Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
31.3.2010 | 10:12
ritstífla.is
Hef haft ofsalega lítið að segja, er í páskafríi með Stjörnunni minni henni Þuríði Örnu sem hún er að fíla í botn og það eina sem hún vildi gera með mömmu sinni í fríinu sínu það var að baka skúffuköku la amma Oddný og að sjálfsögðu erum við búnar að skella í eina svoleiðis og eina tertu. Það verður sko borðað hérna um páskana. En hún er ótrúlega hress og kát, er t.d. núna að horfa á sig á dvd þegar hún var mjög veik (samt ekki sem veikust, er að veikjast) og á þeim myndum er hún frekar lyfjadrukkin og mér finnst eiginlega mjög erfitt að horfa á þetta. En þetta minnir mig samt á allt sem hún hefur þurft að þola sem er alltof mikið og maður hefur þurft að vera endalaust sterkur fyrir Stjörnuna mína. Passa sig að gráta ekki fyrir framan hana sem hefur verið mjög erfitt og ekki alltaf tekist, æji þetta er búið að vera alltof erfitt en bara að horfa á hana í dag er stórkostlegt hún á eftir að gefa mikið af sér þegar hún verður eldri þessi stúlka enda laaaaang flottust. Annars er komin staðfest dagssetning á næstu rannsóknum hjá Stjörnunni minni en það verður 11.maí.
Af mér að frétta er bara sæmilegt, er búin að hitta gigtarlækni og er búin að gefa mér smá greiningu en ég segi bara um það allt þegar það er komið úr blóðprufunum. En ég er komin á lyf sem minnkar verkina og leyfir mér að sofa almennilega enda finn ég líka alveg að verkirnar hafa minnkað. Þetta er allt að koma en ekki hvað?
Skemmtileg páskahelgi framundan og margt skemmtileg að gera þessa helgina einsog t.d. BORÐA MIKIÐ og óhollt áður en alvaran byrjar í Crossfitinu.
Eigið góða helgi og njótið hennar í botn einsog við ætlum að gera en ekki hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2010 | 21:00
Í vorblíðunni í dag
Fallega mín hún Þuríður Arna fannst ekki leiðinlegt að leika úti í góða veðrinu í dag.
Hinrik minn skemmti sér svakalega vel í dag og varð alveg snar þegar hann átti að koma inn kl hálf átta en rotaðist um leið og hann lagðist á koddann sinn einsog hin þrjú.
Hérna er hann að róla sér sem honum fannst geðveikt, hann labbaði líka útí skóla til að ná í Þuríði í dag sem tók ekki nema korter-tuttugu mínútur og hann skríkti allan tíman. Fannst það æði, var eitthvað svo frjáls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2010 | 20:44
11. eða 18.maí
Þá er það ákveðið að Þuríður Arna mín fer í rannsóknir sínar 11. eða 18.maí. Að sjálfsögðu er mikill hnútur í maga sem mun væntanlega ALDREI hverfa alveg sama hvursu langt er á milli rannsókna eða hvursu vel kemur útur þessum rannsóknum en það er vont að vera með þennan hnút þess vegna er þá líka gott að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og hafa mikið til að hlakkat til. Við erum búin að fylla næstu helgar hjá ykkur, við Skari vorum t.d. ein í sumarbústað um helgina sem var æðislegt. Næstu helgi ætlum við að sjálfsögðu með börnin á Latabæjarhátíðina og svo getum við ekki beðið eftir páskunum, páskaeggin komin í hús og krakkarnir bíða spenntir að fá að leita af þeim á páskadag en ekki hvað? ....svona ætlum við að hafa næstu vikur svo maður geti "gleymt" sér í skemmtileguheitunum. Þuríður mín er annars ágætlega hress, bíður núna spennt eftir því að komast í páskafrí með móðir sinni því þá ætlar hún að baka skúffuköku einsog amma Oddný gerir. Yndislegust!! Hún kvartar nefnilega dáltið um það að ég sé ekki nógu dugleg að baka þá sérstaklega skúffukökuna einsog amman.
Ég er sæmileg hress, farin að æfa á "fullu" og fer einmitt á crossfit-námskeið um miðjan apríl sem ég hlakka mikið til en kvíði því líka pínu, verð væntanlega einsog belja á svelli. Núna á sko að taka á því, því ég ætla að fara vinna í haust (vonandi fæ ég vinnu) og get ekki beðið eftir því að vera innan um fullorðið fólk en að vera í fastri vinnu hef ég ekki verið í 8 ár og hlakka mikið til. Jú skólinn gengur einsog í sögu, ég rúlla í gegnum hann og fæ bara háar einkunnir enda ekkert annað í bpði og svo eru BARA tvær greinar eftir í útskrift. Jeij!! Er meira að segja farin að gæla við annað nám í fjarnámi, finnst þetta bara svo gaman því mér gengur svo vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2010 | 17:56
Útaf færslunni minni í gær...
Í gær var ég frekar ósátt við það hvað það væru fáar íþróttir í boði fyrir Þuríði mína og að hún hefði ekki verið velkomin í fimleikafélagið sem systkin hennar væru að æfa í þar sem hún þurfti smá stuðning á að halda. Sem ég varð frekar leið yfir því jú þetta var mikill draumur hjá Þuríði minni að æfa fimleika sérstaklega hefði henni fundist flott að æfa með sama félagi og systkin hennar, þó svo hún verði aldrei einhver stjarna í fimleikum þá finnst henni þetta æðislega skemmtilegt og mér finnst líka aukaatriði hvort hún ætti eftir að ná eitthvað langt, það á bara að ganga jafnt yfir alla. Þuríður mín getur t.d. ekki farið í handahlaup eða staðið á höndum en það er bara vegna lömunareinkennar en henni langar samt svo að geta það enda horfir hún á Oddnýju systir sína gera það alla daga hérna inní stofu og finnst ennþá skemmtilegra að fá að horfa á hana á æfingum.
Allavega ég fékk ofsalega skemmtilegt símtal í dag sem ég bjóst að sjálfsögðu ekki við því ég nefndi ekki fimleikafélagið hérna í færslunni, fannst það algjör óþarfi enda þó svo ég hafi verið ósátt við viðbrögðin sem ég fékk fyrst frá þeim þá er þetta frábært félag og Oddný og Theodór ofsalega ánægð þar og við foreldrarnir líka en ég varð ennþá glaðari eftir símtalið sem ég fékk í dag. Jú þar hringdi íþróttafulltrúinn í mig og tilkynnti mér það að Þuríður Arna mín væri meira en velkomin til þeirra og var ofsalega hissa á viðbrögðunum sem ég fékk fyrst í vetur frá þeim en það var ekki hún sem ég talaði við þá. (sá starfsmaður er hættur) Hún byrjar hjá þeim á föstudaginn og verður 2x 50mín og ekki bara það en hún mun líka fá stuðning frá þeim ef hún þarf þess en vonandi þarf hún ekki á þeim að halda og getur verið "ein" að æfa sem er náttúrlega bara draumur ef það verður. Þið hefðuð samt átt að sjá gleðina á andlitinu á Þuríði minni þegar ég tilkynnti henni að hún væri að fara æfa með félaginu sem Oddný er að æfa með (það er sko aðal) hvað þá að annar tíminn sem hún mætir í er á svipuðum tíma og hún æfir líka (sko Oddný). ...og þegar ég sagði henni að hún fengi að fara 2x í viku þar varð hamingjan ennþá meiri.
Já ég skal segja ykkur það að það þarf ekki mikið til að gleðja litla hjartað hennar Þuríðar minnar en mitt hjarta sló ennþá hraðar við þessar fréttir og ég vil þakka fimleikafélaginu enn og aftur fyrir þetta. Að sjálfsögðu á að ganga jafnt yfir alla einsog þau vilja sé gert hjá sínu félagi. Hér ríkir allavega mikil hamingja og hetjan mín fer ennþá hamingjasamari í háttinn í kvöld og verður ö-a að spurja á hálftímafresti næstu tvo daga "hvenær hún fær eiginlega að fara á fimleikaæfingu?".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.3.2010 | 12:46
Hvers á hún að gjalda?
Þuríður Arna mín elskar að hreyfa sig, hún elskar nánast flestar íþróttir og þarf á mikilli örvun á að halda. Hún þarf að æfa fín- og grófhreyfingar þar sem hún kemur ekkert ofsalega vel útur því "prófi". T.d. í haust langaði henni svo að fara æfa fimleika þannig ég fór að sjálfsögðu fyrst í fimleikafélagið (þar sem systkinin hennar æfa) og langaði að koma henni að þar en fékk það bara í hausinn að það væri ekki í boði fyrir hana að æfa hjá þeim, jú vegna þess hún þarf á smá stuðning á að halda og ég vill heldur ekki setja hana í hóp með heilbrigðum börnum svo henni finnist hún ekki minnimáttar því hún getur ekki helminginn af því sem þau gera. Ég var samt búin að frétta að þar æfði barn sem þurfti á stuðning á að halda sem var meir að segja á hennar aldri en NEI hún mátti ekki koma til þeirra og auðvidað var ég svekkt því bæði Oddný og Theodór eru að æfa hjá þeim. Jú ég er alveg tilbúin að fylgja Þuríði minni hvert sem er en að sjálfsögðu vill ég líka leyfa henni að vera án mín og njóta þess að vera innan um önnur börn án þess að mamman er að skipta sér af.
Þá ákvað ég að snúa mér að fimleikafélaginu Gerplu og þar eru þau með tíma einu sinni viku fyrir krakka sem eiga við einhverja þroskahömlun að stríða, þar eru frábærar stelpur að þjálfa krakkana og erum þeim til stuðnings. Ég tek að ofan fyrir þeim en það er samt einn galli þetta er "bara" einu sinni í viku en Þuríði minni langar svo að vera miklu oftar, þetta dugar henni ekki. Það er mikill áhugi hjá henni, henni langar svo að vera einsog Oddný systir sín sem er frekar efnileg (þó ég segi sjálf frá). Nota bene mér finnst þetta frábært starf hjá þeim þó svo mig langi í meira eða þar að segja Þuríði minni en það er bara ekki í boði.
Ég man fyrir nokkrum árum þá kom það alveg í fréttunum því það var eitt fótboltafélag í borginni sem var að bjóða æfingar fyrir fötluð börn, afhverju er það svona fréttnæmt? Á þetta ekki bara að vera sjálfsagður hlutur? Nei ég bara spyr? Mér finnst það bara sjálfsagt því hvers á Þuríður mín að gjalda eða hin börnin sem eru í sömu sporum og hún? Já mér finnst þetta ósanngjarnt þó svo sumum finnist það ekki.
Ætla að enda færsluna mína af einni af Oddnýju minni sem missti sína fyrstu tönn í gær, frekar stollt og ánægð:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2010 | 08:26
"Njótum lífsins á meðan kostur er"
Kl 5:45 var mín vöknuð og það var við vekjaraklukkuna en ekki Þuríði mína einsog flesta daga en hún er mikill morgunhani þessi elska og það er einsog stúlkan þurfi nánast ekkert að sofa. Skiptir engu máli hvenær hún fer að sofa þá er hún nánast ALLTAF vöknuð kl hálf sex eða sex en skreið reyndar uppí rúm til pabba síns korter yfir sex sem er bara met þessa vikurnar.
En já mín fékk smá spark í rassgatið í síðustu viku þegar ég hitti lækninn minn, jú líkaminn minn er í tómu tjóni og hann spurði mig hvort ég væri eitthvað að hreyfa mig og auðvidað gat ég sagt stollt frá því að ég væri nú að reyna fara í einhverja göngutúra sem er reyndar frekar erfitt vegna verkja. Hann fussaði bara yfir því og sagði að ég væri ung og gæti miklu betur en það, jú það er rétt hjá karlinum ...enn enn ég er svo verkjuð kvabbaði ég. Þá einmitt nefndi hann við mig, jú ég er væntanlega mjög verkjuð en það verður kanski "BARA" fyrstu 100 skiptin og svo byrjar þér að líða vel í skrokknum. Ha hu ég er ekki sú þolinmóðasta á svæðinu og hvernig á ég að hafa þolinmæði yfir því að mæta kvalin í ræktina í kanski hundrað skipt og ef ekki meira? Hann nefndi einmitt líka að það yrði mjög auðvelt fyrir mig að gefast upp eftir hundrað skipti og finna engan mun á mér en ég mætti það ALLS EKKI. Þannig ég tók karlinn á orðinu og mætti í ræktina fyrir allar aldir í morgun og fannst það bara æði, þó svo það var erfitt en þá ætla ég mér að vera komin í gott form í haust og fara vinna. Ekkert væl lengur, núna er bara taka á því. Jú ég er ung, ég á fjóra flottustu gullmolana, eiginmann sem þurfa á mér að halda og þá er það bara HARKAN. Geta, ætla, skal.
Það er nefnilega þannig að maður verður svo hrikalega niðurdregin svona kvalin í líkamanum en það er bara ekkert í boði, Þuríði minni líður líka svo vel og þá á mér líka að líða vel. PUNKTUR. Núna á maður virkilega að fara njóta lífsins, jú þetta verður ö-a erfitt en ég ætla bara að hugsa um haustið. Jiiiii hvað það verður yndislegt, þá verður mín líka komin í vinnu, (vonandi) er þegar farin að leita þar sem ég er sú skipulegasta á svæðinu og vill vita hlutina dáltið langt frammí tímann.
Næstu mánuðir hjá okkur fjölskyldunni verða frekar þjappaðir sérstaklega hjá húsbóndanum á heimilinu sem er í 100% vinnu, er í þremur greinum í Stjórnmálafræði í Háskólanum og jú svo er minn maður í 17 sæti hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir Borgarstjórnarkosningarnar. Allt að gerast. Mér finnst reyndar of lítið að gerast hjá mér í skólanum þar sem ég er bara í tveimur greinum og nánast renn í gegnum þær. En annars er margt skemmtilegt framundan hjá okkur og ég hlakka mikið til næstu mánuði hvað þá sumarsins.
Knús á línuna......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 21:00
Í litlu blogg stuði
Hef haft frekar litla löngun til að skrifa hérna og svo er líka hrikalega mikið að gera. En núna er ég gangandi á milli lækna, jessúss hvað það er leiðinlegt en doktorinn minn vill komast til botns á þessum öllum verkjum sem eru að kvelja mig. Eru þetta bara "sálrænir" verkir sem koma undan álaginu sem við höfum verið undir síðustu ár eða er þetta eitthvað meira en það? Eitt er víst að ég er kvalin af verkjum og það er alveg að fara með mig. Jú ég er með einhverja gigt sem á að skoða betur og svo á að senda mig til taugalæknis vegna sumra einkenna sem eru að gera mig gráhærða. En mikið er ég nú samt fegin að þetta er ég sem geng á milli lækna og er kvalin í kroppnum en ekki hetjan mín hún Þuríður, hún er ótrúlega flott þessa dagana og ekkert bendir til einhverra breytinga í æxlinu en samt er ég með endalaust stóran hnút (sem stækkar stöðugt) í maganum fyrir maí mánuði þegar hún fer í rannsóknirnar sínar. Aaaargghhh!!
Eigið góða helgi........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2010 | 10:50
Heimasíðan, Þuríður og ég
Fyrir ca fimm og hálfu ári byrjaði ég að blogga, fyrstu bloggin mín voru bara "fikt" langaði bara að prufa en svo veiktist Þuríður Arna mín og þá var komin ástæða fyrir að blogga. Jú við nenntum ekki að fá þrjátíu símhringingar á dag og allir að spurja sömu spurninguna þess vegna var bara ofsalega gott að skrifa líðan hennar á netið. Í fyrstu voru að sjálfsögðu bara okkar ættingjar og vinir að lesa síðuna en svo jókst aðsóknin og á tímabili voru hátt í 1000-2000 ip tölur á dag sem heimsóttu síðuna mína. Manni fannst það frekar "skerí" hvar margir voru að lesa og hugsaði oft hvort ég ætti að loka síðunni því þið getið ekki ímyndað ykkur í hverju við höfum lent að hafa síðuna opna fyrir almenning. Oftast hefur það verið á jákvæðan hátt og þið hafið peppað okkur upp þess vegna hef ég haft hana opna, jákvæð komment gera ofsalega mikið fyrir mann, miklu meira en þið getið ímyndað ykkur þó svo það er frá ókunnugum (finnst reyndar mörg ykkar ekki vera ókunnug lengur). Að vera með síðuna opna hefur líka verið á mjög svo neikvæðan hátt fyrir okkur fjölskylduna sem ég ætla ekki að tjá mig um hér en það er eitthvað sem þið getið ekki ímyndað ykkur. Bara eitthvað sem á að gerast í bíómynd.
Síðustu vikur hef ég mikið verið að spá í að hætta blogga því mér finnst að ég eigi bara að loka þessari bók, Þuríður mín er í bata og ætlar að sjálfsögðu að halda áfram þeim bata. Ástæðan jú fyrir þessari síðu er tileinkuð Þuríði minni og ég hef verið meira og minna verið að segja frá hennar veikindum, hennar líða, mínum líða eða okkar allra líða í gegnum veikindin. Þessi barátta er búin að taka rúm fimm ár og ég veit alveg að henni er ekki lokið og verður kanski aldrei lokið, hnúturinn í maganum mun aldrei fara sem reyndar fer stækkandi og ekki veit ég afhverju? Æxlið er ennþá til staðar en engin skuggamyndun og stækkun hefur ekki verið í meira en í eitt og hálft ár þannig ástandin er flott á hetjunni minni. Þessi veikindi hennar hafa hægt ofsalega mikið á þroska hennar, allir kramparnir, flogalyfin og krabbalyfin sem mér alltaf jafn sárt því Þuríður mín var heilbrigð þegar hún fæddist og frekar undan sínum jafnöldrum í þroska sem hefur hjálpað henni í þessu öllu. Tveggja og hálfs árs veikist hún og hefur ekki þroskast mikið síðan þá. ENN Þuríðu mín er ofsalega glatt barn, jákvæð og þrjósk sem hefur líka hjálpað henni í gegnum þetta allt saman og á meðan Þuríður mín er hamingjusöm er ég það líka. Þó svo mér finnist það ofsalega sárt hún sé ekki "einsog" jafnaldrar hennar þá er hún hérna hjá okkur sem skiptir mestu því einsog ég hef oft sagt áður þá átti hún að fara frá okkur fyrir ca þremur árum.
Einsog ég sagði þá hef ég mikið hugsað um að hætta hérna en svo fer ég að hugsa ....en ég hef samt svo margt að segja eða það er ennþá svo margt sem hvílir á mér og mér finnst ég þurfa koma því frá mér þó svo það tengist ekki beint hetjunni minni en samt. Mér finnst að þið þurfið að vita hvernig foreldrarnir geta líka "veikst" eftir svona baráttu, eftir svona mikið álag sem við fjölskyldan höfum verið undir síðustu ár. Þetta er ekkert búið þó svo barnið sé orðið hresst, það eru miklar aukaverkanir sem við foreldrarnir getum fengið eða einsog ég er að upplifa þessar vikurnar/mánuði. Hjartað mitt er í molum og líkaminn minn er gjörsamlega í rúst en þá er líka ofsalega gott að eiga góðan mann sem skilur mann best þó svo hann sé ekki að upplifa þetta sama og ég. Þetta er vont og venst ekki.
Þannig núna vonandi er ég "hætt" að tala um veikindi Þuríðar minnar þó svo ég skelli inn einni og einni frétt af hetjunni minni sem verða vonandi bara jákvæðar en ætla að leyfa ykkur í staðin að fylgjast með minni "baráttu" að komast í rétt stand eftir erfið ár. Nei ég er ekki með neinn illvígan sjúkdóm, mig langar bara að koma því til skila að við getum líka "veikst" eftir svona mikið álag.
Núna er litli mömmupungurinn minn farinn að heimta mömmuknús sem hann verður að sjálfsögðu að fá.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
2.3.2010 | 12:40
Fótboltasnillingur
Hérna er töffarinn minn á æfingu:
Þó maður sé bara nýorðinn fjagra ára þá lætur maður ekkert vaða yfir sig og berst um boltann en ekki hvað?
Svo lætur maður líka vita af sér á vellinum "gefann".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar