Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
29.6.2008 | 17:11
Útskrifuð og öll að hressast
Þuríður Arna mín útskrifaðist á fimmtudaginn og er öll að hressast(allavega farin að sofa minna og meira úthald). Eina sem er komið úr blóðprufunum er að hún hefur verið með einhverja veirusýkingu plús ristilinn en við erum ennþá að bíða eftir öllum niðurá stöðum en það tekur víst tíma að rækta þetta allt saman. Það var líka tekin lyfjagildi af flogalyfjunum hennar og það er mjög merkilegt en ein lyfin hennar sýna undir mörkum sem merkir nú eiginlega það að hún þarf svona nokkurn veginn ekkert á þeim lyfjum að halda en það eru ein af fjórum flogalyfjum sem hún er á. En ég held samt að læknirinn vilji ekkert hreyfa við lyfjunum og kanski taka þau af henni enda þorum við því heldur ekki, engin áhætta tekin og hún fari að krampa aftur en hún hefur ekki krampað síðan í febrúar í fyrra sem er eiginlega óskiljanlegt en síðan þá krampaði hún daglega 10-50 krampa á dag.
Nefnilega fyrir tveimur árum þá var farið að reyna minnka flogalyfin hennar því þá hafði verið krampalaus í þrjá mánuði en þá fór allt í vitleysu og ekkert hægt að stöðva neitt og það er ekki eitthvað sem mig langar að leggja á kroppinn hennar aftur allavega ekki ef við getum.
Búið að flýta myndatökunum hjá henni um viku eða til 15.júlí og þá mun hún líka fara í smá "aðgerð" í leiðinni en hún er með ljótan blett á bakinu sem læknirinn hennar vill að verði fjarlægður. Þannig það er að koma smá kvíði fyrir þeim niðurstöðum, held að hann fari aldrei alveg sama hvursu vel gangi eða illa.
Við fjölskyldan skelltum okkur í útilegu um helgina eða skruppum í sólarhring á Apavatn með góðu fólki, Þuríður mín fékk nefnilega leyfi til að fara í útilegu og við ákváðum að skella okkur. Ég var eiginlega búin að gleyma því hvað það er spennandi að vera í útilegu svona lítill einsog þau og jú og svona "gömul" og ég eheh. Þeim fannst þetta geggjað stuð, sofa í tjaldi, úti að leika allan daginn, kíktum á Laugarvatn, grilla, skreppa í sund á Borg en þar skemmti Þuríður sér geggjaðslega vel en hún er smá adrenufíkill og renndi sér endalaust oft í rennibrautinni. Enda það skemmtilegast sem ég geri er að fara með hana í tívolí en verst hvað hún er lítil miða við aldur (vegna lyfjanna)því þá fær hún ekki að fara í öll tækin sem henni langar í. Samt svo gaman að sjá hana svona hamingjusama einsog í rennibrautinni á Borg, það skríkti alveg í henni enda ef hún hefði fengið að ráða þá væri hún ö-a ennþá að renna sér ehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.6.2008 | 16:48
Ekki ennþá útskrifuð
Hún er svo mikið jójó elsku Þuríður Arna mín, læknarnir hressari með hana í morgun en síðustu daga en fékk samt ekki að útskrifast enda liggur okkur ekkert á. Tökum bara einn dag í einu. Hún þarf reyndar ennþá að vera á verkjastillandi vegna ristilsins og þannig verður það væntanlega næstu daga, hvursu marga vitum við ekki eða vikur? Grét af sársauka í gær sem var mér að kenna því ég hélt að hún þyrfti ekki verkjalyf en þegar hún grætur af sársauka þá finnur hún virkilega til. Fáum niðurstöður úr blóðprufunum á morgun. En hún er öll vonandi að koma til, þarf allavega "bara" að leggja sig einu sinni yfir daginn en samt sofnuð kl átta og þurfum að vekja hana á morgnanna sem er mjöööög óvanalegt.
Hetjan mín að fljúga hjá pabba sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
24.6.2008 | 21:14
Alltof andlaus...
...til að blogga þessa dagana, ligg uppí sófa stjörf af þreytu og get varla pikkað á tölvuna.
By the way ætla samt að reyna pikka niður nokkra punkta fyrir ykkur:
*Þuríður mín ennþá innskrifuð á spítalann
*Vonandi útskriftast hún á morgun
*Ennþá á verkjastillandi vegna mikilla verkja
*Er ekkert að lagast þó hún sé á sterkustu sýklalyfjum sem hún getur fengið
*Læknarnir standa algjörlega á gati
*Erum ennþá að bíða eftir niðurstöðum úr blóðprufum
*Fann fyrstu hreyfinguna hjá bumbubúanum mínum í gærkveldi, aftur í morgun og í kvöld.
*Ég "æsti" mig við eina konu fyrirutan Barnaspítalann á sunnudaginn, kona með fordóma. Ef það er eitthvað sem tengist hetjunni minni þá læt ég í mér heyra og þarna gerði ég það. (meira um það síðar)
*Þreytan of mikil til að blogga meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.6.2008 | 19:40
Sýklalyf í æð, ristill, hjartaómun og fleiri rannsóknir
Það er einsog Þuríður mín hafi ekki þolað nóg, hvursu mikið þarf hún að þjást þangað til hann fer að hætta að kvelja hana svona? Það er ekki nóg að hún sé að berjast við þennan krabba kúkalabba en þá þarf hún að fá allt ofan á það, greyjið!
Vikan er búin að vera erfið hjá henni, hún er búin að þjást án þess að við vissum afhverju og að sjálfsögðu hugsar maður það versta og fer að ímynda sér allskonar slæma hluti. En á miðvikudaginn kom í ljós að hún hefur þjást af ristli og þeir sem vita hvað það er og þá er ekkert grín að fá þann sjúkdóm, miklar kvalir og þess vegna hefur maður eiginlega þurft að pakkað henni inní bómul og passað vel uppá hana. Vanalega leggst þetta bara á eldra fólk en Þuríður mín er soddan furðuverk einsog hún segir sjálf þá fær hún allt sem hún líka ekki að fá, aaaaaaaaargghh! Hún var strax sett á sýklalyf og kvelst ekki jafn mikið líka kanski því hún hefur verið líka á miklum verkjastillandi lyfjum til að lina kvalirnar eða fjagra tíma fresti. Hún vaknaði reyndar í morgun sprækur sem lækur og sagði glöð "mamma og pabbi ég er hætt að vera lasin, sárið er farið". Reyndar var sárið ekki farið sem myndast þegar fólk fær ristil, frekar ógeðslegt og hilur líka hálfan hringinn yfir maga og bak en henni leið greinilega vel í morgun allavega betur en síðustu daga sem hafa verið "hell" fyrir hana. Dagurinn í dag er búin að vera betri en síðustu daga sem er bara frábært.
Ég hélt eða allavega vonaðist til að þetta yrði okkar fyrsta sumar sem yrðum laus við innlögn á spítala síðan Þuríður mín veiktist en auðvidað gat það verið of gott til að vera satt. Mhuhu!! Reyndar þarf hún ekki að liggja inni en hún er innskrifuð uppá Barnadeild næstu daga (veit ekki hvurstu marga)en hún er að fá sýklalyf í æð vegna allra þessara veikinda sem hún hefur verið að berjast við síðustu mánuði en fær alltaf að fara heim af þeirri gjöf loknu sem betur fer. Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir er að liggja inni á spítala hvað þá yfir sumartíma eða þegar það er svona mikil mannekla uppá spítalan einsog yfir sumartímann. Hjúkkurnar búnar að vinna yfir sig og með bauga niðrá tær, alltof mikið álag á þær á þessum tíma.
Við hittum sem sagt lungasérfræðingin í morgun, hann sendi hetjuna mína í hjartaómun til að ath hvort allt þetta lungavesen á henni væri farið að bögga hjartað en sem betur fer er allt flott þar. Lungun eru reyndar fín núna, kinnholin full af skít, andardrátturinn alltaf jafn þungur og svo lengi mætti telja en öll þessi sýklalyf eru ekkert að vinna sína vinnu þannig núna er hún komin á þau sterkustu sem hún getur fengið og það verður hún að fá í gegnum æð og vonandi munu þau gera eitthvað fyrir hana. Voru teknar nokkrar blóðprufur því það er líka verið að ath ónæmiskerfið hjá henni, gæti verið orðið dáltið bælt?
Hún er með slöngu fasta á sér svo það þurfi ekki að vera stinga hana á hverjum degi sem er ágætt en ég varð vitni af því fyrsta sinn í dag eða í þrjú og hálft ár (síðan hún veiktist) að hún vildi ekki klæðast úr bolnum sínum svo aðrir myndu sjá slönguna hennar. Það var eitthvað sem hún skammaðist sín fyrir, ótrúlega skrýtið að sjá það því hún er ekki vön að vera eitthvað spéhrædd.
Hún hefur samt staðið sig ótrúlega vel síðustu daga, kveinkar sér aðeins þó hún finni kanski mjög mikið til og maður verður að passa sig hvar maður tekur utan um hana vegna ristilsins því það er ótrúlega sárt. Því miður mun hún ekki geta farið á badmintonnámskeiðið sem hún ætlaði á í næstu viku vegna alla þessara veikinda því verr og miður en sem betur fer var ég ekkert búin að vera ræða það alvarlega við hana því annars hefði hún verið svakalega svekkt.
Annars fengu systkinin ótrúlega flotta og fallega gjöf í dag frá okkar uppáhaldi eða við viljum kalla hann stjörnu KR-liðsins í fótbolta Björgólfur Takefusa en stelpurnar fengu sjálfa KR-búningana sem gladdi þeirra litla hjarta ótrúlega mikið og mitt líka ehe því við erum miklir KR-ingar og þær hafa ekki farið úr búningunum síðan þær fengu þá eheh og ætli þær fari nokkuð úr þeim sem ég mun alveg skilja enda ótrúlega flottar. Þar sem það er ekki komið svona lítill búningur á Theodór þá græddi hann KR-buff sem hann var líka ótrúlega sáttur við, fær núna gömlu búninga systra sinna í staðin sem er ekkert verra. Þetta var ómetanleg gjöf sem Björgólfur gaf þeim, veit að afi Hinrik er alveg í skýjunum eheh og segir alltaf þegar þær mæta í svoleiðis fötum "jæja eru þið komin í sparifötin" ehe.
Mín ástkæra systir er að fara gifta sig á morgun sem mig hlakkar mikið til, mikið að gera í dag vegna undirbúnings. Væri alveg til í að fara gifta mig aftur honum Skara mínum, oh mæ væri alveg til í það aftur var svooooo gaman. Spítalinn eldsnemma í fyrramálið í sýklagjöf og svo beint í brullup.
Er núna farin til Elsu minnar að ná í fína kjólinn minn sem hún var að sauma á mig fyrir morgundaginn, endilega kíkið á www.gallerilist.is og sjáið öll fallegu málverkin sem hún hefur verið að mála og þið getið keypt. Tilvalin brúðargj.
Eigið góða helgi, ég vona allavega að hetjan mín mun eiga góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.6.2008 | 17:22
Hæ hó jibbíjei og jíbbíjeij eða þannig...
Ég myndi ljúga að ykkur ef ég væri ekki farin að hafa áhyggjur af hetjunni minni, hún er búin að vera drulluslöpp í dag og þá er ég ekkert að meina með flensuna heldur bara SLÖPP. Vitum ekki alveg hvað málið er og farin að hafa miklar áhyggjur. Hetjan mín t.d. vaknaði kl 6:30 í morgun með smá ræsi í nótt um tvö og ég nánast svaf ekkert eftir það því andardrátturinn hennar var orðinn svo þungur. Jamm vanalega þegar hún vaknar svona á morgnanna eigum við að fara á fætur ekki seinna en NÚNA og gefa morgunmat en stúlkan lá hálf "meðvitundarlaus" á milli okkar og var ekkert á leiðinni á lappir. Eftir það lá hún algjörlega fyrir þó það búið að opna út og systkinin hennar farin út að leika þannig hún rétt kíkti en svo var það búið. Kíktum í "afahús" og þar grilluðum við og borðuðum útí garði ásamt mömmu, pabba og Oddnýju systir og fjölsk. en hetjan mín hafði ekki orku í að gleypa í sig bita hvað þá fíflast með systkinum sínum og Evu frænku þannig hún sofnaði bara í garðinum í fanginu hjá mér.
Þó hún hefði varla orku í að fara í bæinn ákváðum við samt aðeins að kíkja því við vissum að þau myndu vilja sjá Skoppu og Skrítlu og atriði úr Gosa og þar fengum við líka að sjá fyrsta bros dagsins hjá henni þegar vinkonurnar mættu á svæðið (Skoppa og Skrítla). Hún lá einsog slitti í kerrunni sinni eða í fanginu hjá mér uppí brekku en venjulega þegar Þuríður mín er hress vill hún vera hlaupandi útum allt hvað þá sitja í kerrunni eða í fanginu hjá mér. Ekki gott ástand!
Hún er líka farin að kvarta í líkamanum, eitthvað í bakinu, maganum og löppunum en maður veit eiginlega ekki hvar henni er illt því hún kann ekki að kvarta, réttara sagt er hún ekki vön að kvarta þannig þetta kemur mikið á óvart og þá hlítur henni að vera illt. Hún er líka komin ógeðslega stórt og ljótt sár á magann sem við skiljum ekki alveg hvaðan það kom? Skari eitthvað hræddur um að það sé kominn sýking í það en svona svipað sár er að birtast á bakið líka sem er ekkert betra. Aaaargghh!!
Eigum ekki að mæta uppá spítala fyrr en á föstudag til að hitta lungasérfræðinginn en við munum ekki bíða með að mæta þangað á föstudag. Við að sjálfsögðu mætum í fyrramálið því ég er líka dáltið smeyk hvað sé að bögga hana og ætla að berja í borðið og biðja þá að skoða hana hátt og lágt. Ég vill fá svör ekki bara enn einn sýklaskammtinn sem gerir ekkert gagn fyrir hana. Hún gat varla andað í nótt, er mjöööög þreytt, illt í kroppnum þannig það hlýtur að vera eitthvað? Hún verður allavega ekki illt í kroppnum af lungunum.
Það var hrikalega erfitt að horfa uppá hana í morgun, ótrúlega vansæl þó hún hafi ekkert verið grátandi og mjög þreytt. Hún er reyndar farin núna út að leika, leika sér við systir sína og eina nágranna vinkonu en verður ö-a komin inn eftir smástund enda orkulítil.
Þetta er vont og erfitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
16.6.2008 | 17:11
......
Hetjan mín er þreytt þessa dagana og er fljót að þreytast, hún þarf orðið að sofa á daginn "aftur" og sofnar snemma á kvöldin. Það er eitthvað að bögga hana, jú það er eitthvað í lungunum sem læknirinn hennar hefur ekki alveg áttað sig á hvað það sé? Þess vegna munum við hitta lungasérfræðing á föstudag og vonandi mun hann finn útur þessu, hún á líka svo oft erfitt með öndina sem er ekkert betra. Stundum er einsog hún sé að "kafna". Þannig statusinn mætti vera betri á henni.
Margir eru að spurja hvað sé að frétta af óléttunni, æjhi ég veit ekki afhverju ég ræði það ekkert hérna. Kanski vegna þess að ég er dáltið slæm í grindinni og finnst asnalegt að "kvarta" eitthvað um það hérna þegar veikindin hennar Þuríðar minnar eru miklu alvarlegri og hún hefur gengið í gegnum miklu erfiðara tímabil en það sem ég er að ganga í gegnum. Ég hef reyndar aldrei verið jafn góð í henni og þegar við Skari vorum úti á Fuertventura þannig kanski er best að læknirinn minn framvísi vottorði um það að ég þurfi að fara til sólarlanda eina viku í .
Bumban stækkar og stækkar, margir spurja mig hvort þetta séu tvö eða hvort ég sé vissum að þetta séu ekki tvö. Hmmmm!! Fæ þá spurningu nánast frá ÖLLUM en nei barnið er bara eitt en bumban mín hefur alltaf stækkað svona hratt við allar mínar meðgöngur nema hjá Þuríði minni því þá kastaði ég upp fyrstu fimm mánuðina. Dóóóhh!! Svo spurja mig margir hvort við vitum kynið en nei sama svarið ég er ekki gengin nógu langt til að vita það og þegar það kemur að 20 vikna sónarnum sem er snemma í næsta mánuði þá ætlum við ekki að vita kynið, ótrúlegt en satt.
Meðgangan gengur sem sagt bara vel fyrirutan grindarverki, krakkarnir alltaf að knúsa og kyssa bumbuna og tala mikið um litla barnið í maganum sem er bara gaman enda við líka dugleg að tala um það við þau. Þarf víst að undirbúa litla mömmupunginn minn sem er verið að venja snudduna af þessa dagana og það gerir hann þvílíkt slæman í skapinu. Greyjið litli!! Næst verður það svo bleyjan.... Bara stuð!
Var að kaupa blóm á pallinn minn þannig kanski ég fari að setja þau í potta og reyni að gera pallinn minn aðeins "sætari".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.6.2008 | 09:50
Útilega? Niiiih ekki í þetta sinn :/
Við fjölskyldan ætluðum að fara í útilegu þessa helgi eða réttara sagt ætluðum við að fara í gær en að sjálfsögðu er það ekki hægt vegna heilsu Þuríðar minnar og svo var maður líka að fatta að bensínverðið er orðin klikkun og það er ekkert grín að fara í útilegur útá land(ætli við skreppum ekki bara í Laugardalinn ehe). Ætluðum einmitt að fara norður og kíkja í heimsókn til ættingja, vorum búin að fá lánað fellhýsi (sem mig dreymir einn daginn að eignast) en það verður víst að bíða betri tíma. Perlan mín var orðin rosalega spennt því við vorum búin að ákveða þetta áður en við fórum til Kanarí en svona er að vera með veikt barn stundum verður maður að hætta við en þá er bara að fresta og gera það síðar í sumar og perlan mín sætti sig við það þó við verðum "bara" í bílskúrstjaldinu okkar(það er sko hrikalega stórt enda þarf það líka að rúma fyrir okkur öll), hver þarf endilega fellhýsi?
Hérna er hann Theodór minn, hélt að það væri ekki hægt að eignast svona fallegan dreng samt er hann ekkert líkur pabba sínum ehe. Það er byrja að venja drenginn af snuddunni enda tími til kominn, systurnar voru báðar hættar með bleyju og snuddu á þessum aldri. Hann er algjör snuddukarl en þetta er allt að koma hjá honum, svo erum við líka byrjuð á bleyjunni eða réttara sagt farin að segja honum að kíkja á koppinn sem hann er farinn að gera án þess að vera brjálaður. Hann er með dáltið skap drengurinn sem ég veit ekki alveg hvar hann fær það því við Skari erum mjög róleg að eðlisfari.
Fallega lukkutröllið mitt, perlan mín var að æfa sig að taka myndir (sem hún er mjög áhugasöm um að gera) en þessi var ansi nálægt ehe en þuríður er alltaf tilbúin að stilla sér upp fyrir systir sína nú eða okkur. Komin með ansi mikið hár og erfitt að ráða við það, hrikalega þykkt og fallegt. Hún fór reyndar í klippingu í fyrradag (myndin var tekin fyrir klippingu)en það sést varla því hún er bæði að safna toppi og ætlar sér að fá sítt hjá einsog Oddný sín.
Ég hélt að hún væri að kafna í nótt, hóstinn er svo ljótur og greinilega mikið í lungunum. Átti erfitt með að hætta hósta og byrjaði svo aftur þegar hún vaknaði í morgun. Æjhi greyjið en samt ágætlega hress þó hún sé mjög þreytt þessa dagana, farin að leggja sig aftur yfir daginn. Damn! Frekar pirruð yfir þessari þreytu og hafa ekki jafn mikla orku einsog venjulega eða síðustu tvo/þrjá mánuði sem hefur verið hennar besta tímabil síðan hún veiktist(hefur aldrei átt svona langt gott langt tímabil áður). Krossa bara alla putta að sumarið verði sem best hjá henni, stefna var sett á eitt stk badmintonnámskeið 23.júní en bara í viku en ég veit ekki hvort það verði hægt allavega ekki ef ástandið á henni verður svona þá hefur hún enga orku í að vera fjagra tíma námskeiði. Hmm kanski ég ath hvort hún megi vera tvo tíma eða eitthvað bara svo hún fái smjörþefinn af þessu öllu, ætti nú ekki að vera erfitt fyrir mig að ath það þar sem þetta er haldið í mínu fyrrverandi heimili til margra ára (æfði badm. í 11 ár) og minn fyrrverandi aukavinnustaður.
Annars er mánuður í næstu myndatökur eða væntanlega 23.júlí, fengum að vita það í gær þegar við hittum liðið uppá spítala og svo styttist í krabbameinsmeðferðina. Vonandi verður ekki beðið of lengi með hana.
Perlan mín er í góðum fíling þessa dagana og er þvílíkt að blómstra. Pælir mikið í öllum hlutum og hlakkar mikið til þegar við fjölsk. förum öll saman í sumarfrí sem er reyndar ekki fyrr en í lok júlímánaðar. Úúúffh ég er líka spennt fyrir því fríi. Jabbadabbadú!!
Skari er reyndar í fríi núna og ætlar að kíkja á golfvöllinn á eftir en ég ætla bara að kíkja í garðinn til mömmu og krakkana en mamma er dagmamma en að fara hætta eftir sirka 20/25 ára starfsemi því verr og miður. Hvert á ég þá að senda ófædda barnið mitt? ehe Hef reyndar ekki þurft á dagmömmu að halda því verr og miður segi ég bara vegna veikinda Þuríðar minnar en vonandi tekur það einhvern enda. Svo seinna í dag er sumarhátíð á leikskólanum og að sjálfsögðu ætlum við Skari að kíkja þangað og hitta börnin okkar, grill, hoppukastali og fleira skemmtilegheit. Bara gaman!
Hey Júlíana takk fyrir leikjasendinguna sem beið okkar þegar við komum heim, stelpurnar kíktu á leikina í gær og voru að fíla þá í botn. Þetta var eitthvað sem var við hæfi fyrir Þuríði mína og þær báðr voru ýkt klárar og svo gaman að sjá þá sérstaklega hetjan hvað hún var fljót að ná þessu. Tölvur er eitthvað sem heilla hana og hún hefur gott "auga" fyrir svona hlutum og ná þeim þó svo hún er ekki að fíla DVD-kids eða ná þeirri fjarstýringu þá vill hún bara vera með "alvöru" tölvu og mús ehe. Flottastar!
Fyrst að helgin fer ekki í útilegu mætum við í allar veislurnar sem okkur er boðið í um helgina, útskriftarveisla hjá minni verðandi mágkonu og tvö barnaafmæli. Bara gaman!
Eigið góða helgi og hafið það sem allra best, við ætlum allavega að reyna njóta helgarinnar eins best á kosið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.6.2008 | 10:39
Sagan heldur áfram
Þetta er orðin frekar langdregin saga og leiðinleg, vildi að ég kæmist á síðustu blaðsíðuna en alltaf bætast við blaðsíður. Aaaargghh!! Hetjan mín er nefnilega slöpp þessa dagana, var komin með nettan hnút í magann í gær því líðan hennar má ekki breytast mikið þannig maður fer að hugsa það versta og fæ vont ónot um allan líkaman. Hún er ofsalega þreytt, vill sofa meira en venjulega sem er frekar óvenjulegt þessar vikurnar því hún hefur verið svo hress og kát. Ég veit nefnilega að það eru engin lyf að bögga hana og gera hana svona þreytta því hún er í "fríi" frá krabbameinsmeðferðinni sinni þanga til í haust.
Við fórum að sjálfsögðu með hana uppá spítala í morgun og þar var hún hlustuð og mettuð (mettar nú ágætlega eða 96%) og það er mikið slím í báðum lungunum sem ætti að vera löööööngu farið því hún fær pensilín kúr eftir pensilín kúr og alltaf sterkari og sterkari einsog sem hún á að byrja á í dag, er að pústa hana þrusu sterkum asmalyfjum, búin að steralyfjum en það virkar ekkert á hana og að sjálfsögðu stendur lækninum hennar ekki á sama og ekki við heldur. Þetta á að vera lööööööööngu farið einsog ég sagði en það virkar ekkert þannig hún þarf að hitta lungasérfræðing en samt ekki fyrr en í næstu viku því læknarnir þurfa víst frí einsog annað fólk. Meira "vesenið" á hetjunni minni, hún er líka ýkt pirruð yfir þessu öllu og hver væri það ekki að líða ekki vel og það oft og alltof oft í langan tíma.
Hún fór nú leikskólann í morgun en varð ótrúlega fúl þegar hún mátti ekki fara með systkinum sínum inn í morgun því fyrst þurfti hún að fara uppá spítala því hún var svo spennt að hitta Bínu sína (þroskaþjálfinn hennar) og sína henni nýju teygjubyssuna sína einsog Halla Hrekkjusvín uppáhald á eheh. Þær úr skólanum hennar verðandi voru líka að kíkja aðeins í leikskólann og ræða við þær þar, við fórum líka í skólann hennar (verðandi) í gær ásamt sjúkraþjálfaranum hennar til að ræða allt það sem hún mun þurfa á að halda á verðandi vetri. Hún var reyndar ekkert ánægð að þurfa fara útí skóla sem er mjööööög ÓVENJULEGT vegna þess hún er svo spennt að fara í skólann en það sýnir bara pirring hennar og líðan þessa dagana.
Oddný Erla mín er eitthvað að þroskast mikið þessa dagana, ræðir dáltið Þuríði við okkur og er orðin ótrúlega hjálpsöm við hana og þolinmóð að kenna henni hina og þessa hluti sem er yndislega gaman að fylgjast með. (jú Oddný S. þetta vorum við í gærmorgun) Þær systur voru úti að hjóla í gær sem nota bene Þuríður er orðin geðveikt klár í nema hún kann ekki að snúa við á hjólinu og stundum er erfitt fyrir hana að fara afstað vegna "máttleysis" í fótum þannig Oddný perla stekkur alltaf af hjólinu þegar hún sér Þuríði í vandræðum ýtir á hana til að láta hana afstað eða hjálpar henni að snúa við og segir henni nokkrar leiðbeiningar hvað hún eigi að gera og ekki gera. Það er alveg ótrúlegt að fjagra ára gamalt barn skuli vera svona einsog hún er, jú hún hefur þurft að þroskast alltof hratt sem er stundum gott og stundum ekki. Þuríður er líka farin að sitja yfir Oddnýju þegar hún er að gera stafina og Oddný kennir henni og svo reynir hin stundum að herma. Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hún Oddný er þolinmóð við hana og er alltaf viljug að gera allt fyrir hana, farin að láta hana fá hlutverk ef hún er að leika sér með eitthvað. Bara gaman! Held að Oddný eigi eftir að læra eitthvað sem tengist heilbrigðiskerfinu.
Mikið að gera þessa dagana og jú svo ég komi með eitthvað slúður þá á mín elskulega systir sem er nota bene að fara gifta sig 21.júní nk. von á sér eða tveim vikum eftir mér. Vííí!! Finnst það geggjaðslega gaman, komum með jólabörn. Er einmitt á leiðinni í mollið að ath hvort ég finn mér ekki skó við nýja fína kjólinn minn sem Elsan mín ætlar að sauma á mig fyrir brullupið, þessi kona er snillingur í puttunum. Ef ykkur langar að kaupa t.d málverk eftir hana þá kíkiði bara í Gallerí List nú eða heimasíðuna hennar www.elsanielsen.com og verðið ekki fyrir vonbrigðum en verð samt að hryggja ykkur með því að ég held að hún saumi ekki á ykkur ehe, því verr og miður fyrir ykkur.
Ætlaði að enda á nokkrum góðum myndum en myndakerfið er ekki alveg að virka einsog oft áður, grrrr!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.6.2008 | 08:20
Komin heim úr...
...mestu afslöppun sem ég hef nokkurn tíman farið í eða fengið og svooo gaman að fá þrefalt knús í morgunsárið, svaf varla í nótt því ég var svo spennt að knúsa börnin mín. Leið einsog litlu barnið að bíða eftir jólunum ehe, bara yndislegast. Börnin að sjálfsögðu í fríi frá leikskólanum en ekki hvað? Núna eru þau alveg í brjálæðiskasti að skoða gjafirnar frá okkur og opna en Theodór er mest spenntastur yfir krokk skónum með Hómer og Bart skreytingunni á, þarf ekki mikið til að gleðja þau.
Erum að fara í verðandi skólann hennar Þuríðar minnar og kíkja aðeins, það er nefnilega verið að velja bestu hjálpartækin fyrir hetjuna mína, góðan stól, það verður gert sérstakt hvíldarherbergi fyrir hana og svo lengi mætti telja og þangað erum við að fara skoða allt ásamt sjúkraþjálfaranum hennar sem stendur fyrir þessu öllu saman. Þau vilja allt fyrir hana gera og munu hafa allt til staðar sem hún þarf á að halda.
Svo verður að sjálfsögðu læknaheimsókn á morgun uppá spítala þar sem hetjan mín var með hita frá föstud.- sunnud. og dáltið slöpp og svo er andardrátturinn ekki ennþá farin að breytast og þeir eru ekki alveg nógu glaðir með það. Ofsalega þungur og eitthvað sem við erum heldur ekki glöð með, grrrr!!
Ætla halda áfram að knúsa börnin mín, opna allt nammið fyrir þau sem við gáfum þeim (þó það sé ekki laugardagur og kl svona snemma morguns ehe) en þau eru alveg að komast í sykursjokk, flott að mæta svoleiðis með þau útí skóla á eftir ehe.
Meira um allt síðar og okkar frábæru ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.6.2008 | 20:08
Kvedja frá Fuertventura
Damn hvad vid erum í mikilli afsloppun af hálfa vaeri miklu meir en nóg. Soknum samt krakkana gífurlega mikid, soknudirnn er sterkur sérstaklega tegar madur veit ad hetjan mín er slopp tessa dagana tá getur verid dáltid erfitt ad vera svona langt í burtu. Get ekki bedid med ad knúsa tau, erum búin ad tala vid tau í síma (nokkrum sinnum eheh) og tegar ég taladi vid tau sagdi Oddný mín bara "mamma afhverju ertu ad hringja" og svo átti hún dáltid bágt eftir símtalid, hetjan mín hún Turídur grét bara í símann og tá átti ofurnaema Slauga erfitt med ad gráta ekki med henni en Teddilíus var bara gladur tví hann veit ad hann faer pakka tegar vid komum heim eheh. Óskar taladi vid tau í gaer (og jú aftur í dag) en tegar hann taladi vid Turídi í baedi skiptin sagdi hún bara "ég elska tig pabbi minn". Aeji hvad soknudurinn er sterkur en ég veit ad tau eru í gódum hondum en bara erfitt tegar hún Turídur mín er svona slopp.
Annars erum vid ekki búin ad gera neitt hérna nema liggja og tad erfidasta sem vid hofum gert er ad fara ad borda, ná mér í vatn (Skari bjór) og turfa ad labba uppí herbergi. Sem sagt afsloppun útí eitt og hingad langar mig ad koma med bornin mín, ótrúlega rólegt, barnvaent og tad góda vid tetta af vid Íslendingar erum ekki búin ad fatta tennan stad allavega mjog fáir. Tid verdid ad prufa tennan stad, bara yndislegt og ALLT innifalid tannig vid turfum ekki ad fara af hótelinu. Lovely!!
Kanski ég teygji mér í vatnsglas og labbi uppí herbergi, erfitt líf!!
Knús til ykkar úr sólinni.
Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar