Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þetta styttist óðum...

Það líður hratt að bumbubúanum, er á 34 viku þannig restin verður ö-a fljót að líða sérstaklega þegar það er mikið að gera og það er MIKIÐ að gera.  Er að rembast við að reyna klára öll verkefnin mín í skólanum fyrir 20.nóv og þá næ ég kanski andanum og verð ö-a skjálfandi á beinunum með  að bíða eftir því og sjá hvort ég nái að útskrifast fyrir jól.  Sem ég að sjálfsögðu mun gera enda mikið brain á ferð og held svo galvösk áfram eftir áramót ...vonandi.

Þuríður mín Arna fór í sitt fyrsta bekkjarsystur afmæli í fyrradag og skemmti sér hrikalega vel, ég fylgdist aðeins með henni úr fjarlægð og það var ótrúlega gaman að sjá hvað bekkjarsystur hennar pössuðu vel uppá hana.  Hjálpa henni við hitt og þetta, kallandi á hana og henni finnst það heldur ekki leiðinlegt.  Það er alveg yndislegt að sjá hvað hún á góðar stelpur að sérstaklega nágrannavinkonur hennar sem passa sérstaklega vel uppá hana og eru alveg yndislegar við hana sem er alveg ómetanlegt bæði fyrir okkur og hana, hún getur alltaf leitað til þeirra og ALLTAF eru þær tilbúnar að hjálpa eða leyfa henni að vera með.  Fær að kíkja í heimsókn til þeirra þó svo að hún sé ekkert endilega að leika við þær en þá eru líka foreldrarnir tilbúnir að leyfa henni að koma og kanski bara fylgjast með matseldinni en hún er mikil áhugamannaeskja um eldamennsku.  Ég meina það væru ekki allir foreldrar tilbúnir að fá barn með illvíga flogaveiki í heimsókn og hún gæti krampað hvenær sem er.  Ég veit alveg hvern ég tek því þegar hún fær krampa þó svo það sé langt síðan síðast hvað þá hvernig annað fólk tæki því sem hefði aldrei séð manneskju í krampa.  Ég veit vel að það tekur á fólkið okkar sem sér hana í fyrsta sinn í krampa og brotnar bara niður sem er bara eðlilegasti hlutur enda er þetta ekki það skemmtilegasta að upplifa.  Gvvuuuð hvað ég er ánægð hvað ég á góða nágranna, ómetanlegt og ekki sjálfgefið.

Í þessari endalausri þreytu, eftirköstum (hjá mér vegna veikinda Þuríðar minnar) og krepputali ákvað ég að skella mér í kringluna og kaupa mér eitt stk kjól.  Án gríns þá hef ég ekki keypt mér eina einustu óléttuflík í þessari óléttu, hef fengið þær gefins og eða bara notað venjuleg föt.  Óléttuföt í dag eru RÁN.  Gvuuuð hvað það var samt góð tilfinning að kaupa sér eitthvað nýtt en þá er ég ekki heldur vön að versla mér neitt á sjálfan mig, vill frekar að börnin mín líti skikkanlega út en ég sjálf.  Ég fékk nett sjokk þegar ég mátaði kjólinn (ekki óléttukjóll hehe)við þennan stóra spegil (á að banna svona spegla haha) því þá fattaði ég hvað ég væri komin með hrikalega HUGE bumbu, oh mæ god!!  Mér hefur alltaf fundist hún bara venjuleg en nei svo er ekki, núna skil ég fólk þegar það er að "nöldra" um hvað bumban mín er stór.  Dæssúss hvað endar þetta?

Áfram með föt en þá var ég að ræða við þær systur í gær hvernig föt þeim langaði fyrir jólin, hvort þær vildu ekki bara vera í buxum (var aðeins að stríða þeim því ég veit að það er ekki þeirra) og ég vissi ekki hvert Oddný mín Erla ætlaði, hún ætlar sko að fá jólakjól haha.  Ég man vel eftir jólunum fyrir tveimur árum þegar hetjan mín Þuríður Arna var í sinni fyrri geislameðferð, uppdópuð af lyfjum, krampandi endalaust og vissi oft ekki á tíma hvað hún héti allavega þá ákvað ég að kaupa "bara" pils fyrir jólin.  Þuríður sem hefði ekki að geta æst sig sem hún er heldur ekki vön að gera varð alveg snar á aðfangadag þegar hún sá að hún ætti ekki að fá kjól "bara" eitthvað lásí pils. haha!!  Eftir þetta hef ég heitið mér því að leyfa þeim bara að ráða og kjólinn skulu þær fá.  Núna verður farið vikulega í kringluna/Smárann og bíð spennt eftir jólafötunum því ég vil ná því flottasta handa flottustu stelpunum mínu um leið og það kemur því annars klárast þetta allt saman.  Ég vil líka bara fara klára undirbúninginn fyrir jólin því ég verð ekki fær í það í byrjun des og ætla líka að slappa endalaust af eftir að bumbubúinn birtist nota bene þá er ég líka búin að kaupa nánast allar jólagj. en því dreifi ég yfir allt árið svo des verði ekki hell.  (Skari minn bara eftir, jíííhhhaaaa!)

....farin í meðgöngusund sem ég veit ekki hvort það sé að gera rassg.... fyrir mig, verð bara verri í grindinni eftir það.


Erfiður mánuður (breytt,neðst)

Það eru nákvæmlega tvö ár síðan við Skari skrifuðum þennan texta hér fyrir neðan eða réttara sagt Skari því ég hafði enga orku né getu að skrifa neitt dagana í kringum þessar fréttir.  Lá gjörsamlega dofin uppí rúmi og grét endalaust mikið.

Þessi mánuður lætur mann rifja upp endalausan erfiðan tíma og sýnir manni líka hvursu mikið kraftaverk ég á og þau gerast.  Ég á flottustu hetjuna sem er endalaust glöð flesta daga alveg sama hvað bjátar á, hafði reyndar ekki orku í það í morgun að labba í skólann með nágrannavinkonu sínum þannig mín að sjálfsögðu keyrði hana ásamt hinum tveimur sem finnst það sko ekki leiðinlegt.  

16.okt'06
Það eru margir búnir að kíkja á síðuna okkar í dag, væntanlega til að fá fréttir úr myndatökunni í síðustu viku.  Höfðum ekki orku í að setjast við tölvuna fyrr en núna - fréttirnar gátu ekki verið verri.

Nú er ljóst að æxlið í höfði Þuríðar er byrjað að stækka og stækkunin frá því í júní er töluverð.  Það þurfti engan sérfræðing til að sjá það þegar myndirnar voru skoðaðar að nú í fyrsta skipti er æxlið byrjað að þrýsta á aðra hluta heilans.  Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að útskýra hvernig mér líður, eða hversu mikið ég á að vera að lýsa þessu hér á netinu.  Við sögðum við læknana í dag að við vildum ekki að það væri verið að fara neitt í kringum hlutina, við vildum að þeir segðu okkur nákvæmlega hvernig staðan væri.  Ég held að það sé best fyrir okkur öll að ég segi ykkur líka nákvæmlega hvernig staðan er.
Nú er í fyrsta skipti farið að tala um að æxlið í höfði Þuríðar minnar sé illkynja.  Læknarnir á barnaspítalanum gefa okkur í raun tvo möguleika, þó það sé reyndar ekki alveg öruggt að annar þeirra sé í raun til staðar.  Sá möguleiki er að Þuríður fari aftur til Boston og í aðgerð, þar sem sá hluti heilans þar sem æxlið er, verði fjarlægður og í slíkri aðgerð yrðu öll tengsl milli heilahvela rofin.  Slík aðgerð væri gríðarlega áhættusöm og líkurnar á að Þuríður kæmi heil úr slíkri aðgerð eru engar.  Líkurnar á að barnið okkar yrði varanlega lamað og ófært um að taka þátt í venjulegu lífi væru yfirgnæfandi - líklega munum við hafa það val að hún fari í svona aðgerð.
Hinn "valkosturinn" er að allri læknandi meðferð væri hætt.  Ef það verður gert mun æxlið halda áfram að stækka og...........   ég hef aldrei heyrt um að fólk hafi lifað það af að vera með illkynja æxli í höfði.

Kæri lesandi!
Ef þér fannst að við hefðum átt að hringja í þig og segja þér frá þessu þá bið ég þig afsökunar - við treystum okkur ekki til að hringja mikið í dag.
Hún Þuríður okkar var ekkert óhressari í dag heldur en aðra síðustu daga, kannski frekar hressari ef eitthvað er. 

.............
Ég veit eiginlega ekki hvað ég get skrifað meira.....................  Maður er soldið tómur þessa stundina, en ég vildi bara láta ykkur vita hvernig staðan er af því að ég veit að þið eruð mörg sem eruð að fylgjast með okkur.

Þið vitið framhaldið af þessari sögu, hetjan mín búin að ganga í gegnum erfiða tíma og það er búið að vera hrikalega erfitt að horfa uppá hana síðustu tvö árin reyndar eru þau að verða fjögur.  Tvær geislameðferðir, lyfjameðferð sem var hætt og töflumeðferð sem var líka hætt en það er ár síðan þeirri meðferð var hætt (í jan'08) en við vitum meira um það framhald í jan nk.

Fólk er líka oft að segja mér hvernig ég eigi að vera og hvernig ég eigi ekki að vera eða réttara sagt haga mér í kringum veikindin hennar.  Leika pollýönu og þess háttar en það er bara hægara sagt en gert, miklu auðveldara að segja það við manneskju og vita ekkert hvað hún sé að ganga í gegnum.  Ég gæti verið í þessum leik ef það væri ég sem væri að berjast fyrir MÍNUM veikindum en að horfa á litla barnið mitt þjást, ég gæti þá reynt að breyta þessu yfir í leik og gert grín að hlutunum en því miður þá get ég það ekki þegar um litla barnið mitt er að ræða.  Sorrý!!  Fer hrikalega í mig þegar fólk útí bæ er að reyna stjórna mínum tilfinningum.
Þetta er erfitt, þetta venst aldrei og verður bara erfiðara með tímanum sérstaklega þegar maður veit ekki hvort hún mun einhverntíman ná bata sem er ekki læknisfræðilega séð en við vitum betur. 

Ætla núna að leggjast aðeins og hvíla mig, orðin endalaust þreytt, blóðlítil og það verra er að ég má ekki taka þau lyf til að hækka blóðið sem er önnur saga.....

Psss.sss
Varð aðeins að bæta við en hetjunni minni líður ekki illa, hún er þreytt sem ætti að vera farið að ganga aðeins tilbaka vegna lyfjaminnkunar eða læknir hennar hefði viljað sjá það og við líka.  En þessi þreyta hjá mér kemur væntanlega vegna blóðleysis og jú þegar það gengur "vel" hjá Þuríði minni þá kemur mesta hræðslan vegna hennar, þeir foreldrar sem hafa verið eða eru í þessum sporum skilja mann.  Erfitt að útskýra....  Hún er ótrúlega hamingjusöm (koma inná milli grát-tímabil) og mjög viljug að læra nýja hluti og farin að spurja mikið sem er ákveðið þrosktastig hjá henni.

Takk í dag.

 


Tóm...

...þessa dagana.

10.okt'06

Þennan dag fyrir tveimur árum fór Þuríður mín í sínar hefðbundnum sneiðmyndatökur, venjulega viljum við fá fréttirnar samdægurs en þarna vorum við búin að ákveða að fara til London og njóta þess að vera saman og fá ekkert að vita fyrr en við kæmum heim.  Nokkrum dögum síðar fengum við með þeim verstu fréttum sem hvert einasta foreldri vill aldrei fá, okkur hefur aldrei liðið jafn illa einsog þessa daga.  Æxlið var búið að breytast í illkynja og henni gefnir nokkrir mánuði en í dag eru liðin tvö ár frá þessum degi og hér erum við ÖLL saman þannig við skulum bara muna "að það eru ekki allir heppnir að vakna heilbrigðir á morgun".  Þökkum fyrir daginn í dag, heilsan okkar er sú dýrmætasta sem við höfum.

Þuríður mín Arna hefur samt ákveðið að "halda" uppá þennan dag með flensu, hún er mjög slöpp og hefur legið algjörlega fyrir.  Ég vona samt að stormið sé ekki að byrja fyrir þennan vetur, síðasti vetur var hrikalega slæmur með heilsu hetju minnar að gera.  Einsog hún var farin að hlakka til að fara í tvö afmæli í dag og ég veit að hún verður ótrúlega fúl á eftir þegar hin tvö fara með pabba sínum í afmæli.  Hún er orðin alltof vön því að hlutir eru teknir af henni samt bara sex ára gömul.

Það var læknaheimsókn á föstudaginn, áfram verður fylgst með fæti hetju minnar og dotkor Óli ætlar að biðja sjúkraþjálfarann að fylgjast vel með þessu og láta hana gera hinar ýmsu æfingar.  Ég hef miklar áhyggjur af henni.  Það voru teknar blóðprufur sem gengu erfiðlega því það var síðast tekið blóð úr brunninum í lok ágúst þannig hann var eitthvað stíflaður.  Í svona sirka korter á meðan hjúkkan "hamaðist" að taka blóð sat Þuríður mín sallaróleg og flautaði.  Úúúúffhh ef þetta væri ég væri ég ekki vissum að ég tæki þessu með svona mikilli ró?  Það er alveg yndislegt að fylgjast með henni þegar doktorarnir eru að sprauta hana, segir ekki orð, geri sig bara reddí með að lyfta bolnum upp og flautar.  Hún þekkir reyndar ekkert annað því verr og miður enda búin að eyða meira en helming ævi sinnar í veikindi.  Það eru tvær vikur eftir að eitt flogalyfið hennar fer alveg út og þá "bara" þrjár tegundir eftir og það verður vonandi hægt að halda áfram að minnka þau í janúar einsog áætlunin segir.  Viljum enga krampa TAKK.

Fórum líka á okkar fyrsta foreldrafund í skólanum hjá henni á föstudaginn, hún er ótrúlega hamingjusöm í skólanum, þó svo að hún sé ekki á sama leveli og jafnaldrar hennar í lærdómi þá er mikill áhugi fyrir því að læra. GÆS GÆS GÆS!!  Það er líka alltaf best í heimi að ná í hana í skólann á hverjum degi, alltaf þegar við erum að labba útí bíl þá heilsa henni svona ca 10 krakkar með nafni á hvaða aldri sem er.  Þannig hálfur skólinn þekkir hana ehhe en hún hefur ekki hugmynd um hvaða lið er að heilsa henni hahaha, hún bara brosir eða horfir "hneyksluð" á þetta lið sem er að heilsa og vill kanski knúsa hana í leiðinni.  En að sjálfsögðu gefur Þuríður mín ÖLLUM knús sem biðja um það og þurfa ekki einu sinni að biðja um það, ég skil alveg þennan fjölda sem laðast svona að henni enda á hún auðvelt með að heilla fólk.  Ótrúlega gott hvað hún er mikil félagsvera og opin.  Ef ykkur vantar knús þá leiti þið bara til Þuríðar minnar þá eru öll vandamál að baki.

Við mægður ætlum sem sagt að hafa það kósý í dag, verst að ég þarf að læra fyrir próf sem ég á að fara í á morgun en það verður nú lítil kökusneið og stressa mig ekki mikið fyrir því.

Munum knúsin....
jol.dk
Stelpurnar farnar að hlakka mikið til jólanna....  oh það verður svooo gaman, lítið jólabarn á leiðinni sem þau eru hrikalega spennt fyrir og perlan mín hún Oddný væri í kringlunni alla daga að versla föt á það ef hún fengi að ráða hehe.

Þessi mynd var tekin af þeim systrum í fyrra í jólatívolíinu í Köben sem okkur var boðið, þó svo að hetjn mín var endalaust slöpp og orkulaus þennan daginn lét hún það ekki stoppa sig og fór í ÖLL tækin sem hún mátti fara í.  Hún lætur ekki svoleiðis "smámuni" stoppa sig ef henni finnst það gaman.


Allt farið til fjandans...

Endalaust krepputal...

Ég hef samt meiri áhyggjur af heilsu hetju minnar en þessu blessaða krepputali, jú við þurfum öll að fá okkar laun en þar sem ég hef verið launalaus síðan hún (fjögur ár) veiktist fyrirutan þessar nokkrar kr sem ég hef fengið í foreldrargreiðslur síðastliðnu 10 mánuði.  Mér væri sama þó svo við þyrftum að búa 30-40fm stúdíóíbúð bara ef hetjan mín væri heilsuhraust og þyrftum að borða núðlur og grjón allar máltíðir.  Gæti ekki verið meira sama þó svo ég hef áhyggur af framhaldinu um áramótin en þá ætla ég ekki að tala um það meira og eyða orku minni bara í að hlúa að börnunum mínum og sjá til þess að þeim líði vel.

Læknaheimsókn á föstudaginn, blóðprufur og sjá hvernig doktor Óla lýst á fótinn hjá hetjunni minni.  Hefur hann líka áhyggjur? ...samt ö-a ekki jafn miklar og ég.  Er þetta einhver lömun sem er að bögga hana eða eitthvað annað?  Aaaarghh!!

systk.
Þau eru bara fallegust börnin mín þrjú sem verða bráðum fjögur, jíííhhaaaa!!

skari.humar
Ætti maður að láta sig dreyma um eitt stk svona í þessu krepputali, well alltíkei að láta sig dreyma.  Slurp slurp!!  Endalaust góður humar.  Skari minn var dáltið svangur en börnunum fannst þetta ekkert girnilegt hehe, fyrst var komið með hann lifandi til okkar sem var frekar ógirnó en hann bragðaðist svona líka vel.


Þuríður mín Arna

Fyrsta skipti í tvö ár heimtaði Þuríður Arna mín á laugardagskvöldið að fá eyrnalokka, hún hefur ekki viljað vera með þá síðan æxlið breyttist í illkynja væntanlega vegna höfuðverkja.  Að sjálfsögðu "rústaði" ég íbúðinni til að leita að eyrnalokkum fyrir hana og fann þá loksins eitt par og hélt að hún myndi kanski vera með þá í hálftíma og biðja mig svo að taka þá en nei aldeilis ekki.  Hún passar þá einsog gull ehe, þegar ég var að þvo henni hárið í gærmorgun þá var sagt við mig "mamma passaðu eyrnalokkana".  Yndislegust!  Hún var svo spennt að fara í skólann í morgun til að geta sýnt stuðningsfulltrúanum sínum þá.  Finnst þetta allavega boða gott að hún vilji vera með þá og skrýtið að það var ekki gróið fyrir götin vegna tveggja ára hlés.

Ég hef samt ennþá meiri áhyggjur af henni, hún var mjög slæm á laugardagskvöldið í fætinum og haltraði mjög mikið og það sást rosalega vel "bara" þegar hún gekk rólega.  Hnúturinn stækkar sérstaklega vegna þess að það er október og tvö ár síðan í þessum mánuði að æxlið var greint illkynja.  Hún er mis slæm/góð þessa dagana í fætinum, stundum er þetta mjög áberandi og stundum sérðu þetta "bara" best þegar hún er að hlaupa.  Well erum að fara hitta doktorinn í þessari viku bæði vegna lyfjamælinga og láta hann skoða hana og ákveða hvort eitthvað verði gert í framhaldinu.  Ég veit sjálf að mér mun ekki líða betur fyrr en hún fer í myndatökur og ég VEIT ef ég heimta það þá fæ ég það og kanski er það líka besta lausnin og fá góðar niðurstöður og líða betur.

Djöh þoli ég ekki að fletta blöðum þessa dagana, hlusta á fréttir eða skrolla yfir www.mbl.is .  Alltaf sömu fréttirnar og maður verður þunglyndur að hlusta/lesa.  Bwaaahh!!  Manni er minnst á þetta slæma ástand alveg sama hvar ég er og á hálftímafresti, ég hef samt meiri áhyggjur að ég fái ekki foreldragreiðslurnar áfram því það getur engin helv... maður lifað á 40.000kr á mánuði.   Er einmitt að standa í þessu umsóknaferli þessa dagana, djöh þoli ég það ekki.  Bwaaahhh!!  Alltof mikill orkuþjófur. 

Það hafa einmitt margir spurt mig hvort ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofi vegna námsins sem ég er í, svarið er NEI.  Ég þarf að vera í 75-100% námi til eiga rétt á því og ég er ekki í svo miklu námi hvað þá að ég gæti það í fjarnámi með alvarlega veikt barn(þó að ég sé þrusu klár).  Þó svo að ég er að taka 14 einingar þá er það ekki nóg, er búin að kanna þetta allt saman. ...og á heldur engan rétt á venjulegu fæðingarorlofi því það er ekki litið á foreldragreiðslur sem laun.  Fólk er líka að segja við okkur að Skari ætti þá bara að taka fæðingarorlofið og finnst það ofsalega sniðug hugmynd, nei það er ekkert svo góð hugmynd, jú launin hans myndi minnka allavega um 20% og hvar á ég að fá laun?  Jú ég gæti kanski bara farið að vinna frá mánaðargömlu/nýfæddu barni eða þannig ekki alveg í boði.  Já einsog margir hafa kommenta hjá mér (eyði því oft út um leið) að við hefðum átt að hugsa útí þetta áður en við ákváðum að fjölga mannkyninu sem mér finnst fáranlegt komment, einsog ég hefði líka átt að hugsa útí þetta þegar ég ákvað að eiga Þuríði mína að ég gæti átt langveikt barn?  Dööööhh!!  Mér er alveg sama hvað fólk kommentar á síðuna mína bara á meðan það snertir ekki börnin mín.  Takk fyrir það!!

Djöh er annars ógeðslegt veður úti, ekta veður sem segir mér að leggjast uppí sófa með tölvuna, læra smotterí, kveikja á kertum og hafa það kósý.  Mmmm já góð hugmynd.
theo.
Hérna er ein af töffaranum mínum honum Theodóri Inga.  Úúúúffhh hann er svo mikill gaur ehe.


Lélegt!

Í gær fékk ég þetta mánaðarblað frá Intersport, þar sá ég auglýstar Didriksen snjóbuxur á tilboði eða þær kostuðu 5900kr ca og svo átti núna að vera 1500kr afsláttur sem mér fannst nú ágætt þar sem hetjunni minni vantaði snjóbuxur og mig munar alveg um þennan pening.  Þannig ég ákvað að skella mér á þetta tilboð í morgun, fór í Intersport við Húsasmiðjuna og ætlaði að versla eitt stk snjóbuxur og gleðja hetjuna mína.  Úúúffh hefði orðið svoooo glöð!  Þegar ég kem inní búðina sé ég þrennar buxur hangandi á slá og þar er auglýst "tilboð" en þetta voru bara stórar buxur sem voru náttúrlega alltof stórar á hetjuna mína.  Ég sný mér að næsta starfsmanni sem ég sá, well frekar erfitt að finna starfsmenn nú til dags og spyr hvort þær eigi ekki fleiri buxur?  Jú það var nú verið að auglýsa tilboð og þá býst maður við að það sé til, nibs þetta var eina sem var til.  Hmmm!!  Ok! Þá spyr ég hana hvort hún haldi að þær séu til í einhverjum öðrum Intersportbúðum?  Hún hélt nú ekki eða var ekki alveg vissum að þær væru komnar í fleiri búðir, reyndar var hún ekki að nenna svara mér því hún var svo upptekin að brjóta saman vörur.

Finnst frekar lélegt af þessari búð að senda út bækling sem tilboð af ákveðni vöru svo er hún ekki einu sinni til hvað þá að þær séu ekki komnar á fleiri staði?  Til hvers í andsk......

Það var partý hjá mér og börnunum í gærkveldi, kúrðum okkur öll saman og að sjálfsögðu endaði ég með 1cm pláss sem er ekkert ofsalega þægilegt fyrir konu sem lítur út einsog Dolly Parton og með huges bumbu.  En ég lifði það af eheh!  Krakkarnir höfðu það allavega ekki slæmtSideways. Frí í leikskólanum hjá Oddnyju og Theodóri í dag þannig þau ruku út rúmlega átta í morgun til að fara út að leika í snjónum og fannst það ekki leiðinlegt kíktum líka í Krónuna til að undirbúa næsta partý.  Jííííhhaaaa!!

Hef áhyggjur af hetjunni minni, finnst höltrunin alltaf vera meira og meira áberandi.  Sést lang best þegar hún er að hlaupa, þurfum allavega bíða þanga til ca miðvikudag og sjá hvað læknarnir segja.  Alltof langt þanga til en vonandi verður þetta bara gengið til baka.

Eigið góða helgi kæru lesendur, verið hress, ekkert stress, bless bless.


Læknaheimsókn aðeins fyrr en áætlað var...

Fórum og hittum einn af krabbameinslæknum Þuríðar minnar í gær, fórum bara á stofuna hans þar sem hann er starfandi barnalæknir líka með eigin stofu og við fáum líka alltaf tíma eftir korter þegar við höfum samand.  Bara yndislegastur!!  Þuríður mín er nefnilega komin með sýkingu í augun og fékk að sjálfsögðu sýklalyf fyrir því eða augndropa, hún er svo frábær en það er hún núna sem minnir mig á að setja dropa í augun og finnst það nú lítið mál enda öllu vön og þetta er nú það auðveldasta fyrir hana.  Svo passar hún á því að nudda ekki augun á eftir og vill bara aðeins leggjast uppí sófa á meðan hún jafnar sig enda ekkert þægilegt að setja einhverja dropa í augun og sjá varla.  Svo er líka farið að "kurra" í henni, vona bara að það sé ekkert að byrja hjá henni þó svo það kæmi ekki á óvart enda mikill kauldi úti og allskonar pestar að ganga. 

Ég nefndi einmitt höltrunina við hann og við þurfum að fylgjast vel með henni næstu daga og sjá hvernig þetta þróast, helv... magapína!  Hún haltrar nefnilega dáltið og kvartar ekkert, grrrr!!  Well sjáum hvað verður sagt í næstu viku þegar við hittum taugalækninn hennar....

Ég er sem sagt orðin grasekkja í nokkra daga, krakkarnir voru eiginlega spenntir að pabbi (farinn í vinnuferð)sinn færi í burtu því þá vissu þau að við ætluðum að hafa partý ehehe!  Ekki það að við séum aldrei með partý fyrir þau en við ætlum að troða dýnum á gólfið inní herbergi og sofa þar öll saman sem þeim finnst alveg geggjaðslega gaman, ætli ég endi ekki á einni brúninni með 1cm til að liggja á.  Ótrúlegt hvað þessi börn taka mikið pláss.

Perlan mín hún Oddný er strax farin að aðstoða mömmu sína með húsverkin, sá að það var einhver sandur á gólfinu inní stofu áðan þegar ég var að gera þau til fyrir skóla/leikskóla.  Mín var sko ekki lengi að ná í sóp og fægiskóflu til að sópa þessu upp hehe og var mjög stollt af sjálfri sér.

Þegar ég var að klæða þau í morgun tóku Oddný og Theodór með sér kuldagallana með sér í leikskólann sem er kanski ekki frásögufærandi enda ógeðslega kalt úti nema hvað Þuríður mín varð alveg snar því hún á ekki eins kuldagalla og Oddný sín.  Ég þurfti nefnilega að kaupa eitt stk svoleiðis á Oddnýju en var að vonast til að Þuríður mín gæti notað sinn í vetur en hún heldur sko ekki, hún ætlar sér að fá svona einsog Oddný sín.  Hmmm!!  Nú vandast málið!Undecided

Ætla að kíkja í skólabækur.... mikið er ógeðslega gaman að læra þegar maður er svona klár haha!Grin


Þoli ekki október mánuð, bwaaaaahh!!

Október er erfiðasti mánuður sem ég hef upplifað síðustu fjögur ár.  Fyrir fjórum árum í október veiktist hetjan mín og svo tveimur árum síðar greindist æxlið hjá henni illkynja í sama mánuði þannig við vorum búin að biðja læknanna okkar ekki að hafa neinar rannsóknir í þessum mánuði þetta árið.  (hjátrúarfull eða eitthvað?) 

Ég er strax komin með magapínu fyrir þessum mánuði, svo hrædd við slæmar fréttir eða eitthvað....  Sérstaklega einsog fyrir nokkrum vikum þegar hetjan mín byrjaði að haltra sem gekk tilbaka (þá hætti ég að hafa áhyggjur) og svo er hún aftur farin að haltra sem er mjög áberandi sérstaklega þegar hún er að hlaupaFrown.  Ands.... helv....  Vildi óska þess að hún væri bara að kvarta undan einhverjum verkjum í fætinum eða þess háttar því þá vissi ég að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur en svo gott er það ekki.  Hún var eitthvað óhamingjusöm þegar hún var að fara í skólann í morgunn, alltaf erfitt þegar hún grætur svona nánast útaf engu en oftast er hún alveg ótrúlega hamingjusöm þessi elska.  Sérstaklega þegar hún á að taka til hjá sjúkraþjálfaranum ehhe.  Ég veit nefnilega ef hún heldur þessari höltrun áfram þyrfti að setja hana í myndatökur eða allavega liði mér betur þó svo það sé október og ég veit að læknarnir gera allt fyrir okkur þó svo það sé "bara" að láta okkur líða betur.   En að sjálfsögðu vona ég það besta þó svo ég hugsi það versta.

Mín er að byrja í meðgöngusundi á eftir, fyrsta sinn sem ég fer í svoleiðis þó svo það hafi alltaf verið að reyna ýta á eftir mér í það á öllum mínum meðgöngum en aldrei viljað finnst nefnilega svooooo hundleiðinlegt í sundi og er líka ótrúlega þver haha!!  Hef líka verið að mæta í nudd og svei mér þá, þá er ég betri í grindinni.  Ótrúlegt en satt!  Kanski ég get þá farið að undirbúa fimmtu meðgöngu árið 2010, DJÓK!

spitali
Hérna er ein af hetjunni minni árið 2004 þegar það var verið að greina hana uppá spítala.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband