Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
30.6.2009 | 09:37
Fyrsta tönnin farin
Hérna erum við að reyna taka hana ehehe.
Hérna er tannlausa stelpan mín, ótrúlega stollt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.6.2009 | 18:07
Ólafsfjörður - tjékk
Rjómabollan mín hann Hinrik Örn tilbúinn í bilnum fyrir langferðina okkar.
Á leiðinni á Ólafsfjörðinn stoppuðum við í Skagafirðinum og fengum okkur smurðar samlokur því maður stoppar ekki lengur í sjoppum á leiðinni því þá er maður bara búin með mánaðarlaunin sín hehe. En hérna er perlan mín hún Oddný í stuði í piknikinu okkar.
Töffarinn minn hann Theodór fannst þetta sko ekki leiðinlegt.
Perlunni minni finnst ekki leiðinlegt að láta taka myndir af sér, hvað þá að láta einsog "fífl".
ÞEssar stúlkur verða alltaf betri og betri vinkonur, þær eru bara flottastar stelpurnar mínar.
Gellan mín hún Þuríður Arna sem er búin að vera í súper stuði alla helgina.
Sem sagt núna farin að gera EKKI NEITT eða bara ALLT sem mig langar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2009 | 22:25
"Einhvernveginn" dagar
Lífið er ofsalega gott og yndislegt, dagarnir hjá okkur eru bara "einhvernveginn". Börnin fara sofa þegar þau vilja og vakna svo fyrir allar aldir samt aðallega Þuríður mín sem er einsog stillt klukka alla morgna kl SEX en þá er sko nótt hjá okkur hinum. En hún lætur sko ekki segja sér neitt og fer á fætur og er bara hress, aðeins of hress fyrir okkur hin og heimtar morgunmat ekki seinna en NÚNA. En það er samt miklu betra að hún vakni svona líka hress alla morgna þó svo það sé kl sex eða fyrr en væri uppdópuð alla daga, bara best!! Við getum líka bara sofið þegar við orðin gömul.
Sumarið byrjar líka hrikalega vel hjá okkur, búið að vera spítalalaust sem er einsog ég hef sagt áður okkar fyrsta sumar síðan hún veiktist og svona ætlum við að halda því, SPÍTALALAUSU. Reyndar þurftum við að hafa samband uppá spítala í dag en það var bara vegna þess okkur vantaði lyf sem hafa ALDREI verið svona lítil. Mikið er þetta líf yndislegt og svona ætlum við að hafa það hér eftir. Getum ekki kvartað undan neinu, lífið okkar er fullkomið þrátt fyrir erfiðleikana í þessu þjóðfélagi. Öll börnin hress og kát, komin í frí í leikskólanum, aðeins undan áætlun og fara ekki aftur fyrr en í ágúst en við erum ekki búin að ákveða hvenær?
Þetta elska þau!! Theodór, Oddný og Þuríður.
Þetta finnst þeim endalaust fyndið Kíktum í Húsdýragarðinn og að sjálfsögðu urðu þær aðeins að kíkja í spegilinn.
Annars ætla ég núna að halda áfram að hafa lífið bara "einhvernveginn" og gera það sem okkur dettur í hug.
Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.6.2009 | 15:06
"Á allra vörum"
Vill minna ykkur á "á allra vörum glossinn" sem er ennþá til sölu hjá www.skb.is og þar getiði pantað glossinn, tja og nú ef e-h eru að fara til útlanda með express þá getiði keypt hann þar líka að segja í flugvélunum. Jú ég hef verið að selja hann líka og hef farið í eitt stk Íslandsbankaútibú (útibúið sem ég var að vinna í fyrir langalöngu hehe) og leikskólann hjá krökkunum mínum og seldi þar nánast hverjum einasta starfsmanni en ekki hvað? Ef þitt fyrirtæki eða starfsmennirnir þar vilja kaupa hann þá get ég mætt á staðinn og selt ykkur hann, no problemo!! Get komið í vikunni ef þið hafið áhuga þá getið haft samband við mig á aslaugosk@simnet.is .
Ég á ennþá nokkra kjóla eftir sem ég get selt ykkur á baby born, 1500kr stk. Hérna er eitt stk mynd. Ef þið hafið áhuga getið sent mér á aslaugosk@simnet.is
Það hafa nokkrir sent mér fyrirspurnir hvort ég sé ekki að prjóna á krakka og selja en svo er því miður ekki, maður er svo miklu lengur af því og svo er ekki mjög langt síðan að ég lærði þetta og vill þá frekar byrja að gera á mínar en ég prufaði að gera einn og hann var á Tönju systurdóttir mína en ég hafði enga aðra fyrirsætu en Hinrik Örn minn en vonandi fyrirgefur hann mér það einn daginn. Ég er með þvílíkt prjónaæði núna er byrjuð á að gera svona kjól stelpurnar mínar og svo verður Eva sæta systurdóttir mín líka heppin að fá svona kjól en ekki hvað?
Töffarinn minn en samt ekki svo mikill töffari í e-h kjól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2009 | 18:02
Frábær vika að líða
Rjómabollan mín alltaf jafn fallegur.
Vorum annars að koma heim úr Miðhúsaskógi en þar erum við búin að eyða vikunni, bara yndislegt. Krakkarnir elska að vera svona í "sveitinni", fara í pottinn þegar þau vilja og bara það sem þeim langar að gera. Sólin hefði nú mátt sýna sig meira en samt gott veður og við haft það súper.
Náði loksins einn af hópnum mínum, ótrúlega stollt af þessum hópi mínum og hrikalega montin. Það er ekki það auðveldasta í heimi að ná mynd af þeim heheh.
Oddný Erla mín elskar að týna blóm handa mömmu sinni, ég ætti ö-a blómabúð ef þau myndu lifa e-ð af viti.
Kíktum á Laugarvatn og þar fengu krakkarnir að vaða í vatninu sem Þuríði minni finnst sko alls ekki leiðinlegt en hérna er hún að kasta í vatnið sem henni fannst heldur ekkert leiðinlegt. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er að sulla í vatni, láta kasta í vatnsblöðrum eða láta sprauta á sig vatni hehe og þar sem við verðum ekki á sólarströnd þetta sumarið verðum við að nýta öll vötn sem við sjáum og leyfa henni að sulla.
Theodór minn ætlaði nú ekki að þora í vatnið en lét svo skara skríða og fannst það ekkert leiðinlegra en systur sínar.
Skemmtileg helgi framundan hjá okkur fjölskyldunni, systir mín er að útskrifast á morgun sem Hagfræðingur og mágkona mín sem leikskólakennari.
Eigið góða helgi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 10:18
Upptekin fjölskylda
Endalaust mikið að gera hjá okkur og nánast engin tími til að setjast hérna niður og skrifa e-h ritgerð og svo hef ég heldur ekkert svo mikið að segja sem er bara frábært því það gengur svo hrikalega vel með Þuríði mína. Hún var einmitt að fá "inngöngu" hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og stefnan er sett á sjúkra og iðjuþjálfun þar næsta haust sem bara flott en munum samt sakna okkar frábæra sjúkraþjálfara hjá greiningarstöðinni sem við erum að sjálfsögðu ekki búin að kveðja alveg. Neinei hún losnar ekki svo auðveldlega við okkur.
Næstu dagar hjá okkur verða frekar uppteknir og mjög skemmtilegir. Þuríður mín er endalaust kát einsog vanalega, það er svo gaman að vera í kringum hana og svo er hún mikill húmoristi. Við keyptum vatnsbyssur handa liðinu og þá var Þuríður mín ekki lengi að tilkynna ömmu sinni Oddný að hún ætlaði að sprauta á hana sem hún nota bene kallar "ömmu dreka" hehe og finnst það endalaust fyndið. Amman var þá ekki lengi að fara útí búð og keyptu stærstu vatnsbyssuna og tilbúin í vatnsslag við Þuríði mína sem henni fannst ennþá fyndnara.
Þuríði minni finnst heldur tómlegt að vera "ein" (þó hún njóti þess líka)með mömmu sinni og pabba á daginn og eftir ca tvo tíma eftir að hin eru farin á leikskólann þá er hún farin að biðja um að sækja þau sem ég skil mjög vel. En við ætlum að leyfa þeim að vera í fríi þessa vikuna sem þau eru hrikalega spennt fyrir.
Lítið annað að segja nema að öllum líður vel. Vill senda í lokin stórt knús til Bjarkar okkar "töffara" sem ætlum að hitta í næstu viku, ég trúi ekki öðru en þér mun ganga rosalega vel í dag elsku Björkin okkar. Hugsum endalaust mikið til þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2009 | 13:32
Hreyfiþroskapróf búið
Þá er hetjan mín búin með hreyfiþroskaprófið sitt og þá erum við "laus" frá ÖLLU í sumar eða ég trúi ekki öðru. Hún stóð sig að sjálfsögðu ótrúlega vel þó svo við héldum að hún væri ekki með svona mikla hreyfihömlun ..ennþá en þá bætti hún sig mjög mikið síðan í fyrra. Ótrúlega stollt af henni!! Ég fékk að sjá myndbönd af henni sem voru tekin fyrir tveimur árum hjá sjúkrþjálfaranum sínum og þvílíkur munur, fyrir tveimur árum gat hún ekki notað neitt hægri höndina og studdi sig ekki við neitt með henni og allt frekar erfitt fyrir hana en í dag, VÁÁÁVH!! Þetta er mjög merkileg stúlka sem ég. Það er margt sem hún getur engan veginn og sumt sem hún á mjög auðvelt með þannig séð en hún er samt laaaaaangt í frá að vera jöfn jafnöldrum sínum í þessu öllu. Enn hún verður búin að ná þeim áður en hún giftir sig.
Núna verður bara gert ALLT og EKKERT, bara það sem okkur dettur í hug og engin pressa á að fara í leikskólann á morgnanna eða drífa sig úr náttgallanum. Oh mæ god hvað ég er búin að bíða lengi eftir svona tíma, Skari í fríi og endalaust gaman. Reyndar ætlum við að láta stelpurnar okkar fara á e-h námskeið væntanlega badminton- og reiðnámskeið, bara gaman!!
Hérna er ein af Oddnýju Erlu minni.
Vill minnar ykkar annars á "á allra vörum" glossinn sem er ennþá til sölu í Hagkaup og Lyf og Heilsu hér í bænum eða til 14.júní en verður til sölu til 1.ágúst hjá www.skb.is en þar getiði pantað og fengið hann sendan beint í lúguna. Kostar aðeins 2500kr og rennur allur ágóðin til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.6.2009 | 10:27
Hjólastóll farinn :)
Einsog ég sagði í gær þá fórum við í góðan og skemmtilegan göngutúr og hérna er ein af Þuríði minni frá honum en hún fór í "fýlu" held samt að hún kunni ekki að fara í fýlu því hún nennti ekki að labba meir og vildi bara snúa við og fara heim eða láta pabba sinn taka sig á háhest hún veit líka að það virkar hehe.
Einsog þið sjáið á hún mjög erfitt með að brosa ekki :)
Damn get ekki sett fleiri myndir inn. Grrrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.6.2009 | 20:41
Góðir dagar
Mikið hlakka ég til þegar Þuríður mín er búin með hreyfiþroskaprófið sitt þá verðum við nefnilega "frjáls" og ætlum að gera "e-ð" eða það sem okkur dettur í hug. Svo leiðinlegt að vera bundin við eitthvað en núna ætlum við að fá að kynnast því að vera það ekki, jiiiiihaaaa!! Við ætlum að vera í vandræðum hvað við eigum að gera því það verður svo mikið að velja úr, ekki leiðinlegt!!
Þuríður mín er ótrúlega hress, það er alveg yndislega gaman að horfa á hana því hún er svoooo hamingjusöm finnst svo yndislega gaman af lífinu að hálfa væri miklu meir en nóg. Henni finnst allt svo fyndið og skemmtilegt, ef allir væru svona einsog hún er já nei það væri ö-a ekki gaman hehe. Ég reyni samt ofsalega mikið að fagna ekki of mikið og þó svo við séum vön að plana mikið frammí tímann en þá reyni ég ekki að hugsa of mikið um það hvenær eða hvort ég geti kanski farið að fara vinna smá aukavinnu því það er ofsalega mikill draumur hjá mér að fá að vinna smá. Bara komast aðeins út og hitta fólk, eiga vinnufélaga og þess háttar en það þekki ég bara ekki og hef ekki þekkt í alltof mörg ár. En ég á mér samt þann draum að komast kanski einn tvo daga í vinnu þó það væri ekki nema það, kanski ekkert merkilegur draumur fyrir marga en mjög stór hjá mér sérstaklega þegar hetjunni minni líður vel einsog henni líður í dag en oft þegar ég hef farið að dreyma þennan draum og hugsað aðeins frammí tímann þá kemur bakslag þess vegna reyni ég ekki að dreyma of mikið um þetta og hugsa ekki of mikið frammí tímann.
Ætlaði að setja inn nokkrar myndir frá deginum í dag en það er víst e-ð vesen á myndakerfinu þannig það er ekki hægt en við áttum alveg yndislegan dag við Rauðavatn og í skóginum. Bara seinna þá!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2009 | 21:57
Fallegastar
Hvernig er hægt að skapa svona fallegar stelpur? Oh mæ god hvað þær eru fallegar og svo góðar vinkonur, bjútí!! Sem sagt stelpurnar mínar Þuríður Arna og Oddný Erla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar