft og vertu hljóð og róleg þegar þér líður þannig.  Láttu engan segja þér að þú skulir örvænta eða örvænta ekki.  Þú getur ekki brugðist við á rangan hátt.  Mundu bara eftir stjörnunum.  Þær eru þínar.


Vera á launaskrá hjá Morgunblaðinu :)

Ég held að ég þurfi að sækja um að vera á launaskrá hjá Morgunblaðinu og gerast blaðamaður hjá þeim ehe, ég er nefnilega með næstum því vikulegan pistil af blogginu mínu í Morgunblaðinu.  Haldiði það sé!!  Ég er alltaf innan þessa alþingis-, blaða-,sjónvarpsmenn og svo lengi mætti telja og svo kemur einhver Áslaug Ósk Hinriksdóttir sem mér finnst frekar fyndið, thíhí!!  Verst að ég er svo léleg í íslenskunni þannig ég gæti aldrei orðið blaðamaður dóóhh en það er víst samt eitthvað sem heillar þá að birta svona oft bloggið mitt?  Ég hlýt að vera svona falleg því það birtist alltaf mynd af mér og Theodóri með blogginu mínu, hmmm kanski er þetta bara myndin af Theodóri mínum sem er nú ekki verra enda með fallegustu karlmönnum sem ég hef kynnst.  Bara fyndið!!

Fór annars á Spiderman í gær, Erla vinkona gaf mér og Skara frímiða í bíó og að sjálfsögðu nýttum við þá og fórum einsog ég sagði á Spiderman.  Æjhi ég veit eiginlega ekki hvernig mér fannst hún, var búin að sjá eitt og tvö sem mér fannst góðar en þegar þeir eru farnir að gera svona margar framhaldsmyndir þá verða þær svo óraunverulegar og klikkaðar.  Ég hefði reyndar ekkert viljað missa af henni þó ég fari aldrei í bíó en þá hefði ég ö-a tekið hana á video.  En ofsalega var leiðinlegt fólk í bíó eða er ég orðin svona gömul? (kastandi poppi í mann og gargandi einsog einhver börn)  Ég er nottla að nálgast þriðja tuginn sem mér finnst hræðilegast, oh mæ god!!  Var einmitt í samband við einn kennara í gær útaf námi sem mig langar að læra og þá var ég að segja henni hvað ég væri gömul, ég var farin að skrifa þrjátíu en ég gat það ekki ehehe og skrifaði bara tuttugu og níu thíhí!!  Haldiði það sé!!  Hræðilegt að eldast svona hratt þó ég sé ekki svona gömul í andaWink,  ég sem ætlaði að vera búin að eignast öll börnin mín fyrir þrídugt en nei ég verð ekki búin af því , því ég er ekki hætt.  Eitt í viðbót, well reyndar sagði ég fyrir framan alþjóð þegar við Skari vorum í Brúðkaupsþættinum Já að við ætluðum að eignast fimm börn.  Hmmm!!

Best að fara gera eitthvað, veit ekki hvað kanski að halda áfram að velta þessu námi fyrir mér eða næsta hausti?  Veitiggi neitt?  Kanski verður bara bæði nám og vinna?  Finnst svo hrikalega erfitt að reyna ákveða eitthvað fram í tíman, reyni bara að hugsa um daginn í dag.  Tímar breytast þegar maður eignast veikt barn og þá fer maður að hugsa öðruvísi og pæla allt allt öðruvísi í hlutunum.

Munið knúsin.....


Færsla tvö

Bleble veit ekki hvort ég nenni að fara skrifa eitthvað mikið núna, þoli ekki þegar það koma bilanir í kerfin og allt dettur út sem ég var búin að skrifa (og loksins ætlaði ég að koma með langa færslu) og mér finnst alltof mikil vinna þó það sé ekki að skrifa fyrst í word og setja það svo inn.  Bara eintóm leti, jájá ég get sjálfri mér um það kennt að ég nenni ekki að save-a, bleble!!

Reyndar kemur þessi færsla ekkert við þessari sem ég skrifaði í gær talaði um allt annað en allavega ég hef talað um það áður þegar fólk kemur að tali við mig um veikindin hennar Þuríðar minnar.  Jú einsog ég hef oft sagt áður þá finnst mér alls ekki óþægilegt að tala um veikindin hennar það bara hjálpar mér einsog þessi síða, reyndar eru margir mjög feimnir við að spurja mig um hana en þið þurfið þess ALLS EKKI þá bara segi ég það við ykkur ef ég væri ekki í stuði að svara einsog á djömmum. 

Reyndar varð ég ofsalega reið við eina manneskju  (hafði aldrei séð hana áður) þegar við vorum stödd útí Koben á Sálinni (vorum stödd á ballinu) þá kom ég að henni vera ræða um veikindin hennar Þuríðar minnar við Skara og ég hef aldrei verið jafn reið áður.  Ég veit ekkert hvort þessi manneskja les síðuna mína en þarna sagði ég bara stop og hættu nú og strunsaði í burtu, sagði henni smá til syndana að fólk gæti ekki skilið afhverju við færum svona útá lífið reyndum að hafa það gaman og reyna "gleyma" sem getur verið mjög erfitt en þá þurfa alltaf að birtast svona ein og ein manneskja og skemma allt.  Grrrrr!!  Já ég varð reið og sem betur fer strunsaði ég bara í burtu þegar ég var búin að tjá mig um þessi fáu orð.  Aaaaargh ég verð svo reið og pirruð!!

Líka er svo skrýtið þegar fólk er að spurja mig um Þuríði þá þarf það alltaf að telja upp alla sem hafa dáið úr þessum sjúkdómi, er það eitthvað sem mig langar að vita?  "já það eru doltið margir ættingjar eða vinir tengdir fjölskyldunni minni sem hafa dáið úr þessu" haaaaaaalllllóóó er ekki alltílagi?  Einsog um daginn hitti ég eða Skari (skiptir ekki máli hvort okkar) eina manneskju og að sjálfsögðu barst talið um Þuríði mína og það var verið að spurja hvernig henni liði og svona og okkur finnst alveg svakalega gaman að tala um hvað henni líður vel í dag (samt ekki á djamminu takk pent fyrir það) en þá fór þessi ákveðni maður að segja að hann ætti frænku sem greindist með slæmt krabbamein og voru gefnir nokkrir mánuðir en það gerðist kraftaverk.  Ok frábært hugsaði maður með sér (eða Skari eheh) og þetta kraftaverk entist fyrir mánuði síðan en þá dó þessi ákveðna manneskja, döööööö!!  Hún lifði í fjögur ár (minnir mig) eftir að hún hafði greinst en haaaallllóóó þetta er ekki heldur sem manni langar að heyra. 

Jú ég veit um eitt kraftaverk sem átti bara að lifa í nokkra mánuði en í dag er þetta kraftaverk níu ára og það er það sem manni langar að heyra.  Heldur það virkilega að manni langar að heyra um hina og þessa sem deyja akkurat þegar barnið manns er að berjast við sinn sjúkdóm og ekki gefið mörg ár?  Henni líður vel í dag en við vitum ekki hvernig morgundagurinn hennar verður, við lifum bara fyrir daginn í dag, hún gæti farið að krampa á morgun?  Við vitum ekkert en að sjálfsögðu vonum við það besta enda algjört kraftaverk hún Þuríður mín.  Flottust!!

Mig langar í lokin að minnast á að núna eru næstum því þrír mánuðir síðan Þuríður mín fékk síðast krampa reyndar þori ég mjög sjaldan að grobba mig á einhverjum hlutum sem tengist Þuríði minni en ég ætla að gera það núna.  Það eru tvö ár síðan henni leið svona vel síðast en þá var æxlið hennar ekki orðið illkynja, fyrir tveimur árum var hún krampalaus í þrjá mánuði en svo byrjaði það að versna hægt og rólega.  Það eru sem sagt yndislegir tímar hjá henni og maður sér hvað hún þroskast hægt og rólega með hverjum deginum sem líður, það hefur t.d. aldrei gerst að við þurfum eiginlega að hætta láta hana sofa á daginn.  Trallalalala!!  Draumur í dós!!


ands......

Var búin að skrifa laaaaaaaaanga færslu en það kom bilun í kerfið þannig ég er farin í fýlu og nenni ekki að skrifa hana aftur.

KR-ingurinn okkar

Kr-ingur
Þessi mynd var tekin af Þuríði minni sumarið áður en hún veiktist, þarna er KR-ingurinn okkar í útilegi japlandi á ísWink . Laaaaaaaaaang flottust!!

Pælingar

Ég er mikið að pæla í því hvað ég á að gera í haust ef Þuríður mín heldur áfram að vera svona góð einsog hún hefur verið undanfarna rúma tvo mánuði.  Mig er farið að langa að fara gera eitthvað en ég veit samt ekki alveg hvað?  Orðin doltið leið á því að vera svona "ein" allan daginn, búin að vera svoleiðis ansi mörg ár og finnst tími til komin að gera eitthvað í þessu.  Jú ég veit að það getur ekki orðið af því ef henni færi að versna en ég ætla mér ekki að hugsa svoleiðis eða reyna.....

Well reyndar er ég ofsalega hrædd við að ákveða eitthvað því alltaf kemur EF þó ég reyni ekki að hugsa svoleiðis, mig langar ofsalega mikið að fara í skóla í eitt nám sem hefur lengi langað að fara í.  En svo kemur líka "hefur maður efni á því?" hmmm ég hef nú verið frá vinnu í ansi langan tíma þannig það ætti kanski ekki að breyta neinu eða hvað?  Vill líka einhver vinnuveitandi ráða mig í vinnu?  Vill einhver fá konu í vinnu sem á langveikt barn og ég gæti þurft að vera vikum saman frá vinnu?  Hefur einhver skilning á því og samstarfsmenn mínir þolinmæði í svoleiðis? 

Ég hef unnið á stað þar sem var meiri hlutinn var konur en þá átti ég engin börn en ég man hvað þær urðu pirraðar útí hinar þegar börnin voru veik og kanski oft veik og þá þurfti annað foreldrið að sjálfsögðu að vera heima. Ég reyndar pirraði mig aldrei á þessu því ég vissi sjálf að ég gæti einhvern daginn verið í þessari stöðu en vissi þá að sjálfsögðu ekki að ég þyrfti að hætta vinna vegna þess að barnið mitt fengið illvígan sjúkdóm. Ömurlegt!! 

Reyndar hafði mig alltaf dreymt að gera verið heimavinnandi og geta sinnt börnum og heimili en ég vildi stundum óska þess að ég hefði ekki óskað mér þennan draum því hann varð að veruleika en ekki að þeirri ósk sem ég vildi. Ennþá ömurlegra!!

Allavega þá eru miklar pælingar í gangi hvað ég eigi að gera næsta haust og ég veit líka að það væru ekki margir ef einhverrir vinnustaðir sem vildu fá mig í vinnu og þá væri kanski bara betra að fara í skóla og vera með frjálsa mætingu.  Þá get ég bæði reynt að sinna námi og ef eitthvað kæmi uppá útaf henni Þuríði minni eða hin verða veik eða þess háttar.  Þetta eru alltof erfiðar pælingar, er reyndar búin að fylla út umsóknina mína í skólan en þá er bara eftir að senda hana og borga staðfestingargjald.  Aaaaaaaaaaaargghhh!!


paranoid

Það er svo skrýtið en samt ekkert skrýtið en alltaf þegar ég sé að Þuríður mín er óvenju þreytt eða hegðar sér ekki einsog venjulega verður ég svakalega paranoid og hugsa alltaf að núna er henni að fara versna.  Hún var nefnilega svo þreytt á mánudaginn og hegðaði sér eitthvað öðruvísi en vanalega og þá fór hjartað að slá hraðar og ég fann alveg hvað ég fór að skelfa en að sjálfsögðu var þetta bara alltíkei og stúlkan sem hressust en ekki hvað.

Annars er ég svakalega tóm í dag, andlaus, nenni ekki neinu en ætla mér nú samt að mæta í ræktina í kvöld og ath hvernig grindin bregst við.  Ég hef nefnilega ekki verið svakalega dugleg að mæta að undanförnu en það er vegna þess að grindin er eitthvað að gefa sig, það er svona að eignast þrjú börn á fjórum árum og þá þarf eitthvað að gefa sig.  Ég hef reyndar verið sæmileg í vetur og reynt að æfa þrisvar í viku (allavega) en svo alltíeinu núna þarf hún eitthvað að fara kalla á stop, aaaaaaaarghhhh!!  Ég þarf nefnilega alltaf að gera æfingarnar í tímum sem ég á ekkert að vera gera því ég held alltaf að það verði alltíkei enda finn ég kanski ekkert þegar ég er að gera æfingarnar en svo um kvöldið eða daginn eftir labba ég einsog ég sé komin átta mánuði á leið eheh!!

....orðin tóm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband