Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
28.9.2011 | 14:05
16 mánuðum síðar
Það er alveg ótrúlegt að þessar myndir voru teknar fyrir 16 mánuðum:
Hérna er Maístjarnan mín nýkomin úr sýnistökunni.
Og þessi nokkrum klukkustundum eftir aðgerðina, komin á Barnaspítalann. Sjö mánuðum eftir aðgerðina leit hún ekki svona út en kanski einn daginn mun ég birta erfiðustu mynd sem ég hef séð af Maístjörnunni minni í fullri sterameðferð en það er ekki komið að þeim degi, alls ekki tilbúin til þess.
Í dag sést ekkert á Maístjörnunni minni að hún er eitthvað búin að vera í sterameðferð, loksins er öll bjúg farin af henni og hún orðin HÚN. Reyndar hef ég kanski smá áhyggjur af henni þar sem hún nærist ekkert rosalega vel (og "horast" niður) en það eru víst óþarfa áhyggjur segir hjúkkan þar sem hún getur átt erfitt með að nærast alveg ári eftir að sterameðferð ljúki. Hún er samt ofsalega hress fallega stjarnan mín, nýtur þess að hreyfa sig bæði í sjúkraþjálfun og fimleikunum.
Ég er að "glíma" við mikla streitu og ákvað að kyngja stolltinu í gær og skrá mig úr skólanum, það var bara of mikið því verr og miður. Stundum heldur maður að við getum allt alveg sama hvað en það á víst ekki við mig, þetta var erfið ákvörðun en skólinn fer ekki neitt en heilsan gæti versnað ef ég hugsa ekki vel um sjálfan mig sem ég verð að gera þessar vikurnar. Sjö ár af erfiðum veikindum geta tekið örlítið á þó svo ég sé ekki veiki einstaklingurinn en að þurfa að horfa uppá Maístjörnuna mína kveljast endalaust er ekki eitthvað sem einhver óskar sér, tekur á alla vöðva.
Fallega Maístjarnan mín, reyndar sama myndin og hér fyrir neðan nema ég er bara búin að klippa hana einsog þið sjáið.
Kanski ég skreppi bara í uppáhalds saumabúðina mína "Ömmu mús" og versli mér eitt stk jólaútsaum og reyni að gleyma mér eitthvað við það.
Áslaug ofsalega þreytta en samt hamingjusama, stjarnan mín nefnilega í góðu formi þessar vikurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.9.2011 | 11:58
Ofstreita
Maístjarnan mín er í ágætu formi, þori varla að segja það en hún hefur ekki krampað í ca þrjár vikur eða síðan lyfjaskammturinn hennar var stækkaður.
Móðirin sálgreinir sig í sálfræðinni eða í þeirri sem ég er að lesa í skólanum og ég þjáist bara af mikilli ofstreitu sem kemur mjög oft fyrir þegar vel gengur þess vegna reyni ég að vera dugleg að hreyfa mig því ég veit að það hjálpar mér. Streitan fer ekki en hreyfingin hjálpar mér í gegnum daginn. Einsog presturinn okkar sagði við mig uppá spítala í síðustu viku "veistu það Áslaug, ég hef miklar áhyggjur af ykkur Óskari núna"(ekki hjónabandslega, engar áhyggjur) . Já þó svo það sé gott tímabil hjá Maístjörnunni minni getur komið mjög slæmt hjá okkur hinum fjölskyldumeðlimunum sem er allavega að gerast hjá mér. Ég finn það líka að það er að gerast hjá Blómarósinni minni, það þarf ofsalega lítið til að hún brotni niður og er ofsalega þreytt líkamlega og andlega. Já þetta er SKÍTT!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.9.2011 | 21:13
Níu mánuðum síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.9.2011 | 12:08
Zzzzzzz
Síðan við fengum fréttirnar fyrir viku síðan hefur blóðið mitt varla runnið, er svo hrikalega þreytt að hálfa væri miklu meir en nóg. Skólinn hjá mér byrjaði á mánudaginn og ég fékk þvílíkt kvíðakast "hvað í andskotanum ég væri eiginlega að gera?", "ég á ekkert eftir að meika neinn skóla núna?". Fannst ég hefði átt bíða með hann, álagið er búið að vera svo mikið og þetta minnkar ekkert þrátt fyrir góðar fréttir. Bara algjörlega andlaus! En auðvidað hætti ég ekkert við skólann þrátt fyrir kvíðakast, settist bara niður og fór að skoða námsáætlun og viti menn mitt fyrsta verkefni í sálfræðinni er að skrifa um streitu og hvað getur ollið henni? Mér fannst það eiginlega bara "fyndið" verkefni sem ég ætti nú auðveldlega að geta skrifað um. Ég verð í tveimur greinum í vetur og í hinni greininni er ég komin margar vikur á undan áætlun svo ég var ekki lengi að jafna mig á skóla-kvíðakastinu.
En ég er samt ÞREYTT og þarf að fara sofa almennilega á nóttinni, er komin á svefnlyf (sem ég hef nú verið alltaf á móti) sem virka ekkert sérstaklega vel, jú ég sef kanski núna til fimm á morgnanna í einum dúr í staðin fyrir að sofa til tvö og sofna EKKERT aftur. Svo ég haldi mér gangandi er ég að sjálfsögðu í rætkinni minni OG farin að plana skemmtilega hluti fyrir okkur eða þanga til næstu rannsókna og jóla sem við ætlum að sjálfsögðu að njóta 199% í botn án spítalaferða.
Svona í lokin:
Þetta er ÓMÖGULEGT" sagði stoltið, "þetta er ÁHÆTTA" sagði reynslan, "þetta er TILGANGSLAUST" sagði skynsemin, "gefðu því TÆKIFÆRI" hvíslaði hjartað og þá sagði styrkurinn "ekki, GEFAST UPP"... og... við það, VAKNAÐI vonin.
Eigið frábæra helgi sem við ætlum POTTÞÉTT að gera endaf fullbókuð af skemmtilegheitum, meira um það eftir helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.9.2011 | 16:18
Kraftaverkið mitt
Hún hefur t.d. ALDREI getað hoppað (ein og engin að halda í hendina hennar)af þessum kassa en gerði það í fyrsta sinn í dag, ég gæti ekki verið stolltari af henni.
Þessi stúlka er bara snillingur!!
Aldrei að hætta trúa á kraftverkin, þau gerast og við erum að upplifa þau í annað sinn með Maístjörnunni okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.9.2011 | 21:37
Mesta þreytan er að leggjast yfir mig.
Ég held að á hafi aldrei verið jafn þreytt á ævinni, mesta spennufallið búið og það saug úr mér alla líkamlegu og andlegu orku. Maístjarnan mín er líka þreyttari en venjulega þar sem það var verið að auka lyfjaskammtinn hennar og þreytan skellur strax á hjá henni. Ég veit alveg hvað við þurfum á að halda ekki bara við mæðgurnar heldur við ÖLL fjölskyldan en ætla samt ekkert að orða það hér. ...bara nettur draumur! Reyndar væri ég líka til í kærustupara tíma, við erum búin að vera alltof ódugleg við að gera eitthvað saman síðasta ár einsog það hefði átt að vera öfugt. Þess vegna er ég líka í breytta lífsstílnum mínum svo ég get látið ósk eiginmannsins uppfyllta og auðvidað mína líka(hún tengist ekkert mínum auka kg hehe ef þið misskilduð eitthvað eða jú þau þurfa bara að vera færrii svo ég muni fíla mig í "draumnum" okkar).
Ég hlakka bara til að halda áfram að byggja um Maístjörnuna mín í vetur, hún getur, hún ætlar og hún skal. Æxlið hennar var búið að minnka síðan síðast en eru reyndar meiri skuggaupphleðslumyndun í æxlunum sem vanalega gera ekki góða hluti en læknarnir okkar trúa því að það sé vegna þess að það sé að þjappa sér saman og því ætla ég líka að trúa þanga til annað kemur í ljós en næstu rannsóknir verða í byrjun des eða alltaf á þriggja mánaðarfresti.
Væntanlega verða ofsalega þreyttir dagar framundan en mikið er ég samt orðin svakalega spennt að byrja í skólanum í vikunni, vonandi get ég einbeitt mér að því námi. (fjarnám)
Ofslaega þreytta og máttlausa Áslaug sem mætir að sjálfsögðu í ræktina rétt rúmlega sex í fyrramálið en ekki hvað? Ef ég ætla að ná 10km á næsta ári þá er það bara harkan en ekkert "elsku amma".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2011 | 18:18
Niðurstöður 8.sept'11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
6.9.2011 | 10:51
GÓÐ tilfinning...
Ég hef ROSAlega góða tilfinningu fyrir fimmtudeginum þrátt fyrir mikla krampa og lömunareinkenni, ég trúi því að þetta er "bara" vegna bólgna sem hafa myndast eftir síðustu meðferð Maístjörnu minnar. Við hjónin erum allavega búin að panta okkur leikhúsferð á laugardaginn og ætlum að fagna góðu fréttunum sem við fáum á fimmtudaginn en ekki hvað? Jú ég er að bilast úr kvíða en ég trúi því bara að "þessi þarna uppi" fari að hlusta á bænirnar okkar sérstaklega bænir Maístjörnu minnar sem endar alltaf bænina sína á því "góði guð viltu láta mig hætta krampa" og hvernig er hægt að hundsa svoleiðis bæn? Nei það er bara ekki hægt.
Við fáum niðurstöður strax á fimmtudeginum eða rétt eftir rannsóknirnar ef allt fer að óskum þar að segja ef að bestasti sérfræðingurinn okkar verði ekki kallaður í aðgerð. Sérfræðingurinn á fjölskyldu en er samt alltaf laus fyrir "sitt fólk", hann hugsar ofsalega vel um "sitt fólk" en lætur vita þegar hann fer í frí eða það var svoleiðis þegar við vorum að bíða eftir dagssetningu fyrir Maístjörnuna til Svíþjóðar í fyrra. Hann fann sér samt tíma tli að sinna okkar barni þrátt fyrir að vera í fríi sjálfur, maður með hjarta. Auðvidað er þetta ekki sjálfsagt og ég er mjög þakklát honum að sinna Maístjörnunni minni og okkur svona vel, hann talar líka "mannamál" við okkur en ekki einhver flókið læknamál sem við skiljum ekki. Einsog ég gleymi því aldrei þegar hún greindist aftur í fyrra og hann kom í líf okkar (sem ég hefði að sjálfsögðu betur viljað sleppa) og við vorum á fundi með honum "sko ef þetta væri þið (ég og Óskar) sem væruð að greinast með þetta þá væri ég ekki bjartsýnn en ég er ALLTAF bjartsýnn þegar börn greinast með "svona", ALLTAF! "Jú þetta er ólæknanlegt, en ólæknanlegt getur maður verið með alla ævi". Það er ofsalega gott að tala við sérfræðinginn okkar sem er okkur mikilvægt því hann fer í okkar spor og reynir að skilja okkar líðan.
Ég trúi því að Maístjarnan mín fái veturinn til að byggja sig upp og komi í þrusu formi eftir ár, hún ætlar sér svo margt. Ef hún fengi að ráða þá væri hún í sjúkraþjálfun alla daga svona án gríns, hún ELSKAR þjálfunina sína þrátt fyrir að hún sé erfið og hún kanski alveg búin á því. Sjúkraþjálfinn hennar er mjög hissa á því hvað hún er spennt að mæta í tímana til hennar en flest börn eru ekki svoleiðis, þær eru bara FULLKOMNAR saman.
Næsta færsla sem kemur hingað inn verður ofsalega góð, ég trúi því! Sem sagt niðurstöður strax á fimmtudaginn. GETA, ÆTLA, SKAL!!!
Fallegar hugsanir samt vel þegnar.
XOXO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
2.9.2011 | 11:43
Að vera sterkur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar