Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
28.6.2007 | 07:57
Hetjan mín
Þó ég sé KR-ingur og Óskar Skagamaður þá að sjálfsögðu birti ég myndir af Þuríði minni í sínu flotta Skagabúning sem hún er ótrúlega stollt af. Oh mæ god hvað hún var glöð þegar amma Þura gaf henni búninginn ehe, ef hún fengi að ráða svæfi hún í KR eða ÍA búningunum sínum og helst í fótboltaskóm líka en þeir koma síðar ehe.
Flottust og sjáið hvað hún er ánægð með fína búninginn sinn eheh.
Að sjálfsögðu er stúlkan nr.1 og búningurinn merktur henni þannig núna bíður hún eftir samningi hjá Skaganum, þeim hlýtur að vanta liðsauka?
Stelpurnar eru í fríi í leikskólanum í dag, erum að fara í brosbörn á eftir í myndatökur. Erum svakalega spennt fyrir það og líka kvíðin eheh þar sem ég er ekki vissum að þau nenni að stilla sér eitthvað flott upp allavega ekki öll í einu eheh! En ég veit að það verður gaman og ennþá skemmtilegra þegar myndirnar koma í hús. Tralala!!
Fór með litla pung hann Theodór minn (nei ekki Óskar) til læknis í gær því hann fær endalausar sýkingar í eyrun sem stafa víst útaf rörunum sem hann er með. Lækninum leist ekkert á þetta lengur þannig minn maður þurfti að fasta þanga til seinni partinn, beint í svæfingu og rörin tekin. Vonandi mun þetta lagast hjá honum og svefninn kanski lagast hjá honum líka sem væri flottast.
Síðasti golfdagurinn minn í dag, æfingahópurinn minn fer á Örkina í Hveragerði og þar verður lítið mót fyrir okkur. Þetta hefur gengið sæmilega, vindhöggin allavega farin ehe!! Er með þvílíkar harðsperrur í hendinni en mér finnst þetta doltið gaman og væri alveg til í að fara á annað námskeið en maður hefur víst engan tíma í það því verr og miður. Er alveg að fara í sumarfrí og svo byrjar Þuríður mín í geislanum og svo veit ég eiginlega ekki meir?
Þarf víst að sinna börnunum þar sem þau eru búin með morgunmatinn sinn og farin aðeins að púkast hemmhemm!!
Knús á línuna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
27.6.2007 | 09:49
Ætlaði að fara skrifa eitthvað skemmtilegt......
Ég ætlaði að fara skrifa eitthvað skemmtilegt en svo fékk ég hringingu frá Skara mínum sem fór eiginlega alveg með mig. Æjhi finnst þetta svo hrikalega erfitt allt saman, maður lifir í svo miklum rússíbana. Hélt að þetta væri allt uppá við en ég veit eiginlega ekki neitt núna?
Skari var nefnilega að heyra í einni í teyminu okkar Þuríðar með meðferðina hennar og allt sem tengist því, ohh finnst þetta svo erfitt. Æjhi ohh ég veit eigilega ekki hvað ég get sagt nema þetta er allt svo skítt. Þeir eru svo svakalega hræddir við að setja hana í aðra meðferð ok sem ég skil alveg því þetta gæti var í merginn hennar og bara pínt hana meira en útfrá því gæti hún fengið hvítblæði. Ég vil heldur ekki pína hana meira, langar bara að hún njóti þess að vera til. Maður veit ekki hverju maður á að þora? En læknarnir hafa fundað um hana eða næsta skref eftir geislana en það verður ekkert ákveðið hvað verður gert fyrr en eftir þá. Það kæmi væntanlega ekki til greina að fara með hana út og ég veit heldur ekki hvort þeir þori að setja hana í aðra lyfjameðferð? Ég skil þá líka alveg með alla áhættu sem gæti fylgt og ekki viljum við að hún fái hvíblæði líka ofan á allt saman. Aaaargghh!!
Ekki segja mér núna að gera þetta frekar en hitt finnst vont þegar fólk er reyna segja manni hvað maður eigi að gera og eigi ekki að gera, veit að það er vel meint en ég er bara ekki að höndla það núna. Einsog ég sagði finnst mér þetta allt saman SKÍTT!!
Útí annað en rétt áður en Oddný mín Erla fæddist ákváðum við að eignast digitalmyndavél, ég man nú ekki nákvæmlega hvenær en það var í kringum fæðingu hennar. Okkur finnst líka endalaust gaman að taka myndir af börnunum okkar enda mjög dýrmætar minningar og hvað þá fyrir þau þegar þau verða eldri að skoða allar myndirnar af sér. Oft hefur maður heyrt að myndatökur fækki eftir hvað börnin verða eldri og fleiri en það hefur allavega ekki ennþá gerst hjá okkur þeim hefur frekar fjölgað ef eitthvað er. Skari minn var svo að fara yfir myndirnar okkar í gær og hvað haldiði að við erum búin að taka margar myndir af þeim? Á rúmum þremur árum eigum við 20.000 myndir nei ekki 2000 heldur 20.000myndir, takk fyrir!! Eru þið svona dugleg að taka myndir af ykkar börnum, endilega verið það þetta er svo ótrúlega dýrmætt. Fyrsta árið hennar Þuríðar minnar fylltum við þrjú albúm STÓR albúm, okkur finnst líka endlaust gaman að skoða þessar minningar og hvað þá krökkunum að skoða myndir af sér litlum. Þuríður mín elskar að skoða sjálfan sig eheh.
Mæli með því að þið séuð dugleg að taka myndir, ef þið eigið ekki börn þá bara af einhverjum sem ykkur þykir ofsalega vænt um.
Ohh þessi vika hefur verið svo góð en svo fer rússíbaninn niður og það var bara einsog batteríið mitt varð búið, gjörsamlega máttlaus. Ósanngjarnt!! Mikið ætla ég að reyna njóta fríið okkar útí það ysta og gera ALLT sem börnunum langar að gera og ég veit að Þuríði minni mun langa fara í tívolíi, Theodóri langar að borða ís allan tíman en hann er mesti ís karl ever eheh og Oddný mín vill ö-a bara klæðast pilsi og kjólum eheh og fá fínt í hárið. Svo fá þau að busla í sundlauginni og njóta þess að vera til.
Mæli líka með því að þið geri allt sem börnunum ykkar langar að gera í sumarfríinu ykkar, við vitum aldrei hvenær okkar dagur kemur? Tökum einn dag í einu og njótum þess að vera til.
Knús og kossar frá Áslaugu leiðu sem er með tárin í augunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
26.6.2007 | 14:47
Ég feministi, mhohoho!!
Það væri þá einhverntíman ef ég yrði feministi en það hefur víst verið bloggað um mig á einu blogginu hérna á moggablogginu og mér finnst það endalaust finndið. Hvernig gat manninum dottið það í hug?
Hér úr sveitinni er fínt að frétta en svona án gríns þá bý ég í "sveit" en það eru endur og kanínur sem búa hérna í garðinum mínum. Við þurfum ekki lengur að fara útá tjörn sem ég mun reyndar aldrei fyrir mitt litla líf fara aftur en í garðinum mínum get ég leyft krökkunum að gefa öndunum brauð sem þeim finnst ekki leiðinlegt. Reyndar gáfum við kanínunum epli um daginn en nágrannarnir voru ekki glaðir með það, dóóhh!!
Þuríður mín er hress og nýtur sín í botn að leika sér, finnst ekki leiðinlegt að sulla í sundlauginni hérna á pallinum. Læknarnir skilja ekkert í stúlkunni því eina vikuna er hún mjög slöpp og þarf að sofa mikið en næstu viku er hún svona næstum því einsog fimm ára gamalt barn. Þeir segja bara "þetta er bara hún Þuríður" eheh. Hún er ótrúleg stúlkan og ætlar sér greinilega að læknast því einsog um daginn vorum við að leggjast af staði í leikskólan en á mælaborðinu er ég með "fatlaðamerkið" útaf Þuríði minni og þar er mynd af henni sem hún verður alltaf að sjá áður en við leggjum afstað en svo um daginn þegar hún sá myndina sagði hún "mamma þetta er Þuríður þegar hún var lasin". Já hún segist sko ekki vera lasin lengur en á myndinni er hún líka með smá brodda á kollinum en þá var hárið að koma aftur en er að verða að lukkutrölli núna. Hún er ynsilegust þessi stúlka.
Annars vorum við að fá frábæra gjöf en okkur hefur alltaf dreymt um að fara með börnin okkar í "brosbörn" finnst svo hrikalega flottar myndirnar þar. Ég hef aldrei sagt neinum frá því hvað að mig hafi dreymt það lengi en það er svo hrikalega erfitt að fá tíma hjá þeim þannnig ég nennti ekki að hugsa um það lengur og hætta svekkja mig á því að geta ekki farið með þau þangað. Viti menn ég fékk þessa hringingu frá henni Þórunni Evu vinkonu minni en þá langaði henni og mömmu hennar að bjóða okkur að fara með börnin þangað. En mar bara hmmm en hvernig fáum við tíma? En þá hafði Þórunn sent þeim í brosbörnum svo fallegt mail sem þeir gátu ekki hent frá sér og ætla sér að taka okkur svona inná milli á fimmtudagsmorguninn. Oh mæ god hvað ég er spennt að fara með þau þangað. Þannig mig langar að senda stóóóórt knús til hennar og mömmu hennar og þú verður pottþétt með þeim fyrstu að sjá myndirnar Þórunn Eva mín.
Hlakka til að fara í næsta golftíman minn sem verður í kvöld, jíbbíjeij!! Búin að fá mér strípur og orðin blondína en ég var orðin hrikalega um höfuðið. Dóóhh!!
Ætla halda áfram að liggja hérna á pallinum með krökkunum og er gjörsamlega í svitabaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.6.2007 | 20:48
Dekurvika framundan
Dekurvikan mín byrjaði í dag en þessi vika verður algjörlega tileinkuð mér, ég ætla að reyna gera endalaust mikið fyrir sjálfan mig sem ég geri aldrei og mun heldur ekki geta það næstu vikur eða mánuði þar sem ég veit ekki alveg hvernig framhaldið verður hjá Þuríði minni en það verður væntanlega rætt í ágúst eða svo.
Þar sem ég get ekki mætt í ræktina þessar vikurnar vegna kirtlatökunar þá skráði mín sig á golfnámskeið sem byrjaði í dag en það er þessa vikuna en það endar með golfmóti í lok vikunnar, oh boy ég er strax að fara keppa í golfi. Mhúa verður ekki fögur sjón að sjá en sem betur fer mun það fara fram útá landi thíhí!! Ég tók Oddnýju systir með mér og við skemmtum okkur ofsalega vel á fyrsta degi þó það hafi komið nokkur vindhögg og svona en það er bara gaman. Skari vonar líka að ég fái bakteríuna eftir þetta námskeið svo hann geti farið í draumaferðina sína sem er golfferð með konunni. (verður vonandi kanski í ellinni eheh)
Jú svo ætlar mín að skreppa í klippingu og strípur í fyrramálið en það eru ansi margir mánuðir síðan ég leyfði mér það, hmmm ég er orðin einsog reitt hæna. Dóóhh!! Í lok vikunnar ætlar mín svo að fara fá sér neglur, úha!! Veit ekki alveg hvernig ég mun bjarga mér þegar þær koma thíhí, er þessi týpa sem nagar alveg niður í skinn og get ekki hætt. Aaaarghh!! En þetta ætlar mín að leyfa sér að gera fyrir afmælispeningana sem "frúin í Hamborg" gaf sér þar sem ég finn engin föt en vonandi finn ég þau bara í haust, get alveg beðið er hvorteðer ekki vön að hanga í kringlunni að versla mér föt. Þannig í staðin dekra ég við mig, oh mæ god hvað ég er spennt.
Annars er hálsinn að koma til, er farin að borða en get samt ekki alveg öskrað almennilega hemmhemm!! Ekki það að ég þurfi þess nokkurntíman en það er smá sársauki í hálsi en ég er hætt á verkjalyfjum og farin að borða sem er hið besta mál.
Svefninn er samt ekki að sama máli, skil þetta ekki?
Það er miklu léttara yfir mér þessa dagana en það var kanski vegna þess við fengum þessar góðu fréttir á föstudaginn að allri meðferð verði ekki hætt þökk sé Boston. Jú og líka vegna þess að það líður að sumarfríi sem ég hlakka endalaust til og mín ætlar líka að tileinka þessari viku mig. Vávh hvað það verður gaman að gera eitthvað fyrir sjálfan sig þannig næst á dagsskrá verður vika tileinkuð mér og Skara saman :) ...eða helgi, hmm það er reyndar ákveðin helgin sem Þura tengdó ætlar að taka að sér öll börnin, vávh ég hlakka ennþá meira til þeirra helgar heldur en þessara viku.
Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið verið að senda okkur einsog ég hef alltaf sagt þá getiði ekki ímyndað ykkur hvað þær gera mikið fyrir mig.
mússí múss
Slauga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.6.2007 | 14:11
Fréttir frá Boston - varúð laaaaaangt
Jeij ég er með fréttirnar degi á undan áætlun ehe, býst við því að vera svakalega bissý á morgun þannig mín ákvað að skella inn fréttunum í dag. Lucky you!!
Sit hérna útá palli í svitabaði, það er svo hrikalega heitt en er svakalega ánægð með að það komu létt ský fyrir sólina. púffhh!! Krakkarnir eru að busla hérna á pallinum í lítilli sundlaus sem þau fíla í botn aðeins að hita sig upp fyrir sumarfríið. Vorum annars að koma frá Flúðum sem var æði, afi Steini og amma Erla komu í heimsókn til okkar og afi var svo sniðugur að fara niðrí fjöru á Stokkseyri og fór að veiða hornsíli fyrir krakkana sem þau voru að fíla í botn en hornsílin kanski ekki jafn mikið æjæj!!
Allavega svo ég komi að aðal fréttinni eða svona nokkurnveginn, en einsog þið munið í haust þegar æxlið hjá Þuríði minni greindist illkynja var allri lyfjameðferð hætt og þeir hérna heima voru nánast búnir að gefast upp. En við vorum ekki sátt þannig við vildum að þeir sendu mail til læknanna okkar í Boston en þegar við fórum til Boston fyrir einu og hálfu ári "eignuðumst" við þrjá lækna þar. Einn taugasérfræðing útaf flogaköstunum hjá Þuríði minni, skurðlæknir sem gerði aðgerðina hjá henni og að lokum einn krabbameinslæknir sem ákvað með lyfjameðferðina sem hún byrjaði í þegar við komum heim þaðan.
Þannig læknarnir okkar ákváðu þá að senda mail til skurðlæknisins til að ath hvort það væri hægt að gera aðgerð hjá henni en það er aldrei hægt nema það skreppi meira saman æxlið en annars er hún of áhættusöm því hún yrði væntanlega aldrei söm eftir hana eða myndi þurfa lifa á stofnun alla sína ævi sem við myndum ekki sjálf vilja gera þannig við myndum ekki vilja gera henni það. En þeir úti vildu samt ekki gefast upp svona næstum því einsog þeir hérna þess vegna var hún send í geislameðferðina í des sem var "bara" í tvær vikur svo hún ætti inni aðra meðferð sem hefði ekki átt að fara í gang fyrr en í des nk. En einsog þið vitið hefur henni verið flýtt.
Jú hún Þuríður mín er að fara byrja í geislameðferð þann 18.júlí en fer fyrst í myndatökur 16.júlí sem verður mjög fróðlegt að sjá, en læknarnir okkar hérna heima voru búnir að segja við okkur að geislarnir væru engin lækning og það væri það síðasta í þeirra stöðu að gera fyrir hana. Enn einsog alltaf sættum við okkur ekki við það svar þannig við báðum þá að senda mail til krabbameinslækni okkar úti í Boston og við fengum góð svör þaðan.
Þeir vilja ekki heldur gefast upp einsog við, allavega ekki strax. Jíbbíjeij!! Sem eru frábærar fréttir, jú þeir finnst það rétta að senda hana strax í geislameðferðina en þeir vilja líka meira. Tralalalala!! Þeir vilja líka senda hana í aðra lyfjameðferð sem er æði. Það eru eiginlega tvær stöður til þrjár. Einn lyfjakokteill sem þeir kannast við hérna heima en hafa notað við annað krabbamein en heilaæxli, svo er annað sem þeir kannast ekki við en svo er það þriðja og síðasta sem er enn í mótun hjá þeim eða þeir eru með smá tilraun með það. Læknar fara náttúrlega ekkert að prófa eitthvað nema þeir hafi trú á því að það geti hjálpað, það veit ég alveg sérstaklega með þeim bestu í heiminum sem eru staddir á þessum ákveðna spítala í Boston. Takk fyrir!! En það er eitt "vandamál" sem er náttúrlega ekkert vandamál en sú meðferð er bara gerð í Boston og hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt? Jú ef sú meðferð væri ákveðin myndi það þýða að fara til Boston og vera þar í einhvern óákveðin tíma, lyfjameðferðir eru oftast styst í sex mánuði.
En einsog síðasta meðferð hennar Þuríðar minnar hefði átt að standa í 80vikur og henni hefði átt að ljúka núna í júlí en einsog þið vitið var henni hætt eftir fjóra mánuði. Aaaarghh!!
Þetta eru órtúlega góðar fréttir þar sem það eru möguleikar í nýja lyfjameðferð hvort sem hún fara fram hér á landi eða í Boston, okkur er nákvæmlega sama bara að það sé hægt að hjálpa henni eða allavega reyna sitt besta. Þeir vilja ekki gefast upp í Boston einsog þeir ætluðu að gera hér heima sem er æði og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað létti yfir mér þegar við fengum hringinguna á föstudaginn. Það var einsog ég vaknaði til lífsins aftur og varð eitthvað svo spennt og fékk smá sprautu í rassinn. Æði gæði!!
Þetta voru nú góðu fréttirnar sem ég lét ykkur bíða eftir, vonandi héldu þið ekki að hún væri bara læknuð svo gott er það nú ekki en þetta eru samt spennandi og góðar fréttir fyrir okkur fjölskylduna.
Takk fyrir mig í dag og vonandi eigi þið líka yndislegan dag á pallinum einsog við eigum hérna eða áttuð góða helgi einsog við áttum líka.
Knússí mússí.
Slauga
psss.ssss Hér eru myndir af fallegu börnunum mínum sem voru teknar um helgina: Njótið!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
22.6.2007 | 15:06
Góðar fréttir frá Boston
En ég ætla samt ekkert að tala um þær meir í bili eða allavega bíða framyfir helgi þar sem ég hef engan tíma til að skrifa, langaði bara að gera ykkur forvitin.
Bara segja ykkur að við fengum góðar fréttir frá Boston (læknunum hennar Þuríðar) og þar er ekki öll von úti, VIÐ VILJUM MEIRA! Ohh það var svo létt yfir mér þegar við fengum þessar fréttir, sjúbbsjúbbsjarei!!
Sjáumst á mánudag og verið sem forvitnust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.6.2007 | 09:20
Myndir í tilefni dagsins
Við fjölskyldan skruppum í fjölskyldu og húsdýragarðinn í gær og þar hitti Þuríður mín Mikka Ref og Lilla Klifurmús, það var einsog ég hefði verið að hitta Michael Jackson ehe hún var svo glöð að hitta þá.
Theodór Ingi minn var svo svakalega ánægður að hitta hana Evu Natalíu frænku sína að hann var alveg tilbúinn í knúsið. En drengurinn elskar að knúsa sem ég elska líka eheh.
Eva sæta mús elskar líka að fá knús eða gefa þau.
Þuríði fannst geggjað gaman að dansa með Skoppu og Skrítlu og bauð Oddnýju frænku í dans.
Oddný sat bara stjörf og fylgdist með uppáhöldunum Skoppu og Skrítlu
Læt þessar myndir duga handa ykkur í bili, það var sem sagt geggjað stuð í garðinum í gær. Horfa á Skoppu og Skrítlu og Dýrin í Hálsaskógi.
Ætlum í afslöppun í sveitina yfir helgina, fara í pottinn, vonandi verður sól þannig við getum bara legið og sleikt sólina, leika okkur á leikvellinum og svo lengi mætti telja. Mamma og pabbi ætla með okkur þannig það verður ennþá meira dekur hjá krökkunum og þau slást ö-a við afa Hinrik.
Góða helgi kæru lesendur og vonandi njótiði helgarinnar einsog við ætlum að gera.
Knúúúúúúúússssssss!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2007 | 12:35
Þessir dagar....
Þetta eru þessir dagar sem orkan er gjörsamlega farin, oh mæ god! Á ennþá erfitt með að borða, reyni að slurga einhverjum orkudrykkjum í mig en það er ekki að virka því allt sem fer uppí mig skerst í hálsinn minn þannig ég kem ekki miklu niður. Ég sef líka frekar lítið, Theodór minn er ekki að meika það á nóttinni þar sem hann þjáist svo mikið í eyrunum. Hann grætur endalaust mikið, greyjið litli pungurinn minn.
Farin að telja niður dagana þanga til Skari minn fer í frí því þá förum við öll fjölskyldan saman í frí sem ég þrái endalaust mikið sem verður bara slakað á og ekki gert neitt annað.
Júlímánuður á eftir að vera skemmtilegur og erfiður, hlakka mikið til að fara í þetta langþráða frí en svo verður það geislameðferðin hennar Þuríðar minnar sem mun taka á. Þetta mun vera mín "vinna" alfarið og ég veit að það mun taka á, Skari verður að sjálfsögðu að sinna sinni vinnu. Svo eru það náttúrlega hin börnin sem ég þarf líka að sjá um en Oddný mín Erla er búin að panta vera í sumarbústað með ömmu og afa eina viku á meðan þessu stendur þannig þá verður það bara litli pungur. Svæfing á hverjum degi hjá henni þannig þetta mun alltaf taka hálfan daginn því Þuríði minni finnst alltaf svo gott að sofa eheh og sefur alltaf endalaust lengi eftir svona svæfingar. Einsog það er gaman að vera uppá spítala eða þannig.....
Púfffhh ég er bara svo dofin hérna við tölvuna að ég er ekki að meika skrifa en langar samt að segja ykkur að Þuríður mín er hress þessa dagana, nýtur þess í botn að vera til. Ótrúlega dugleg að leika sér, fannst geggjað að hitta Skoppur og Skrítlu í gær uppá spítala og ætlar meir að segja hitta þær aftur í dag í húsdýragarðinum en þangað ætlar stórfjölskyldan að mæta en ekki hvað og hitta dýrin í hálsaskógi líka. Þannig það verður drauma dagur hjá þeim systrum í dag.
Hætt áður en ég fer að bulla eitthvað meira..... knús á línuna
úbbbs næstum því búin að gleyma elskulegu frænku minni og nöfnu henni Áslaugu en mín frábæra frænka er þrítug í dag, hjartanlega til hamingju með daginn elsku besta frænka. Veit að þú ert alveg kaf í vinnu þannig það verður ekki gert mikið tilefni dagsins en hlakka endalaust til þegar þú heldur partýið í haust. Kæru lesendur ef þið eigið leið á Laugarvatn á hótelið þar þá endilega knúsið frænku mína tilefni dagsins veit að hún á eftir að fýla það í botn ...eða ekki eheh!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.6.2007 | 08:55
Góðir dagar hjá Þuríði minni
Þuríður mín er búin að vera ótrúlega hress síðustu daga, hefur ekki hrakað meira, sem er æðislegt. Hún er farin að segja svo mikið af orðum sem hún er ekki vön að segja sem er bara gaman, stundum líður manni þegar maður hlustar á hana að hún er að segja sín fyrstu orð. Jújú hún er nýorðin fimm ára en hún er ekki einsog fimm ára gamalt barn, þessi "eiturlyf" sem hún er að taka seinkar þroskanum hennar en það er bara svo gaman að sjá hvað henni er að fara fram í tali. Yndislegast!
Statusinn á mér er betri í dag en í gær, kanski vegna þess ég er ennþá uppdópuð af lyfjum ég veit það ekki? Er ennþá ekkert farin að sofa en gat fengið mér matarkex í mjólk í morgun sem er skref frammá við, vííí!! Hálsinn er allur að koma til þó ég megi alveg fara sofa, held að þetta sé mest stress í mér vegna Þuríðar þess vegna sef ég ekkert. Ég er líka endalaust þreytt og orka nánast ekki að gera neitt, ofsalegt rugl!! Ætla fara prufa eitthvað af þessu sem þið hafið ráðlagt mér með að gera, búin að fá fullt fullt af mailum með góðum ráðum og vonandi verða ekki einhverjir sárir ef ég svara ekki en mailboxið mitt fyllist jafnóðum og ég tæmi það og ég er ekki alveg að orka svara öllum. Sorrý en mér þykir samt ofsalega vænt um öll þessi mail þó ég svari ekki, knús til ykkar allra.
Ætla að ná í stelpurnar fyrr á leikskólann í dag því það er afmælishátíð uppá Barnaspítala og vinkonur þeirra Skoppa og Skrítla ætla að mæta á svæðið þannig við sleppum því ekki. Þær eru svakalega spenntar að fara með því skilyrði að þær fengju að fara í pilsum eheh, mín má ekki svíkja það og verður að hafa fataskipti uppá leikskóla. Ég meina maður fer ekkert í leikskólafötunum í afmæli að sjálfsögðu fer maður í pilsi, þær eru algjörar.
Kanski ég fari í Kringluna og reyni að eyða einu stk gjafabréfi sem ég fékk í afmælisgjöf, það er bara alltaf svona þegar maður getur og má eyða einhverju í föt þá finnur maður aldrei neitt. Alveg típískt! Kanski ég ímyndi mér bara þegar ég fer í mollið að ég megi ekki kaupa neitt og eigi ekki nein gjafabréf og þá kanski finn ég eitthvað, mhoho! Ég er svo sniðug ...eða ekki?
Afi gamli Árni Theodórsson á afmæli í dag en hann er áttræður í dag og minn ætlar að halda smá veislu í tilefni dagsins og að sjálfsögðu munum við láta sjá okkur nema börnin ætla að tjilla hjá Lindu sinni á meðan sem þeim finnst ekki leiðinlegt og láta strákana dekra við sig eheh. Elski afi til hamingju með daginn og sjáumst hress og kát í kvöld. Stórt knús!
Bið að heilsa ykkur í bili, ég er nefnilega farin að horfa á Skoppu og Skrítlu með litla pung áður en við förum út.
Hasta la vista babes!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.6.2007 | 13:36
Orkulaus
Hef alltaf ætlað að setjast við tölvuna í morgun og langað að skrifa eitthvað skemmtilegt og uppörvandi en bara ekki funndið neitt skemmtilegt að segja frá. Ég er farin að sjá tvöfalt á tölvuskjáinn vegna orkuleysis, vóvh ég get varla pikkað hérna og farin að skjálfa líka. Hvernig getur fólk svelt sig og látið sér líða svona? Ég bara skil það ekki en mín ástæða fyrir engum mat inn fyrir þennan munn er kirtlatakan á miðvikudaginn og hálsinn er ekkert að skána, úffh þurfti að taka mér smá pásu frá skrifum því mér líður þannig einsog það sé að líða yfir mig og allt er tvöfalt í kringum mig. Ég er búin að reyna lifa á frostpinna og súpum síðan á miðvikudag og er komin með ógeð af því núna , mig hryllir við þá hugsun að þurfa á frostpinna til að kæla hálsinn. Ég er að reyna fá mér einhverja orkudrykki en þeir skerast allir svo í hálsinn þannig það er ekki að virka, verð bara verri ef eitthvað er? Allir að segja mér að fá hitt og þetta en verst að það kemst ekkert niður, aaarghh!! Þetta fer vonandi að líða hjá, ég þarf svo á þessari orku að halda.
Sorrý en ég get ekki skrifað meir í dag, ég er hætt að sjá stafina þannig ég læt fylgja mynd af fallegustu feðgunum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar