Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Kvartar mikið

Við mæðgur sko ég og Þuríður mín Arna erum núna búnar að eyða síðustu dögum einar saman sem henni finnst alveg yndislegt.  Að vera í svona rólegheitum með mömmslu sinni, finnst henni ofsalega ljúft og segir einstökum sinnum við mig "mamma núna erum við bara stelpurnar" sem er náttúrlega mjög sjaldgæft nema hún sé mjög slöpp eða megi ekki gera hitt og þetta vegna veikinda sinna en loksins kom af því að við fengum að njóta þess að vera tvær án hita eða mikils slappleika.  Hún tilkynnir mér líka oft á dag hvað hún elski mig mikið (fæ alltaf fiðring í magann þegar hún segir það við mig) og að ég sé besta vinkona sín.  Yndislegust!!

Hún reyndar hefur kvartað mikið síðustu daga um verki hér og þar, segist vera þreytt og lasin í höfðinu en samt ágætlega hress.  Veit ekki hvað þessi "kvörtun" þýðir, vonandi ekkert bara en maður verður alltaf smeyk þegar hún kvartar eitthvað svona.  Hún hefur þurft að leggja sig yfir daginn síðustu vikur annars orkar hún ekki daginn, ætla að ath í dag hvort hún meyki daginn ef hún leggur sig ekkert í dag.  Ef ekki veit ég að það er búið að búa til hvíldarherbergi fyrir hana í skólanum með góðum sófa þannig hún getur alltaf fengið sína hvíld sem er bara frábært en annars vill ég hafa hana heima ef hún er það orkulítil heldur en að sofa í skólanum allan skólatímann. 

Hún er ótrúlega spennt fyrir skólasetningunni sem verður kl fjögur í dag en ég er ótrúlega kvíðin fyrir þessu öllu, ef krakkarnir og starfsfólkið er einsog á leikskólanum hennar þarf ég engu að kvíða.  Úúúúffhhh!!  Hjúkkan okkar mun koma á foreldrafund og tala um veikindin hennar við alla foreldrana þannig þau skilji öll hennar/okkar aðstæður.

Maður er samt strax farin að finna fyrir því hvernig er að eiga bæði heilbrigt barn og langveikt og mikið eftir á í þroska einsog hún Þuríður Arna mín er þó hún leyni mikið á sér.  Þó að Oddný mín Erla sé bara 4 ára þá er farið t.d að bjóða henni mikið í afmæli og hún á sína vini í leikskólanum sem er að sjálfsögðu bara frábært og hún fær auðvidað að njóta þess.  Svo aftur á móti fann maður mikið að hún Þuríður mín tengdist engum á leikskólanum (þannig séð)og var aldrei boðið neitt og auðvidað verður maður sár fyrir hennar hönd en hún er ekki farin að finna fyrir þessu allavega sýnir það ekki sem er kanski ágætt en það mun ekki líða langur tími þanga til hún finnur fyrir þessu.  Jújú ÖLL börnin voru ofsalega góð við hana, alltaf glöð að sjá hana, gefa henni knús, spurja mig spjörunum úr vegna veikindana og henni fannst það að sjálfsögðu svakalega skemmtilegt en oft voru þau líka pirruð á henni ef hún kunni ekki þá leiki sem þau voru að leika sér í.  En ég veit líka að þau gerðu oft leiki í kringum hana þannig hún fékk að vera með einsog Oddný mín Erla gerir fyrir hana, hún kann ofsalega vel á hana og er dugleg að "skipa" henni fyrir sem henni finnst ofsalega skemmtilegt.

Læknaheimsóknin í fyrradag gekk alveg ágætlega, hún er ekkert að þyngjast frekar að léttast því hún hefur lengst smá og léttist um 500gr.  Hún er heldur ekkert mikið fyrir að borða þessa dagana, veit heldur ekki hvað það merkir?  Læknirinn kanski hræddur um að hún sé að fá enn eina sýkinguna enda mikill hósti, slím og astmi í henni og þá myndi það að sjálfsögðu þýða enn einn sýklakúrinn, bwaaahhh!!  Erum reyndar búin að biðja um sérstakan sýklakúr ef þess þarf því hún verður svo svakalega ofvirk og hvatvís af öllum þessum lyfjum og loksins farin að róast núna, fer svo illa í hana. En í næstu viku verður ákveðið með minnkunina á flogalyfjunum, mikill kvíði fyrir því og mikili áhætta en vonandi þess virði.

Ok það mun ekki virka að láta hana ekki fara sofa í dag, kvartar svakalega mikið hvað hún sé þreyttFrown svaf samt rosalega vel í nótt.  Þannig mín ætlar að leggjast með henni uppí rúm og við ætlum að halda utan um hvor aðra einsog við gerum alltaf þegar við leggjumst uppí rúm á daginn.  Æjhi svo verður maður oft svo "ímyndunarveik" ef hún byrjar að kvarta svona, finnst hún t.d. ekki vera nota mikið hægri hendina og held að það sé að koma einhver meiri lömun þar.  Ohh ég þoli ekki svona daga.

P8154381
Þuríður mín elskar að knúsa og gefur öllum sem hún þekkir óspart knús á línuna.  Hérna eru þau systkinin í sumarfríinu okkar.

Farin uppí rúm með hetjunni minni.....


Lækna- og skólaheimsókn á morgun

Að sjálfsögðu byrjum við á því um leið og sumarfríið er búið að fara uppá spítala í tjekk en það verður gert strax í fyrramálið og hetjan mín þarf að fara í lyfjamælingu og hlustun.  Okkur hefur funndist hún vera lyfjadrukkin og það þarf víst að mæla það en það getur líka verið að öll þessi sýklalyf séu að ýta á einhver flogalyfin hennar sem gera það að verkum sem taugalæknirinn hennar heldur.  Svo væntanlega í næstu viku verður ákveðið hvað verður gert með að minnka flogalyfin hennar en það var stefnan okkar foreldrana og lækni hennar en það verður gert mjöööööög rólega og vandlega.  Nefnilega síðast þegar það var gert þá fór allt í vitleysu og hún krampaði stanslaust í tvö ár sem er það versta sem maður getur upplifað.  En núna hefur hún verið krampalaus síðan í febrúar í fyrra og hefur verið mjög góð hingað til þannig okkur og læknunum finnst tími til að minnka þetta eitthvað enda mikill kokteill sem hún fær á hverjum degi.  Að sjálfsögðu er maður kvíðin fyrir þessu öllu en þetta er eitthvað sem þarf að gera en mikil áhætta, veit samt ekki hvernig það yrði ef hún færi að krampa aftur.  Alveg hræðilegt!  Hún getur nú alveg byrjað að krampa án lyfjabreytinga, yrði bara verra ef hún fengi mikið af krömpum í skólanum og fengi ekki að njóta þess að vera hún.  Alltof mikið álag á þennan litla kropp hennar.

Jú svo á morgun er heimsókn frá skólanum, en skólinn sem hún er að fara í hefur það að venju að koma í heimsókn til allra barna fyrir hvern vetur sem mér finnst alveg frábært.  Þroskaþjálfinn sem verður yfir hennar málum og skólahjúkkan ætla  að koma til okkar á morgun og Þuríður mín er svakalega spennt að fá þær og sýna þeim skólatöskuna sína og pennaveskið eheh.  Það er nánast allt að verða reddí fyrir veturinn hjá henni nema nokkrar tuskur utan um hana en hún er samt tilbúin og það fyrir lööööngu.

Hún á ofsalega erfitt þessa dagana, ofvirknin og hvatvísin er mjög slæm hjá henni og hún veit ekkert hvað hún vill?  Lyfin (sýkla) eru væntanlega að fara svona illa í hana sem er frekar slæmt, ótrúlega erfitt að hafa hana svona og fer náttúrlega ofsalega illa í hana.  Bwaaahh!!  Vonandi bara tímabundið sem hún verður allavega svona slæm en þetta er alltaf tilstaðar en er misgóð.

Smá samtal á milli Oddnýjar minnar og Theodórs:
Oddný Erla (í gærkveldi þegar það var orðið dimmt):  "Theodór Ingi sjáðu þarna er tunglið og ég sé líka karlinn í tunglinu".
Theodór: "Já hann er algjör aumingi".  Nota bene drengurinn er nú rétt tveggja og hálfs.  Það var samt ótrúlega fyndið að heyra hann segja þetta og Oddný Erla mín varð alveg kjaftstopp.

Oddný Erla mín var líka að skoða stafabókina hennar Þuríðar minnar og spyr mig hvaða stafur þetta væri og að sjálfsögðu sagði ég henni það sem var stafurinn B.  Oddný: "já alveg einsog í bangsi". Afhverju er hún svona klár og það bara 4 ára? Whistling  Án gríns þá verður hún orðin læs í lok vetrarins allavega í síðasta lagi.

Ætla að enda færsluna af nokkrum góðum frá sumarfríinu okkar sem var það besta í heimi og við höfðum það yndislega gott öll saman ásamt minni hele familíen (fyrirutan elsta bróðir minn og hans fjölsk.) og svo tengdamóðir minni.  Besta sem við gerum saman og börnin mín elska útað lífinu, megið giska?

P8084035
Ég elska að sýna ykkur myndir af þessum kroppum. Svona voru þau léttklædd allt sumarfríið okkar sem er ekki amalegt.

P8083955
Var svo stolltur með þetta hálsmen og hann er nú ennþá stolltari að vera hættur með snudduna sína og bleyjuna.  Segir alltaf til sín og kemur sífellt á óvart, hlakkar hrikalega til að fara í leikskólann í fyrramálið til að segja vinkonum sínum á deildinni hvað hann sé orðinn duglegur.

P8124212
Þuríður mín Arna er orðin mikill lubbi, mikill munur að sjá hana í dag eða fyrir ári síðan.  Fyrir ári síðan var hún með strákakoll en ekki lengur, bara gaman!

P8134305
Brún, sætari og særleg.  Bara flottust bæði tvö.  Þuríður Arna mín og Skari minn.

P8144367
Þau hafa aldrei verið í jafn miklu myndastuði og þessa dagana, ótrúlega flott einsog alltaf.

 


Sumarfríi að ljúka

P8184517
...og hérna er ein úr fríinu okkar, þvílíkir kroppar og þvílík bjútí.  Þuríður mín er farin að brosa svona við allar myndatökur því hún er að reyna sýna manni tennurnar sínar og draumurinn hjá henni að einhver tönnin fari að losna ehe.

Ætla samt ekki að hafa það lengra í dag, njóta síðasta dagsins okkar Skara og barnanna saman í fríinu og svo tekur alvaran við. 

 


Skolaganga hjá hetjunni minni alveg ad hefjast

Hetjan mín bídur spennt eftir fyrsta degi skólans, búin ad fá skólatosku og pennaveski og tá tarf bara skólafot, jiiih hún er svo spennt.  Bara ein stór ósk ad hún fengi ad njóta tess ad vera í skóla, á samt alveg von á tví ad veturinn verdi erfidur vegna veikindanna en tá veit ég líka ad hún getur fengid heimakennslu tja nú ég er heima sem er "mín vinna" vegna hennar tannig ég verd alltaf til stadar.  En tad vaeri bara óskandi. 

Hún hefur átt dáltid erfitt sídustu daga/vikur eda kanski aettti ég ad segja ár?  Well misjafnir dagar hjá henni og alltaf um leid og hún haettir á tessum blessudum sýklalyfjum byrjar hún ad slappast, bwaaaaahh!!  Hún er alltílagi núna en samt ekki alveg nógu gód, aetli tad fari ekki ad koma tími á laeknaheimsókn og tá faer hún o-a einhverja pensilínmedferdina, eina sem teim dettur í hug og kanski eina sem er bara í bodi fyrir hana til ad halda henni sem saemilegastri?

Tetta verdur sko ekkert audveldara sem lídur á, tekur alltaf jafn mikid á tó tad beri ekkert mikid á manni.  Hún kvartar líka dáltid í hofdinu og tá er henni illt greyjinu.  Aeji tetta er skítt.

Grindin mín er alveg ad klofna í sundur, ég labba einsog ég veit ekki hvad?  Veit ekki alveg hvernig tetta á eftir ad verda í lok medgongunnar og "bara" komin 24+ vikur á leid.  Djoh getur tetta verid vont, tekur á en ég kvarta samt ekkert svo mikid.  Gaeti verid verra.  Er ad byrjar í medgongusundi og vonandi á tad eftir ad hjálpa eitthvad tó ég trúi tví ekki.

Hin kraftaverkin mín hafa tad annars fínt, kvarta ekki.  Perlan mín er alltaf ad finna bumbubúann sparka og elskar tad og vildi helst vera alla daga ad versla á tad fot eheh.  Yndislegust!  Teddilíus er sami gaurinn en taer frábaeru fréttir af honum ad hann er haettur med bleyjuna sína og snuddu og er ótrúlega stolltur af tví.   Tók ekki langan tíma hjá honum.

Verd víst ad haetta, farin út ad leika vid bornin eda allavega reyna standa í lappirnar.....


Allir i studi

Herna eru allir i studi og hetjan min ordin hress og kat en er samt ad tola tessi syklalyf ekki nogu vel fer ofsalega illa i skapid a henni og veit ekkert hvad hun vill en tad er nu ekki tad versta.  Frekar litill timi til ad skrifa er svooooo gaman og notalegt.  Jibbikola!!

Slaugan og co.


Kvedja

Henda inn einni kvedju, hofum haft tad ofsalega fínt og rólegt sídustu daga nema hvad hetjan mín er komin med hita og sýkingu.Frown

Kvedja frá okkur fjolskyldunni.
Slauga og co


Kroppurinn minn

P7300067
Varð aðeins að teygja sig við Rauðavatn í gær, hún fílar sig svo í botn þegar vatn er til staðar og hún getur sullað.  Þegar við komum heim seinni partinn í gær voru allir nágranna krakkarnir að kæla sig niður með slöngunni og Þuríður mín var ekki lengi að klæða sig úr og fara í bikíni nota bene Hello kitty eheh uppáhald. 

Hún er loksins farin að komast í sitt rétta form allavega í kg well vantar eitt kg uppá en á móti reyndar stækkar hún en við sjáum allavega ekki í rifbeinin.  Bara gott!


Varð aðeins að kæla mig niður...

Skrapp aðeins inn til að kæla mig niður og sýna ykkur nokkrar myndir sem voru teknar í dag en við ákváðum að skreppa niðurá Rauðavatn og skemmta okkur aðeins þar fyrirutan busl í pottinum og kælingu innan dyra.  Úúúffhh!!

Jú við þurftum að skreppa uppá spítala í morgun í smá tjékk með hetjuna mína, hún hefur nefnilega verið þreyttari síðustu daga og kvartað dáltið vegna verkja(þá er nú mikið sagt).  Hún varð að hætta á pensilíninu vegna þess það doktor Ólafur heldur að það sé að ýta eitthvað á flogalyfin þess vegna verður hún svona þreytt en veit ekki alveg ástæðuna fyrir verkjunum og það eru ljótari hljóð í lungunum.  Erum ekki alveg að fatta þetta rugl á henni, en hún er allavega hætt á pensilíni vegna flogana og meira veit ég ekki?

Hér koma nokkara af þeim niðurá Rauðavatni fyrir rétt klukkutíma:
P7300005
Perlan mín að sóla sig við Rauðavatn

P7300003
Töffarinn minn hann Theodór Ingi var mjög hamingjusamur að komast í alla steinana og kasta útí vatnið, verst að það gleymdist að greiða kambinn upp ehhe.

P7300052
Hetjan mín varð að kæla sig aðeins niður í Rauðavatni í dag og var sko ekkert feimin við það.

P7300018
Svo sólaði hún sig líka.

Farin aftur útí sólina.....


Blog.is

Er í tómu tjóni þessa dagana, síðan mín er búin að vera í F****.  Er búin að vera reyna laga hana en svo hverfur þetta bara aftur og breytist í eitthvað allt annað, er ekki að nenna svona var orðin svoooo glöð með hana.  Hvað gera bændur þá?  Jújú þetta er frítt svæði en kanski er bara betra að vera á einhverju svæði sem maður borgar fyrir og fá að ráða öllu sjálf?

Ég er allavega orðin nett pirruð á þessu rugli.


Jiiiiih hvað er gott veður

En ótrúlegt en satt þá var miklu heitara uppá Skaga í dag en hérna í bænum og þá er nú mikið sagt ehe.  Kíktum nefnilega aðeins uppá Skaga í dag, sleiktum sólina á pallinum hjá tengdó en þar var varla verandi vegna hita, úúúffhh!!  Stelpurnar fengu að strippast aðeins á meðan feðgarnir kíktu í klippingu og Theodór töffari hefur aldrei verið jafn glaður með eina klippingu eheh, kominn með kamb.  Þvílíkur töffari!  Þarf eiginlega að setja inn mynd af honum, svona líka stolltum.  Krakkarnir að sjálfsögðu ennþá að leika sér úti með öllum nágrannakrökkunum, elska að vera svona "frjáls". 

Ætli það verði ekki skroppið í Mosólaugina í fyrramálið enda snilldarlaug, hmm látum okkur sjá vakning síðasta lagi um átta þannig við verðum komin þanga níu.  Samt yndislegt loksins að fá að sofa til átta sem er að sofa út á okkar Skara mælikvarða þar sem hetjan mín er hætt á sterunum þá er hún hætt að vekja okkur um sex.  Sem betur fer!

Það er samt alveg ótrúlegt hvað líðan hennar Þuríðar minnar er fljótur að breytast, jú andardrátturinn er orðin þungur "aftur" þó hún sá á þessu blessaða pensilíni og við með pústið á loftið og er þreyttari en venjulega.  Hún er náttúrlega alltaf (nánast) úthaldslítil og verður ennþá orku minni þegar hún er úti að leika allan daginn, fljót að þreytast og verður að leggja sig yfir daginn. 

Well læknaheimsókn í fyrramálið og sjáum hvað doktor Ólafur segir þá og svo verður bara notið sólarinnar ALLAN daginn.  Skari minn er náttúrlega kominn í sumarfrí þannig núna gerum við allt og ekkert......

.................................................................

Útí allt annað en það var útaf umfjölluninni í gær á stöð 2 af heyrnalausa manninum sem fær hvergi vinnu vegna þess að hann heyrir ekkert.  Sjálfri finnst mér það ömurlegt hans vegna þar sem ég hef unnið með fjórum heyrnalausum einstaklingum (var yfir einum af þeim) og funndist það bara frábært og er ofsalega duglegt fólk í vinnu.  Það var ákveðin reynsla fyrir mig að þurfa læra tjá mig við heyrnalausan og þessir ákveðnu einstaklingar kenndu mér líka margt þar á meðal táknmál sem ég hef alltaf haft mikin áhuga á.  Þeir sendu mig á sjálfsnámskeið í táknmáli þar að segja gáfu mér bók til að ég gæti lært að tjá mig á "þeirra" máli sem mér fannst ekkert sjálfsagðara enda mjög áhugasöm um það.  Jú þau gátu líka lesið af vörum og tjáð með því að geta talað með táknmálinu en mér fannst hinsvegar miklu skemmtilegra, mikilvægara og mikil áskorun að geta lært "þeirra" mál.  Því miður hef ég gleymt meirihlutanum af því sem þau kenndu mér og ég sjálf lærði en væri alveg til í að læra þetta betur og vera "altalandi" á táknmáli.  Ég held allavega að þetta sé mikill missir fyrir þessi fyrirtæki og starfsmenn sem vinna hjá þessum fyrirtækjum sem hafa neitað þessum manni.  Alltof miklir fordómar í þessu litla landi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband