26.5.2007 | 09:57
Þuríður Arna
Ég hef nú eiginlega bara sömu fréttir og vanalega af henni Þuríði minni, hún er þreytt og ekki alveg með sjálfri sér. Hún er farin að sofa meira yfir daginn og ég er líka farin að leyfa henni það enda ekki hægt annað, hún var eiginlega hætt að leggja sig en það var ekki langur tími því verr og miður. Fer snemma að sofa þó hún sofni tvisvar yfir daginn, ömurleg tilfinning!! Ég er með hjartað í buxunum þessa dagana og er ofsalega kvíðin næstu dögum en í þar næstu viku fer hún aftur í tjekk og ef hún heldur svona áfram þá fer hún strax í myndatökur ég sem var að láta mig dreyma að það væri hægt að geyma það frammí ágúst einsog síðasta plan var.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður viðkvæmur þegar henni fer að líða svona, ég vil helst ekki ræða veikindin hennar því þá brotna ég bara niður(veit ég að þarf ekkert að skammast mín fyrir það en mig langar bara ekki að vera útgrátin allan sólarhringin). Oftast á ég mjög auðvelt með að tala um þau en ekki núna það eru þessir dagar, vildi óska þess að það væri búið að finna lækningu fyrir þessu. Aaaarghh!!
Annars hef ég ekki séð Þuríði mína svona líka glaða lengi einsog hún var í gær, oh mæ god!! Ég fékk nefnilega afmælisgjöf í gær, trallalala!! Já ég veit ég á ekkert afmæli alveg strax en ég fékk hana svo hún myndi nýtast í sumar fyrir mig en ég fékk hjól og barnastól frá fjölskyldunni og ég held að Þuríður mín hafi verið glaðari en ég eheh!! Því að sjálfsögðu byrjaði ég á því að fara í smá hjólreiðatúr og tók öll börnin með en bara eitt í einu eheh, Oddný mín var ekki að fíla þetta hún er með svo lítið hjarta greyjið. "mamma ekki svona hratt", "ekki hjóla svona langt í burtu", "ég er að detta", bara fyndin!! Theodór var eitt bros í framan allan tíman og Þuríður mín skríkti allan tíman sem við hjóluðum þannig næst á dagsskrá er að fara í hjólreiðatúr með Þuríði mína. Það er alveg hrikalega gaman að sjá hana svona glaða og heyra hana skríkja svona, well núna verð ég að bíða eftir að Skari eigi afmæli svo hann geti komið með okkur í hjólreiðatúr hmm verður þá reyndar ekki fyrr en næsta sumar því hann á afmæli í jan. En það var endalaust gaman að fá hjól, hef dreymt um það lengi en lang skemmtilegast að sjá Þuríði mína svona káta.
Stefnt verður í rólega helgi, kanski kíkjum við í "afahús" í dag og leikum okkur þar. Birta bróðurdóttir mín verður með afmæli á morgun, það er svo mikið af afmælum í fjölskyldunni þessar vikurnar. Kanski verða börnin send uppá Skaga annað kvöld í dekur og við höfum það notanlegt hérna heima, aldrei að vita?
Eigið góða helgi kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.5.2007 | 09:08
Það yrði sólskin ef ég fengi að ráða
Ef ég réði um stund þessum heimi.
Ég léti útrýma söknuði og sorg.
Ef lífið væri svo einfalt og ég fengi bara að ráða öllu BARA í einn dag þá væri ég ekki lengi að lækna Þuríði mína og útrýma öllu slæmu, vávh hvað lífið væri yndislegt þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2007 | 10:07
Ennþá orkulaus :/
Þó ég sé orkulaus, andlaus, leið, þreytt og svo lengi mætti telja dreif ég mig samt í ræktina í gær sem ég var sko ekki að meika en ég veit líka alltaf hvað ég hef gott af þessu og líður alltaf aðeins betur eftir hvern tíma. Verst hvað grindin mín er ekki að gera góða hluti og maður áttar sig eiginlega ekki alveg á því hvað ég má gera og ekki gera finn það bara eftir á. Dóóhh!!
Við fórum með Þuríði mína til doktor Ólafs og Sigrúnar hjúkku sem er teimið hennar Þuríðar minnar og það gekk ágætlega en þau vilja fá hana aftur eftir tvær vikur hefði eiginlega átt að vera ein vika en þar sem fólk þarf að fara í sumarfrí þá verður það ekki fyrr en eftir tvær og er alveg sátt við það. Því núna vilja þau fylgjast betur með henni ef henni er að hraka, því ég veit að ef henni heldur áfram að "hraka" (vitum ekki alveg hvað er í gangi9 en þá fer hún að sjálfsögðu í myndatökur í júní það er ekkert beðið með það. Óþarfi að senda hana strax því vonandi eru þetta bara "þessir" dagar einsog koma hjá okkur hinum, erum ekki alltaf jafn hress og kát alla daga og suma mjög þreytt þannig ég krossa bara fingur og vona að svoleiðis er í gangi með Þuríði mína þó ég sé mjög hrædd við hitt.
T.d. gærdagurinn hjá henni var ekkert ofsalega góður, jú stóð sig einsog hetja í leikskólanum og lagði sig ekkert þar en eftir að ég náði í hana var hún eiginlega ekki með sjálfri sér. Tók sér þrjár kríur áður en hún lagði sig alveg en oftast hefur dugað henni að fá sér eina kríu ef hún nær ekki að sofna á leikskólanum og svo hefur hún verið hress eftir það en það dugði henni því verr og miður ekki í gær. Eftir að hún sofnaði alveg var ekki möguleiki að vekja hana en stundum þegar hún sofnar er einsog hún sé algjörlega meðvitundarlaus og ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að leyfa henni að sofa. Með réttu hefði hún átt að sofna ganga tólf í gærkveldi miðavið svefn hennar um daginn en neinei hún var sofnuð fyrir níu og var ekki einsog hún sjálf eftir kvöldmat. Einsog hún væri gangandi í svefni, ofsalega skrýtið að sjá hana í gærkveldi.
Ég myndi ljúga að ykkur ef ég myndi segja við ykkur að ég væri ekki hrædd þessa dagana, ég er ógeðslega hrædd og er ótrúlega viðkvæm. Það er ótrúlega sár hugsun ef henni er að hraka því henni hefur liðið svo vel og hefur staðið sig svo , ég er að reyna hugsa jákvætt og reyni að trúa því að þetta er eitthvað tímabundið. Vona það svo heitt og innilega.
Ég fékk annars þá spurningu á mánudaginn "hvað geriru Áslaug svona til að létta þér lífið og til að halda höfði, hvernig höndlaru þetta?" Hmmm stórt er spurt og ofsalega fátt um svör, það er náttúrlega ekkert annað í boði að en að höndla þessa hluti. Ég get ekkert grafið mig ofan í einhverja holu og vonast til að þetta hafi lagast þegar ég kem upp aftur svo einfalt er þetta ekki, þetta er víst eitthvað það erfiðasta verkefni sem ég hef verið að kljást við. Lífið mitt hefur alltaf verið svo gott hingað til, ekki það sé eitthvað slæmt bara svakalega erfitt að horfa uppá barnið sitt þjást og vita kanski að það eigi ekki framtíðina fyrir sér.
Mér finnst það ofsalega sárt og þá finnst mér heldur ekki geta verið að gera einhverja skemtilega hluti "bara" fyrir mig eða mig og Skara, mér finnst ég þá vera svíkja og vera vond. Ég veit að það er ekki rétt en það er bara svona, ég veit að ég þarf að gera eitthvað meira fyrir sjálfan mig en að fara í ræktina ekki einu sinni þrisvar í viku lengur. En þegar þessi spurning var lögð fyrir mér þá sá ég að væri bara EKKERT að gera en að hugsa um börnin mín sem mér finnst reyndar mikilvægast og svo förum við Skari til útlanda þegar okkur er boðið þangað. Þetta er skömm og synd því ég veit að við eigum góða að sem eru tilbúnir að hjálpa hvenær sem er en samt finnst mér þetta erfitt.
Annars var ég að finna gjafabréf í dekur uppí skáp sem ég var búin að gleyma sem ég ætla að skella mér í á næstu dögum áður en það verður útrunnið eheh. ...og Skari ef þú ert í vandræðum að gefa mér afmælisgjöf ehe þá langar mig í helgarferð í bústað BARA með þér , yrði nú ekki leiðinlegt!!
Í lokin langar mig að senda afmæliskveðju til bestu systir í heimi, well ég nú bara eina systir eheh þannig annað er ekki hægt ehe. Neinei hún er frábær þessi elska, alltaf tilbúin að hjálpa þegar þörf er á. Hmm Oddný það þyrfti nú að skúra yfir gólfið hérna? thíhí!! Allavega elsku Oddný systir hjartanlega til hamingju með daginn, geggjað að Sammi þinn hafi gefið þér hjól í afmælisgjöf hver veit nema einhver gefi mér líka hjól í afmælisgjöf svo við getum hjólað saman.
Knús og kossar til ykkar allra
Slauga sem er að reyna hlakka til 2.júní þegar mín heldur uppá þrítugsafmælið enda búin að fá fínan skemmtikraft í afmælið og á von á góðu fólki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.5.2007 | 20:28
Andlaus
Mér líður einsog allri orku hafi verið sogað úr mér, hef lítið meir um það að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2007 | 21:25
Bloggleysi?
Hef ekkert verið svakalega dugleg að blogga undanfarna daga þá meina ég blogga almennilega um hitt og þetta en samt aðallega þetta og það eru ástæður fyrir því.
Jú í fyrsta lagi hef ég lítið að segja og ég nenni ekki að blogga um EKKERT eða þar að segja að segja ykkur frá því hvernig dagurinn var hjá mér og mínum, frekar leiðinlegt blogg.
Öðru lagi þá er það hún Þuríður mín, jú einsog ég hef oft sagt áður þá fer líðan mín allt eftir Þuríðar minnar líðan og þegar henni líður ekkert of vel þá líður mér enn verr þar að segja andlega. Ég hef ekki hugmynd um hvernig Þuríði minni líður því hún er ekki vön að tjá sig mikið um það þannig maður horfir mest á krafta hennar og styrk sem hefur farið aðeins niður á við síðustu daga. Hef verið að vona síðustu daga að þetta væri einhver paranoia í mér og reyndi sem ekkert að hugsa um það en auðvidað fór þessi hugsun ekkert útí buskan.
Hún er sem sagt farin að þreytast meira síðustu daga, þær hafa tekið eftir því á leikskólanum þó hún sé með krafta í að leika sér með krökkunum enda reynir hún að láta lítið sem ekkert stoppa sig í hlutum sem henni langar að gera en þreytan er farin að segja til sín. Þetta var ekki nein ímyndun í mér því verr og miður því svo fórum við í sjúkraþjálfun í dag og þjálfarinn sá strax að hún var orðin valtari en hún er vön að vera og varð fljótt þreytt í tímanum en undanfarnar vikur hefur hún haft mikla krafta og ekkert látið stoppa sig. Mikil kraftakerling hún Þuríður mín!!
Þannig þessa dagana hefur manni ekkert liðið sérstaklega vel að sjá hana þreytast er ofsalega erfitt og hnúturinn í maganum verður svakalega stór, ég vona svo heitt og innilega að þetta sé eitthvað tímabundið en ekki eitthvað sem er að draga hana niður. Hún er búin að vera svo svakalega hress og þvílíkur styrkur í henni, finnst þetta allavega svakalega erfitt. Hún er aftur farin að þurfa leggja sig á daginn sem hún var nánast hætt og samt sofnuð milli sjö og átta á kvöldin, ohh ég verð svo reið!
Allavega ég veit ekkert hvort ég verð í miklu bloggstuði næstu daga? kanski mun ég hafa mikla þörf fyrir að tjá mig, ég veit það ekki? Mér finnst þetta bara erfitt en við erum að fara með hana á morgun til doktor Ólafs í smá tjekk en ef hún heldur áfram að þreytast enn meira þá munum við heimta myndatökur strax en ég vona svo heitt og innilega að við getum beðið þanga til í ágúst einsog planið var en það var aðal planið ef henni héldi áfram að líða svona "vel".
Farin að leggjast á koddan og kanski kveiki ég á imbanum eða kúri bara með henni Oddnýju minni Erlu sem bíður eftir mér að ég klári hér en hin tvö eru að sjálfsögðu sofnuð en Oddný mín er doltið gömul sál og þarf ekki að fara sofa fyrr en við förum að sofa, þarf óttanlega lítinn svefn miða við að vera bara þriggja ára gömul ehe!!
Langar í lokin að biðja ykkur að kveikja einu kerti fyrir hana Ástu Lovísu ein af hetjunum mínum hér til hliðar en hún þarf svo sannarlega á því að halda þessa dagana. Knús til þín Ásta mín!!
Verið góð við hvort annað og ekki gleyma knúsunum, góða nótt kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.5.2007 | 07:38
Elsku Þuríður Arna okkar!!
Hjartanlegar hamingjuóskir með 5 ára afmælið og að sjálfsögðu færðu prinsessuköku tilefni dagsins.
...og að sjálfsögðu kveikjum við á nokkrum ljósum í tilefni dagsins, vonandi heldur þér áfram að líða svona vel. Knús og kossar
Mamma, pabbi, Oddný Erla og Theodór Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
19.5.2007 | 09:06
Fyrir og eftir
Ég ákvað að skella drengnum í sumaklippingu og allar krullur klipptar í burtu, fólk sem sér hann núna fær alveg áfall því ég hafði látið klippa þær í burtu. Hemmhemm þær koma eftir þannig ég hef engar áhyggjur, það er svo gaman að sjá hann núna því hann er miklu meiri gaur en áður, bara gaman!! Hér sjáiði fyrir og eftir myndir af honum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.5.2007 | 16:49
Góður gítarleikari og söngvari óskast?
Takk kærlega fyrir það!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2007 | 19:20
Varð fyrir árás í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
93 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar