4.5.2007 | 09:21
KR-ingurinn okkar

Þessi mynd var tekin af Þuríði minni sumarið áður en hún veiktist, þarna er KR-ingurinn okkar í útilegi japlandi á ís

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.5.2007 | 15:59
Pælingar
Ég er mikið að pæla í því hvað ég á að gera í haust ef Þuríður mín heldur áfram að vera svona góð einsog hún hefur verið undanfarna rúma tvo mánuði. Mig er farið að langa að fara gera eitthvað en ég veit samt ekki alveg hvað? Orðin doltið leið á því að vera svona "ein" allan daginn, búin að vera svoleiðis ansi mörg ár og finnst tími til komin að gera eitthvað í þessu. Jú ég veit að það getur ekki orðið af því ef henni færi að versna en ég ætla mér ekki að hugsa svoleiðis eða reyna.....
Well reyndar er ég ofsalega hrædd við að ákveða eitthvað því alltaf kemur EF þó ég reyni ekki að hugsa svoleiðis, mig langar ofsalega mikið að fara í skóla í eitt nám sem hefur lengi langað að fara í. En svo kemur líka "hefur maður efni á því?" hmmm ég hef nú verið frá vinnu í ansi langan tíma þannig það ætti kanski ekki að breyta neinu eða hvað? Vill líka einhver vinnuveitandi ráða mig í vinnu? Vill einhver fá konu í vinnu sem á langveikt barn og ég gæti þurft að vera vikum saman frá vinnu? Hefur einhver skilning á því og samstarfsmenn mínir þolinmæði í svoleiðis?
Ég hef unnið á stað þar sem var meiri hlutinn var konur en þá átti ég engin börn en ég man hvað þær urðu pirraðar útí hinar þegar börnin voru veik og kanski oft veik og þá þurfti annað foreldrið að sjálfsögðu að vera heima. Ég reyndar pirraði mig aldrei á þessu því ég vissi sjálf að ég gæti einhvern daginn verið í þessari stöðu en vissi þá að sjálfsögðu ekki að ég þyrfti að hætta vinna vegna þess að barnið mitt fengið illvígan sjúkdóm. Ömurlegt!!
Reyndar hafði mig alltaf dreymt að gera verið heimavinnandi og geta sinnt börnum og heimili en ég vildi stundum óska þess að ég hefði ekki óskað mér þennan draum því hann varð að veruleika en ekki að þeirri ósk sem ég vildi. Ennþá ömurlegra!!
Allavega þá eru miklar pælingar í gangi hvað ég eigi að gera næsta haust og ég veit líka að það væru ekki margir ef einhverrir vinnustaðir sem vildu fá mig í vinnu og þá væri kanski bara betra að fara í skóla og vera með frjálsa mætingu. Þá get ég bæði reynt að sinna námi og ef eitthvað kæmi uppá útaf henni Þuríði minni eða hin verða veik eða þess háttar. Þetta eru alltof erfiðar pælingar, er reyndar búin að fylla út umsóknina mína í skólan en þá er bara eftir að senda hana og borga staðfestingargjald. Aaaaaaaaaaaargghhh!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2007 | 11:36
paranoid
Það er svo skrýtið en samt ekkert skrýtið en alltaf þegar ég sé að Þuríður mín er óvenju þreytt eða hegðar sér ekki einsog venjulega verður ég svakalega paranoid og hugsa alltaf að núna er henni að fara versna. Hún var nefnilega svo þreytt á mánudaginn og hegðaði sér eitthvað öðruvísi en vanalega og þá fór hjartað að slá hraðar og ég fann alveg hvað ég fór að skelfa en að sjálfsögðu var þetta bara alltíkei og stúlkan sem hressust en ekki hvað.
Annars er ég svakalega tóm í dag, andlaus, nenni ekki neinu en ætla mér nú samt að mæta í ræktina í kvöld og ath hvernig grindin bregst við. Ég hef nefnilega ekki verið svakalega dugleg að mæta að undanförnu en það er vegna þess að grindin er eitthvað að gefa sig, það er svona að eignast þrjú börn á fjórum árum og þá þarf eitthvað að gefa sig. Ég hef reyndar verið sæmileg í vetur og reynt að æfa þrisvar í viku (allavega) en svo alltíeinu núna þarf hún eitthvað að fara kalla á stop, aaaaaaaarghhhh!! Ég þarf nefnilega alltaf að gera æfingarnar í tímum sem ég á ekkert að vera gera því ég held alltaf að það verði alltíkei enda finn ég kanski ekkert þegar ég er að gera æfingarnar en svo um kvöldið eða daginn eftir labba ég einsog ég sé komin átta mánuði á leið eheh!!
....orðin tóm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2007 | 14:42
Úr afmælinu
Skoppa og Skrítla mættu í veisluna og það var sko kátína á bænum með það.
Að sjálfsögðu var fengið smá kveðjuknús og vonandi ekki langt í að þær hittast aftur.
Flotta afmæliskakan
Læt þessar myndir duga fyrir ykkur, takk fyrir mig í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2007 | 07:48
Hún á afmæli í dag....
Hún á afmæli hún Oddný Erla mín, hún á afmæli í dag. Hún er þriggja ára í dag....trallalala. Hibbhibbhúrrey!! Ótrúlegt að þessi stúlka hafi komið í heiminn fyrir þrem árum, ég man það einsog það hafi gerst gær. Hún lét sko hafa fyrir sér en það er líka þess virði einsog með hin tvö, vííí!! Til hamingju með dagin elsku Oddný Erla okkar, þú ert flottust og hefur hjálpað okkur endalaust mikið í þessu verkefni sem við höfum öll fengið. Knús og kossar frá okkur öllum.
Það var sem sagt haldið uppá afmæli Oddnýjar og Þuríðar í gær og það tókst svona líka vel, það var haldið í einum íþróttasal bæjarins og við erum ótrúlega ánægð með daginn. Gaman að sjá okkar fólk með okkur á þessum frábæra daginn, stelpurnar þvílíkt ánægðar með daginn. Vinkonurnar Skoppa og Skrítla mættu á svæðið sem þeim systrum eða hinum börnunum fannst ekki leiðinlegt og svo léku börnin sér á dýnum, fótbolta, badminton og svo lengi mætti telja enda Latabæjarþema.
Knús til ykkar allra fyrir stelpurnar.
Reyndar skilur Oddný ekkert í því hvað hún á marga afmælisdaga eheh, haldið var uppá afmælið hennar á föstudaginn í leikskólanum því það er lokað í dag, afmæli í gær og svo verður dekrað við stelpuna í dag. Bara gaman!!
Best að fara dekra við afmælisbarnið og að sjálfsögðu hin tvö líka, vonandi munu þið eiga góðan dag einsog við ætlum að eiga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.4.2007 | 17:38
Hibbidíhæ hibbidíhó
Ég ætlaði mér nú ekkert að skrifa í dag fyrirutan að minna ykkur á nýja könnun en svo varð ég bara og ástæðan er hún Þuríður mín litla kraftaverkar hetjan. Ég fór nefnilega með henni í sjúkraþjálfun í dag sem er ekki frásögufærandi, ég hef ekki farið með henni í tvo eða þrjú skipti vegna veikinda og svona þannig Skari hefur farið henni.
Allavega þá var yndislega gaman að sjá hana í þjálfuninni, jú fyrsta lagi dreif stúlkan sig afstað þegar hún var komin í Real Madrid búninginn sinn ekki spurja mig afhverju hún á þannig búning en það var kanski vegna þess að Arsenal búningurinn er svo hrikalega dýr og ég tímdi ekki að kaupa hann dóóhh!! ....og KR-búningurinn hennar var skítugur en það er skylda hjá stúlkunni að mæta í fótboltabúning í þjálfunina og það er sko allt hennar. Hún veit sko alveg hvað hún vill en ekki hvað? Ok alltílagi með það, stúlkan dreif sig bara að gera æfingarnar án þess að kóngur né prestur hefði sagt henni hvað hún ætti að gera og gerði allt svona líka vel. Oh mæ god hvað ég varð stollt af henni en þetta hafði hún ALDREI gert og hvað þá gert þetta svona vel án þess að þjálfarinn segði henni til. Draumur í dós!!
Hún gerði allar sínar æfingar stór glæsilega, ég og þjálfarinn urðum eiginlega kjaftstopp. Þvílíkar framfarir á örfáum vikum, jú það þarf ennþá að ýta á eftir henni að nota hægri því hún eiginlega oftast gleymir að hún sé til enda búin að vera lömuð í henni í marga marga mánuði. Höndin er sem sagt að koma til þó hún sé ennþá máttlaus í henni og maður sér líka að kraftur í fótum er meiri en hann var og það sá ég svo sannarlega í dag þegar henni var skellt á hjólið. Jú hún þarf sérstök tæki fyrir lappirnar hennar sem eru festar við petalana en stúlkan gat í alvöru hjólað í fyrsta sinn á ævi sinni án allra hjálpar. Það eru sko ótrúlegustu hlutir að gerast og maður verður orðlaus yfir þessum kraftaverkum, ég var líka brosandi allan hringinn allan æfingatíman hjá henni.
Mikið er ég spennt eftir næsta sjúkraþjálfunartíma sem verður reyndar ekki fyrr en eftir tvær vikur og svo verður frí í allt sumar sem mér finnst synd því henni fer svo mikið fram og það á svona stuttum tíma.
Það er allavega allt að gerast hjá kraftaverkin mínu og ég er svo sannarlega farin að trúa á þau og held í mikla von ennþá að hún lagist af þessu öllu saman. Hvar værum við án allra vonar og trúar?
Knúsumst öll í tilefni dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
26.4.2007 | 10:22
Ný könnun
Þá er ég búin að breyta um könnun en rétta svarið við hinni var að ég á afmæli 12.júlí sem þið munið ekki gleyma (verð þrídug oh mæ god), endilega setjið í minni á símanum ykkar ehe!! Jú Þuríður mín var líka skírð þann 12.júlí fyrir tæpum 5 árum og við Skari giftum okkur þennan merkisdag fyrir tæpum fjórum árum. Gott að hafa þetta allt sama daginn svo Skari minn þurfi ekki að muna of marga daga.
Hef annars ekkert að segja bara undirbúningur í gangi fyrir stór afmæli dætra minna sem eru spenntastar í heimi, þanga til næst.
Slauga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 18:35
Var að pæla í....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 10:43
Fréttir dagsins
Hann Theodór minn Ingi er allur að koma til, fór loksins að halda niðri á laugardaginn og er farin að borða einsog honum er líkt sem er bara gott. Alltaf gott að þurfa sleppa því að fara uppá spítala og fá næringu í æð.
Þuríður mín er farin að líkjast eðlilegu barni, þar að segja hún er farin að sýna á sér aðrar hliðar en hún var vön að gera þegar kramparnir voru sem verstir, hún sem dópust og þegar hún var í meðferðinni. Já kraftaverkin gerast!! Hún er sem sagt farin að slást við systkin sín, lætur sko engan lengur vaða yfir sig, hún rífur kjaft einsog einhver unglingur eheh, hún er farin að skella á eftir sér ef hún fær ekki eitthvað sem henni langar að fá og fer þá bara í fýlu og svo lengi mætti telja. Flestir foreldrar myndi ekki fagna því þegar barnið þeirra færi að gera eitthvað svona en okkur finnst það ÆÐI þar sem einsog ég sagði farin að líkjast "eðlilegu/venjulegu" barni þannig það er mikill fögnuður hérna í sveitinni.
Núna þurfum við að skammast aðeins oftar í henni sem okkur finnst bara "gaman" því við höfum aldrei þurft eitthvað að skammast í henni. Hún er líka farin að rífast í systkinum sínum þegar þau rífast um mömmu sína en núna er hún farin að sýna meiri tilfinningar og vill eiga mömmu sína líka einsog þau þannig það eru oft mikil slagsmál á heimilinu hver á að sitja núna hjá mömmu sinni eheh!! Einsog ég sagði við Skara á laugardaginn þegar þau voru tvö í fanginu mínu og eitt öskraði því það vildi vera eitt hjá mér en komst ekki fyrir, það væri nú ekki gaman ef það fjórða bættist við thíhí!! Hvernig yrði það þá? Well það er ekki á ársverkefnalistanum eheh þannig ég þarf engu að kvíða þó það komi einhverntíman að því. Þetta er bara gaman!!
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er gaman að sjá barnið sitt loksins farið að sýna einhverjar tilfinngar að ráði en síðast sáum við þetta hjá henni í okt'04 sem er alltof laaaaaaangt síðan en þá var það þegar hún veiktist.
Annars eru stelpurnar svakalega spenntar fyrir næstu helgi því þá á að halda uppá 3 og 5 ára afmælið þeirra, það eru nú bara þrjár vikur á milli þeirra þannig afmælin eru haldin saman. Núna eru afmælin haldin við afmælið hennar Oddnyjar minnar en í fyrra var það á afmælisdaginn hennar Þuríðar minnar. Við fórum einmitt í Hagkaup í gær og þær fengu að velja þema og að sjálfsögðu var það Latibær, reyndar kom það mér á óvart að það var ekki prinsessu-eitthvað eheh en Oddný var harðákveðin að hafa prinsessu en þegar hún sá allt Latabæjar dótið var það fljótt að breytast. Ég er líka alveg svakalega spennt því mér finnst svo endalaust gaman að halda uppá afmæli barnanna minna, í fyrra t.d. skelltum við upp tjöldum í garðinum hjá mömmu og pabba og grilluðum handa gestunum (réttara sagt pabbi minni frábæri) sem sagt garðpartý en þetta verður allt öðruvísi í ár, vííí!! Kemur bara í ljós eftir næstu helgi, allt mikið leindarmál!!
Í lokin langar mig að biðja ykkur að senda fallegar kveðjur, strauma og bænir til hennar Lóu hetju en linkurinn á heimasíðu hennar er hérna til hliðar undir "hetjur", endilega skrifið fallegar kveðjur á heimasíðu hennar því ég veit sjálf hvað það gerir mikið fyrir mann að fá fallegar kveðjur.
Knús og kossar úr sveitinni
Slauga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.4.2007 | 19:51
Koben í myndum
Harpa, ég og Elísabet mættar á pöbbin á Strikinu
Skari og Vigga voru að sjálfsögðu með í för
Elísabet var svo elskuleg og setti upp smá andlit fyrir mig fyrir ballið, knús til hennar!!
Ég og Dísin mættar á showið sem var geeeeeeeeeeeeðveikt.
Inga og Skari sátu á móti okkur
Egill flottur
Stebbi líka
Við stelpurnar tókum einn rúnt um strikið, takið eftir það að það eru engir pokar með í för. (Vigga, Elísabet, Harpa og ég)
Settumst niður á eitt kaffihúsið og fengum þetta fallega teppi þar.
Þar er ferðinni lokið, njótið!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
93 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar